Lögrétta - 21.11.1917, Qupperneq 2
194
LÖGRJETTA
LÖGRJETTA ktmur út i hverjum mit-
vikudtgi, og auk þess aukablöl vií og vi8,
minst to hlöð alls á ári. VerS kr. J.$o árg. á
íslandi, trlendis kr. io.oo. Gjolddagi l. júli.
virðingu manna fyrir lögum lands-
ins yfirleitt, enda hafi þau gert menn
svo þúsundum skiftir aS lögbrjótum,
jafnvel heiSaillegustu menn,“ segja
þeir. Ef þetta er rjett, þá ættu drukn-
ir menn að virða lög landsins frekarj
en ódruknir og lögbrot að vaxa viS
það, aS fjöldinn hætti aö drekka.“
Hver gæti nú látiS; frá sjer fara
annað eins endemi og þetta, nema
bannmaSur ?.
Hugsanaflækjan er hjer svo aug-
ljós, a5 jeg tel það óþarft, aö fara
að rekja hana rækilega. En jeg get
þó ekki stilt mig um að benda á, að
þó að bannlög væri hjer ekki til, þá
væri þó ekki sjálfsögð afleiðing af
því, að allir menn væru alt af drukn-
ir. En hins vegar, þegar sett eru jafn
ströng lög og nærgöngul og bann-
lögin eru, þá sje það eðlileg afleið-
ing, að þau lög sjeu mikið brotin, og
aftur sje eðileg afleiðing af því sú,
að slíkt kenni mönnum að brjóta önn-
ur lög líka.
Þetta er jeg sannfærður um, að hr.
G. Ó. sjer og felst á, við nánari at-
hugun.
Hr. G. Ó. segir, að með banninu
standi mikill meiri hluti þjóðarinnar.
Síðan segir hann: „Á móti berjast ör-
fá hundruð manna, kaupstaðar-bur-
geisar, embættismenn og „frelsis-
frömuðir", þess frelsis, að menn megi
drekka áfengi og vera druknir.“
Jeg vil spyrja: hva'S veit hr. G.
Ó um það, sem hann er hjer að slá
fram? Á hverju byggir hann þessar
sta'ðhæfingar sínar? Þegar gengið var
til atkvæða um þetta mál 1908, þá
reyndust y, hlutar eða 40% af þeim,
sem atkvæði greiddu, stefnunni and-
vígir. Síðan lögin gengu í gildi hefur
reynslan sannarlega ekki verið svo
glæsileg, að ástæða sje til að ætla, að
þeim hafi aukist fylgi. Jeg hygg,
að hr. G. Ó. muni þekkja óvíða til um
fylgi manna við bannið, nema ef vera
skyldi í Vestmannaeyjum; þar
greiddu atkvæði með banninu 1908
47 manns, en nú liggja þar fyrir und-
irskriftir h.u.b.20okjósenda umafnám
laganna. Ekki virðist þetta benda í
þá átt, að hr. G. Ó. fari hjer rjett
með.
Ekki kemur mjer á óvart, þótt
hr. G. Ó., líkt og aðrir bannmenn, tali
háðulega um „frelsisfrömuði“, eða þá
menn, sem verja vilja persónufrelsi
sitt og athafnafrelsi. Það eru fáir
hlutir, sem bannmenn nefna með jafn-
mikilli fyrirlitningu eins og þetta.
„Þess frelsis, að mega drekka áfengi
og vera druknir," segir hr. G. Ó. Já,
vjer heimtum frelsi til þess, eins og
til annara athafna, sem að eins varða
oss sjálfa og heimili vor; eins og vjer
viljum hafa frelsi til að fara með hníf,
þó meiösli geti hlotist af, og til að
aka í bifreið, þótt slys geti borið að
höndum; og vjer viljum hafa sem víð-
tækast frelsi í stjórnmálum vorum,
þótt svo geti farið, að því frelsi verði
misbeitt.
