Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 30.08.1916, Blaðsíða 1

Lögrétta - 30.08.1916, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. LOGRJETTA Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 40. Reykjavik, 30. ágúst 1916. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Biaverslnn Siolðsar [ymundssonar. Lárua FJeldated, Y f irr jettarmálaf «r»lumat5uí. LÆKJARGATA a. Venjulega heima kl. 4—7 sítSd. Þessi mynd er frá torgi í Búkarest, höfuöborg Rúmeniu, er uppþot stendur þar yfir út af stríöinu, 0g heiur lögregluliðiS skorist í leikinn og gripiS til stafa sinni. Bratiani-ráðaneytinu hefur ekki lengur tekist aS halda landinu hlutlausu af ófriönum, því eins og getiS er um á öSrum staS í blaSinu, hafa Rúmenar sagt Austurríki stríS á hendur XI. árg. Tilkyuning' Nýjar vörubirgðir er nú komnar til V. B. K. af flestum nú fáanlegum — V efnadarvörum — í fjölbreyttu úrvali. Vegna tímanlegra innkaupa getur verslunin boðið viðskifta- mönnum sínum þau bestu kaup, sem völ verður á í ár Ennfremur hefur verslunin: Pappír og ritfönff, Sólaleður og skósmíðavörur. Vandaðar vörur Odvrar vörur Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Hlutafjelagið ,Völundur‘ íslands fullkomnasta trjesmíðaverksmiðja og timburverslun Reykjavík hefur venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af sænsku timbri, strikuðum innihurðum af algengum stærðum og ýmislegum listum. Smíðar fljótt og vel hurðir og glugga og annað, er að húsabyggingum lýtur. Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8 B. Reykjavík hafa venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og endingargóðu veggfóðri, margskonar pappír og pappa — á þil, loft og gólf — og gips- uðum loftlistum og loftrósum. Símnefni: Sveinco. Talsími 420. Nýja Bókbandsvinnustofan tekur að sjer alla vinnu, sem að bók- bandi lýtur og reynir aö fullnægja kröfum viðskiftavina sinna. Bókavin- ir, lestrarfjelög og aðrir ættu því að koma þangað. — Útvegar allar bækur er fáanlegar eru. Þingholtsstræti 6 (Gutenberg). Brynj. Magnússon. Járnbrautm enn. Andsvör og hugleiðingar eftir Jón Þorldksson. ■-----1 IX. Hjer skal nú tilfærður orðrjettur sá kafli úr ritgerð B. Kr., sem lýsir hinu nýja samgöngutæki, er hann vill láta búa til: „Jeg tel því þetta flutningstæki (þ. e. jbr.) ekki við vort hæfi, enda þótt jeg telji fulla þörf á,_ að gera flutningstækin betri þessa leið, en þau eru nú. Til þess er önnur leið hentugri, t. d. sú, að nota stærri bifreiðar, sem nú á mörgum stöðum samkeppa svo við járnbrautirnar, að þær alls ekki borga sig lengur og mundu eigi hafa verið lagðar, ef bifreiðar hefðu þá verið til. Nýr vegur. Gera má ráð fyrir því, að nýjan veg þyrfti að leggja, t. d. frá Reykjavxk að Ölvesárbrú, hæfan fyrir stærri bifreiðir. Sá vegur mundi verða nokkru dýrari hver kíló- metri en járnbrautarvegurinn, sem lands- verkfræðingurinn hefur áætlað að kosta mundi 5267 kr. hver kílómetri með kant- hleðslu. En hann yrði meir en þriðjungi styttri. Að vísu má búast við að bifreiðar- vegurinn yrði að vera talsvert breiðari, S metra (8 álnir), og „þúkkaður", en taka má það með í reikninginn, að bifreiðarveg- urinn getur verið með töluvert meiri halla en járnbrautarvegur. Við það sparast mikið af