Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.10.1916, Blaðsíða 3

Lögrétta - 28.10.1916, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 185 samningarnir milli hans og þeirra hafi veriS lagöir fyrir stjórnirnar í Lundúnum og París áöur en til fund- arhaldsins kom í Rúmeníu, svo að hann hafi komiS þangaS með bundn- ar hendur og ekki getaö tekiö tillit til neinna mótmæla, sem þar komu fram gegn þeim fyrirætlunum, er þegar voru fastráönar. Stjórn Rúmeníu geröi í löngu máli grein fyrir því, hvers vegna hún segöi Austurriki stríö á hendur, og var þaö skjal afhent sendiherra Austurrikis i Bukarest, Czernin greifa, jafnframt tilkynningunni um, aö friönum væri slitiö. Hjer skulu tekin upp helstu at- riöin úr því. Samningur sá, sem geröur var milli Þýskalands, Austurrikis-U ngver j a- lands og ítalíu, var aö eins um sam- eiginlega vörn, eftir skýringu hlut- aðeigandi stjórna, segir í byrjun skjalsins. Markmiö samningsins var aö tryggja hlutaðeigandi riki gegn árásum utan að og styrkja þá afstöðu þeirra innbyröis, sem sköpuð var með fyrri samningum. Rúmenía vildi koma stjórnmálum sínum í samræmi viö þessa friösamlegu stefnuskrá, og þess vegna gekk hún inn í bandalagið og undirskrifaði einnig samningana. Hún sneri sjer síðan að málum sínum heima fyrir, en var jafnframt trú þeirri ákvörðun sinni, að hún ætti að halda uppi -jafnvæginu viö Neðri- Dóná og gera sitt til þess aö vernda friðinn á Balkanskagatnim, Seiti- ustu stríðin milli Balkanþjóðanna gáfu Rúmeníu tilefni til milligöngu, cg fyrir hana komst friður á og jafn- vægi milli rikjanna. Hún ljet sjer þá nægja að krefjast handa sjálfri sjer að eins nýrra landamerkja,* er veittu henni meiri tryggingu en áður gegn árásum utan að og bættu henni upp það ranglæti, sem haft var í frammi gegn henni á Berlínarfujndinum (1878).** En tilraunir Rúmeníu til þess að rjetta á þennan hátt hlut sinn mættu ekki þeim viðtökum hjá stjórninni í Wien, sem hún þó með rjettu gat vænst eftir. Þegar ófriðurinn, sem nú stendur yfir, hófst, þá neitaði Rúmenía, eins og ítalía, að vera með Austurríki og Ungverjalandi, enda voru þær ekki hafðar meö í ráöum um friðslitin. Fór svo ítalía í stríö viö Austurríki vorið 1915. ’Þar með var þrívelda- sambandinu lokið, og þær ástæður, sem Rúmenia hafði áður haft til þess að halda sjer að því þjóðabandalagi, voru um leið úr sögunni. Nú var Austurriki-Ungverjaland í ófriði, sem miðaði til þess að kollvarpa því jafn- vægi, sem samningarnir áttu að vernda, og stefnan var að sumu leyti hættuleg mikilsverðum hagsmunum og þjóðlegum óskum Rúmena. — Þegar ástandið er nú þannig breytt, hefur Rúmenía frjálsar hendur, þrátt fyrir samningana. Hún lýsti yfir hlut- leysi i byrjun ófriðarins, og ástæðan til þess var sú, að stjórnin í Wien skýrði hernaðartilkynningu sína á hendur Serbíu þannig, að markmið sitt með heúni væri á engan hátt landvinningur, en sú yfirlýsing hefur ekki verið haldin. Nú er orðið um að ræða hinar stórkostlegustu landa- mærabyltingar, sem geta haft i för með sjer alvarlega hættu fyrir Rú- meniu og framtið hennar. Þegar Rúmenia 1883 gekk í samn- ingsbundið vináttubandalag við þrí- veldasambandið, hafði hún í huga þau blóðbönd, sem tengdu ibúa lands- ins við hina rúmensku þegna í Aust urríki-Ungverjalandi, og hún vænti að þetta bandalag mætti bæði verða til þess að