Ekki getur það heldur talist óal-
gengt, aö. bannmenn láti svo, sem ekki
sjeu aðrir en „embættismenn og kaup-
staðar-burgeisar“, sem berjist á móti
banninu. Er það meðfram gert til
þess, að nota sjer gamalt hatur al-
þýöunnar til embættismanna og kaup-
manna. Þetta er gamalt ráð og þykir
hafa gefist vel. En heldur hefur það
verið illa þokkað meðal góðra manna
og rjettsýnna,aö hlúa þannig áð ogala
á þvi, sem auðvirðilegast er og lægst
í fari manna, einungis í þeim tilgangi,
að narra út nokkur atkvæði sjer og
sínu máli til fylgis.
Mjer kom því nokkuð á óvart, að
sjá hr. G. Ó. veifa þessu vopni, með*
fiam líka vegna þess, að hann vegur
hjer að nokkru leyti í sinni eigin
knjerunn, þar sem hann talar um
kaupstaöar-burgeisa, því tæplega
myndi geta hjá því farið, að hann
verði sjálfur talinn til þeirra.
Hr. G. Ó. segir, að því verði „ekki
mótmælt með rökum, að víndrykkja,
eins og hún hefur verið hjer .... er
voöalegt þjóðarböl.“
Jú, vissulega veröur þessu mót-
mælt með rökum. Skýrslur um inn-
flutning áfengis áður en bannið gekk
i gildi, sýna það, að ísland var eitt
af þeim löndum, þar sem langminst
var drukkið af áfengi. Og ennfremur
er það kunnugt, áð drykkjuskapur var I
að fara minkandi síðustu árin, og má
gera ráð fyrir, aö þvi hefði haldiö
áfram. Þess munu ekki vera ýkja
mörg dæmi, aö drykkjumannaheimili
hafi orðið hinu opinbera til byrði, aö
minsta kosti er fjarri því, aö svo mikil
brögð hafi verið að sliku, að það hafi
getað talist þjóðarböl.
Hr. G. Ó. ber borgarstjórann í
Reykjavík og fyrverandi bæjarfógeta,
fosætisráðherrann núverandi, fyrir
þvi, að ástandið meðal sjómanna og
verkamanna sje miklu betra nú en áð-
ur áð því er drykkjuskap snertir. Tel-
ur hann með þessu sannaö, að bann-
lögin hafa haft heillaríkar afleiðingar.
Jeg veit ekki með vissu, við hvaða
ummæli þessara manna hr. G. Ó. á.
Þó veit jeg það, að borgarstjórinn
mælti eitthvað á þessa leiö, er hann
var aö leita sjer atkvæða við alþingis-
kosningar 19x6, eftir að bannið hafði
verið í gildi í i|4 ár.
Jeg vil geta þess, að þessir menn
hafa hvorugir, öðrum fremur, tök á
að dæma um ástandiö meðal fólks af
öðru en ef til vill af fjárhag þeirra,
sem leita á náðir bæjarfjelagsins,
þurfalinganna. En þótt svo væri, að
þurfalingum bæjarins hafi fækkað,
þá er þó fjarri því, áð það geti sann-
að nokkuð um það, hvort banniö
komi áð tilætluðum notum e'ða ekki;
og jeg vil benda á það, að atvinna
meðal sjómanna og verkmanna var í
fyrra með allra besta móti, og þarf
ekki annáð en minna á það, er há-
setar á togurum höfðu suma mánuð-
ina yfir 400 króna tekjur. Það þarf
því engan að furöa, þótt fjárhagur
einmitt þessara stjetta hafi verið méð
besta móti.
Hr. G. Ó. er ekki heimtufrekur,
þegar um er að ræða sannanir um
ágæti bannlaganna. Ummæli þessara
tveggja manna, sem geta þó ekki
veriö bygð á nákvæmri þekkingu,
tekur hann sem góða og gilda sönn-
un á sínu máli. Vitanlega gæti jeg
tilnefnt fleiri en einn og fleiri en tvo
menn, sem þekkja fult eins vel til
ástandsins hjer í bæ og þessir menn,
sem halda fram því gagnstæða um
áhrif bannins; en jeg býst ekki við
áð hr. G. Ó. muni taka orð þeirra
sem gilda sönnun. Þar mun hann
vera heimtufrekari.
