Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 02.11.1916, Blaðsíða 3

Lögrétta - 02.11.1916, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 189 jÞessi mynd er frá Rússlandi. Hermannaflokkur bíöur þar á járnbraut- arstöS og slær upp dansleik. Myndin er frá byltingunni í Saloniki seint í sumar, er Grikkir þar mynd- uöu uppreisnarstjórn meS þvi markmiöi aö hrekja Búlgara út úr Make- dóníu. Einn af forgöngumönnunum, Ma-Zarakis óberst, sjest á myndinni ríðandi um götur borgarinnar til þess aö fá sjálfboðaliðsmenn í her Salonikist j órnarinnar. úti fyrir. En Þjóöverjar segja Norö- menn þegar hafa grætt nóg á vopna- flutningi til Rússlands og muni þeir fara sínu fram um þetta eftir sem áður. Kosniugfaruar. Síöan Lögr. kom út seinast hafa komiö kosningafrjettir úr 3 kjördæm- um, og eru þar kosnir: 1 Norður-Þingeyjarsýslu Benedikt Sveinsson með 234 atkv. Stgr. Jónsson fjekk 107. I Eyjafjarðarsýslu Stefán Stefáns- son í Fagraskógi með 590 atkv. og Einar Árnason á Eyrarlandi með 364 atkv. Páll Bergsson fjekk 280, Jón Stef- ánsson 245 og Kristján Benjamíns- son 133. 1 Austur-Skaftafellssýslu Þorleifur Jónsson á Hólum með 195 atkv. Sjera Sigurður Sigurðsson fjekk 116. Stefán í Fagraskógi er Heima- stjórnarmaður og Einar á Eyrarlandi hefur einnig áður fylt þann flokk, svo að þar mun nánast mega telja hann enn, en hann bauð sig fram utan flokka. Benedikt Sveinsson er i þversum- flokki og Þorleifur Jónsson er þing- bændaflokksmaður. Nú er enn óvíst um kosningu 4 þingmanna: eins í Barðastr.sýslu, annars í N.-ísafjarðarsýsluog tveggja í N.-Múlasýslu. Magnús landshöfðingi. Magnús, öld mun aldrei ófeimin þjer gleyma, meðan ímuniðnir íslendingar rísa. Drótt man að djarfar snerrur dáðfimur þú háðir. Prúður varst þú á þjóðar þingi landshöfðingi. G e s t u r. Kafbátar við ísland. Enskt skip skotið niður austan við land. — Botnvörpuskipið „Rán“ stöðvað á leið til Englands. Sú frjett kom hingað kvöldið 31. f. m., að þýskur kafbátur hefði sökt enskum línuveiðara skamt austur frá Berunesi daginn áður. Enska skipið hjet „Nelly“ og komu skipverjar til lands á skipsbátnum, 15 manns, og munu allir hafa komist lífs af, sem á skipinu voru, eða ekki er annars get- ið. Lentu þeir á Berunesi. Um kaf- bátinn er sagt, að þeir viti ekkert frekara, hvorki um stærð hans nje einkennistölu, og höfðu þeir ekki orð- ið hans varir eftir að hann sendi þeirn skotið. En ensk herskip höfðu komið inn til Vestmannaeyja 31. f. m, til þess að fá fregnir af þessu. í morgun kom sú fregn, að botn- vörpuskipið „Rán“ hefði verið stöðv- að af þýskum kafbáti á leið hjeðan með fisk til Englands. Það var langt suður í hafi. Höfðu kafbátsmenn rannsakað farm skipsins og sögðust skjóta það niður, ef það sneri ekki aftur heim með farminn, og gerði skipstjóri það þá, eins og sjálfsagt var, og mun hafa komið heim hing- að í nótt sem leið. Verður stjórnarráð- inu gefin nákvæm skýrsla um þetta frá skipstjóra. Lítur út fyrir að kafbátar Þjóð- verja sjeu nú víða um höfin hjer í grendinni. Þegnskylduvinnan. Hún hefur fengið daufar undir- tektir við atkvæðagreiðsluna 21. þ. m. þar sem til hefur frjetst. Hjer í Rvík voru 1229 atkv. móti henni, en að eins 272 með. 436 seðlar voru auðir og nokkrir ógildir. í Rangárvallasýslu voru 547 atkv. móti og að eins 21 með. Nokkrir seðl- ar voru auðir. Á ísafirði voru 750 atkv. á móti, en eitthvað nálægt 30 með. Margir seðlar auðir. Frjettir. Landsverkfræðingurinn. Jón Þor- láksson sagði í gær af sjer landsverk- fræðingsstöðunni frá 1. febr. næst- komandi að telja. Hefur hann þá haft hana á hendi í 12 ár, tók