Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 07.10.1916, Side 1

Lögrétta - 07.10.1916, Side 1
Ritstjóri: ÞORST. 6ÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. AfgreitSslu- og innhaimtuas.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSOM, Bankastrati 11. Talsími 359. Reykjavík, 7. október 1916, XI. krg. \ V. B. K Vandaðar vörur. Odý rar vorur. Ljereft, bl. og óbl. — Tvisttau. — Lakaljereft. — Rekkjuvoðir, Kjólatau. — Cheviot. — Alklæði. — Cachemire, Flauel, Silki, Ull og Bómull. Gardínutau. — Fatatau. — Prjónavörur allskonar. Regnkápur. — Gólfteppi. Pappír og ritföng. Sólaledur og skósmíðavörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8 B. Reykjavík hafa venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og endingargóðu veggfóðri, margskonar pappír og pappa — á þil, loft og gólf — og gips- uðum loftlistum og loftrósum. Símnefni: Sveinco. Talsími 420. Stðrt bókauppboð hefst næstkomandi mánudag, 9. þ. m., kl. 4 síðd. í Goodtemplarahúsinu á öllum eftirlátnum bókum Jóns sál. Óiafssonar rithöíundar og sjer-a heitins Jónssonar frá Skútustöðum. Þar verða á boðstólum margar sjaldgæfar og ágætar bækur. Ennfremur verða seld ýmiskonar búsáhöld og amerískur eikarbókaskápur. Nr. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. L -J Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritfðng, kaupa allir i Bokaverslun Sigfúsar tynndssenar. Lárus Fjeldsted, Y f irr jettarmálaf srslumaðux. LÆKJARGATA a. Venjulega heima kl. 4—7 síöd. Þingmannaefni Reykvíkinga. Frá andstæðingum Heimastjórn- armanna hjer í bænum eru það ein mótmæli, sem kveða við gegn þingmannaefnum þeirra, hin sömu gegn báðum: að þessir menn hafi svo mikið að gera, að þeir megi af þeirri ástæðu ekki gefa sig við þingmensku. En menn, sem svo mæla, hugsa og tala um þingmenskustarfið eins og væri það eitthvert ómerkilegt liðljetlingastarf, sem helst eigi að ætla slæpingum og mönnum, sem þurfa þess með til þess að hafa á einhvern hátt ofan af fyrir sjer. En heimastjórnarflokkurinn lítur, sem betur fer, alls ekki þannig á málið. Hann lítur svo á, að þingstörfin sjeu og eigi að vera þau störf þjóðfjelagsins, sem mest beri að vanda til, og fyrir þeim eigi því öll önnur störf að þoka. það megi alls ekki á það líta, hvort þingmannsefnið hafi mikið eða lítið að gera, því að þingmensku- starfið sje svo mikilvægt starf, að í það verði að velja bestu kraft- ana, sem völ er á, án tillits til alls annars. Og Lögr. heldur þvi hiklaust fram, að þjóð og landi sje það heppilegra og affarasælla, að þingið sje skipað eftir þeim reglum, heldur en hinum, að velja þangað þá eina menn, sem ekki hafa annað að gera, en að húka á þingstólunum, án tillits til þess, hvort þeir sjeu færir um að vinna nokkurt verk, sem þinginu er ætl- að að leysa af hendi. Hjer er um að ræða þriggja mán- aða starf í mesta lagi annað hvort ár. Petta starf grípur að meira eða minna leyti inn í alla aðra starfsemi í landinu um tveggja ára tíma að minsta kosti. Þing- starfinu er því þannig varið, að öll önnur störf eiga að þoka fyrir því. í það á að velja hæfustu mennina, án tillits til allra annara starfa. Alþingi á að vera sam- koma þeirra manna