Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 09.08.1916, Qupperneq 1

Lögrétta - 09.08.1916, Qupperneq 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. LOGRJETTA AigreiCslu- og innheimtuaL: ÞÓR. B. ÞORLAKSSON, Bankastrati 11. Talsími 359. Nr. 37. Reykjavík, 9. ágúst 1916 XI, árg. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bikmrslun Sigtúsar [ymundssonar. Lárus Fjeldsted, Y f irr jettarmálaf ærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 sítSd. Nýja Bókbandsvinnustofan tekur aS sjer alla vinnu, sem aS bók- bandi lýtur og reynir aö fullnægja kröfum viöskiftavina sinna. Bókavin- ir, lestrarfjelög og aðrir ættu því að koma þangað. — Útvegar allar bækur er fáanlegar eru. Þingholtsstræti 6 (Gutenberg). Brynj. Magnússon. Rúmgóða þjóðkirkjan. Eftir sjera Sigurð Stefánsson i Vigur. Mikill er fögnuSurinn í herbúðum nýjuguðfræðinnar yfir hæstarjettar- dóminum í Arboe Rasmussens mál- inu. Það er og eðlilegt eftir þeim skiln- ingi höfuðprests hennar hjer á landi, prófessors J. H., á þessum dómi. Fullkomið kenningarfrelsi, full- komið hugsunarfrelsi kennimanna þjóðkirkjunnar, fullkomið jafnrjetti nýju guðfræðinnar við hina gömlu í þjóðkirkjunni, óskorað heimilisfang þar fyrir hvern þann heimamann, sem veit sig byggja á grundvelli heilagr- ar ritningar eins og skynsemi hans gerir grein fyrir vitnisburði hennar og eins og þessi vitnisburður nær tökum á samvisku h a n s, þótt kenningar hans komi í bág við játningarrit kirkjunnar í mik- ilvægum atriðum, sjeu þær að öðru leyti í anda hinnar evangelisku lút- ersku kirkju. Öll þessi gæði eru veitt og viður- kend með þessum hæstarjettardómi, samkvæmt fullyrðingum J. H. Að vísu hefur það bæði hjer á landi og í Danmörku orkað tvímælis, hvort heilbrigð skynsemi geti með nokkru lifandi móti skilið dóminn á þennan hátt. En hann hefur nú „náð þessum tök- um“ á skynsemi og samvisku pró- fessorsins og þess vegna er gleði hans svo mikil. Nú er kennara- og prjedikunarstóll- inn í evangelisk-lútersku þjóðkirkj- unni jafn heimill þeim, sem afneita meginatriðum kristindómsins eins og hann hingað til hefur verið boðaður og fluttur í þjóðkirkjunni, sem hin- um er sannfæringar sinnar og sam- visku vegna ekki getur afneitað meginatriðum hans. Þótt prestar þjóðkirkjunnar kasti trú hennar, eiga þeir þar eftir sem áð- ur óskorað heimilisfang, meðan þeir sjálfir vilja, ef skynsemi þeirra og samviska segir þeim, að þeir standi á grundvelli heilagrar ritningar. Um það efast víst enginn, að pró- Þýskt beitiskip. fessorinn telji sig byggja á grund- velli heilagrar ritningar í niðurrifs- starfi sínu á kenningum þjóðkirkju- unnar. Hitt er’annað mál, hvort þjóðkirkj- an telur niðurrifs-kenningar hans samkvæmar heilagri ritn- i n g u og að hann eigi óskorað heim- ilisfang í henni, þrátt fyrir það þótt hann sje kominn á öndverðan meið gagnvart henni um flest höfuðatriði evangelisk-lúterskra trúarbragða. Sá ágreiningur jafnast ekki til hlít- ar með neinu veraldlegu dómsat- kvæði. Besta úrlausnin á þvi máli væri sá dómur samvisku hans, að samvistum hans við þjóðkirkjuna skyldi vera lokið. Þeim fer óðum fjölgandi, fagnað- arerindum evangelisk-lútersku kirkj- unnar hjer á landi. Fagnaðarerindi Jesú Krists, eins og hún hefur hingað til flutt það, er að verða úrelt og ekki samboðið vorum háupplýstu tímum. Þess vegna þarf