Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.11.1916, Blaðsíða 4

Lögrétta - 15.11.1916, Blaðsíða 4
198 LÖGRJETTA tímaritsins „öldin“ og í útgáfufjelagi Heimskringlu fyr meir. — Hann hef- ur ort mjög fögur kvæöi í svo að segja öll blöð, sem út hafa veriö gef- in hjer vestra. Ljóö hans veröa ekki dæmd hjer í blaðinu fyr en þau koma út, en þess verðum vjer að geta, að þiðum ís- lenskum blæ andar frá því sem hann yrkir, hvar sem þvi veröur komiS viS. Kristinn fjell frá of snemmá; hon- um var alt af aS fara fram sem skáldi. Þaö kvæöið sem hann orti síöast var altaf best.“ Einnig flytur Lögb. ræöu, sem sjera Friörik Bergmann flutti viö útför hans, 29. sept., og fara hjer á eftir kaflar úr henni: „Kristinn heitinn Stefánsson, sem vjer erum aö kveöja, var aö mörgu ólíkur fjöldanum. Hiö fyrsta, sem hugur minn nemur staðar viö, þegar jeg fer að gæta að, hvernig hann kemur mjer fyrir sjónir, er sú ein- kunn lundar hans aö horfa fremur inn á við en út á við. Hann var inn- sýnn maður umfram fjöldann. Þegar vjer hugsum um lífið og mennina í kringum oss, hljótum vjer að kannast við, að það er að langmestu leyti aö eins út á við. Hugurinn stefnir út sí og æ. Alt lífið verður útvortis. Innri maðutinn kólnar og visnar upp. Það er bein undantekning, aö nokkur gefi sjer tíma til að leggja rækt viö hann. Að horfa inn í fylgsni sálar sinnar, aö grafa eftir gulli í námum eigin hugskots síns, — þeir eru býsna fáir, sem fást við þaö. En einn af þeim fáu var hinn látni vinur vor. Hugur hans sneri miklu fremur inn á við en út á við. Hann hirti miklu betur um sinn innra mann en allur fjöldinn. Hann mat það mest, að bjarga óðul- uin sálar sinnar.... Kristinn Stefánsson var enginn auglýsingamaöur. Á öllu þesskonar hafði hann óbeit. Hann kaus sjer fremur aö veröa alls ekkert þektur en aö beita nokkrum auglýsinga- brögðum. Hagyrðingsgáfuna hafði hann þegið að vöggugjöf. Hljómlist- in himneska hafði lagið honum í brjóst einn af strengjum sínum. Og það sem hann mun hafa langað til mest af öllu, var að láta. hljóðöldurn- ar, sem hann bar í sálu sinni, óma í smáljóðum, þar sem honum hafði tek- ist að binda hugsanir sínar hæfileg- um oröum vorrar gullfögru íslensku tungu. Hann tók ungur að yrkja. Framan af var fremur dauft yfir ljóð- um hans. Hann sá þá glöggvast hina dimmari hlið lífsins og orti um mis- fellurnar mörgu, sem lífið er háð. Það lá í loftinu þá, fyrir 20 til 30 árum. En það birti stöðugt yfir ljóð- um hans, eins og birt hefur yfir skáld- skap samtíðarinnar. Hennar lífi vildi hann lifa og lifði. Að því studdi ást- úðlegt hjónaband, þar sem bjart var i kring um hann og fult af friði og ró. Ef Kristinn Stefánsson hefði fengið að lifa ein tíu ár til, er sist fyrir að synja, að harín hefði ort fegurri ljóð en nokkur, sem nú liggja eftir hann. Því honum var stöðugt að fara fram.