Hr. G. Ó. lýkur máli sínu með
greinargerð fyrir þvi, hverjir þáð
sjeu, sem brjóti bannlögin, því ekki
vill hann neita því, að þau sjeu brot-
in. Hann kemst að þeirri niðurstöðu,
að þáð muni ekki vera margir verka-
menn, og ekki heldur sjómenn, nema
kannske skipstjórar, og ekki sjeu það
bændur.
Það væri nú í sjálfu sjer ekki ó-
fróðlegt að vita, á hverju hr. G. Ó.
byggir þennan sýknunardóm sinn.
Ekki getur það verið á persónuleg-
um kunnugleik, þvi að hr. G. Ó.
mun, eins og fyr er sagt, þekkja
mjög óvxða til á landinu, að minsta
kosti síðan bannið gekk í gildi. Og
ekki getur það veriö á skýrslum eða
„statistik“, því að skýrslur geta, af
eðlilegum ástæðum, ekki verið til um
önnur brot en þau, sem upp komast.
Það virðist því vera augsýnilegt, áð
hr. G. Ó. talar hjer algerlega út í
bláinn.
En hann lætur sjer ekki nægja að
kvéða upp þennan sýknunardóm;
hann er ekki lengi að finna þá, sem
sekir eru. „Það eru hinir, þessir ,heið-
arlegu lögbrjótar', sem Andbanninga-
fjelagið þekkir,“ segir hann.
Hjer er nú hr. G. Ó. búinn að skilja
sauðina frá höfrunum, og þáð er ber-
sýnilegt, að hafrarnir eiga áð vera
„embættismenn og kaupstaða-bur-
geisar“, sem hr. G. Ó. telur vera ein-
ustu mennina, er berjist gegn bann-
lögunum.
Hjer virðist hr. G. Ó. á ný vera að
semja sig áð siðum lýðsnápa bann-
liðsins, méð því að siga „almúgan-
um“ upp á móti „fínu“ mönnunum
og „heldri“ mönnunum, svo áð jeg
tali á þeirra tungu.
Jeg þarf ekki að endurtaka það, að
slík aðferð er illa þokkuð, af flestum
góðum mönnum; en jeg hygg auk
þess, áð hún sje í þessu tilfelli frem-
ur óheppileg fyrir hr. G. Ó., og þann
málstað, sem hann ætlar sjer að efla.
Því að „almúginn“ er ekki eins skyni
skroppinn, eins og hr. G. Ó. viröist
halda, 0g hann veit það vel, þó hr.
G. Ó. þykist ekki vita það, að bann-
lögin eru brotin af öllum stjettum
landsins. Það er að vísu sitt með
hvorum hætti: þeir, sem efnaminni
eru, drekka suðúvökva, hárspíritus
o. s. frv„; hinir kaupa ólöglega inn-
flutt vínföng, !eða flytja þau inn sjálf-
ir. Þessu dirfast jafnvel ekki æstustu
bannmenn áð neita, og má þó hr.
G. Ó. vita, að þeir gerðu það, ef þeir
treystust til þess.
Hr. G. Ó. endar grein sína á þá
leið, áð hann kveðst vona áð þeim
fækki smám saman, sem brjóti bann-
lögin, „því ekki veröur það alt af
,fínt‘ og ,heiðarlegt‘ að brjóta bann-
lögin, vonar maður, þegar löggætsl-
an eykst“.
Jeg skal engu spá um þáð, hvort
vonir hr. G. Ó. kunna aö rætast i
þessu efni eða ekki. En ekki kæmi
það mjer á óvart, þótt þess yrði nokk-
uð langt að biða,-er jeg sje á hverju
hann byggir þessar vonir sínar. Það
er ekki á því, að rjettlætistilfinning
manna og rjettarméðvitund breyti svo
hugsunarhættinum, að það hætti að
geta samrýmst því, sem „fínt“ þykir
og „heiöarlegt“, að brjóta bannlögin.
Nei, það sem hann vonar að loks geti
breytt hugsunarhættinum í þessa átt,
þaö er aukin löggætsla. Hann virðist
ætla það, eins og aðrir bannmenn, að
svipum og sporðdrekum laganna tak-
ist að umturna svo hugmyndum
manna um það, hvað rjett er og
rangt, að það verði þá talið hvítt, sem
nú er talið svart.
En jeg hygg að honum skjátlist.