að yngja það upp, laga það og liðka eftir smekk mann- vits og menningar nútímans. Fagnaðarerindi nýju guðfræðinnar, andatrúarinnar og guðspekinnar taka nú höndum saman til að lyfta þjóðum á æðra stig trúar og siðgæðis en gamla fagnaðarerindinu hefur enn tekist. Það er ný siðbót í uppsiglingu í evangelisk-lútersku kirkjunni og ís- lenska þjóðkirkjan á að gerast full- trúi hennar og frömuður. Með gamla fagnaðarerindinu get- ur hún ekki lengur fullnægt andleg- um þörfum þjóðarinnar. Og hver er svo kjarninn í þessum nýja gleðiboðskap? Er það sannur guðdómur Jesú Krists? Er það fórnardauði Jesú Krists syndugum mönnum til friðþægingar við heilögan og rjettlátan guð? Er það upprisa Jesú Krists frá dauðum ? Er það lífsamfjelag mannsins við föðurinn á himnum fyrir trúna á Jes- úm Krist dáinn vegna vorra synda og upprisinn oss til rjettlætingar? Evangelisk-lúterska kirkjan telur þessi atriði til meginatriðanna í fagn- aðarerindi Jesú Krists og byggir á þeim kenningar sínar. Þau eru skil- greind í játningarritum hennar, út- skýrð i barnalærdómsbókum hennar og túlkuð í sálmabókum hennar. En það er eitthvað annað, en að þessi atriði sjeu aðalatriðin i fagnað- arerindi nýju guðfræðinnar. Hún afneitar þeim öllum meira og minna afdráttarlaust. Telur ýmist engar eða litlar heimildir fyrir þeim í heilagri ritningu og þau að öðru leyti vafin í umbúðir rangfærslu og misskilnings á persónu Jesú Krists, kenningu hans og verkum, fyrst af postulum hans 0g síðan af kirkjunni. Báðar þessar trúmálastefnur, sú gamla, og nýja, þykjast standa á grundvelli heilagrar ritningar. „Grundvöllurinn er m a ð u r i n n Jesús Kristur, spámaðurinn mikli frá Nazaret, eins og hann blasir við mjer í heilagri ritningu," segir nýja stefn- an. „Grundvöllurinn er Jesús Kristur, guðs eingetinn sonur, spá- maðurinn, frelsarinn, friðþægjarinn og konungurinn, eins og hann blasir við mjer í heilagri ritningu," segir gamla stefnan. Hjá nýju stefnunni hefur mannleg skynsemi síðasta orðið. Þeim atriðum kristindómsins, sem ekki samrýmast röksemdum mannsins hyggjuvits, er varpað fyrir borð. Hjá gömlu stefnunni hefur guðleg opinberun síðasta orðið. Hún beygir sig í trúnni fyrir dýpt vísdóms speki og þekkingar guðs og ætlar mannlegri skynsemi ekki þá dul að rekja til fulls hjálpræðisvegu guðs mannkyninu til frelsis. Betrun og sáluhjálp mannsins er hjá nýju stefnunni mannsins verk, hjá gömlu stefnunni guðs verk. „Enginn getur kallað Jesúm Krist drottinn, nema heilagur andi sje með honum,“ segir gamla stefnan. „Vjer þekkjum ekki þá persónu," segir nýja stefnan. Báðar þessar stefnur eiga sam- kvæmt skoðun J. H. rjettmætt heim- ilisfang í evangelisk-lútersku þjóð- kirkjunni. Bæði sú sem játar og neit- ar meginatriðunum í trú hennar og kenningu. Hæstirjettur, „þessi sameiginlegi æðsti dómstóll Dana og íslendinga“, hefur staðfest þessa skoðun, segir prófessorinn. Hvað þurfum vjer þá framar vitn- anna við. „Þjóðkirkjan er rúmgóð, umburð- arlynd og frjálslynd stofnun." Já, hún er rúmgóð, og rúmbetri en nokkurt annað lögbundið kirkjufjelag í heim- inum samkvæmt þessum skilningi prófessorsins. Og þá er ekki að tala um umburð- arlyndið og frjálslyndið, að breiða faðminn jafnt á móti þeim þjónum sínum, sem afneita höfuðatriðunum í trú hennar og kenningu, og hinum, sem játa þeim og starfa í þjónustu hennar samkvæmt þeirri játningu. Það kveður við nokkuð annan tón hjá Páli postula, er hann segir við Galatamenn: „En þótt jafnvel vjer eða engill frá himni færi að boða yð- ur annað fagnaðarerindi en það, sem vjer höfum boðað yður, þá sje hann bölvaður.