“ i : Guðbjörg Gestsdóttir. í öndverðum maímánuði f. á. and- aðist að heimili sínu á Seyðisfirði konan Guðbjörg Gestsdóttir. — Blað- ið „Austri“ mun hafa getið láts þess- arar konu, án þess þó að minnast æfi hennar að nokkru leyti. Guðbjörg var fædd í Laugardal í Biskupstungum; fluttist þaðan með móður sinni suður á Álftanes 6 ára gömul og dvaldi þar með henni fram á fermingaraldur. Þá fór hún að Gröf i Mosfellssveit og var þar þangað til hún giftist Sigmundi Sigurðssyni, bróður þeirra Sigurjóns og Flosa snikkara í Reykjavík og þeirra bræðra. Þau Guðbjörg og Sigmund- ur byrjuðu búskap í Hvassahrauni í Vatnsleysustrandarhreppi og bjuggu þar í 10 ár; fluttu síðan austur á Seyðisfjörð, settust að á Þórarins- staðaeyrum og bjuggu þar þangað til Guðbjörg dó í maímánuði f. á., eins 0g fyr er sagt, eftir langt og þungt dauðastríð. Þau hjónin eignuðust 2 syni, Eirík og Sigurð. Ólust þeir upp hjá foreldrum sínum og eru nú full- tíða menn og mannvænlegir. — Sum- ir menn eru svo háværir í lífinu að jafnvel hljómurinn af orðum þeirra eða verkum berst sveit úr sveit, enda ])ótt mikilmennisins gæti lítið eða alls eigi meðal sambýlismannanna. En Guðbjörg var ekki i þeirra tölu, hún var enginn „hávaðamaður", og eins Oóða, vel þurra haustull kaupa Car. Gíslason & Hay. er best. (Fiskstrigi) og* Vllarballar fyrir kaupmenn, kaupfjelög og útgerðarmenn. Leitið yður upplýsinga um verðið, áður en þjer festið kaup annarstaðar, hjá T. Bjarnason. Sími 513. Box 157. Símn. Tbjarnason. og svo margar íslenskar ágætiskon- ur litið landskunn, en þess betur þekt í nágrenni við sig. Það sem sjerstak- lcga gerði hana vel þekta og vinsæla meðal nágrannanna var hjálpsemi hennar viö þá sem bágt áttu og frá- bærir hæfileikar til að hjúkra veik- um. Þar fylgdist að handlagni og þekking meiri en alment gerist með- al ólærðra manna. Við ljósmóöurstörf fjekst hún allmikið hin síðari árin og hepnaðist afbragös vel. Hve vel met- in og vinsæl Guðbj. sál. var má meö- al annars sjá á því, að þegar eftir dauöa hennar gengust nokkrar kon- ur fyrir ]>ví aö hefja samskot til minn- ingar um hana, á þann hátt, að mynda sjóð, sem á sínum tíma verði varið til líknarstarfsemi í sveitinni. — Við jaröarför Guðbj. sál. voru margir saman komnir, og mátti sjá þess glögg merki, að henni var fylgt til grafar með hlýjum hug, söknuði og virðingu. M. Gömul og ný mannfjelagsmein. Eftir Sigurð Þórólfsson. 4. A u ö v a 1 d i ð. Með auðnum má gera óendanlega mikið gott, en einn- ig margt ilt. Með auðnum hafa menn á öllum öldum gert þetta. Auðurinn er sem tvíeggjað sverð, eftir því að hverju hann snýr sjer, til góðs eða ills. Þegar þaö þyrstir í meiri völd og meira fje, kemur það fram í ýms- um myndum, grímubúið. Það brosir við mönnum og leiðir þá til fylgdar við sig. Stundum stingur það höfð- inu út með einstaklega fallegum þjóð- ræknis- og mannúðarsvip. Það er að reyna að ná völdum yfir framleiðslu lindum og fjárhag þjóðanna. En vilji einhver standa í vegi fyrir því, hittir hann sjálfan sig fyrir. Því auðvaldið hefur mörg ráð til þess að velta þeim steini í götu hans, sem hann hrasar um. Þaö er „hinn almáttugi dollari", sem leikur þessháttar leiki í Ameríku. Það hefur oft svo