Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.10.1916, Blaðsíða 1

Lögrétta - 28.10.1916, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti Vj. Talsími 178. TTA Af greiísiu- ag ianheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastr*ti 11. Talsími 359. Nr. 51. Reykjavík, 28. október 1916, XI. árg. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar sru fataefnin best. Bæknr, innlendar og srlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í r. Lárus Fjeldsted, Yfirrjettarmálafærslumao'ur. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 sífid. Nýja Bókbandsvinnustofan tekur aö sjer alla vinnu, sem aíS bók- bandi lýtur og reynir aS fullnægja kröfum viSskiftavina sinna. Bókavin- ir, lestrarfjelög og aSrir settu því aS koma þangaS. — Útvegar allar bækur er fáanlcgar eru. ÞingholtsstrjBti 6 (Gutenberg). Brynj. Magnússon. Fyrir norðan. Eftir Einar Hjörleifsson Kvaran. III. (SiSasti kafli.) Magnús á Grund. Jeg gat þess síSast, aS einn af dög- unum, sem jeg stóS viö á Akureyri, hefSi fariS í þaS aS skreppa inn í fjörSinn. Magnús kaupmaSur Sig- urSsson bauS mjer inn aS Grund og flutti mig fram og aftur i bíl. Á Grund er margt og mikiö aS sjá. Óneitanlega er þaS ánægjulegt aS sjá eitt af hinum fornu höfuSbólum landsins setiS jafn-veglega. HúsagerS er þar líklegast meiri en á nokkru öðru bóndabýli landsins, alt úr stein- steypu þaS sem reist hefur veriS á síSustu árum og fyrirmynd aS allri hagsýni. TöSufall hefur veriS marg- faldaS. En mestur tíminn fór í aS skoSa kirkjuna. Jeg hafði sjeS hana, þegar hún var aS eins komin undir þak, en ósmíSuS aS innan. Mörgum mun þykja hún vera fegursta kirkja landsins. Jeg hef heyrt, aS einn af elstu mentamönnum landsins hafi gengiS um kirkjuna lengi og hljóSur, og aS hann hafi sagt, þegar hann kom út: „Jeg sje ekki, aS hjer vanti neitt, nje aS neinu sje ofaukiö." Flestir munu hugsa eitthvaS líkt, sem kirkj- una sjá. Húsbóndinn á Grund hefur sjálfur veriS byggingarmeistarinn. Stundum stóS þaS honum fyrir svefni, hvernig einstakir hlutir ættu aS vera sem feg- urstir, og jafnframt sem einfaldastir. Hann byrjaSi sem fátækur alþýSu- maSur. Hann hefur nú eitt af stærstu búum landsins og mikla verslun. Þetta virSist nóg verkefni. Og sæmilega vitsmuni virSist hafa þurft til þess aS koma ár sinni svo fyrir bórS, sem hann hefur gert. En svo kemur þaS upp úr kafinu, þegar hann er orSinn nokkuS aldraSur, aS hæfileikar, alt annarar tegundar, hafa líka búiS í sál hans. Sennilega hefur hann haft eins niikil hæfileika-skilyrSi til þess aS verSa listamaSur eins og gróSamaS- ur. En ef hann hefSi lent út á þeirri bratitinni, hefSi hann fráleitt gert þaS sjer til gamans aS leggja fram alt þaS fje, sem kirkjan á Grund hefur kostaS. Myndin er frá síSasta sameiginlegum ráðherrafundi NorSurlanda og sjást þar sitjandi viS borSiS, taliS f rá vinstri til hægri handar: Zahle yfirráSherra, utanrikisráSherrarnir: Scavenius, Wallenberg og Ihlen og yfirráSherrarnir Hammerskjöld og G. Knudsen. í Reykjadalnum. ViS gistum feSgarnir á EinarsstöS- um í