Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.09.1916, Blaðsíða 1

Lögrétta - 27.09.1916, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. LOGRJETTA AfgreiCslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastrseti II. Talsimi 359. Nr. 46. Reykjavík, 27. september 1916, XI. árg. Frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir. Bríet Bjarnhjeðinsdóttir. 27. sept. 1856 — 27. sept. 1916. Hver sá, er hefur kynt sjer sögu niannkynsins, veit vel, aö i hvert sinn er einhver frelsis- og framfaraalda leiS yfir löndin, komu fram menn, er öSrum framar beittu sjer í brjóstfylk- ingu framsóknarinnar, og báru hana fram til sigurs. Hver þjóð og hver framsóknarstefna hefur sína braut- ryöjendur og forvígismenn. StarfsviS þeirra er misjafnlega stórt og áhrifin aS mörgu ólík, en sameiginlegt mun það þó vera me8 lífssögu flestra þeirra, að þeir hafi orðiS fyrir mót- blæstri og aöfinslum samtímamanna sinna, stundum, aö einhverju leyti, verðskulduöum, en miklu oftar alger- lega óveröskulduöum. MeiSan þeir lifíSu hafa þeir verifS vegnir og metn- ir á misjafnlega óskeikulum metum. Opinber starfsemi þeirra og jafnvel persóna, heimili og einkalíf hefur veriö gagnrýnt og rannsakaö og skoöaö í misjafnlega rjettu og sönnu ljósi. Brestir þeirra hafa tíiSum ver- iö margfaldaöir óspart, en kostunum aö meira eöa minna leyti gleymt. Mönnum hefur löngum hætt viö því aö eyöa dýrmætum timum í þaö, aö athuga af mikilli nákvæmni og gera nokkurskonar smásjárrannsóknir á hisminu og umbúöunum, en hefur þá, sem von er, ósjaldan sjest yfir inni- haldið og kjarnann. Oftast nær mun um stundarsakir hafa andaö fremur svalt að þeim, er ruddu brautirnar og sljettuðu vegina og — þó ótrúlegt sje til frásagnar — oft og tíöum hvaö kaldast frá þeim, sem verið var að vinna fyrir. Brautryðjendastarfið hefur því al- drei verið og mun aldrei verða heigl- um hent. Enda ‘virðist forsjónin hafa eitthvert hugboð um, að svo sje. Það er eins og hún viti, að „hið stærsta tak þarf sterkast bak“, og hafi þess vegna gætt brautryðjendur óbilandi þrótt og dug, miklum vitsmunum og bjargföstu trausti og elsku á hugsjón- um þeim, er þeir töldu heillavænlegt aö kæmust í framkvæmd. Meö þvi móti hafa þeir orkað því, að standa einir og óstuddir, án þess hvorki að, bogna nje brotna, ár eftir ár og tug eftir tug. Og Ibsen segir, að „sá sje sterkastur, sem stendur einn“, og er þaö efalaust rjett mælt og satt. Ein af frelsis- og framfaraöldum þeim, er risið hafa upp og liðið yfir löndin, er kvenrjettinda- hreyfingin. Og hún hefur eign- ast sína brautryðjendur og forvígis- menn, eins og aðrar framsóknarstefn- ur. Fjöldi merkra kvenna meðal stór- þjóðanna hafa fórnað fyrir hana tíma og fjármunum og jafnvel, að minsta kosti um stundarsakir, æru og mann- orði. Hvað eftir annaö hafa háment- aðar vitsmunakonur verið hneptar í fangelsi fyrir þá sök eina, að þeim varö á, aö minna á jafnrjettiskröfur sinar á einhvern þann hátt, sem þeim, er völdin höfðu, þótti ekki viðeig- andi. Ekki verður unt að segja, aö mót- spyrnan gegn kvenfrelsinu hafi verið jafn eindregin hjer á íslandi sem víöa annarstaðar; þess vegna hefur fram- sóknarbaráttan aldrei orðiö viðlíka hörð. En