Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.10.1916, Blaðsíða 3

Lögrétta - 14.10.1916, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA margir eigi ekki kost á að lesa hana í hinu blaSinu, en hjer er um stórt mál að ræSa, sem alla varðar. Hr. M. Þ. ber í greininni þungar sakir á nú- verandi ráðherra og útsendara hans í samningageröinni, hr. Sv. Björns- son, og eru ýmsar þeirra þannig lag- aðar, aö Lögr. getur ekki til fullnustu um þaö dæmt, aö hve miklu leyti þær sjeu á rökum bygðar. Hún hefur því boðið ráðherra rúm til þess að svara greininni og flytur í næsta tbl. bæði greinina og svar ráðherra. Þykist hún þar með hafa svo hlut- drægnislausa meðferð á málinu sem kostur er á, en það er að sjálfsögðu enn viðkvæmara nú en ella fyrir þá menn, sem beinst er að í greininni, vegna þess að alþinglskosningar eru fyrir dyrum og þeir báðir við þær riðnir. Svo var til ætlast, að blaðið með greinum M. Þ. og ráðherra kæmi út jafnframt þessu blaði, í dag. En þaS getur ekki orðið, og bíður það því fram yfir helgina. Prentsmiðjan Rún, sem Lögr. er prentuð í, er enn ekki komin í fult lag eftir flutninginn, og meðan á því stendur er erfiðara fyrir en ella með útkomu blaðsins. Kosningarnar. í þeim hefur lítið gerst, sem nokkru skiftir, síðan Lögr. kom út seinast. Blöðin nudda hvert í sínu horni, án þess að nokkur verulegur hiti sje í þeim, og í kjördæmunum halda menn auðvitað fram hver sínum manni eða mönnum, en með allri hægð, að því er virðist, því hvergi fara neinar sög- ur af hávaða eða ryskingum. Eyr- bekkingar, sem hingað koma, segja að illa liggi á málgagni Gests þar eystra og kenna um einhverju, sem stungið hafi verið upp í það og rit- stjórann á fundinum á Eyrarbakka siðastl. sunnudag, en lítið er gert úr áhrifum þess og þykir því ekki miklu skifta, hvað í því standi. „Dagsbrún" hjerna talar mest í spaugi um kosningarnar og lætur rit- stjóranum það vel, því hann er mað- ur fyndinn og gamansamur. Skáld- legar skopgreinar frá honum um þingmenskustríðið reka nú hver aðra og lesa menn þær með ánægju, enda er nú svo komið, að hjá verkmanna- flokknum gengur alt í glensi og gamni. Meðal annars tókst svo spaugi- lega hjá þeim þingmannaefnavalið,að þeir gættu þess ekki fyr en um sein- an, að þeir Jörundur og Þorvarður væru hvorki daglaunamenn nje sjó- menn, en meðan alvaran rjeði hjá „Dagsbrún" og í flokki hennar, þá var það kent þar, að nauðsynlegt væri að þingmenn bæjarins væru valdir úr öðrum hvorum þeirra atvinnuflokka og jafnframt að þeir væru sem minst mentaðir. Þetta voru kenningar „Dagsbrúnar“ á alvörutímunum í vetur, sem leið. En nú hefur hún varp- að af sjer þeim alvöruþunga og tek- ur sjer lífið ljett, eins og rjett er að gera öðru hvoru. Þeir eru reyndar í siðasta tbl. „Dagsbrúnar“ báðir kall- aðir sjómenn Jörundur og Þorvarður, en auðvitað er það í spaugi sagt, eins og fleira i blaðinu, því kunnugir segja um Jörund, sem er gamall sveitamað- m, að hann sje fram úr hófi sjóveik- ur, megi varla út í bát koma, þótt í blíða-logni sje, svo að hann fái ekki ógleði og