Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.10.1916, Blaðsíða 4

Lögrétta - 14.10.1916, Blaðsíða 4
LÖGRJETTA Myndin sýnir austurríkska hermenn, sem eru að hlaSa stórskotavjel, eina af hinum allra stærstu (30,5 cm.). Þessar vjelar, sem hjer eru sýndar, eru frá hinni nafnkunnu Skodaverksmiöju í Austurríki 0g hafa reynst mjög vel nú í ófriðnum. Með þeim skutu Þjóðverjar niður vígin við Antwerpen. Árið á undan ófriðnum hafði verið talað um samvinnu milli þessarar verksmiðju og enskrar vopnasmiðju, en samningar um það fórust fyrir. vegurinn, En sjerstökum erfiðleikum er það bundið að rita slíka bók á ís- lensku, vegna þess að tungu vorri hefur enn svo lítið verið beitt við þessi fræði. Að vísu eru þegar til fjölmörg orð í málinu, sem taka má upp og hafa til að tákna hugtök þau, er sálarfræðin fjallar um, en til þess að nota þau i vísindalegu máli, verð- ur að skorða merkingu þeirra og af- stöðu hvers til annars fastar en al- þýðleg málvenja hefur gert. Og auk þess er óhjákvæmilegt að mynda fjölda nýrra orða eða taka upp fátíð orð og vinda lítið eitt við merkingu þeirra, og er þetta alt mik- ill vandi og kostar elju og smekkvísi. Þegar jeg nú lít á þessa íslensku sálarfræði í heild sinni, finst mjer að höfundur hafi sóma af verkinu og gert bókmentum vorum gagn með því. Hann hefur dregið saman mik- ið efni frá öllum sviðum almennr- ar sálarfræði og aðstoðar-vísindum hennar. Hann hefur valið úr og vins- að, komið efninu í samfelt kerfi og fengið því ljósan og myndarlegan búning. Hann hefur gert sjer mikið far um að skýra þróun sálarlífsins sem best, og virðist mjer bókin í því efni bera af mörgum erlendum kenslubókum í almennri sálarfræði. f sumum atriðum fer höf. að nokkru sinna ferða, t. d. um samband sálar og líkama, sem löngum hefur verið deiluefni í heimspekinni og sálarfræð- in þó grætt minna á en skyldi, enn sem komið er. Býst jeg við að ekki verði fremur eining um skoðun höf. á þessu en sumar þær eldri og dett- ur mjer í hug Þrándur í Götu: „Því er svá háttat, sem þú veizt, segir I rándr, at Kristr átti tólf lærisveina, ok kunni sína kreddu hverr þeirra; nú hefi ek mína kreddu, en þú þá er þú hefir numit, ok eru margar kreddur, ok er slíkt, segir hann, eigi a eina lund rjett.“ — Um málið á bókinni er það að segja, að mjer finst höf. hafa tekist þar prýði^vel. Ef menn líta á orða- safnið aftan við bókina, þá munu þeir sjá hvílíkur fjöldi þar er af nýyrð- um. Auðvitað hefur höf. ekki búið þau öll til sjálfur. Við sum þeirra hefur hann sett nöfn þeirra manna sem mynduðu þau, en það er dálítið villandi, vegna þess, að ekki er sett fangamark við öll nýyrði sem hver um sig á í bókinni, og mun það koma i ljós þegar bækur síðustu áratuga verða orðteknar. Rjettast hefði verið að sleppa allri ættfærslu, því varla er heimtandi að höf. vissi uppruna allra þeirra nýyrða sem hann hefur tekið upp. En aðalatriðið er að höf. hefur tekið upp góð orð hvaðan sem þau komu og bætt við fjölda góðra ný- yrða frá sjálfum sjer. Og jeg fyrir mitt leyti hafði ekki minsta ánægju af því, að sjá hve auðug íslenskan er nú orðin af góðum sálfræðisorðum. Jeg get varfa sagt að jeg hnyti um nokkurt nýyrði, þó sum kunni að standa til bóta. Sannfærður er jeg vm það, að höf. á marga