Það hefur aldrei tekist méð harðfylgi
eða þvingunarlögum að umsnúa rjett-
lætistilfinningu manna; en það er
einmitt hún, sem er verstur þrándur
í götu bannlaganna, og mun vafalaust
verðá það framvegis, jafnt fyrir það
þótt „löggæslan aukist“.
Þess vegna tel jeg mjög litlar líkur
til þess, að bannvonir hr. G. Ó. rætist.
Gunnar Egilson.
Strídid.
Frá Rússlandi.
í siðasta tbl. var sagt, að þeir Ker-
ensky, Korniloff og Kaledin væru
komnir méð her inn í Petrograd, og
síðar kom sú fregn, að þeir hefðu
myndað þrímenningastjórn. Þessar
fregnir hafa ekki reynst rjettar áð
því leyti, að þeir hafa aldrei yfir-
bugað Maximalista-uppreisnina. Her
þeirra hefur tekið undirborgirnar Gat-
shina og Czarkoja Zelo, sem eru sunn-
an við Petrograd, en í þeim koma
saman járnbrautirnar frá vesturhluta
og suðvesturhluta ladsins. Þáð virð-
ist svo, sem á þessum stöðvum hafi
átt sjer stað blóöugir bardagar, en
Maximalistar hafa orðið þar ofan á,
og hafa enn á valdi sínu bæði höfuð-
borgina og undirborgirnar báðar, sem
nefndar eru. Smábændur úti um alt
Rússlandi hafa risið upp og tekiö
höndum saman við þá, svo að borg-
arastyrjöldin er þar nú hvervetna í
algleymingi. Síðustu fregnir segja, áð
Maximalistar og bændaherinn hafi nú
Moskva og Helsingfors einnig á sínu
valdi. Nú er því svo varið, að Keren-
sky hefur heyrt til þeim flokki í þing-
inu, sem hefur rjettindi smábændanna
efst á stefnuská sinni, svo að þáð er
hans eigin flokkur, sem tekið hefur
höndum saman við mótstöðumenn
hans nú, og heimtar fullnægt þeirn
kröfum, sem Kerensky hefur orðið.
að slá á frest éða sveigja frá vegna
sambands þess, sem hernaðarástandið
hefur neytt hann inn í við Kadeta-
flokkinn og ýmsa forkólfa hinna efn-
að'ri stjetta. Það má sjá á fregnskeyt-
unum, sem hingað berast, að frjetta-
samband við Rússland er mjög laus-
lcgt nú. En ein fregnin segir, að Ker-
ensky hafi tekið höndum saman við
Maximalista; sættir hafi komist á
milli hans og Lenins og nú vinni þeir
saman. Aftur á móti er sagt, að her-
stjórnarfjelagar Kerenskys, líklega
þeir Korniloff og Kaledin, sjeu tekn-
ir höndum. Um her Þjóðverja, sem
settur hafði verið á land í Helsing-
fors, er ekki getiö. En eftir því sem
sagt var um stefnuskrá Maximalista,
þegar þeir tóku völdin, eru öll lík-
indi til að fult samkomulag og sam-
vinna sje milli þeirra og Þjóðverja.
Bolschevikar um Kerensky.
Af útlendum blöðum frá því í lok
september má sjá, að það fer að bóla
á þeirri hreyfingu, sem hratt á stað
Maximalista-uppreisninni, rjett eftir
að Korniloffs-uppreisniix var um garð
gengin. Hermanna- og verkmanna-
ráðið kallar þá saman fund í Petro-
grad, og tilefnið er óánægja yfir því,
Nýjar bækur
Schiller: Mærin frá Orleans. Rómantiskur sorgarleikur. Dr. phil.
Alexander Jóhannesson þýddi. Verð óbundin kr. 4,00, í bandi
kr. 5,50.
Guðm. Finnbogason, dr. phil.: Vinnan. Kostar óbundin kr. 3,00.
Murphy: Börn, foreldrar og kennarar. Þýtt hefur Jón Þórarins-
son fræðslumálastjóri. Kostar óbundin kr. 3,00.
Guðm. Guðmundsson: Ljóð og kvæði. Nýtt safn. Innb. kr. 7,00
og kr. 11,00.
