Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.08.1916, Blaðsíða 4

Lögrétta - 16.08.1916, Blaðsíða 4
142 LÖGRJETTA 14 n tí s o >■ n n n fl H n n A o Ph H fl > 2c —.60 c/í O !“t±> S00 ® ra •• z C« O H <n o ts fr W > > u H H KRONE LAOERðL er best. Lýðskóli minn veröur hjer eftir i húsi mínu Laugavegi 2 (áður BergstaSastræti 3). Byrjar 1. vetrardag, endar 21. Mars. Enginn skyldur að vera allan tim- ann. Námsgreinar flestar sömu og á öðrum framhaldsskólum; um þær geta nemendur valiiS. Áhersla einkum lögð á tungumálin, að tala þau og rita. Próf þarf ekki að taka, en námsvottorð látin ])eim nemendum i tje, sem óska. Kenslugjald að eins 25 kr. fyrir allan timann og minna yfir skemmri tíma. Nemendum veitt móttaka hvenær sem er, ef rúm leyfir. Best að senda umsókn sem fyrst. Ásm. Gtastsson, Laugavegi 2, Reykjavík. Lýðskólinn i Bergstaðastræti 3, Reykjavík, byrjar fyrsta vetrardag 0g stendur í 6 mánuði. Námsgreinar: íslenska, danska, enska, saga, landafræði, náttúru- fræði, reikningur, söngur, handavinna og líkamsæfingar. Nemendur geta sjálfir valið um áðurtaldar námsgreinar. Ekkert próf er heimtað, en próf- vottorð fá þeir, er þess óska. Kenslugjald að eins 25 krónur fyrir allan tímann, minna fyrir skemmri tima. Málin kend með tal- og ritæfingum, — Nemendur fá inntöku hvenær sem er meðan rúm leyfir, en vissast er að senda umsóknir sem fyrst til undirritaðs forstöðumanns skólans, ísleifs Jónssonar, Bergstaðastræti 3, Reykjavík. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Reykjavík, s e 1 j a: Vefnaðarvörur. — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innrifatnaði. Regnkápur. — Sjóföt. — Ferðaföt. Prjónavörur. Netagarn. — Línur. — öngla. — Manilla. Smurningsolíu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. Skarphjeðinn Símonarson frá Litla- dal í Blönduhlið og niðurlag greinar- innar um alþýðuvísur frá fyrra blaði. í júníblaðinu eru myndir af Þor- valdi Thoroddsen prófessor, er sýna hann um þrítugt, fertugt og sextugt, ennfremur mynd af frú hans og dótt- ur þeirra og mynd frá ferðalagi Þ. Th. Grein fylgir eftir B. Sæmunds- son kennara. Kvæði eru þar eftir Þorstein Gíslason, Pál Jónsson (á Akureyri), Hallgr. Jónsson, Axel Thorsteinsson og Jón Þórðarson; grein eftir Jón Thor., „Harpa“, end- urminningar frá æskudögunum í Stórholti. I júlíblaðinu er mynd af Sigfúsi Blöndal bókaverði í Khöfn; myndir af enska skáldinu W. Shakespeare og grein um hann í sambandi við 300 ára afmæli hans síðastliðið vor; mynd af Ásgrími heitnum Magnús- syni lýðskólastjóra. Kvæði eftir Gest og Matth. Jochumsson. Grein um „Hyde Park“ í Lundúnum eftir Snæ- björn Jónsson. Þessi sönglög fylgja blöðunum: Lag við kvæðið Vorhvöt eftir Pál Jónsson og lag við kvæðið Björn í búri eftir Guðm. Magnússon, bæði eftir Jón Laxdal; lag við kvæði Jón- asar Hallgrímssonar: „Þið þekkið fold“, eftir Holger Wiehe, og lag við vísur H. Hafsteins: „Blessuð sólin elskar alt“, eftir Steindór Þorgríms- son. Eftirmæli. Þriðjudaginn 