Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 20.12.1916, Qupperneq 1

Lögrétta - 20.12.1916, Qupperneq 1
Nr. 59. Reykjavík, 20. desember 1916. X.1. árg. Þórhallur Bjarnarson biskup. 2. des. 1855 Hvert skarSiS er nú höggviö eftir annað í fylking okkar þjóökunnustu manna. Og þeir falla í valinn áður en ellin færist yfir þá. Nú síöast æösti maður andlegu stjettarinnar, Þórhall- ur Bjarnarson biskup, að eins 61 árs aS aldri, heilsuhraustur maSur og sterkbygöur, sem lítil eSa engin elli- mörk sá á. Hann andaðist á heimili sínu hjer í bænum föstudagskvöldiö 15. þ. m., milli kl. 7 og 8. HafSi legiö rúmfastur um tíma aS undanfömu af innvortis meini, stundum þungt háld- inn, en var þó talinn fremur í aftur- bata síSustu dagana, sem hann lifSi. Þórhallur biskup Bjarnarson var var fæddur í Laufási viS EyjafjörS 2. des. 1855, sonur Bjarnar prófasts Halldórssonar, sem þar var lengi prestur, og konu hans SigriSar Ein- arsdóttur. Var sjera Björn í Laufási, svo sem kunnugt er, mesti merkis- maSur á sinni tíð. Hann andaSist 1882 og Sigríður kona hans 1889. Þórhallur biskup varð stúdent 1877, las síðan guðfræSi viS háskólann i Kaupmannahöfn og lauk prófi i henni með 1. einkunn 23. jan. 1883. Næsta vor kom hann heim til Reykjavíkur, og var veturinn eftir stundakennari viS latínuskólann. Þá um veturinn losnaSi Reykholt í BorgarfirSi; sótti liann um þaS og fjekk veitingu fyrir því 18. mars. Vígöist hann svo þang- að af Pjetri biskupi 18. maí 1884. Jafnframt var hann settur prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi. En ekki var hann prestur í Reykholti nema eitt ár; hafði brauðaskifti við sjera Guömund Helgason, sern þá var prestur á Akureyri, voriS 1885. Ak- ureyrar-prestakalli þjónaði Þórhallur biskup aS eins stutta stund, 2—3 mán- uöi, því sumarið 1885 losnaði kenn- arastaða viS prestaskólann, er Sig- urður lektor MelsteS ljet af embætti. Varö sjera Helgi Hálfdánarson þá lektor, en Þórhallur biskup var sett- ur i kennaraembætti sjera Ilelga 28. ág. um sumariS. Fluttist hann þá liingaS til bæjarins og dvaldi hjer jafnan upp frá því. Kennaraembættið við prestaskól- ann var veitt honum 24. fpbr. 1886, og hafði hann það á hendi til 30. ápríl 1894, en þá varö hann lektor, eftir sjera Helga Hálfdánarson. Lektors- embættinu gegndi hann síöan þangaS til hann tók við biskupsembættinu, en það var 1. okt. 1908, og var hann vígður til þess af fyrirrennara sín- 15. des. 1916. um, Hallgrími biskupi Sveinssyni, 4. okt. það ár. Þetta var nýlunda, aS biskup væri vígSur hjer heima, því sú venja haföi komist á, að biskup- ar okkar sæktu vígslu til Sjálands- biskups, og lýtur þó íslenska kirkjan að engu þeim biskupi. En með þessu var tekinn upp nýr siður, er haldast mun íramvegis. Þó er sagt, að tveir biskupar hafi áður veriS vígðir hjer á landi: Jón Vigfússon vísi-biskup til Hóla, af Brynjólfi biskupi Sveins- syni 1674, og Geir Vídalin af Sig- urSi Stefánssyni Hólabiskupi 1797. Fyrstu árin, sem Þórhallur biskup hafSi á hendi kenslu viö prestaskól- ann, var hann aðstoSarskrifari hjá Pjetri biskupi Pjeturssyni, og er biskupaskiftin uröu voriö 1889 og Hallgrímur Sveinsson, sem áöur hafði veriS dómkirkjuprestur, tók viö af Pjetri biskupi, var Þórhallur biskup settur til