tryggja ró og frið heima fyrir hjá sjer, og lika til hins, að hæta kjör Rúmena, sem búsettir eru í Ungverjalandi. Austurríki-Ungverja- land haföi einnig með samningunum fengið trygða ró og kyrð heima fyr- ir hjá sjer og þau takmörk, sem sett höfðu verið milli ríkjanna, og þetta var ekki lítils vert, þar sem það var kunnugt, að óánægjuraddir Rúmena, sem búsettir eru innan Austurríkis- Ungverjalands, bergmáluðu jafnan hjer i landi, svo að jafnan var við búið að út af þessu leiddi til vand- ræöa báöu megin og milli ríkjanna innbyrðis. En ]>ær vonir, sem við höföum gert okkur út af bandalagi okkar við * Þ. e. hún tók þá landræmu af Búlgurum sunnan viö hjeraðið Dob- rudscha, milli Donár og Svartahafs. ** Rússland fjekk þá Bessarabíu, en Rúmenía í hennar stað Do1)rud- scha. NÝJUSTU BÆKUR: Sönglög I. eftir Jón Laxdal. Verð 4 kr. Syngi, syngi svanir mínir, æfintýri í ljóðum eftir Huldu. Verð 1 kr. Brot, sögur úr íslensku þóðlifi, eftir Val. Verð kr. 1. Ársrit hins íslenska frseðafjelags með myndum, 1. ár. Bókhlöðuverð 1 kr. 50 au. Búsettir áskrifendur á Islandi geta til ársloka fengið það á 75 au. Handbók í íslendingasögu eftir Boga Th. Melsteð, 1. bindi. Verð 2 kr. til ársloka 1917 fyrir kaupendur að öllum bindunum, er eiga að verða 6. Bókhlöðuverð 1. bindis 3 kr. 75 au. Aðalútsala: Bókaverslun Arinbj. Sveinbjarnarsonar. Frjettir þriveldasambandið, hafa brugðist. I 30 ár hafa Rúmenar í Austurríki-Ung- verjalandi beðið þeirra endurbóta, sem þeir höfðu gert sjer vonir um. Það er svo langt frá því, að þær hafi verið uppfyltir, að með Rúmena hef- ur, þvert á móti, verið farið eins og væru þeir þjóðflokkur á lægra stigi en aðrir íbúar landsins og því for- dæmdir til yfirgangs og kúgunar af öðrum, sem þó eru í miklum minni hluta í þeim hjeruðum, sem Rúmen- ar byggja. Alt það órjettlæti, sem bræður okkar hafa þannig orðið að þola, hefur haldið við óvinsamlegum tilfinningum milli lands okkar og Austurríkis-Ungverjalands,sem stjórn okkar hefur oft átt mjög erfitt með aö hafa taumhald á. Þegar nú stríöið mikla hófst, hefði mátt vænta þess, að stjórn Austurríkis-Ungverjalands hefði fundið knýjandi nauðsyn til þess að gera enda á þessu ranglæti gegn Rúmenum, sem búast mátti við að ekki að eins gæti leitt til þess að spilla vinfenginu milli ríkjanna, held- ur og eðlilegum viðskiftum milli ná- grannaríkja. Tveggja ára stríð, sem Rúmenía hefur setið hlutlaus hjá, hef- ur nú sýnt, að Austurríki-Ungverja- land er óvinveitt þeim endurbótum innan ríkisins, sem eru þar lífsskilyrði hinna rúmensku íbúa, og einnig ófært til þess að verja þá gegn árásum utan að. Stríðið, sem nær því öll ríki Norð- urálfunnar taka nú þátt í, hefur gert það að verkum, að fram eru komin til athugunar ný mál og nýjar skoð- anir um sþifti ríkja og þjóðerna i álf- unni. Og þar sem Rúmenía nú óskar að gera sitt til þess að flýta fyrir endalyktum ófriðarins og þar sem hún jafnframt hefur ábyrgð á því, að sjá hagsmunum þjóðernis síns sem best borgið, þá sjer hún sig neydda til þess, að skipa sjer við hlið þeirra ríkja, sem nú geta trygt henni það, að hún nái því að verða þjóðleg ein- ir.g. Af þessum ástæðum lítur hún svo á sem hún sje frá þessari stundu ; ófriði við Austurríki-Ungverjaland. Þetta eru höfuðatriðin úr skjali Rúmeníustjórnar, þar sem hún gerði grein fyrir þvi, hvers vegna hún segði