Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 15.11.1916, Síða 1

Lögrétta - 15.11.1916, Síða 1
AfgreiCglu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastræti n. Talsími 359. Nr. 54. Reykjavík, 15. nóvember 1916 Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar cru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. innlendar og erlendar, pappír og alls konar ritföng, kaupa allir í [vmundssoRar. Lárus Fjeldsted, Y firrjettarmálaf ærslumatiur. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 sítSd. Aukaþing*. Kvatt saman 11. desember næstkomandi. Eins og átiur hefur veriö getíÖ um hjer í biahinu, gekk her Grikkja, sem var í Kavalla, Búlgurum á hönd í haust sem leiö. Þessi gríski her var síðan fluttur til þýska bæjarins Görlits og var litiö svo á sem Grikkir væru þar gestir ríkisins. Svo var fariö aö semja um þaö milli stjórna Grikk- la.nds og Þýskalands, hvaö ætti aö veröa um þetta lið, og óskaöi Grikkja- stjórn aö þaö yröi sent heim aftur, en hvað orðið hefur úr þeim samning- um, hefur Lögr. ekki sjeö um getið. Hjer á myndinni er sýnd koma griska hersins til Görlits, og sjest foringi hans, Karakollos óberst, hægra megin á myndinni, merktur með X- Lögbirtingarblaöið frá io. þ. m. flytur Opið brjef frá konungi, sem stefnir Alþingi saman til aukafundar ii. des. 1916, og er kveðið svo á í brjefinu, aö Alþingi þetta megi ekki, nema síöar verði öðruvisi ákveðiö, eiga setu lengur en 3 vikur. Nýkosna þingið. Eftir yfirlýsingum þingmannaefn- anna viö framboðin er flokkaskift- ingin í nýkosna þinginu þannig: Heimastjórnarmenn eru 15: H. Hafstein, Guðj. Guölaugsson, G. Björnson, Pjetur Jónsson, Jóh. Jó- hannesson, Magn. Kristjánsson, Jón Magnússon, Matth. Ólafsson, Sig. Sigurðsson, Eggert Pálsson, Einar Jónsson, Þór. Jónsson, Björn R. Stef- ánsson, Halld. Steinsen, Stefán Stef- ánsson. Þversu-mmenn eru 11 eöa 12: Sig. Eggerz, Hjörtur Snorrason, Bjarni Jónsson, Bj. Kristjánsson, Kr. Daní- elsson, Magnús Torfason, Pjetur Ottesen, Ben. Sveinsson, Hák. Kristó- fersson, Sk. Thoroddsen, Þorst. M. Jónsson. Karl Einarsson sýslumaður er sá 12., ef hann er þar talinn. Langsum-menn eru 3 eða 4: Magn- ús Pjetursson, Einar Arnórsson, Gísli Sveinsson, Karl Einarsson er sá 4., ef hann er þar talinn. Þingbændaflokksmenn eru 4: Guöm. Ólafsson, Ól. Briem, Þorl. Jónsson, Jón á Hvanná. Óháöir bændur 3: Sig. Jónsson á Ystafelli, Pjetur Þóöarson, Sv. Ólafs- son. Verkmannaflokksmaöur 1: Jör. Brynjólfsson. Utan flokka 2: Magnús Guömunds- son, Einar Árnason. Þaö er nú ólíklegt, eöa jafnvel ó- hugsandiað þessi flokkaskifting hald- ist, þegar á þingið kemur. Fyrst 0g fremst er það um utanflokkamennina að segja, að þeir munu báðir hallast að Heimastjórnarmönnum, en verk- mannaflokksmaðurinn að þversum- mönnum. Þá eru bændaflokkarnir. Ólíklegt er, að þeir verði tveir í þinginu, ann- ar meö 3 mönnum, hinn með 4. En renna þeir þá saman i einn 7 manna flokk? Það má vera. En Bændaflokk- urinn yrði, þótt svo færi, sama ó- myndin áfram eins og hann hefur ver- ið á síðustu þingum. í honttm yrði ekki helmingur þeirra þingmanna, sem teljast veröa til bænda, eða land- \ búnaöarmanna. Þeir