Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.11.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 22.11.1916, Blaðsíða 2
200 LÖGRJETTA "Ml —————il^—i Nýjustu bækur: GLÍMUBÓK. Gefin út af Iþróttasambandi Islands. Meö 36 myndum. Verö kr. 2.75. KlfATTSPYRIÍULÖG. Gefin út af íþróttasambandi Islands. Meö uppdráttum. Verö kr. 0.50. Fást hjá bóksölum. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. : -.u.u .»»■! | <r Msk^rkynarslöfl. Sjávarborgareignin hjer í bænum, meö húsum, stakkstæðum, bryggj- um og öörum mannvirkjum, fæst til leigu frá 1. febrúar 1917. Nánari upplýsingar fást hjá borgarstjóranum í Reykjavík, sem tekur á móti leigutilboðum til 9. desember 1916. LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á Islandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí. að verða neitt opinbert málefni fyrst um sinn og bið því stjórnina að skoða það svo“, þessu ber nokkuð saman hverju við annað, að stjórnarráðið eða velferðarnefnd hafi ekki fengið brjefið sent beina leið frá mjer, held- ur ráðherra trúað fyrir að koma því til hlutaðeigenda. Nú er auðvitað ekki hægt að sanna með þessu, að ráðherra hafi fengið brjefið frá 26. nóv. ásamt kolatilboð- inu, dags. 12. s. m., þótt skýrsla mín hafi komist til stjórnarráðsins, og brjef mitt frá 25. nóv., skýrsla og afrit af kolatilboðinu hafi komist til Fiskifjelagsins.* En sterkar líkur virðast þó vera til þess að hann (ráð- herra) hafi fengið það. — Jeg af- greiddi bæði þessi brjef á þósthúsið, ásamt öðrum brjefum, svo þar var engum misgáningi til að dreifa. í brjefinu til ráðherra stendur eins og menn sjá meðal annars; „Viðvíkj- andi öðrum áhugamálum" o. s. frv. En það merkilega við þetta er að um eitt af þessum áhugamálum fæ jeg greinileg munnleg svör og skýrslu frá ráðherra með næstu ferð frá ís- landi á eftir, með manni, er hafði áð- ur fengið bendingu frá mjer um að ræða málefnið við hann, áður en hann legði á stað hingað. Um þetta málefni og þau svör, sem ráðherra gaf sendi- manni, gat hann ekki vitað annar- staðar frá en samkv. upplýsingum í áður áminstu brjefi. Umsögn hans sjálfs ber það heldur ekki neinstaðar með sjer að hann sjálfur hafi ekki tekið á móti tilboð- inu. Hann neitar því hvergi. Eða hvers vegna spurðist hann ekki fyrir um það (tilboðið) síðar, hafi hann ekki fengið það, og það hafi verið áhugamál hans að fá ódýr kol fyrir landið, þar sem hann þó viður- kennir að við höfðum talað um það, ef hann hefur aldrei sjeð það eða heyrt ? Að siðustu ber jeg undir dóm þeirra manna, sem þekkja til hlítar rithátt E. A., hvort hann mundi ekki hafa tekið dýpra í árinni í andsvarinu til mín út af nefndu kolatilboði, hefði hann vitað sig saklausan af því að hafa veitt því móttöku, og skoðað ])essa aðdróttun sem rakalausan upp- spuna frá minni hálfu, og tilefnislaust með öllu. Hann hefði að maklegleik- um átalið það harðlega. Jeg bið því almenning að dæma milli mín og hans í þessu máli. Það var auðvitað á valdi stjórnar- innar að taka þessu tilboði að meira eða minna leyti, eða hafna því með öllu. Þeir sem áttu þátt í því að til- boðið kom fram, ætluðust til að það væri ekki opinbert meðan það var ekki samþykt, og þess vegna ljet jeg þess eðlilega ekki getið í skýrslunni. Það virðist ástæðulaust að dylja það lengur, að stórkaupmaður Charles Mauritzen í Leith hafði þegar tekið að sjer að sjá um flutning og af- greiðslu alla á kolunum, hann hafði líka nákvæmlega athugað tilboðið og samþykt það í sjerhverju atriði. Þeir sem þekkja herra Mauritzen vita að ekki