Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 02.08.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 02.08.1916, Blaðsíða 2
132 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á Islandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí. að til kent það, vilja þeir eigi kann- ast við sem verk guðlegs leyndarráðs, heldur vilja þeir skoða það eingöngu sem helgisögur. Kraftaverkin skoða þeir líka að eins sem helgisögur. Friðþægingunni neita þeir, að minsta kosti í þeirri mynd, sem kristileg kirkja hefur hingað til trúað henni; upprisunni neita þeir líka, og sömu- leiðis guðdómi Krists í þeirri mynd, sem kirkjan hefur hingað til kent. Að vísu segja þeir eigi þetta opinberlega, en þetta er þó kjarninn í kenningu þeirra. Þeir segja, að Kristur hafi að eins maður verið, að vísu betri og fullkomnari en menn gerast alment, og að guðdómur hans hafi ekki verið í öðru fólginn en því, að hið góða og guðlega, sem guð hefur fólgið í sálu hvers manns, það hafi hjá Kristi ver- ið á æðra stigi og fullkomnara en al- ment gerist hjá ófullkomnum og syndugum mönnum. Sjá nú ekki allir skynsemi gæddir menn, að slíkar kenningar og þessar geta með engu móti kallast evangeliskar lúterskar kenningar? Hvað svo sem hinir há- lærðu háskólaprófessorar segja, þá geta þeir aldrei sannfært mig um að kenningar þessar sjeu samkvæmar orðum og anda evalgeliskrar lúterskr- ar kenningar. En þó kastar nú fyrst tólíunum, þegar Haraldur prófessor Níelsson kemur fram á sviðið og birt- ir fyrir öllum landslýð ræðu þá, sem hann flutti i Reykjavík 6. sd. eftir þrettánda í vetur. Mig furðaði nú reyndar ekki svo mjög á því, þó pró- fessorinn haldi þar fram kenningum nýguðfræðinga, þó hann þar t. d. ó- tvíræðlega gefi í skyn, að Kristur hafi aldrei risið upp frá dauðum. Slíkt vissi jeg áður, að var ein af kenningum nýguðfræðinga. En það er annað í þessari ræðu prófessors- ins, sem vakti stórlega furðu mína, og jeg hygg flestra þeirra, sem hafa lesið hana, og það er það, að prófess- orinn gerir Krist í þessari ræðu sinni að brautryðjanda hinnar svokölluðu andatrúar, og postulana að miðlum. Að draga Krist niður úr dýrðinni og gera hann að andatrúarpersónu, veit jeg ekki hvað jeg á að kalla .Eða þá það, að háskólakennari í guðfræði skuli gefa það í skyn opinberlega, að þegar Kristur birtist eftir upprisuna, þá hafi það verið á sama hátt og svipir framliðinna nú — að sögn — birtast andatrúarmönnunum. Að fara þannig með dýrð Krists — það er hneyksli, vægast talað. Það er líka al- gjörlega gagnstætt orðum sjálfs Kirsts í Lúk. 24, 38—40: „Hví eruð þjer óttaslegnir? Og hvers vegna vakna efasemdir í hjarta yðar? Lítið á hendur mínar og fætur, að það er jeg sjálfur. Þreifið á mjer og lítið á, því að andi hefur ekki hold og bein, eins og þjer sjáið mig hafa.“ Og þrátt fyrir þessi orð sjálfs Krists, dirfist þó prófessorinn að gefa slíkar skoð- anir ískyn og dreifa þeim út á með- al almennings. Honum hafa þó verið kunnug þessi orð Krists, en hann virðist hafa gleymt þeim, og því virð- ist mjer full þörf að minna hann á þau hjer. En þessi aðferð prófessors- ins, að ganga svona i berhögg við orð Krists sjálfs, sýnir ljóslega, hvað sumir nýguðfræðingar geta verið ó- vandir að meðulum. Maður getur tæpast búist við, að sá guðfræðingur, sem bendlar Krist við andatrú, sje með öllum mjalla, eða þegar hann tekur sjer fyrir hendur að útskýra guðs djúpa leyndarráð við forklárun Krists. Það er eins og prófessorinn gjörþekki djúp guðlegs leyndarráðs, eða veit hann ekki, að guðs leyndar- ráð er órannsakanlegt fyrir takmark- aðan skilning mannsins, eða er hon- um ókunnugt um það, að guð er al- máttugur. Það