eru 18 alls, þar af 9 í Heimastjórnarflokki og 2 í þversum-flokki. Bændaflokkur, sem ekki getur dregið að sjer nema 7 af 18 landbúnaðarmönnum,virðist ekki eiga neinn tilverurjett. T5n gerum pamt ráð fyrir,að bænda- flokkarnir renni saman og myndi einn 7 manna flckk, svo að flokkaskift- ingin frá siðnsta þingi haldist. Heima- stjórnarmenn yrðu þá 17, Þversum- menn 12 eða i^y Bændaflokksmenn 7 og Langsum-menn^'eða 4 (K.E. vafa- maöurinn). Heimastjórnarmenn og Langsum eru þá saman 20 eða 21, Heimastj.- menn og Bændaflokkurinn saman 24, Heimastj.menn og Þversum saman 29 eða 30. Þversum og Langsum saman 16, Þversum og Bændaflokkur saman 19 eða 20. Ef reiknað er með Bændaflokknum sem heild, þá virðist eðlilegast, að hann myndaði þingmeirihluta ásamt Heimastjórnarflokknum, þar sem flestir bændurnir eru fyrir. Það yrði 24 manna samsteypa. En ekki er þó líklegt að þetta verði ofan á, því í Bændaflokknum eru menn, sem göm- u! flokksbönd draga fremur í aöra átt. Og þá er aö gera ráð fyrir, að Bændaflokkurinn sundrist milli hinna flokkanna. Afstaða Bændaflokkamannanna til hinna flokkanna er þá þessi: Sigurð- ur áYstafelli hefur altaf verið Heima- stjórnarmaöur og gæti ekki hallast annarstaöar að en þangað. Pjetur í Hjörsey hefur áöur verið Heima- stjórnarmaöur, en er nú talinn fylgj- andi Þversum-mönnum. Sv. Ólafsson hefur verið Sjálfstæöismaður, en Lögr. er ókunnugt um, hvar hann hefur staðið í deilunni milli Langs- um og Þversum. Ólafur Briem og Guðm. Ólafsson hafa veriö Langsum- manna megin í þeirri deilu, en Þor- leifur i Hólum og Jón á Hvanná Þversum-manna megin. Þessir 7 menn ættu þá að eiga heimili: 1 hjá Heima- stjórnarmönnum, 2 eöa 3 hjá Langs- um og 3 eða 4 hjá Þversum. Eftir þá skiftingu yrðu Heima- stjórnarmenn 18, Langsummenn 5—7 og Þversum-menn 15—17- Það eru þeir K. E. og Sv. Ól., sem Lögrjetta veit ekki, hvar telja skal. Þversum-menn og Langsum-menn yrðu þá til samans 22 og gætu mynd- að meirihluta í þinginu, ef þeir vildu gleyma umliðna tímanum og fallast aftur í faðma. Heimastj.menn og Langsum yrðu saman 23—25, og Hmeimastj.menn og Þversum saman 33—35. Svona er þá flokkaskiftingin í ný- kosna þinginu, og er fyrst og fremst sýnt hjer, hvernig hún lítur út sam- kvæmt yfirlýsingum þingmannaefn- anna við framboðin, en i öðru lagi hvernig hún yröi á grundvelli flokka- skiftingar síðasta þings og svo hinn- ar eldri flokkaskiftingar. Reyndar hefur það oft og viða verið tekið fram, að hin gamla flokkaskifting ætti ekki rjett á sjer lengur, og Lögr. hefur talið það rjett vera. Hún hefur haldið því fram, aö næsta þing ætti aö mynda heildfastan meirihlutaflokk án þess að hin eldri deilumál þyrftu að koma þar til greina. En smáflokk- arnir ættu að hverfa. Þegar litið er yfir þingmennina nú að kosningunum loknum, er útlitiö ekki gott að þessu leyti. Enginn flokkurinn hefur meirihluta og mjög vandsjeð, hvernig smáhóparnir muni haga sjer, hvernig þeir muni renna saman eða skiftast milli hinna stærri, þegar til kemur. En einhverjir af flokkunum verða að taka höndum saman og skapa meirihluta utan um einhverja stjórn. Eða þá að ráðherrum veröi fjölgað, eins og gert hefur