Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.11.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 29.11.1916, Blaðsíða 2
204 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, »g auk þess aukableð við og við, minst 60 blöf alls á ári. Verð 5 kr. árg. á lslandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí. Frá flokks-sjónarmiSi verður nú ekki annars óskaS, en aS í þau 6 ár, sem í hönd fara, geti flokkurinn feng- i?5 aS vera annaðhvort stjórnar- flokkur með nægilegu bolmagni til þess aö koma áhugamálum sínum fram, eöa þá stjórnar-andstööu- flokkur, með þeirri góðu aðstöðu, er þar af leiðir, til þess aS vinna áhuga- málum sinum fylgi og eflast. Horf- urnar á því, að hiS fyrnefnda geti orSiS, eins og þingiS er skipaö, virS- ast vera mjög litlar, en þó verSur ekki meS vissu um þaö sagt, af því aS flokkaskipunin er nokkuö á reiki. Og frá flokks-sjónarmiði er þá hinn kost- urinn líka mjög góSur, aS geta fengiS aö vera all-fjölmennur stjórnarand- stöSuflokkur. Eitthvert lakasta hlutskiftiö frá þessu sjónarmiöi er þaö, aö styöja stjórnina — vera stjórnarflokkur — en koma ekki sínum áhugamálum fram, hvort sem þetta er á þann hátt, að ráöherrann, sem studdur er, er flokksmaöur, en vantar fylgi til aS koma málunum fram, eSa hann er utanflokksmaöur, og vantar viljann til að koma þeim fram. Timanum er eytt til einskis, því aö með þessu móti á flokkurinn þaö víst, aö í lok kjör- timabilsins er hann orSinn enn þá veikari en í byrjun þess, og hefur þó ekkert afrekað. Austurríkiskeisari dáinn. 21. þ. m. andaðist elsti þjóöhöfS- ingi Noröurálfunnar, Frantz Jósef Austurríkiskeisari, liðlega 86 ára gamall, fæddur 18. ágúst 1830. Nær 68 ár hafði hann borið keisaranafnið, kom til ríkis 2. des. 1848, og hafa miklar breytingar orðiS á högum Austurríkis á þeim tíma. Franz Jósef tók við ríkisstjórn eftir Ferdínand fööurbróöur sinn, og uröu þau skifti út af uppreisn og róstum, sem oröiS höföu í Wien haustiS 1848. Á þeim tímum náðu yfirráð Austurríkisstjórn- ar yfir Norður-ítalíu, og af málefnum Þýskalands, er þá var skift í smá- ríki og ekki orSiö sú heild, sem þaS síSar varð, haföi hún mikil afskifti. En í Austurríki voru þjóðernin mörg og tungumálin mörg og erfitt aS halda þessu saman undir eina stjórn. Varð þaö aðalágreiningsefniö inn á viö, hvort heildarstjórnin ætti aö vera sem sterkust, eöa hitt, aS hin einstöku þjóðerni fengju sem mest aö njóta sín. HiS fyrra var mjög ráðandi hjá stjórn Austurríkis á fyrstu stjórnar- árum Frantz Jósefs, og á þeim grund- velli var gefin út sameiginleg stjórn- arskrá fyrir ríkiö 4. mars 1849. Átti stjórn ríkisins þá viö ófriði aS snú- ast bæöi á ítalíu og í Ungverjalandi, en bar hærra hlut á báöum stööum, í Ungverjalandi meö hjálp Rússa. En stjórnin þótti halda fram hinu þýska þjóöerni á kostnaö hinna og var þetta uppspretta til sífeldrar úlfúSar innan ríkisins. Lenti svo Austurríki í ófriSi viö Frakka og ítali og misti Lang- barSaland 1859. Litlu siöar, 1864, tók Austurríki meö Prússlandi þátt í stríð- inu viö Danmörk, er Suður-Jótland var tekiö af Dönum, og ætlaöi stjórn Austurríkis með því aö auka áhrif sín og völd í Þýskalandi. En þaS fór á annan veg, og höfðu Prússar allan hagnaöinn. Út af ágreiningi um þetta varð ófriður milli Prússa og Austur- rikismanna og sóttu þá ítalir aS Aust- urríki ööru megin, í bandalagi viS Prússa. Eftir þann ófriS misti Aust- urríki Venezíu, og áhrifunum í Þýska- landi var lokiö, með því aö úr þessu hefst þar vegur Prússlands. 