Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.10.1916, Blaðsíða 4

Lögrétta - 28.10.1916, Blaðsíða 4
i86 LÖGRJETTA kjarkmikil, þreklunduð og trúkona mikil. Einlæga trúin hennar vermdi og lýsti upp sálina og veitti henni öruggleik, sem setti sigurljóma á líf hennar og dauða. Dauðinn var henni ekki ægilegur heldur dýrlegur sigur og ávinningur. — Óvenjulega góð, fórnfús og elskuleg eiginkona og móðir var hún. Ástin til eiginmanns og barna var heitasta og þróttmesta tilfinning hjarta hennar, og sú sólin, sem skærast skein. — Ómetanleg guðs gjöf er slík kona og móðir. — Minn- ing slíkra mæðra ætti ekki einungis að vera börnunum dýrmæt og heilög, heldur hafa göfgandi og bætandi á- hrif á alt þeirra líf. Og er það dá- samlega sannur og fagur vitnisburð- ur um góðu mæðurnar, því „hvað er ástar og hróðrar dis, og hvað er engill úr Paradís hjá góðri og göf- ugri móður?" Frú Ingibjörg var stoð og ylgjafi heimilis síns, elskuð og virt af öllum, sem hana þektu. Mannúð hennar og hjartagæska var þó augljósust þar sem fátækt og bágindi voru ; og hygg jeg, aö htm hafi átt sterk ítök í hjört- um bágstaddra. Víst er það, að marg- ur fátækur og hryggur fór glaðari og birgari frá Steinnesi, en hann þangað kom. Blessuð veri hennar minning! X. Hinn 24. júní þ. á. andaðist að heimili sínu, Skoravík á Fellsströnd, yngismaður Gestur Gunnarsson. — Hann var sonur þeirra hjóna Gunn- ars hreppstjóra Þórðarsonar og Svan- hildar Ólafsdóttur, er búið hafa all- an sinn búskap í Skoravík, og var hann þar fæddur 22. apríl 1886. Gest- ur sál. varð því að eins þrítugur að aldri; en þó að lífið hjer yrði ekki lengra, var hann þó búinn að sýna að hann var mannsefni gott, og mannkostum búinn á marga lund. Sem verkmaður var hann framúrskar- andi að dugnaði og atorku, en jafn- framt gætinn og fyrirhyggjusamur um fram það sem ungum mönnum er títt; en þó yfirlætislaus og ófram- hleypinn. Gestur sál. var hinn ræktarsamasti sonur, og hefðu foreldar hans getað átt vísa von styrks og athvarfs hjá honum á elliárunum, ef þau hefðu þurft; sömu ræktarsemi sýndi hann og systkinum sínum, og reyndist þeim besti bróðir. Gests sál. er því sárt saknað af vandamönnum og vinum og sveitungum, enda er með honum fallið frá eitt hið mesta mannsefni þar um slóðir. Hann and- aðist af afleiðingum mislinga. Ó. Ó. Gömul og ný mannfjelagsmein. Eftir Sigurð Þórólfsson. Frh. Lög Spartverja urðu óvinsæl af þeim, sem auðugir voru. Þeir fóru í kring um þau og fótum tróðu, svo brátt sótti í gamla horfið. Eftir Peloponnesófriðinn voru auðmennirn- ir, með áhrifum gullsins, búnir að búa svo um hnútana, að lögin voru talin vargar í vjeum og þeir sem reyndu að halda þeim uppi voru myrtir. Lögin voru þá afnumin. Og Sparta varð um tíma auðugasta borg- arríkið á Grikklandi og hvergi ann- arstaðar höfð í frammi eins mikil óskammfeilni til þess að græða fje og kúga aðra. Meðulin voru: mein- særi, mútur, morð og föðurlandssvik. Þegar komið var fram á 3. öld, seg- ir hinn mikli ættjarðarvinur Forn- Giikkja, Demosþenis: ,Ríkið er orðið fátækt, en fáeinir menn eiga allan þjóðarauðinn. Þeir hafa með auðvaldi sínu hrifsað undir sig þjóðarauðinn og eiga mest alt landið. Þeir byggja stórar skrauthallir og lifa hvern dag í svalli og ofnautnum, en allur þorri mann veit eigi hvað hann á að hafa til næsta máls, lifir mest á þurru brauði." — Annar rithöfundur, Arisal, segir: Jörðin er komin í hendur fárra manna, og flest eru það auðugar kon- ur. Þær og þeir eigi feikna auðlegð, en allur þorri manna sje blásnauður. Sparta sýnir hina sorglegustu mót- setningu milli auðs og örbirgðar. — Þriðji rithöfundurinn forni, Plutark, segir að í Spörturíki sjeu að eins 100 ættir, sem