Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.08.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 23.08.1916, Blaðsíða 2
144 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, minst óo blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á íslandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí. fjölmennan fund til aö mótmæla söl- unni og snerist hann einnig til árása gegn stjórninni. En stjórnin fjekk, eins og áður segir, góöan meirihluta í Fólksþinginu, og hún ljet á sjer heyra viS umræSurnar þar, aS ef máliS fjelli í Landsþinginu, yrSi því skotiS til kjósenda viS nýjar kosningar. Uppdráttur fylgir hjer af eyjunum. H«LE5T0« 1Í30Ö00Ó Km Þær eru þrjár: St. Croir, 218 ferkíló- metrar, meS 18,600 íbúum, St. Tomas, 86 ferkílóm. meS 11,000 íbúum, og St. Jan, 54 ferkílóm, meS 925 íbúum. Eyjarnar liggja vel viS samgöngum og verslun, einkum eftir aS ferSir hóf- ust um PanamaskurSinn. Þegnskylduvinna. Um „þegnskylduvinnu" hefur ver- io ritaS — og eflaust talaS — all- mikiS á íslandi upp á síSkastiS. Hafa þar heyrst margar raddir og eins og gengur allmisjafnar. Menn kann ef til vill aS furSa á því, aS jeg skuli láta mína rödd heyrast. En svo stendur á því, aS máliS vakti athygli mína í meira lagi, snart alhuga minn, þegar er þaS kom fram. Jeg ætla, aS Her- mann Jónasson bæri þaS f y r s t fram á fundi í Khöfn, og var jeg þar viS- staddur. Mjer þótti þegar i staS hug- myndin góS og þarfleg, auk þess sem hún bar vott um fölskalausa og rjetta ættjarSarást. Og jeg hef aldrei mist trúarinnar á hana. ÞaS er ekki tilgangur minn aS fara aS ræSa mál þetta frá rótum eSa frá öllum hliSum. Þess gerist engi þörf, þaS hafa aSrir gert, og munu líkleg- ast gera framvegis rækilega. Mjer hefur veriS ómögulegt aS skilja andmælin gegn hugmyndinni, sist þau, er hafa veriS falin í því aS hjer væri um verk, frjálsum mönnum, ættgóSum íslendingum, konungborn- um fram í aldir, óhæf og ósamboSin aS ræSa. Hjer hefur veriS aS ræSa um verk, þarfleg landinu, blessunarrík öldum og óbornum, og ef tii vill mest hinum síSarnefndu. I sjálfu sjer get- ur þaS ekki veriS annaS en þakkar- vert og heiSarlegt aS vinna slík verk. Þar um g e t u r engin þræta veriS. ÞaS var ekki nema ljettúS og gár- ungsskapur, sem skapaSi spottvísuna um aS „moka“ o. s. frv., og hafi efniS hennar veriS alvara höfundar- ins — sem jeg efast um —•, er þaS eSa var þaS honum til lítils óma. Hinu hefur veriS fleygt fram sem er veigameira, aS menn hafi ekki tíma til aS leggja slíka skyldu á sig, rífa sig frá heimili sinu svo og svo lang- an tíma til aS vinna fyrir ekki neitt. Þetta er þó hlutur, sem heldur ekki er vel hægt aS skilja, og hjer hefur, aS mjer sýnist, veriS gerSur „úlfaldi úi mýflugu“. Sumir hafa talaS um 3 mánaSa skylduvinnu í eitt skifti eSa fleiri eSa svo og svo langan tíma, og sett þaS fyrir sig. Þetta er ekki aSalatriSiS, og frumhöf. málsins hef- ur mjer vitanlega aldrei gert harSar kröfur um tímalengdina eSa aS sami maSurinn skyldi oftar en um sinn inna slíkt verk. Sami maSur þyrfti ekki nema vinna einn einasta mánuS í eitt skifti. Og enginn getur dirfst aS segja, aS menn g e t i ekki — og þaS alment — látiS einn mánuS af lífi sínu í þarfir landsins ókeypis. ÞaS gerir enginn sig hlægilegan meS því aS segja hiS gagnstæSa. ÞaS hefur veriS sagt, aS kvöSin yrSi hörS og órjettlát þar sem t. d. um einn son væri aS ræSa, er væri fyrirvinna móSur sinnar. En hver segir, aS slíkur unglingur geti ekki LJ Matth. Jochumsson: i ó ð m æ 1 i. Úrval. Valið hefur í samráði við höfundinn Guðm. Finnbogason dr. phil. Stór bók og eiguleg. Kostar kr. 3.50. Innbundin kr. 4.50. Bókavcrslun Sigfúsar Eymundssonar. