Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.09.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 13.09.1916, Blaðsíða 2
154 LöGRJÉfTA Nýjustu bækur: GLÍMUBÓK. Gefin út af Iþróttasambandi Islands. Með 36 myndum. Verö kr. 2.75. K N A T T S P Y R N U L Ö G. Gefin út af íþróttasambandi Islands. Með uppdráttum. Verð kr. 0.50. Fást hjá bóksölum. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á Islandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí. f je, og ætti aS því leyti að þola frekar aukin útgjöld en hann. Og vel ættu sjávarmenn að geta unt landbúnaðin- um velgengni á öllum sviðum, og engan veginn að sjá ofsjónir yfir þvi, sem honum er til viðreisnar lagt og framþróunar af þvi opinbera, jafnvel ekki, þó að eitthvað kynni það í fram- tíðinni að verða meira en það, sem að jafnaði hlotnast sjávarútveginum úr þeirri átt. — Sje nú aftur litið til andlegu mál- anna í landinu, þá dylst mjer ekki, að þaðan mætti mikið spara með hægu móti, og þjóðinni alveg að mein- fangalausu. Mjer dylst ekki, að margt af því, sem heyrir til andlegu málun- um, sje þegar farið að verða helst til of mikið með þjóð vorri, eftir vorum ástæðum, og að það áður langt um liður, ef ekki verður stöðvað, fari að bera verklegu framleiðsluna ofurliði. Jeg skal síst amast við andlegri framleiðslu í landi voru — þeirri, sem þjóðinni er nauðsynleg og ómiss- andi, og sem henni má verða til gagns og blessunar í einu og öðru. En gangi andlega menningin í það, sem eyðir tíma, fje og kröftum ein- staklinganna og þjóðfjelagsins í heild sinni til þess, sem fáum eða engum getur orðið að nokkru verulegu gagni, eða í mismunandi hjegómlegt tisku- tildur, sem skaðlegt er öllu því, sem gott er, fagurt og nytsamlegt, þá er talsvert öðru máli að gegna. Það þarf ekki að eyða mörgum orðum að því, hve mikið það fer í vöxt nú á tímum, að stofna hin og önnur embætti á kostnað hims opin- bera — embætti, sem þjóðfjelagið gæti vel verið án, og liðið þó eins vel cg stundum betur eftir sem áður. Þá er ekki minna gert að hinu, að ausa fje úr landsjóði til einstakra manna, sem náð þingsins nær þó ekki svo langt til, að þeir sjeu settir á föst laun um lengri eða skemri tíma. Margt af þessu ber miður góða á- vexti, og virðist oft vera gert í þeim tilgangi, að veita mönnum þessum peninga sjer til lífsviðurvær;s — mönnum, sem annaðhvort ekki nenna að snerta hendinni til nokkurs likam- legs verks, eða þykjast of fínir og upp úr því vaxnir, að neyta síns brauðs í sveita síns andlitis. En með þessu varhugaverða hátta- lagi er fjöldi manna alinn upp í líkam- legri leti og ómensku og margra freistað til þess, að vilja hvergi vera annarstaðar en í kaupstað, hafa hæga og góða daga 0g lifa á svitadropum annara, — lifa á landsjóðnum. Og ætti engum að dyljast, hve Iangt þetta er fjarri því, að geta lyft þjóð vorri á hærra stig virkilegrar menningar og mannkosta. Til sönnunar því, sem nú hefur sagt verið um andlegu framleiðsluna — og það er virkileiki á mörgum sviðum hennar — mætti tilfæra mörg dæmi. En til þess að skrifa ekki of langt mál, verð jeg að þessu sinni að láta mjer nægja, að minnast með örfá- um orðum á Háskóla vorn og annað fleira í sambandi við