Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.09.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 27.09.1916, Blaðsíða 2
168 LöGRJÉfTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á Islandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí. —Aftur eru sumir aukakaflar, eins og t. d. kaflinn um ísland, meira athuga- verðir, og þar ýmsar órökstuddar staöhæfingar. Hjer er svo myndarlega tekiö svari hinna fornu sagnaritara vorra, og þá einkum hins frægasta þeirra: Snorra Sturlusonar, aö ritgeröin heföi aö vísu átt að hljóta verðlaun úr sjóöi Jóns Sigurðssonar — jafnvel fremur en nokkur önnur ritgerð, sem hingað til hefur hlotið verölaun úr þeim sjóöi. Því ekkert getur verið í betra sam- ræmi við tilgang þess sjóös, en vel samin vörn fyrir sagnaritum Islend- inga. Hjer ætti ekki aö koma til greina, hvort nefndin er samdóma höf. eöa ekki um einstök atriði. Það kemur ekki málinu viö, ef ritgerðin er vísindalega samin, eins og hún ó- neitanlega er. Slík misbeiting á um- boöi því, sem alþingi hefur faliö nefndinni, má ekki eiga sjer staö óátalin. Hið íslenska Biblíufjelag átti 100 ára afmæli 10. þ. m. „N. Kbl.“ segir þannig frá uppruna þess, eftir „ísl. Sagnablööum" frá 1817: „Um sumariö 1814 kom í Reykja- vík útlendur maöur, presturinn sjera F.benezer Henderson frá Skotlandi. Erindi hans hingað var aö færa oss nýja útgáfu biblíunnar og þess nýja testamentis á voru máli, er eftir ráð- stöfun hins nafnfræga enska Biblíu- fjelags prentað haföi veriö í Kaup- mannahöfn, til þess aö hjer i landi yröi eigi skortur á guðsorði. Þetta er- indi sitt leysti hann af hendi meö þeirri mestu alúð og góöfýsi, seldi og ljet selja bækur þessar meö gjaf- veröi til hvers er hafa vildi, en gaf töluvert öreigum. Presturinn Hender- son reisti um land alt, og kynti sig alstaöar aö manngæsku, guöhræöslu og mikilli þekkingu. Hann var hjer tvö sumur, 0g skrifaði skömmu áður en hjeðan reisti 1815, aö í þessu kalda landi heföi hann lifað tvö sælust sum- ur æfi sinnar. Áður en hann fór hjeðan, var fyrir hans tilhlutun stofnaö biblíufjelag á íslandi, sem vill ala önn fyrir, aö ei veröi biblíuskortur hjer í landi, og aö þessi bók veröi seld meö lágu veröi til gagns fyrir landsfólkið. Eftir burt- för sína hefur hann því til vegar komiö, aö hiö enska Bibliufjelag hef- ur gefiö hinu íslenska Biblíufjelagi 300 pund sterling, sem er hjer um bil 1200 specíur. Alstaðar utan lands og innan hefur þessi góöi maður borið íslendingum hið besta orð, hvers ei er getið í þeim tilgangi, aö vjer höldum oss fyrir þaö öörum betri, heldur til þess, aö vjer vörumst að gefa öðrum, er þættust þekkja oss betur, tilefni til aö álíta orö hans ómerk. Hiö islenska biblíufjelag stendur nú undir stjórn herra biskups G. Vída- líns sem forseta, herra etatsráös og landsyfirrjettar-assesors ís. Einars- sonar sem auka-forseta, herra land- og bý-fógeta S. Thorgrímssonar sem fjehiröis og sjera Árna Helgasonar sem skrifara."