Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 09.08.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 09.08.1916, Blaðsíða 2
136 LÖGRJETTA .........................1.......... 1 I Matth. Jochumsson: L j 0 ð m æ 1 i. Úrval. Valið hefur í samráði við höfundinn Guðm. Finnbogason dr. phil. Stór bók og eiguleg. Kostar kr. 3.50. Innbundin kr. 4.50. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. V erð 5 kr. árg. á tslandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí. stefnan telur ósamrýmanlegar við ev- angelisk-lúterskan kristindóm og þann stuðning og vernd, sem ríkið er að lögum skuldbundið til að veita henni. Á hinn bóginn virðist það kenna meira frjálslyndis hjá hinum frjáls- lyndu mönnum nýju stefnunnar gagn- vart sjálfum sjer en þjóðkirkjunni, að vilja láta hana vera uppeldis- og framfærslustofnun fyrir þá menn, er í ræðu og riti rífa niður kenningar hennar. J. H. segir, að með kenningarfrelsi prestanna sje átt við það, að kirkju- fjelagið eða söfnuðirnir heimti það eitt af prestunum, að þeir k e n n i samkvæmt heilagri ritn- ingu eftir bestu samvisku. Ef nú söfnuði eftir bestu samvisku finst presturinn sinn ekki kenna (auð- vitað líka eftir bestu samvisku) sam- kvæmt heilagri ritningu, hann neitar t. d. guðdómi Krists, upprisu hans frá dauðum, friðþægingarlærdómi Páls postula eða einhverjum öðrum þýð- ingarmiklum atriðum, og þessi kenn- ing hans stórhneykslar söfnuðinn, — ja — á hann samt sem áður að sitja með prestinn samkvæmt hæstarjettar- dómnum, erveitir frjálslynd- inu í trúarefnum óskorað- an borgararjett innan kirkjunnar eftir skýringu J. H. Spyr sá ekki veit. En mikið er þá frjálslyndið gagn- vart söfnuðum þjóðkirkjunnar (!). Dogmulaus kristindómur og trúar- játningalaus kirkja er ein af hinum æðstu kirkjulegu hugsjónum nýju stefnunnar. Því þá ekki að hraða sjer úr dogmu- og trúarjátningaþrengslum þjóðkirkjunnar í skaut fríkirkjunnar. Þar geta hinir frjálslyndu menn nýju stefnunnar verið lausir við öll afskifti ríkisins af trúmálaskoðunum þeirra og allar dogmur og játningarrit, lausir við laga aðfarir ríkisins út af trúmálaskoðunum þeirra og lausir við það ámæli að vilja lifa á kostnað þeirra, sem ekki geta felt sig við kenningar þeirra. Þeim ætti skilnaðurinn að vera hið mesta áhugamál. Þeir miklast mjög af vaxandi fylgi þjóðarinnar ár frá ári við trúmála- skoðanir þeirra. Ekki ætti skilnaðurinn við rikið að draga úr því, heldur auka það enn þá meira, er söfnuðir þeirra geta leikið sjer umhverfis hirðana í hinu græna dogmulausa og trúarjátningalausa haglendi N.gfr. Eins og nú er komið, er skilnaður- inn æskilegasta leiðin út úr þvi öng- þveiti, sem kirkjumál vor eru komin i. Löggjafarvaldið hefur undanfarin ár verið að leggja nýjar bætur á gam- alt fat með ýmsum lögum, sem alls ekki eiga við þjóðkirkjufyrirkomu- lagið og standa sem niðurrifsfleygar í þjóðkirkjubyggingunni, svo koma þessar nýju trúmálastefnur, sem sigla undir fölsku flaggi þjóðkirkjunnar, en heimta af henni kaup og kost. Þjóðkirkjan islenska glatar óðum virðingu sinni með allri