eignir eigi, hinar allar fá- tækar, og margir svo fátækir að eigi geti þeir borgað til sammáltíða sinna og tapi þar með pólitiskum rjettindum sínum. Lítið var ástandið betra í Aþenu, menningarborginni frægu. „Engin rós er án þyrna" — þar var mikil ör- birgð og meiri hluti manna ófrjálsir menn. Árið eftir dauða Alexanders mikla voru þau lög sett í Aþenu að þeir einir hjeldu borgarlegum rjett- indum, sem ættu mint 1500 kr. virði. Kom þá í ljós, þegar virt var hjá mönnum, að 12 þúsundir frjálsra borgara mistu öll pólit'tsk rjettindi sín, en 9 þúsund hjeldu þeim. Plató lýsir peningagræðgi og auðveldi ein- stakra manna í Samræðum sínum, sem hann lætur fara fram milli Sókra- tesar og Alkibiadesar. 2. Gull og auður miðald- a n n a. Ríku höfðingjaættir forn- mentaþjóðanna liðu undir lok, og gull þeirra tvístraðist út um löndin. — Alt er fallvalt í heiminum. Gullið glataðist í flutningum þess úr einu landi í annað. Einnig slitnar það mik- iS á löngum tíma. Sumir grófu líka gull sitt í jörðu, eða ljetu það fylgja sjer í gröfina, til þess að njóta þess eftir dauðann. Af hinu mikla fornald- argulli er nú sama sem ekkert til í heiminum, að eins fáeinir gripir á stórsöfnum, og farið með þá sem helga dóma. Á síðari hluta keisaratímans voru flestar fornu góðmálma námurnar tæmdar, og varð þá peningaskortur í Róm, svo naumast varð haldið við nauðsynlegasta gjaldeyri. Úr því rætt- ist nokkuð síðar, því nýjar gullnám- ur fundust, og var alt af að öðru- hvoru tekiö gull úr þeim á miðöld- unum. En þær reyndust arðlitlar og mistækar. Arabar, og frændur þeirra, Már- arnir á Spáni, voru lengi fram eftir öldum mestu gullkongar. Hjá þeim var verslun, iðnaður og vísindi í blóma, meðan vanþekking og atorku- leysi þjáði aðrar þjóðir. Sú litla versl- un, sem á fyrri hluta miðaldanna var í Noröurálfunni, var einkum í hönd- um Gyðinga. Þeir voru verslunar- og gróSamenn að náttúrufari og höfðu lag á að eignast peninga. En oft höfðu þeir hvergi frið fyrir ofsókn- um kristinna manna, nema þá helst, 1 þegar þjóðhöfðingjar þurftu að lána hjá þeim peninga. Þá voru þeir þarf- ir menn og friðhelgir. En dýr voru lán ])eirra, því 12—50 pct. heimtuðu þeir í vexti. — Til Norðurlanda fluttu víkingar all- mikið gull og silfur. Þeir rændu því einkum úr klaustrum og kirkjum, hvar sem þeir komu. Norrænir höfð- ingjar höfðu miklar mætur á gull- skrauti. Þeir höfðu gullrekin spjót og gullhjöltuð sverð, og hlaSbúnar skikkjur í skaut niður. Á skipinu var oft drekahöfuð og sporður gullbúið. (killbaugar gengu manna á milli alt að þrem mörkum að þyngd. En það svarar til 1800 kr., eða vel það. Mörk af gulli var í motur þeim, sem Kjart- an gaf Hrefnu og hefur hann því ver- iS dýrt höfuðfat. Þegar Haraldur kongur Sigurðsson kom úr utanför sinni til Noregs hafði hann svo mikið gull með sjer, að menn þóttust aldrei sjeð hafa meira gull í einu. Því mun hann hafa mest rænt og ruplað frá Aröbum. Annar- staðar var þá ekki mikið gull að hafa. Orðlagðir voru arabiskir höfðingjar fyrir það hvað margt þeir skreyttu gulli og dýrindis steinum. Kalifarn- ir í Bagdad sköruðu þó fram úr í þessu. Einn þeirra, Harún al Rachid — kunnur úr „Þúsund og ein nótt" — hafði gulltrje fyrir hásæti sínu með 18 greinum og 600 kvistum. Á þeim vögguSu sjer fjöldi tilbúinna fugla, úr gulli og silfri. Tíu þúsund skemti- garða átti hann og fjögur þúsund skrautlegir gosbrunnar voru í þeim. Svona var það hvað eftir öðru, við- hafnarmikið og stórfenglegt. — En sá sem alt þetta átti og horfði á, fann enga hamingju í því nje sálar- fró. Á grafarbarminum leit hann til baka yfir líf sitt, og þótti honum sem fáa daga hefði hann lifað glaður og anægður til kvölds. — Hann skorti þó