Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.09.1916, Blaðsíða 1

Lögrétta - 15.09.1916, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. LÖGRJETTA Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastrasti II. Talsími 359. Nr. 43. Reykjavík, 15. september 1916. XI. árg. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumu ð flest. Par eru fataefnin best. Bæknr, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í iofúsar [ r. Lárus Fjeldsted, Yfirrjettarmálafærslumaður. LÆKJARGATA a. Venjulega heima kl. 4—7 síBd. Nýja Bókbandsvinnustofan tekur að sjer alla vinnu, sem að bók- bandi lýtur og reynir aS fullnægja kröfum viSskiftavina sinna. Bókavin- ir, lestrarfjelög og aSrir ættu því að koma þangað. — Útvegar allar bækur er fáanlegar eru. Þingholtsstræti 6 (Gutenberg). Brynj. Magnússon. Eggert Glaessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Landskosningarnar. AtkvæSaupptalningu á B.-lista og D.-lista var lokiS snemma i gær. Á B.-listanum voru kosnir: Sig. Eggerz með 1318 atkv. Hjörtur Snorrason meS 1164 atkv. En varamenneru þar: Gunnar Ólafsson meS 1061 atkv. Magnús FriSriksson með 966 atkv. Á D.-lstanum er kosinn: Sigurður Jónsson með 1241 atkv. Varamaður er þar: Ágúst Helgason meS 1144 atkv. Á D.-listanum varð sú ein breyting á upphaflegu röSinni, aS Hallgrímur Kristinsson kaupfjelagsstjóri, sem var 12. maður á listanum, færðist upp um eitt sæti, varð 11. í röðinni. Á B.- listanum breyttist röðin ekkert. Þingmenskuframboð. Enn er víða óráðiS um framboS í kjördæmunum og veldur það án efa nokkru um þetta, aS menn hafa veriö aS bíSa eftir úrslitum landskosning- anna. Fer nú aS styttast í framboSs- frestinum, því eftir eina viku hjer frá á framboSunum að vera skilaS. Kosningarnar fara fram fyrsta vetr- ardag, sem er 21. október, en fjórum vikum á undan þeim skal framboSum skilaö, þ. e. í síðasta lagi föstudags- kvöldið 22. þ. m., eða laugardags- morguninn 23. þ. m. Hjer skal nú skýrt frá því, sem frjetst hefur um framboð í kjördæm- unum. 1 Rvík munu verða í kjöri af hálfu Heimastjórnarmanna Jón Magnússon bæjarfógeti og K. Zimsen borgar- stjóri, en af hálfu verkmanna Þorv. Þorvarðsson prentsmiðjustjóri og Jörundur Brynjólfsson barnakennari. í Bogarfjarðarsýslu verður í kjöri Bjarni Bjarnason á Geitabergi af hálfu Heimastjórnarmanna, en full- ráðið mun ekki um aðra. Talað er um Jón Hannesson bónda í Deildar- tungu, sem þá mundi bjóða sig fram af hálfu óháðra bænda, og sjera Jó- hannes L. Jóhannesson á Kvenna- brekku af hálfu þversum-manna. í Mýrasýslu Jóhann Eyjólfsson al- þingismaður, og að sögn einnig Pjet- ur bóndi i Hjörtsey. í Snæfellsnessýslu Halldór Steins- son hjeraðslæknir af hálfu Heima- stjórnarmanna, og búast má við að Sigurður prófastur Gunnarsson verði þar einnig í kjöri, þótt ekki væri það kunnugt, er Lögr. frjetti þaðan síð- ast. I Dalasýslu Bjarni Jónsson frá Vogi og Benedikt bóndi í Tjaldanesi. I Barðarstrandarsýslu sjera Sig- urður Jensson í Flatey og að líkind- um Hákon alþm. í Haga. í Vestur-ísafjarðarsýslu Matth. Ó- lafsson alþm., sjera Böðvar á Rafns- eyri og, að sögn, Friðrik bóndi á Mýrum \ Dýrafirði. Framboð tveggja hinna fyrstnefndu eru fyrir nokkru komin fram, en nýkomin fregn að vestan segir Friðrik verða þar einnig i kjöri. Um ísafjarðarkaupstað er óvíst enn. I Norður-lsafjarðarsýslu sjera Sig- urður Stefánsson í Vigur og Skúli Thoroddsen lögfræðingur. Um Strandasýslu er óvíst, nema hvað ætlað er að Magnús