er völ á vandaðri, samvisku- samari og áreiðanlegri manni, og þar að auki þekkir hann betur flest- um öðrum alla afgreiðslu og viðskifti við ísland. Það er líka h a n n, sem hefur reiknað miljónar tjónið, er orðið hefur af því fyrir landið að taka ekki tilboðinu, og vísa jeg því til um- sagna hans í þessu atriði, og bið því ráðherra og þá aðra, er efa þetta mál, að snúa sjer til hans og fá umsagnir frá honum um tilboðið sjálft og alt það tjón, sem orðið hefur af því að því var ekki tekið. Að síðustu get jeg ekki látið hjá liða, að geta þess, að mjer finst vera leikinn hjer ójafn leikur. Fyrir hönd landsmanna er með góðum og gild- um rökum sýnt fram á að ráðherra með klaufalegum og sumpart óþörf- um samningi við Breta hafi skaðað landið um margar miljónir króna. Fyrir þetta velur hann mjer hrakleg orð, og lætur sveina sína æpa að mjer á torginu, og í stað röksemda þyrlar hann upp ýmsum óviðkomandi útúrdúrum til þess að villa mönnum sjónir. I stað þess sem hann átti að * Hefur hann ekki búist við að af- skrift af kolatilboðinu væri send stjórn Fiskifjeagsins? játa yfirsjón sína og lofa að bæta ráð sitt. Og þegar hins vegar er sýnt fram á með sterkum líkum að hann hafi vanrækt að leggja fram tilboð um sölu á kolum til landsins, og þar með orðið þess valdandi, að mörg hundruð þúsund króna tjón hafi af hlotist, þá ber hann það af sjer með því að jeg- „hafi gleymt að segja stjórninni frá því“ — og „skrökvi því að stjórn- in hafi ekki þegið þetta boð“. í fyrra tilfellinu finst honum hann hafi gert eins og bezt var að gera fyrir landið, en í síðara tilfellinu hafi tjónið orðið af gleymsku hjá mjer. Jeg mun geyma minn rjett til að láta dæma á milli okkar út af ágrein- ingnum um bretska samninginn, eins og hins, að jeg á lögformlegan hátt láti hann afneita því að hann hafi ekki veitt kolatilboðinu móttöku. Jeg ætla ekkert að blanda mjer inn i aðrar deilur, sem risið hafa út af framkomu þessa ráðherra í öðrum opinberum málum; en ekki þætti mjer ólíklegt, ef landsdómur á sinum tima verður látinn rannsaka og dæma em- bættisgjörðir hans, þá muni þessi mál ekki verða undanskilin. Matth. Þórðarson. Nýju þingmennirnir. Af þeim ])ingmönnum, sem nú eru nýkosnir, sátu 24 á síðasta þingi. 16 hafa fallið úr hópnum. Þar í eru fyrst og fremst konung- kjörnu þingmennirnir. Af þeim 6 mönnum er að eins 1 i nýkosna þing- inu, Guðmundur Björnson landlækn- ir. Af hinum 11 eru 2 úr Heimastj.fi., Jóh. Eyjólfsson og Sig. Stefánsson, sem báðir fjellu nú við kosningarnar; 4 úr Langsumfl., Karl Finnbogason, Sv. Björnsson og Guðm. Hannesson, sem fjellu, og Sig. Gunnarsson, sem ekki bauð sig fram; 3 úr Þingbænda- fh, Jósef Björnsson og Þór. Bene- doktsson, fallnir, og Björn Hallsson, sem ekki bauð sig fram; 1 úr Þvers- umfl., Guðm. Eggerz, fallinn, og svo Skúli heitinn Thoroddsen. Af þeim 16, sem skarðið fylla, hafa 5 setið áður á þingi; Guðj. Guðlaugs- son, Jóh. Jóhannesson, Þór. Jónsson, H. Steinsen og M. Torfason. 11 koma nú á þing í fyrsta sinni. Hjer skal stuttlega minst á þá hvern um sig. Sigurður Jónsson á Ystafelli er þjóðkunnur maður af starfi sínu að kaupfjelagsskap norðan lands og af fyrirlestraferðum um landið. Hann er aldraður maður, fæddur 1852, næst- elsti maður þingsins, en elstur er Ó- lafur Briem, fæddur 1851. S. J. hef- ur ætíð verið Heimastj.maður. Björn R. Stefánsson, bóndi og kaupm. á Búðareyri við Reyðarfjörð, er mjög áhugasamur maður um al- menn mál, hefur lengi tekið mikinn þátt í kosningastríðinu þar eystra og altaf verið öruggur