hvorki völd eða virðingu. Þegar gulliS hjá Aröbum gekk til þurðar, datt einum sjervitring og of- látung það í hug, að búa mætti til gull og silfur úr óekta málmum. Hug- arburSur þessi var pestnæmur, því að gullgjörSarmenn spruttu upp úr hverri þúfu. Þetta var eins konar sýki. — Fyrsti visir til gullgerðar- tilrauna kom upp á Egiftalandi á 4. öld e. Kr., en á 8. öld fara Arabar að iSka þessa list og hjeldu því fram um 300 ár. Þaðan fluttist hún með kross- farendum til Norðurálfunnar og náði þar hámarki sínu á 13. og 14. öld. Mennirnir drógu sjálfan sig og aðra á tálar og margt ilt hlaust af þessu gullgerSarbraski þeirra: svik, fjár- glæfrar, geðtruflun og morS. — ÞjóS- höfSingjana vantaSi lengi peninga, þótt af öðru ættu þeir nóg, og höfðu því gullgerðarmenn viS hirð sína í hávegum og heimtuðu gull af þeim. Og þó að enginn sæi ávöxt af iðju gullgerðarmanna, þá ólu menn samt þá von í brjósti, að fyr eða síðar kæmi gullið í rikum mæli. Þó það ekki kæmi í dag, mátti vænta þess á morgun. Gebar hinn arabiski' kendi mönn- um að leita að „hinu mikla seyði" eða „fjörgjafavökva", sem gæti breytt eðli hlutanna. Þegar hann var fund- inn, taldi hann að sjóða mætti gull úr blýmálmi. En aldrei kom gullið, og aldrei fanst „viskusteinninn", sem átti að gera menn alvitra, nje heldur „ódáinsvökvinn", sem gat læknað alla sjúkdóma og lengt líf manna um leið og þeir köstuðu „ellibelg". Gullgerðarsýkin var sprottin af ó- slökkvandi gróðafýsn manna. Hún var þá eins rík í manneðlinu eins og hún er nú á dögum. Yfirleitt lifðu miðaldamenn miklu einfaldara og sparneytnara lífi, en fornmentaþjóð- irnar, og minni var munurinn á fá- tækt og auði. Kirkjan kendi mönnum það, að alt gullsafn væri frá þeim vonda, ein af tálsnörum hans til að veiða í sálir mannanna. Ríkir menn komust ekki í himnariki nema þeir gæfu kirkjunni vel fyrir sálu sinni. En jafnframt var kirkjan skjól og skjöldur margra bágstaddra manna. En henni voru mislagðar hendur í þessu, sem ýmsu öðru. Hún reytti suma inn að skyrtunni, sem voru henni óhlýðnir í einhverju og henni þótti einhver slægur í. Þetta sagði nú kirkjan að væri þeim til sáluhjálp- ar. Og það sem látið var í „guðskist- una" var heilagur sjóöur, hvernig svo sem honum var safnað. En þaS fór eigi alt í guðskistuna, fjeð, sem frá leikmönnum var tekiS eða þeir af fúsum vilja gáfu. Kirkju- þjónarnir voru engu síður þyrstir í gull og auðæfi en veraldlegir höfð- ingjar. Og þeir lifðu dýrlegu lífi, t. d. allir stórklerkar: páfar, kardinálar, kórsbræður, erkibiskupar, ábótar og lýðbiskupar. Föt þeirra voru meira og minna gullbúin og jafnvel gimstein- um sett. Þegar þeir riðu um hjeruð fylgdu þeim 20—200 sveinar, og alt var eftir þessu. En bændunum sögðu beir, aS einfeldnin og fátæktin væri sáluhjálparvegur og „sulturinn engla- fæSa". Förumannalýðurinn fjcll úr hungri árlega, en kirkjuþjónarnir voru akspikaðir hvernig sem áraSi. Sem dæmi má nefna Thómas Wal- sey, enskan erkibiskup og ráSherra Hinriks 8. Hann var mjög holdlega sinnaSur og rakaSi saman ódæma- auSi. Hann var aS vísu mikilhæfur og dagfarsgóður en óvenju metorSa- gjarn og hjegómlegur. Honum fylgdu hvert sem hann fór 500 þjónustu- sveinar og voru þaS einkum aSals- manna synir. Skórnir hans, hvaS þá annað, voru gullbúnir. — „Það er maður þó hann láti minna" (H. P.). Þegar blóðhundurinn mikli sneri við honum bakinu og heimtaði helst líf hans, fann Walsey fyrst hve lífið er stutt, og fallvaltur er unaður þess og gæði. Og hann óskaöi ])ess þá, að hann hefði 1)etur þjónað guði almátt- ugum, en hinum rangláta og vanþakk- láta konungi. -— „Enginn veit sína æfina fyr en öll er." Á síðari hluta miðaldanna myndað- ist auðug borgarastjett í sjóverslun- arbæjunum, einkum á ítalíu og Hol- landi. Aðalsmannaauðurinn var þá minni en áður hafði verið. Borgarar og þjóðhöföingjar höfSu sumstaðar tekið höndum saman til þess að lægja í ])eim ofmetnaS, dramb og yfir- gang. Um tíma höfðu þeir verið kon- ungum og keisurum ofjarlar. Nú var öldin önnur. Kaupmenn margir urðu nú ríkustu menn þjóðanna, t. d. Jacues Coeur, franskur kaupmaður, sem gat lánað í einu Karli 7. 