Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 19.10.1916, Síða 1

Lögrétta - 19.10.1916, Síða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstrati 17. Talsími 178. LOGRJETTA AfgreiCslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastræti II. Talsimi 359. Nr. 50. Reykjavík, 19. október 1916 Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sfmi 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Bækur, inalendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bokaverslnn Sigfúsar Eymundsssnar. Lárus Fjeldsted, Y firrjettarmálaf œrslumaður. LÆKJARGATA i. Venjulega heima kl. 4—7 aiBd. Nýja Bókbandsvinnustofan tekur að sjer alla vinnu, sem aö bók- bandi lýtur og reynir aö fullnsegja kröfum viöskiftavina sinna. Bókavin- ir, lestrarfjelög og aörir settu því aö koma þangaö. — Útvegar allar bsekur er fáanlegar eru. Þingholtsstriati 6 (Gutenberg). Brynj. Magnússon. Ræða Jóns Magnússonar bæjarfógeta á kjósendafundi 1 „Fram“ 14. október 1916. Háttvirtu kjósendur. Jeg hef ráðiö það af að bjóöa mig enn einu sinni fram til þings, og þykir þá hlýöa aö jeg geri nokkra grein fyrir afstööu minni. Auðvitað er þar ekki um að villast. Jeg er heimastjórnarmaður, og studdur af Heimastjórnarflokkin- um. Jeg er nú orðinn nokkuð gamall þingmaður, eftir 'því sem gerist hjer á landi, og held jeg að mjer sje ó- hætt að segja það, að jeg hafi aldrei brugðist kjósendum mínum. Jeg hef aldrei vilt um heimildir á mjer, held- ur jafnan fylgt pólitík Heimastjórn- arflokksins. Nú hygg jeg það satt sagt um þann flokk, að hann hafi jafnan verið þeim megin, sem rjett var, og að það, sem nýtilegt hefur unnið verið á alþingi á þessari öld, hafi verið framkvæmt af honum eða fyrir hans aðstoð. Fyrst og fremst er það Heimastjórnarflokknum að þakka, að stjórn vor á heima í land- inu sjálfu, en situr ekki úti i Kaup- mannahöfn. 1 sambandi við flutning stjórnarinnar inn í landið stendur aft- ur svo margt, sem gert hefur verið til þjóðþrifa, og framkvæmt hefur verið lendinu til gagns og góða, þar á meðal fyllri viðurkenning sjálfstæðis landsins. Afstaða vor Heimastjórnarmanna til sjálfstæðismálanna er sú, að þjóð- inni nægi ekki sú afstaða til annara þjóða, sem landinu er afmörkuð í „stöðulögunum" svokölluðu. Meðal annars hljóta þeir stórviðburðir, sem eru að gerast i Norðurálfunni, að færa þjóðinni heim sanninn um þetta. Líf og framtíð þjóðarinnar getur ver- ið i veði vega þess eins út af fyrir sig, að sú rjettarstaða getur ekki sam- rýmst við legu landsins, nje þarfir þess í friði og stríði. En til þess að fengist geti viðurkenning þeirrar rjettarstöðu landsins.sem þarf að véra og er oss nauðsynleg, er óhjákvæmi- legt, að sjálfstæðisviðleitni vorri útávið verði haldið utan við flokka- deilurnar. Vjer viljum styðja að því, að þörfin á sameiginlegri framkomu allra sannra Islendinga verði öllum ljós, og að fullnæging þarfa vorra í þeim efnuni verði sameiginlegt mál allra flokka, en ekki dregið inn í flokksdeilurnar. Þótt sjálfstæðismálin útávið sjeu þannig ekki gerð að flokksmáli voru, þá getum vjer ekki tekið undir það, sem kveður einatt við úr hinum herbúðunum, að rjett sje að þau mál sjeu lögð á hilluna. Vjer heimastj.menn viljum stöðugt