veriö ráð fyrir, og aðalflokkar þingsins myndi svo sam- steypustjórn meðan á ófriðarvandræð- unum stendur, eins og gert hefur ver- ið víða annarstaðar. Ko sning'arnar. í Barðastrandarsýslu voru atkv. talin 9. þ. m. og er þar kosinn Hákon Kristófersson bóndi í Haga með 208 atkv. Sjera Sigurður Jensson fjekk 162. í Norður-Múlasýslu voru atkv. loks talin kvöldið 13. þ. m. og eru þar kosnir Jón Jónsson á Hvanná með 367 atkv. og Þorsteinn M. Jónsson barnakennari í Borgarfirði með 342 atkv. Ingólfur Gíslason læknir fjekk 260 og Guttormur Vigfússon 237. Þar með er fullsjeð um skipun þingsins. XI. &rg. V. B. K. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Ljereft, bl. og óbl. — Tvisttau. — Lakaljereft. — Rekkjuvoðir, Kjólatau. — Cheviot. — Alklæði. — Cachemire. Flauel, Silki, Ull og Bómull. Gardínutau. — Fatatau. — Prjónavörur allskonar. Regnkápur. — Gólfteppi. Pappír og ritföng. Sólaleður og skósmíðavörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Striðid. Flugvjelarnar í ófriðnum. Það eru ekki litlar breytingar, sem orðið hafa á flugvjelunum smátt og smátt eftir að ófriðurinn byrjaði. Þær eru notaðar fyrst og fremst til að njósna um vigstöðvar óvinanna. Of- an úr loftinu eru gerðir uppdrættir af þeim, og eftir þeim visbendingum er svo stórskotunum látið rigna yfir þær, oft úr mikilli fjarlægð. En flug- vjelarnar eru líka notaðar til árása og með þeim hafa víða nú i striðinu verið unnin spellvirki. Aðalbreyting- in á flugvjelunum frá því að striðið byrjaði, segir maður, sem þessu er kunnugur, er þó sú, að njósnar-flug- urnar eru nú útbúnar með vjelbyss- um og, að nú er farið að smíða mjög stórar og sterkvopnaðar flugur til þess að kasta niður sprengikúlum, og hefur hver þeirra fleiri kröftugar hreyfivjelar. Frakkar höfðu í byrjun stríðins or- ustu-flugur, sem þeir kölluðu „avion- kanónur“, tviþiljur með 200 h. a. vjel- um og 150 km. hraða á klukkustund. Framan á þeim var 37 mm hrað- skotafallbyssa. Fyrstu flugurnar af þeirri gerð voru notaðar við vörn Pa- risarborgar haustið 1914, og seinna hafa þær einnig verið notaðar til á- rása inn i land óvinanna. Orustuflugur Þjóðverja í byrjun stríðsins voru Albatross-vjelarnar, tvíþiljur, með tveimur hreyfivjelum, sem hvor um sig hafði 165 h. a. og 165 km. hraða á kl.st. Á þessum vjelum voru tvær vjelbyssur, önnur að fram- an, hin að aftan. Endurbætt útgáfa kom síðar af þeirri flugu og höfðu hreyfivjelarnar þar hvor um sig 225 h. a. og vjelbyssurnar urðu þrjár. Þessar flugur voru brynjaðar til verndar mönnum og skotfærum. Síð- ar fjekk þessi fluga nafnið Arminius, og gerði hún loftflotum bandamanna oft mikið tjón, þar sem þeir höfðu hvorki jafnhraðskreiðar flugur nje heldur eins vel vopnaðar. En brátt kom fram á sjónarsviðið hjá Frökkum ný orustufluga, sem var hraðskreiðari en Arminíus, með 185 km. hraða á klukkustund. Þetta var einþiljuvjel og kölluð Morane-Saul- nier-einþiljan. Hún hafði aðeins eina vjelbyssu, en þó reyndist svo, vegna flýtisins, að Arminíus stóðst ekki við- ureignina við hana, svo að Þjóðverj- ar sendu nú þær vjelar til austurvíg- stöðvanna og gerðu þær þeim mikið gagn í framsókn þeirra þar sumarið 