4. júlí s.l. andaðist á Landakotsspítala Jón Hallsson hrepp- stjóri á Smiðjuhóli í Álftaneshreppi á Mýrum, eftir um þriggja vikna legu þar síðast. Hann hafði innvortis- sjúkdóm, sem hann bar með stakri þolinmæði í mörg ár, og var áður bú- inn að leita sjer hjálpar við á sama spítala. — Jón Hallsson var fæddur á Vogalæk í sömu sveit 30. apríl 1849. Þaðan fluttist hann með foreldrum sínum, Halli Jónssyni, sem um mörg ár var hreppstjóri og oddviti í Álfta- neshreppi, og konu hans, Ragnheiði Guðnadóttur, að Leirulæk, næsta bæ við Smiðjuhól; ólst Jón heitinn þar upp þar til hann giftist árið 1878 eft- irlifandi ekkju sinni', Ólöfu Pjeturs- dóttur Þórðarsonar, sem lengi bjó á Smiðjuhóli, 28 ár, og Sigríðar Jóns- dóttur frá Krossanesi i sömu sveit. Þá sama ár byrjaði' Jón heitinn bú- skap á Kothól í sama hreppi og bjó þar 5 ár, en fluttist svo að Leirulæk og bjó þar önnur 5 ár, og síðast að Smiðjuhóli, þar sem hann bjó í 28 ár, eða til dauðadags. Þau hjón eign- uðust 8 börn, dóu 3 í æsku, en 5 dæt- ur eru hjá móður sinni, allar upp komnar. Hann var hreppstjóri mestan hluta búskapar síns, í 35 ár, og odd- viti í 25 ár; gegndi hann þeim starfa frábærlega vel, enda var hann mæta- vel gefinn og mentaður, hafði, sem sagt, flest mál sveitar og sóknar með að gera til dauðadags, enda sýndi það sig ljósast, að hreppsbúar kunnu að meta þetta, á því, hve innilega hlutdeild þeir tóku í fráfalli hans, þar sem öll hjón hreppsins, ásamt fleir- um af mörgum heimilum, voru við- stödd bæði húskveðju á Smiðjuhóli og jarðarförina á Álftanesi. Var þar einnig margt fólk utan hrepps, svo þeir, sem viðstaddir voru, minnast ekki að hafa sjeð jafn fjölmenna jarð- arför við sveitakirkju. — Jón Halls- son var meðalmaður á stærð, stakur greindarmaður, sískemtinn og glað- lyndur, heimili hans var og er sjer- stakt góðgerðaheimili, þrátt fyrir það, þótt efni væru ekki alt af mikil, enda voru þau hjón mjög samvalin í því sem öðru; til dæmis má nefna, að Sig- urbjörn Ástvaldur Gíslason cand. theol., sem ferðast hefur um mest- alt ísland, segir að hann muni ekki eftir nema einu heimili, þar sem sjer hafi verið tekið ókunnugum með ann- ari eins alúð og á Smiðjuhóli. — Við fráfall Jóns missa hreppsbúar einn sinn elsta og ráðbesta bónda í flest- um tilfellum og er hans sárt saknað, ekki einungis af ástmönnum hans, heldur öllum, sem kynni höfðu af honum. Hann var stakur trúmaður, sem marka má af því, að hann hjelt alt af uppi húslestrum á heimili sínu, eins og var góður og gamall vani á hans uppeldisárum; vildi ekki heyra nefnda neina breytingu eða aðrar nýj- ar trúarleiðir en þær, sem hann var uppalinn við. S. P. FjórmenflinDamerkiD. Leynilögreglusaga eftir A. CONANDOYLE. XII. KAPÍTULI. Jonathan Small segir einkennilega sögu. Frh. „Jeg var þó nokkuð upp með mjer af þessum völdum, sem mjer voru fengin í hendur, nýsveininum og hon- um heldur slökum. I tvær nætur hafði jeg nú vörð með mönnunum mínum. Þeir voru stórir og