vera vakandi og keppa að markinu. — Eitt af því sem jeg skal nefna sjerstak- lega í þessu sambandi er þörfin á ráðunautum erlendis. Það atriði þarf að athuga nákvæmlega á næstu þing- um. Mjer þykir rjett að taka það fram, sem jeg hef einatt minst á áð- ur, að mjer hefur aldrei getað skilist ist það, hvernig menn geta unað því, að dómsvaldið skuli ekki vera alveg i okkar höndum, eins og hin tvö völd landsins, löggjafarvald og fram- kvæmdarvald. Vjer verðum að gera alt, sem vjer getum, til þess að æðsta dómsvald í málum vorum komi ekki undir hæstarjett Dana. Skal jeg svo ekki fara frekara út í þessi mál. Jeg býst við þvi, að það verði innanlandsmálin, sem næstu t alþingi snúa sjer sjerstaklega að, og þá sjerstaklega atvinnumál og skatta- tnál. Stefna Heimastjórnarmanna í inn- anlandsmálunum hefur verið einbeitt en þó gætin framfarastefna. Til þess að þessi stefna geti haldist, verður að leggja aðaláhersluna á það að fjár- hag landsins verði haldið í sem bestu lagi, til þess að hægt sje að styðja atvinnuvegina svo að um muni. Til sannindamerkis um það, að stefna og vinna flokksins í þessum málum hafi verið þessi, skal jeg nefna Ritsímamálið. Fleiri mál mætti telja, en það er sjerstök ástæða til að minn- ast á það, því að nú er nýliðið 10 ára afmæli ritsimans. Heimastjórnar- flokkurinn, með Hannes Hafstein í broddi fylkingar, kom þessu máli í framkvæmd, þrátt fyrir hamslausar æsingar mótflokksins, æsingar, sem náðu hámarki sínu með bændafund- inum 1. ágúst 1905. Með því var, eins og Gísli J. Ólafsson segir i ritgjörð sinni: „Landsíminn tiu ára“, „stigið eitthvertallrastærsta og happadrýgsta sporið í framfaraáttina, sem stigið hefur verið á þessu landi“. Ritsíminn hefur ekki einungis unnið landinu ó- metanlegt gagn óbeinlínis, heldur lít- ur hann út fyrir að verða fjárhagslega beint gróðafyrirtæki. Tekjur hans eru nú orðnar svo miklar, að ekki ein- ungis nægir fyrir öllum reksturs- kostnaði, heldur og til að borga vexti af þvi fje, sem í hann hefur verið lagt, og talsverða afborgun af þessu fje árlega. Þegar litið er á sögu Heimastjórn- arflokksins frá því fyrsta, þá er það augljóst, að það er hin mesta fjar- stæða að segja, að sá flokkur eigi ekki lengur tilverurjett. Sá flokkur, sem stöðugt hefur unnið landinu það gagn, sem hann hefur gert, á að efl- ast utan þings og innan. A næsta kjörtíma koma jálfsagt til sjerstakrar meðferðar fjárhagsmál landsins, og verður þá að hafa það fyrir augum, að nauðsynlegt er að koma á því skipulagi, til frambúðar, að tekjurnar jafnist á við útgjöldin. Þessu jafnvægi verður ekki náð með öðru móti en þvi, að útgjöldunum sje haldið innan hæfilegra takmarka. Eins og kunnugt er, eru aðaltekjur landsjóðs fólgnar i óbeinum sköttum eða tollum af aðfluttum vörum, en skattarnir gera á hinn bóginn ekki betur en nema einum tiunda til einum tólfta af tollunum. Þetta hlutfall á að nokkru leyti rót sína að rekja til þess, að þegar á auknum tekjum hefur þurft að halda, hefur þeirra jafnaðar- lega verið aflað með hækkun tolla eða fjölgun tollstofna. Og að nokkru leyti hefur þetta komið fram við það, að tolltekjurnar hafa farið stöðugt vaxandi jafnhliða fólksfjölgun og fratnförum í atvinnurekstri. Um