skyldi maður þó ekki ætla um mann í hans stöðu og með hans viti og lærdómi. En á þeirri stundu, sem prófessorinn samdi nefnda ræðu, virðist hann hafa verið svo djúpt sokkinn niður í anda- trúna, að hann hefur gleymt öllu öðru. Að draga Krist svona langt nið- ur, það er að særa hina viðkvæmustu strengi í brjósti hvers trúaðs manns, og vart trúi jeg að öll íslensk alþýða kunni prófessornum alúðarþakkir fyr- ir þessa prjedikun hans. Prófessorn- um er þó líklega ekki ókunnugt um það, að ýms svik og prettir hafa komið fram í andatrúnni, 0g óskilj- anlegt er, að hann skuli endilega vilja Lj Matth. Jochumsson: j 0' ð m æ 1 i. Úrval. Valið hefur í samráði við höfundinn Guðm. Finnbogason dr. phil. Stór bók og eiguleg. Kostar kr. 3.50. Innbundin kr. 4.50. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Reykjavík, selja: Vefnaðarvörur. — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innrifatnaði. Regnkápur. — Sjóföt. — Ferðaföt. Prjónavörur. Netagarn. — Línur. — Öngla. — Manilla. Smurningsolíu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. setja Krist á bekk með þeim mönn- um, sem að þvi eru valdir. Andatrúin er enn þá ekki komin svo langt á veg, að Kristur sje ekki óendanlega langt fyrir ofan fylgifiska hennar. Kenning hennar er fóstur andlega sjúkra manna, sem að vísu vilja kanske leita þess sem satt er, en sem vantar þó alla festu og grundvöll. Það virðist sem andatrúarmenn leggi ekki mikinn trúnað á orð Krists að því er annað líf snertir, þar sem þeir segja að tilvera þess sje enn ekki sönnuð, en andar framliðinna sjeu á leiðinni að sanna hana. Nei, þeir eru ekki trúaðir á orð Krists. Og ósköp mega postularnir vera prófessornum þakklátir fyrir þann heiður!! sem hann gerir þeim með því að tala um hina ágætu miðilshæfileika þeirra. Og vel gæti jeg trúað, að prófessorinn hefði ekki gert nýju guðfræðinni neinn sjerlegan greiða með marg- nefndri ræðu sinni. Þvert á móti hlýtur hún að opna augu manna svo að þeir fara að aðgæta, hvað hin nýja kenningin hefur að bjóða. Og hvað vill svo hin nýja kenningin ? Hún vill draga Krist ofan úr guðdóms- dýrð hans og gera hann að rjettum og sljettum manni, eða með öðrum orð- um, hún kippir hyrningarsteininum undan hinni kristilegu byggingu, eða hvað er eftir þegar guðdómur Krists er tekinn í burtu frá honum? Þegar kraftaverkum hans er hafnað, endur- lausn og upprisu neitað? Þá er ekk- ert eftir, nema maðurinn Jesús frá Nazaret. Hvað segja nýguðfræðing- ai um 2. grein trúarjátningarinnar ? Hvernig fara þeir að samrýma hana við kenningar sínar? Hún mun þó vera samin samkvæmt kenningu Nýja testamentisins,og verður að teljast eitt af játningarritum kirkjunnar, sem ein grein hinnar postullegu trúarjátning- ar. Eða þá 3. grein trúarjátningar- innar? Varla mun nýguðfræðingun- um vera mikið um hana gefið. Þegar kenningar nýguðfræðinga eru ná- kvæmlega athugaðar, þá kemur það i ljós, að þær eru þvert á móti grund- vallarkenningum evangel. lúterskrar kirkju. Höfuðatriði þeirrar kenning- ar er og verður Kristur og guðdómur hans. Nýja guðfræðin er því gjörsam- lega gagnstæð þeirri kenningu, sem lögum samkvæmt á að kenna hjer á landi. Prófessorarnir kenna alt aðra lærdóma en þeir eiga að kenna og hafa lofað að kenna, og þjóðin fær ekki þá kenningu boðaða sjer, sem hún á heimtingu á lögum samkvæmt. Kirkjustjórnin, sem á að vernda ein- staklingana og gæta laganna, situr hjá og horfir á, og skiftir sjer ekkert af hvað prófessorarnir kenna, eða hvaða kenningar lærisveinar þeirra flytja þjóðinni. Þjóðin er rjettlaus gagnvart nýju guðfræðinni, og þó á hún að hafa rjett til þess sjálf að kjósa sjer presta sina. En þessi rjettur