aS þjóna Reykjavikurpresta- kalli, og gerði hann það árlangt, eSa þangaö til núverandi dómkirkjuprest- ur, sjera Jóhann Þorkelsson, tók við. Prcstsstörfin ljetu Þórhalli biskupi að allra dómi vel; einkum þóttu tæki- færisræöur hans oft afbragösgóö- ar. Má sem dæmi þess minna á ræðu þá, sem hann flutti viS hús- kveSju Páls skálds Ólafssonar, og er hún prentuð sjerstaklega. Annars er höfuðstarf hans í kirkjunnar þjón ustu, áður en hann varö biskup, 23 ára kensla hans við prestaskólann. Sá, sem þetta ritar, kann ekki um þaö starf að dæma, en það hyggur hann, aS Þórhallur biskup hafi ver- iö góður kennari, og jafnan mun hann hafa verið vinsæll af lærisveinum sínum. ÁriS 1891 byrjaði hann á útgáfu Kirkjublaðsins, og gaf það út næstu 7 árin, en þá fjell það niður um nokk- ur ár. Nýtt Kirkjublað byrjaöi að koma út 1905, og hjelt hann því úti til dauðadags. Blaðið bar þegar vott um frjálslyndi og víösýni útgefand- ans, og varö málgagn umburöarlynd- is í trúarefnum, gagnstætt ööru kirkjumálatimariti, sem haldið var úti af ísl. kirkjufjelaginu vestan hafs, Sameiningunni. Einhvern tíma á þeim árum vakti það ekki litla athygli, er kirkjublaðið sagði, að ef Kristur kæmi til Reykjavíkur nú á dögum, m'undi hann ekki leggja leiS sína til prestaskólans eða kirkjunnar, heldur starfa með Hjálpræðishernum. Það er mörg góð og þarfleg hugvekja í Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saurnuð ffest. Þar eru fataefnin best. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bókauerslun Sigftisar [ymundssonar. Lárus Fjeldsted, Y f irr jettarmálaf ærslumaður. LÆKJARGATA a. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. Kirkjublaðinu, og margt þar vel sagt af ritstjórans hálfu, ekki að eins um trúar- og kirkjumálefni, heldur og ýms almenn umræðuefni, því rit- stjórinn hafði lengst um, auk kenni- mannsstarfanna, mikil afskifti af opinberum þjóSmálum, og kemur það fram í blaSinu. Hann var þingmaður BorgfirSinga 1894—99 og aftur 1902—1909. For- seti neðri deildar var hann 1897—99. Starf hans á alþingi laut mest að landbúnaðarmálum og var hann 1904 skipaöur formaður í milliþinganefnd, sem um þau fjallaöi. Mun hann alt af hafa ráöið miklu um landbúnaöarlög- gjöfina meöan hann sat á þingi og landbúnaðinn studdi hann jafnan með ráði og dáS. Þegar Búnaðarfjelag Is- lr.nds var stofnað, upp úr Búnaðar- fjelagi Suöuramtsins, varö hann formaður þess, gegndi því starfi 8 fyrstu árin og ljet sjer mjög ant um allan hag fjelagsins. Mikiö og fallegt starf líggur eftir liann i landbúnaði hjer i bænum, þar sem er ræktun stórs landsvæöis kring um bústað hans, Laufás. Tók hann þar land til ræktunar rjett fyrir alda- mótin og flutti þangaö bústaö sinn. Hefur síSan rekiS þar búskap í all- stórum stíl, eftir því sem hjer er um aS gera, og má hann heita forgangs- maöur í landræktarstarfsemi Reyk- víkinga á síðari árum. Á fyrri árum gegndi hann ýmsum störfum fyrir bæjarfjelag Reykja- víkur. Hann var í bæjarstjórninni samfleytt í 18 ár, frá 1888 til 1906, og þar i mörgum nefndum, svo sem í skólanefnd öll árin, og ljet hann sjer jafnan mjög hugarhaldið um vöxt og þrif barnaskólans. Hann haföi og lengi nokkrar kenslustund- ir við þann skóla. Enn er það ótaliö, aS Þórhallur biskup starfaöi