Pjetursson læknir bjóði sig þar fram. í Húnavatnssýslu Þórarinn Jóns- son á Hjaltabakka, en um aðra óvíst. í Skagafjarðarsýslu er talað um gömlu þingmennina og Magnús Guð ¦ mundsson sýslumann, en óvíst þó enn um framboð þar. í Eyjafjarðarsýslu verður að sjálf- sögðu í kjöri Stefán alþm. í Fagra- skógi, og framboð er komið frá Jóni Stefánssyni ritstjóra á Akureyri, en sagt að umtal sje um fleiri, þótt óráð- ið sje enn, hvað úr því verði. Á Akureyri er enn óráðið um fram- boð; talað um Magnús Kristjánsson alþm. eða Kl. Jónsson landritara og svo einhvern mann af hálfu verk- manna þar. í Suður-Þingeyjarsýslu er enginn nefndur, svo heyrst hafi hingað, ann- ar en Pjetur Jónsson alþm. í Norður-Þingeyjarsýslu alþingis- mennirnir Benedikt Sveinsson og Steingr. Jónsson. Um Múlasýslurnar og SeySisfjörS hefur ekkert ábyggilegt heyrst um það, hverjir í kjöri verði. í Austur-Skaftafellssýslu býður sig fram sr. Sigurður Stefánsson í Ás- um móti Þorleifi Jónssyni alþm. í Vestur-Skaftafellssýslu eru ýmsir til nefndir, en ekkert mun afráðið um framboð þar enn. í Rangárvallasýslu verða að sjálf- sögðu gömlu þingmennirnir í kjöri, en ekki frjett um aðra enn. Um Vestmannaeyjar sömuleiðis ó- víst enn. í Árnessýslu hafa sent framboð Sig. Sigurðsson alþm. og Gestur Einars- son á Hæli. í Gullbr,- og Kjósar-sýslu er enn óákveðið um framboð. Þetta er alt það, sem enn er kunn- ugt um framboð í kjördæmunum. En gæta skyldu Heimastjórnarmenn þess, að keppa ekki hver gegn öðrum við kosningarnar og tefla fyrir það kjör- dæmunum úr höndum sjer, en því miður er nú svo komið í Vestur-lsa- fjarðarsýslu, að þar eru þeir tveir í kjöri, og ástæða til að óttast að ef til vill fari eins í Eyjafjarðarsýslu. En landskosningarnar sanna það, sem allir reyndar áður vissu, að Heimastjórnarmenn standa vel að vígi í landinu yfirleitt til þess að vinna sigur við þessar kosningar. Land- listi þeirra hefur fengið langflest at- kvæðin, og þó er það víst, að fjöldi þeirra hefur kosið D.-listann, eða lista óháðra bænda, af því að mikils metinn og vinsæll flokksmaður þeirra var þar í efsta sæti. Eftir G. H j a 11 a so n. 26. Geiradalur er austasta sveit sýslunnar. Þar er duglegt U. m. f., sem hefur komið upp heyforðabúri, tekið dagsláttu til ræktunar, og haft jólatrje handa börnum á hverjum vetri. Þar var jeg hjá Ólafi Eggertssyni á Króksfjarðarnesi, gáfu- og dugn- aðarbónda miklum, hjelt þar marga fyrirl., og mjög vel sótt, eftir atvik- Cffl, því nú komu útiannir. Ólafur hefur átt mikinn þátt í mörgum framförum, eflt ungmenna- fjelagsskap meðal annars. Á þrettán árum hefur hann aukið æðarvarp úr 14 pd. upp í 60, en töðu úr 55 hestum upp í 130 hesta. Bær hans gamall, heldur litill, en bygður vel og viðkunnanlegur. Sonur hans er fyrir efnilegu kaupfjelagi, sem þar hefur beykistöðu sína. Þar sá jeg merkilega steina í fjör- unni, eitthvað skyldir silfurbergi,virt- ist mjer; sumir rauðir líkt og kandís, likir nokkuð sykurberginu innan í skeljunum í Hallbjarnarstaðakambi í S.-Þingeyjarsýslu, en þó ekki eins í lögun; sumir gulgrænir. Voru þeir eins og rauðar og grænleitar æðar i fasta, gráleita fjöruberginu. „Hvaða gagn er að þessari steina- og grasafræði?" spyrja margir enn. Og það er, auk annars, það gagnið, að ef maður, til dæmis, þárf að vera einmana, þá koma endurminningarn- ar um náttúrufegurðina eins og bros- andi vinir. 