frá öllum sviðum þjóðfjelagsins, sem mesta og besta þekkingu og reynslu hafa, hver á sínu svæði. Að þingið hefur oft í raun og veru ekki verið þetta, það er að kenna kjós- endunum, sem annaðhvorl vantar vit eða vilja til þess að fara skyn- samlega með atkvæði sín og oft láta leiðast afvega af ýmiskonar heimskulegu hjali, svo sem eins og því, sem nú kveður við I sum- um blöðunum hjerna, að það eigi að ráða þingmannavali bæjar- manna, hvort þeir, sem völ er á, hafi mikið eða lítið að gera. Um þingmannaefnin 6, sem nú er hjer um að velja, er það lílca að segja í þessu sambandi, að ekkert af þeim er slæpingur, sem gustuk sje að kjósa af því að hann hafi ekki annað að gera en hanga í þingsætinu, svo að lestr- arnir um þetta eiga hjer ekki við að þessu sinni. Annar verkmanna- frambjóðandinn er forstöðumaður langstærsta prentverks bæjarins og er engu síður tímabundinn við skyldustörf sín en bæjarfógeti og borgarstjóri. En eigendur prent- verksins, sem langflestir eru verka- menn við stofnunina, hefta ekki framboð hans Það ættu ekki að vera mótmæli, heldur þvert á móti meðmæli með hverjum manni til þingsetu, að hann sje hlaðinn ýmis konar störf- um, því þetta er einkenni dugn- aðarmannanna og hæfileikamann- anna á starfsviði þjóðfjelagsins, þeirra manna, sem þingið einmitt þarfnast. Öll starfsemi í þjónustu hins opinbera og öll forgöngu- starfsemi í atvinnumálum lands- ins miðar að því, að gera menn hæfari en ella til þingsetu. En hitt eru aftur á móti ljeleg með- mæli til þingsetunnar, að menn- irnir, sem fram er otað, hafi fá eða engin störf með höndum, lít- inn og þröngan verkahring, eða þá að þeir gangi iðjulausir. Þing- mennirnir eiga að koma inn í þingið með þekkingu, hver frá sínum verkahring, svo að starf- semi þeirra milli þinga fellur sam- an við þingstarfið, — er undirbún- ingur þess. Að eiga gamlan og reyndan þingmann, sem nýtur afburða- trausts hjá öllum samþingismönn- um sínum og hlaðið er á trúnað- arstörfum úr öllum áttum, — það ætti hvert kjördæmi að telja sjer hinn mesta sóma. En slíkan mann á Reykjavíkurkjördæmi nú, þar sem er Jón Magnússon bæjarfógeti. Því er hreyft móti kosningu hans, að hann megi ekki vera að því, að sitja á þingi. Þessari mótbáru er þegar svarað fyllilega hjer á undan. Lögreglustjórastarfið er að sjálfsögðu merkilegt og áríðandi starf, en samt á það hiklaust að þoka fyrir þingmenskustarfinu þann stutta tíma annaðhvort ár, sem þau reka sig hvort á annað. Það er vandræðalaust að fá menn til að gegna lögreglustjórastarfinu og bæj- arfógetastörfunum yfir höfuð á full- nægjandi hátt þennan stutta tíma, ekki síst þegar maðurinn, sem ábyrgðina ber á þeim, er altaf við hendina sjálfur til eftirlits. — En maður með jafn grundvallaðri þekkingu og Jón Magnússon bæj- arfógeti hefur á þingstörfum og stjórnmálum, er ekki auðfenginn kjördæminu. Hann á því að vera áfram þingmaður Reykvíkinga. Kjósendur bæjarins brygðust fyrst og fremst alþingi, ef þeir sviftu það jafn-nýtum þingmanni og sendu því í hans stað einhvern liðljetting. Einnig verða kjósendurnir að hugsa um það í þingmenskuvalinu, að halda upp sóma kjördæmisins. Reykjavík er helsta og Qölmenn- asta kjördæmi landsins