1915. Höfðu Rússar engar flugvjel- ar, sem færar voru í viðureign við Arminíus Þjóðverja. Frá þessum fiugum gátu Þjóðverjar stöðugt hald- ið uppi njósnum um það, sem gerð- ist bakvið herlínu Rússa og undir vernd þeirra sendu þeir sprengikúlna- flugur inn yfir hersvæði Rússa og eyðilögðu þannig á stórum svæðum vegi þeirra og brautir. En til viðureignar við Moraneflug- una á vesturvígstöðvunum kom nú fram Þjóðverja megin ný fluguteg- und, sem er nefnd Fritz-flugan, tvi- þilja, með að eins einni hreyfivjel og 165 km. hraða á kl.stund. En hún gat verið á flugi alt að 10 kl.stundum í einu og hafði tvær vjelbyssur, sem skotið var úr til beggja hliða, sinni frá hvorri hlið flugunnar. Þótt þessi fluga væri að sumu leyti ekki eins fullkomin og frönsku flugurnar, þá höfðu þær ekki við henni, með þvi lika að bandamenn höfðu færri flug- um á að skipa. Það er líka sagt um báðar frönsku flugnategundirnar, „avion-kanónuna“ og „Moran-flug- una“, að á þær þurfi sjerstaklega duglega stjórnara til þess að þær geti staðist i viðureigninni við Fritz- fluguna. Næst kom fram á sjónarsviðið ný orustufluga frá Frökkum, hin svo kallaða Nieuport-fluga, tvíþiljuvjel, mjög fljót og ljett i hreyfingum og skjót að stíga upp á við. Hún var sniðin eftir enskum flugvjelum, Sop- with- og Bristol-flugvjelunum, en nýjungin, sem hún hafði að færa, var sú, að vjelbyssa hennar var á efri þilju og skotmaðurinn stóð í vjelinni. Var þvi hægt að skjóta frá henni á flugur, sem voru fyrir ofan hana, og þetta kostaði Þjóðverja í fyrstu marg- ar flugur. Fritz-flugan dugði nú ekki gegn þessari nýju flugu. Þjóðverjar bjuggu þá flugur sínar út með byssu, sem hægt var að skjóta úr beint nið- ur fyrir sig, og hjálpaði það mikið. Sá útbúnaður er nú orðinn bæði á þýskum og frönskum flugvjelum. Þjóðverjar hafa nú einnig sett skot- færin á efri þiljur á flugum sínum, en hafa einnig komið þar fyrir sjálf- hreyfibyssum, sem skjóta aftur af flugunni, og leika þær á möndli, sem snúa má í hálfhring. í byrjun þessa árs voru nýjustu orustu-flugur Þjóð- verja á vesturvígstöðvunum þannig gerðar. Einnig var þá komin á gang hjá þeim hin svo nefnda „Fokker- fluga“, en það er „Morane-flugan“ franska endurbætt og þarf, eins og hún, mjög duglegan stjórnanda. Þessi fluga getur náð 190 km. hraða á kl,- stund. Fokker-flugan svífur hátt í lofti, þangað til hún sjer óvin þann, sem hún á að fást við, niður undan sjer. Þá fer hún í hringsveiflum niður á við og sendir kúlnahrið á undan sjer. Þegar hún nálgast óvininn, reynir hún að komast aftur fyrir hann og skjóta þaðan, því með því koma i rjetta skotlinu frá henni allir þeir punktar mótstöðuflugunnar, sem mest er um vert að hitta. „Fokker-flugan“ gerði í fyrstu enska loftflotanum mikið tjón, en hjá Frökkum var „avion-kanónan“ best fær um að mæta henni. Nú hafa þó Englendingar sent frá sjer nýja flugu, sem stendur sig i viðureigninni við „Fokker-fluguna“, en um það sjer- staka í gerð þeirrar flugu vita menn ekki alment enn sem komið er. Það er nú einnig sagt, að hjá Þjóð- verjum sjeu nú komnar fram gríðar- stórar orustuflugur, með fjórum

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.