kosti fram- setningar sinnar og máls því að þakka að honum hefur hlotnat að vera kennari í þessum fræðum við há- skólann. Kennari hefur það aðstöðu- hagræði, að geta prófað hugsanir sín- ar og framsetningu á nemendum sín- ( um, og hver samviskusamur kenn- ari lærir af nemendum sínum litlu síður en þeir af honum. Er það ein meðal margra ástæðna sem gerir það æskilegt, að þeir sem starfa að vís- indum kenni við háskóla. Jeg hef ekki að þessu sinni tíma til að skrifa ítarlega um þessa bók nje fara út í þau atriði er jeg hefði eitthvað að athuga við eða kynni að vera höf. ósammála um. En jeg hef fundið hvöt til að skrifa þessar línur nú þegar til þess að þakka fyrir bók- ina og benda þeim sem langar til að kynnast almennri sálarfræði á, að þarna er komin bók á íslensku, sem þeim getur orðið að miklu gagni og ánægju. Hygg jeg að sá sje ekki með- algreindur maður, sem ekki getur haft hennar einhver not. Bókin er að vísu dýr, eftir því sem bækur gerast hjer, en þeir sem hafa áhuga á and- legum gæðum verða að gjalda hinna, sem engan hafa, svo í þessu sem öðru. Vona jeg að þeir sem kaupa bókina þykist engu að siður gera góð kaup. Reykjavík 7. okt. 1916. Guðm. Finnbogason. Klukkudfl. í dag las jeg þá fregn í Morgun- blaðinu, að á laugardaginn hafi vjel- báturinn „Baldur“ strandað við Garð- skaga og brotnað mjög. Garðskaga- rifið eða flúðin liggur í N.V. fr;á Skaganum og nær fram 1 sjómílu; miðið er: Keilir um vitann, en sjáist Keilir ekki, þá á Útskálakirkja að vera lítið eitt fyrir norðan vitann og í þeirri línu er rifið og stefna þess. Það ber ekki oft við, að skip reki sig á þarna, en komið hefur það fyrir cg þegar þess er gætt, hversu mörg skip og fleytur eru á ferð um þetta svæði, þá virðist svo, sem öllu sje óhætt eins og er. Væru staðhættir eins í öðrum lönd- um og hjer við Garðskaga, mundu þó vera gerðar einhverjar ráðstafanir til þess að sjófarendum væri bent á hvar flúðin endar; hvar hún byrjar vita menn. Sjómenn vita einnig að hún liggur i norður og vestur og er ein sjómíla á lengd, en að mæla slíkt í snatri er oft örðugt, þess vegna er ekki hugsað um annað en að vera nógu djúpt af henni og það kostar oft minna. 1 Faxaflóa getur komið þoka; það sýndi sig dagana 16.-18. ágúst í sum- ar. Leiðin kringum Garðskaga er fjöl- farin og er nokkurs konar þjóðbraut. Þar eð slys hafa nú komið fyrir á þessum stað og búast má við að það geti hent oftar, einkum þar eð bát- um fjölgar óðum, sem tunda veiðar á þessu svæði, þá virðist svo, að hjer þurfi eitthvað til þess að leiðbeina og benda mönnum á hvar óhætt sje að fara fyrir flúðina, og yrði hið auð- veldasta og ódýrasta, að þar væri lagt klukkudufl, líkt og við rifið á Akur- ey. Til slíkrar klukku heyrist langar lciðir þegar veður er stilt, og í dimm- viðri og þoku væri hljómur hennar góð bending sjófarendum, Jeg hef heyrt til klukkunnar á Ak- ureyjarrifi á bryggjunni í Viðey, og er sú fjarlægð um ein dönsk míla. Til sömu klukku hef jeg heyrt, er jeg kom upp úr Fossvogi á leið frá Hafn- arfirði, en það var um nótt í blæja logni. Hljómurinn heyrist þvi langt, og er hvervetna hin besta bending. Eflaust munu flestir halda, að fyrir utan Garðskagaflúð geti ekkert dufl legið til lengdar vegna foráttu, en svo getur það