Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 13.12.1916, Síða 1

Lögrétta - 13.12.1916, Síða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. Afgrciðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKS4BON. Banhastræti II. Talsimi 359. Nr. 58. Reykjavík, 13. desember 1916, XI. árg. Myndin sýnir þá, sem tóku þátt í hinum alþjóölega jafnaðarmanna- fundi í Haag síöastliöiö sumar. Meöal þeirra voru fulltrúar frá Noröur- löndum: Th. Stauning frá Danmörk, sitjandi í ööru sæti á vinstri hönd, Hjalmar Branting frá Svíþjóð, sitjandi yst til hægri handar. 1 þriðja sæti frá vinstri hönd situr forseti fundarins, Hollendingurinn P. J. Tro- elstra, en í fjóröa sæti frá vinstri hönd er Belginn Camille Huymann. V. B. K. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Ljereft, bl. og óbl. — Tvisttau. — Lakaljereft. — Rekkjuv*ðir, Kjólatau. — Cheviot. — Alklæði. — Cachemire. Flauel, Silki, Ull og Bómull. Gardínutau. — Fatatau. — Prjónavörur allskonar. Regnkápur. — Gólfteppi. Pappír og ritföng. Sólaleður og’ skósmídavörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bökaverslun Siglúsar [ymundssonar. Lárus Fjeldsted, Y firrjettarmálafærslumaður. LÆKJARGATA a. Venjulega heima kl. 4—7 síBd. t ■" Nýja Bókbandsvinnustofan tekur aö sjer alla vinnu, sem aö bók- bandi lýtur og reynir aö fullnægja kröfum viðskiftavina sinna. Bókavin- ir, lestrarfjelög og aörir ættu því aö koma þangaö. — Útvegar allar bækur er fáanlegar eru. Þingholtsstræti 6 (Gutenberg). Brynj. Magnússon. Landpóstaferðir. Þaö er jafnan meö nokkurri for- vitni, aö menn kynna sjer nýútkomn- ar skipaáætlanir fyrir komandi ár. Breytingar ár frá ári eru alltíðar á þeim áætlunum. ööru máli er aö gegna meö feröaáætlanir landpóst- anna, þótt þær einnig komi út ár- lega. Frá því 1891, þegar landpósta- ftröunum var skift um Staö í Hrúta- firöi og sunnan- og norðanpóstur látnir mætast þar, í stað þess að sami póstur fór áður alla leið milli Reykja- víkur og Akure'yrar, má heita aö ferðaáætlun landpóstanna hafi staö- ið í stað óhögguö og verið nær ó- breytt uppprentun frá ári til árs; póstferðafjöldinn hinn sami, 15 ferð- ir á ári, og þær einu breytingar á oröið, aö brjefhirðing eöa póstaf- greiðsla er flutt frá einum bæ til annars á póstleiöinni eða aö einhverj- um aukapósti er við bætt. Annars alt meö kyrrum kjörum á sviði land- póstferöanna þennan aldarfjóröung. Margt hefur þó breytst í landinu á þeim tíma, viðskifti stórvaxiö og margvíslegar framfarir óneitanlega oröiö. En þeirra hefur furðulítið gætt í landpóstgöngum, þótt fúslega skuli játaö, aö aukapóstum hefur aö mikl- um mun verið fjölgað á þessu tíma- bili, og allmargar nýjar póstafgreiðsl- ur og brjefhirðingar stofnsettar. Aö vísu hafa skipaferðir vaxiö afarmikið á þessu tímabili og bætt mjög upp hinar strjálu landpóstferö- ir. En mörgum stórum flákum á land- inu hefur verið það lítil bót, og þar við bætist, aö skipaferðir eru oft mjög óábyggilegar. Landpóstar halda vel áætlun sinni og skeikar þar um aö eins örlítið stöku sinnum á vetrum. Skipagöngur geta aftur á móti taf- ist dögum saman af stormum og öör- um ástæöum þótt um hásumar sje, auk heldur á vetrum. Hafís glundrar einnig oftsinnis öllum skipaferðum mjög tilfinnanlega. Þaö er því stór- mikill munur á ábyggileik áætlana landpóstanna og skipanna. Auk þess njóta þau hjeruð, er