Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 02.08.1916, Side 1

Lögrétta - 02.08.1916, Side 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. Heykjavík, 2. ágúst 1916, Myndin sýnir enskt fótgöngulið á vesturherstöðvunum, á leiS gegnum yfirgefið þorp, fram í orustulínuna, til þess aö leysa þá af hólmi, sem þar eru. Nr. 36. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin sauniuð flest. Þar eru fataefnin best. L — -J Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bókaverslun Sigliísar Eymundssonar. Lárus Fjeldsted, Y f irrjettarmálaf œrslumaCur. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 siðd. Landskosfiinoarnar. Þær eiga að fara fram nú á laug- ardaginn. Kosningarrjettur við þær kosningar er bundinn við 35 ára ald- ur hjá þeim kjósendum, sem kosn- ingarrjett höfðu samkvæmt eldri stjórnarskránni, frá 1903, en við 40 ára aldur hjá þeim kjósendum, sem kosningarrjettinn hafa fengiö sam- kvæmt nýju stjórnarskránni, frá 19. júní 1915, bæði konum og körlum. Kosningaraðferðin. KosningaraSferðin hefur áöur verið sýnd hjer í blaðinu. Menn setja kross (rjettan kross eða skákross) framan við bókstaf þess lista, sem þeir vilja kjósa, t. d. þannig: x A-listi Hannes Hafstein o. s. frv. Kosningarrjetturinn. Vilji kjósandi breyta nafnaröSinni á lista sínum, skal hann setja töluna 1 fyrir framan þaS nafn, sem hann vill hafa efst, töluna 2 viS þaS nafn, sem hann vill hafa 2. í röSinni o. s. frv. Ekki þarf hann þó aS tölumerkja nema þaS nafniS, sem hann vill færa úr staS, t. d. vilji hann aS eins gera þær breytingar aS setja i 1., 2. eSa 3 sæti eitthvert nafn, sem neSar er á listanum, þá setur hann viS þaS nafn töluna 1, 2 eSa 3 og þarf ekki aS skrifa fleiri tölur. AS öSru leyti ræS- ur þá sú röS, sem fyrir er á listanum. Leggur svo kjósandi seðilinn saman i þau brot, sem hann var i, og stingur honum niSur í atkvæSakassann. Nota skal blýant, sem liggur á borSi því í kjörklefanum, sem kjósendum er ætl- aS aS skrifa viS. KjörseSillinn verSur ógildur, ef bert verSur viS talningu atkvæSa, aS kjósandi hafi: 1. sett kross viS fleiri en einn lista- bókstaf, eSa tölumerkt nöfn á fleiri listum en einum. 2. Bætt nafni eSa nöfnum viS á lista. 3. SkrifaS nafn sitt á seSilinn. 4. Sett á hann strik eSa rispu eSa önnur slík einkenni, er ætla má aS gert sje til þess aS gera seSil- inn þekkjanlegan. 5. NotaS annan seS- il en kjörstjórnin hefur afhent honum. Hafi kjósandi í ógáti merkt seSil rangt, má hann skila þeim seSli til kjörstjórnar og fá hjá henni nýjan seSil. Listarnir. Langflest meSmæli bæSi karla og kvenna fylgja Heimastjórnarlistan- um. Allar fregnir hvaSanæva af land- inu fara í þá átt, aS fylgi hans sje langmest. ÞaS ætti líka svo aS vera, og þyrfti svo aS vera. Allir finna, hví- líkt festuleysi, los og ólag hefur ver- iS á alþingi og störfum þess nú aS undanförnu, og tala um, aS nauSsyn- legt sje, aS ráSa bót á þessu. En þaS verSur ekki gert meS því, aS efna til nýrra smáflokkamyndana í þinginu, ekki gert meS þvi, aS koma þar á laggirnar tveimur bændaflokkum, í staS eins áSur, og því síSur meS því, aS koma inn í þingiS 2 eSa 3 verk- mönnum, sem eiga aS starfa þar í flokki út af fyrir sig, ókunnugir og óvanir öllum þingstörfum. Bót á því, sem aS er fundiS, fæst ekki meS því, aS