Magnús Jónsson: Marteinn Lúther. Æfisaga. Innbundin kr. 6,50,
óbundin kr. 5,00.
Jón Helgason, biskup; Kristnisaga, 3. bindi (lok miðaldanna og sið-
bótartíminn). Obundin kr. 8,00.
Bækurnar fást hjá bóksölum, eða beint frá
Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Reykjavík.
að Kerensky sje farinn að hallast um
of að samvinnu við hinar efnaðri
stjettir. Einn af þeim flokkum, sem
komið hefur fram í byltingunni fyrir
hönd öreigalýðsins, og verið þar einna
strangastur í kröfum, eru hinir svo-
nefndu Bolschevíkar. Þeir gefa út
bláð í Stokkhólmi. Þegar Petrograd-
fundurinn var kallaður saman, lýsti
blaðið í leiðandi grein óánægjunni,
sem upp væri risin gegn Kerensky,
og segir þar m. a„ að þess afreks-
verks, sem hann hafi unnið, þ. e. að
steypa keisarastjórninni, verði lengi
minst í sögunni. En samt sje. það
ekki nema forleikur þess, sem á eftir
fari, en það sje, að kollvarpa hans
stjórn. Og er blaðið gerir grein fyrir,
hvers vegna þáð sje nau'ðsynlegt, seg-
ir það m. a.: „Kerensky þekkir sög-
una að eins frá sjónarmiöi skóla-
bókanna; hann hugsar sjer þingræð-
is-skriffinsku-lýðveldi, en álitur hug-
myndina um jafnáðarmensku-lýðveldi
ófiamkvæmanlega fjarstæðu af því að
í skólabókunum stendur, að i sögunni
þekkist ekkert dæmi til þess, að ör-
eigalýöurinn hafi tekið umsjón allra
mála í sínar hendur. En þeir, sem sjá
út fyrir sjóndeildarhring bókanna,
vita þáð, að sagan getur skapað ým-
islegt, sem aldrei hefur verið kent í
skólum. Og það er einmitt þetta, sem
1 nú á að gerast í Rússlandi. Norður-
| árlfan á að fá að sjá nýung í þjóð-
skipulaginu : Öreigalýðinn við stjórn.“
' í þessurn orðum er ómur af kenning-
I um Lenins.
Ýmsar fregnir.
Framsókn miðveldahersins heldur
áfram á ítalíu. Sumstáðar við Piave-
ána veita ítalir viðnám enn. En mið-
veldaherinn hafði þegar 15. þ. m. far-
ið yfir hana norður í fjalllendinu og
tekið Feltre, sem er þar skarnt fyrir
vestan ána. Um sama leyti er sagt,
að ítalir sjeu aö flytja sig burt frá
Venezíu, en miðveldaherinn nálgist
borgina. Annars eru engar fregir það-
an áð sunnan síðustu dagana. Og
sama er að segja um vesturherstöðv-
arnar, áð þar er kyrrara nú en að
undanförnu.
Fregn frá 13. þ. m. segir, að 5000
verkamenn í Vínarborg hafi samþykt
kröfu um vopnahlje, og kemur hún
fram einmitt þegar framsókn Austur-
ríkismanna er sem mest í ítalíu, svo
að hún virðist vera sterkur vottur
um friðarvilja.
Stjórnarskifti hafa orðið í Frakk-
landi og hefur Painleve sagt af sjer,
en Clemenceau tekið við. Hefur hann
nú á stríðstimanum verið mjög hvass
gegn öllum, sem méð völdin hafa far-
ið, en friðarvinur er hann enginn.
Hann er háaldraður maður, fæddur,
1841. Utanrikisráðherraembættið1 hef-
ur hann ásamt forsætisráðherraem-
bættinu.
Sú fregn kom fyrir nokkrum dög-
um, að Síbería hefði lýst sig sjálf-
stætt ríki og þar méð, að hún vildi
gera Nikulás fyrv. Rússakeisara aö
keisara sínum, en hann er þar nú
fangi, svo sem kunnugt er.
I Palestinu sækja Bretar fram og
eiga skamt eftir ófarið til Jerúsalem,
hafa tekiö Jaffa, sem er á ströndinni
þar fyrir vestan og noröan.