villimannslegir í útliti, Mahomet Singh og Abdullah Khau hjetu þeir, báðir gamlir her- menn, og höfðu barist á móti okkar liði við Chilian Wallah. Þeir töluðu ensku vel, en litið gat jeg haft upp úr þeim. Þeir sátu þögulir eins og graf- ir alla nóttina. Jeg fyrir mitt leyti stóð venjulega fyrir utan hliðið og horfði á hið breiða, krókótta fljót og ljóshafið í borginni. En drunurnar í herbumdum, vopnabrak og köll og háreysti uppreisnarmannanna var nóg til að minna okkur alla nóttina á hætt- una, sem okkur stóð af nágrönnunum hinu megin fljótsins. Annanhvorn klukkutíma gekk næturvörður um og gætti að hvort alt væri í lagi við hvert einasta hlið. „Þriðju nóttina, sem jeg hjelt vörð, var ákaflega dimt og drungalegt veð- ui og hellirigning. Það var þreytandi verk að standa tíma eftir tíma í hlið- inu í slíku veðri. Jeg reyndi hvað eft- ir annað að fá mennina mína til að tala, en það tókst ekki. Þegar klukk- an var tvö um nóttina, gekk vörður- inn um, og lífgaði snöggvast upp ein- veruna. Þegar jeg sá að fjelagar mín- ir voru ófáanlegir til að ræða nokk- urn hlut, tók jeg upp reykjarpípu mína og lagði snöggvast frá mjer byssuna til að kveikja mjer í. Á sama augnabliki rjeðust þeir báðir á mig. Annar þreif byssuna og miðaði henni á ennið á mjer, en hinn setti stóran hníf á hálsinn á mjer og sór það og sárt við lagði, að hann skyldi i mig ganga, ef jeg hrærði mig hið minsta. „Mín fyrsta hugsun var sú, að fje- lagar mínir væru í bandalagi við upp- reisnarmennina og þetta væri byrjun á árás. Ef þetta hlið kæmist á vald uppreistarmannanna hlaut virkið að falla og konur og börn að sæta sömu, grimdarmeðferð eins og í Cawnpore. Það getur nú verið, herrar mínir, að þið haldið að jeg sje að færa söguna mjer í vil, en það get jeg svarið ykkur, að þó að jeg fyndi hnífinn snerta hálsinn á mjer, var það mín fyrsta ætlun, að reka upp ógurlegt org til þess að reyna að gera mið- stöðinni aðvart, þó að það kostaði mig lífið. Það var eins og þeir læsu hugsanir mínar, því að um leið og jeg ætlaði að gera þetta, hvíslaði sá, sem var nær mjer: ,Gerðu ekki há- vaða. Virkinu er engin hætta búin. Það eru engir uppreistarhundar hjerna megin fljótsins/ Það var sannfæringarhreimur í röddinni, og jeg sá, að ef jeg hreyfði mig, var jeg dauðans matur, það gat jeg lesið úr brúnu augunum á honum. Jeg beið því átekta fyrst um sinn. „.Hlustið á mig, Sahib/ sagði sá þeirra, sem var stærri og grimmlegri, og sem kallaður var Abdullah Khan. ,Annaðhvort verðið þjer nú að veita okkur lið, eða við verðum að sjá um að þjer talið ekki fleiri orð x þessu lífi. Málefnið er svo mikils virði, að nú verður að starfa. Annaðhvort verð- ið þjer að sverja okkur við kross hinna kristnu, að vera einlægur með okkur, eða þá að við komum líkam- anum af yður fyrir í einhverri gryfj- unni og förum sjálfir til uppreistar- mannanna bræðra vorra. Meðalvegur er enginn til. Hvað viljið þjer svo velja, líf eða dauða? Við getum ekki gefið yður nema þrjár mínútur til umhugsunar, því að tíminn liður og alt verður að vera búið áður en vörð- urinn gengur um.