hann. Jeg heyri sagt, að Háskólinn sje óskabarn þjóðarinnar, og að það eigi að vera metnaður hennar að heiðra veg hans og gengi í einu sem öðru, og skal jeg ekki neita, að svo eigi og þurfi að vera, ef ekki gengur úr hófi fram. En nokkuð fer nú Háskólinn að gerast þungur ómagi á þjóðinni, þar sem honum þarf nú að leggja ekki minna en 70,000 krónur á ári. Og ein- hver takmörk þurfa þó fjárveitingar til hans að hafa eins og alt annað. Við Háskólann eru nú níu prófess- orar og þrir dócentar, þar á meðal grískudócent Bjarni Jónsson fráVogi, sem að flestra dómi hefði betur verið kominn annarstaðar, með því líka að stofnun þessa embættis er illræmd mjög og talin að vera Háskólanum til lítils gagns, en þó minni sóma. I viðbót við þessi embætti var svo á siðasta alþingi lagt mikið kapp á það af einstökum þingmönnum, að stofnað yrði glænýtt embætti við Há- skólann í vinnuvisindum, eða hag- nýtri sálarfræði, eins og það er af sumum andans mönnum kallað. Með frumvarpi því, sem í sambandi við mál þetta var flutt á þinginu, var ætlast til þess, að bætt yrðu vinnu- brögðin í landinu, þ. e. að mönnum væri kent að vinna, — vinna eftir vissum og ákveðnum reglum, þar sem allir viðhafa sama vinnulag við sömu vinnu o. s. frv. Jeg skal nú ekkert fullyrða um það, að hve miklum notum vinnuvísindi gætu orðið hjer á landi, þó að jeg hins vegar efist mikillega um, að þau eigi hjer vel við, þegar um algenga erfiðisvinnu er að ræða til lands og siávar. En að rjetta leiðin til þess að bæta úr verklegri vankunnáttu manna alment hafi verið, eða sje sú, að stofna fast vinnuvísinda-embætti við Há- skólann, það er mjer með öllu alveg óskiljanlegt. Það vita allir, að venjulegast eru það ekki bændaefni, eða sjómanna- efni þessa lands nje heldur aðrir al- gengir verkamenn, sem á Háskólann ganga. Langoftast eru það embættis- mannaefni, eða þá slæpingsmanna- eíni, sem kenslu sækja og njóta á þeim háa skóla. Og mikið er það fátítt, að menn þessir stundi algenga erfiðisvinnu, svo sem sjóróðra, hey- skap, skepnuhirðingu eða a. þ. u. I. Og nú gerast þeir svo margir, sem fara hinn æðri mentaveginn (alt of margir í hlutfalli við verklegu fram- leiðsluna og þarfir hennar), að vart geta öll embætti þeirra — og margir íá engin embætti — og aðrar andleg- ar sýslanir feit verið, eða veitt þeim nægilegt lífsframfæri, ef um heil- brigðar tekjur væri að ræða. Það verður því ekki betur sjeð en að ákveðnustu fylgismenn fyrtjeðs embættis, sem í orði var að stofna við Háskólann á síðasta þingi, hafi meira barist fyrir því, að veita manninum, sem sýslan þessa átti að fá, fast em- bætti og varanleg laun, en um hitt, hvað verða mætti að mestum notum fyrir almenning, ef um nokkur not hefði þá verið að ræða. Enda var því og haldið fram í þinginu, að maður- inn, sem styrkinn hlaut í þessu skyni, dr. Guðm. Finnbogason, þó að ekki yrði af stofnun embættisins að þvi sinni, væri peninganna vel maklegur, eða eitthvað á þá leið. Annars er bágt að segja um það, hve dýr að Háskólinn kann að verða þjóðinni áður lýkur. En flest bendir til þess, að honum sjeu engín tak- mörk sett, hvorki um tölu eða laun opinberra starfskrafta við hann á neinn hátt. Þannig segir þíngmaður