Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.11.1916, Blaðsíða 1

Lögrétta - 15.11.1916, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti Vf, Talsími 178. LÖGRJETTA Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 54. Reykjavík, 15. nóvember 1916, XI. árg. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. <L ------- J innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bókaverslun Sioíúsar Eymuntíssonar. Lárus Fjeldsted, YfirrjettarmálafærslumaBur. LÆKJARGATA a. Venjulega heima kl. 4—7 sítSd. Aukaþing1. Kvatt saman 11. desember næstkomandi. LögbirtingarblaSiS frá 10. þ. m. flytur OpiS brjef frá konungi, sem stefnir Alþingi saman til aukafundar ii. des. 1916, og er kveSiS svo á í brjefinu, aS Alþingi þetta megi ekki, nema síðar verði öSruvisi ákveSiS, eiga setu lengur en 3 vikur. Nýkosna þingið. Eftir yfirlýsingum þingmannaefn- anna við framboðin er flokkaskift- ingin í nýkosna þinginu þannig: Heimastjórnarmenn eru 15: H. Hafstein, GuSj. GuSlaugsson, G. Björnson, Pjetur Jónsson, Jóh. Jó- hannesson, Magn. Kristjánsson, Jón Magnússon, Matth. Ólafsson, Sig. SigurSsson, Eggert Pálsson, Einar Jónsson, Þór. Jónsson, Björn R. Stef- ánsson, Halld. Steinsen, Stefán Stef- ánsson. Þversu-mmenn eru 11 eða 12: Sig. Eggerz, Hjörtur Snorrason, Bjarni Jónsson, Bj. Kristjánsson, Kr. Daní- elsson, Magnús Torfason, Pjetur Ottesen, Ben. Sveinsson, Hák. Kristó- fersson, Sk. Thoroddsen, Þorst. M. Jónsson. Karl Einarsson sýslumaður er sá 12., ef hann er þar talinn. Langsum-menn eru 3 eSa 4: Magn- ús Pjetursson, Einar Arnórsson, Gisli Sveinsson, Karl Einarsson er sá 4., ef hann er þar talinn. Þingbændaflokksmenn eru 4: GuSm. ólafsson, Ól. Briem, Þorl. Jónsson, Jón á Hvanná. ÓháSir bændur 3: Sig. Jónsson á Ystafelli, Pjetur ÞóSarson, Sv. Ólafs- son. Verkmannaflokksmaður 1: Jör. Brynjólfsson. Utan flokka 2: Magnús GuSmunds- son, Einar Árnason. ÞaS er nú ólíklegt, eSa jafnvel ó- hugsandiaS þessi flokkaskifting hald- ist, þegar á þingiS kemur. Fyrst og fremst er þaS um utanflokkamennina að segja, aS þeir munu báSir hallast aS Heimastjórnarmönnum, en verk- mannaflokksmaSurinn aS þversum- mönnum. Þá eru bændaflokkarnir. Ólíklegt er, aS þeir verSi tveir í þinginu, ann- ar meS 3 mönnum, hinn meS 4. En renna þeir þá saman í einn 7 manna flokk ? ÞaS má vera. En Bændaflokk- urinn yrSi, þótt svo færi, sama ó- myndin áfram eins og hann hefur ver- ið á síSustu þingum. í honum yrSi ekki helmingur þeirra þingmanna, sem teljast verða til bænda, eSa land- Eins og áSur hefur verið getiS um hjer í blaðinu, gekk her Grikkja, sem var í Kavalla, Búlgurum á hönd í haust sem leiS. Þessi gríski her var síSan fluttur til þýska bæjarins Górlits og var litiS svo á sem Grikkir væru þar gestir ríkisins. Svo var fariS aS semja um þaS milli stjórna Grikk- lands og Þýskalands, hvaS ætti aS verSa um þetta HS, og óskaSi Grikkja- stjórn aS þaS yrSi sent heim aftur, en hvað orðiS hefur úr þeim samning- um, hefur Lögr. ekki sjeð um getiS. Hjer á myndinni er sýnd koma griska hersins til Görlits, og sjest foringi hans, Karakollos óberst, hægra megin á myndinni, merktur meS X- búnaSarmanna. Þeir eru 