við henni í ársbyrjun 1905, og margt þarft verk hefur hann unnið i þeirri stöðu. Hermann Jónasson rithöf. er ný- kominn til bæjarins, en hefur að undanförnu verið vestur í Ólafsvík. Reykjavíkurkosningin. ísaf. spyr Lögr. í gær, hvort hún hafi ekki heyrt margar raddir úr hópi Heimastjórn- armanna um það, að þeir hefðu átt að styðja Svein Björnsson til kosn- inga og halda ekki fram frá sjer nema einu þingmannsefni. — Jú. Lögrjetta hefur heyrt þær, og það er einmitt til mannanna, sem þær raddir áttu, sem hún beinir ummælum sínum í síðasta tbl., en ekki til Sjálfstæðismanna, eins og ísafold heldur. Atkvæðatölurnar tala skýrt fyrir því, að margir Heimastjórnarmenn hafi að hálfu leyti ónýtt atkvæði sín með því að láta þau á hr. Svein Björnsson. En þær sömu tölur gefa alls engar upp- lýsingar um það, sem ísafold er að halda fram, að þeir Jón Magnússon og Sveinn Björnsson væru báðir kosnir, ef þeir hefðu fylgst að við kosningarnar. Listasafn Einars Jónssonar. Horn- steinninn að þeirri byggingu, sunnan til í Skólavörðuholtinu, var lagður á laugardaginn var. Ameríkuferðirnar. „Goðafoss" kom til New-York 29. f. m. eftir 15 daga ferð hjeðan. — „Bisp“ kom frá New- York um síðastl. helgi, hlaðinn stein- olíu. „Marz“-strandið. Björgunarskipið „Geir“ hefur nú reynt að bjarga „Marz“ af skerinu hjá Gerðum, en það er talinn ógerningur vegna þess, hve mikið skipið sje brotið. Kom Geir í fyrra kvöld að sunnan með þær frjettir. Marz var auðvitað vá- trygður, en tjónið er samt sem áður mikið fyrir eigendur vegna þess, hve skip eru dýr nú, ef þau annars eru fáanleg. Skipverjar verða einnig fyr- ir töluverðu eignatjóni, auk atvinnu- missisins. Dáinn er á Landakotsspítala hjer í bænum 31. f. m. Símon Bjarnason bókhaldari, bróðir Sighvats banka- stjóra, 51 árs gamall. Banameinið var krabbamein i lifrinni og hafði Símon hcitinn legið á spítalanum tæpan mán- uo. Hann var vel gefinn maður, hafði i'engist við verslunarstörf og skrif- stofustörf frá ungum aldri, áður lengi á Bíldudal en síðan hjer í bænum, og var hann orðlagður dugnaðarmað- ur við skrifstofustörf. Síðustu árin I var hann aðstoðarmaður bæjargjald- kera hjer í bænum. Skip strandar. Vjelskipið „Steini litli“, flutningaskip Þorsteins Jóns- ! sonar útgerðarmanns og kaupmanns, ' strandaöi á Hjeraðssandi eystra síð- astliðna sunnudagsnótt. Allir menn komust af. Skipið var hlaðið vörum. Sjálft mun það hafa verið vátrygt í Samábyrgðinni. Vísir. Haraldur prófessor Níelsson flutti síðastl. sunnudag fyrirlestur um dul- arfull fyrirbrigði, er furðulegust þykja. Var húsfyllir hjá honum að vanda, en ágóðann gefur hann Land- spítalasjóðnum. Mentaskólinn. í honum eru nú nem- endur 151, 81 í lærdómsdeild, þar af 2 stúlkur, og 70 í gagnfræðadeild, þar af 15 stúlkur. Tíðin hefur verið góð að undan- förnu, stilt veður og hlýtt . Árnessýslukosningin. Frjettir eru að koma um fleiri og fleiri misfellur þar eystra á kosningunum. Nú er sagt að 7 menn hafi verið látnir kjósa í Biskupstungum, sem alls ekki standi á kjörskrá, og sje þe'ssa getið í kjör- bókinni sjálfri. Einnig er talað um misfellur á Skeiðunum af sama tægi og í Selvoginum. Björn Guðmundsson kaupmaður (frá Þórshöfn) er nýkominn til bæj- arins á seglskipi frá Kirkwall. Hann var farþegi á vjelskipinu „Stellu“ frá Akureyri á leið til Norðfjarðar, er Bretar tóku það austur af Langa- nesi. Stella fór eftir nokkurra daga töf beina leið til Gautaborgar með síldina, sem þangað átti að fara, og oliuna, sem átti að fara til Norð- fjarðar. 3 vikur var Björn á leiðinni hingað frá Lerwick. Vísir. Mannalát. 