innantök; er slíkt öllum ósjálfrátt og þetta því á engan hátt tekið fram honum til hnjóðs, en hitt finst Lögr., að óþarfi sje það af „Dagsbrún", að vera að spaugast að þessu, þótt satt kunni að vera. Hnút- ur þær, sem verkmannablaðið er við og við að senda þingmannaefnum Heimastjórnarmanna miða einkum að þvi, að þeir sjeu um of gjarnir til vinnu, of miklir verkamenn, of frá- bitnir iðjuleysi, og er þetta auðvitað ekki annað en meinlaust spaug hjá blaðinu, því í alvöru getur það varla talið þetta fram til mótmæla þeim, eins og áður er sýnt fram á hjer í blaðinu. Landið elur og rnjög á því sama, að þeir, sem eitthvað hafi að gera, einkum í opinberum stöðum, eigi ekki að vera á þingi. En því fylgir þá ekki aðaleigandi þess og útgefatidi, Bjöm Kristjánsson bankastjóri, þeirri reglu og afsalar sjer þingmenskunni? Meðan hann heldur sjer fram til þing- mensku eru allar predikanir Lands- ins um þetta snoppungar á sjálfan hann. Þetta er álíka eins og hugvekj- an til Árnesinga nýlega í Landinu um að kjósa innanhjeraðsmenn, sem stóð þar við hliðina á annari hugvekju til Dalamanna um það, að búseta þing- mannsins innan kjördæmisins væri einskis virði. Sama rökfræðisspekin er í því, þegar einn og sami flokkur- inn heldur því fram, að dómarar megi ekki sitja á þingi, ef um er að ræða bæjarfógetann í Reykjavík, en býður sjálfur fram bæjarfógetann á ísafirði og dómarana í Borgarfj.- og Mýra- sýslum, Vestmannaeyjum og Suður- Múlasýslu. Eða þegar þeir Jón Magn- ússon og Sveinn Björnsson eiga einir að bera ábyrgð á því, sem bjargráða- nefndin gerir eða lætur ógert, en ekki þeir mennirnir, sem setið hafa og sitja við hliðar þeirra i nefndinni, svo sem Guðm. Björnson, Skúli heit- inn Thoroddsen, Jósef Björnsson og sjera Kristinn Daníelsson — af því að svo stendur á, að þeir J. M. og Sv. B. eru nú í kjöri hjer í bænum. Frá ísafold er það að segja, að hún hefur orðið að fækka þingmanna- efnum Langsum-flokksins og lýsa yf- ir, að sumir af þeim, sem hún áður hafði titlað með „langsum“-heitinu, sjeu utan flokka. Mun það vera gert eftir kröfu frá sjálfum þeim. Til þess að sýna henni flokksafstöðu Sigurð- ar dýralæknis á Akureyri, sem var einn af þeim, sem hún heiðraði með „langsum“-titlinum, má benda henni á ummæli í blaði hans nýkomnu, frá 22. f. m. Er hann þar að ræða um úrslit landskosninganna og segir meðal annars: „Þá hefur flokkur ,þversum‘manna svokallaðra unnið glæsilegan sigur yfir keppinautum sinum, ,langsum‘- mönnum eða ráðherraflokknum. Mik- il deila hefur staðið yfir milli þess- ara klofninga gamla sjálfstæðis- flokksins um það, hvorum bæri meö rjettu sjálfstæðisflokksnafnið. Við landskosningarnar hafa nú kjósendur skorið úr þeirri deilu fyrir sitt leyti á þann veg, að ,þversum‘ komu að tveimur mönnum af sínum lista, en ráðherraflokkurinn engum. Af fylgis- leysi þess flokks verður ekki annað ráðið en að dagar hans sjeu þegar taldir — Það er dálaglegur flokksmaður, sem þannig talar, og heldur en ekki „puntandi" upp í blað- inu með nafni hans! En svona eru vitleysurnar og og skilningsleysið í