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Reykj’avík, s e 1 j a: Vefnaðarvörur. — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innrifatnaði. Regnkápur. — Sjóföt. — Ferðaföt. Prjónavörur. Netagarn. — Línur. — öngla. — Manilla. Smurningsolíu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. veriS undanþeginn kvöSinni? Nógir væru samt. ÞaS væri innan handar — það segir sig sjálft — aS fá nógu marga unglinga um tvítug t til skylduvinnu svo sem 4 vikna tíma, án þess aS feSur þeirra þyrftu aS taka sjer þaS í mein aS vera án þeirra. ÞaS er innan handar fyrir löggjafar- valdiS, aS koma þessu máli fyrir á svo haganlegan hátt og þægilegan fyrir þá, sem kvöSin myndi lenda á, sem hugsast verSur. ÞaS er hreinn ó- þarfi aS vera aS gera sjer grýlur og rellu út af þessu og gera ráS fyrir öllu hinu lakasta og viSsjárverSasta, sem hægt er aS hugsa sjer. En þaS er einmitt þetta, sem mjer finnast fieistir þeir hafa gert, sem hafa ritaS móti málinu. Jeg geri helst ráS fyrir því, eins og líka sagt hefur veriS, aS þaS yrSi helst vinna viS vegalagning og brú- argerSir og þess konar, er til tals kæmi. Slíkt er ágætt. Þessa þarf al- staSar um land. Kostirnir viS þessa vinnu hafa ver- iS taldir. Menn hafa nefnt, aS ung- lingarnir gætu lært verklægni meS þessu, stundvísi og reglusemi. ÞaS er gott og sannarleg þörf — ekki síst stundvísin, sem oft er svo áfátt meS íslendingum (eins og jeg hvaS eftir annaS hef rekiS mig á). Ef íslend- ingum lærSist þaS meS þessu móti, væri fje vel til þess variS. En þaS er annar árangur, sem jeg tel engu minna verSan, en alt hitt, og þaS er hin innri tilfinning, sem óefaS, myndi vakna í hugum þeirra, sem hefSu int slíka vinnu af hendi. Þeg- ar menn síSar á ævi sinni færu um þann veg, er þeir hefSu tekið þátt i aS leggja og hefSi verkiS veriS dyggi- lega unniS — eins og nú má gera ráS fyrir aS yrSi — þá mundu þeir meS gleSi og heilbrigSu stolti og ánægju minnast þess sem þeir áttu í veginum (eSa hvaS sem þaS nú kann aS vera). Þetta er ekki talaS út í bláinn. Jeg hef sjálfur dálitla reynslu í þessu efni. Á drengárum mínum var jeg í vinnu viS hinn gamla öskjuhlíSarveg. Jeg á ekki svo fáa steina í honum. Og hvenær sem jeg fer þar um, minnist jeg þessa verks míns meS innvortis ánægju. ÞaS er ekki mjer aS kenna, eSa þeim, sem unnu aS verkinu, aS þessi vegur er nú aflagSur, heldur er þaS yfirmeistaranum eSa forstöSu- mönnunum aS kenna. ÞaS voru þeir, sem tóku óvíslega vegarstefnu, þeir sem kunnu ekki aS leggja veginn, svo aS siSar þurfti aS breyta stefnunni. En af forstöSumönnum vorra tíma þarf auSvitaS ekki slíkt aS óttast. Nú skal þaS og sagt, aS jeg fjekk borg- un um daginn, eitt mark (35 aura!). En jeg er alveg sannærSur um þaS, aS ánægjutilfinning mín væri nú sú sama, ef ekki meiri, þótt jeg hefði ekki fengiS neitt. Fái unglingur ó- keypis mat sinn viS framtíSar-skyldu- vinnuna, þá jafnast þaS fyllilega á viS markiS mitt. Og til