lengi að endurskoS- un biblíunnar, var í báöum nefndun- um, sem unnu að endurþýðingu testa- mentanna, en formaður þeirra var Hallgrímur biskup Sveinsson. Eins og sjá má á þessu, sem hjer hefur verið sagt, þótt stuttlega sje yfir sögu fariö, hefur Þórhallur bisk- up Bjarnarson starfað margt og mik- iö um æfina. En starf hans liggur á mörgum sviðum og hann hefur mjög skift tíma sínum og vinnukröftum. Hann var gáfumaður mikill, víðsýnn og hleypidómalaus. Ritstörf hans eru í molum: stuttar blaðagreinar um ým- isleg efni, í Kirkjublaðinu og víðar. En stærri ritverk liggja engin eftir hann. Hefur hann aldrei gefið sjer tima til þess að leggja út í slík verk fyrir ýmsum önnum, sem aS kölluðu t svipinn, og er þetta skaöi, því rit- höfundarhæfileika hafði hann svo mikla, að hann hefði átt að setja sjer stærri minnisvaröa í bókmentum landsins en hann hefur gert. íslensku- maöur var hann góöur, ritaði ein- kennilegt mál, og oft er mjög vel að orði komist í blaðagreinum hans, einkum hinum stuttu athugasemdum, sem hann oft kastaöi fram í Kirkju- blaðinu um ýmisleg málefni. V. JB. I£. Vandaðar vörur. Odýrar vörur. Ljereft, bl. og óbl. — Tvisttau. — Lakaljereft. — Rekkjuvoðir. Kjólatau. — Cheviot. — Alklæði. — Cachemire. Flauel, Silki, Ull og Bómull. Gardínutau. — Fatatau. — Prjónavörur allskonar. Regnkápur. — Gólfteppi. Fappír og ritföng. Sólaleður og skósmídavörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. í stjórnmálum var hann frjálslynd- ur, umbótamaður og framfaramaöur á öllum sviöum. En flokkaerjum var hann mjög frábitinn, þótt hann kæm- ist ekki hjá aö lenda inni í þeim um hríð, og vildi hann kæfa þær niSur með því aS skifta sól og vindi jafnt á báSa bóga og hætti viS að vilja gefa mótstöSumönnum í skoSunum of mikiS eftir til friöar og samkomulags. Hann vildi ekki ganga móti straumn- úm, heldur var hugsun hans hitt, að leiða hann meS lagi í rjetta átt. Þeg- ar stjórnarskiftin uröu 1904 og stjórnin fluttist inn í landiö, stóð hann mjög framarlega í flokki Heima- stjórnarmanna og haföi þar mikil á- hrif. Hann var einn þeirra þing- manna, sem stofnuðu ,,Lögrjettu“, eftir þing 1905, og var hann formaö- ur útgáfufjelagsins og í ritnefnd blaSsins fyrstu árin. Skrifaöi hann þá mikið í þaS, bæSi greinar um ýms landsmál og frjettagreinar. En þegar hann tók við biskupsembættinu, hætti hann afskiftum af stjórnmálum og leitaði ekki eftir þingsetu úr því. Eftir að hann varð biskup, kom upp flokkadeila á kirkjumálasviöinu, og er hún oröin allhörö nú á síöustu árunum. Biskup átti erfitt aSstöðu í þeirri deilu, vildi hvorugu megin skipa sjer í henni, en reyndi að lægja öldurnar báöu megin, og alt til þessa hafði honum tekist að stýra svo, aS fullkominn árekstur varS ekki út úr þes'su í hans tíð, hvað sem síöar verð- ur. Þórhallur biskup hefur orSiö fyr- ir miklu mótlæti nú síðari árin, misti konu sína 28. jan. 1913, eftir lang- vinnan og þungan sjúkdóm, og yngri son sinn, Björn, nú síöastliSiö sumar. Kona hans var Valgerður Jónsdótt- ir frá Bjarnastöðum í BárSardal, fósturdóttir Tryggva Gunnarssonar áður bankastjóra. Þau Þórhallur biskup giftust 16. september 1887 °? eignuðust 4 börn, tvo syni og tvær dætur. Er sjera Tryggvi, prestur á Hesti í Borgarfiröi, elstur