Heimastjórnar- maður. Var hann einhver duglegasti stuðningsmaður þeirra Jónanna með- an þeir voru í kjöri í Suður-Múla- sýslu. Hann er 36 ára, fæddur 1880. Magnús Guðmundsson sýslum. á Sauðárkróki hefur alt til þessa ekki skift sjer mikið af opinberum mál- um utan sýslu sinnar, en auðsjeð er það á atkvæðatölu hans, að Skag- firðingar bera gott traust til hans, enda er enginn efi á því, að þeir hafa fengið góðan fulltrúa á þing þar sem hann er. Hann er 37 ára, fæddur 1879. Aður en hann varð sýslumaður var hann um eitt skeið aðstoðarmaður á 2. skrifstofu stjórnarráðsins. Hann bauð sig nú fram utan flokka, en hef- ur ætíð áður verið Heimastj.maður. Einar Árnason á Eyrarlandi, rjett hjá Akureyri, hefur einnig að und- anförnu ætíð verið Heimastj.maður, en bauð sig nú fram utan flokka. Hann hefur ekki áður haft afskifti af opinberum málum utan hjeraðs síns, en er af kunnugum sagður álit- legt þingmannsefni. Hann er 41 árs, f. 1875. Gísli Sveinsson lögmaður er lands- kunnur af ritgerðum sinum í blöð og tímarit um ýmisleg mál. Hann hefur nú nokkur ár að undanförnu verið starfsmaður í Landsbankanum. Eins og kunnugt er, var hann áður Land- varnarmaður og þar helsti forkólfur skilnaðarmanna. En í deilunni um fyr- irvarann skildi hann sig þegar í upp- hafi frá Sjálfstæðisfl. og fylgdi fram sama skilningi á því máli og Heimastjórnarmenn. Nú telst hann í flokki Langsummanna. Hann er 36 ára, f. 1880. Sveinn Ólafsson í Firði í Mjóafirði er nú loks orðinn þingmaður Sunn- mýlinga með miklu fylgi, og hefði hann vel mátt komast þar að fyrri, því hann er gáfumaður mikill og lík- legur til ])ess að verða nýtur þing- maður. Langt er síðan hann bauð sig fyrst fram í S.-Múlasýslu, en fjekk þá lítið fylgi, því sýslubúar voru hon- um andvígir i hvalveiðamálunum, sem þá voru áhugamál margra, og síðan' hefur hann hvað eftir annað fallið þangað til nú. Meðan Jónarnir voru í kjöri í S.-Múlasýslu var Sv. Ól. í kjöri á móti þeim af hálfu Sjálf- stæðisflokksins, en nú bauð hann sig fram af hálfu óháðra bænda. Lögr. befur heyrt, síðan hún gat um flokka- skiftinguna seinast, að Sv. Ól. hafi sagt það ákveðið um afstöðu sína til gömlu flokkanna, nú fyrir kosning- arnar, að inn í flokk Þversummanna gengi hann ekki. Sv. Ól. er 53 ára, f. 1863. Pjetur Þórðarson hreppstjóri i Iljörsey er ekki kunnur fyrir afskifti af almennum málum utan hjeraðs síns að öðru en því, að hann er sagð- ur hafa verið frumvarpsmaður, meðan það var á ferðinni, og jafnan fylgj- andi Heimastj.flokknum. En nú bauð hann sig fram af hálfu óháðra bænda og sum blöðin hafa verið að eigna Þversummönnum hann, en Lögr. er ókunriugt um, hvort ]>að er með rjettu gert eða ekki. Hann er 52 ára, f. 1864. Líklega verður kosning hans ógilt af þinginu, ef sannar eru þær sögur, sem af henni ganga. Jörundur Brynjólfsson barnakenn- ari i Rvík er fyrsti fulltrúi verkmanna á al])ingi. Hann er ættaður úr Horna- firði og er 32 ára, f. 1884, hefur tek- ið próf á Kennaraskólanum og um nokkur ár að undanförnu verið útgef- andi og ritstjóri barnablaðsins „Unga ísland“. Um stjórnmálaferil hans hefur Lögr. heyrt það, sem rjett mun vera, að hann hafi fyrst verið Heima- stj.maður, þá Þjóðreisnarmaður, en út úr fyrirvaradeilunni gekk hanní flokk þversummanna og varð um tíma for- maður þeirra. En er verkamannafje- lagsskapurinn hófst hjer í bænum með nýju afli í fyrra vetur, fór hann þangað og varð einn af forsprökkum hans, en sagði þá skilið við þvers- ummenn. Þó hafði hann stuðning þess flokks nú við þingkosningarnar. Þorsteinn