‘ „,Um hvað á jeg þá að hugsa?‘ sagði jeg. ,Þið hafið ekki sagt mjer eitt orð um það, hvað jeg á að gera. En það segi jeg ykkur strax, að sje það eitthvað, sem stofnar virkinu í hættu, þá vil jeg engan hlut eiga í því. Þá getið þið rekið hnífinn í mig og verið hreyknir af.‘ „,Það gerir virkinu ekkert til,‘ sagði hann. ,Við ætlum að eins að biðja yður að gera það sama, sem allir landsmenn yðar gera hjer í land- inu að aðalatvinnuvegi sínum. Við ætlum að biðja yður að verða auðug- an. Ef þjer viljið vera með okkur í nótt, þá skulum við sverja það við nakinn hnífinn, og með hinum þre- falda eiði, sem enginn Sikh nokkurn tíma hefur brotið, að þjer skuluð fá yðar hluta af fjársjóðnum. Fjórða- part skuluð þjer fá. Meira getum við ekki lagt yður að svo komnu.1 „,En hvað er þá þessi fjársjóður?* spurði jeg. ,Jeg er eins fús á að verða ríkur eins og hver ykkar, ef þið viljið segja mjer hvernig jeg get orðið það.‘ „,Þjer viljið þá sverja það,‘ sagði' hann, ,við bein föður yðar og heiður móður yðar og við krossinn, sem þið trúið á, að hafast ekkert að og segja ekkert orð okkur til skaða í þessu máli, hvorki nú nje síðar meir?‘ „,Það sver jeg,‘ sagði jeg, ,svo framarlega sem virkið ekki kemst í neina hættu.1 „,Þá skulum við fjelagar sverja það, að þjer skuluð fá fjórðapart fjársjóðsins, en honum á að skifta jafnt milli okkar fjögurra.' „,Við erum ekki nema þrír.‘ „,Dost Akbar verður að fá einn hluta. Við getum sagt yður upp alla söguna meðan við erum að bíða eftir honum. Þú skalt standa við hliðið, Mahomet Singh, og gefa gætur að honum, hvort þeir koma. Málið horf- it' svo við, Sahib, og jeg segi yður það alt, af þvi að við vitum að eiðurinn er bindandi fyrir yður og að þið hald- ið orð ykkar. Ef þjer hefðuð verið einn af Hindúunum, sem eru síljúg- andi, og þó að þjer hefðuð svarið við alla guði, sem búa í þeirra svika- musterum, þá skyldi blóð yðar hafa litað hnífinn og fljótið skolað náinn. En Sikhinn þekkir Englendinginn og Englendingurinn þekkir Sikhinn. Hlustið því á sögu okkar/ „,Það er rajah (þjóðhöfðingi) norður í landi, sem er vellauðugur maður, þó að land hans sje lítið. Mik- ið erfði hann eftir föður sinn, en þó hefur hann safnað enn þá meiru sjálf- ur, þvi að hann er smásmugulegur maður og nirfill. Þegar óeirðirnar byrjuðu, vildi hann vera beggja vin- ur, ljónsins og tígrisdýrsins, Sepoyj- anna eða uppreistarmannanna, og Englendinga. En svo þóttist hann brátt sjá, að dagar hvitu mannanna væru taldir, þvi að úr öllum áttum heyrðist ekkert annað en ósigur þeirra og dráp. En af þvi að hann er hygg- inn maður, þá lagði hann svo ráðin á, að hvernig sem færi, þá skyldi’ hann að minsta kosti vera viss um að hafa helming fjárins. Alt, sem hann átti af gulli og silfri, hafði' hann kyrt heima hjá sjer í leynihvelfingum hall- ar sinnar; en alla dýrmætustu gim- steina og fágætustu perlur i eigu sinni ljet hann