þjóðar- innar er þó ekki rjettur í raun og veru, heldur órjettur. Þjóðin fær engu að ráða um það hvaða stefnu í trú- málum að þeir menn fylgja, sem land- stjórnin sendir henni sem presta. Hún v e r ð u r að kjósa þessa menn fyrir sáluhirða sína, því neyti hún ekki kosningarrjettar síns,yrðu henni skip- aðir þessir prestar. En verst er þó ó- einlægnin og hræsnin, sem fylgjend- ur nýju guðfræðinnar sýna af sjer. Þeir játa hann í orði, en ekki á borði. Þeir væru miklu virðingarverðari ef þeir kæmu til dyra eins og þeir eru klæddir og segðu: Við trúum alls ekki á Krist. Það væri miklu betra en hræsnin og hálfvelgjan, sem þeir nú bera utan á sjer. En sannleikurinn er sá, að ef þeir opinberlega afneituðu guðdómi Krists, þá gætu þeir ekki haldist við í embættum sínum, en þau vilja þeir ekki og hafa ekki þrek til að leggja í sölurnar. Allur landslýður veit, að þeir kenna þvert á móti kenn- ingum þjóðkirkjunnar ;yfirvöldin vita það líka og horfa á það, og þó helst þeim uppi óátalið að afkristna land- ið, því hvað er það annað sem þeir eru að gera með því að kippa hyrn- ingarsteininum — Jesú Kristi — und- an kristindóminum ? Lærisveinar þeirra eru síðan gerðir að prestum i þjóðkirkjunni, af því að landstjórnin telur þá fullnægja þeim skilyrðum, sem gerð eru til þeirra manna, sem ætla sjer að takast prestsþjónustu á hendur í þjóðkirkju landsins, en þó er svo afarlangt frá þvíað þessirmenn fullnægi þeim skilyrðum, sem að rjettu á að gera til þeirra. Hvernig eiga þeir að geta kent hreinan evan- geliskan lúterskan kristindóm, sem þeim hefur aldrei verið kendur? Þess er ekki að vænta. Þeir fara svo út um landið, og kenna kristindóminn eins og þeim hefur verið kendur hann, og framkvæma öll prestsverk hik- laust og orðalaust eins og strang-lút- erskir kennimenn. Þeir skíra t. d. börn í nafni heilagrar þrenningar, staðfesta börn í nafni þessarar sömu þrenn- ingar, sem þeir afneita þó í hjarta sínu, og öll alþjóð veit þetta, og hvaða virðingar ætli að slíkt afli þeim í augum safnaða sinna, er þeir vita og sjá þá framkvæma þessar helgu og háleitu athafnir þvert á móti sannfæringu sinni? Eða þá altaris- sakramentið ? Hvernig verður þýðing þess og meðferð i höndum hinna nýju guðfræðinga, þegar búið er að gera Krist að rjettum og sljettum manni? Fyrsta og æðsta skilyrðið fyrir því,að fólkið kannist við gildi og þýðingu hinna helgu athafna er — auk trúar- innar — að það geti verið fullkom- lega sannfært um það, að sá, sem at- höfnina framkvæmir, trúi fullkom- lega og sje fullkomlega sannfærður um gildi hennar og þýðingu. En hvernig getur sá maður með góðri samvisku útdeilt hinu heilaga sakra- menti, sem ekki trúir því statt og stöðugt, að Jesús Kristur hafi verið guðs eingetinn sonur, og að hann hafi borgað fyrir syndir vorar með líkama sínum og blóði? Hið heilaga kvöld- máltíðarsakramenti hefur að þessu verið álitið — og það með rjettu — ein aðalmáttarstoð kristninnar,en með kenningu nýguðfræðinga er þessari máttarstoð kipt undan kristninni. Eft- ir kenningu nýguðfræðinga, fær kvöldmáltíðin algjörlega kalvinska þýðingu, en eftir vorri lútersku kenn- ingu fullnægir sá skilningur á þessari helgu athöfn alls ekki trúarþörf mannsins. Þegar maður nú athugar kenningar hinnar nýju guðfræði, og gætir að hver að er insti kjarni henn- ar og eðli, þá hljóta allir að sjá og fmna, að hún hefur ekkert eða þá sára lítið að bjóða manninum í samanburði við hina eldri kenninguna. Hvað hef- ur syndarinn að hugga sig við eða reiða sig á þegar þungi synda hans legst á sálu hans og þegar syndir hans ofbjóða honum, ef Kristur hef- ur að eins verið maður ? Og hafi hann að eins verið maður, þá hefur hann