þeirri laus- ung, ljettúð, hálfvelgju og stefnuleysi, sem ár frá ári vex á öllum sviðum trúar- og kirkjumála vorra. Hún er að verða lifandi lík í hönd- um kirkjustjórnar og klerkdóms rík- isins. Vilja kirkjunnar menn heldur horfa á hana veslast upp í ríkisfjötrunum, en leysa þá í þeirri von, að lífsandinn af hæðum blási nýju lífi yfir dal hinna dauðu beina? Kristindómur þjóðar vorrar vinn- ur áreiðanlega miklu meira en hann tapar við sambandsslitin. Á ferð í Reykjavík. Eftir önund. Þegar vjer sveitakarlarnir komum til Reykjavíkur, og höfum ekki kom- ið þar allmörg ár í röð, verður oss starsýnt á hin ýmsu nýju mannvirki, sem upp eru að rísa í bænum, og sjá- um þá betur en bæjarbúar sjálfir, hve miklum stakkaskiftum bærinn tekur ái frá ári, og hve miklar framfarir þar í raun og veru eiga sjer stað x ýmsum greinum, og veitum þá mörgu eftirtekt, sem jafnvel blaðamennirnir, er hafa vakandi auga á öllu, taka ekki eftir, eða gleyma að minnast á.í blöð-- um sínum.. Jeg er nú búinn að dvelja hjer í bænum dálítinn tíma, og hef haft tækifæri til að skoða það, sem mark- verðast er, og þykir mjer bærinn hafa tekið miklum stakkaskiftum síðan jeg kom hjer síðast, fyrir fjórum árum, og mörg nýjung hefur borið mjer fyrir augu. Nýjar götur hafa verið lagðar, ný hús hafa verið reist í hóp- um, margar götur steinlagðar, höfnin á góðri leið að verða fyrirmyndar- höfn, og það fyrirtæki hefur flutt marga nýjung með sjer. Jeg hef sjeð eimlestirnar þjóta umhverfis bæinn frá morgni til kvölds. Jeg hef komið út á járnnökkvann og sjeð botnrek- urnar ausa sandi og möl og stórgrýti upp af mararbotni, og hef horft undr- andi á eimrekuna við Skólavörðu- hæðina, þegar hún hefur verið að starfi sínu, að moka burt holtinu og fylla í vagnana, er þar sem maður sjái tröllshönd að verki, og gefur það oss góða hugmynd um, hve miklu hugvitið getur aukið við orku verk- mannanna. Þetta og margt fleira eru markverðar nýjungar hjer á landi, sem vonandi verða hjer innlendar, og enn fleiri bætast við bráðlega, af líku tægi. Þó eru það hin nýju fiskiveíðaskip, „trollararnir", sem skara fram úr öllu öðru, því með þeim er að renna upp ný g u 11 ö 1 d i sjávarútvegi lands- ins. Áður morruðu menn á miðunum við færi sín, og biðu þess, að þorskinum þóknaðist að bíta á öngulinn; nú leita menn fiskinn uppi, og elta göngurnar umhverfis landið, og taka fiskinn með valdi, án þess að beita nokkrum eftirgangsmunum. Af spurnum þeim, er jeg hafði af trollaraútgerðinni íslensku, þóttist jeg skilja, að þar væri fengin lyftistöng fyrir sjávarútveginn, er gerði hann miklu arðsamari landsmönnum en áður. Enda sjer maður mörg merki þess í Reykjavik nú, hve arðvænleg þessi útgerð er, því bæði í bænum og grendinni er verið að vinna ýms stór- virki, sem beinlínis eru ávextir henn- ar. Til dæmis má nefna „Kveldúlfs- byggingarnar" í Rvík. Þegar jeg hafði skoðað þessar stórfenglegu og að mörgu leyti merkilegu byggingar, varð mjer að fullu ljóst, hve mikinn auð, eftir vorum mælikvarða, trollar- arnir hlytu að færa í land, og hve mörgum mönnum væri þar skapaður