Dala- manna, B. J., það í ræðu einni, sem hann hjelt á þinginu síðast viðkom- andi Háskólanum: „Það minsta, sem hugsanlegt er að gera, er að bæta við 2 mönnum á hverju fjárhagstímabili, sem kennurum við Háskólann" o. s. frv. Mundi nú ekki einhver góðfús kjósandi hr. Bjarna Jónssonar vilja reikna það út, hve dýr Háskólinn yrði landinu með þessu lagi eftir svo sem 50—60 ár t. d. ? Þó segir þessi sami virðulegi þing- maður það í sömu ræðu, að „miklu væri betra að steindrepa mennina með því að reka í þá hníf, heldur en að smámurka úr þeim lífið á þann hátt, sem nú er verið að gera“. — Honum hefur nefnilega fundist, að sumir þingmenn vildu skamta bitlingana. — Og átti hann auðvitað við þá menn, sem lifa vilja á landsjóðnum með því, að „fletta bókum og fága sjálfa sig“. — Já, fallegur er talsmátinn og er ekki að furða, þó að kjósendur Bjarna sjeu hrifnir af manninum! — Athugasemd um þegnskylduvinnumálið. Eftir Þorgeir Þorgeirsson á Höllustöðum í Barðastrandarsýslu. Þó að mig langi til að fara nokkr- um orðum um þegnskylduvinnuna, er það ekki af því, að jeg vilji fara í orðasennu við þá, sem eru á annari skoðun en jeg í því máli, heldur af því, að mjer finst það skylda allra alþingiskjósenda að reyna eftir föng- um að gera sjer ljósa hugmynd um það, og þá líka að láta hana heyrast eða sjást. Mál þetta snertir sjerstaklega þá meðlimi þjóðfjelagsins, sem eru við það að ná aldurstakmarki þátttakenda löggjafarstarfsins (alþingiskosninga- rjettinum), en sem komnir eru af barnsaldrinum, þeim aldri, sem enga heimild getur haft til þátttöku í regl- um fyrir uppeldi sjálfs sín, nje held- ur ábyrgð á þeim. Þar á móti er sjálf- sagt — sje um nokkur lögbönd að ræða af þegnskylduvinnunni — að leita álits þeirra þjóðfjelagsmeðlima, sem hjer er um að ræða og lögböndin eiga að leggjast á, og leggja það til grundvallar nefndri löggjöf; — með öðrum orðum, láta unglingana sjálfa leggja á sig lögbönd til menningar sjer, ef þeir æskja þess. Þá er að spyrja: Getum vjer leitað til unglinganna og treyst því að þeir skapi sjer nokkra ákveðna og heild- lega hugmynd um þetta mál? Ef vjer leitum til ungmennafjelaganna, meg- um vjer óhætt treysta því, að þeirra svar sje ábyggilegt, því þau eiga marga mæta og mikilhæfa menn inn- an sinna vjebanda. Hermann Jónasson segir í riti sínu frá 1908 að Ungmennafjelag íslands sje henni hlynt. Á hverja sveifina ungmennafjelögin falla nú, er ekki hægt að segja, þótt heyrst hafi að ungmennafjelagið í Reykjavík sje hennar megin. En þar eð engin til- laga hefur, mjer vitanlega, komið frá ungmennafjelögunum um málið, síð- an örlagastund þess var ákveðin á síðasta þingi, þá væri bráðnauðsyn- legt að hún væri fengin áður en þjóð- aratkvæðið fellur við næstu kosning- ar. Heimting slíkrar tillögu hefði, að mínu áliti, átt að felast í þingsálykt- unartillögu síðasta alþingis, um þjóð- aratkvæði í þegnskyldumálinu. Það væri æskilegt, þó slika sjálfsagða heimting vanti, að ungmennafjelög- in, einkum sambandsfjelög þeirra, tækju þá rögg á sig, að koma sjer saman um tillögu í málinu og sjá um að hún kæmist í hendur sem flestra kjósenda áður til atkvæða er gengið. Þó að sjálfsagt sje að unglingarn- ir, og einkum