mótspyrna hefur þó átt sjer staö og einnig barátta, þótt ekki hafi verið barist með hnúum og hnefum. Og kvenrjettindastefnan hefur eign- ast sína brautryðjendur og forgöngu- menn, kvenna á meðal, eins hjer sem annarstaðar. Enda mundi hún alls ekki hafa sigraö meö ööru móti, eöa rjettara sagt: Annars mundi hún alls ekki hafa myndast eöa orðið til hjer hjer á landi. Jeg minnist sem sje ekki aö jeg hafi heyrt getið neinnar sigr- andi hugsjóna- eða framfarastefnu án þess aö hún væri alveg sjerstaklega tengd viö og borin uppi af einhverri vissri persónu, er fórnaöi sjer fyrir hana. Og mjer er nær aö halda, aö slíkt hafi aldrei boriö viö, hvorki fyr nje síðar og hvorki hjer nje annar- staðar í heiminum. Jeg sje þess vegna enga skynsam- lega ástæðu til þess að jeg eða aðrir sjeu aö reyna aö telja sjer trú um, aö slíkt h a f i s k e ö eöa h e f ö i g e t- a ð s k e ð á íslandi, fremur en ann- arstaðar, hvorki yiðvíkjandi kven- frelsinu nje annari framsókn. Enda er langt frá því, aö svo sje. Rjettinda- barátta og viðreisnarstefna íslenskra kvenna hefur verið borin uppi, sein- ustu áratugina, aö mjög miklu leyti af konum. Og sú kona, er mest hef- ur unnið, er sextuga afmælisbarniö dagsins í dag, ritstjóri, bæjarfulltrúi og vara-þingmaður, frú Bríet Bjarn- hjeðinsdóttir. Þeir, sem því segja, að karlmenn hafi veitt konum fult lög- frelsi alveg ótilkvaddir af oss og án þess að nokkur vor ljeti til sín heyra í því efni, þeir menn, hvort sem það eru karlar eða konur, fara með rangt mál og með öllu ósatt. Undirritaða brestur, því miöur, þekkingu og undirbúning til þess að geta rakið starfsemi frú Bríetar, svo vel sje. Verð jeg því að láta nægja að minnast að eins á nokkur atriði. Vinnudagur hennar í þarfir þjóðar- ir.nar er orðinn langur, rösk þrjátíu ár; — því upphaf starfs hennar tel jeg ritgerð, er hún samdi og fjekk birta í opinberu blaði, Fjallkonunni, 5. júní 1885. Átaldi hún þar uppeldi og mentun kvenna og krafðist um- bóta í þeim efnum. Mun sú ritgerð hafa vakið talsverða eftirtekt og ýtt undir að menn fóru yfirleitt að ræða opinberlega um stöðu kvenna í þjóö- fjelaginu, bæði karlar og konur. Aö minsta kosti hittist svo á, að skömmu seinna sama sumarið, eða 18. júlí. hjelt einn af merkustu mönnum þjóð- arinnar, Páll amtmaður Briem, fyrir- lestur í Rvík um kvenrjettindi og var hann þeim mjög hlyntur. Árið 1887, 28. des., hjelt Bríet Bjarnhjeðinsdóttir hinn fyrsta opin- ■ bera fyrirlestur sinn, um fjárráð kvenna, mentun og atvinnu og æskti bóta og breytinga. Fyrirlestur þessi var prýðisvel saminn, breiddist hann um land alt og vakti mjög mikla eft- irtekt. Áriö 1895 byrjaöi hún að gefa út Kvennablaðið og hefur haldið því út síðan. Enginn, sem skynjar og skilur mátt orðsins, efast um aö það blað hefur haft mikil bein og óbein áhrif á hugs- unarhátt manna hjer á landi, bæöi karla og kvenna, gagnvart kvenrjett- inda-hugsjóninni. Þaö hefur smátt og smátt, í öll þessi rúm tuttugu ár, skar- aö að og alið framsóknarhneigð og frelsisþrá kvenna og eflt stórum á- ræði þeirra og dug. Árið 1908 stofnaði frú Bríet Bjarn- hjeöinsdóttir kvenrjettindafjelagiö og hefur hún alla tíð þess verið aflgjafi þess og þróttmesti liðsmaður og lengstaf