í járnkistu, og sendi með hana trúan þjón, er átti, með sam- fylgd kaupmanns nokkurs, að koma kistunni fyrir í Agra, þangað til frið- ur væri' kominn á í ríkinu. Ef nú uppreistarmennirnir sigruðu, þá hafði hann gull sitt og silfur hjá sjer, en yrði uppreistin bæld, þá ætti hann gimsteinana. Þegar hann hafði kom- ið ár sinni þannig fyrir borð, gekk hann í lið með Sepoyjunum, því að honum sýndist þeim veita betur. En úr því að hann fór þannig að, þá tilheyrir auðvitað fjeð hinum, sem ekki hafa reynst svikulir. ,Þessi kaupmaður, sem jeg nefndi, Achmet er nafn hans, er nú í Agra- borg, og er að leitast við að komast inn í virkið. Samfylgdarmaður hans er Dost Akbar, fjelagi minn, og hann þekkir leyndardóminn allan. Dost Ak- bar hefur lofað þvi að koma honum i nótt inn i virkið um hliðardyr, og hefur valið þessar dyr, sem við eigum að gæta. Hingað kemur hann nú á hverri stundu, og við fjelagarnir bíð- um hans. Staðurinn er svo afskektur að enginn hefur hugmynd um neitt. Heimurinn skal aldrei framar fá að vita, hvað orðið hefur af Achmet kaupmanni, en fjársjóðinum mikla skiftum við bróðurlega milli okkar. Hvað segið þjer um þetta, Sahib?‘ „í Worcestershire sýnist mannslíf- ið vera dýrmætt og mikilsvert; en það horfir ofurlítið öðruvísi við, þegar blóð og manndráp eru alt í kring, og dauðinn sýnist bíða við hvert fótmál. Hvort Achmet kaupmaður lifði eða dæi lá mjer i ljettu rúmi; en þegar jeg heyrði fjársjóðinn nefndan drógst hugur minn að honum, 0g jeg fór að hugsa um hvað gera mætti fyrir þá peninga heima, og hvað fólkið mitt mundi segja, þegar jeg, sem þar var skoðaður afhrak veraldar, kæmi heim aftur með vasana fulla af skýrum gullpeningum. Jeg var því ekki lengi að afráða hvað velja skyldi. En Abdullah Khan, sem hjelt að jeg væri efablandinn, lagði þvi fastar að mjer. „,Hugsið út í það, Sahib/ sagði hann, ,að ef foringinn nær þessum manni á sitt vald, þá lætur hann strax hengja hann eða skjóta, en pening- ana hirðir stjórnin, og þá njótum við ekki eyrisvirðis af þeim. Úr því að við nú tökum á móti honum, hvers vegna ættum við þá ekki að taka alt mál hans að okkur? Sama er gim- steinunum, hvort þeir eru hjá okkur eða stjórninni. Þeir eru nógir til þess að gera okkur alla vellauðuga. Eng- inn getur komist að þessu, því að hjer erum vrð fjarri öllum mönnum. Hvernig gæti betra færi boðist? Seg- ið okkur því strax, Sahib, hvort þjer eruð með okkur eða við eigum að skoða yður sem óvin/ „Jeg er með ykkur með lífi og sál/ sagði jeg. „,Þá er alt gott/ sagíxi liann og fjekk mjer aftur byssuna. ,Þjer sjáiö að við treystum yður, því að orð yð- ar eru áreiðanleg eins og orð okkar. Nú höfum við ekkert annað að gera en bíða eftir fjelaga mínum og kaup- manninum/ „,Veit þá fjelagi þinn, hvað til stendur?' spurði jeg. „,Hann er sá sem alt hefur búið út. Hann benti okkur á þetta tæki- færi. Nú skulum við fara út að hlið- inu og halda vörð með Mahómet Singh/ Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.