Reykjadal á leiSinni frá Akur- eyri til Húsavikur. Jeg þekti þar eng- an mann, nema vin minn Pál Jónsson skáld — sem nú hefur tekiS ættar- nafniS Árdal. Hann stóS þar fyrir landsjóSsvegargerS, og hafSi tjald sitt rjett hjá EinarsstöSum. Þegar jeg kom heim á bæinn, var þegar fariS aS vekja máls á því viS mig, hvort jeg ætlaSi ekki aS halda neina sam- komu þar í ferSinni. Jeg sagSi sem satt var, aS mjer hefSi ekki komiS þaS til hugar. — Hvort jeg væri þá ófáanlegur til þess. — Jeg sagSi, aS örSugt mundi aS koma þessu á, ferSa- áætlun mín væri fastbundin, af því aS samkomur hefSu þegar veriS aug- lýstar á ákveSnum tímum, og jeg hefSi engan dag afgangs, nema morg- undaginn; þar á eftir yrSi jeg aS hraSa ferSinni allmikiS. — „ViljiS ])jer þá gera þaS á morgun?" — „En blessaSir veriS þiS," sagSi jeg — „á morgun er miSvikudagur." — „HvaS gerir þaS til? ViS tökum þá miS- vikudaginn." — Jeg sagSist aldrei hafa hugsaS mjer, aS skemtisamkom- ur gætu veriS uppi í sveitum um há- sláttinn aSra daga en sunnudaga, og, ei allra-lengst væri fariS, á laugar- dagskvöldum. — Þeir sögSust ætla aS sjá um þaS. Jeg afrjeS ekkert, fyr en morgun- inn eftir. Þá sagSi jeg þeim, aS viS skyldum verSa um kyrt um daginn, og þeir gsetu auglýst samkomu þar í kirkjunni kl.6, ef þeir trySu þvi í raun og veru, aS þaS væri til nokkurs. Þeir fóru aS auglýsa, meS sendiferSum og símasamtölum. Kl. 6 var kirkjan orð- in full. Og ung stúlka hafSi líka ver- iS útveguS til aSstoSar viS sönginn. Henni tókst þaS prýSilega, þó aS fyr- irvarinn væri stuttur. Sams konar kom fyrir prófessor Har. Níelsson þarna í Reykjadalnum á ferð hans um Þingeyjarsýsluna í sumar — aS því undanskildu, aS hann gat gefiS mönnunum meiri tíma til þess aS auglýsa samkomu sína. En Reykdselir fyltu líka kirkjuna hjá honum á virkum degi um hásláttinn. Og honum hafSi fariS eins og mjer, ekki hugkvæmst nein samkoma í Reykjadalnum. Jeg veit ekki, hvort þess konar kemur fyrir annarstaS- ar hjer á landi en í Þingeyjarsýsl- um. Páll Jónsson. Hann fylgdi okkur út á Húsavík og beið þar eftir okkur, svo aS vis gátum orSiS honum samferSa inn Reykjadalinn aftur, á leiS okkar upp í Mývatnssveitina. Sú samfylgd jók ekki lítiS á ánægjuna. Páll er meS allra-skemtilegustu mönnum, sem jeg hef nokkurn tíma kynst — meSal ann- ars fyrir þá sök, aS minni hans er eins og ótæmandi gullnáma af sög- um um einkennilegaNorSlinga.Þessar sögur segir hann af snild — atburSir og menn verSa svo ótrúlega lifandi á vörum hans, þó aS hann segi alt meS mestu hægS, og jafnframt oft óumræSilega skringilegir. Jeg hef margsinnis fært þaS í tal viS hann, aS hann verSi aS skrifa sögur sínar, svo aS þær glatist ekki. ÞaS er mikiS tjón, ef hann lætur ekki verSa úr því — þó aS auSvitaS hljóti ljúfasta ilm- inn aS vanta, þegar hann fer ekki meS þær sjálfur. í Húsavík. En þó aS Páll Jónsson hefSi ekki veriS í förinni til fagnaSarauka, þá befSi veriS gott aS koma til Húsa- víkur. Stefán GuSjohnsen verslunar- stjóri fór meS okkur eins og vinir okkar áAkureyri—sá um alt. Og hann og frú hans eru svo