uppfyllingum, sem gerir járnbrautar- vegagerðina svo dýra. Á hinn bóginn má gera ráð fyrir, að járnbrautarvegur lands- verkfræðingsins sje of lágt áætlaður Vegalengdin frá Reykjavík yfir Hellis- heiði að Ölvesárbrú mun vera um 58 kílóm. Og ef maður gerði ráð fyrir, að nægilega breiður vegur kostaði ekki yfir 8500 kr. hver kílómetri, þá mundi allur vegurinn kosta 493,ooo kr. Væri nú slíkur vegur lagður á þeim stöðum, sem snjór legst minst á, bæði á Hellisheiði og beggja meg- in við hana, þá mundi mega flytja fólk og vörur hindrunarlaust frá því í apríl- mánuði fram í nóvember og ef til vill allan veturinn, ef snjópressa (vals) væri latinn fara um veginn við og við til að bæla snjóinn. En nú mundu menn eigi gera sig ánægða með það, því flutningsþörfin sje alt árið, og þá þörf geti járnbrautin ein uppfylt. Jeg hef bent á það áður, að mjög ólík- legt sje, að það verði talið tilvinnandi, að halda brautinni hreinni fyrir snjó allan vet- urinn, fyrir þær litlu tekjur, sem járn- brautin gæti vænst að fá af miðsvetrar- flutningnum. En benda má á jafnvel enn tryggari leið en járnbrautarleiðina, til þess að koma vörum og fólki þessa fyrirhuguðu leið, einnig um háveturinn, það er með því að byggja steinsteypt göng með járn- þaki, i likingu við t. d. ofanjarðarjárn- brautargöng í Noregi, yfir Hellisheiði nið- ur á jafnsljettu báðum megin. Mun sú vegalengd vera tæpir 12 kílómetrar. Með því mætti segja að fjallveginum væri rutt úr vegi að mestu leyti. Jeg hef látið tvo steinsmiði, hvern í sínu lagi, gera lauslega áætlun um hvað slik göng mundu kosta, 16 feta breið með steyptum veggjum 11 feta háum, með því sem ganga verður niður i jörðina, þar sem eigi kann að vera bert hraun, með járnþaki og hæfilega mörgum gluggum. Hafa þeir áætlað að slík göng, með venjulegu verði á efni, mundu kosta um 600 þús. kr., 12 kilómetrar, eða 50 kr. hver metri. Allur kostnaðurinn við þannig lagaða vegagerð mundi þá kosta um 1,100,000 kr. með vöru- geymsluhúsi við Ölvesá. Eins og jeg hef látið gera áætlun um göngin yfir Hellisheiði, svo hef jeg og út- vegað mjer áætlun um veginn, „púkkaðan" veg vandaðan, 5 metra breiðan og 2 metra háan að meðaltali. Viðhald hans er áætlað 3 Pct. Enginn vafi er á því að þetta flutninga- tæki, bifreiðar með svona fullkomnum vegi, mundi nægja flutningsþörf þeirri, er lands- verkfræðingurinn áætlar, bæði nú og í fyr- irsjáanlegri framtíð." Ýms atriSi í þessu eru mjög svo viröingarverð. Fyrst þaö, að B. Kr. endurtekur viðurkenningu sína á þörf betri flutningstækja en nú eru. Og þar næst þaö, aö hann telur þörfina svo mikilvæga, aS hann vill verja 1,100,000 kr. til þess að bæta úr henni. Og nær þó sú samgöngubót að eins frá Rvík til Ölfusár. Veigamesta ástæöan á móti Aust- urbrautinni var sú, ef sönn hefði ver- iö, aö þar væri ekki þ ö r f á sam- göngubótum, og þess vegna ekki kost- andi stórfje til þeirra. Þessi ástæða verður naumast borin fram hjer eftir, úr því aö B. Kr. er horfinn frá henni — og er þetta gleði- leg framför í málinu. Jeg lít svo á, aS um aðalatriöiö í málinu s j e u m v i ö B. K r. n ú s a m- m á 1 a. En samt er eftir að komast aö niö- urstööu um hitt, hvort rjettara muni vera aö leggja járnbrautina, sem sam- tengir Reykjavík, Þingvelli, Ölfusá og