og verður því að vera vandlátt að virðingu sinni. Það má ekki misbjóða henni með því, að senda menn á þing, sem gera mætti ráð fyrir að ekk- ert yrði úr, þegar þangað kæmi, heldur ættu þingsæti höfuðstaðar- ins að vera skipuð mönnum, sem hafa álit og áhrif í þinginu, að ininsta kosti meðan Reykjavík er svo afskift í þingmannatölunni, sem nú er. Gegn hinu þingmannsefni Heima- stjórnarmanna, K. Zimsen borgar- stjóra, hefur komið fram sama mót- báran, að hann hafi ekki tíma til að sitja á alþingi, og bæjarmenn megi ekki kjósa hanu þangað stöðu hans vegna. Tímaleysis-mótbárunni er svarað hjer á undan, en þvi má bæta við það, sem þar er sagt, að enginn maður er stöðu sinnar vegna jafn vel fallinn til þess, að mæta á þingi fyrir hönd Reykvík- inga, eins og einmitt borgarstjóri þeirra. Rökin til þessa ættu að liggja öllum í augum uppi: Hann er allra manna kunnugastur mál- efnum bæjarins, þörfum hans og allri afstöðu til hins almenna lög- gjafarvalds. Enginn er því eins vel fallinn til þess að gæla hagsmuna bæjarins á alþingi og einmitt sjálf- ur borgarstjórinn. Og því betur sem hann hefur reynst í borgar- stjórastöðunni, þess sjálfsagðari er hann líka til þess að taka að sjer þingmensku fyrir bæinn. Um núverandi borgarstjóra er það að segja, að hann hefur reynst ágætlega í stöðu sinni, og er eng- inn ágreiningur meðal bæjarbúa um það mál. Hann hefur endur- bætt stjóm bæjarmálefnanna svo að furðu gegnir, hve mikið honum hefur orðið ágengt á ekki lengri tíma, og hefur yfir höfuð unnið að hagsmunum bæjarins af mikl- | um áhuga, hyggindum og dugn- aði. Og hvað ætti fremur en þetta að mæla ineð manni til þing- mensku í augum Reykjavíkurbúa? Þar að auki er hann maður með víðtækri menlun og þekkingu, og vel máli farinn, yfirleitt að öllu hinn líklegasti til þess, að verða áhrifamikill þingmaður. Gegn þeirri mótbáru, að ekki megi taka hann frá starfinu þann stutta tíma, sem alþing á setu, má enn taka þetta fram: Hann hefur við hlið sjer í horgarstjórastarfinu fastan mann, sem rækir verk sitt með inestu alúð og dugnaði. Þing- tíminn er líka sá tími ársins, er minst er um störf hjá borgarstjóra. Má sjá það á því, að einmitt þennan tíma nú í ár hefur borgar- stjóri tekið sjer frí til hvíldar og dvalið uppi í sveit. Sú mótbára gegn vali borgarstjóra, að hann geti ekki sint þingmenskunni jafn- framt starfi sínu, hefur því ekki við rök að styðjast. En þótt svo væri, að hann gæti eklci sint báð- um störfunum undir eins, þá er sú mótbára gegn kosningu hans lítils virði. Borgarstjórastarfið ætti þá að þoka fyrir þingmenskustarf- inu þann tíma, sem þörf er á þvi, eins og áður segir. — Hvernig í ósköpunum »Dagsbrún« hugsar sjer, að það geti mótmælt þing- mensku borgarstjóra, að hann sje formaður Iðnaðarmannafjelagsins og starfandi maður í K. F. U. M., eða meðeigandi í verslun Helga Magnússonar, — það fær Lögr. ekki skilið. »Dagsbrún« hampar því einnig, að alþýðumenn eigi fremur að sitja á þingi en embættismenn. En sje borgarstjórinn embættismaður, þá er Jörundur Brynjólfsson, ann- að þingmannsefni hennar, það engu síður. Báðir eru starfsmenn bæj- arins og launaðir af honurn. Og sje Þorvarður prentsmiðjustjóri