veitt því forstöðu. Ekki getur orkað neinum tvímæl- j um, að sá fjelagsskapur hefur gert mikiö gagn og flýtt fyrir lagalegu frelsi íslenskra kvenna. Frú Bríet hef- ur haldið marga fyrirlestra um kven- rjettindamál, bæði í Rvík og öðrum bæjum landins, gengist fyrir undir- skriftaáskorunum til alþingis og rit- aö hverja hvatningargreinina á fætur annari í blað sitt. Síðastliöið sumar hjelt Kvenrjett- indafjelagið, aö hennar undirlagi, matreiðslunámskeið fyrir húsmæður; er það mjög þarft og mun því verða haldið áfram. Einnig hefur hún geng- ist fyrir þvi, að vel hæfir menn hafa haldið fyrirlestra um ýms þjóðfje- lagsmál, konum til fróðleiks og skiln- ingsauka. Þegar konur hlutu kjörgengi til bæjarstjórnar í Rvík, náöi frú Bríet kosningu og á þar sæti enn þá. Hefur hún gengist fyrir byggingu barna- leikvallar og á mjög rnikinn þátt í matgjöfum bæjarins til fátækra barna í barnaskóla Rvíkur. í sumar var henni valið fjórða sæti á landskjörlistaHeimastjórnarmanna, og hlaut hún ekki kosningu nema sem varaþingmaður. Mun mega kenna einhverjum misskilningi meðal kosn- ingarbærra kvenna um þaö, að svo óverklega tókst til. Þaö, sem hefur verið talið upp hjer að ofan, er að eins örlítill ófullkom- inn útdráttur úr starfsemi Bríetar Bjarnhjeðinsdóttur. Það ætti þó að nægja til að sýna þeim, er ekki hafa sjeö það áður — ef þeir eru nokkr- ir — að ekki verður með nokkrum ráöum af henni skafið, að hún hefur, um þrjátiu ára skeið, verið ein hin dáðríkasta og afkastamesta kona þessa lands, að hún á ómetanlegan þátt í sigri kvenrjettindanna og í vakningu og framsókn kvenna yfir- leitt. Jeg þykist því vita, að mikill meiri hluti íslenskrar kvenþjóðar tek- ur undir með mjer þegar jeg nota tækifærið á sextugasta afmælisdegi hennar til að þakka henni; þakka henni fyrir hvert orö, sem hún hefur talað og ritað, og hvert spor, sem hún hefur stigið i þarfir kvenfrelsisins, þegar hún var að hvetja konur til að krefjast rjettar síns og ná í þær til samtaka. Jeg efast ekki um, að kvenrjettinda- starfsemi frú Bríetar hefur oft og tíð- um aflað henni töluverðra óþæginda. Jeg býst viö, að stundum hefði and- að hlýrra að henni ef hún hefði aldrei hreyft hönd nje fót í þarfir þess máls, og þagað í mesta meinleysi. En — þá væri hún heldur ekki það sem hún er. Og eins og jeg veit, að„hið stærsta tak, þarf sterkast bak“, eins veit jeg hitt, að „stórt er best að vinna“. Enn sem komið er munum vjer ís- lenskar konur ekki hafa opnað aug- un til hálfs fyrir dýrmæti rjettinda vorra. Jeg trúi því þó, að fult frelsi kvenna hafi verið og sje allri menn- ingu lífsnauðsyn og verði með tíman- um til ómetanlegrar blessunar landi og lýð. Þess vegna lít jeg svo á, aö þeir menn, er mest og best hafa unnið aö því, að það frelsi fengist, sjeu tví- mælalaust þörfustu og mestu vel- gerðamenn þjóöfjelagsins. Jeg efast ekki um, að allur knýjandi þróttur og hvöt til framsóknar eigi sjer dýpri rætur en þær, er vanalega eru sjeðar. Jeg trúi því, aö brautryðjendur heil- brigðra framfara, vinni i samræmi viö og undir forustu þess máttar, sem er insta og dýpsta rót allrar framþró- unar, og öllu orkar. Meö öðrum orðum: jeg trúi því, aö þeir vinni meö guði og guð með þeim. 27. sept. 1916. Maria Jóhannsdóttir. Ný bók. Bogi Th. Melsteð: Handbók í íslend- ingasögu. Gefin út af hinu íslenska fræðafjelagi. 