Austurríki-Ungverjalandi stríð á hendur. Frá hálfu Austurríkis, og miðveldanna beggja, hefur verið dæmt mjög hart um samningsrof Rúmena. Eru miðveldamenn enn gremjufyllri gegn þeim en ítölum, sem eins stóð á fyrir. Þeir segja, að Rúmenar geti ekki einu sinni afsak- að sig með því, að bera það fyrir sig, að þríveldasamningarnir hafi verið farnir út um þúfur, því samningar sjeu til milli Rúmeníu og Austurrík- is-Ungverjalands, sem eldri sjeu en samningar þríveldanna, sem einnig eru undirskrifaðir af Rúmeníu. En i næsta blaði verður skýrt frá, hvernig litið er á þessi mál frá hálfu mið- veldanna og einnig frá ástandinuíRú- meníu og afstöðu hennar í ófriðnum, eins og nú er komið. Ýmislegft um kosningarnar. Breyting nauðsynleg. Hjer i Reykjavík var kjósendum skift í 6 kjördeildir eins og tíðkast hefur áður, og fór kosningin fram í Barnaskólahúsinu. En kosningin gekk seint, og biðin eftir því að kom- ast að varð óþolandi fyrir kjósendur. Má telja víst, að kosningin hafi fyrir þetta verið miklu ver sótt en ella. Þegnskylduvinnan átti án efa mik- inn þátt í því, að seinka kosningunni. Nokkuð hefði mátt flýta fyrir með þvi, að hafa kjördeildirnar fleiri. En þó hefði hitt verið auðveldara, að hafa 2 kjörklefa í hverri deild. Það hefði flýtt kosningunni um helming. Þannig ætti það að verða framvegis. Kjörstjórnir hefðu í þetta sinn vel getað afgreitt þrjá, í stað eins, svo lengi voru kjósendur yfirleitt inni í kjörklefunum. Annars væri það heppilegasta aðferðin, að kjördeild- irnar væru hver á sínum stað í bæn- um, svo að enginn kjósandi þyrfti að ganga langa leið til kjörstaðar síns. Reykvíkingur einn, sem verið hefur i Winnipeg, og þar í kjörstjórn einu sinni, segir Lögr. að svo sje þessu fyrir komið þar. Yfirkjör- stjórnin þar leigir herbergi kosninga- daginn í íbúöarhúsum einstakra manna, segir hann, þar sem kjörstað- ir þykja heppilega settir, og er hvergi haft langt í milli þeirra. Þeir eru oft fleiri en einn í sömu götunni, þótt ekki sje hún löng. Segir hann, að al- drei sje þar troöningur við dyr kjör- herbergjanna, eða kapp um að kom- ast inn þangað, eins og hjer, því þau eru opin ákveðinn tíma, hvort sem aðsókn heldur áfram eða ekki. í þessa átt ætti aö breyta kosninga- aðerðinni hjer í bænum sem fyrst. Kosningin í Reykjavík. var illa sótt. Á kjörskrá voru um 4600 kjósendur, en liðlega 2000 kusu. 34 seðlar voru ógildir, þar með taldir auðir seðlar, sem voru 12, en vafa- seðlar voru 107. Tíðustu gallarnir á seðlunum höfðu verið þeir, að merkt var við nöfnin með blýanti, en ekki stimpli, því blýantar voru á kjörklefaborðunum, ásamt stimplunum, vegna þegnskyldu- atkvæðagreiðslunnar, en það var yf- irsjón hjá stjórnarráðinu, að hafa ekki sömu aðferðina við báðar at- kvæðagreiðslurnar. Eiga þeir J. M. og K. Z„ að sögn, meira af þeim seðlum, sem þannig eru gallaðir. En annar tíðasti gallinn er sagður sá, að stimplað var að eins við eitt nafn. Að sögn þeirra, sem við atkvæðagreiðsl- una voru, skiftast vafaseðlarnir þann- ig, að þeir geta alls ekki haggað kosningunni. Atkv. voru greidd þannig, að sam- an fengu: Jör. Br. og Þorv. Þorv. 648 — - Sv. Björnss. 61 — - Kn. Zimsen 37 — - Jón Magn. 32 — - Magn. Bl. Jón. M. Og Kn. Zimsen 548 — - Sv. Björnss. 