ísaf. Mundi ekki óhætt að spá því, að kosningarnar hjerna í bænum sýni það, að dóm- greind hennar um fylgi flokks síns hjer i kring um hana sje álíka skörp og þegar hún t. d. telur Sigurð dýra- lækni á Akureyri í hópi „langsum“- manna ? Um sparibauka í kirkjum. Pósturinn færði mjer „Nýtt kirkju- blað“ í morgun. Þar fann jeg ágæta grein eftir Bjarna Jónsson dómkirkju- prest, um „Kirkjulegt starf í Kaup- mannahöfn". í þesari grein segir sjera Bjarni, að í fyrra hafi komið inn yfir 42 þúsund kr. í sparibauka Esajasar- kirkjunnar í Höfn. Út af þessu datt mjer ýmislegt í hug, og hripa jeg hjer sumt af því. Fyrsta árið sem jeg var i Dan- mörku kyntist jeg tveimur kvenstú- dentum og fylgdist stundum með þeim í kirkju. Jeg tók eftir þvi, að þær lögðu æfinlega eitthvað í spari- baukinn, sem var við útganginn; á bauknum stóð letrað: Til bágstaddra. Jeg spurði þær hve mikið þær gæfu í hvert sinn, og sögðust þær gefa 10 aura hver, væri það vani þeirra frá barnæsku, sem þeim væri jafn sjálf- sagður og eðlilegur eins og að standa upp þegar presturinn lýsti blessunar- orðunum yfir söfnuðinum. Seinna komst jeg að þvi, að þetta er mjög alment hjer ytra, er því ekki undarlegt, þótt mikið komi inn í sparibauka kirknanna — þvi margir smáir lækir mynda stóra á. Nú dettur mjer í hug safnaðar- starfsemin heima á íslandi. Það ma vera hreinasta hörmung fyrir prestana heima, að hafa aldrei neitt handa á milli til þess að gefa fátæklingum, sem til þeirra koma, því varla er liægt að búast við, að prestarnir hafi sjálfir mikið afgangs af þeim sultarlaunum sem þeir fá, sjerstaklega þegar að því er gætt, að margir af þeim eru i skuldum frá námsárunum. 1 útlöndum dettur eng- um í hug að vonast eftir Jjví, að prest- rrinn beri einn allar byrðirnar, þar þykir sjálfsagt að sparibaukar sjeu í livérri kirkju, svo söfnuðurinri geti lagt gjafir sínar í þá. Jeg get ekki skilið, hvers vegna að þessháttar baukar eru svo fátíðir í kirkjum á íslandi, það má blátt áfram vera leið- inlegt fyrir fólk, að hafa ekki tæki- færi til þess að gefa dálitið til kristi- legrar starfsemi, þegar það kemur í kirkju. Sóknarnefndinar ættu að gera gangskör að þvi að útvega þessa sparibauka, og hver maður, sem i kirkju kemur, ætti að venja sig á, að leggja að minsta kosti 10 aura í bauk- inn í hvert sinn. Með þessu móti fær presturinn dálitla upphæð hvern helg- an dag, sem hann getur varið öðrum til hjálpar. Hjer ytra er mjög mikið gefið til kristilegrar starfsemi. Bæði Danir og Norðmenn gefa hjer um bil eina mil- jón á ári til heiðingjatrúboðs. f ár hafa kristileg fjelög ungra manna og kvenna í Danmörku gefið 40 þúsund kr. til kristilegs starfs meðal her- manna. Þar fyrir utan hafa þau gefið 38 þús. kr. til heiðingjatrúboðs. Hjer í Vejle (19 þús. íbúar) kvað vera gefið frá 15—20 þús. kr. á ári til kristilegrar starfsemi. Nýlega hef- ur kona hjerna i bænum gefið K. F. U. K. 3000 kr. íslendingar eru ekki nískir, og dett- ur mjer ekki í hug að halda, að það sje af nirfilsskap, að þeir gefa svo lítið til kristilegrar starfsemi; jeg held, að það