Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.12.1916, Blaðsíða 1

Lögrétta - 23.12.1916, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GfSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. LÖGRJETTA AfgreiÖslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastrasti II. Talsími 359. Nr. 60. Reykjavík, 23. desember 1916. XI. árg. v. m. k. Vandaðar vörur. r Odýrar vörur. Ljereft, bl. og óbl. — Tvisttau. — Lakaljereft. — Rekkjuvoðir, Kjólatau. — Cheviot. — Alklæði. — Cacliemire. Flauel, Silki, Ull og Bómull. Gardínutau. — Fatatau. — Prjónavörur allskonar. Regnkápur. — Gólfteppi. Pappír og ritföng. Sólaledur og skósmídavörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Par eru fataefnin best. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng. kaupa allir í Lárus Fjeldsted, YfirrjettarmálafærslumatSur. LÆKJARGATA a. Venjulega heima kl. 4—7 sí8d. Gleðileg Jól! Pótt þitt líf sje kalt eða lánið valt, finna Jjós þú skalt, sem að gleður alt: Hverju hjarta', er kól, veitir klýlegt skjól um heilög jólin guðs kœleiks sól. Jak. Thor. Avarpsorð G. Björnssonar, er hann tók við for- setaembætti í Efri deild. Jeg þakka —¦ jeg þakka hæstvirtri efri deild alþingis fyrir þaS traust, sem hún ber til mín, að fela mjer þetta vandamikla trúnaðarstarf. Þess ber vel að gæta, að forseta- starfið verður nú miklu tilkomumeira og miklu erfiðara en það hefur nokkru sinni verið hjer á alþingi. Hingað til hefur forseti eingöngu verið fundarstjóri og húsbóndi yfir aðstoðarmönnum þingsins — og ekki átt atkvæöisrjett um þingmál. Nú hefur forseti fullan atkvæðísrjett, en þó varSar mestu, aS nú á hann aS gerast formaður i vinnunefnd, þeirri nýju höfuðnefnd, sem á aS ráða vinnubrögSum allra annara nefnda. Samkvæmt nýju þingsköpunum stendur nú til gagngerö breyting á öllum vinnubrögSum þingsins — breyting til batnaSar. Þeir, sem sátu á síSasta þingi, vita þaS vel, aS jeg hef unniS manna mest að þeirri lagarjetting — umbótinni á þingsköpunum. Og jeg þykist skynja aS þaS sje þess vegna, aS mjer er nú falið forsetastarfið í þessari hæst- virtu þingdeild. Jeg lofa því einu, sem mjer er sjálf- rátt að efna. Jeg lofa því, að gera mjer alt far um aS stýra umræSum á þingfundum og atkvæöagreiðslum skipulega og hlutdrægnislaust. Og jeg mun kappkosta af fremsta megni að koma góðu skipulagi á öll þing- vinnubrögðin, svo að nýju þingsköp- in komi sem best að tilætluðum not- um. En tilætlunin er sú, aS öll þing- vinnan skuli framvegis ganga miklu greiðar og fara miklu betur úr hendi en tíðkast hefur. ÞaS herðir huga minn, að jeg veit það fyrir víst, að þjer, hæstvirtu þingbræSur, munið allir styðja mig að þessu vandasama starfi. Hins vegar megið þjer vita, að jeg mun af fremsta me^4áta mjer ant um að afla ykkur hvers konar þæginda og vinnuljettis, að svo miklu leyti sem í mínu forseta- valdi stendur. Hamingjan gefi, að þetta nýja þing beri gæfu til þess að greiða úr öllum vandamálum fósturjarðar vorr- ar með enn meiri ráðdeild og fyrir- hyggju. en þjóðin hefur átt aS venj- ast. Gætum