107 — - Þorv. Þorv. 24 — - Magn. Bl. 14 Sv. Bj. og Magn. Bl. 239 — - Kn. Zimsen 93 — - Þorv Þorv. 22 Kn. Z. og Magn. Bl. 12 — - Þorv. Þorv. 5 M. Bl. og Þorv. Þorv. 1 Það kemur hjer fram, eins og við bæjarstjórnarkosningarnar síðastlið- inn vetur, að það eru Verkamanna- flokkurinn og Heimastjórnarflokkur- inn, sem fylgið eiga hjer í bænum. Lögr. sagði það fyrirfram, að þeir menn ónýttu atkv. sín, sem gæfu þau þingmannaefnum „langsum“-manna, og kosningarnar hafa nú sýnt, að þetta var rjett. Verkmannafulltrúarn- ir fá saman 648 atkv., Heimastjórn- armennirnir 548 atkv .og langsum- menn 239. En Sv. Björnson fær með öðrum Heimastj.m. 107 atkv. og með hinum 93 atkv. Ef þessi víxl-atkvæði hefðu fallið á þá J. M. og K. Z., þá væru þeir báðir kosnir, og hefði ekki einu sinni þurft svo mikið til. úr Árnessýslu, Þar gengur í stimabraki út af kosn- ingunni. Fyrst og fremst kvað Jón Jónatansson ætla að kæra það, að honum var hrundið úr frambjóðenda- tölu. I öðru lagi er talað um kærur út af því, að í einum hreppnum hafi 9 mönnum, sem á kjörskrá stóðu, ver- ið bannað að kjósa vegna þess, að þeir hefðu að rjettu lagi ekki átt að veia þar (vantaði aldur). En kjör- skráin á að ráða, hvað sem hinu líð- ur» segja lögin. í þriðja lagi er sagt, að oddviti kjörstjórnar í einum hreppnum hafi haldið ræðu, er kjör- fundur átti að vera settur, og ámint kjósendur um, að kjósa tvo af fram- bjóðendunum (E. A. og G. E.). Var kepni mikil og hiti í mörgum út af kosningunum í þessu kjördæmi. Við atkvæðatalninguna gekk svo, að lcngi voru þeir ’Sigurður og Jón langt á undan hinum. En er upptaln- ing var liðlega hálfnuð, fór kjör- stjórnin að borða og tafðist við það talningin eitthvað nál. 2 kl.t. Fyrir þetta var kjörstjórnin mjög löstuð af þeim, sem biðu hjer úrslitanna með óþreyju, en þeir voru margir, úr öll- tim flokkum. Atkvæöatalan var sim- uð hingað, er hljeið varð, og stóð þá svo, að Sigurður hafði 285, Jón 273, Einar 189, Gestur 181, Árni 125. En úr þessu fóru þeir ráðherra og Gest- ur mjög að sækja sig, og úrslitin urðu loks þau, sem frá er sagt hjer á undan. Mjólkin í Reykjavík. Eins og áð- ui hefur verið skýrt frá, ákvað verð- lagsnefndin um miðjan þennan mán- uð hámarksverð á nýmjólk hjer í bænum 32 aura á lítra. En Mjólkur- fjelag Reykjavikur hafði auglýst, að verðið yrði frá 15. þ. m. 36 au. lítr- inn. Mjólkurfjelagið hætti þá að selja mjólk í bænum, en ákvörðun verð- lagsnefndar skaut það til stjórnar- ráðsins og feldi það hann úr gildi 25. þ. m., en jafnframt lofaði Mjólkur- fjelagið, að selja lítrann af nýmjólk í bænum í vetur á 35 au., svo framarlega sem verð á maísmjöli færi ekki fram úr 20 kr. hver 63 kg. En verðlagsnefndin svaraði úrskurði stjórnarráðsins aftur á þá leið, að hún sagði öll af sjer, en í henni voru: E. Briem yfirdómari, Ásg. Sigurðs- son konsúll, K. Zimsen borgarstjóri, P. Stefánsson umboðssali og Sighv. Bjarnason bankastjóri. Formaður nefndarinnar, E. Briem, skýrði frá því í „Mrg.bl.