1. bindi. Kaupmanna- höfn 1916. Það er ekki langt siðan að sögu- þjóöin var sögulaus, átti ekki í eigu sinni neinn almennan leiöarvísi eða kenslubók i sögu ’landsins. Þorkell Bjarnason prestur á Reynivöllum reyndi að bæta úr þessu og gaf út Ágrip af sögu íslands 1880. En á 20. öld hefur mikið breytst til batnaöar, Bogi Th. Melsteð sagnfræöingur reið á vaðið og gaf út stutta kenslubók i íslendinga sögu handa byrjendum, 1904, sem hefur verið prentuð í 3 útgáfum, síðast 1914; jafnframt gaf hann út Þætti úr íslendinga sögu, 3 hefti, 1900, 1901 og 1909 og Sögu- kver handa börnum 1910; svo hafa aðrir líka látið prenta kenslubækur í sömu grein, svo nú er enginn hörg- ull á leiðbeiningum fyrir byrjendur. Á þessari öld hafa einnig mörg ná- kvæm rit um sögu landsins komið fram á sjónarsviðið, fyrst og fremst hin stóra íslendinga saga eftir Boga Th. Melsteð, sem byrjaði að koma út 1903, af henni eru komin tvö þykk bindi og væri óskandi að höfundin- um auðnaðst að halda henni áfram sem lengst. Það er hin mesta nauð- syn að ítarleg saga sje til, sem með ' grandsæi athugar alt hið helsta, sem við hefur boriö, og skýrir frá þeirri niðurstööu, sem sagnaritarar útlendir og innlendir hafa komist aö í hinu einstaka; það er örðugt og tafsamt verk að rita slíka bók, og hún getur ekki heldur eftir eðli sínu komið fram í’ fullkomlega alþýðlegum búningi; hún er ætluð þeim, sem hafa tíma til og áhuga á að grenslast nánar eftir hinu einstaka. Þá er nauðsyn á, að jsfnframt sje til á íslensku handhæg yfirlitsbók, sem allir eiga hægt með að skilja og lesa, þeir sem vilja fá víðtækari fræöslu um sögu landsins án mikillar fyrirhafnar, og án þess beinlínis að þurfa að grandskoða hvern atburð og hvern mann. Nú er Fræðafjelagið farið að gefa út slíka yfirlitsbók eftir Boga Th. Melsteð, hún heitir „Handbók í íslendinga sögu“ og á að vera í 6 bindum, fyrsta bindið (VIII-)-223 bls.) er nú full- prentað, þaö nær yfir landnám og söguöld (874—1030) og kostar aö eins 2 kr. fyrir áskrifendur til árs- loka 1917. Það sem sjerstaklega ein- kennir þessa bók, er að hún tekur til- lit til ástandsins í nálægum löndum samtímis, og er það mjög nauðsyn- legt til skýringar á mörgum fyrir- brigðum í sögu íslands, sem annars væru lítt skiljanleg. Frásögnin er skýr og gagnorð og bókin öll hæg aflestr- ar og alþýölega samin, kaflarnir eru mátulega langir, svo enginn þarf að þreytast við lesturinn, Ef höf. auðn- ast að fullgera þessa bók og hin seinni’ bindi verða jafngóð og þetta hið fyrsta, þá hafa íslendingar feng- ið mjög handhæga bók til yfirlits og fróðleiks um sögu landsins. Eins og fyr gátum vjer, og allir vita, hefur á seinni árum margt ver- ið ritað um sögu íslands auk kenslu- bóka. Auk Boga Th. Melsteð hefur Jón Jónsson dósent unnið meSt að út- breiðslu þekkingarinnar í því efni og hafa hin mörgu rit hans náö mikilli alþýðuhylli. Það sem nú vantar eru sjerfræðilegar rannsóknir í ýmsum greinum, og mætti aö ósekju nú um stund verða nokkuð hlje á kenslubók- um og yfirlitsbókum. Ýms tímabil í sögu seinni alda hafa lítt verið