“ Ekki var nú meira frjálslyndið og umburðarlyndið hans, en hann mis- skildi líka fagnaðarerindið samkvæmt fullyrðingum N.gfr. Þjóðkirkjan á að segja við verka- menn sína: „Hvort sem þú játar eða neitar fagnaðarerindi Jesú Krists eins og jeg boða það, hvort þú samsafnar með mjer eða sundurdreifir, þá ertu velkominn í víngarð minn. Jeg er svo einstaklega frjálslynd og umburðar- lynd stofnun." Það er svo sem auðvitað, að menn nýju stefnunnar telja trúmálaskoðan- ir sínar hollari fyrir kristindómslíf þjóðarinnaren trúmálaskoðanir gömlu stefnunnar, annars berðust þeir ekki eins kappsamlega fyrir þeim. Hitt er torskildara, hvers vegna þeir vilja halda dauðahaldi í þjóð- kirkjufyrirkomulagið, sem hlýtur að valda hverjum samviskusömum þjóð- kirkjupresti og kennara úr þeirra flokki allmiklum óþægindum. Samkvæmt trúmálaskoðunum sín- um geta þeir naumast með góðri sam- visku gegnt kennara- og prestsem- bættum í þjóðkirkjunni, eins og sam- Nýjar vörubirgðir er nú komnar til V. B. K. af flestum nú fáanlegum — Vefnadarvörum í fjölbreyttu úrvali. Vegna tímanlegra innkaupa getur verslunin boðið viðskifta- mönnum sínum þau bestu kaup, sem völ verður á í ár. Ennfremur hefur verslunin: Pappír cg ritföng, Sólaledur og skósmíðavörur. Vandaðar vörur. Odvrar vörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavik. bandi hennar við ríkið er skipað að lögum, þó ekki sje á annað litið. Við hverja guðsþjónustu, já, næst- um því við hverja kirkjulega athöfn, mætir þjóðkirkjan þeim með alvar- legar samvisku-spurningar. Hvernig geta þeir notað hina lög- giltu sálma þjóðkirkjunnar við guðs- þjónustur safnaða sinna, sem sam- kvæmt skoðun þeirra eru fullir af misskilningi og rangfærslum á höf- uðatriðum kristindómsins ? Hvernig geta þeir uppfrætt æsku- lýðinn i kristindóminum eftir hinum löggiltu barnalærdómsbókum þjóð- kirkjunnar fullum af sömu villum? Hvernig geta þeir skírt börnin í nafni heilagrar þrenningar, trúandi því, að þrenningarlærdómur þjóð- kirkjunnar sje tómur tilbúningur mis- viturra manna, með engri fótfestu í heilagri ritningu? Hvernig geta þeir staðfest ung- menni þjóðkirkjunnar upp á trú á þrí- einan guð, tóman mannlegan heila- spuna ? Jú, auðvitað geta þeir alt þetta, en með samviskunnar mótmælum, nema hún sje enn þá rúmbetri en þjóð- kirkjan. Hve margir hæstarjettardómar sem leysa úr þessum spurningum nýju stefnunni í vil, hljóta þær að vakna í brjósti hvers samviskusams nýguð- fræðings, er hann stendur í sporum þjóðkirkjuprestsins frammi fyrir söfnuði sínum. Ekkert lögbundið kirkjufjelag get- ur að óskertri virðing sinni leyft þær kenningar, sem eru gagnstæðar trú þess og kenningu. Enginn heiðvirður maður getur heldur látið sjer það lynda, að eiga heimilisfang í þvi kirkjufjelagi, sem hann sannfæringar sinnar og sam- visku vegna finnur sig knúðan til að berjast á móti af því að hann telur það fara með rangar kenningar um höfuðatriði trúarinnar. Hann fer óðara og afsalar sjer öll- um þeim hlunnindum og rjettindum, sem þeim fjelagsskap eru samfara. En þetta nær ekki til nýguðfræð- inganna í evangelisk-lútersku þjóð- kirkjunni