lífeyrir, fram yfir það sem áður var. Bygginga þessara hefur hingað til ekki verið getið opinberlega, og er þó margs getið ómerkara. Jeg tel bygg- ingar þessar merkilegt tákn tímanna, því þær eru talandi vottur um auð- magn í landinu, sem fáa hefur dreymt um fyrir rúmum áratug, og þær sýna betur en margt annað, að einnig á voru landi geta hagsýni og atorka borið ríkulega ávexti, því þær eru reistar fyrir nokkurn hluta þess fjár, er 2—3 trollarar hafa fleytt á land hin síðustu ár. Ætla jeg nú að reyna að lýsa byggingum þessum í fáum orð- um. Hin svo nefndu Kveldúlfshús eru reist af h.f. Kveldúlfur (kaupm. Thor Jensen og synir hans), sem rekið hef- ur trollaraútgerð nokkur ár með 2—3 trollurum. Hús þessi standa inni í Skuggahverfi, rjett við sjóinn, milli Klapparstígs og Vatnsstígs. Hafa þau verið í smíðum undanfarið hátt á þriðja ár, og eru nú langt á veg komin og tekin til afnota. Þau eru aðallega ætluð til afnota fyrir troll- araútgerð fjelagsins. Aðalhúsin eru 2, og lokaður húsa- garður (port) á milli; er það alt til samans 80 álnir að lengd og 71 alin á breidd að grunnmáli, eða hátt upp i yj, vallardagsláttu. Grunnflötur bygg- ingarinnar hefur verið gerður lág- rjettur úr hallandi klöpp, og var klapparlagið, sem sprengt var, fullar 4 álnir að þykt undir efri hlið húss- anna. Húsið, sem nær stendur sjónum, er 80 ál. langt og 40 ál. breitt, tvær 5 áln. hæðir með lágu risi. Veggir allir úr vandaðri steinsteypu, 12—18 þuml. þykkir. Gegnum mitt húsið þvert uppi og niðri er 5 álna breiður gang- ur, með steinveggjum á báðar hliðar niðri. Hvor endi niðri er klofinn i miðju að endilöngu með steinveggj- um; er svo hvorum helming húss- ins, sem að sjónum veit, aftur skift í tvent um miðju, svo að í framhlið- inni verða 4 herbergi 18x19 álnir að stærð. Það er ætlað fyrir salt- og fiskgeymslu; í bakhliðinni er sitt her- bergið hvoru megin 19x37 álnir að stærð að innanmáli; þar er fiskurinn þveginn; standa þar 8 stór trjeker, 2x9 álnir að vídd, sem fiskurinn er þveginn upp úr, og geta 8—10 þvotta- konur starfað við hvert í einu. Vatns- leiðslupípur eru leiddar í hvert ker, og um steinrennur er vatninu veitt úr þeim til sjávar. Öll gólf í herbergj- um þessum eru úr sterkri steinsteypu, og þannig útbúin, að leggja má í þau spor fyrir vagna eftir þörfum. Á efri hæðinni eru allir skilveggir úr timbri; báðir endar sinn hvoru megin við ganginn þar uppi eru hafð- ir til að geyma í þurran saltfisk; þeir eru allir vandlega málaðir hvítir og ljósgráir og lakkerað yfir. 8 álna breidd af eystri endanum, er að sjón- um veit, er skilin frá og þiljuð sund- ur í skrifstofur; eru þar hin snotr- ustu herbergi með öllum þægindum, svo sem miðstöðvarhitun,vatnsleiðslu, raflýsing o. fl. Þakið er gert af timbri, pappa og járni; er ramlega frá því gengið, enda er það ætlað til fisk- þurkunar í viðlögum. Þar sem mætist þak og veggir á húsum þessum, er stórum mun betur frá gengið, en jeg sá á öðrum steinsteypuhúsum í Rvík, þótt vönduð ættu að vera. Á þessum húsum er alt trje vel innilokað með járni og steini, asfalterað