27. úr sýslunni. Svo fór jeg inn fyrir Gilsfjarðar- botn og fram hjá Kleifum. Það var ehin tæpi og örðugi vegurinn; göt- urnar sumstaðar í snarbröttum skrið- um, eða i fjöru undir hömrum; víSa er þar snjóflóðahætt. Þarf hiS opin- bera aS hlaupa undir baggann með að gera þessa fjölförnu leiS greiSari. Svona er víða í sýslunni, en hún er svo strjálbygð og fjöllótt, að sárörð- ugt er fyrir sýslubúa að hafa vegina betri. Og furða þó, að vegirnir eru ekki verri en þeir eru, enda mikið búiS aS laga þá. Já, eins verS jeg enn aS geta: Á 12 stöSum í sýslunni tóku einstakir aS sjer aS borga fyrirlestrana og það vel, er slíkt fádæmi og er þaS von. Fylgdir hafði jeg alt af, oft á hest- um, einkum í austursýslunni, gekk í vestursýslunni, ófært þar víSa meS hesta fyrir fönn og klaka. 28. Yfir Dalasýslu. Frá Ólafsdal fjekk jeg fylgd aS Hvítadal. Ekki þarf aS lýsa Ólafs- dal, eða fólki þar, þess er alstaSar getiS til hins besta og það maklega. Nafn Torfa er elskað og virt líkt og nafn Jóns Sigurðssonar. Yfir Svínadal fjekk jeg illa færð, en fylgd góða. Gisti hjá Bjarna Jens- syni i Ásgarði, sýndi hann mjer all- miklar útheysfyrningar, þó hart væri vorið. Hann var manna gestrisnastur, er höfSingsbóndi og drengur besti, einarSur, en þó svo alúðlegur, að öll- um líður mjög vel að vera þar. Hann hefur bætt jörðina og bygt upp og fær 300—400 hesta af túninu. Hann reiddi mig að Búðardal og þaðan gekk jeg — stuttan spöl — að Hjarð- arholti og gisti þar. Er það eitt af myndarlegustu prestaheimilum lands- ins. 29. Hjarðarholtsskólinn. Skóla fyrir unglinga hefur sjera Ó- lafur haldiS i 6 ár, alt af sótt fleiri en fengu, og í haust er leið sóttu 40, var ekki hægt að taka á móti fleirum en 20 sakir rúmleysis. Hann hefur bygt skólahús gott áfast íveruhúsinu. Og meðal skólaáhalda annara sá jeg þar væna jarðlíkan og mátti þar sjá forð tungls kringum jörðina og jarð- ar kringum sólina. Vel ljetu þeir nem- Tilkynning4 Nýjar vörubirgðir er nú komnar til V. B. K. af flestum nú fáanlegum — Vefnadarvörnin —- í fjölbreyttu úrvali Vegna tímanlegra innkaupa getur verslunin boðið viðskifta- mönnum sínum þau bestu kaup, sem völ verður á í ár Ennfremur hefur verslunin: Pappír cg ritföng, Sólaledur og skósmídavörur. Vandaðar vörur Odvrar vðrur Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. endur, sem jeg talaði viS, af skólan- um. Kirkjuna hefur prestur flutt og endurbygt hana og gert aS kross- kirkju. Þegar hann kom að HjarSar- holti, þá fjekk hann af túninu 205 hesta en nú yfir 400 hesta. Og á 14 árum hefur hann sljettaS 12 dagslátt- ur og girt alt túnið. Enn fremur hefur hann plantað tvö hundruð furuplöntur í 10 fer- faðma reit fyrir 5 árum. Og eftir þessi 5 ár eru þær y2—1 metra háar, mjög frjólegar með mörgum sprotum. Líka eru þar margar birki- og reyniplönt- ur lifandi. Vel er þarna að verið. En sorglegt er aS hugsa til, ef HjarSar- holt lenti í höndum á þeim sem held- ur níða niður og álíta trjáræktartil- raunir og fegurðarþrá hjegóma. Frá HjarSarholti fjekk jeg fylgd aS SauShúsum og þaSan fylgd sama dag aS Stóraskógi. Nótt þar og talaSi. Þar býr Ólafur faSir Jóhannesar frá Haf- þórsstöSum, sem oft ritar í Lögrjettu. Ólafur hefur aukiS töðufalliS um 200 hesta á 27 árum, fær nú árlega yfir 400 h. af töðu. 30. Sauðafell. Svo fór jeg að Sauðafelli og var þar nótt. Björn sýslumaður var fyrsti frum- kvöSull aS unglingaskólanum í BúS- ardal, sem var þar áður en HjarSar- holtsskólinn hófst. Hann hefur líka gert trjáræktartilraunir og komiS upp ribsberjarunnum um 20, og ræktað ýmislegt