eftir fullyrðingum J. H. Hún er svo rúmgóð, umburðarlynd og frjálslynd stofnun. En eru þá engin takmörk fyrir þvi frjálslyndi? Það er ekki auðvelt að koma auga á þau eftir skýringum prófessorsins. Hún á að láta sjer lynda það blessað frjálslyndi hjá þjónum sínum er seg- ir: „Burt með alt það úr kristindómin- um, sem skynsemin ekki getur gert sjer grein fyrir á vísindalegan og rök- fræðilegan hátt. Burt með Jesúm Krist sem guðs son, burt með krafta- verkin hans, kenning hans, friðþæg- inguna hans, upprisuna hans i þeim skilningi og með þeirri þýðingu, sem kirkjan leggur í þessi hugtök. Hún hefur frá öndverðu misskilið og af- bakað fagnaðarerindið. Þar er ekkert af þessu að finna, heldur að eins spá- manninn mikla og manninn góða, timburmannssoninn Jesúm frá Nazar- et. Fagnaðarerindið er kenning og líf- erni þessa guðfylta manns, meira ekki, og það er líka nóg mannkyninu til hjálpræðis." Svo segja þeir nýguðfræðingarnir, sem stilla í hóf árásum sínum á trú og kenningu kirkjunnar, sumir þeirra fara enn þá lengra. Biblían er auðvitað borin fyrir öllu þessu samkvæmt þeim tökum, sem hún hefur náð á skynsemi og sam- visku þessara manna, og allar þessar staðhæfingar í anda hinnar evangel- isk- lútersku kirkju. En þeir segja meira þessir góðu menn: „Hæstirjettur hefur dæmt oss lög- mætt heimilisfang í hinni evangelisk- lútersku þjóðkirkju, 0g þaðan hreyf- um vjer oss hvergi, þótt kenningar vorar sjeu gagnstæðar kenningum þjóðkirkjunnar, hún getur kent sínar kreddur, vjer kennum vorar í skjóli og skugga ríkisverndarinnar. Það skiftir litlu, þótt vjer kennendur og klerkar þjóðkirkjunnar bregðum hver öðrum um villutrú og einn telji það heilagan sannleik, sem annar telur hjátrú og hindurvitni. Þjóðkirkjan er svo blessunarlega rúmgóð og frjáls- lynd stofnun og þetta er heilsusamleg hræring vatnsins fyrir kristindómslíf þjóðarinnar." Svo mörg eru þessi orð. Svo verður þjóðkirkjan lika að láta sjer það lynda, að ágreiningsmálum innan vjebanda hennar um höfuðat- riði kristindómsins sje að síðustu skotið undir dómsatkvæði veraldlegs dómstóls, sem eftir hlutarins eðli brestur sjerþekking á þeim málum, hvað sem því líður, að þar geta átt sæti menn óvinveittir kirkju og krist- indómi. Hann á að skera úr því, hvort kenningarnar, sem um er deilt, sjeu samkvæmar heilagri ritningu og í anda hinnar evangelisk-lútersku þjóð- kirkju. Sjálfsagt mun hver samviskusam- ur veraldlegur dómstóll hliðra sjer hjá því í lengstu lög, að kveða upp slík- an dóm, eins og líka hæstirjettur hef- ur gert í þessu Rasmussensmáli. En það getur jafnan komið fyrir, að hann verði að gera það. Og þeim, sem halda því fram, að „lögfræðingamir sjeu slæmir guð- fræðingar“, getur naumast verið það eins mikið gleðiefni og þ e s s i hæstarjettardómur er J. H. Þetta ástand er vinum kirkjunnar alt annað en gleðiefni; það er miklu fremur óvinafagnaður, og síst væn- legt til sannra kristindómsþrifa í land- inu. Leiðin út úr þvi, sem allir mega vel við una, er skilnaður ríkis og kirkju. Nýja stefnan bregður hinni gömlu um þröngsýni og ófrjálslyndi í trúar- og kirkjumálum. Það má til sanns vegar færa, ef það er ófrjálslyndi og þröngsýni að una því ekki, að þjóðkirkjan sje gerð að ruslakistu fyrir allskonar trúmála- skoðanir þjóna hennar, sem gamla

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.