23. f. m. andaðist hjer í bænum Sigurður Þórðarson útvegs- bóndi, faðir Steinunnar konu Magn- úsar Vigfússonar dyravarðar og Þóru leikkonu, er átti Árni Eiríksson kaupmaður. Sigurður var fæddur hjer í bænum 8. okt. 1833 og ól hjer allan sinn aldur. Hann var bróðir Jóns í Hlíðarhúsum, föður Þórðar í Ráðagerði, Guðmundar á Hólnum, er lengi var bæjarfulltrúi, föður Helga læknis á Siglufirði og Sigþrúðar konu Björns bankastjóra Kristjáns- sonar, Þorkels í Grjóta og Pjeturs í Oddgeirsbæ, föður Gunnlaugs á Háa- leyti. — Degi síðar (24. f. m.) andað- ist annar gamall Rykvíkingur, Sig- urður Friðriksson steinsmiður (fædd- ur 12. nóv. 1838), faðir Kristínar konu Árna kaupmanns Einarssonar. Nýlega er dáinn hjer í bænum Ragnheiður Sveinbjarnardóttir,Svein- bjarnarsonar prests á Staðarhrauni, móðir Sigurðar Grímssonar prentara og þeirra systkina, 85 ára gömul. Nýdáinn er á Vífilsstaðahæli Eyj- ólfur Eyjólfsson járnsmiður frá Hen- sel í Norður-Dakóta, 27 ára gamall, sonur Gísla Eyjólfssonar áður x Snjó- holti á Fljótsdalshjeraði. Kosningin í Gullbr.- og Kjósar- mannaefnin þannig, að B. B. fjekk með B. Kr. 34 atkv., með E. Þ. 103, Kr. D. 26 og Þ. Th. 22; B. Kr, fjekk með E. Þ. 58, með Kr. D. 372 og Þ. Th. 30; E. Þ. fjekk með Kr. D. 54 atkv. og með Þ. Th. 37; Kr. D. fjekk með Þ. Th. 37 atkv. Kosningarnar í V.-Skf.sýslu. Þar voru 596 á kjörskrá, en 453 kusu. 4 atkvæði voru ógild og 3 vafasöm. Kosningin í Rangárvallasýslu. Þar kusu 616 af 1271, sem á kjörskrá voru. 41 seðill var ógildur. Norskt skip ferst norðan við land. Morgunbl. segir þá fregn frá Gríms- ey, að urn rniðjan september hafi sjest skip á hvolfi skamt frá eynni, á að giska 40 smálestir að stærð, grá- málað og norsk flögg og nafnið „Norge“ málað á hliðarnar. Skipsbát- o. fl. hafði rekið í land í eynni. En nafn skipsins sást ekki, hvorki á bátnum nje flakinu. Er líklegast að þetta sje norskt síldveiðaskip. Haraldur Sigurðsson frá Kaldað- arnesi hefur í Berlín hlotið svo nefnd Mendelsohns-verðlaun fyrir piano- leik. Helgi Valtýsson kennari, sem hjeð- an fór fyrir nokkrum árum til Nor- egs og hefur unnið þar að ritstjórn blaðsins „Gula Tidend“ í Bergen, er nú fluttur til Valdres í Noregi og verður þar kennari við lýðháskóla. í „Gula Tidend“ (7. okt.) er grein um Helga og er honum þakkað þar fyrir starf hans við blaðið. „En fleiri sakna hans,“ segir blaðið, „því þegar menn komust að því að hann var ekki síðri ræðumaður en blaðamaður, var hann oft fenginn til að halda ræður í sam- kvæmum.“ — Helgi er nú að þýða ýmsa fallegustu sálmana íslensku á nýnorsku, Vísir. Lyftijvel er nú verið að setja upp á bryggjunni út frá Arnarhóli, sem notast á við fermingu og affermingu skipa. Verður rafmagn notað til þess að hreyfa vjelina. Frá .útlöndum eru nýkomin Sv. Sveinsson framkv.stj., H.Zoega kaup- maður, Einar Benediktsson skáld, frk. L. Ziemsen og fr. K, Norðmann, Óðinn. I ágústbl. er mynd af Th. Thorsteinsson kaupnpuini með grein eftir Sighv. Bjarnason bankastjóra. Nokkur kvæði eftir Jakob Jóh. Smára og Tvö kvæði eftir indverska skáldið Tagore, þýdd af Þork. Erlendssyni. Myndir af Tómasi sál. í Auðsholti og konu hans með grein eftir Magnús Helgason skólastjóra. Mynd af Jó- kim Pálssyni heitnum, útvegsbónda í Hnífsdal með grein eftir sjera Þorv. Jónsson. Kvæði eftir Hallgr. Jóns- son og Alþýðuvísur frá Birni í Graf- arholti. í septemberbl. er mynd af Forberg simastjóra og grein eftir hann um símalagninguna hjer fyrir 10 árum. Myndir af Þorsteini Guðxnundssyni málara, Guðmundi föður hans, Lýði Guðmundssyni í Hlíð í Árnessýslu og Aldisi konu hans, en með þessum myndum