og pappa- klætt, svo að hvorki eldur nje vatn fá komist að því. Upp af veggjun- um, ofan á þakið, eru steyptir 10 þml. breiðir stólpar með jöfnum millibil- um og steinbandi yfir, umhverfis alt þakið, svo engum er hætt við að hrapa þar niður fyrir, og er þetta um leið allmikil prýði á húsunum. Við efri hlið þessa húss tekur við húsagarðurinn, portið ; er það 80 álna langt og 14 álna breitt, lokað til beggja enda með 8 álna háum stein- veggjum; þar er hinum óþvegna salt- fiski hlaðið í stakka, þegar hann kem- ur frá skipunum. Gólfið er alt úr steinsteypu, með sporum fyrir fisk- flutningavagna. Úr eystri enda garðs- ins liggja steypt jarðgöng undir göt- una (Vatnsstig) ; um þau á að keyra kol o. fl. frá kolageymslustaðnum, sem fyrirhugaður er hinumegin við götuna. Hlið efra hússins, er veit að húsa- garðinum, er þrjár 5 álna hæðir. I helming neðstu hæðarinnar eru 5 her- bergi eða klefar, allir sprengdir inn x 4 álna þykka klöpp. Þar er einn stór gufuketill, 2 gasmótorar, 1 rafmagns- vjel (dynamo), 2 súgvjelar (blásar- ar). Allar þessar vjelar eru notaðar við fiskþurkunina og lýsingu hús- anna. Neðra gólfið í eystri enda húss- ins er ætlað til fiskgeymslu, en efra gólfið til geymslu veiðarfæra og ann- ars tilheyrandi útgerðinni. Allur vestri endinn, uppi yfir vjelaklefun- um, er skilinn sundur í 4 klefa (hjalla?) Þar er fiskurinn þurkaður jsfnt vetur og sumar, hvernig sem viðrar. Fiskurinn er hengdur þar upp til þerris, og virðist sá útbúnaður vera bæði haganlega og vandlega gerður, þornar fiskurinn þar við hlýj- an loftsúg, um og yfir 20 stig. Loftið kemur inn um vindaugu á framhlið hússins, eimvjelin, sem áður er nefnd, hitar það upp, en súgvjelarnar knýja það áfram upp um op á gólfi þurk- klefanna, og gegnum fiskinn. Þurk- klefarnir taka hver um 35 skpd. til þurkunar í einu, og verður fiskurinn að hengjast upp 6—8 sinnum, 8—10 kl.st. í hvert skifti, til þess að full- þorna. Milli húsanna liggur 6 álna breið steinsteypubrú með steyptum riðum á báðum brúnum, yfir miðjan húsa- garðinn, frá neðra gangi efra hússins til efra gangs neðra hússins, og er hún ætluð til innkeyrslu með vögnum og „bílum“ á efra gólfið. Byggingin öll er lýst með raf- magnsljósum úti og inni; framleiða gasmótorarnir rafmagnið um leið og þeir knýja súgvjelarnar. Bak við húsin er lóðarspilda, um 40 álna breið og 80 álna löng. Um hverfis hana alla er verið að reisa háan múrvegg með geymsluklefum, 12 álna breiðum, innan við; á þar að geyma alls konar óvandaðri áhöld til- heyrandi útgerðinni. Milli þessara klefa og aðalhúsanna verður opinn húsagarður með steyptu gólfi. Að þessu svæði viðbættu nær húsa- þorp þetta yfir svæði, sem er talsvert stærra en vallardagslátta. Allar eru byggingar þessar, utan og innan, hinar myndarlegustu, snot- urlega og traustlega frá þeim gengið að öllu leyti, og mjög haganlega virðist öllu vera fyrir komið; bera þær ljósan vott um smekkvisi, hag- sýni og myndarskap eiganda og fram- kvæmdarstjórans, herra kaupmanns Thor Jensens. Hefur hann að heita má ráðið öllu, smáu og stóru, urn