þess er ætlast, aS þeir fái mat sinn ókeypis (eSa er ekki svo?). Svo er ánægjan af sam- lífi unglinganna viS vinnuna. Hana má og telja. Mjer dylst þaS ekki, að þessi skylduvinna — hvernig sem henni yrSi fyrir komiS — er eitthvert hiS fegursta framtíSarmál Islendinga, og ættu fyrst og fremst unglingarnir, u n g 1 i n’g a f j e 1 ö g i n, aS taka þaS aS sjer til flutnings og fram- kvæmdar. Jeg hef ekki eiginlega orð- iS þess var, hvaS ungmennafjelögin gera þarft, — en þaS er ef til vill mín sök —, en h j e r er m á 1, sem þ a u gætu sett á skjöld sinn, og ættu aS gera sem best og sem fyrst. íslenska pólitíkin hefur nú um ára- fjölda gleypt huga manna og glapiS þeim sjónir í svo mörgu þarflegu í þjóðlífinu og þjóSverknaSi. En nú eru útlit til þess, aS hríSinni þeirri sje lok- iS, aS minsta kosti ljett af um stund, og væri þaS vel. En þaS er líka önnur hriS, sem yf- ir stendur og jeg er ekki alveg ó- hræddur viS, hún er annars kyns. Jeg á viS andatrúarbraskiS og þaS sem þvi fylgir. ÞaS er sorg og raun hverj- um heilsusamlega hugsandi manni, aS vita til þess, hverjum tíma er var- iS til þessa húmbúggs — sem fávís- ir menn eru aS kalla „visindalegar rannsóknir" (!) — til þess aS skrifa um þaS, prjedika um þaS, villa 0g trylla fáfróðan almúga, sem auðvitað lætur — sem ella — leiðast af til- trú til svokallaðra „lærðra manna“, „leiStoganna". Huggunin er sú, aS þetta mun vera „jel eitt“, eins og Njáll sagði. En æskilegt væri, að svo heilsusam- legar hugmyndir sem þessi um skylduvinnuna kæmust sem fyrst i verk og gætu snúiS hugum manna aS heilsusamlegum lífsverknaði, holl- um verknaði fyrir landiS, fyrir alna og óborna, snúiS hugum manna frá heimskulegum tilraunum og tilrauna- káki um hluti, sem enginn veit neitt um og getur ekkert um vitaS — þær svokölluðu „vísindalegu rannsóknir“* um þetta mál eru ekki bygSar á öSru en trú og blekkingum og misskiln- ingi —, og geta ekki veriS annaS en alveg ófrjósamar hugleiSingar sem leiða í villu og svíma. Unglingar Islands, upp meS hug og hjarta, rekiS af yður slyðruorðiS, og segist i liS meS framtíðinni á þann heilsusamlega hátt, sem hjer hefur veriS um talaS. 16. júlí 1916. Finnur Jónsson. KRISTJÁNI KONUNGI X. BJARGAÐ ÚR LÍFSHÁSKA. 28. f. m. var Kristján konungur X. einn á siglingu um víkina hjá Árós- um á kajak, en framundan höfSa viS víkina, sem Örnereden heitir, lenti hann í slagvindi, sem hvolfdi bátn- um. Kajakinn var 6 álna langur og 26 þumlunga breiður, meS loftrúmum, svo aS hann átti ekki aS geta sokkiS. Konungur komst á kjölinn, en bátur- inn sökk meir og meir, því loftrúm- in reyndust ekki vel vatnsheld, og þar aS auki þyngdu seglin bátinn, er nú voru niSri í sjó. Sökk báturinn loks svo djúpt, að konungur hafði aS eins höfuðiS ofan sjávar. Þetta var um miSjan dag, litlu fyrir kl. 3. Úr landi sáu tveir menn, er slysiS vildi til, en hitt vissu þeir ekki, hver þar væri á ferS. Annar maðurinn, sem sá þetta, var lyfsalasveinn frá Khöfn, sem staddur var þarna, en hinn var veit- ingamaðurinn í „Ornereden". Settu þeir fram lítinn bát, sem þar var á ströndinni, en hann reyndist svo lek- ur, aS ekki yrSi komist fram á hon- um til aS bjarga. Lyfsalasveinninn kastaði þá af sjer fötunum og synti fram. VeitingamaSurinn ætlaði líka út á sundi, en sá þá tvo drengi á kaj- ak koma