----- Þegar Biblíufjelagið er komiö á laggirnar, telur þaö sjálft eöa stjórn þess stofnunardag sinn 10. september 1816. Er komist svo aö oröi í bæn- arskjali til konungs, 4. mars 1817, um vernd og styrk, aö hinn „eiginlegi stofnunardagur fjelagsins" verði aö teljast 10. sept. 1816, þvi aö þá fyrst hafi regluleg fjelagsskipun komist á. Sama er látið uppi í brjefi til danska Bibliufjelagsins í „móöurlandinu". — Viö Árslok 1817 hafði fjelagið feng- iö í samskotum hjer á landi 1044 rbd. 36 sk. í seðlum, 53 rbd. 92 sk. í smá- skildingum og 72 rbd. 57JÚ sk. í silfri, auk 300 í, sem hið enska Biblíufje- lag árinu áöur haföi gefið því. Meö úrskurði frá 5. ágúst 1818 hjet kon- ungur því aö gefa fjelaginu árlega 60 rbd., og margir landsmenn höföu heitið því árlegum tillögum og jukust svo efni fjelagsins, aö árið 1825 átti það nálægt 5000 rbd. 15. sept. 1816 ritar Árni biskup Helgason brjef um fjelagsstofnunina til allra prófasta landsins, og er það Þessi mynd er frá síðustu Zeppelíns-flota-árásinni á England. Sjest þar eitt Zeppelinsskipið yfir Tower-brúnni, en aftast á myndinni sjest Tower- höllin álengdar, en þaö er ævagömul höll, sem um eitt skeiö var notuð fyrir ríkisfangelsi, en nú er þar gripasafn. nú prentað í „N. Kbl.“. Þar eru einn- ig minningarorð um E. Henderson, frumkvöðul að fjelagsstofnuninni. Á víð 0g dreif um skattamálin. Eftir Jóhannes ólafsson á Hafþórsstööum. Niöurl. Eins og allir vita, þá er mikið af kindakjöti voru selt innan lands og haft þar til neytslu. Og vegna tolls- ins, sem er eöa veröa kann á útflutta kjötinu, veröur sá hluti kjötsins, sem hafður er til notkunar í landinu sjálfu, meö lægra veröi en ella mundi, — því það er útlenda mark- aðsverðið, aö frádregnum öllum kostnaöi og þar á meðal útflutnings- gjaldinu, sem skapar innlenda verö- iö. Þetta vona jeg aö allir skilji. Nú eru það ekki fátæklingarnir, sem vanalega kaupa hjer mikið af kjöti til neytslu, heldur eru það aöal- lega embættismennirnir og annaö heldra og efnaðra fólk, sem svo er ríkt, aö eitthvað gómsætara og betra getur lagt sjer til munns en flest al- þýöa verður aö gera. Jeg er hr. J. E. samdóma um þaö, aö nauðsynlegt sje aö allir peningar, sem á vöxtum eru, sjeu skattskyldir, og aö bönkum og sparisjóðum sje gert aö skyldu að gefa nákvæma skýrslu um innieignir manna viö þá. Og þetta er nauðsynlegt eigi aö eins til þess aö af eignum þessum veröi greiddur skattur til landsjóös, heldur einnig í fleiri áttir, eins og lika hr. J E. gefur í skyn. Þaö er t. d. ilt til þess að vita, hvaö margur peningamaðurinn og maurapúkinn kemst ljett út af, og losnar stundum alveg við, aö greiða sanngjörn og hæfileg gjöld af eign- um sínum í fátækrasjóði sveita og kaupstaða, sem oftast orsakast af því, að hreppsnefndir og bæjarstjórnir vita ekki sem skyldi hve mikið af peningum þessi eöa hinn á, þó í sjóöi sjeu, ef mennirnir, sem hlut eiga aö máli, eru þeir nirflar, aö vilja ekki góðfúslega segja til þess, og ekki er hægt aö komast eftir því svo á- byggilegt sje á annan hátt. En fjölskyldumaðurinn og fátækl- lingurinn, sem í rauninni mega ekk- ert missa frá sínu daglega brauöi, eru með aukaútsvörum skyldaðir til aö klípa af bráönauösynlegstu lifs- nauðsynjum sínum til þessara sömu sjóöa, og getur þaö þó ómögulega talist rjettlátt. En nær sem almennur eignarskatt- ur kynni aö veröa hjer lögfestur, þá mætti ekki hafa peninga manna i opinberum