þeirra, þá frú Svafa, kona Halldórs Vilhjálms- sonar skólastjóra á Hvanneyri. Hin dóttirin, Dóra, var heima hjá föður sínum, en hún er heitmey Ásgeirs Ásgeirssonar kand. theol., sem nú dvelur í Khöfn. Yngri sonurinn, Björn, andaðist síSastl. sumar á ferð í Noregi, og var að kynna sjer þar landbúnaö. Hafði hann síðari árin verið bústjóri í Laufási hjá föður sínum. Þórhallur biskup var mikill maður á velli og fríöur sýnum, glaöur í við- móti og kátur og skemtinn í viSræð- um, kunni fjölda af kýmnisögum, sem hann var fljótur að heimfæra viö ýms tækifæri 0g sagði vel. Hann var mjög fróður í sögu landsins og unni öllu, sem honum þótti einkennilega íslenskt. Heiðursmerki dannebrogsriddaraog dannebrogsmanna hafði hann fengið og var prófessor aö nafnbót. Nýja guðfræðin enn og kristindómsfræðslan. - Eftir sjera Sigurð Stefánsson í Vigur. Framh. Eitt dæmi þessu til sönnunar. M. H. minnist á játningu barnsins á fermingardegi, er það með prest- inum fer með hina postullegu trúar- játningu í áheyrn safnaSarins. Nýja guSfræðin er trúarjátningar- laus; hún hefur ýmugust á öllum trúarjátningum kirkjunnar, hinni postullegu trúarjátning líka, sem hvert barn er látiö læra utan að, enda samrýmist hún ekki kenningum ný- guðfræSinnar um höfuðatriöi krist- indómsins. ÞaS veröur býsna lítiö eftir af 2. gL hennar og skýringu Lúters á henni samkvæmt Krists- fræSi nýguöfræðinganna og sama að segja um 3. gr. hennar. Mjer er þaS meir en torskilið, að barniö á fermingardegi geti í sann- leika játað „hinni góðu játningu" trúarinnar meö oröum þessarar grein- ar, ef það undir leiðsögn og kenslu nýguSfræSings, hvort sem er prest- urinn eða barnakennarinn, hefur sannfærst um hve athugaverð og jafn- vel full af villum þessi grein er. Og þvi þá aö heimta af barninu, að það játi opinberlega trú sína með þeim oröum, sem það samkvæmt þeirri kristindómsuppfræðing, er þaS hefur fengið, hlýtur að vefengja. ÞaS veröur ekki ætlast til aS þar „fylgi hugur máli“ hjá barninu. Miklu heldur er barnsins freistaö til hræsni og yfirdrepskapar og drep- ið niöur virðingu þess fyrir ferming- arathöfninni og kristindóminum. AuSsjáanlega vaka þessi og því- likir agnúar á kristindómsfræðslunni, á tímum þessara sundurleitu trúmála- skoðana í þjóSkirkjunni, fyrir M. H. Þess vegna vill hann hverfa frá kvernáminu og til biblíunnar sjálfrar. Væri það einhlítt ráð, þá væri og leyst úr miklum vanda. En jeg er hræddur um aö svo sje ekki. Nýguðfræðingar skoða biblíuna sem hverja aðra bók, verk ófullkom- inna og misviturra manna. Postular Krists og samverkamenn þeirra mis- skildu meistara sinn, líf hans, kenn- ing og verk og kirkjan hefur að þeirra dómi vaöið í sömu villu. Það er sannarlega ætlast til of mik- ils af öllum þorra nýguðfræðinga, að þeir geti látið þessa skoðun á hei- lágri ritningu liggja alveg milli hluta í kristindómsfræðslunni. Miklu lík- legra og samboðnara öllum áhuga- mönnum um málstaö sinn, að biblíu- tímarnir með börnunum verði gagn- rýnis og niöurrifs stundir á biblíunni alveg eins og á kverinu. Myndirnar af frelsaranum, sem þessir kennarar drægju upp fyrir börnunum, gætu hæglega orðið eins margar og þeir eru sjálfir, alveg eins og þær hafa

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.