langt liggja frá viökomustööum skipa, lítils góös af póstflutningi skipanna, því aö land- póstaferöir vantar þá oft til aö flytja póst frá viðkomustöðum skipanna upp til sveitanna. Alt þetta leiðir til þess. að landið á miklu meir en hing- aö til hefur verið gert, aö byggja póstsamband á landpóstaferöunum, og auka þær að mun. 1 ár hefur líka mjög dregiö úr siglingum meðfram ströndum landsins sakir styrjaldar- irnar og síhækkandi skipaleigu, svo að hinar strjálu póstferöir veröa að mun tilfinnanlegri en að undanförnu, og sýnist verða muni framhald á þessu jafnvel eftir styrjöldina. Þaö veröur því að teljast lirýn nauösyn þess, að póstsamband innanlands sje bætt, og þaö á þann hátt, að land- póstferðum sje fjölgað aö rtiun. Áætl- anaferöir landpóstanna virðast alls eigi mega færri vera en 24 á ári, frá Reykjavík um 1. og 16. í hverjum mánuði. Aukningin yrði þá 9 ferðir á ári umfram það, sem nú er, og minna er alls ekki viðunandi. Hafi landiö getaö horiö kostnaö við 15 landpóstferöir árlega fyrir fjóröungi aldar, ætti því ekki meö stórauknum póstflutningi þennan aldarfjórðung að vera ofviöa að kosta 24 ferðir á ári nú. Póstmálin viröast líka borga sig vel fyrir landsjóö. Samkvæmt landsreikningunum 1912 og 1913, hinum síöustu sem prentaðir hafa verið, hafa pósttekjur numiö umfram gjöld til póstmálanna: Áriö 1912.........um 48000 kr. Áriö 1913.........um 25000 kr. Auknar póstferðir mundu líka aö sjálfsögðu gefa auknar pósttekjur aö mun. Og þótt einhver tekjuhalli yrði á póstmálunum, væri ekki í það horf- andi. Þaö er varið mörgu fje úr land- sjóöi til ónauösynlegri málefna en þessa. Því er oft hreyft sem óheppilegs tákns tímanna hjer á landi, hve mjög fólkið á síöustu áratugum hefur fiykst úr sveitunum til hæjanna og sjávarplássanna. Tilbreytni og meira fjölmenni viö sjávarsíöuna dregur, lífiö í sveitunum þykir of dauflegt og tilbreytíngarlítið. Fjölgun og aukning landpóstferöa er nú óneitan- ltga dálítið spor i áttina til aö glæöa lifiö í sveitunum og auka tillireytn- ina. Hver sá, er dvalið hefur að vetri til í sveit, hefur ekki getað hjá því komist aö veröa var viö dálitla vakning úr skammdegisdrunganum þegar póstanna er von með blöö og hrjef; þetta merkist einnig greini- lega í kauptúnunum út um land við pósta- og skipakomur. Sá, sem ferö- ast meö pósti langa leið yfir landið aö vetrarlagi, verður þessa einnig glögt var. Frjetta- og fróðleiksfýsn- in vex og hugurinn vaknar til hvarfls yfir stærri sjóndeildarhring. Viöhúiö er aö einhverjir komi nú með þá mótháru, að á þessari aukn- ing landpóstferða sje lítil þörf vegna hins sívaxandi símasamhands út um landið. Játað skal það, að síminn hefur hinn síðasta áratug afarmikiö hætt upp hinar óhæfilega strjálu póstferöir og gert landinu ómetan- legt gagn meö því að mynda svip- slundarsamband land'shornanna á milli og við umheiminn, enda óðfluga þaniö málmæðar sínar út um bygðir landsins þennan síðasta áratug. En fyrst og fremst vantar enn talsvert á að símasamband landsins sje kom- iö í fullkomið horf. Póstæöanetiö á póstkorti landsins er enn og verður altaf eftir eðli sinu víðtækara en álm- ur símans. Þar að auki getur síma- samband aldrei i neinu landi gert póstsamband óþarft, er jafnvel svo að aukiö símasamband krefst aukins póstsambands. Síminn er mjög dýr . að nota og hálfgerð neyð stundum aö