heim aS sækja, aS þangaS komast þeir^ einstöku menn, er mest hafa fengiS af náSargáfu gest- risninnar, en ekki heldur lengra. Sam- komurnar í Húsavík voru tvær, og báSar varS jeg aS hafa þær á virk- um dögum — fimtudegi og föstu- degi. Samt voru þær prýSisvel sóttar, miklu betur en jeg hafSi búist viS, emkum síSari samkoman, og einkum af fólki úr sveitunum. Mjer var sagt aS Laxamýrarbændurnir, bræSur Jó- hanns skálds Sigurjónssonar, hefSu boSiS öllu sínu fólki fararleyfi, bæSi kvöldin. Meiri góSvild var ekki auS- velt aS sýna okkur. Imáriði á Fjalli. Á leiSinni inn sveitina kom fyrir okkur einkennilega þingeyskt atvik. SySra-Fjall og Ytra-Fjall heita bæir í ASalreykjadal. Þar búa tveir bræS- ur, Þorkelssynir, Jóhannes hreppstjóri á SySra-Fjalli, IndriSi á Ytra-Fjalli. BáSir eru þeir skáld. Og mjer var sagt, aS konur þeirra mundu vera meS hinum allra-víSlesnustu konum i Þingeyjarsýslum. ViS komum viS á SySra-Fjalli í leiSinni út eftir, og ætl- uSum aS koma viS á Ytra-Fjalli líka. En fyrir atvik gat ekki úr því orSiS, fyr en á leiSinni inn eftir. Þegar viS höfSum staSiS þar viS um stund, þeg- iS góSgerSir og kyatt húsfreyju, sagS^ ist IndriSi ætla aS ganga meS okkur út úr túninu. Hann nam staSar í græn- um bolla viS veginn, og sagSist ekki ætla aS fara lengra. ViS ætluSum þá aS kveSja hann. En hann dró bók upp úr vasa sínum, og sagSi, aS sjer hefSi dottiS í hug aS lofa okkur aS heyra fcáeinar vísur. Þá hef jeg líklegast ver- iS versti tilheyrandinn, sem unt var aS finna á landinu. Jeg var ekki vel bress; þaS var orSiS nokkuS áliSiS dags; jeg vissi aS jeg átti alllanga leiS fyrir höndum um daginn, cn V. B. K. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Ljereft, bl. og óbl. — Tvisttau. — Lakaljereft. — Rekkjuvoðir, Kjólatau. — Cheviot. — Alklæði. — Cachemire, Flauel, Silki, TJll og Bómull. Gardínutau. — Fatatau. — Prjónavörur allskonar. Regnkápur. — Gólfteppi. Fappír og ritföng. Sólaleður og skósmíðavörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Hlutafjelagið ,Völundur4 Islands fullkomnasta trjesmíðaverksmiðja og timburverslun R eykj avík hefur venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af sænsku timbri, strikuðum innihurðum af algengum stserðum og ýmiil«gum listum. Smíðar fljótt og vel hurðir og glugga og annað, er að húsabyggingum lýtur. Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8 B. Reykjavík hafa venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og endingargóðu veggfóðri, margskonar pappír og pappa — á þil, loft og gólf — og gips- uðum loftlistum og loftrósum, Símnefni: Sveinco. Talsími 420. hafSi ekki fariS hana áSur; og jeg var ekki áhyggjulaus út af því, hvort jcg mundi ná háttum. En IndriSi liafSi ekki lesiS margar línur, áSur en jeg hafSi gleymt öllum lasleik og öllu ferSalagi. Jeg hafSi gleymt öllu öSru en aS hlusta. ÞaS Hggur í aug- um uppi, aS enginn gagnrýnir ljóS aS fullu, eftir aS hafa heyrt þau flutt einu sinni. En undarlega má mjer skjátlast, ef þaS var ekki merkileg- ur, frumlegur og stóreinkennilegur skáldskapur, sem