Konungar, forsætisráðherrar 0g ut-
anrikismálará'ðherrar Norðurlanda
halda fund í Kristjaníu frá 28.—30.
þ. m.
Fregn frá 18. þ. m, segir, áð af
enskum skipum yfir 1600 smálestir
hafi kafbátar undanfarna viku að eins
sökt einu.
Þýskur þingmaður spáir friði.
„Polit.“ frá 21. sept. flytur samtal
við þýskan þingmann, Herman Leube,
sem þá er staddur í Khöfn, um ófri'S-
inn. Hann segir að þrír fjórðu hlutar
þýska þingsins sjeu méð samkomu-
lagsfriöi. Um kanslaraskiftin segir
hann þá það, sem nú er komið fram,
og telur Michaelis að eins millibils-
mann í embættinu. Bethmann-Holl-
veg segir hann ekki hafa verið vel
fallinn til þess áð semja friðinn. en
svo er að heyra sem hann ætli það
verk eftirmanni dr. Michaelis. Um
Belgíu segir hann, áð það væri
heimska ein af Þjóðverjum að inn-
lima hana í Þýskaland eða setja hana
undir þýskt eftirlit af nokkru tægi.
Þýska ríkiö sje þjóðleg eining og
verði að vera það áfram. Aö innlima
í það erlend þjóðerni, yrði til að
veikja það en ekki styrkja. Inn í rík-
isþingiö kæmu 25 fulltrúar frá Bel-
giu og auösjéö, hverri truflun það
gæti valdið þar. Meiri hluti þingsins
er móti öllum landvinningum, — líka
þegar um Belgíu er að ræða, sagði
hann. En það kvað við alt annan tón
hjá honum, er hann mintist á Elsass-
Lothringen. Við vorum rændir þvi
landi áður, en unnum það svo aftur,
sagði hann, og 89 af hundraði af í-
búunum eru Þjóðverjar. Hann sagði
engum manni í Þýskalandi koma til
hugar, að sleppa Elsass-Lothringen
við Frakka. Um þáð væri enginn á-
greiningur. Smávegis tilfærslur á
landamerkjastaurum gætu auövitað
komið til greina, en annað ekki.
Hann kváð það vera fasta sann-
færing sína að friður kæmist á um
næstu jól. Framhald stríðsins er ein-
ber vitleysa, sagði hann, enda má nú
lesa á milli línanna í hverju símskeyti
um ófriðinn þreytu og leiða á hon-
um. Um Þýskaland væri það að segja,
að enginn gæti lengur ímyndað sjer,
að þáð yrði með vopnurn sigrað. Það
væri fjarstæða nú, að hugsa sjer slíkt.
Svelt yr'Si þáð ekki heldur úr þessu.
Rúmenía ætti ekkÞlítinn þátt í því.
Frá 1. til 15. júlí hefðu daglega
verið flutt þaðan 7000 tonn af korni
til Þýskalands, en síöan daglega
12000 tonn. Frá Serbíu hefði komið
fjöldi svina, og frá Rúmeníu, auk
kornsins, 2000 tonn af olíu og bensíni
á hverri viku. Vegna þessara aðflutn-
inga gátum við nú tekiö Ríga, sagði
hann. Við höfðum nægan herafla til
þess að taka hana í fyrra haust, en
okkur skorti þá matvörur til þess að
bæta við okkur að fæða borg méð
250 þús. íbúum. Nú er ekki um þann
skort að ræða, og þess vegnavarborg-
in tekin. Áframhaldandi ófriður get-
ur ekki úr þessu verið til gagns
nokkrum málsaðila, sagði hann, og
því er það óbifanleg sannfæring mín,
að stríöinu vehði lokiö fyrir næstu
áramót.
ófriðarhorfurnar.
George D. Herrow ritar um þær í
svissneska blaöinu „La Semaine Lit-
téraire". Hann telur þær ærið tvísýn-
ar. „Þrátt fyrir augljósa smásigra á
vesturvigstöðvunum, fer því fjarri áð
bandamenn hafi ráð miðveldanna í
hendi sjer,“ segir hann. „Enn sem
komið er brestur Þjóöverja hvorki
menn nje fje, og hin ágæta uppskera