reisa í þinginu rótlausa smáflokka, einn eftir annan, sem hjaSna niSur aftur óSar en varir, án þess aS nokk- ur spor sjáist eftir þá. Hún fæst miklu fremur meS því, aS efla sem mest þann stjórnmálaflokkinn, sem nýtastur hefur reynst í landinu aS undanförnu, Heimastjórnarflokkinn, eSa rjettara sagt eina stjórnmála- flokkinn, sem> aS undanförnu hefur reynst hjer aS nokkru nýtur og látiS hefur eftir sig veruleg framfaraspor. Hann á sterkar og fastar taugar x þjóSinni um land alt, og er, eins og áSur hefur veriS sýnt fram á hjer i blaSinu, nú sem stendur eini grund- völlurinn, sem sjáanlegur er hjer til þess aS reisa á framtakssaman fram- tíSar-st jórnmálaf lokk. Því ættu ekki þeir kjósendur, sem annars sjá þetta og skilja, sem hjer hefur veriS sagt, aS dreifa atkvæS- um sínum á aSra lista, þótt einhverj- ar smávægilegar ástæSur kynnu aS vera fyrir því, aS þeir vildu styrkja mann á öSrum lista, er þeir teldu tæpt staddan, en hins vegar óskaSlegan — gangandi út frá því, aS Heimastjórn- arlistinn fái samt nægilegt fylgi. Á þann hátt geta þeir kastaS atkvæSí sínu á glæ. ÞaS getur lent á lista, sem engum kemur aS, og hefur þá aS engu haldi komiS. En hitt er vist, aS á Heimastjórnarlistanum kemur þaS meS í reikninginn, verSur ekki ónýtt. Listarnir eru 6, eins og mennirnir, sem kjósa á, og þaS er vist, aS list- arnir koma ekki allir mönnum aS. Einn, tveir, og jafnvel þrír eSa fjór- ir af þeim geta orSiS svo fylgislitlir, aS þeir komi ekki aS manni. MeS vissu vita menn ekkert ákveS- iS um fylgi listanna. En sögurnar, sem af því ganga, fara í þá átt, aS Langsummenn sjeu mjög fylgislitlir. Margir, sem eiga aS vera kunnugir um víS svæSi í landinu, fullyrSa* aS þeir muni ekki geta komiS nein- um aS. Aftur mælir heilbrigS skyn- semi móti því, aS Þversum-menn geti haft nxikið fylgi, ]>ar sem greining þeirra frá Langsum-mönnum er ein- göngu á því gerð, aS Þversum-menn voru andvigir lögleiSing stjórnar- skrárinnar og nýja flaggsins, en hitt vitanlegt, aS almenn ánægja er yfir því, aS þau mál skuli vera til lykta leidd; og þar af leiSandi er líka fyrir- varastagliS, meS allri sinni fádæma vitleysu, nú steindautt mál, sem allir eru orSnir leiSir á fyrir löngu og eng- inn vill heyra nxinst á framar. Hvarfl og hvim Þversum-manna nú, ymist yfir í alþýSuskjall, gamlar sambands- lagadeilur, sem þeir áSur hafa afneit- aS, eSa þá yfir í kvenfrelsismáliS, nú á síSkastiS, sýnir, aS þeir hafa hvergi fastan blett undir fótum, en stikla, eins og á jökum, á grundvelli, sem er aS gliSna sundur undir iljum þeirra. Einna hjákátlegast af öllu þeirra tali er þó þaS, er þeir í síSustu tölubl, „Landsins“ eru aS eigna sjer, og sjer einum, heiSurinn af því, aS hafa veitt konum kosningarrjettindi — þótt eina stefnumark þeirra á þingi og í blöS- um nú lengi aS undanförnu hafi ver- iS þaS, aS koma í veg fyrir staSfest- ing þeirrar stjórnarskrár, sem veitti konum kosningarrjettindin. Þegar stjórnarskráin fór út úr þinginu 1913, greiddu 6 þingmenn atkv. móti henni, alt höfSingjar úr þeirra liSi. Þegar samþykt var í þinginu frumvarpiS um rjettindi kvenna til skóla og embætta, voru einnig öll atkv., sem móti því voru greidd, úr þeirra liSi. — Alt þetta vita án efa flestir eSa allir kvenkjósendur, svo aS skynsamlegra hefSi veriS af