jeg hlustaSi á þessa stund. Væri jeg bókaútgefandi, mundi jeg forvitnast um syrpu IndriSa á Fjalli. Og jeg mundi reyna aS gera þaS á undan öSrum. Á Skútustöðum. ViS náSum aS SkútustöSum laugar- dagskvöldiS, og sátum þar í góSu yf- irlæti til mánudagsmorguns. Prestur- inn, sjera Hermann Hjartarson, er ungur, tók viS brauSinu í vor og byrjaSi þá búskap, og hafSi kvænst fáum dögum áSur en viS komum. Heldur fanst mjer, aS þaS hlyti aS vera örSugt bláfátækum manni aS taka viS slíku embætti meS 1300 kr. launum. Fjórbýli á jörSinni. Bærinn gamall, og húsnæSi hvers búanda aS sjálfsögSu lítiS og óhentugt. Svo örSugt til aSdrátta, aS prestur hafSi enn ekki 20. ágúst fengiS nærri alla muni sína; þar á meSal vantaSi hann flestar bækur sínar. Jeg gat ekki ann- aS en veriS aS hugsa öSruhvoru um kjörin, sem landiS býSur þessum mentamönnum sínum, eftir aS minsta kosti 10 ára nám, og bera þau sam- an viS kjörin, sem sumar verslanirn- ar hjerna í bænum bjóSa liSlega tví- tugum skrifstofumönnum sínum. Og svo er ætlast til þess — af sumum aS minsta kosti — aS þessir 1300-króna- menn kirkjunnar sökkvi e k k i hug- anum í búskap, sjeu verulegir leiS- togar á sínu sviSi, andlega vakandi menn, sem geti haldiS ræSur viku eftir viku, ár eftir ár, áratug eftir áratug, ræSur, sem fólkinu þyki alt af ánægja aS hlusta á og finni alt af eitthvert nýjabragS aS. Jeg get ekki neitaS því,aSmjerfanst þetta altnokk- urum vandkvæSum bundiS. En mjer fanst prestur hinn öruggasti, eins og ungum manni sómdi. Hann hugSi gott til samvinnu viS Mývetninga, sem jeg skil vel. Hann var gagntek- inn af náttúrufegurSinni á SkútustöS- um, enda ekki auSvelt aS komast undan þeim töfrum. Og hugsanir Bergsons, William James, Sir Oliver Lodge og fleiri spekinga nútímans virtust mikiS ofar i huga hans en á- hyggjur út af nokkuru sveitabasli. Mannfjöldinn var svo mikill á SkútustöSum, aS ekki hefSi veriS auS- velt aS haldast þar viS í kirkjunni 1—2 klukkutíma meS fleira fólki. Eins manns saknaSi jeg þar, þess mannsins, sem jeg þekti einna best í Mývatnssveit, SigurSar Jónssonar skálds á Arnarvatni. Orsökin tók mig sárt. Hann hafSi daginn áSur veriS aS flytja heim lík konu sinnar, sem andast hafSi úti á Húsavík frá ung- um og stórum barnahóp. Á Sauðárkróki. Næstu samkomurnar voru þar, fimtudags og föstudags kvöld. Til þeirra var stofnaS eftir tilmælum sjera Hálfdans GuSjónssonar, enda sá hann um allan viSbúnaS fyrir okkur, og þau hjónin báru okkur á höndum sjer eins og viS værum bræSur þeirra. Annars virtust allir, sem viS hitt- um þar, leggja kapp á aS gera okkur alt til ánægju og þægSar. Mjer var sagt, aS allir fullorSnir menn i kaup- túninu hefSu veriS á samkomunum. Og nokkuS kom af sveitafólki. Á Blönduósi og Undirfelli voru síSustu samkomurnar, báSar á sunnudegi, og báSar einkar vel sótt- ai. Kirkjan á Undirfelli hefSi orSiS einkar veglegt hús, ef hún hefSi veriS reist eins og hún var upphaflega hugsuS, meS kjallara og í fullri lengd. Út úr kjallaranum hafa orSiS deilur,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.