“ í fyrradag, að Mjólkurfjelagið hefði í sumar, sem leið, tjáð verðlagsnefndinni það skrif- lega, að það ætlaði að halda áfram mjólkurframleiðslu i vetur handa bænum gegn því, að verðið yrði 30 au. á lítra. Þetta var i ágúst, og vegna þeirrar yfirlýsingar hafði verðlagsnefndin látið það eftir, að mjólkurverðið var 1. ág. hækkað upp i 30 au. litrinn, en hann hafði áður verið seldur á 24 au. Botnvörpuskipið „Marz“ strandar. I gærmorgun kom hingað sú frjett, að „Marz“ væri strandaður fram und- an Gerðum, á Gerðahólma, hefði lent þar á sker aðfaranótt 27. þ. m. og væri nokkuð brotinn, en manntjón ekkert. Björgunarskipið „Geir“ gat ekki far- ið suður til strandsins í gær vegna þess, að það er enn að fást við að ná „Skallagrimi" á flot. „Marz“ hefur frá byrjun þ. m. afl- að fyrir bæinn, en nú um þetta leyti átti hann að hætta því. „Hákon jarl“ heitir nýstofnað botn- vörpunga-útgerðarfjelag hjer í bæn- um og hefur það keypt ísfirska skip- ið „Jarlinn1". Framkvæmdastjóri er Carl Proppé kaupmaður. Strand. 19. þ. m. strandaði þilskip- ið „Resolut“, eign Duus-verslunar, í Grindavík, var á leið til Vestmanna- eyja með saltfarm, og hafði stýrið bilað. Skipstjóri var Guðm. Guðjóns- son, og var á skipinu við sjötta mann. Komust þeir allir í land, en skipið er sagt mikið brotið. Það var vátrygt og eins farmurinn. Til útlanda fór fjöldi manna með „íslandi“ 20. þ. m„ þar á meðal For- berg símastjóri, P. Ólafsson konsúll, Björn Gíslason á Ásgautsstöðum, I Páll Jónsson lögfræðingur, frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir, Guðm. T. Hall- grímsson læknir, á leið til Þýskalands, Þórður Sveinsson bókhaldari o. fl. Guðm. Magnússon prófessor hefur að undanförnu legið veikur á spítala, en er nú í afturbata. „Höfuðstaðurinn“ heitir nýtt dag- blað, sem farið er að koma út hjer i bænum. Eftirmæli. Frú Ingibjörg Guðmundsdóttir. Hún andaðist að heimili sínu Stein- nesi í Húnavatnssýslu aðfaranótt 1. maí 1916. Frú Ingibjörg sál. var fædd 5. marz 1867 að Brekku í Víðimýrarsókn í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru þau merkishjónin Guðmundur hreppstjóri Sölvason og Margrjet Björnsdóttir. I bernsku misti hún móður sína, og var þá tekin til fósturs af þeim hjónum Ólafi Sigurðssyni hreppstjóra og frændkonu sinni Sig- urlaugu Gunnarsdóttur í Ási í Hegra- nesi. Á því rausnar- og fyrirmyndar- heimili naut hún hins besta uppeldis. Auk mentunar, sem hún fjekk í heimahúsum, var hún þrjá vetur við nám, og þar sem gáfur hennar voru góðar, var mentunin mjög góð, eftir því sem þá gerðist. Haustið 1888 gekk hún að eiga sr. Bjarna Pálsson, nú prófa^: í Stein- nesi.Varð þeim hjónum 11 barna auð- ið, sem öll eru á lífi. Þau eru: Guð- rún kenslukona, Páll cand. jur., Ó- lafur við búnaðarnám erlendis, Jón stud. med., Ingibjörg, nú fyrir búinu hjá föður sínum; yngri eru: Guö- mundur Hálfdán, Gísli, Gunnar, Björn og Steinunn. Börnin bera þess ljós merki, að þau eru meiöar af ágætum stofni og alin upp i skjóli hinna ástríkustu og bestu foreldra. Öll eru þau óvanalega vel gefin og mannvænleg, og minnist jeg ekki aö hafa þekt jafn ánægjulegan og fallegan barnahóp sem Steinnes- börnin eru. Heimili þeirra hjóna hefur ávalt verið fyrirmynd og átti frúin þar sinn óskiftan hlut í. Höfðingsskapur og gestrisni var þar óvenjulega mikil og var það þeirra yndi, að sem flesta bæri aö garöi, var þó heimilið stórt og umfangsmikiö, og því starfsvið húsmóðurinnar mikið, en stjórnsemin og dugnaðurinn frábær. Frú Ingibjörg var ein af þeim á- gætu mannkosta-konum, sem ekki verður í stuttu máli unt að lýsa, en þó skulu aðaleinkennin tekin fram. Hún var fríðleikskona, há vexti og tigu- leg, svipurinn hreinn og góðlegur og framkoma hennar hin göfugmannleg- asta. Frú Ingibjörg var glaðlynd,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.