fyrirkomulag þeirra. Herra Jón Þor- láksson hefur verið í ráðum með um alt það, er sjerþekkingu þurfti til. Vilhjálmur trjesmiður Ingvarsson hefur haft á hendi alla verkstjórn við byggingar þessar. Auk þessa hefur h.f. Kveldúlfur með höndum byggingar á allstórum steinbryggjum og bólverki fram und- an húsum þessum, sem skip eiga að geta lagst við; enn vantar mikið á að það verk sje fullgert Þessar stórfeldu framkvæmdir hafa veitt bæjarbúum meiri og stöðugri vinnu að undanförnu, en dæmi eru til hjer um eins manns framkvæmdir, því auk feiknamikillar vinnu, sem út- gerðin útheimtir, hafa 25—50 manns haft stöðuga vinnu, vetur og sumar, við byggingar þessar, fyrir hæsta kaup, sem hjer tíðkast. Mun nú vera búið að borga í vinnulaun fyrir þær mikið á annað hundrað þúsund krón- ur. Má heita að hver eyrir af því fje hafi gengið til fátækra daglauna- manna þessa bæjar. Herra kaupmanns Thor Jensens hefur stundum verið getið opinber- lega fyrir rausnarlega hluttöku í ýmsum þörfum fyrirtækjum, t. d. fyrir hluttöku í stofnun Eimskipafje- lags Islands, gjafir til Heilsuhælis- ins á Vífilsstöðum, og síðast í sam- bandi við, rausnargjöf til fátækra síð- astliðinn vetur. — En þess hefur minna verið getið, hve mikla atvinnu hann hefur veitt mörgum fátækum daglaunamönnum, í fjölda mörg und- anfarin ár, og er það þó flestum mönnum hollari styrkur en allar bein- ar gjafir. Virðist því Thor Jensen, og aðrir slíkir, eiga frekar lof en last frá talsmönnum verkmannastjettar- innar. Það er eftitektarvert, að hr. Thor Jensen, sem er útlendur maður að ætt og uppruna, hefur orðið til þess að gerast brautryðjandi i báðum að- alatvinnugreinum landsins. Á yngri árum sínum, þá efnalítill að sögn, reisti hann stórbú í Borgarfirðinum, og gerði þar húsa- og jarðabætur svo að fyrirmynd þótti, sýndi með því glögt hvað gera mátti, þótt lítil væru efni, ef dugnaður og hagsýni fylgdust að, og mun margur hafa tek- ið sjer það til fyrirmyndar. Síðar gerði hann stórfeldar jarðabætur í Reykjavík, og sýndi hvernig gera mátti urðarholt að blómlegu túni. — Fyrsta fullkomna trollarann, sem landsmenn eignuðust, „Jón Forseta", ljet hr. Thor Jensen smíða, og gerði hann út til fiskiveiða með góðum á- rangri; fóru þar fleiri á eftir, sem kunnugt er. Það mun því óhætt mega telja hann mestan framkvæmdamann þessa lands. Fyrir nokkrum árum var það land- sjóðurinn eða hið opinbera, sem best borgaði sínum starfsmönnum, og fram að þessu hafa hin opinberu em- bætti, að minsta kosti sum hver, þótt eftirsókna verðust vegna launanna, og því hafa hinir efnilegustu ungir menn gengið embættis- eða skólaveg- inn, sem kallað er. Nú fer það að þykja mest arðsvon, að verða útgerð- armaður, og nú eru margir trollara- skipstjórar miklu launahærri en há- launuðustu embættismenn landsins. Vegná fjárskorts hefur landið sjálft ekki ráð á að reisa ýmsar nauðsyn- legar, opinberar byggingar, — en á sama tíma reisa einstakir útgerðar- menn álíka dýrar og vandaðar bygg- ingar fyrir útgerð sína. Þetta virðist nú gleðilegt tímanna tákn, því það ber vott um aukna