er grein eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Tækifæri skal notað til þess að leiðrjetta prentvillu i enda þeirrar greinar, en þar stendur: „vanda“ fyrir dauða. Þrjú kvæði eft- ir Guðmund Guðmundson skáld. Myndir af hjónunum Jóni Benedikts- syni og Aðalbjörgu Pálsdóttur, áður á Stóruvöllum i Bárðardal, með grein eftir Hermann Jónasson rithöf. Tvö lög fylgja blöðunum, annað eftir Friðrik Bjarnaon við kvæði Guðm. Guðmundssonar. „Syngjum glaðir göngusöng", en hitt eftir Árna Thorsteinsson við „Vísur á sjó“, eft- ir H. Hafstein. Kafbátarnir í íshafinu. Norðmenn urðu eigi lítið skelkaðir, ei það frjettist að þýskir kafbátar væru farnir að sökkva skipum norð- ur í íshafi. Flest skipa þeirra, sem Bretar hafa í flutningum til Arkan- gelsk og Murmannsbrautarinnar, eru norsk, og hefur hingað til verið lítil hætta á ferðum á þeirri leið. Nú hef- ur vátryggingargjaldið verið hækkað um helming fyrir skip, sem þessa leið fara. Kafbátarnir, sem Þjóðverjar eiga i íshafinu, eru mun stærri en venju- legir kafbátar þeirra. Flytja þeir með sjer næga olíu og nægan mat til 6 vikna útiveru, og eru búnir betur en venja hefur verið áður. Fyrstu skipin, sem þeir söktu þarna norður frá, voru norsk. Voru þau á siglinku skamt frá landi — svo nærri að fólk frá Gamvik horfði á það úr landi. „Tidens Tegn“ hermir frá því hinn 8. október að fjöldi bretskra beiti- skipa og vopnaðra botnvörpunga hafi verið sendir norður í íshaf til þess að reyna að koma í veg fyrir það, að þýskir kafbátar geri þar framvegis slíkan usla, sem þeir hafa gert til þessa. Rússum er það lífsnauðsyn að rofinn sje herhringur þýsku kafbát- anna, og hagsmunir Breta eru og í veði meðan þýsku kafbátarnir fá að leika þar lausum hala. Mrg.bl. Gömul og ný mannfjelagsmein. Eftir Sigurð Þórólfsson. Frh. 3. Risaauðlegðin. Auðurinn í fornöld var bara barnaglingur hjá risaauði pýja tímans. — Það sem miðaldiiuar arfleiddu nýju öldina í gulli og silfri var um 610 miljónir kr., að því er fróðir menn telja. Frá 1492—1600 fjórfaldaðist gull- og silfurforði þjóðanna. Um 1800 var góðmálmaforði heimsins 16 þúsund milj. kr., og 1907 rúmlega hálfu meiri. Mestallir brjefpeningar og verðbrjef heimsins byggjast á þessum málmforða. — En gullið vex árlega. Árið 1913 var gull og silfur úr jörðu grafið svo mikið, að nóg væri það i klyfjar á 6840 íslenska hesta. Fari þessu lengi fram, verður gullið svo al- geng vara, að nota verður eitthvað annað en það fyrir gjaldmiðil. — En máske líka að þessi mikla styrjöld knýi þjóðirnar til þess. Það mundi greiða fyrir viðskiftum og þagga nið- ur ýmsar fjármála-villukenningar, sem gulltrúin hefur skapað. Á 17. og 18. öld óx einstakra manna auður meira en áður hafði átt sjer stað, einkum á Frakklandi. Voltair segir að Maxarin, franskur ráðherra (1644—61), hafi átt 140 milj. kr. auð, og eignast mikið af þvi á stuttum tíma. Rússneskur fursti, Potemkin að nafni, græddi 290 milj. kr. á 16 ár- um. Hann var líka orðlagður fyrir óheiðarlega fjársöfnun og skraut- girni. í lok 18. aldar, eða þar um, voru í álfunni 10 hertogar og greifar, sem höfðu í árstekjur 1—4 milj. kr. og jafnmargir voru með 6—9 hundr- uð þúsund kr. tekjur á ári. Á 18. öld var ógnarauður í hönd- um aðals- og klerkastjettarinnar á Frakklandi. Biskupar og ábótar höfðu alt að 300 þús. kr. árstekjur. Þessar stjettir áttu ^ af öllum jarð- eignum þjóðarinnar, en sjálfseigna- bændur áttu í öllum öðrum lönd- um var lítið um sjálfstæða bændur, nema i Sviss, Þjettmæri og á íslandi. Franskir bændur, sem bjuggu á jörð-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.