Þjórsá, og jeg áætla 3,500,000 kr., eöa púkkveginn og göngin, sem sameina að eins Reykjavik og Ölfusá, og hann áætlar aö kosti 1,100,000 kr. Hvernig á nú aö komast aö niöur- stöðu um þetta? Vitanlega meö því aö láta þar til hæfa menn — verkfræðinga sem ó- hætt er aö treysta — rannsaka málið. Járnbrautarmennirnir hafa nú ekki farið fram á annaö en þaö, aö þingið veitti nægilegt fje til fullkominnar og ábyggilegrar rannsóknar um járn- brautarmáliö. Ef verkefnið er nú rýmkað þannig, aö rannsóknin taki jafnframt yfir það atriði, hvort unt sje að fullnægja þörfinni meö því aö leggja bifreiöaveg og gera göng fyrir hann, þá sje jeg ekki betur en að B. Kr. og járnbrautarmenn hljóti að veröa sammála um þetta á næsta þingi. Jeg gæti nú aö vísu komiö meö aö- fmslur viö tillögu og áætlun B. Kr., studdar talsvert betri rökum en aö- finslur hans viö áætlun mína. En mjer er óljúft að gera það, af því aö þessi tillaga hans ber vott um g ó ö a n v i 1 j a, þó hún hins vegar beri það mjög greinilega meö sjer, aö þekk- ing höfundarins er takmörkuö. Örfáar athugasemdir vil jeg þó gera. Það er mjög fjarri sanni, að jbr. mundu ekki hafa verið lagðar, ef bif- reiöar hefðu áöur verið til. Nægir að benda á, að nú eru bifreiðar til, og þó veriö í óöa önn aö leggja jbr. í öllum menningarlöndum. Stafar þetta af því, aö flutningar á bifreiöum eru svo miklu d ý r a r i en flutningar á jbr. Hræddur er jeg um aö áætlunin um veginn frá Rvík til Ölfusár — 493000 kr. — sje nokkuð lág. Hellisheiði er erfitt vegarstæöi, einkum að austan (Kambar). Þar mundi þurfa að lengja veginn mikið, svo aö hann yrði meira en 58 km. allur. Vegurinn sem nú er frá Rvík til Ölfusár hafði, aö meö- töldum köflunum frá Ölfusá til Þjórsár og frá Ölfusá til Eyrarbakka, í árslok 1913 kostaö landssjóð alls 573114 kr. 09 au. Nokkuð af því er viðhaldskostnaður, en vegurinn er líka sannarlega hvorki 5 metra breið- ur nje gerður fyrir þungar bifreiðar. Þó veröur alls ekki sagt að áætlunar- upphæöin, 493000 kr., sje nein fjar- stæöa, ef um venjulegan púkklagöan akveg er að ræða. En ef vegurinn á að vera svo hár, að ekki festi meiri snjó á honum en þaö, aö á hverju ári megi fara hann hindrunarlaust meö vagna frá því í aprílmánuði fram í nóvember, þá versnar nú gamanið. Þá held jeg sje best bæöi fyrir B. Kr. og mig, að láta hallamæla vegstæðið og reikna út rúmmál uppfyllinganna áöur en viö gerum áætlun um verðið. „Snjópressan“ er nýstárleg. Hvaöa kraftur á aö knýja hana gegnum fannirnar? Og hver á að passa upp á aö ekki rigni strax í slóðina hennar — það má ekki, því aö þá verður snjórinn víst fljótt of linur undir þungu bifreiöarnar. Þá eru steinsteyptu göngin. Þau eru nú nokkuð löng, 12 km., en því miður samt alt of stutt, því að það er alkunnugt, að á Bolavöllum og í Svínahrauni og jafnvel alt niöur und- ir Lækjarbotna er svo mikill snjór á vetrum, að þar mundi alt standa fast, ef ekki næðu göngin þangað. En til þess þarf aö lengja þau um eitthvað 16 til 18 km. — þau verða þá upp undir 30 km. á lengd. ' Veggirnir x 1 feta háir, að því með- töldu, sem gengur í jörð. Ójá. Ef ekki er grundvallað niður fyrir klaka, þá springur alt í sundur. Klaki gengur ekki skemmra en 5 fet í jörð uppi á Hellisheiði, liklega dýpra. Þá eru