þess vel að nú er eldur uppi í heiminum — ófriðarbál, og engu ó- bætt; alls engu er nú með öllu óhætt. Munum það, að margskonar hættur vofa yfir atvinnuvegum þjóðarinnar. Gleymum því ekki, að sjálfstæSi voru út á viS — fjöreggi þjóSarinnar. ar — getur líka orSið hætta búin. Festum þaS vel í minni aS alþingi hefur frá upphafi vega — bráSum i 1000 ár — ráSiS örlögum íslensku þjóSarinnar. Oft hefur þaS, sem bet- ur fer, orSiS þjóSinni til heiSurs og blessunar, en stundum þveröfugt, því er ver, til háSungar og bölvunar fyr- ir land og lýS. Höfum þaS umfram alt hugfast — hvað sem öðru líður — að viS erum mjög fámenn þjóS, aS öllu sundrung 6t á viS verður þess vegna jafnan versta eitur í okkar þjóSarbeinum. Utanríkismálin reynast altaf mestu og erfiðustu vandamál hverrar smá- þjóðar. Þar er öll sundrung sjálf- stæðishætta og þjóðlífsháski. Þar má með sanni segja um okkur: íslandi ríður á að enginn skerist úr leik. Heitum því allir, að vinua af fylstu alúð og samviskusemi að hverju vandamáli þjóðarinnar. Og tökum svo til starfa — þeirra ábyrgðarmiklu trúnaðarstarfa, sem þjóSin hefur faliS okkur. Strand' Af höfninni rann á hafiS út inn háreisti, sterki knör, er rökkrið á hlíðar hnýtti klút og hraSaSi vindur för. ÞaS skip fór geist þó aS skygSi' af jeli, þó skíman brygSist og hyrfi land; ei viknaSi hót í vjelarþeli, þótt vetrarnótt spinni hríSarband. í fjarSarmynninu fækkar brátt um farþega' á þiljurás; þeir ógleSi finna og iSradrátt og óðum þeir hverfa' á bás. í kompunum fækkar lampalogum, læknast klígjan við svefn og nótt. En næturbrimið i norðurvogum nauðar lengur og er ei rótt. Um stjórnpall skundaði skipstjórinn og skipaði' í þaula' og gríð. I kollinum bar hann konunginn með keiminn af einvaldstíð. Alt látbragðið vottar valdakraftinn, viðmótið stolt og tillit skjót. ViS sigluna gaf hann „kokksa" á kjaftinn, en kysti' í skugganum ferSasnót. Á siSustu höfn, er sígldi' hann frá, þeir settu' hann í heiðursát. Til sæmdar honum þeim svelgdist á og síst var á hrósi lát. í höfuSístrunnar heiSursræSu er honum tjáS hvaS til „sómans" ber: Hve oft hafi' hann dregið dularslæðu af djúpleiSum, er hann rakst á sker. Um stjórnpall skjögraði skipstjórinn og skipaði' í hremmiróm; svo skautst hann í einkaskápinn sinn og skolaSi' í rommi góm. Þá tautar einn þjónn hans, tungulangur: „ÞaS tjáir ei svona stefnumiö, því þarna er fjall og þarna drangur, sko! — Þetta er auma helvítiö." Á kortið hlammaðist kafteinninn, en kom oná fjarlæg höf. — Þá hnaut mn svöruli hásetinn, sú hefnd þoldi enga töf. En fótaskortur varð fleiri' en honum, þar fundu allir hið sama grand. Og skipherrann sjálfur skall að vonum, er skipið kysti hans fósturland. Kvæði þetta ber engan veginn að skoða sem lýsingu á Goðafoss-strand- inu, hvorki i einu eða neinu atriði. — H ö f. ÞaS ólgaði' á þiljum ys og fát og endalaust vingl og suS, á troSningsæöi var ekkert lát, flest orð voru tómur „GuS". Því öllum var gefin einskyns bending um örlaga sinna fruntaskap. En fljótt varS þó ljóst aS fær var lending og furSu lítiS um