skattana er alt öðru máli að gegna. Þeir hafa að mestu haldist óbreyttir síðan 1877. En eins og kunnugt er, var milliþinganefnd sett 1908 til aö íhuga skattamál landsjns og frá henni komu ýms skattafrumvörp. Stjómin lagði þau fyrir þingið 1913, en vegna afstöðu þingsins til þáverandi stjórn- ar, fengu frumvörp þessi ekki þá meðferð og athugan, sem vera bar. Það er búist við því, að þessi frum- vörp komi fyrir næsta eða næstu þing. Jeg hygg, eins og jeg hef áður látið í ljósi, að þessi frumvörp fari í rjetta átt. Það er enginn efi á því, að það er mikið unnið við það að koma fjárhag landsins á fastari fót með þvíað gera hlutfallið jafnaramilli tolla og skatta. Að eins þarf við með- ferð skattafrumvarpanna að gæta þess, að ekki hallist á sjávarmenn og kaupstaðabúa gagnvart bændum, og að ekki sje lagður skattur á smáu- eða þurftartekjurnar. Það er enginn efi á því, að nauð- s) nlegt verður að hafa talsvert fje til umráða í náinni framtíð til þess að taka til, til að efla verklegar fram- farir landsins. Fyrir s a m g ö n g u m á s j ó er sjeð að nokkru, en mikið vantar þó á, að vel sje. Samgöngur á landi eru aft- ur mjög bágbornar. Auðvitað þarf að gera vegi, brúa ár o. s. frv. En það eru einir vegir, sem vjer verðum að fá, og það eru j á r n v e g i r. Jeg skal nú ekki tala um jánbrautir yfir- leitt og gagnsemi þeirra fyrir landið. Jeg skal ekki heldur tefja tíma yðar með því að telja upp öll þau fríðindi, er járnbraut hjeðan austur yfir fjall mundi færa Reykjavík. Jeg skal að eins minna á það, sem áður hefur verið bent á, að til þess að höfnin beri sig vel, þá þarf að hafa járn- braut í sambandi við hana. Jeg vil ekki segja, að höfnin beri sig ekki án hennar, en efasamt getur það ver- ið. Ef járnbraut gengi hjeðan austur í sýslur, mundi verslun hjer i bænum aukast að mjög miklum mun. Aðflutn- ingar á þeim vörum, er Reykjavík þarf alt af meira og meira af, yrðu miklu hægari. Jeg skal nefna að eins eitt. Eftir þvi sem mjer er sagt, mjólka nú til bæjarins um 700 kýr. Ef bærinn ætti að hafa næga mjólk, þyrfti líklega nú alt að helmingi meira, og eftir stuttan tíma miklu meira en helmingi meira. Þessa mjólk getum við ekki fengið annarstaðar en fyrir austan fjall, og varla með öðru móti þolan- lega en með járnbraut. Ef við ekki fáum þetta, má búast við að mjólk haldist hjer framvegis í afskaplegu verði, fyrir utan sveltuna, Guðmund- ur landlæknir Björnson hefur fyrir löngu sýnt fram á hættuna, sem af mjólkurskortinum leiddi, og hvert þyrfti að sækja mjólkina. Það eru fleiri mál en atvinnumálin, sem peninga þarf til, og fyrir þarf að hugsa. Það má ekki dragast, að alvarleg gangskör sje gerð að því að koma upp landspítala. Vel sje konunum, að þær hafa tekið það sjer fyrir hendur, að ýta undir það mál. Næsta kjörtímabil má ekki líða svo, að alþingi veiti ekki fje til þess að koma á fót landspítala hjer i Reykja- vík. Heimastjórnarflokkurinn hefur tek- ið það upp á stefnuskrá sína, að styðja að því, að allskonar trygg- ingar og tryggingarsjóðir komist á. Það má búast við því, að landsjóður þurfi eitthvað þar til að leggja.Vátrygging sjómanna ei með öllu ófullnægjandi, enda hygg jeg að sjóðurinn hafi grætt svo síð- ustu árin, að hann