fram- leiðslu, og við það eignumst vjer ÞAKKARÁVARP. Jeg undirritaður votta öllum vinum mínum og frændum, nær og fjær, sveitungum mínum, ungmennafjelag- inu Agli Skallagrímssyni o. fl. inni- legt hjartans þakklæti fyrir alla þá ástúð og nærgætni, er þeir hafa sýnt mjer og dætrum mínum við fráfall míns elskulega eiginmanns, Jóns hreppstjóra Hallssonar á Smiðjuhóli, og alla þá virðingu, er þeir hafa sýnt honum látnum. Bið jeg guð, sem einn er þess megnugur, að launa þeim í ríkulegum mæli, er þeim liggur mest á þeirra óviðjafnanlegu hjálpsemi okkur til handa. Smiðjuhóli 1. ágúst 1916. ólöf Pjetursdóttir. Sjómaður, P. SALOMONSEN að nafni, sagður 27 ára, ættaður hjeðan af landi, druknaði af g.s. Cedenvood frá Middlesbrough, er það fórst í Englandshafi 12. febr. þ. á., hefur lík- lega farið síðast frá Hull. Erfingjar hans eru beðnir að segja til sín Bæjarfógetinn í Reykjavík 7_ág. 1916. Jón Magnússon. efnaða framleiðendur, sem hafa ráð á að veita mörgu fólki atvinnu, og hafa efni á að ráðast í nytsamar fram- kvæmdir, er sjeu til verulegra umbóta í landinu, og miði beint eða óbeint til þess, að gera landið betra og byggi- legra fyrir eftirkomendurna. Fram- leiðendum þeim, sem eigi geta fram- leitt meira en svo, að þeim rjett næg- ir til fæðis og klæðis, er líkt farið í þjóðarbúinu og kúm þeim, er ekki fá nema viðhaldsfóður og færa því búinu engan arð. Þeir hafa ekkert af- gangs til að ráðast í framkvæmdar- fyrirtæki, er færi eftirkomendunum arð. Þeim tekst ekki að ávaxta það pund, sem þeir hafa í hendur fengið. Vjer þurfum því að eignast sem flesta menn, sem eitthvað hafa afgangs svo um muni, til þess að fegra og bæta landið, og lífsskilyrði þess. Sjávarútvegurinn er í gleðilegri framför hjer á landi, þar erum við að verða jafnokar nágrannaþjóðanna. Stórfeldasta sporið í þá átt virðist trollaraútgerðin vera, sem nú er í hraðri framför. í landbúnaðinum gengur alt hægra, þrátt fyrir ýmsar framfarir erum vjer þar í mörgum greinum marga mannsaldra á eftir nágrannaþjóðunum. Víða verðum vjer enn að nudda ofan í og hjakka s ö m u þ ú f u r n a r, sem Njáll og samtíðar- menn hans rjóðuðu á skarni fyrir meira en 9 öldum. Fjöldi bænda eru kotbændur, sem vart hafa í sig og á, og verða því að skila jörðum sínum til eftirkomendanna í sömu nið,ur- lægingunni og þeir tóku við þeim, sem betur fer eru þó margar heiðarlegar undantekningar á þessu. — En þetta þarf að breytast til stórra bóta, á því er þjóðarnauðsyn. Landbúnaðurinn þarf að sínu leyti að stíga eins greitt spor fram á leið og sjávarútvegurinn hefur stigið með trollaraútgerðinni, og leggist allir á eitt og allra bragða sje leitað, hlýtur það að takast að rneira eða minna leyti. —• En þá má hið opinbera heldur ekki kippa að sjer hendinni með að styrkja þá við- leitni, einkum með því að vinna að því eftir mætti að afla þeirrar þekk- ingar, sem þarf til að leysa þá þraut, því hennar verður í svo mörgum greinum að afla innanlands, á íslensk- um grundvelli, ef vel á að takast. Ritað á Jónsmessudag 1916.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.