1 Ung- verjalandi höföu veriS sifeldar róst- ur og uppreisnir, og sá nú stjórn Austuríkis þann veg bestan, aö láta að vilja Ungara. VarS Ungverjaland þá sjálfstætt ríki í persónusambandi viö Austurríki og Frantz Jósef var krýndur í Buda-Pest 8. júní 1867 sem konungur Ungara. Hefur hann jafn- an síðan verið vinsæll þar í landi, enda látiö sjer ant um, aS stjórnar- skrá landsins væri haldin út í æsar. Nokkru eftir þetta komst á bandalag milli Austurríkis, Þýskalands og Rússlands, þriggjakeisara-bandalagiö, sem svo var kalla, en þaS stóS ekki lengi, meS því aö hagsmunir Rúss- Frantz Jósef. lands og Austurríkis rákust mjög á þar sem um var aö ræSa, hvar þau lönd ættu aö lenda, sem voru aö losna undan yfirráSum Tyrkja á norðan- verSum Balkanskaga. Austurríki náði haldi á Bosníu og Herzegowinu árið 1878 og innlimaSi þau hjeruð fyrir nokkrum árum.Haföi Þýskaland stutt Austurríki í þeim málum, og 1883 komst á þríveldasambandiS, milli Þýskalands, Austurríkis og ítalíu,sem haldist hefur ]>angaö til ítalía gekk úr því á siöastliðnu ári. En stríöinu milli þjóöernanna í Austurríki og Ungverjalandi hefur var hrakinn þar frá ríki og skotinn 1867, Önnur af dætrum Frantz Jósefs giftist Leopold prinsi af Bayern, en hin töskönskum erkihertoga. Frantz Ferdinand keisaraefni var kvæntur konu af borgaraættum og haföi því orSiS aö afsala börnum þeirra rjetti til ríkiserfða. VarS þá bróSursonur hans ríkiserfingi og heit- ir Karl Frantz Jósef. Hann er nú orS- inn keisari Austurríkis. Er hann ung- ur rwaöur, fæddur 1887, og kvæntur Zitu prinsessu af Burbon og Parma. Fylgja hjer myndir af þeim, teknar er þau giftust, fyrir nokkrum árum. flinn nýi keisari hefur siðan ófriður- inn hófst haft herstjórn á hendi. Sálin vaknar. Ritdómur í dönsku tímariti. Karl Frantz Jósef. altaf haldiS áfram. Því var oft spáð fyrir ófriSinn, aS rikiö mundi rofna, er Frantz Jósef fjelli frá. Sumir sögðu það ætlun Frantz Ferdinands, ríkiserfingja Austurríkis, sem myrt- ur var í Sarajevo sumariS 1914, aS skifta ríkinu í þrent, stofna slavneskt, sjálfstætt ríki innan persónusam- bandsins, er næSi yfir suðausturhjer- uðin. En Serbar gerðu tilkall til þeirra hjeraða, og út úr því reis íjandskap- urinn milli þeirra og Austurríkis- manna, sem varö til þess aS hrinda á staö ófriðnum, sem nú stendur yfir. i;íýíýí.»»») Zita keisaradrotniug. Frantz Jósef keisari hefur á ríkis- stjórnarárum sínum oft átt erfiða aðstöðu, bæði út á við og heima fyr- ir í ríkinu. En þar við bætist aö hanu hefur hvað eftir annaS orðiö fyrir þungum sorgum í heimilislífi sínu. Hann kvæntist .4. apríl 1854 Elíza- betu dóttur Maximilíans hertoga af Bayern og eignuSust þau einn son og tvær dætur. Sonurinn, Rudolf, dó mjög slysalega 1889, og 9 árum síðar var drotningin myrt. Svo var ríkiserf- inginn, sem kom eftir Rudolf prins, Franz Ferdinand, bróðursonur keis- arans, myrtur 1914. Loks má geta þess, að bróðir Frantz Jósefs, Maxi- milian, er keisari varð í Mexikó 1864, Holger Wiehe docent hefur ritað um þá bók í nóvemberhefti tímarits- ins „Tilskueren“, og er það nýkomiö hingað. Hann lýkur miklu lofsorði á söguna og þykir honum rit höfund- arins, einkum frá síöustu árunum, of lítið kunn í Danmörku. „Vonir“ eru til a dönsku, segir hann, í þýöingu eftir greinarhöfundinn, og fjekk sú saga hrós hjá G. Brandes, þegar þýSingin af henni kom út. SíSan þýddi Olaf Hansen „Ofurefli“. Þetta er alt, sem kunnugt er dönskum lesendum af skáldritum Kvarans, segir greinarhöf. Og þó hefur hann einmitt skrifað bestu bækur sínar á síðustu árunum og er nú tvimælalaust fremstur allra íslenskra skálda, sem í óbundnu máli rita. Mönnum kom það á óvart, er frá honum birtist 1913 söguleikrit frá 16. öld, er sýndi, að hann einnig á því sviði er fremsti maðurinn meöal ís- lendinga. Því miður mundi þetta skáldrit aS líkindum hafa þau áhrif á þá, sem mest glamra með föðurlands- ástina