vel geti vátrygt sjómenn fyrir 800 til 1000 kr. gegn sama iðgjaldi og nú. Komi ekki fram frumvarp frá stjórninni i þessa átt, mun jeg, ef jeg næ kosningu, bera það fram. Það er verið að ympra á því, að afnema þurfi aðflutnings- h a n n s 1 ö g i n. Þau sjeu svo brot- in, að til vansa sje fyrir þjóðfna og eina ráðið að hætta við aöflutnings- bann á áfengi. Jeg veit ekki hvort nokkrum manni hefur dottiö það í hug, er aðflutningsbannslögin voru að komast á, að þau yrðu ekki tals- vert brotin, einkum í fyrstu. Hafi XI. árg. V. B. K. Vandaðar vörur. Odýrar vörur. Ljereft, bl. og óbl. — Tvisttau. — Lakaljereft. — RekkjuvoSir, Kjólatau. — Cheviot. — Alklæði. — Cachemire, Flauel, Silki, Ull og Bómull. Gardínutau. — Fatatau. — Prjónavörur allskonar. Regnkápur. — Gólfteppi. Pappír og ritföng. Sólaleður og skósmíðavörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. menn bygt á því, þá var það mikil einfeldni. Slik lög sem þessi hljóta að verða brotin, og vitanlega hafa þau verið brotin, en engan veginn meira en við var að búast, einkum þegar ekkert sjerstakt hefur verið gert til þess,að varnaaðflutningi,ekk- ert nema hið almenna eftirlit. Það hef- ur verið reynt að fá þingið til að veita fje til sjerstakrar gæslu á þessu en árangurslaust. Þetta tel jeg í raun- inni óforsvaranlegt. Þegar sett eru slík lög sem bannlögin, átti að setja sjerstakar varnir. Jeg tel það og illa farið, að þingið ekki vildi samþykkja það nýmæli, sem borið var fram í fyrra, að sekta mætti menn fyrir að láta sjá sig ölvaða á almanna færi. En hvað sem þessu líður, þá er jeg í engum vafa um það, að bannlögin hafa gert afarmikið gagn. Borgar- stjóri skýrði frá því hjer fyrir skömmu, að nú væri ekkert þurfa- mannaheimili á sveitarframfæri hjer vegna áfengisnautnar framfærslu- manns, en áður var hundraðstala á þurfamannaheimilum vegna áfengis- nautnar allhá. Áður var það svo, að einatt var örðugt að lögskrá á fiski- skipin vegna þess að svo mikill hluti skipverja var drukkinn. Nú kemur það varla fyrir, að ölvaður maður sjá- ist hjer við lögskráning. Þessi tvö dæmi virðast mjer sýna það ljóslega, hve feikimikill munurinn er. Það er því ljóst, að ekki getur komið til mála að aftaka eða lina á aðflutn- ingsbanninu. En það þarf að fá hjá þinginu fje til þess að geta haft sjer- stakar varnir gegn aðflutningi áfeng- is. Jeg býst ekki við því, að aðflutn- ingsbannið verði nokkurn tíma af- tekið. Jeg skal aðeins drepaá það,að sjálf- sagt er að hverjir sem eru þingmenn bæjarins, gefi nákvæmar gætur að því, hvort færi sje á að fá bætt úr því hróplega ranglæti, er Reykjavík verður fyrir, er hún hefur að eins 2 þingmenn í stað þess að hún ætti að hafa að rjettri tiltölu eina 6. En hjer er við ramman reip að draga, og getur ekkert þingmannsefni lofað að koma fram rjetting á þessu að svo stöddu. Eitt mál er enn, ekki allómerkilegt, sem mjer finst jeg verða að minnast á af því að jeg er nokkuð við það rið- inn. Það er launa- og eftirlaunamálið. Jeg var einn í þeirri milliþinganefnd, er um málið fjallaði. Tillögur nefnd- arinnar hafa fengið hörð ámæli í einu blaði, Suðurlandi, sem að vísu er landsins ómerkasta blað, og er þá langt til jafnað. Jeg veit ekki hvort mönnum