Þversum-mönnum aS sniSa biSilsbuxur sínar úr einhverju öSru efni en framkomu sinni í kven- rjettindamálunum á undanförnum ár- um. Um fylgi þingbændalistans hafa fregnirnar alt af haft sömu söguna aS segja, þá, aS hann gæti engum manni náS. Þjórsárbrúarlistinn hafSi um tima miklu meira fylgi, en þaS er sagt hafa fariS mjög þverrandi eftir því sem á hefur liSiS, aS minsta kosti víSa um land. Gestur á Hæli hefur spilt fyrir þeim lista meS ó- heppilegri framkomu sinni og „SuS- urland" meS óviturlegum meSmælum. Um fylgi verkmannalistans er ekki gott aS segja. Sumir kunnugir halda, aS hann muni engan fá, en aSrir aS hann nái einum manni. A-listinn er eini listinn, sem á þaS SkiliS, aS fá verulegt og alment fylgi, bæSi karla og kvenna. SitjiS því ekki heima á laugardag- inn, kjósendur góSir, en komiS til kosninganna og kjósið A-listann. Nokkur orð um nýju guðfræðina og ummyndunar- ræðu Haralds prófessors Níelssonar. Ekki tel jeg ólíklegt aS einhverjir prestar vorir verSi til þess aS gagn- rýna ummyndunarræSu prófessors Haralds Níelssonar, sem fyrir skömmu birtist í ísafold, og þó hinum mælska og lærSa prófessor virSist nú — ef til vill — litilfjörlegt þó at- hugasemdir viS þessa ritsmíS hans komi frá afskektum og einangruSum sveitaprestum, sem smáir eru í aug- um hinna hálærSu prófessora, þá má hann vita þaS, sá góSi maSur, aS þeir eru ekki allir sammála honum eSa skoSanabræSrum hans í hinni svoköll- uSu nýju guSfræSi, og grunur minn er þaS, aS hin íslenska alþýSa skrifi ekki undir alt þaS, sem prófessorinn og skoSanabræSur hans halda fram í þessu efni. Nýja guSfræSin hefur nú veriS prjedikuS frá æSri stöSum um nokkurt tímabil, og æSstu prestar þessa lands hafaveriS aSveita straum- um hennar út um akurlendi hinnar XI. árg. Tilkynning' Nýjar vörubirgðir er nú komnar til V. B. K. af flestum nú fáanlegum Vefnadarvörum — í fjölbreyttu úrvali. Vegna tímanlegra innkaupa getur verslunin boðið viðskifta- mönnum sínum þau bestu kaup, sem völ verður á í ár. Ennfremur hefur verslunin: Pappír cg ritföng, Sólaleður og skósmíðavörur. Vandaðar vCrur. Odvrar vörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. margeftirspurSu eru nú komnar í verslun Halldórs Sig'urðssonar. Vjelarnar eru mjög góSar, og því líklegt aS þær seljist fljótt; þess vegna er vissara fyrir þá, sem þurfa aS fá sjer saumavjel, aS draga þaS ekki, því óvíst er aS þær komi aftr þetta ár. Og annarstaSar í bænum fást þær ekki sem stendur. evangelisku lútersku þjóSkirkju þessa , lands, bæSi til presta og leikmanna. Allir guSfræSikennarar háskólans eru talsmenn og flutningsmenn hinnar nýju kenningar; viS fætur þeirra sitja guSfræSinemendurnir, mennirnir, sem eiga aS flytja þjóSinni hina hollu strauma hinnar evangelisku lútersku kenningar, og svo, þegar þeir eru orSnir fullnuma í kenningunni, eru þeir sendir út um landiS til þess aS prjedika fyrir söfnuSunum. Og engin furSa er þaS, þó lærisveinarnir drekki í sig anda kennaranna; þaS er eSli- legt og sjálfgefiS, aS lærisveinninn aShyllist kenningu lærimeistarans. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er hin evangeliska lúterska kirkja þjóS- kirkja íslands. Yfirvöldin eiga aS vernda hana, kenningar h e n n a r eiga aS boSast þjóSinni og kennarar guSfræSinemendanna eiga aS kenna lærisveinum sínum lærdóma og kenn- ir.gar þessarar kirkjudeildar, og þeir svo aftur þjóSinni. Samkvæmt stjórn- arskrá landsins eiga söfnuSir þess heimtingu á, aS þeim sje kendur hreinn og ómengaSur evangeliskur lúterskur lærdómur. Og þjóSin á heimtingu á, aS allir þessir starfs- menn hennar gjöri skyldu sína; hún á heimtingu á því, aS guSfræSikenn- arar hennar kenni lærisveinum sínum hreina lúterska kenningu samkvæmt guSs orSi í ritningunni; hún á heimt- ingu á aS prestar hennar flytji söfn- uSum landsins þessa kenningu; hún á heimtingu á aS landstjórnin og kirkju- stjórnin sjái um aS þetta sje gjört og aS hún verndi hina íslensku lútersku þjóSkirkju. En jeg vil nú spyrja: Gera nú þessir starfsmenn hinnar íslensku þjóðkirkju og yfirvöldin skyldu sína? ESa hafa þeir brugSist skyldu sinni og því heiti, er þeir unnu er þeir gengu i þjónustu kirkjunnar eSa hjetu því aS gæta laga landsins? Til þess aS svara þessum spurningum þarf fyrst aS athuga hvernig guSfræSi- kennarar vorir gegna stöSu sinni, og hvaS þaS er, sem þeir kenna læri- sveinum sínum og um leiS allri þjóS- inni. Jeg veit aS þeir allir standa vel og sómasamlega í stöSu sinni aS því er snertir aS rækja starf sitt daglega, og efalaust brýna þeir gott siSferSi fyrir lærisveinum sínum, og ganga í því efni á undan þeim meS góSu eftir- dæmi, því þeir eru allir vandaSir, góS- Nýja Bókbandsvinnustofan tekur aS sjer alla vinnu, sem aS bók- bandi lýtur og reynir aS fullnægja kröfum viðskiftavina sinna. Bókavin- ir, lestrarfjelög og aSrir ættu því aS koma þangaS. — Útvegar allar bækur er fáanlegar eru. Þingholtsstræti 6 (Gutenberg). Brynj. Magnússon. ir og siSprúSir menn. En þaS er kenn- ingin, sem þeir kenna þeim, kenning liinnar svokölluSu nýju guSfræSi, sem nú kallar hæst og lætur hæst heyra til sín frá kennarastólunum í Reykjavík, og verSur þá fyrst fyrir, aS aSgæta og skoSa, hvort kenning hinnar nýju guSfræSi er samkvæm hinni evangelisku lútersku kenningu, en hún byggist svo sem kunnugt er á orSum ritningarinnar og játningar- ritum kirkju vorrar. Öll sú kenning, sem ekki getur samrýmst orSum ritn- ingarinnar og játningarritunum er ó- evangelisk, og getur ekki samrýmst þjóSkirkjutrú vorri, og verSur því aS álítast villukenning. En hvernig er nú kenning hinnar nýju guSfræSi? Er hún evangelisk lútersk, eSa er hún þaS ekki? Ef hún er evangelisk lútersk, þá er hún samkvæm anda og kenn- ingu hinnar evangelisku lútersku kirkju, og þá er ekkert um hana aS segja, þá er hún samkvæm þjóS- kirkjutrú vorri,og formælendur henn- ar og flytjendur gera þá ekki annaS en skyldu sína, en ef hún er óevan- gelisk lútersk kenning, þá er þaS laga- brot aS prjedika þessa kenningu í landi þar sem til er þjóSkirkja, lög- skipuS og lögvernduS, og sem kennir alt aSrar kenningar en þær, sem þessi nýja kenning flytur. Svo er aS at- huga, hvort kenning nýju guSfræS- innar er samkvæm evangeliskri lút- erskri kenningu, hvort hún samrýmist ritningunni og játningarritum kirkj- unnar. NýguSfræSingar eru í insta og dýpsta eSli sínu „unitarar". Þeir vilja taka alt þaS burt úr biblíunni, sem dularfult er og leyndardómsfult fyrir ófullkomnum skilningi vorum. Holdtekju Krists, getnaS hans og fæSingu, eins og ritningin hefur hing-

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.