ungmennafjelögin, geri sjer sem ljósasta hugmynd um mál- ið, skipulag þess, framkvæmd og af- leiðingar, þá er einnig sjálfsagt að a 11 i r aðrir, karlar og konur, sem til vits og ára eru komnir, einkum þó alþingiskjósendur, geri sjer það svo ljóst sem kostur er á, bæði með því að lesa með athygli það sem um það hefur verið ritað, að því sem hver kann á að ná, hugsa og tala um það heirna, og hafa það til umræðu á fundum, þann stutta tíma sem eftir er til atkvæðagreiðslunnar. Það fyrsta sem þarf að gera sjer ljóst í þessu máli, er tilgangur þegn- skylduvinnunnar og hvort hún sje nauðsynleg til að ná þessum tilgangi. Eftir því sem mjer hefur skilist er tilgangur hennar sá, að rækta og prýða landið, og gera það á ýmsan hátt byggilegra og meira aðlaðandi og um leið að örfa og þróa hjá hinni uppvaxandi kynslóð þær borgaraleg- ar dygðir, sem öllum eru nauðsynleg- ar og þýðingarmiklar á starfs- og þroskaárunum, einkum þær sem mestri vanrækslu hafa sætt hjá þjóð- inni, svo að vanræksla sumra þeirra er orðin að heita má að þjóðarlesti, svo sem er lítilsvirðing og kæruleysi fyrir margri verkshátta og vinnu- bragða kunnáttu, óákveðin niðurskip- un og skifting timans og vinnunnar og þar af leiðandi óstundvísi og ó- starffýsi, og mörg óregla og stjórn- leysi. Þetta er vonandi að færðist í lag með hollum áhrifum á unglings- aldrinum, og sje jeg ekki að þau áhrif fengjust á annan hátt almennari og betri en með nefndri skylduvinnu, væri henni vel hagað og vel stjórn- að. Þá ætti þegnskyldan að kenna rjetta beiting orkunnar og rjett val og notkun verkfæranna. Þetta ætti að vera hægt að koma vinnuvísindunum við að kenna. Auk þessa ætti þegn- skyldan að auka samkynning fjöld- ans og frjálsmannlega framkomu, og af þvi gæti leitt framtakssemi og fje- lagslyndi, er smámsaman kynni að ríða slig á útúrboringsskapar og tor- trygnis þjóðarlöstinn okkar. Með þegnskylduvinnunni ynni hin uppvaxandi kynslóð sameiginlega að því að bæta og prýða landið sitt, og manna sjálfa sig, og er jeg í engum vafa um að þetta efldi þjóðræknis- tilfinninguna. í sambandi við þetta get jeg ekki stilt mig um að geta þess hvað mjer finst kappgirni sumra manna leiða þá frá heilbrigðri hugs- un. í grein eftir Einar garðyrkjum. Helgason slær hann því fram í skopi til Matth. alþingism. ólafssonar, að hann muni halda að velgerð við ann- an veki velvildarhug til hans — eftir kenning sálarfræðinga — í þessu sambandi: velgerð þjóðarinnar við landið veki velvild hennar til þess. Mjer finst Einar hefði síst af öllu átt að koma með þetta sem vopn á þegnskylduvinnuna, því jeg hygg að engum sje annara en honum um garð- yrkjuna og framþróun hennar hjer á landi. „Ann hver sínu,“ sagði karl, hann kysti fjalhögg sitt. Þetta er gamall og góður málsháttur, og mun sannur reynast. Eða ætli það sje ekki heilbrigð eðlishvöt, að hver um sig hafi mesta hneigð til velvildar og trygðar við það starfið, sem hann stundar, og að eftir því sem þjóðin geri meira fyrir landið, eftir því bind- ist hún því þá fastari þjóðræknis- tengslum ? Eftir fyrstu hugsjón um þegn- skylduvinnu orkaði það tvímælis, hvort hún skyldi lögskylduð eða ekki í það minsta fyrst um sinn. Höf. hennar, Hermmann