stafi af því, að þeir eru svo lítið hvattir til þess. Vejle 24. sept. 1916. IngibjörgÓlafsson. Striðid. Síðustu fregnir. Skeytafregnirnar síðustu vikuna segja lítið frá vesturherstöðvunum, enda segir svo í síðustu útlendum blöðum, að bardagarnir þar muni hafa náð hámarki sínu í lok síðastl. mánaðar og muni fara að draga úr þeim. Aftur á móti er sagt frá því, að mjög grimmilegar orustur standi yfir á austurvígstöðvunum, hjá Lúsk og þar í grend, en um verulegan árang- ur er ekki getið. Er nú líklegast, að höfuðviðureignin verði þar næsta skeiðið, og svo á Balkan. Rúmenum virðist ganga þunglega, bæði í Siebenbúrgen, þar sem þeir sóttu harðast fam í fyrstu, og eins austur í Dobrudseha. Um her þeirra, sem sagður var áður hafa sótt fram suður yfir Doná, suður frá Búkarest, er nú sagt, að hansn hafi orðið að hörfa norður aftur. ítalir eru að sækja fram í Albaníu og leggja þar undir sig landið, er Grikkir áður ætluðu sjer. Á Salonikí- vigstöðvunum eru bandamenn öðru hvoru að sækja fram, og segir ein fregnin að Serbar hafi unnið þar nokkuð á nú nýlega. í Grikklandi hefur Kalogeropolus yfirráðherra sagt af sjer, en sá heitir Lambros, sem við hefur tekið af hon- um. Nokkur hluti af gríska hernum hefur gengið á hönd miðveldunum og Búlgurum og lagt niður vopn á þann hátt. Mun það nú hvorugra ætlun, bandamanna nje miðvelda, úr þessu, að Grikkir taki þátt í ófriðnum, held- ur hitt, að þeir sitji hjá afskiftalaus- ir og láti hina berjast í landi sínu og um það eins og verkast vill. Mikla athygli vekja fregnir , sem segja frá því, að þýskir kafbátar sjeu nú sem óðast að sökkva flutninga- skipum við strendur Ameriku. Hafa þeir, segja fregnirnar, sökt þar 6 skip- um enskum, 1 hollensku og 1 norsku. Frjettir. Tvær gamlar sögur, yngsta bók Jóns Trausta, fást nú hjá öllum ís- lenskum bóksölum. Eru þessar sögur taldar meðal bestu skáldsagna hans. Bókin kostar i kápu 3 kr., í skraut- bandi 4 kr. Þingmannsefni dregur sig í hlje. Úr Suður-Múlasýslu er skrifað, að eitt af sex þingmannaefnunum þar hafi nú dregið sig í hlje, en það er Ólafur læknir Thorlacius, svo að G. F.ggerz sýslumaður er þar nú einn frá hálfu „þversum“-manna, og brjef- ritarinn telur víst, að hann nái ekki kosningu^ hverjir sem fyrir því verði. Vjelbátur strandar. Nýlega strand- aði vjelbáturinn „Baldur“, eign nökk- NÝJUSTU BÆKUR: Sönglög I. eftir Jón Laxdal. Verð 4 kr. Syngi, syngi svanir mínir, æfintýri í ljóðum eftir Huldu. Verð 1 kr. Brot, sögur úr íslensku þóðlífi, eftir Val. Verð kr. 1. Ársrit hins íslenska fræðafjelags með myndum, 1. ár. Bókhlöðuverð 1 kr. 50 au. Búsettir áskrifendur á íslandi geta til ársloka fengið það á 75 au. Handbók í íslendingasögu eftir Boga Th. Melsteð, 1. bindi. Verð 2 kr. til ársloka 1917 fyrir kaupendur að öllum bindunum, er eiga að verða 6. Bókhlöðuverð 1. biiidis 3 kr. 75 au. Aðalútsala: Bókaverslun Arinbj. Sveinbjarnarsonar. urra manna í Höfnum, við Garð- skaga og kvað vera mikið brotinn. Bæjarfiskur. Þennan mánuð hefur bæjarstjórnin, eins og í fyrra haust, fengið botnvörpunginn„Marz‘‘til þess að