tal- inn til alþýðumanna, þá er ekki auðvelt að sjá, hvar »Dagsbrún« vill draga línuna milli alþýðuflokks- ins og þeirra, sem hún skipar í hinn llokkinn. Þorvarður er einn af vinnuveitendum bæjarins og mun töluvert launahærri maður en fjöldinn af embættismönnum landsins. Ekki svo að skilja, að Lögr. sje þar fyrir að lá verka- mönnum, að þeir hafa valið sjer hann fyrir fulltrúaefni. En ummæli »Dagsbrúnar«, sem að þessu lúta, eiga ekki sem best við af þeirri ástæðu, að hvorugt af þingmanna- efnum hennar hjer í bænum nú er úr verkmannastjettinni. Eigi endilega að draga einhverja línu milli þeirra, sem kallast eiga al- þýðumenn, og hinna, sem ekki eiga að kallast það, þá hljóta bæði þingmannaefni »Dagsbrúnar« að lenda utan alþýðuflokksins, eða sama megin og þingmannaefni Heimastjórnarm. Hvorugt þeirra er valið úr þeim hópum verka- mannaQelagsskaparins, sem fjöl- mennastir eru, en það eru dag- launamenn og sjómenn. Þeir Jör- undur Brynjólfsson og Þorv. Þor- varðsson eru ekkert kunnugri hög- um og kjörum daglaunamanna og háseta en þeir Jón Magnússon og K. Zimsen, nema síður sje. Borg- arstjóri og bæjarfógeti eru að lík- indum miklu kunnugri þessu en hinir. Og starfsvið þeirra og stöð- ur eru því engan veginn til fyrir- stöðu, að þeir geti verið talsmenn daglaunamanna og háseta á al- þingi. Því fer fjarri. Starfsvið þeirra eru þeim miklu fremur hvöt til þess. Um þingmannaefni langsum- manna hjer í bænum skal Lögr. ekki fjölyrða. Hún hyggur, eins og hún hefir áður tekið fram, fylgi þeirra lítið og engar líkur til þess, að þau nái kosningu. En banda- lagið, sem forsprakkar verkmanna hafa nú gert hjer í bænum við þversum-menn, gerir ef til vill fylgi þingmannaefna verkmanna- flokksins sterkara en það ella hefði verið. En jafnframt hafa þá verk- mannakjósendurnir þess að gæta, að fulltrúaefnin, sem þeir bjóða fram, eru ekki lengur verkmanna- falltrúar, heldur liðsmenn í flokki þversum-manna. Nýja Bókbandsvinnustofan tekur aS sjer alla vinnu, sem aö bók- bandi lýtur og reynir aö fullnægja kröfum viðskiftavina sinna. Bókavin- ir, lestrarfjelög og aörir ættu því aö koma þangaö. — Útvegar allar bsekur er fáanlegar eru. Þingholtsstræti 6 (Gutenberg). Brynj. Magnússon. Nokkrar húseignir á góöum stööum í bænum fást keypt- ar nú þegar. Mjög góÖir borgunar- skilmálar. Væntanlegir kaupendur snúi sjer til SVEINS JÓNSSONAR. Til viðtals í veggfóöursverslun Sv. Jónssonar & Co., Kirkjustræti 8, kl. 3—6 síðdegis. Eignir Hollendinga í Asíu. í Djumbi á Sumatra, sem er á stærð við Holland, er sagt að upp- reisn sje meðal innfæddra manna gegn Hollendingum. Hreyfingin er eignuð fjelagi, sem er mjög útbreitt um eignir Hollendinga í Asíu og heitir Sarekat Islam. Síðastl. vorvar mikið talað um tilraunir írá Japans- mönnum til þess að ná Asíulöndum Hollendinga, og sagt, að japanskir útsendarar væru þar í dulargervi um allar borgir og bygðir til þess að undirbúa fráhvarf frá Hollendingum og samband við Japani. Þeir höfðu ráðið sig í vinnu meðal íbúanna til þess að útbreiða skoðanir þær, sem þeir áttu að vinna fylgi. Annars eru síðustu blaðafregnir af þessum óeirð- um óljósar.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.