þurfa að nota hann til upphóta á ljelegt póstsamband og getur enda oft ekki fulluægt hlutverki póstsam- bands. Þótt t. d. símapóstávísanir sjeu sendar út um land, geta pósthúsin oft ekki borgað þær út, einkum ef um verulegar upphæöir er aö ræöa, og verða símapóstávísanir því stundum að litlu liði. Blöðin gátu þess í fyrra sumar, aö kostaðar voru sjerstakar sendiferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur, af því að um póstferö- ir var þá ekki að ræða, og var þó siminn þá í góðu lagi. Þaö eru víst fá lönd í Evrópu, þar sem sími heíur enn sem komið er jafnmikla yfirhönd yfir pósti sem hjer á landi, enda mynda járnbráutirnar þar svo skjót- ar póstsamgöngur. En þar sem járn- brautirnar ná ekki til eru daglegar lanclpóstaferðir. 1 Danmörku t. d. — og hið sama mun vera um alt megin- land Evrópu — er ekki til svo af- skekt býli, að ekki sje póstur, ef um er að ræða, borinn heim á heimilið einu sinni á dag; haldi heimilið blað, flytur pósturinn annaðhvort gang- andi, hjólandi eða oft með íslenskan hest fyrir smávagni, blaðið og annan póst til heimilisins dagsdaglega all- an ársins hring! Slíks verður vitan- lega lengi að bíða hjer á landi. En ekki sýnist til of mikils mælst, þótt liver bygð landsins hefði að minsta kosti 24 póstgöngur á ári, þegar bygðamenn hafa aftur fyrirhöfnina að sækja póstinn hver til sinnar brjef- hirðingar, oft all-langar leiðir. Sumir munu spyrja, hvað komi til að jeg skuli gerast íhlutunarsamur um póstgöngur. Svarið liggur beint við: Með hinni sívaxandi skriffinsku í landinu — sem er eins og kunnugt er mjög í uppstiganda, miðar drjúg- um við hvert þing, og kemur ekki síst niður á sýslumönnum, sem laga- moldviðri alþinganna leggur nýjar skyldur á herðar með hverju þingi — fara brjefaskriftir sýslumanna hrað- vaxandi með ári hverju og jafnframt nauðsyn þess, að málunum skili sem hest áleiðis, því jafnvel hingað norð- ur í höfin er nútíminn kominn með sínar flýtiskröfur. Hvað viðleitnina snertir til að hraða málunum, rekur maður sig fljótlega á þann þröskuld, sem heitir p ó s t u r. Málin eru kanske vel og lukkulega komin á pósthúsið umslagaklædd og reiðuhú- in til póstferðalags. En þar fá þau góða hvíld undir ferðalagið, því ef til vill híða þau þar alt að mánuði, þar til er þau leggja upp í póstferð- ina. Svo kanske lengi á ákvörðunar- brjefhirðingarstað, áður en þau ber- ast móttakanda, og þótt hann vilji svara fljótt og komi svarbrjefi til h*'fefhirðingar, þá getur staðið þannig á'fósti, að brjefið þurfi að liggja þar nokkrar vikur. í engu er póstsam- bandi landsins meira áfátt en í innan- hjeraðapóstgöngum; það gæti oft veri^. fljótlegra að koma brjefi suður til Miðjarðarhafsstranda en á sýslu- enda! Hve mikið fjölgun landpóstferða úr 15 upp í 24 ferðir á ári mundi kosta má sennilega nokkuð marka af Lands- reikningnum 1913; þar sjest, bls. 46, að á árinu hefur verið borgað til póst- flutninga á landi um 59500 kr. Sje gengið út frá 60 þús. kr. kostnaði ár- lega fyrir 15 ferðir, ættu 24 ferðir að kosta 96 þús. krónur. Hækkunin næmi eftir því um 36 þús. kr. árlega. Nú námu, eins og að ofan um getur, pósttekjurnar 1913 um 25 þús. kr. umfram útgjöld til póstmála. Tekju- hallinn yrði þá um 11 þús. kr. En hjer við er að athuga, að auknar póstferð- ir gæfu að sájlfsögðu auknar póst- tekjur, svo að miklar líkur virðast til