afla fyrir bæinn, svo að nú er hjer nægur fiskur fáanlegur til matar. Sumir bæjarfulltrúarnirvildueinnig fá „Rán“ til að afla handa bænum, en það var felt. Veðrið er hið besta nú, og hefur verið svo undanfarna daga. Botnvörpungurinn „Skallagrímur“ sökk hjer á höfninni síðastl. sunnu- dagsnótt. Lá hann fyrir akkerum úti fyrir Kveldúlfshúsunum og voru tveir menn í skipinu til gæslu, en veður var hið besta. Sváfu mennirnir báður og vöknuðu ekki fyr en sjór var kominn hátt í skipinu og það var komið nærri því að sökkva. Björg- uðu þeir sjer þá í báti til lands, en hundur, sem var niðri í káetunni, druknaði. Mun hafa opnast ventill í botni skipsins, eða svo halda menn. Er þarna ekki dýpra en svo, að möst- ur og reykháfur standa upp úr sjó um fjöru. Björgunarskipið Geir er nú að fást við að ná Skallagrími á flot aftur og tekst það án efa, þótt ekki sje það orðið enn. Botn er góður þar sem skipið liggur og talið að skemdir á því sjeu litlar. Gullfoss kominn. Hann kom í gær- kvöld frá Ameríku og með honum sumir þeirra, sem vestur fóru með honum, en fleiri af þeim urðu þó eft- ir vestra og munu bíða þar eftirGoða- fossi. Einnig komu að vestan: sjera Friðrik Friðriksson, sjera Bjami Þór- arinsson, Svb. Hjaltested, Þorbj. i Sveinbjarnarson, Gunnar Borgþórs- j son, ungfrú Þórey Jónasson, Ingi- björg Hansson, frú Svana Aðalsteins með 3 börn 0. fl. Vestur-íslendingar. — Ferðin hefur gengið yfir höfuð í besta lagi. Thor Jensen framkvæmdastjóri er meðal þeirra manna hjeðan, sem vest- ur fóru með Gullfossi, en bíða þar eftir Goðafossi, einnig kaupmennirnir Árni Eiríksson og Jón Björnsson, enn fremur Þorvarður prentsmiðjustjóri, eins og fyr segir. Goðafoss fer hjeðan áleiðis vestur um haf í dag. „Fram“-fundur er í kvöld, augl. á cðrum stað í blaðinu, og ættu menn að sækja hann vel. Giftingar. 7. þ. m. giftust hjer í bænum Guðm. Guðmundsson skip- stjóri frá Nesi og frk Kristín Teits- dóttir, og sama dag Þorsteinn Sig- urðsson kaupmaður og frk. Þóranna Símonardóttir. — 9. þ. m. Vilmundur Jónsson læknir og frk. Kristín Ólafs- dóttir cand. med. frá Hjarðarholti, og sama dag Daníel Kristinsson póst- maður og frk. Áslaug Guðmunds- dóttir Böðvarssonar kaupmanns. Fisksala í Englandi. „Earl Here- ford“ seldi afla sinn í Fleetwood ný- lcga fyrir 2200 pnd. sterl. „ísland“ kom frá útlöndum og Austfjörðum í gærmorgun og með því, að sögn, um 700 farþega. Danskur kafbátur ferst. Símfrjett- ir hingað frá 10. þ.m. segja aö danski kafbáturinn „Dykkeren“ hafi sokkið daginn áður í Eyrarsundi af árekstri við norskt gufuskip. Bátnum hafði þó orðið lyft frá botni af björgunarskip- um, og skipverjum var öllum bjarg- að nema skipstjóra, er hjet Christian- sen, sjóliðsforingi. Stöðvun pósts í Englandi. Allir póstur hafði verið tekinn úr Ceres á síðustu ferð hennar hingað til lands. Syngi, syngi svanir mínir lieitir ný- komin bók eftir Huldu, æfintýri í ljóðum, gefin út af bókav. Arinbj. Sveinbjarnarsouar. Verður náuar 1 getið síðar. Ljóðabók H. Hafsteins. Prentun þeirrar bókar er nú vel á veg komin og mun hún verða komin