pinklatap. í botninn skima'Si skipstjórinn, þótt skylfi 'ann sem bliknað lauf, þá reiddi hnefana hugurinn og hrannir af ógnum klauf. Þó djöflaSist brim, svo brystu súSir, þá bilaSi' ei „stjórans" jötundramb, sem leit á þær hörSu heljarflúSir hálfvegis eins og keipótt lamb. Af sjálfsdáSum leystu seggir bát, því svönnum varS rætt um land. En stjórnandinn kom og gaf því gát; enn glampaði' á valdsins brand: „Kyrrir!" mælti' ann, „og bíðiS boSa, bein skal mín stjórn, þótt gnoS sje höll. Þæg og fús út í feigS og voSa fylgið þið mjer sem hundar öll." Menn æptu viS stjórn hans úfiS „nei" og ískrandi skop og smán, svo hvínandi hátt aS heyrSi 'ann ei hve hrakyrti súðir Rán. Og eins var nú ljóst aS enn þá brynni ilska kokksins viS húsbóndann, er herti 'ann sig upp og helti sinni hinstu skólpfötu yfir hann. Nú skildi hann fyrst hið stríSa strand og straumana' í valdsins ál. Nú skildi hann bæSi sker og sand og skammdegisbrimsins mál. Svo einn var hann þarna' og yfirgefinn, að ölvíman sjálf í felur þaut. — Og ólánsþruman sem hnýttur hnefi hugarins þrek í mola braut. ÞaS skefldi' yfir sál hans skapa-snjó, er skildi' hann sitt auSnu-strand. í síSasta bátnum barst hann þó meS brotum og skrani' í land. Á saumum var sprottin heimsins hylli og hleypidómarnir brugðu' á leik.------- Nú hossuSust skriflin hranna milli, uns hinsta flakiS aS sandi veik. Jakob Thorarensen. Nýja skipið. Hvöt til allra íslendinga, Tvo óskasyni átti fósturgrundin, sem efla skyldu' og bæta þjóðarhag. ViS komu þeirra kættist allra lundin sem kominn löngu þráSan frelsisdag. Er knerir fríðir lögSu fyrst aS landi þá lyftist brún á hverjum SnælandsniS. — Nú byltist annar brotinn uppí sandi, og brostnar vonir sem hann tengdust við. Þó tjáir ei aS æðrast nje kvíSa og örvæntandi hendur leggja' í skaut. Nei, skaðinn á aS stæ'la' oss til aS stríSa og standa fast, sem bjarg, í slikri þraut. Vjer eigum mátt, ef viljann vantar ekki og vitiS, til aS hugs' og skilja rjett. En bresti framkvæmd, bökum vjer oss hnekki og byrði þá, sem verSur ekki ljett. AS hildarleik menn hamast útí löndum og hætta bæSi lífi sínu' og fje, er fósturjörS þeir verja brugSnum bröndum, svo búinn henni enginn voSi sje. En vjer, sem megum lífi' og limum halda og „lifum hátt" á þjóSastríSsins neyS, oss ætti' aS vera 1 j e 11 og 1 j ú f t aS gjalda vorn litla skerf — og eignast nýja skeiS. Já, það er l.j ett. En hvern sem vantar vilja hann vantar ást á sinni fósturjörð. Vjer þurfum aS eins þaS aS sjá og skilja hve þörf og sjálfsögS krafa er til vor gjörS. Á þessu byggist framtíS vor og frelsi, og framar sist vjer slíku getum eirt að aftur fái útlendingar helsi sem áður fyr aS hálsi vorum reyrt. Því áfram, áfram! Upp, með huga djörfum, og enginn hiki, hvorki stór nje smár! Því nú er færi gefið íslands örfum í einu' að vinna heiSurs til og fjár. Og hættum ekki fyr en fyrir ströndum aS flýtur ný og traust og vönduð gnoS, sem flytur björg og yl frá öSrum löndum, það ótvírætt er fóstujarSar boS. H. S. B.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.