gengið til, að ríkir menn og þeir, sem mikiö hafa þótst eiga undir sjer, hafa traðkað lögum og rjetti annara. Yfirvöldin hafa sjeð í gegnum fingur við slíka menn. En undir eins uppi fótur og fit yfirmanna og undirgefinna hafi lítilsigldur maður eða fátækur brotið eitthvert boðorðið. — Ríkasti bóndinn í hrepnum kom við sveitarómaga svo ómjúkt að hann beið af því bana. Hann sölsaði undir sig eigur fátækr- ar ekkju og barna hennar með rang- indum og auðvaldi sínu. Hann átti sæti í Lögrjettu og dæmdi með öðr- um fátækasta sveitunga sinn til hegn- ingar fyrir fremur smávægilegan stuld. Stórglæpamenn refsa hinum smáu. — Þetta kemur síður fyrir nú. En enn þá er það algengt, að meiri háttarmönnum, svonefndum, er sýnd meiri vægð, samúö og umburðarlyndi ef þeir hrasa um forboðna eplið, en fátækum, umkomulitlum mönnum. Ekki eru alþýðumenn betri í þessu, en embættismennirnir. Margir meiri- háttar miðlungs-alþýðumenn líta með lítilsvirðingu niður á smælingjana t sinni stjett. — Þetta er allra þjóða löstur, og hefur alt af veriö. — Það eru leifar frá þrælaöldinni. Hvergi i heiminum ber eins mikið á auðvaldinu og í Ameríku, einkum í Bandaríkjunum.Hinn „almáttugi doll- ari“ ræður þar í mörgu lögum og lof- um, sjerstaklega í „dollaraborginni" New-York. Þar er voldug auðmanna klíka, sem lætur sjer flest koma við, og stjórnar öllum atvinnumálefnum, á sína vísu, sjer til hagnaðar. — Þar er sannnefnd auðmannasamábyrgð. Nálega allar kosningar þar eru í hendi hins almáttuga dollara. Þegar þar var fyrir skömmu kosinn borgar- stjóri, kostaði sú athöfn 3 milj. kr. — Auðmennirnir vildu fá einn úr sinni hjörð. — Stórfeldari hildarleikur var háður þar þegar Rosvelt komst til valda í Bandaríkjunum, eftir alda- mótin. Auðvaldið ljet þá kosningu til sín taka. Það kostaði 40 milj. kr. á báðar hliðar kosningastríðið. En svona er það með allar opinberar kosningar þar í landi. Úrslit þeirra eru oftast eingöngu komin undir doll- urunum, En sannfæring og samviska ræður litlu. Sá hlýtur hnossið, sem best getur boðið, eða sem aðrir bjóða flesta dollarana fyrir. Lýðfrelsið sef- ur. Það er ljómandi fallegt orð, sem menn einkum hafa þar til að stássa með og nota sem agn. Margir eru svo vitgrannir, að þeir kalla það frelsi, sem er mesta ófrelsi, og halda oft að þá sjeu þeir frjálsastir, þegar auö- valdið er að smeygja fjötrunum á hendur og fætur þeirra, sál og sam- visku. Alþjóöamálaskörungurinnog mann- vinurinn W. Stead hefur sagt, að ein- veldi Rússa (eins og það var þá) og katólsku kirkjunnar til samans, sje smáræði eitt hjá auðvaldi Ameríku- manna. Fyrirlitleg sje undirgefni hinna svokölluðu frjálsu alþýðu- manna undir samviskulaust dollara- ofriki, þegar þeir standi frammi fyrir hinum almáttuga dollara auðmanna og gróöafjelaga. Gróðafjelögin í Ameríku, með auð- mennina að baki sjer, hafa náð valdi yfir framleiðslulindum landsins. Þau rnynda stærri sambönd (,,hringi“), til þess því betur aö geta bægt frá sjer allra samkepni. Þau skapa oftast nær verð á flestum nauðsynjavörttm