eftir 6 fet ofanjarðar, þar sem ekki næst til að grundvalla á klöpp. Nú er landslag þar ósljett, og þarf mikl- ar fyllingar í lautum, víða hærri en 6 fet. Lágt verður undir loftið þar, ef veggirnir eru ekki nema 11 fet. Að gluggar sjeu hæfilega margir er ágætt. Hæfilega margir munu þeir vera ef þeir bera hæfilega birtu. En hvað skyldi þurfa marga glugga til þess, þegar öll göngin eru komin á kaf í snjó? Kanske það eigi að vista menn uppi á Hellisheiði til þess að moka frá þeim snjóinn og bræða af þeim klakann? Vegur sá, sem nú er milli Reykja- víkur og Ölfusár, er lítilmótlegur móts við þetta mannvirki. Þó er hann slarkfær bæði gangandi mönnum, hjólandi og ríðandi, hestvögnum og bílum. Þegar bílarnir ætla að æra hestana, sem oft kemur fyrir, þá forða menn sjer og hestunum út af veginum. En i „göngunum" stein- steyptu með járnþaki og hæfilega mörgum gluggum er sú björgin bönn- uð. Þegar hestarnir fælast þar inni, þá verður kylfa að ráða kasti um það, hvort þungi bíllinn brunar fram hjá þeim eða yfir þá. Það er nú að vísu ekki líklegt, að mjög margir vegfar- endur mundu hætta sjer inn í göngin, en ef nokkur brögð yrðu að því, þá veit jeg hvaða nafn göngunum mundi verða gefið. Þau yrðu kölluð Heljarslóð — óg það yrði sann-nefni. Enda er öll hugmyndin um þessi göng fyrirtaks efni í nýja „Heljar- slóðarorustu". En þó að margir hafi brosað að þessari hugmynd, þá má B. Kr. ekki láta slíkt á sig fá. Fæstar af upp- fundingum heimsins hafa verið full- komnar í fyrstu. En margar þeirra hafa staðið til bóta. Og hann er nú á rjettri leið. Fyrst er að finna þörf- ina, síðan að einsetja sjer að finna ráð til að bæta úr henni. Þannig verða flestar uppfundingar til nú á tímum. B. Kr. hefur nú fundið þörf, sem úr þarf að bæta — það er flutn- inga- og samgönguþörf milli Reykja- vikur og Suðurlands, og skora jeg fastlega á hann að gefast ekki upp við að finna tæki til að bæta úr þess- ari þörf, þó að einhverjum gárungum hafi orðið það á að brosa að frum- smíð hans. X. Jeg læt nú útrætt um járnbrauta- skrif Björns Kristjánssonar. Og þó að jeg hafi gripið á örfáum af þeim fjar- stæðum og röngu ályktunum, sem þar er hrúgað saman, þá má enginn ætla að alt hitt, sem jeg geng fram hjá, sje rjett hjá honum. Hvorki mundi þolinmæði lesendanna, rúm blaðsins nje tími minn endast, ef rekja ætti í sundur allar vitleysur i þessum skrif- um hans. Að niðurlagi skal jeg svo að eins minna á, hvaða stefnu jámbrautar- málið markar að mínum dómi. Hjer hafa frá fornu verið tveir at- vinnuvegir, sjávarútvegur og land- búnaður. Fyrir vaxandi verklega menningu, framtakssemi einstakra manna og aukið fjármagn — aðfeng- ið í fyrstu — er sjávarútvegurinn nú kominn í þann blóma, að hann stend- ur jafnfætis arðmestu atvinnugrein- um hvar sem er í heiminum. En landbúnaðurinn stendur kyr að miklu leyti. Hann stendur nú orðið á miklu lægra stigi en landbúnaður nokkurs menningarlands. Og sem stendur er ekki annað fyrirsjáanlegt, en að hann sje kominn út í það stríð við sterkari atvinnuveginn; sem g e t- u r 0 r ð i ð dauðastríð hans; það er stríðið um fólkið, vinnukraftinn. En jafnvel þó þetta lagist eitthvað i bili — sem raunar er ekkert útlit fyrir —■

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.