24 miljónir kr. til herbúnaðar gegn Englendingum. En ríkari var hin sögufræga Medi- ci-ætt á ítalíu. Með auði sínum studdi hún listir og vísindi og efldi framför Flórensborgarmanna. Og ekki skorti ])á auðinn „Fuggana" á Þýskalandi nje góðan vilja til þess að gera gagn með honum. Þetta var á 14. og 15. öld. En ekki verSur Hansastaða-kaup- Til lánardrottna minna. Um leið og jeg þakka lánardrottnum mínum nær og fjær, sem hafa hjálpað mjer á neyðarstund meðan mestallar eignir mínar hafa staðið ó- skiftar í dánarbúinu og úrskurðaður framrærslueyrir barna minna hefur ýmist verið borgaöur mjer í „skjaldaskríflum og baugabrotum" og oft alls ekki tímum saman, og meSan lífsábyrgS mannsins mins sál. í lífsábyrgS- arfjelaginu „Hafnía" (no. 33009), er nafn mitt stóð á og var sjereign mín, hcfur verib haldiS ránsvaldi fyrir mjer af Eiríki sýslumanni Einarssyni frá I Iæli — þá leyfi jeg mjer að tilkynna þeim að mjer hefur nú loks meö hjálp annara tekist að ná lífsábyrgðinni og komið henni á framfæri til inn- köllunar. Vona jeg því aS jeg geti bráölega borgað skuldir mínar. Reykjavík 9. okt. 1916. Virðingarfylst Margrjet Arnason. Asg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Reykjavík, selja: Vefnaðarvörur. — SmÍYÖrur. Karlmanna og ungliaga ytri- og inarifatnaði. Regnkápur. — Sjófet. — Ferðaföt. Prjónavérur. Netagarn. — Línur. — öagla. — Manilla. Smurningsolíu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svaraíS um hæl. 1 & H H 3 H ð ö ti n H p H § H s O h H O | w o > > W H KRONE LACERÖL er best. mannafjelaginu borinn svona góður vitnisburður. Hansarnir náðu undir sig mest allri verslun í löndunum kringum Eystrasalt og víðar. Þá var argasta einokunarverslun á Norður- löndum, ]>ví auðvald og yfirgangur Hansakaupmanna var hóflaust. Vald þeirra leið undir lok skömmu á eftir að sjóleiðin fanst til Ameríku. Þá l'cngu ]>eir svo harða keppinauta, að þeim reiS það að fullu. Verslun og viðskifti þjóðanna breyttist mjög til hagnaðar þegar gullnámurnar miklu fundust í Brasi- líu. Þaðan fluttu Spánverjar og Portúgalsmenn hvern sjófarminn af gulli eftir annan. Og þessar námur entust til 1848, að hinar stóru gull- námur fundust í Kaliforníu. En nokkru síðar bættust við enn arð- meiri námur í Ástralíu og Síberíu. Spánverjar urðu á skömmum tíma gullauöugasta þjóð heimsins. Þjóðin varð um tíma gullær. Hún hætti að framleiða lífsnauðsynjar af jörðinni, og þegar fram liðu stundir og gullið, samkvæmt eðlilegu viðskiftalögmáli, fluttist til annara þjóða, hnignaði henni fjárhagslega. Spánverjar súpa enn þá seyðið af gullgræSgi feðra sinna. Gullið varð þeim hefndargjöf, af því þeir trúðu of mikið á almætti þess og kunnu ekki meS þaS aS fara. Schannongi Monument-Atelier, Ö. Farimagsg. 42. *'" Köbenhavn. == Katalog gratis. ¦ Söðlasmíða- og aktýja-vinnustofa Grtttisg.tu 44 A. Tekio á móti pöntunum á reiðtýgj- um og aktýgjum og fl. tilheyrandi. Aðgerðir fljótt og vel af hendi leystar. EGGERT KRISTJÁNSSON. Nokkmr h»»«íynír á góðum stöðum í bænum fást kcypt- ar nú þegar. Mj.g géðir borgunar- skilmilar. Væntanlejir kaupendur snúj sjer til STEINS JÓNSSONAR. Til viðtals í veggfóðursverslun Sv. Jónssonar & Co., lirkjustraeti 8, kl. 3—6 síðáegis. Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.