fram úti á víkinni og kallaSi til þeirra. Reru þeir þá þangaS, sem konungur var, og var þá lyfsala- sveinninn einnig kominn þangaS á sundi. Tók konungur nú öðru megin í bát drengjanna, en lysalasveinninn hinumegin, og þannig reru drengirn- ir, sem voru skólapiltar í 4. bekk, meS þá til lands og höfðu kajak kon- ungs í eftirdragi. Konungur var orS- inn töluvert þjakaSur og þaS er haft eftir honum, að hann hefSi ekki þol- aS langa biS. Lyfsalasveinninn fjekk riddarakross fyrir björgunina, en hin- um þremur, veitingamanninum og skólapiltunum, gaf konungur skraut- gripi. Ferð um Barðaslrandarsýslu 11. Eftir G. H j a 11 a s o n. 6. Markús Snæbjarnarson. Hann er gamall kaupmaSur, skip- stjóri og sjóhetja mesta. Hann hefur átt einna mestan þátt í framförum PatreksfjarSar. Sjómensku hans er lengi viðbrugSiS. Einu sinni var hann farþegi á dönsku seglskipi í stórbrimi og öskuroki rjett viS hina voðalegu sjóarhamra Svörtuloft á Snæfells- nesi. Var skipiS rjett aS segja komiS í þessi ógurlegu manndrápsbjörg — 2—4 faSma frá þeim, mitt í brimgarS- inum. Kafteinn og stýrimenn orSnir kjarklausir alveg. Þá rauk Markús upp á nærfötunum, þreif stýriS meS valdi — og á örfáum augnablikum stýrði hann skipinu út úr öllum voS- anum. Já, þetta var hreystiverk, en hreysti Markúsar hefur alt af fylgt gætni mikil. Jeg kom til hans, því hann sendi eftir mjer. SagSi mjer ýmislegt af æfistarfi sínu. En spurði mig svo, um hvaS jeg talaSi helst viS æskulýðinn. Jeg sagði honum þaS. Þá sagSi hann sem svo: „En einu má ekki gleyma, og þaS er, aS minna unga fólkiS á * SálarfræSislegar rannsóknir heimspekinga og viturra manna eru alls annars eðlis og á jeg hjer ekki viS þær. Þær eru e k k i húmbúgg. aS vera gætiS bæSi á sjó og landi. ÞaS er hörmung aS hugsa til þess, hvað margir fara í sjóinn hjer við land fyrir kæruleysi, klaufa- og glannaskap. Þeir fara undir eins aS verða formenn, þótt þeir hafi svo sem ekkert vit á aS stýra eSa sigla, eða fara meS vjel. Og sama á sjer staS á landi líka. KæruleysiS eySileggur margan góSan vinnukraft.“ Jeg mintist á þetta viS tvo mestu sjógarpa á BreiSafirSi, og kváSu þeir Markús gamla hafa alveg rjett fyrir sjer. ÞaS væri ekki hreysti eða karl- menska, heldur kæruleysi og ljettúS, sem kæmi svo mörgum á kaldan klaka bæði á sjó og landi. 7. Sauðlauksdalur. SauSlauksdalur er eins og sólskins- dalur, allur bleikrauðgulbjartur aS * sjá af skeljasandi. Sandur þessi er annars víSast hvar viS sjó í Vestur- BarSastrandarsýslu. ÞaS er skemti- legra aS fara yfir þessa björtu sanda en dökku sandana, einkum í myrkri. Björtu sandarnir lýsa likt og snjór, ís og vatn þegar dimt er. Og sandur þessi er ágætur í garða og aðra gróSr- armold. En skaSa getur hann gert, sje mikiS af honum. Og illa ræðst hann á tún og engjar í SauSlauksdal. En sjera Þorvaldur hefur lika tekiS mannlega á móti honum og sagt: FlingaS og ekki lengra! Og sandur ljet sjer segjast. Hefur því töSufall- iS í SauSlauksdal aukist um 80—ioo hesta á árunum 1897—1915- Sjera Þorvaldur er einhver sá göf- ugmannlegasti prestur, sem jeg hef kynst, enda virtur mjög, og á þaS líka skiliS. 