rann- sökuð, og mennngarsaga íslands má heita órituö enn, saga kaþólska tíma- bilsins, einkum á 15. og 16. öld, er | enn óplægður akur, búnaðarsaga, verslunarsaga og öll atvinnusaga landsins er enn i molum. Meöan sjer- fræöingar ekki hafa rannsakað hin einstöku atriöi nákvæmlega, er hætt viö, að sumar frásagnir og staðhæf- ingar yfirlitsbókanna hangi í lausu lofti. Til þess að framkvæma slikar sögurannsóknir, svo í góðu lagi sje, þarf mikinn tíma og mikla elju 0g dugnað allmargra fræðimanna. Þ. T h. Um Harald hárfagra. í fyrra kom hjer út bók eftir Egg- ert Briem frá Viðey: „Um Harald hárfagra. Frásagnir Heimskringlu og annara fornrita vorra.“ Lögr. gat þá með nokkrum orðum um bókina, og þótti hún eftirtektarverð, en treysti sjer ekki til að dæma um gildi henn- ar. Nú fyrir nokkru kom ritdómur um bókina i „Eimreiðinni“, eftir mann, sem góða þekkingu hefur til aö dæma um það efni, sem þar er um að ræða, dr. Valtý Guðmundsson, og fer sá ritdómur hjer á eftir: Þetta er allmikið rit, nál. 10 arkir í stóru broti, og mun höf. hafa gefið það út á eigin kostnað. Er það ný- lunda, er um slík rit er að ræða, er ekkimá vænta neinnar verulegrarsölu á, allra sist svo, að nokkur hagnaður veröi af útgáfunni, heldur þvert á móti stórtap. En ekki er þaö síöur nýlunda nú um stundir, að sjá slíkt rit frá hendi manns, sem annars hefur mest fengist við búnað og búfræði, þótt til hafi verið menn fyr á öldum á Islandi, sem ekki letu sjer slíkt fyr- ir brjósti brenna. En slíkt mun þó al- veg sjerkennilegt fyrir íslendinga, eins og fleira, er að bókmentastörf- um lýtur. Þó er hjer um meira að ræða en þá almennu sagnaritun, sem margir íslendingar hafa verið svo leiknir í, því þetta rit er fullkomiö vísindarit, sem ber bæði vott um mik- inn’ skarpleik og óvenjulega rann- sóknarþrá. Eins og kunnugt er, hafa ýmsir út- lendir fræðimenn, aðallega norskir sagnfræðingar, ritað allmikið um Harald hárfagra og þær miklu bylt- ingar, er urðu í landstórn og á hög- um manna, er Haraldur braut allan Noreg undir sig og gerðist þar ein- valdskonungur. Hafa þeir lítt viljað hlíta frásögn Snorra og annara ís- lenskra sagnaritara um þá viðburði, heldur mjög borið brigður á trúverð- ugleik þeirra, og viljað skýra þetta á annan veg, sem þeim þykir meiri lík- indi til. En E. Br. tekur sjer hjer fyrir hendur að rannsaka á ný þess- ar ritningar allar, og sýna fram á, að fræðikenningar þessara manna sjeu ýmist bygöar á misskilningi á forn- ritum vorum eöa algerlega í lausu lofti og því helber heilaspuni. Og honum tekst þetta yfirleitt svo vel, að ekki er sýnilegt annað, en aö skýr- ingar hans muni velli halda gegn ve- fengingum og kenningum hinna norsku fræðimanná, sem þó sannar- lega eru engar liðleskjur, heldur stór- merkir vísindamenn, þó þeim hafi sýnilega skjátlast í þessiun greinum. Vjer fáum ekki betur sjeð, en að skýr- ingar höf. á „Haraldsrjetti" (sem hann svo kallar) og á orðinu „óðal“ sjeu yfirleitt sennilegar og betri en nokkuð annað, sem enn hefur verið um þetta ritað. Og athuganir hans og ástæður eru víða hvar svo skarpleg- ar, að meira þarf en getgátur einar og heilaspuna til að hrinda þeim af stóli.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.