sjóöum skattskylda sjer- staklega, — heldur yröu þeir þá einn liöur í eignunum, sem og þannig fjellu undir eignarskattinn. Annars getur eignarskatturinn al- drei orðið rjettlátur gjaldstofn, þó að ólíkt sje hann betri og sanngjarnari en beinir framleiösluskattar. Þaö er og verður æfinlega svo, að efnalitla manninum veitist ólíkt erfiö- ara aö greiða lítið gjald af sínum litlu eignum, en dágóða efnamanninum til- svarandi hærra gjald af efnum sín- um. Mætti tilfæra mörg dæmi því til sönnunar, sem jeg þó skeyti ekki um að telja hjer. Aftur á móti verður þaö ekki var- iö, aö tekjuskattur, þ. e. a. s, skattur af hreinum aröi eöa gróða sje allra skatta rjettlátastur, þvi hann kemur hlutfallslega jafnt og rjett niður á alla, sem einhverjar nettótekjur hafa af atvinnu sinni eöa framleiðslu. Væri nú tekjuskattur lagöur til grundvallar fyrr skattgreiöslu lands- manna alment í samlagssjóö þjóöar- innar, þá er mjer nær aö halda, aö margir sveitabændur yröu þangað skattfríir. Jeg þykist nefnilega viss um, aö ]>au sjeu mörg sveitabúin, sem „bera sig ekki“, ef öllu væri á botninn hvolft, og mætti á þvi sjá, hve illa margir landbændur mega viö þ.ví, aö stööugt sje á þá bætt nýj- um og nýjum sköttum. Þaö kann aö vera rjett, aö erfitt yröi aö starfrækja þetta skattafyrir- komulag hjer á landi. En þar sem um jafn rjettlátan skattstofn er að ræöa, þá verður þaö aö teljast mjög ilt og óviðeigandi að slá hendinni algert á móti honum þar fyrir. Að öðru leyti er það og rjettmætt mjög, að leggja þunga skatta á ýms- ar munaðarvörur og yfirleitt marga óþarfa hluti, sem allir geta án veriö sjer að skaðlausu, og meö því, ef verða mætti, aö venja fólk á spar- semi og sjálfsafneitun, sem öllum er nauðsynleg i lífinu, og ótalmörgum hefur betur en flest annaö hjálpað til þess aö komast áfram við lítil efni og oft erfiðar ástæöur. — Að síðustu get jeg ekki stilt mig um aö geta þess, aö mjer hefur meir en dottiö í hug, hvort löggjafarvald- inu mundi ekki þykja gerlegt aö leggja skatt á kvikmyndahúsin og leikhúsin i kaupstöðum og kauptún- um hjer á landi. Þaö dylst þó engum, sem nokkuð til þekkja, að ógrynni eru þaö öll af ptningum, sem árlega er eytt í sam- komur þessar. Þó aö ekki væri skattur þessi hærri en þaö, aö 25 aurar væru goldnir af hverjum leikhússækjanda og 10 aur- ar af hverjum „bíó“-sækjanda, þá gæti það orðið talsverö tekjugrein fyrir landsjóðinn. Aö öörum kosti mundi þaö spara sækjendunum stór- mikið fje, sem betur væri til annars varið. Tollgæsla þessarar gjaldheimtu þyrfti ekki aö vera önnur en sú, aö landstjórnin hefði hönd í bagga meö útgáfu aðgöngumiðanna, sem væri í líkingu viö skipsfarseðla, þar sem þá sæist svart á hvítu, hve margir hefðu ,,sótt“ í það og þaö skiftið. Vera má aö menn segi, aö þetta sje nú eitt af því, sem samfara sje kaup- staða- og borgalífi og aö ekki verði við þaö ráðið. En nefna má þaö, og nær þaö þá ekki lengra. Jeg býst nú viö, aö sumum kunni að þykja athugasemdir mínar, sem í grein þessari gefur að lita, ekki sem viöfeldnastar — altjend þeim, sem elskir eru aö útflutningsgjalds-stefn- unni eða yfirleitt auknum og marg- földuöum tollum og opinberum álög- um á þjóðina, og sem