fleira í garði hjá sjer. Kona hans hefur plantað reinfána á næsta mörg, henni alveg óviðkomandi, leiði í krkjugarðnum. Og er þetta fögur og nákvæm ræktarsemi, sem ætti að verða almenn, en er of fágæt. Sýslu- maður hefur fjarska mikiS bætt tún- iö. Á 22 árum hefur taSa þess aukist úr 200 hestum og upp í 400 hesta minst, en 600 hesta mest. SýslumaSur ljeSi hreppnum tals- vert land i landeign sinni til þess aS byggja nýbýli handa fátækling, og er þar bæSi túnstæSi og engjar. Ekk- ert afgjald áskilur sýslumaSur sjer, en ætlast til aS ábúandi geri ögn af jarSabótum. Ekki hætt viS aS jafn- mikill mannúSarmaður og Björn sýslumaSur gangi of hart eftir þeim. Svona ættu nú landriku stórbænd- urnir aS hafa þaS. Slikt mundi hjálpa til aS spekja vinnukraftinn í sveitun- vm. HælisleysiS er eitt af því sem knýr fólkið til að flýja þaðan til kaup- staðanna. SýslumaSur flutti mig að Breiða- bólstað. Kom á leiðinni að KollsstöS- um og Fellsenda, hefur töSufall auk- ist víst um helming á báSum þess- um bæjum, einkum á Fellsenda. Á BreiðabólstaS gisti jeg. Einnig þar hefur töSufall á fáum árum auk- ist um helming. Jón bóndi þar flutti mig yfir NorSurárdal. Allir Dalamenn greiddu drengilega fyrir mjer. Jón langmest, því þaSan var áfanginn lengstur. Svo gisti jeg í Dalsmynni, góSum bæ, með mátulega stórum en snotr- um húsakynnum. í Sveinatungu, Hvassafelli og SkarShömrum eru þessi stóru og dýru hús, og þau sá jeg og hingaS og þangaS í vestursýslunum líka. Þau gera þjóSinni sóma fyrir útlending- um. En þau eru dýr. Og mjer liggur viS aS aumkvast yfir suma bændurna fyrir stórbyggingarnar. En tískan heimtar húsin stór og heilsufræðin líka. En báðum getur nú skjátlað. Frjettir. Nýr dýralæknir er kominn í Vest- uramtið, Hannes Jónsson, sem nýlega hefur tekið próf við háskólann i Khöfn. Hann á að sitja í Stykkis- hólmi. Gjafsókn hefur Erasmusi Gísla- syni kaupmanni hjer í bænum verið veitt í skaðabótamáli þvi, sem hann höfðaði í sumar gegn landstjórninni fyrir að hafa setið saklaus í gæslu- varShaldi. Krafðist hann 30 þús. kr. [ skaSabóta. Magnús Jónsson bæjarfó- geti í Hafnarfirði hefur verið skip- aður dómari i málinu. Frá stríðinu hafa engar frjettir komiS siðan seinasta blað kom út. En í næsta blaði mun sagt frá ýmsu, sem ófriðinn snertir. Á víð og dreif um skattamálin. Eftir Jóhannes ólafsson á HafþórsstöSum. Frh. Þegar nú aS fariS verSur, eftir áSur sögSu, aS hlynna eitthvaS töluvert meira aS framförum landbúnaSarins en veriS hefur að undanförnu, þá fæ jeg ekki skilið, að eitt meðalið til þess sje það aS leggja beina skatta á flest- ar eSa allar afurSir hans. Þó er þetta sú leiS, sem J. E. legg- ur til í grein sinni að farin verði í ná- inni framtíð. Heldur hann því fram, að enginn gjaldstofn sje að öllu sam- anlögðu eins hagkvæmur og sann- gjarn eins og einmitt framleiðslu- skatturinn, eða útflutningsgjaldiS, og aS enginn skattur komi svo rjettlát- lega niSur á menn eftir gjaldþolinu, eSa efnum þeirra og ástæðum sem hann. Eftir nákvæma athugun á máli þessu, get jeg fyrir mitt leyti ómögu- lega aðhylst þessa stefnuískattamála- löggjöfinni, svo að jeg miklu fremur tel hana stór-varhugaverða, ef ekki beinlínis hættulega aðal-atvinnuveg- um vorum, ekki síst landbúnaðinum, sem víða stendur á völtum fæti, en sem lífsspursmál er fyrir oss, að auk- ist geti sem mest og margfaldast á komandi tímum. Þessi stefna hr. J. E. að vilja skatt-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.