verið í laginu og festar það öruggar, að slíkt þurfi ekki að óttast. Umferð í kringum Garðskaga er nú orðin það mikil, að þar ætti að gera leiðina hina öruggustu. Menn sigla ekki upp á Skagaflúðina að gamni sínu, heldur af því, að þeir ætla að fara hina skemstu leið, álíta sig vera nógu langt undan landi til að komast fyrir hana, en áætlunin er röng,því þeir hafa ekkert við að styðj- ast nema sjónhendingu eina og hún er venjulega ónákvæmt mál, þess vegnavirðist þörf á að eitthvert merki sje sett þar, sem sá hættulegi staður hefur endamörk sín. Vitum fjölgar óðum hjer á landi og er það eitt hið mesta framfara- stig, en til þessa hefur lítið verið hugsað um að merkja leiðir með dufl- um, en það mun einnig koma á sín- um tíma. Næsta óskiljanlegt er það, að enn skuli eigi komið klukkudufl við Helluboðana fram af Siglunesi við Siglufjörð. Það er ýmislegt, sem mæl- ir með, að því væri lagt þar hið bráð- asta. Siglingar inn og út fjörðinn munu hinar mestu hjer við land; þokur eru tíðar og þá er lóðið, sem dýpið er stikað með, oft hið eina, sem farið verður eftir, og dýpi fyrir fram- an Siglufjarðarmynni er svipað og sumstaðar á Skagafirði, og frá Haga- nesi að Dalatá er ekki að reiða sig á kompásinn, svo sjómennirnir, sem um þetta svæði fara í þoku, verða viltir. Vanalega er stefnan sett rjett frá fiskimiðum á fjörðinn, en skelli þoka á áður en inn er komið, þá getur verið hættulegt að halda áfram, en það get- ur orðið dýrt að liggja lengi í þoku með góðan afla innanborðs, auk þess, sem kolum er eytt. Að staðurinn sje hættulegur sýna skipströnd þau, er þar hafa orðið. Klukkudufl á þessum áðurnefda stað mundi koma að hinum mestu notum. Ef vildi mætti taka það upp á haustin og leggja því á vorin, og dýpið, sem það lægi á, væri um 11—12 metrar, y2 sjómílu í VNV af Siglunesi.Hljómur klukkunnar mundi heyrast greinilega yfir um fjörðinn að Lambanesinu. Á stað eins og Siglu- fiði ætti slíkt leiðarmerki sist að vanta. Væri því lagt á áðurnefndum stað, benti það um leið á hvar grynst má fara fyrir Helluboðana, þegar storm- ur er og sjór úfinn. Reykjavik 10. okt. 1916. Svbj. Egilson. Eg'g’ert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. (4 H 14 B ö (4 n H fí H H H (4 o h H n t■ vVi " X : -gL ■ , ■ * ... . v , ■ > 2c —,00 O r- ® m •• 22 t* o 8 3 m o 3 R> M E u H KBOSE LAGEBÖL er best (Fiskstrigi) og* Vllarballar fyrir kaupmenn, kaupfjelög og útgerðarmenn. Leitið yður upplýsinga um verðið, áður «n þjer festið kaup anníirstaðar, hjá T. Bj arnason. Simi 513. Box 157. Simu.Tbjarnasoii Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Rcykjavík, selja: Vefnaðarvörur. — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innrifatnaði. Regnkápur. — Sjóföt. — Ferðaföt. Prjónavörur. Netagarn. — Línur. — öngla. — Manilla. Smurningsolíu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. Fantið Coopers sanðfjár-baOlyf i tæka tið G. GÍSliASON & HAY, s.ykjavik. Söðlasmíða- og aktýja-vinnustofa Grettisgötu 44 A. Tekið á móti pöntunum á reiðtýgj- um og aktýgjum og fl. tilheyramji. Aðgerðir fljótt og vel af hendi leystar. EGGERT KRISTJÁNSSON. Schannongi Monument-Atelier, •• 0. Farimagsg. 42. Köbenhavn. = Katalog gratis. ===== Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.