Jónasson, segist helst vilja að hún sje frjáls, í það minsta fyrst, þannig, skilst mjer, að hver sje sjálfráður um hvort hann taki þátt í henni eða ekki, en að hún sje ætluð ákveðnu aldursskeiði t. d. frá 18—25 ára aldri. Segist hann vona að þjóðin hafi svo mikið „til brunns að bera“, að það nægi, þó hann telji langt frá að ófrelsi sje, þó hún væri lögskylduð. Þessa ólögskyldu hug- sjón sína segir hann að stutt hafi mikilsmetinn maður (konsúll) í Nor- egi, er hann hafi átt tal við, og hafi hann meðal annars sagt, þegar Her- mann sagði honum frá tillögunni r9°3: — „Tillagan hefur þann galla, að hún talar um skyldu í stað þess að menn leysi vinnuna af hendi með frjálsum vilja; en komist það í fram- kvæmd, álit jeg að þetta sje ein af þeim fegurstu og bestu hugsjónum, sem komið hafa fram á nokkurrar þjóðar þingi.“ Enn fremur segir hann að konsúllinn hafi sagt: „Allir betri menn teldu virðingu sína í veði, ef þeir leystu eigi vinnuna af hendi, og að það mundu þeir skoða sem hið ánægjulegasta og helgasta starf sitt.“ Margt fleira segir hann sama mann hafa talið þegnskylduvinnunni til á- gætis, og að síðustu sagt, að rjettara væri að sætta sig við, þó sumir menn kynnu að hafa svo lúalegan hugsun- arhátt, að smeygja sjer að ástæðu- litlu undan vinnunni, heldur en að svifta þjóðina þeim ómetanlega heiðri, að flestir æskumenn hennar hefðu af fúsum og frjálsum vilja unnið endurgjaldslaust að því að bæta og prýða fósturjörð sína, Við nánari umhugsun finst mjer að frjáls þegnskylduvinna næði seinna tilgangi sinum, hallast jeg því ein- dregið að því að hún sje lögskylduð. Jeg held líka að lögskylduðu vinn- unni mætti koma svo fyir, að hún kæmi ekki til stórbaga eða fjártjóns fyrir þá sem hún hvíldi á, nje að- standendur eða skjólstæðinga þeirra. Til stuðnings þeirri skoðun að frjáls vinna kæmi ekki að fullum notum tel jeg það að þá hlyti fyrirkomulagið að vera bygt á áætlaðri notkun vinnu- stöðvanna og vera háðara vilja þings og stjórnar, en hag, vilja og þörfum notendanna. Fjöldi, stærð og staðir vinnustöðvanna yrði eigi að síður að vera svo úr garði gert að nægði að mestu, þótt aðsókn yrði mikil af þeim er notkunarrjettinn hefðu, og hlyti það að kosta ærið fje, en óvissa mikil um aðsókn og notkunarþörf. Auk þessa er nokkur hætta á að frjálsu vinnustöðvarnar yrðu að mestu fyrir þá, sem þær næðu síst tilgangi sín- um á, og sem síst þyrftu þeirra við, jeg á við skólamenn af flokki heldri og efnaðri kaupstaðaborgara. Jeg hygg að margir slikra manna tækju feginshendi tækifærinu til að ljetta sjer upp frá kaupstöðunum til sveit- anna að sumrinu, þó þeir yrðu að vinna nokkkrar stundir á dag, eink- um þegar þeir gætu búist við að vera að mestu í fjelagsskap sinna eigin jafningja og stallbræðra. Þessa hug- mynd mína byggi jeg ekki á því, að lægri stjettirnar — synir þeirra og dætur — sjeu ekki eins fróðleiksfús- ar og hinar hærri og efnaðri, nje af neinum stórlætis stjettaríg, það sýna skólarnir, aðsókn þeirra af öllum stjettum — mjer liggur við að segja offylli — að hjer er ekki neinu slíku til að dreifa. Orsökin mundi liggja í því, að vinnan, og námið sem henni fylgdi, færi að mestu fram að sumr- inu, á þeim