M. Jónsson barnakennari Borgarfirði eystra er alveg óþektur maður; en blöðin hafa talið hann nú við kosningarnar til þversummanna, og Sjálfst.maður mun hann hafa ver- ið að undanförnu. Má þó vel vera, að hann hafi boðið sig fram sem Bændaflokksmann. Hann er 31 árs, f. 1885. Pjetur Ottesen á Akranesi hefur líka verið talinn til Þversummanna, en hefur víst einkum boðið sig fram sem fulltrúa sjávarmanna gegnsveita- bændum og kosningafylgi hans mun alt hafa verið á Akranesi og þar í nágrenninu. Kunnugir menn P. O. hjer í bænum segja að hann hafi verið hjer meðan mestar voru róst- urnar milli Heimastj.manna og Sjálf- stæðismanna og þá fjelagsmaður í „Fram“. Hann er næstyngstur þing- manna, 28 ára, f. 1888. Skúli S. Thoroddsen er yngsti þingmaðurinn, að eins 26 ára, f. 1890. Hann er kandidat í lögfræði frá Há- skólanum hjer. Á kjósendafundunum vestra í haust hafði hann verið mjög harður í garð núverandi stjórnar. En stjórnarmenn sumir hjer í bænum eru nú jafnvel farnir að telja hann meðal fylgismanna hennar, hvað sem rjett er í því. Eru þá nýju þingmennirnir allir taldir. í næsta blaði verður sýnt, hvernig atkvæði kjósenda hafa skiftst milli flokkanna nú við kosningarnar. Hjer skal þess aðeips getið; að það er mjög líkt og við landskosningarnar í sumar. Sum blöðin hafa flutt mjög rangar skýrslur um þetta, svo sem Landið 0. fl. SALA VESTURHAFSEYJANNA. Nýlenduráð Vesturhafseyja Dana kom til Khafnar 11. þ. m. og starfs- tími nefndarinnar, sem á að fjalla um eyjasöluna, var framlengdur til 25. þ, m. Nú segir í skeyti til Mrg.bl., að þjóðaratkvæðagreiðsla í Danmörk um eyjasöluna eigi að fara fram 14. des- ember n. k. íslendingasögur. I. Efnið í sögunum er oft ekki skemtilegt; mikið af því er deilur, bardagar og víg. Það sem kemur oss til að lesa aftur og aftur, er fremur hverjir það eru, sem frá er sagt, og hvernig sagt er frá, heldur en at- burðirnir, sem verið er að segja frá. Tildrögin til þess að ein af merkileg- ustu tilraununum i sögu mannkyns- ins mistókst, er það sem mest er frá sagt. En það er sagt frá því á þann hátt, að ekki er vonlaust um að rjetta megi tilraunina við. Sumir menn, einkum útlendir (að prófessor Heusler þó undanskildum), virðast helst vilja láta telja Islend- ingasögur skáldskap. En ef menn gera það, þá misskilja þeir aðalatrið- ið í þeim. Áhuginn á því að segja r j e 11 o g s a 11 frá merkilegum mönnum, forfeðrum og frændum, er það sem einkennir vorar bestu sögur; og það hefur svo vel tekist, og þess vegna hefur svo vel tekist, að þar sem best er í íslendingas., er toppur sögu- ritunar á jörðu hjer. I hinni frægu lýsingu Mommsens á Cæsar, er meira af tilbúningi, heldur en i mannlýsing- um Snorra Sturlusonar og annara sögumanna íslenskra, sem bestir hafa verið. Og málsnildinni þarf ekki að jafna saman; hvorki Mommsen eða Carlyle eða aðrir söguritarar ágætir frá síðari tímum komast að málsnild nálægt því sem íslendingar hafa best gert. Júlíus Cæsar, sjálfur dívus Júlí- us, virðist mjer vera sá eini sögu- ritari, þeirra sem jeg hef nokkuð eft- ir lesið, er nefna megi sem sögumáls- snilling, nálægt hinum bestu íslend- ingum höfðingjaaldarinnar. II. Það þarf að skrifa sögu íslendinga á þann liátt, að það skiljist, hvaða tilraun það er, sem var gerð með byggingu landsins. Tilraunin var gerð til þess aö koma á fegra mannfjelagi ei' i öðrum stööum var til, frjálsari og fullkomnari stjórn en í konungs- ríkjum var, goðastjórn. ísland var samríki af goðaríkjum, og samþing- ið hjet Alþing. Og Alþingi mun þjóð- in