hjá okkur, aö þeir fitjuðu upp á nefið. Það er ekki hægt aS neita því, að í leiknum kemur fram dálítil tilhneiging til stjórnmálaáhrifa, en þó er hún enganveginn nærgöngul, og hin samhygðarlega meðferS á aöal- persónunni, danska fógetanum, sem er harðstjóri, ætti aö geta sætt menn viö hitt, jafnvel þá, sem tilfinninga- næmir eru Tveimur árum síðar kom nútímaleikrit, tekið úr Reykjavíkur- lifinu, einnig fallegt verk og skáld- legt („Syndir annara“), og nú i vor kom út skáldsagan „Sálin vaknar“. í henni hefur höf. án efa komist hærra en nokkru sinni áður. Þar er hin fullkomnasta list í máli og fram- setning. Þrátt fyrir muninn, er hjer eitthvað, sem minnir á Pontoppidan okkar. MáliS er undir eins blátt áfram og göfugt; menn verða ekki varir við íyrirhöfnina, sem að baki liggur. Framsetningin er föst og ljós og leik- ið á hina fjölbreyttustu strengi tung- unnar, án þess að ómurinn verSi nokkru sinni ruddalegur eöa hvers- dagslegur. Efnið er úr virkileikans heimi og þó undir eins hárómantískt. Sagan gerist nú á dögum í Reykja- vík; alt er þar lifandi, áþreifanlegt, grípandi inn i það, sem er að gerast. Og þó er rauði þráðurinn í sögunni rómantík og dulfræSi. Höf. er, eins og ekki er ótítt á íslandi, trúaður andatrúarmaður, og dularfull fyrir- brigði eru að miklu leyti ívafiö í sög- unni. Mjer er næst aS halda, að þetta sje Nyjustu bækur: GLÍMUBÓK. Gefin út af Iþróttasambandi Islands. MeS 36 myndum. Verð kr. 2.75. KNATTSPYRNULÖG. Gefin út af íþróttasambandi Islands. Með uppdráttum. Verð kr. 0.50. Fást hjá bóksölum. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. RafBansvjtlar. Iiliiinilill Ef þjer þurfið að byggja rafstöð fyrir: Kaupstað, Sveitaheimili, Versl- unarhús, Skólabyggingar eða Hreyfimyndahús, enn fremur til ljósa á Gufuskip eða Mótorbáta, þá leitiö upplýsinga öllu því viðvíkjandi hjá mjer, áður en þjer festiS kaup annarstaðar. Jeg hef bein sambönd við Ameríku, þar sem vjelarnar eru smíðaðar, og enga milliliði milli mín og verksmiðjanna. SkrifiS í tíma, áSur en alt farrúm að vestan i vor gengur upp. Öllum fyrirspurnum svarað tafarlaust. B. Kjartansson. Pósthólf 383. Reykjavík. fyrsta skáldritið á Noröurlöndum, sem bygt er á lífsskoöun andatrúar- manna. En engin ástæSa er til að ergjast út af þessu, og þaS því síður sem höf. tekur mjúkum höndum á þessu efni. Hvergi fer hann út í prje- dikunartón, og þótt menn við lestur- inn ekki geti verið í efa um skoðanir höf., er framsetningin þannig, aS þótt „hins yfirnáttúrlega“ gæti mikiö og það hafi áhrif á huga söguhetjunn- ar, þá má skýra alt saman sem fyrir- brigði í sál mannsins, er ekki þurfa að setjast í samband við andaheim- inn. Áhrifin verða ekki ólík því, að efniS væri tekið úr gamalli íslenskri draugasögu. Síðan rekur greinarhöf. efni bók- arinnar og segir aö persónunum sje ágætlega lýst og með skörpum drátt- um. Framþróunin hjá höf. sje eftir- tektar verS, er þessi saga sje borin saman við hin helstu verk hans frá eldri tímum. Hann hafi áður verið bölsýnismaður, en nú sje hann orð- inn lofsöngvari hins góða í manneðl- inu og sjái þar aöaltaug þess. „Sálin vaknar“ er lofsöngur bræðralags og kærleika til náungans. Hversu efa- gjarnir sem menn annars eru gagn- vart andatrúnni, verða menn samt sem áður að gleðjast yfir því, að hún hef- ur skapað hjá honum þessa trú á hið góða í mönnunum. Og, sem betur fer, hefur hann ekki við þetta oröiS minni listamaSur en áður, hann hefur, þvert á móti, vaxið. í byrjun þessarar greinar urrt „Sál- iii vaknar“ hefur höf. með nokkrum orðum minst á íslensku skáldin, sem á dönsku rita, einkum til þess að skýra frá, hvernig litið sje á verk þeirra af ýmsum hjer heima, og hafa þeir svarað þeim