þjóðarinnar. Þó er það eigi mark allra gróðafjelaga að ráða verði á vörum svo að það hækki eða verði ósann- gjarnt. Þeirra markmið er meiri framleiðsla og sem allra ódýrust, sjer og öðrum í hag. Stórgróði að vera í sambandi við önnur samkynja fjelög og hafa eina stjórn. Það sparar kostn- að og milliliði, og öll aðstoð þeirra verður betri. — Tveir lyfta því Grett- istaki, sem einn lyftir eigi. — Sum gróðafjelög eru nú orðin Eggeit Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. mannfjelagsmein og má til dæmis benda á olíufjelagið alræmda, sem teygt hefur anga sína alla leið til ís- lands. Það þýðir eigi aö kvarta undan þeim þunga skatti, sem fjelag þetta hefur lagt á alla landsmenn, úr því þeir hafa eigi mátt til að sprengja af sjer fjötrana. — I Ameríku er lög- reglan, þingmenn og dómarar mátt- laus fyrir auövaldinu. Öllum þessum háu herrum getur hinn almáttugi doll- ari stungið svefnþorn svo þeir veröi aðgerðarlitlir og meinlitlir gegn gróðafjelögunum. „Alt fæst fyrir gull- ið“ —- sannfæring og samviska, sje nógu hátt boðið. Þó eru hjer heiðar- legar undantekningar, því sannir sómamenn selja sig aldrei, þótt öll ríki veraldar og þeirra dýrð væri í boði. Filipus Makedóníusjóli skyldi vel hve mikið vald gullið hefur yfir mönnunum yfirleitt. Hann leit svo á, að hver sú borg væri auðunnin, sem hefði svo við borgarhlið, að komast mætti inn um þau með gullklyfjaðan asna. Og honum varð að trú sinni. Gullið hans hreif betur Aþeninga en snildarræður Demóþenesar. til at bestille Lod i det bekendte og afholdte statsgaranteret og' statskontrolleret som allerede om kort Tid begynder en ny Serie. Huer Serie bestaar al 5 Klasser Kun 511 Humre Men 215500 Gevinster oo Præmier. taten hverandet Loð vinder. Kon Kentante PengeQevinsler uden — ngoetsomheist fradrait Stirsie ievinstl.iili Klisse eutl. Frcs. 100000,00. 15te Klasse eutl. ilelse Parograf 9 t Planen 1000000 Irts. (En million Francs). Stersto mollge Qevinstcliance. Loddenes Fris pr. Klasse: 1, Lod Kr. 5,00, V> Lod Kr. 11,21, % Lodder Kr. 22,1. Deltagelse fra Begyndelsen af er at anbefale, ligeledes maa tilraades paa Grund af den lange Afstand að ind- sende Indsatsbelöbene for det hele Lotteri, eller i det mindste for nogle Klasser i Forvejen, da Loddene altid maa være betalt senest Dagen för hver Træknings Begyndelse. Intet andet Lotteri har ved et Lodantal al kon 5001 Komrt saa monge og betydellge Oevlnsler og Præmler som Dansk Holoiiial (Klasse) Lolleri. Omgaaende Bestilling er onskelig, da mit Forraad af Lodder for nye Spillere kun er ringe. Rob. Th. Schroder. Firma grundlagt 1870. Studiestræde 10. Postbox 25. KÖBENHAVN, K. Den officielle Plan vedlægges en- hver Bestilling. Schannongi Monunient-Atelier, Ö. Farimagsg. 42. Köbenhavn. = Katalog gratis. = Söðlasmíða- og aktýja-vinnustofa Grettisgötu 44 A. Tekið á móti pöntunum á reiðtýgj- um og aktýgjum og fl. tilheyrandi. Aðgerðir fljótt 0g vel af hendi leystar. EGGERT KRISTJÁNSSON. Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.