út áður þessum mánuði lýkur. Alþingiskosningarnar. í yfirkjör- stjórn hjer í Reykjavík eru valdir þeir Sighvatur Bjarnason bankastjóri og Eggert Briem yfirdómari. Til vara A. V. Tulinius fyrv. sýslum. og Sig- urður Jónsson kennari. Bænum verð- ur skift í sex kjördeildir: A—F 813 atkv., G 822, H—Jón 826, Jónas—N 659, O—Sigurður 727, Sigurfinna—ö 818. Frá Akureyri er skriað 10. okt.: Frú Stefanía Guðmundsdóttir leik- kona hefur nú dvalið hjer á Akureyri 7 vikna tíma. Hefur hún staðið fyrir því að koma hjer á fót leiksýning- um með aðstoð nokkurra bæjarbúa. Þetr leikir, er sýndir hafa verið eru: Kinnarhvolssystur, 2. þáttur úr Galdra-Lofti og þýddur gamanleik- ur, er nefnist Vinnustúlkuáhyggjur. Kinnarhvolssystur hafa verið leiknar hjer 7 sinnum, en hinir leikirnir 3 sinnum og aðsókn verið afbragðsgóð þrátt fyrir annir fólks á þessum tíma og mislingahræðslu í sveitum. Er það ljós vottur þess, að fólk hjer kann að meta leikhæfileika frúarinnar að verðleikum, enda eru þeir á miklu hærra stigi en vanalega gerist meðal þeirra, er við leikstörf fást. Mun mörgum Akureyrarbúum vera það hugleikið, að fá að njóta þeirrar frá- bæru ánægju, að sjá frú Stefaníu leika hjer oftar en í þetta skifti, en líklega vafasamt hvort af því getur orðið og megum við hjer öfunda Reykvíkinga af því að hafa jafngóða leikkonu að staðaldri og frú Stefanía er. Víst er um það að hjeðan fylgja henni hugheilar og hlýjar tilfinning- ar margra manna fyrir starfsemi hennar hjer og ágæta viðkynningu. Lögrjetta. Kaupendur blaðsins eru beðnir að afsaka þá óreglu, sem ver- ið hefur á útkomu þess nú tvær síð- ustu vikunar, en þetta stafar af flutn- ingi prentsmiðjunnar Rún. Var sumt af því, sem nú er í þessu blaði, sett áður en flutningurinn hófst og hefur orðið að bíða þess vegna þangað til nú. Svo stendur á því, að nú fyrst kemur í blaðinu greinin um 10 ára af- mæli landsímans. 47. tbl. átti að standa á síðasta tbl. Lögr., en ekki 46. tbl. Ný bók. Jeg kom inn í bókabúð fyrir skömmu og sá þar bók, er mjer þótti tíðindum sæta. Það var A1 m e n n sálarfræði eftirDr. Ágúst H. Bjarnason prófessor i heimspeki við Háskóla Is- lands. Til notkunar viö s j á 1 f s n á m o g n á m í f o r- spjallsvísindum. Rvík 1916. Prentsmiðjan Gutenberg. Jeg blað- aði ögn í bókinni og var heldur for- vitinn. 10 kr. kostaði hún, og vera mætti að mjer yrði send hún, en ekki hafði jeg eirö til að spara þær krón- urnar. Svo keypti jeg bókina og sett- ist við að lesa hana. Nú hef jeg farið yfir hana 0g varð glaður við, því að fátt er skemtilegra en að sjá eitthvað vel af hendi leyst í þeirri grein sem maður ariji mest og sjálfur fæst viö. Það er mikill vandi að semja al- menna sálarfræði, vegna þess, að höfundur verður þar að taka afstöðu til allra meginspurninga, er til greina koma í sálarfræðinni og gera þeim nokkur skil, en þar er enn i flestum efnum um svo margar og sundurleit- ar skoðanir að ræða, að oft er mjög erfitt úr að skera hverri skoðufl helst beri að fylgja, og er þvt vandrataður

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.