18 alls, þar af 9 í Heimastjórnarflokki og 2 í þversum-flokki. Bændaflokkur, sem ekki getur dregiS aS sjer nema 7 af 18 lnndbúnaSarmönnum,virSist ekki eiga neinn tilverurjett. En gerum samt ráS fyrir, aS bænda- fiokkarnir repni saman og myndi einn 7 manna flqkk, svo aS flokkaskift- ingin frá síSa^sta þingi haldist. Heima- stjórnarmenn yrðu þá 17, Þversum- menn 12 eSa i^ Bændaflokksmenn 7 og Langsum-menn j"eSa 4 (K.E. vafa- maSurinn). Heimastjórnarmenn og Langsum eru þá saman 20 eSa 21, Heimastj,- menn og Bændaflokkurinn saman 24, Heimastj.menn og Þversum saman 29 eSa 30. Þversum og Langsum saman 16, Þversum og Bændaflokkur saman 19 eSa 20. Ef reiknaS er meS Bændaflokknum sem heild, þá virSist eSlilegast, aS hann myndaSi þingmeirihluta ásamt Heimastjórnarflokknum, þar sem flestir bændurnir eru fyrir. ÞaS yrSi 24 manna samsteypa. En ekki er þó líklegt aS þetta verSi ofan á, því í Bændaflokknum eru menn, sem göm- u! flokksbönd draga fremur í aSra átt. Og þá er aS gera ráS fyrir, aS Bændaflokkurinn sundrist milli hinna flokkanna. AfstaSa Bændaflokkamannanna til hinna flokkanna er þá þessi: SigurS- ur áYstafelli hefur altaf veriS Heima- stjórnarmaSur og gæti ekki hallast annarstaSar aS en þangaS. Pjetur í Hjörsey hefur áSur veriS Heima- stjórnarmaSur, en er nú talinn fylgj- andi Þversum-mönnum. Sv. Ólafsson hefur veriS SjálfstæSismaSur, en Lögr. er ókunnugt um, hvar hann hefur staSiS i deilunni milli Langs- um og Þversum. Ólafur Briem og GuSm. Ólafsson hafa veriS Langsum- manna megin í þeirri deilu, en Þor- Ieifur í Hólum og Jón á Hvanná Þversum-manna megin. Þessir 7 menn ættu þá aS eiga heimili: 1 hjá Heima- stjórnarmönnum, 2 eSa 3 hjá Langs- um og 3 eSa 4 hjá Þversum. Eftir þá skiftingu yrSu Heima- stjórnarmenn 18, Langsummenn 5—7 og Þversum-menn 15—17. ÞaS eru þeir K. E. og Sv. Ól., sem Lögrjetta veit ekki, hvar telja skal. Þversum-menn og Langsum-menn yrSu þá til samans 22 og gætu mynd- aS meirihluta í þinginu, ef þeir vildu gleyma umliSna tímanum og fallast aftur í faSma. Heímastj.menn og Langsum yrSu saman 23—25, og Hmeimastj.menn og Þversum saman 33—35. Svona er þá flokkaskiftingin í ný- kosna þinginu, og er fyrst og fremst sýnt hjer, hvernig hún litur út sam- kvæmt yfirlýsingum þingmannaefn- anna viS framboSin, en í öSru lagi hvernig hún yrSi á grundvelli flokka- skiftingar síSasta þings og svo hinn- ar eldri flokkaskiftingar. Reyndar hefur þaS oft og viöa veriS tekiS fram, aS hin gamla flokkaskifting ætti ekki rjett á sjer lengur, og Lögr. hefur taliS það rjett vera. Hún hefur haldið því fram, aS næsta þing ætti aS mynda heildfastan meirihlutaflokk án þess aS hin eldri deilumál þyrftu aS koma þar til greina. En smáflokk- arnir ættu aS hverfa. Þegar litiS er yfir þingmennina nú aS kosningunum loknum, er útlitiö ekki gott aS þessu leyti. Enginn flokkurinn hefur meirihluta og mjög vandsjeS, hvernig smáhóparnir muni haga sjer, hvernig þeir muni renna saman eSa skiftast milli hinna stærri, þegar til kemur. En einhverjir af flokkunum verSa aS taka höndum saman og skapa meirihluta utan um einhverja stjórn. ESa þá aS ráðherrum verSi fjölgaS, eins og gert hefur veriS ráS fyrir, og aSalflokkar þingsins myndi svo sam- steypustjórn meðan á ófriSarvandræS- unum stendur, eins og gert hefur ver- iS víSa annarstaSar. V. B. K. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Ljereft, bl. og óbl. — Tvisttau. — Lakaljereft. — Rekkjuvoðir, Kjólatau. — Cheviot. — Alklæði. — Cachemire, Flauel, Silki, Ull og Bómull. Gardínutau. — Fatatau. — PrjónaYÖrur allskonar. Regnkápur. — Gólfteppi. Pappír og ritföng. Sólaleður og skósmíðavörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Stridið. Kosning'ariiar. í BarSastrandarsýslu voru atkv. talin 9. þ. m. og er þar kosinn Hákon Kristófersson bóndi í Haga meS 208 atkv. Sjera SigurSur Jensson fjekk 162. í NorSur-Múlasýslu voru atkv. loks talin kvöklið 13. þ. m. og eru þar kosnir Jón Jónsson á Hvanná meS 367 atkv. og Þorsteinn M. Jónsson barnakennari í BorgarfirSi meS 342 atkv. Ingólfur Gíslason læknir fjekk 260 og Guttormur Vigfússon 237. Þar meS er fullsjeð um skipun þingsins. Flugvjelarnar í ófrionum. Þaö eru ekki litlar breytingar, sem orSiS hafa á flugvjelunum smátt og smátt eftir að ófriSurinn byrjaði, Þær eru notaSar fyrst og fremst til aS njósna um vígstöSvar óvinanna. Of- an úr loftinu eru gerSir uppdrættir af þeim, og eftir þeim visbendingum er svo stórskotunum látiS rigna yfir þær, oft úr mikilli fjarlægS. En flug- vjelarnar eru líka notaSar til árása og með þeim hafa víSa nú í stríSinu veriS unnin spellvirki. ASalbreyting- in á flugvjelunum frá því aS stríSið byrjaSi, segir maSur, sem þessu er kunnugur, er þó sú, aS njósnar-flug- urnar eru nú útbúnar meS vjelbyss- um og, aS nú er fariS aS smíSa mjög stórar og sterkvopnaSar flugur til þess aS kasta niSur sprengikúlum, og befur hver þeirra fleiri kröftugar hreyfivjelar. Frakkar höfSu í byrjun stríSins or- ustu-flugur, sem þeir kölluSu „avion- kanónur", tviþiljur meS 200 h. a. vjel- um og 150 km. hraSa á klukkustund. Framan á þeim var 37 mm hraS- skotafallbyssa. Fyrstu flugurnar af þeirri gerS voru notaSar viS vörn Pa- risarborgar haustiS 1914, og seinna hafa þær einnig veriS notaSar til á- rása inn í land óvinanna. Orustuflugur ÞjóSverja i byrjun stríSsins voru Albatross-vjelarnar, tvíþiljur, meS tveimur hreyfivjelum, sem hvor um sig hafSi 165 h. a. og 165 km. hraSa á kl.st. Á þessum vjelum voru tvær vjelbyssur, önnur aS fram- an, hin aS aftan. Endurbætt útgáfa kom siSar af þeirri flugu og höfSu hreyfivjelarnar þar hvor um sig 225 h. a. og vjelbyssurnar urSu þrjár. Þessar flugur voru brynjaSar til verndar mönnum og skotfærum. SíS- ar fjekk þessi fluga nafniS Arminius, og gerði hún loftflotum bandamanna oft mikiS tjón, þar sem þeir höfSu hvorki jafnhraSskreiSar flugur nje heldur eins vel vopnaSar. En brátt kom fram á sjónarsviSiS hjá Frökkum ný orustufluga, sem var hraSskreiSari en Arminíus, með 185 km. hraða á klukkustund. Þetta var einþiljuvjel og kölluS Morane-Saul- nier-einþiljan. Hún hafSi aðeins eina vjelbyssu, en þó reyndist svo, vegna flýtisins, að Arminius stóSst ekki viS- ureignina viS hana, svo aS ÞjóSverj- ar sendu nú þær vjelar til austurvíg- stöSvanna og gerðu þær þeim mikiS gagn i framsókn þeirra þar sumariS 1915. HöfSu