ummælum i sama heftinu Gunnar Gunnarsson og Jó- hann Sigurjónsson og eru greinarhöf. gramir út af þeim, einkum G.G. Þaö er líka sannast aS segja, að þær fáu raddir hjer, sem hafa veriS að and- mæla starfsemi þeirra af þvi að þeir rita á dönsku,heföu aldrei átt að heyr- ast. En hinu verSur ekki neitað, að þær hafa komið fram, þótt alt of mikið sje úr þeim gert í ritdeilunni þarna í „Tilskueren". Kenningar í skáldskap. Til sjera Janusar Jónssonar. í 4. hefti Skírnis í ár ritar sjera Janus Jónsson um „Eddu í kveSskap fyr og nú“. Tekur hann í þessari rit- gerS sinni upp vísu eftir mig úr kvæði er jeg orti þegar skip Eimskipafje- lags íslands, Goðafoss, kom fyrst hingað til Reykjavíkur, til þess að sýna að skipskenningin, sem jeg nota þar (öldugammur), sje ekki rjett skipskenning efti fornum kveðskap. Sjera Janus segir svo: „sje g a m m- u r hjer fuglsheiti, þá er um þaS að segja, að landfuglanöfn eru aldrei höfðí skipakenningum í fornum kveð- skap, og öldugammur yrði þá að eins einhver sjerstök gammategund, er liföi á sjó, en sú tegund er ekki til.“ Þannig hljóðar rökfærsla sjera Jan- usar, en „hún er ekki rjett“ og vil jeg því til sönnunar benda á að skips- kenningarnar „hrafn hranna“ og „sævar hrafn“ eru viðhafðar í fornum kveðskap. Skal jeg nefna hjer tvö dæmi: I Velleklu Einars skálaglamms: Berk fyr hefnd þás hrafna (hljóm) lof (togins skjóma hann nam) vörðr (at vinna) vann síns föður hranna. I visu Víga-Glúms, sem þetta er upphaf að: „Harðsteini ljet húna“, er seinni parturinn þannig: „en þrádráttar þóttumk þjósti keyrör of ljósta sævar hrafns í svefni snarr beinanda steini.“ I báöum þessum tilfærðu dæmum hafa þá þessi fornskáld leyft sjer að viðhafa landfuglsnafn í skipskenning- um sínum, þó sjera Janusi hafi sjest yfir það. I nýrri tíina kveöskap munu fleiri en jeg hafa notað þetta fuglsheiti í skipakenningum, og skal jeg að eins tilfæra þetta dæmi úr Friöþjófssögu, í þýðingu sjera Matthíasar Jochums- sonar: „beint í vestur, beint í vestur, brunar marargammurinn“. Ekki man jeg til að jeg hafi sjeð neitt sett út á þessa kenningu hans, en að „marargammur" sje rjett^ri skipskenning en „öldugatnmur“ finst mjer engin ástæði til að ætla. Það er alveg rjett, sem sjera Janus tekur fram í ritgerö sinni, aS vísan eftir mig, sem hann tilfærir, er skakt prentuö í 52. tbl. ísafoldar, og er tilgáta hans um hvernig lesa eigi rjett. Rvik, í nóv. 1916. Hannes S. Blöndal. Undarlegt uppþot. Magnús Pjetursson Strandalæknir er með mestu vígmannalátum í Isaf. 22. þ. m. út af því, að Lögr. gat þess einhvern tíma í haust, að Guðjón al- þingismaður Guðlaugsson hefði stutt hann til þess að verða sjálfkjörinn í Strandasýslu við nýafstaðnar kosn- ingar. Þykir honum sem Lögr. sje að marka sig með þessu undir mark Heimastj.flokksins og er svo að heyra sem hann telji það eitthvert ódæSi, pólitískan sauöaþjófnaS eöa eitthvað þess konar. En Lögr. er þaS fjarri skapi, að seilast eftir M. P. Þlenni er alveg sama, í hvaða flokki hann heingslast, eða hver til þess verður að hnýta honum aftan í sig á næsta þingi. En undarlegt þykir sumum það, að hann bíður með skriftamál sín þangaö til útsjeð er um, að Heima- stjórnarflokkurinn hefur ekki ákveð- inn meirihluta í þinginu, þótt það, sem hann þykist vera að svara, sje fyrir löngu fram kornið i Lögr. Ætl- aði hann að skreiðast í flokkinn, ef hann hefði fengiS meirihluta? spyrja menn. En líst honum, eins og nú standa sakir, arðvænlegra að stjákla „á ská“ milli „langsum“ og „þvers: um“, eins og hann gerði á síðasta þingi ? Lögr. svarar þeim spurning- um engu, enda er henni, eins og áður segir, sama hvar maöurinn flækist.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.