er það ljóst, hve afarörðugt verk það var, er nefndin átti að vinna, að gera til- lögur um launin einmitt nú, þegar peningar eru í svo lágu verði, og ekki einungis það, heldur í svo óvissu verði. Við þóttumst ekkert tillit geta tekið til verðlags peninga síðan Norð- urálfuófriðurinn byrjaði, og miðuðum því við verðlagið 1913. Jeg hef heyrt, að það, sem aðallega sje fundið að tillögum nefndarinnar í launamálinu, sje að launin sjeu of lág, þótt miðað sje við 1913. í Suður- landi er sagt, að nefndin hafi 1 æ k k- a ð launin. Skilst mjer röksemda- leiðslan vera þannig: Launin eru nú bygð á lögunum 1889, síðan hafa nauðsynjar hækkað um 30 pct. eða meira, og verða þá launin að hækka um.30 pct.til þess að þau ekki verði að teljast lægri í raun og veru en 1889. Grundvöllurinn undir þessari rök- semdaleiðslu er vitanlega og vísvit- andi rangur. Engir embættismenn búa nú við óbreytt launakjör síðan 1889 nema biskup, dómarar í lands- yfirrjettinum og rektor mentaskólans. Föst laun sýslumanna hafa að vísu ekki verið hækkuð alment, en launa- kjör margra þeirra hafa batnað að verulegum mun fyrir vaxandi auka- tekjur. Annars eru laun embættis- manna landsins bygð yfirleitt á hin- um seinustu fjárlögum eða lögum frá síðustu árum, og þarf ekki annað en lita á nefndarálitið til þess að sann- færast um að nefndin hefur lagt til að launin væru yfirleitt hækkuð eigi alllítið. Hvort hækkunin er nægileg, það getur verið álitamál. Nefndin hef- ur sjálf bent á það, að ekki sje ólík- legt, að hækkunin þurfi að vera enn meiri, en hún hefur lagt til um, vegna þess að lifnauðsynjar komist ekki aftur niður í það verð, er þær voru í fyrir ófriðinn. Um afnám eftirlauna þarf jeg ekki að tala. Það er áreiðanlega í samræmi við vilja alls þorra kjósenda. Jeg get ekki látið vera að minnast lítið eitt á mótbárur þær, er fram hafa komið gegn framboði mínu vegna embættis míns. Ástæðan- sú, að jeg megi þetta ekki af því að jeg hafi svo mikið að gera, er einskisvirði, og vitanlegt þeim, sem þessari mótbáru eru að halda á lofti, að hún er einskisvirði. Alþingi er haldið á sumrum, þegar minst er að gera. Jeg hef á skrifstofu minni 6 menn, og tveir af þeim lögfræð- ingar, sem hvor um sig er vel hæfur til aö þjóna embættinu á eigin ábyrgð. Auk þess hef jeg, — ef jeg hef haft verulegum störfum að gegna utan em- bættisins,—verið vanur að fá æfða og hæfa menn til að gegna þeim störf- um, er jeg framkvæmi annars venju- lega sjálfur. Embætti mitt getur því ekki orðið forsómað, þótt jeg sitji á þingi, nema jeg væri sá skörungur eða fyrirtaks embættismaður, sem enginn gæti jafnast við. Nú segja þeir sömu, sem bera við embættis- önnunum, að jeg sje ónýtur embættis- maður, að minsta kosti slakur em- bættismaður. Það ætti þá að vera á- vinningur að aðrir og duglegri menti ræktu störfin, þótt ekki væri nema um sinn. Svo segja mótstöðumenn mínir: Það er ófært að bæjarfógeti, dómari, bjóði sig fram í sinu eigin lögsagnarumdæmi, en þeir finna ekk- ert að því, að Magnús Torfason bjóði sig fram á ísafirði, Guðmundur Egg- erz í S.-Múlasýslu o. s, frv. Alt hvað á móti öðru í sömu andránni. Ekkert annað en fals og blekkingar.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.