álíta, aö fátt þurfi annað til að þola slíkar sívax- andi álögur en „stórlætistilfinningu" og blindan framsóknarhug — býst viö aö þeir hlæi (kuldahlátur) og hristi höfuöin yfir barlómnum í mjer, afturhaldinu, vonleysinu, óbilgirninni og fjandskapnum viö andlega fram- leiöslu, embættismenn og mentamenn yfir höfuö, eöa hvaö helst þeir nú vilja kalla það. En hvað sem nú menn þessir kunna að hlæja mikið, eða ilskast yfir hjer framkomnum ummælum minum, þá læt jeg mjer þaö alt i ljettu rúmi %gja- Áö eins vil jeg biöja alla gætna og vel hugsandi menn aö athuga mál þetta meö ró og allri skynsemi. Og legg jeg svo málið undir athugun og umsögn þessara manna. Þegnskylduvinnan. í ættjaröarnafni þá áþján er beitt, þá er sem aö hugur vor brenni, því frjálsbornu þegnunum þeim verö- ur heitt, og þykir þaö sárast, ef ekki er skeytt, aö óbornir ánauðar kenni. Þú fylkir þjer ólmhuga, lýöur vors lands; hve lítið er unniö þjer svíður, en gæt þess aö frelsið hins frjáls- borna manns. sje friðað meö lögum og rjettindum hans, uns brýnasta nauösynin býöur. Guö blessi hvers einstaklings iðjandi hönd, sem á hjer sitt lífsstarf aö vinna, en niður með einyrkjans atvinnu- bönd, þau aftra’ aö hann byggi sín hug- sjónalönd; í hlekkjunum megnar hann minna. Og þvingunin veikja mun viljann hans þá, ef verður hann beygöur meö henni. Hann vinni þau störfin með brosandi brá, sem börnin hans nauðþurfa goldin fá, þó sigi’ honum svitinn af enni. Ef ungmennum finst ekki ánauð sin hörö, nje anda síns vorgróður kæla, að þau verði rekin í þjóðvega-gjörð, og þangað, sem numin er óbrotin jörö, þá mega þeir þýlyndu þræla. Og ljómandi hugsjón. Ef landi vor þarf aö láta þau orðin sig brýna, og lögbýður æskunni lýöskyldu-starf, en letin og kúgunin gengur í arf, þá finst okkur dýrö hennar dvína. Nei, þaö veröur aldrei hin íslenska þjóð, sem okiö á niðjana leggur. Oss finst sem hún eigi sitt frjálshuga blóð frá fortíð, er land vort svo ramlega stóö mót ánauð sem víggirtur veggur. Og frjáls stíg þú, móöir vor, fótspor þitt hvert á framtíðarbrautinni þinni. Af alfrjálsum börnunum elskuö þú sjert, og eitthvað mun þá veröa fyrir þig gert af mönnum á móöurjörö sinni. Lárus Þórðarson. Eftirmæli. Anna Jónsdótlir frá Bollagörðum. Hverjir eru mest verðir fyrir föð- urland sitt? er spurning, sem mjer oft kemur til hugar, einkum þegar gaml- ir menn og konur, sem lítið hafa lát- ið á sjer bera í lífinu utan heimilis síns, hníga í valinn. Og æfinlega verö- ur svarið sama í huga mjer: Þaö eru góðar mæður, sem kunna aö ala upp marga nýta sonu og dætur fyrir land- iö og feður, sem geta gert börn sín hæf til baráttu og sigurs meö rjett- læti og kærleika. Þau ættu fremur öllum öörum skilið minnisvarða, enda reisa þau sjer hann sjálf, þvi stór kynslóö og göfuð er æfinlega fegursti minnisvarði, lifandi og starfandi minnisvaröi, þar sem hver kærleiks- hugsjón og kærleiksstarf feöranna 0g mæðranna gengur í arf frá kyni til kyns. Sjaldan hefur mjer verið þessi sannleikur augljósari en einmitt nú er jeg frjetti um andlát einnar af hinum elstu og göfgustu konum landsins, sem átti mörg börn, og þau, er náöu fulloröinsaldri af þeim, framúrskar- andi að dugnaði, — voru