eigi fremur en aðrir menn getað borg- að fyrir syndir vorar. Allir erum vjer syndarar, allir syndgum vjer mikið og margvíslega, og sakir synda vorra stöndum vjer allir í stórri skuld við vorn himneska föður, og þessa skuld getum vjer eigi borgað, og enginn m a ð u r. Það getur enginn gert nema guðlegt almætti samfara guðlegum kærleika, og þegar augu mín grensl- ast um eftir borgunarmanninum, þá staðnæmast þau á engum öðrum en Jesú Kristi, en því að eins hefur hann getað borgað þessa skuld, að hann sje guð, jafn að guðdómi guði föður. Hann hefur líka sjálíur sagt, að mannsins sonur sje í heiminn kominn til þess að láta 1 í f s i 11 t i 1 lausnargjalds fyrir marga. Hvar stæðum vjer gagnvart gröf og dauða, ef vjer hefðum ekkert að fara eftir annað en kenningar nýguðfræð- inganna? Ef Jesús hefur aldrei risið upp frá dauðum — eins og nýja guð- fræðin kennir — þá hefur hann held- ur aldrei sigrað gröf og dauða. Ógn og kvíði grafar og dauða hvílir þá enn þá á mannssálunum. En til allrar blessunar hefur Jesús sjálfur sagt: Jeg er upprisan og lífið. Jeg lifi og þjer munuð lifa. Og þessi hans orö eru — eins og öll önnur orð hans — eilífur og himneskur sannleiki, og að minsta kosti met jeg orðin h a n s m e i r a en orð og staðhæfingar ný- guðfræðinganna og andatrúarpostul- anna. Kraftaverkin eru víst líka ekki svo lítill þyrnir í augum nýguðfræð- inga. Til þess að losna við þau gera þeir sjer lítið fyrir og gera þau blátt áfram að helgisögum, en hvað er það annað en beint að neita þeim algjör- lega? Jesús hefur sjálfur sagt um þessi verk sín: „Jeg hef vitnisburð meiri en Jóhannesar, því þau verk, sem faðir minn fjekk mjer að leysa af hendi, einmitt þau verk sem jeg gjöri, vitna um mig, að faðirinn hafi sent mig.“ (Jóh. 5. 36.) Eftir þessum orðum Jesú, eru verkin hans af guð- legum rótum runnin, eða með öðrum orðum, þau eru gerð fyrir guðlegt almætti. En nýja guðfræðin gerir nú liklega ekki mikið úr almætti Jesú, þar sem hún telur hann að eins vera mann. En þegar almætti Jesú er frá honum tekið, friðþægingin afnumin og upprisunni hafnað, þá fer nú Jes- ús úr því að eiga Iítið erindi Itil mannssálarinnar fram yfir svo marga aðra spekinga og lærimeistara og sið- ferðisgóða menn, sem lifað hafa á ýmsum tímum í heiminum. Þegar um það er að ræða, hvor kenningin, hin eldri eða nýrri, hafi hollari og betri kenningar að bjóða fólkinu, þá er hver skynsamlega heilbrigður maður i engum vafa um það, að eldri kenn- ingin hefur alt það að bjóða manni, sem sála vor þarfnast í þessu lífi, en nýja guðfræðin ekkert, nema hjóm og froðu, staðlausan heilaspuna skammsýnna manna. Hún getur ekki átt nokkurt erindi til fólksins, enda mun það sýna sig og sannast, að ís- lensk alþýða mun kunna að meta hana að verðleikum, þegar hún fer að kynnast henni. Sú þjóð, sem fórnað hefur verið og nærð á Passíusálmum Hallgríms Pjeturssonar og húspost- illu Jóns biskups Vidalíns svo öldum skiftir, og drukkið hefur i sig kjarn- ann úr þeim gullvægu ritum, getur ekki sætt sig við annað eins ljettmeti og sú kenning er, sem Reykjavíkur- prófessorarnir eru nú að rjetta að henni. Það er annars stórfurða, hve fáir prestar vorir hafa látið til sín heyra í þessu máli. Það eru þó þeir menn- irnir, sem helst hefðu átt að láta þetta mál taka til sin. En þessi þögn þeirra hefur tæpast — að jeg held — komið af því, að íslenskir prestar sjeu yfir- leitt jábræður Reykjavíkur-guðfræð- innar núverandi. Miklu heldur, hugsa jeg, að þögn þeirra stafi af því, að þeir hafi ekki viljað gefa sig í trú- málaþref við hinn ritningarfróða og þaullesna prófessor, en gott hefðu prófessorarnir áreiðanlega af því, að fá að heyra, að