Rússar engar flugvjel- ar, sem færar voru í viSureign viS Arminíus Þjóðverja. Frá þessum flugum gátu ÞjóSverjar stöSugt hald- ið uppi njósnum um það, sem gerS- ist bakviS herlínu Rússa og undir vernd þeirra sendu þeir sprengikúlna- flugttr inn yfir hersvæði Rússa og eySilögðu þannig á stórum svæSum vegi þeirra og brautir. En til viSureignar viS Moraneflug- una á vesturvígstöðvunum kom nú fram ÞjóSverja megin ný fluguteg- und, sem er nefnd Fritz-flugan, tví- þilja, meS aS eins einni hreyfivjel og 165 km. hraða á kl.stund. En hún gat verið á flugi alt aS 10 kl.stundum í einu og hafði tvær vjelbyssur, sem skotið var úr til beggja hliða, sinni frá hvorri hliS flugunnar. Þótt þessi fluga væri aS sumu leyti ekki eins fullkomin og frönsku flugurnar, þá höfðu þær ekki við henni, meS því líka að bandamenn höfSu færri flug- um á aS skipa. ÞaS er lika sagt um báðar frönsku flugnategundirnar, „avion-kanónuna" og „Moran-flug- una", aS á þær þttrfi sjerstaklega duglega stjórnara til þess að þær geti staSist í viSureigninni viS Fritz- fluguna. Næst kom fram á sjónarsviSiS ný orustufluga frá Frökkum, hin svo kallaSa Nieuport-fluga, tvíþiljuvjel, mjög fljót og ljett í hreyfingum og skjót aS stíga upp á viS. Hún var sniðin eftir enskum flugvjelum, Sop- with- og Bristol-flugvjelunum, en nýjungin, setmhún hafði aS færa, var sú, aS vjelbyssa hennar var á efri þilju og skotmaSurinn stóS í vjelinni. Var því hægt aS skjóta frá henni á flugur, sem voru fyrir ofan hana, og þetta kostaði Þjóðverja í fyrstu marg- ar flugur. Fritz-flugan dugSi nú ekki gegn þessari nýju flugu. Þjóðverjar bjuggu þá flugur sínar út meS byssu, sem hægt var aS skjóta úr beint nið- ur fyrir sig, og hjálpaði þaS mikiS. Sá útbúnaSur er nú orSinn bæSi á þýskum og frönskum flugvjelum. ÞjóSverjar hafa nú einnig sett skot- færin á efri þiljur á flugum sínum, en hafa einnig komiS þar fyrir sjálf- hreyfibyssum, sem skjóta aftur af flugunni, og leika þær á möndli, sem snúa má i hálfhring. í byrjun þessa árs voru nýjustu orustu-flugur ÞjóS- verja á vesturvígstöSvunum þannig gerSar. Einnig var þá komin á gang hjá þeim hin svo nefnda „Fokker- fíuga", en það er „Morane-flugan" franska endurbætt og þarf, eins og hún, mjög duglegan stjórnanda. Þessi fluga getur náS 190 km. hraSa á kl.- stund. Fokker-flugan svífur hátt í lofti, þangaS til hún sjer óvin þann, sem hún á aS fást við, niSur undan sjer. Þá fer hún í hringsveiflum niSur á viS og sendir kúlnahríS á undan sjer. Þegar hún nálgast óvininn, reynir hún aS komast aftur fyrir hann og skjóta þaSan, því með þvi koma í rjetta skotlínu frá henni allir þeir punktar mótstöðuflugunnar, sem mest er um vert aS hitta. „Fokker-flugan" gerSi í fyrstu enska loftflotanum mikið tjón, en hjá Frökkum var „avion-kanónan" best fær um aS mæta henni. Nú hafa þó Englendingar sent frá sjer nýja flugu, sem stendtir sig í viðureigninni við „Fokker-fluguna", en um þaS sjer- staka í gerS þeirrar flugu vita menn ekki alment enn sem komiS er. ÞaS er nú einnig sagt, að hjá ÞjóS- verjum sjeu nú komnar fram gríSar- stórar orustuflugur, með fjórum

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.