þess, miðað við árið 1913, að póstmál- in myndu bera sig þrátt fyrir þessa fjölgun póstferða. Og þótt einhver tekjuhalli yrði á póstmálunum, væri alls ekki í það horfandi; landið mundi beinlínis og óbeinlínis græða við fjölgun ferðanna mildu meir en þeim halla næmi. Það eru t. d. engar smá- ræðis peningaupphæðir, sem póstar flytja í hverri ferð; eftir því sem ferðunum fjölgaði og póstsambandið yrði greiðara, lægju þessar upphæðir skemur arðlausar á pósthúsunum og í póstpokunum. Vitanlega þyrfti hjer að koma til þingsins kasta, þar sem um er að ræða aukin útgjöld fyrir landsjóðinn. En ef almennar óskir kæmu fram um þessa fjölgun á póstferðunum, hlyti þingið að taka til greina jafn sann- gjarna kröfu og samsvarandi nútím- ans þörfum. Póstmönnum yrði fjölg- un ferðanna óefað kærkomin, póst- annirnar dreifðust á fleiri ferðir og póstflutningur hrúgaðist eigi, jafnt og nú fyrir á pósthúsunum milli ferð- anna. Stykkishólmi 29. nóvbr. 1916. P á 11 V. B j a r n a s 0 n. Guðni Einarsson frá Ospaksstöðum. (Minningarvísur.) Gegnum hversdagssúld og suddann, sem mjer þótti að, fanst mjer glaður geisli skína, ef Guðni reið í hlað. Hann var ætíð hreinn á svipinn, hýr í máli og lund; ætíð einhver hefð með honum hölda sótti fund. Man jeg oft í instu seljum urðu’ um sláttinn jól, svona skein af skýrum gesti skemti- og fræða-sól. Á þjer hjekk með blíðu bænum bókaþráin heit, þó að besti þerrisdagur þeysti’ um víða sveit. Aldrei mun þó æfi þinni að þeim fýsnum smán. Vel þjer Ijetti borð á brattann barna- og konulán. Fús þú vildir allri æsku eitthvað fylgja’ á leið u j fram á lendur ljóss og fræða, langt varð oft það skeið. Vel þjer fellur vistin nýja, veit jeg hver þig tók. — Ljósvaldur á Ljómahæðum ljær þjer „góða bók“. J a k. T h o r. Bókafregn. Islandica. An annual relating to Ice- land and the Fiske Icelandic col- lection in Cornell University Lib- rary. Vol. 9. Icelandic books of the 16. century by Halldór Her- mannsson. Ithaca, N. Y. 1916. Þetta nýja bindi af Islandica er eins vel úr garði gert og fyrirrennarar þess og mun öllum íslenskum bóka- vinum kærkomið. Það er lýsing á ís- lenskum prentuðum bókum fram undir árið 1600, og í athugasemdun- um gefur höf. útdrætti úr formálum og margan annan fróðleik um bæk- urnar og höfunda þeirra og þýðendur. Fyrir öllu ritinu hefurhannritaðeink- ar fróðlegan formála, og færir hann þar miklar sönnur á þá skoðun sína, að á árunum 1578—1593 hafi að eins verið ein prentsmiðja, sem að nokkru leyti hafi verið eign Jóns Jónssonar (Matthíassonar), en Hólastóls að mestu leyti, en svo hafi Guðbr. biskup fikl. keypt hluta Jóns 1593 og þá flutt hana að Hólum, en áður hafði hún um nokkur ár verið á Núpufelli, sem konungur hafði látið Jón fá til ábúð-> ar fyrir milligöngu Guðbrands bisk- ups, í launa skyni. Hafa menn áður haldið að Hólaprentsmiðjan og Núpu- fellsprentsmiðjan hafi starfað báðar á einum og sama tíma, en Halldór færir rök fyrir þvi aö svo hafi ekki verið, heldur hefur pentsmiðjunni að eins verið komið fyrir 4 ábúðarjörð Jóns um nokkur ár. Er hjer ekki stað-> ur til að fara út í einstök atriði rök- semdaleiðslunnar, nema hvað höf. bendir á að prentið er alveg sams- konar, þá mætti þar til svara, að báðar hafa prentsmiðjurnar getað fengið samskonar letur frá sama stað

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.