8. Kvígindisdalur og örlygshöfn. Kvígindisdalur er næsti dalurinn vestan viS SauSlauksdal, og er meS grösugri dölum viS PatreksfjörS. Þar býr Jón Árnason, sonarsonur bróður Jóns Thoroddsens skálds, drengilegur og glaðlegur maður. Grösugir sjóarhamrar eru fyrir neðan túniS. Þar fyrir vestan er Vatnsdal- ur meS einum bæ í. Og fyrir vestan Vatnsdal er Ör- lygshöfn, breiSur og grösugur dalur. Eru þar 8 búendur aS meStöldum hús- tnönnum; skemtileg bygS. Gisti jeg þar á Plnjóti, góðum og velhýstum smábæ. Skeljasandur mikill er þar úti viS sjóinn, og hamrar austan viS hann. 9. Hænuvík. Hún er næsta dalvíkin vestan viS Örlygshöfn og eru þar nú 4 búendur og 1 húsmaöur. Jeg bjó þar hjá Ólafi föður GuS- bjarts skipstjóra. Var, sem von var, gleSi á heimilinu, þvi þá var nýfrjett, aS GuSbj. bjargaöi 38 mönnum af 4 skipum í reginhafi, ofviöri og ó- sjó, alt á sama degi. Ætti sannarlega aS semja nákvæma skýrslu um þetta fágæta og lánlega hreystiverk, og svo prenta hana í helstu tíinaritum landsins, til sæmd- ar þeim, er björguSu, og öðrum til upphvatningar og fyrirmyndar. Ólafur þessi fjekk 60 hesta af tún- inu fyrst, en eftir 20 ár um 150 hesta. 10. Kollsvík. Hún er vestan viS Hænuvík og fiskiver mikiö. Þurka þeir þar fisk- inn á sandhólum, sem eru þaktir grjóti. Þar eru 8 búendur alls, en ver- tnenn koma þangaS á vorin. VoriS 1913 sá jeg um 18 róSrarbáta þar skamt frá landi. Tún eru þar nokkur, en lítiS um engjar og fjöllin graslítil; útræSi gott í góSu, en fer aS veröa brimasamara þarna í útvíkunum. Bjó þar hjá myndar ekkju, er á 11 eöa 12 efnileg börn á lífi. 11. Breiðavík. Flún er suSvestan viS Kollsvík, og er landslag þar svipaS. Þar eru alls 4 búendur og um 250 fjár alls. Og fiskiver líka. Þar var jeg mest hjá GuSmundi SigurSssyni hreppstjóra; hefur hann verið þar hreppstjóri í 22 ár, oddviti í 16 ár og kent börnum og ungling- um mestan hluta æfi sinnar, fyrst sem kennari hjá öSrum og svo heima hjá sjer; byrjaSi allra fyrstur hjer á barnakenslu. Hann fjekk aldrei nein kenslulaun, nema rjett fæSiS. Velgef- inn og vandaöur áhugamaöur. Sjera Jónas Bjarnarson, fyrirrenn- ari sjera Þorv. í SauSlauksdal, varö presta fyrstur til aS vekja námsáhuga þar um sveitir. BygSi svo sjera Þor- valdur ofan á grundvöll þenna og þaS vel og drengilega. Enda hefur hann hafiS hreppinn upp úr basli, og gert hann sjálfstæSari. Svo sagöi mjer GuSmundur sjálfur. 12. Vestasti bær í Evrópu, og vestasti á landi voru auSvitað líka, eru Látrar í Rauðasandshreppi. Þar eru 7 búendur alls, 4 bændur og 3 húsmenn. DálítiS af kúm eins og i hinum víkunum, 300 fjár fullorðið og um 100 lömb. Heldur var hagur þar betri en í hinum veiSistöðunum, fjöru- beit líkt og í þeim, og auk þess bjargtaöa á Látrabjargi, sem er þarna skamt frá. Jeg gisti þar hjá Erlendi bónda, rausnar og dugnaðarmanni. SagSi hann mjer, aS bestu sauSir hans hefðu skorist meS 60 pd. kjöts og 20 pd. mörs, enda hef jeg sjaldan sjeS jafnfeitt sauðakjet. Erlendur er skytta og sjómaður, skaut einn veturinn 13 tóur 0g annan daginn 700 fugla, en 500 hinn daginn. Afli er þar oft góS- ur, en oft langræöi, 5 hnattmílur til til hafs. Aflast þar meðal annars mik- iS af steinbít, eins og annarstaSar á Vestfjöröum, frá IsafjarSardjúpi og suöur aS BreiSafirSi. SögSu þeir mjer þarna, aS roS af 200 steinbítum væri á viS eina nautshúS til skóleSurs. GóS steinbitsroS halda nærri því eins vel og þunn sauSskinn, einkum í snjó og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.