alin þannig upp, með festu og kærleika, — og sje að manngildi hennar gengur áfram í arf til barna og barnabarna þeirra, sem blessun fyrir land og þjóö Þessi dánarfregn, sem vakti á ný þessar hugsanir hjá mjer, sem gott væri að allir foreldrar heföu hug- fastar, var dánarfregn Önnu heitinn- ar Jónsdóttur frá Bollagörðum á Sel- tjarnarnesi. Játa skal jeg þaö, aö jafnan er mjer hlýtt um hjarta, er jeg minnist þess- arar konu, alt frá æskuárum mínum, svo galla hennar hef jeg aldrei sjeö, hafi þeir nokkrir veriö, en man vel hve góð hún var mjer og öörum, ung- um og gömlum. Hún var kona alvarleg og einkar starfsöm; dugnaður hennar var al- kunnur. Heimilinu stjórnaöi hún mjög mikiö og mótaöi að vilja sínum, og þó fann enginn neina þvingun af því, enda var þar oft glatt á hjalla og frjálslegt á vetrum, margir kátir sjó- menn og maður hennar, Einar Hjörts- son, var þó kátastur allra, síglaöur og sístarfandi alt til dauöans. Hann misti hún, eftir 52 ára sambúö, áriö 1900. Fjögur af börnum þeirra kom- ust til fullorðins ára og erföu hina glöðu, ljettu lund frá föðurnum, starf- semi og dugnað einkum frá móður sinni, góösemi og velvild jafnt frá báöum. — Næstum alla æfi sína, 86 ár, dvaldi Anna heitin á Seltjarnar- nesi, ólst upp í Nesi, hjá Sveinbjörn- sen háyfirdómara og fór þaðan, er hún giftist, að Bollagörðum og bjó þar upp frá því, nema að eins eitt ár í Bakkakoti. Þess vegna undi hún sjer best á Bollagörðum og kaus að dvelja þar hjá fósturdóttur sinni síöustu ár- in, er sjón og kraftar þverruðu, þó velkomin væri hún til barna sinna. Endurminningarnar voru þar ljós- astar, þar elskaöi hún hvern blett og hvern stein, því þar naut hún gleöi sinna bestu ára í farsælu hjónabandi og þar ljeku börnin hennar sjer er þau voru ung; — þar haföi hún lif- að og starfaö. Jeg er alveg viss um, aö hver mað- ur á Seltjarnarnesi og allir hinir mörgu, sem þektu Bollagarðaheimil- iö og dvöldu á því, viðurkenna með mjer aö því var mjög vel stjórnað, minnast með hlýjum hug Önnu heit- innar og telja hana meðal fremstu kvenna landsins, þótt hún lifði mest fyrir sig og sína og þá sem þurftu kærleikshlýja og sterka hjálparhönd, sem hún var æfinlega fús aö rjetta í kyrþey. Hún var kona staöföst í lund, seintekin og því ekki allra, en þeim sem áunnu sjer vináttu hennar, var hún sönn vinkona upp frá því, — en þá sem voru áhugasamir og duglegir mat hún ætíö mest, þeir voru aö hennar skapi. Þaö er skylda vor sem lifum, að benda hver öörum á hina góðu kosti þeirra, sem með oss hafa lifað til þess aö hvetja þá til að líkjast þeim í þvi góöa, svo hver komandi kyn- slóö skari ögn fram úr þeirri sem áð- ur var; einkum mun þörf á aö glæöa þá sjálfsögðu skyldu hjá yngri og eldri, að oss „ber aö vinna meðan dagur er, þvi nóttin kemur“, er allir leggjast til hvíldar, en fegurst er aö sofna eftir vel unnið dagsverk, því blessun guös og þakklæti mannanna eru fegurstu blómsveigarnir sem lagöir veröa á gröf nokkurs manns, — og í þetta sinn munu þakklætis- blómsveigarnir veröa margir og blessun drottins veitast Önnu sálugu í ríkum mæli í kærleikans og lífsins heimi. Guöm. Einarsson. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.