tíma, sem framleiðslu- og verkmannalýðnum er arðmestur og nauðsynlegastur til bjargræðis, en skólamenn eiga frí. Samkvæmt þessum athugásemdum, held jeg að þegnskylduvinnan yrði að vera lökskylduð, til að koma að full- um notum, en, sem sagt, með vitund og vilja þeirra, er hún hvíldi á. Með því móti fyndi allur sá flokkur jafn rikt til ábyrgðarinnar, er hann með samþykki sínu hefði bakað sjer, og sæji að ekki dygði annað en gegna vinnunni með fúsleik og skyldurækni. — Þegar til framkvæmdanna kæmi, vona jeg hún vekti innbyrðis metnað, samkeppni og ánægju, og að vel af- loknu starfi, aukna og þroskaða mann dómstilfinning og sjálfsvirðing, auk þeirrar verklegrar menningar, er hún veitti. En hvernig á nú að koma lögskyld- aðri þegnskylduvinnu fyrir, svo að hún komi að fullum notum fyrir land og þjóð og ríði sem minst x bága við stundarhag einstaklingsins ? Það er mjer langtum ofvaxið að svara þeirri spurningu, þó finst mjer jeg verða að segja eitthvað um hana, úr því jeg hreyfði við þessu máli. Jeg tel víst, að aðal-vinnustöðvar þyrftu að vera þar sem undirbúnir væru allir kenslukraftar, og ekki veitti af að ein aðalstöð væri í hverj- um landsfjórðungi. Ættu stöðvar þessar að hafa tiltölustórt vinnuverk- svið eða hjerað til starfrækslu, þar sem komið yrði við öllum þeim verk- hætti, verkfærum og verkstjórn, er vinnan næði yfir. Þá ættu aukastöðv- ar, ein eða fleiri, að vera í hverri sýslu (þyrftu varla í hverjum hreppi), þar sem einkum væri unnið að því er þarfast væri hverju plássi, þó svo fjölbreytt sem verða mætti, eítir því sem tímar liðu fram. Til aukastöðvanna ætti að fá kennara og stjórnarmann frá aðalstöðvunum, nema þeir fengjust fyr vel æfðir ann- arstaðar íiá. Á öllum vinnustöðvum þyrftu að vera afmörkuð og girt svæði til jarð- og garðyrkjuvinnu, keypti landsjóður þau eða leigði og hefði arðinn af þeim, þegar hann kæmi. Hús þyrfti ef til vill á hverri stöð til verkfæra- og áhaldageymslu að vetrinum, tjöld ættu að vera til íbúðar og svefns. Til þess að veita verkefni og ljetta kostnað, tel jeg rjett að þegnskyldu- vinnan tæki að sjer sýslu og hreppa- vegi, að undanskildum ruðningi, þar sem það gæti átt við vegna strjálbygðar og strandlengju. Til hennar (þegnskylduv.) gengju þá þau gjöld, sem nefndum vegum væri ætluð að því er vinnunni næmi. Rjett sýndist að vinnustöðvarnar færðust smámsaman, svo að fyrir öll hjeruð og sveitir yrði með tímanum nokkuð gert, þar sem á annað borð væri við- unanlegt viðfangsefni. Sjálfsagt tel jeg að sund yrði kent þar sem því yrði komið við, einkum á aðalstöðv- unum. Með ákvörðun aðalstöðva mælti gott sundstæði að öðrum skil- yrðum viðunanlegum. Þar sem meiri háttar opinber störf færu fram, svo sem stór jarðræktar- fyrirtæki (veitugjörð, skógrækt, gróðrarstöð), vegagerð, hafna og lenidinga o. s. frv. og auðveldlega næðist til frá vinnustöðvunum, ætti þegnskyduvinnan að fá aðgang að og leggja hönd á verkið með æfðum verkmönnum undir fastri stjórn; þó ættu þeir ekki að vera bundnir við sama verkið meira en —y2 vinnu- tímann, ef öðru yrði við komið. Verkshætti og vinnubrögð við önnur smærri algeng störf ætti að sýna ef

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.