ekki eru allir íslensk- ir prestar jábræður þeirra í nýguð- fræðinni, og vildi jeg óska, að sem flestir embættisbræður mínir ljetu uppi álit sitt um nýju guðfræðina og andatrúna, svo það sæist svart á hvítu, hvað þessi stefna á víðtæk ítök í hugum íslenskra presta yfirleitt. Vísast hefði jeg ekki skrifað línur þessar, ef Haraldur prófessor hefði ekki birt fyrnefnda ræðu sína. Hún ofbauð mjer, og áleit jeg að jeg gæti ekki þagað lengur. Jeg býst nú við að hinir háu prófessorar líti nú fremur smáum augum á þessa ritsmið, sem samin er af manni, sem stendur, að þeirra áliti, langt fyrir neðan þá, og sem hvorki hefur haft tíma, efni nje tækifæri til að fylgjast eins vel með í lestri nýrra rita og jeg gjarnan hefði kosið, en hún er skrifuð af trúar- sannfæringu míns innra manns, og henni fá prófessorarnir í Reykjavík ekki raskað með nýju kenningunni sinni. Jeg met Krist og kenninguna hans meira en orð og kenningar ný- guðfræðinganna og andatrúarmann- anna. Það verða þeir að virða á betra veg fyrir mjer. Sveinn Guðmundsson. , ,Flór uCfi-ferdin- Farþegarnir af „Flóru“ komu með „Goðafossi" til Seyðisfjarðar siðastl. laugardagskvöld. Þaðan fór „Goða- foss“ til Suðurfjarðanna, en farþeg- arnir urðu eftir á Seyðisfirði og bíða skipsins þar, en fara svo norður með því til Akureyrar og Siglufjarðar. Guðm. Björnson landlæknir fer þó landveg frá Seyðisfirði norður um, í embættiseftirlitsferð. Á mánudagskvöldið hjelt hann fyr- irlestur á Seyðisfirði um „Flóru“- ferðina og var þar mikil aðsókn. „Morgunbl." flutti í gær stutta frá- sögn um fyrirlesturinn og er þetta hið helsta úr henni: Það var vopnaður botnvörpungur, sem stöðvaði Flóru hjer fyrir sunnan land. Símaði hann með loftskeytum til stærra varðskips, sem var nokkru sunnar í Atlantshafinu, en það skip sendi þegar loftskeyti til yfirvaldanna í London um tökuna. Var skipstjóra á Flóru fyrst skipað að halda beint til Lerwick. Kvað skipstjóri sig vanta bæði kol og matvæli til þeirrar ferð- ar, þar sem hann hefði meðferðis nokkuð yfir 100 farþega. Yfirmaður varðskipsins gaf þá samþykki sitt til þess að Flóra hjeldi fyrst til Seyðis- fjarðar og skilaði farþegunum á land þar. En skömmu síðar kom ný skip- un — líklega frá bretsku yfirvöld- unum —• um að rannsaka kola- og matvælabirgðir, sem í skipinu væru. Leiddi rannsóknin í ljós að birgðirnar væru nægar til ferðarinnar suður til Lerwick, þá skyldi þegar í stað haldið þangað. Rannsóknin stóð yfir í 12 klukkustundir og skipstjóra var skip- að að halda til Lerwick.------- Tveim dögum eftir að Flóra kom til Lerwick, leyfðu yfirvöldin bretsku skipstjóra að halda aftur til íslands. Til þeirrar farar áleit skipstjóri sig vanta leyfi gufuskipafjelagsins. Var símað eftir því, en það drógst að fá svar, og á meðan var löghaldi lýst á farmi skipsins, og það flutt til Leith til affermingar. — Landlæknir kvaðst hafa fengið ó- takmarkað landgönguleyfi hjá yfir- völdunum, frá kl. 9 að morgni til kl. 9 að kvöldi á hverjum degi. Kvaðst hann hafa átt tal við marga um tök- una og allir hafi þeir talið hana vera af misgáningi, enda hefði bretska stjórnin viðurkent það með því að greiða fargjöld og fæði fyrir alla far- þegana á Goðafossi til Seyðisfjarðar. Áleit hann mjög sennilegt, að Breta- stjórn mundi og greiða verkafólkinu fullar skaðabætur á sínum tíma. Farþegunum leið vel bæði á Flóru og Goðafossi. Til dægrastyttingar var stofnað „dagblað" um borð. Var það nefnt „Ferðalangur" og komu út 16 tölublöð. Þá var söngur og dans um borð og yfir höfuð gleðskapur mikill. Goðafoss fjekk lánuð björgunar- tæki hjá flotamálastjórninni bretsku

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.