koma sjer upp aftur, ef hún rjettir við. Því að þing það sem vjer eigum nú, er í rauninni fremur lögþing en Alþing. Sannnefnt ]>jóðþing verður það ekki, fyr en þingið er háð á hinum forna þingstað, nokkra daga af hverjum þingtíma. III. Tilraunin var enn fremur gerð til þes að varðveita hið besta mál, sem mannkyn þessarar jarðar hefur eign- ast. Því að það má sýna fram á, með vísindalegri aðferð, að norræn tunga er einmitt það sem mannkyninu hefur best tekist í þessari merkilegu tungu- málsviðleitni, sem er eitt af einkenn- um mannkynsins gagnvart dýrunum. Og það er einmitt það, sem búast mátti við um mannkyn ]iar sem er að koma visnun í toppinn, hið hvíta mannkyn, að göfugasta málið mundi alstaðar undir lok liðið, nema á erf- iðri úthafseyju. Meðan íslendingar hafa enn þá að varðveita aðalsmál mannkynsins, er ekki vonlaust um til- raunina sem Landnáma segir oss frá, bók, sem eins og við var að búast, á ekki sinn líka í neinum bókment- um. Ef menn halda að hjer sje um nokkurn þjóðernishroka að ræða, þá hafa þeir ekki skilið mig. Málsins vegna hafa íslendingar, þó að fáir sjeu, alveg sjerstaka þýðingu fyrir Norðurlönd. Þegar íslenskir vísinda- menn fara að koma sjer betur við og verða betur samtaka, bæði sjálfir og svo alþjóð annari og þjóðin þeim, þá mun margt í þessum efnum verða í augum uppi, sem menn virðast lítt hafa áttað sig á enn sem komið er. Norðurlandaþjóðir fá ekki eins heillavænleg áhrif á heimsmenning- una og þær geta fengið og nauðsyn- legt er að þær fái, sín vegna og alls mannkyns, ef hið forna mál verður ]>ar ekki endurreist. En án aðstoðar íslendinga getur sú endurreisn ekki orðið. 18. 11. Helgi Pjeturss. Frjettir. Gufuskipið „Patria“ ferst. Fyrir nokkrum dögum kom hingað sím- frjett um það, að flutningaskip T. Fredriksens kaupmanns hjer í bæn- um, Patría, hefði farist í hafi, en menn bjargast. Fredriksen var sjálf- ur með skipinu. I gærmorgun kom hingað vopnaður botnvörpungur ensk- ur, Saxon frá Grimsby, og flutti skip- verjana af Patríu, er voru 13. í við- tali við Mrg.bl. hefur hr. T, Fred- riksen sagt þannig frá slysinu: „Patría fór frá Mandal föstudag- inn 3. nóvember hlaðin timbri og se- menti, áleiðis beint til Reykjavíkpr. Alla leið norður fyrir Færeyjar hrepti skipið versta veður, stöðuga s. s. aust- an storma með stársjó. 9. nóv. var skipið komið alllangt norður fyrir Færeyjar, og þegar við áttum um 150 sjómílur eftir ófarnar að Port- landi, kom í ljós að leki mikill hafði komist að skipinu. Veðrið var þá held- ur betra, en sjór mikill. Dæla skips- ins var í gangi um hríð, en hún bil- aði brátt, og stöðugt streymdi sjór inn í skipið. Þegar vjelin stöðvaðist vegna vatnsins hittist svo á að bretskt hjálparbeitiskip, Moldavia, um 11 þús. smálestir að stærð, var þar í nánd. Báðum vjer það skip að draga skip- ið að landi, en það voru engin tök á því. Vissum vjer þá ekki, að svo mik- ill leki hafði komist að skipinu, að það mundi sökkva. Þegar það kom í ljós, sendum við neyðarljós upp og kom þá beitiskipið aftur til okkar. Sendi það bát til þess að taka okkur. Var þó mjög ilt í sjóinn, og varð bát- Ui' Bretanna að fara tvær ferðir milli beitiskipsins og okkar. Kl. n um kvöldið vorum við allir komnir yfir á beitiskipið, en Patría var þá ekki sokkin. Við höfðum tekið lítið með okkur af eigum vorum yfir á beitiskipið. Þó hafði jeg náð með mjer skjölum mínum og ýmsu öðru í smátösku, sem jeg varpaði niður í björgunar- bát beitiskipsins. Um nóttina lá

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.