Alþýðublaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 2
 Ritstjórar: Gísli ð. Ástþórsson (áb) og Benedikt Gröndal.—Aðstoðarritstjóri Björgvin Guðmundsson. — Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími: 14:906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10. — Áskriftargjald kl. 65.00 á mánuði. í lausasölu kl. 4 00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Hátekjur stöBvaðar SÍÐUSTU ÁRATUGI hafa íkjaramál hér á landi þróazt í átt til jafnaðar, og hefur verið minni munur á hæstu og lægstu launum en í nokkru öðru landi, sem sögur fara af. Á það jafnt við saman- burð við auðvaldslönd, kommúnistalönd eða bland að hagkerfi þar á milli Íslendingar hafa verið stoltir af þessari þróun og talið hana aðalsmerki þjóðfélags, sem er að veru legu leyti stéttlaust. Hér eru varla til ríkir menn og lítið um fátæka, ef þau orð eru notuð á mælikvarða annarra þjóða. Þetta kerfi hefur þó ekki staðizt að öllu leyti. Sumar stéttir hafa getað dregið til sín miklar tekj ur á okkar mælikvarða, og smám saman hafa at- vinnuvegirnir orðið að yfirborga fólk, sem hefur eftirsótta menntun eða sérþekkingu. Fór svo að lokum, að ríkisvaldið varð að viðurkenna þá stað- reynd, að gera þyrfti breytingar í þá átt, að starfs menn þess fengju betri laun og sérstaklega, að sér- menntað fólk fengi laun í samræmi við menntun sína. Kjaradómur staðfesti þessa breytingu og gekk jafnvel lengra en ýmsir töldu ráðlegt í hækkun hæstu launaflokka. Bilið milli lægstu og hæstu launa var aukið til muna. En gangi þessi þróun lengra en orðið er, má búast við að hún stuðli að hættulegri þróun allra kjaramála í landinu. Verkfræðirigar hafa átt i ivinnudeilu og verið í verkfalli. Þeir leitast við að tryggja sér með samn ingum hærri laun en þeim voru ákveðin í kjara- dómi. Ef þessi tilraun tækist, mundi allt launa- kerfi ríkisins riða og 'hefði getað skapazt stórhættu leg ringulreið. Þess vegna ákvað ríkisstjórnin að segja: Hing að og' ekki lengra. Stjórnin telur allt hið nýja launa kerfi í hættu og hefur því gripið til þess neyðarúr- ræðis að beita bráðabirgðalögum til að fá Iaun verk fræðinga ákveðin og tryggja, að launakerfið ekki riði til falls þegar á fyrstu mánuðum. Allir stjórnmálaflokkar hafa, þegar þeir sátu í stjórn, notað þetta vopn lagasetningar í launamál um. Kommúnistar gerðu það með samstarfsflokk um sínum í vinstri stjórninni, framsóknarmenn hafa gengið allra flokka lengst í slíkum tillögum og aðgerðum, og núverandi stjórnarflokkar hafa einnig. beitt þessum ráðum. Alþýðuflokkurinn lítur á þetta sem neyðar- úrr^eði. Hann gengur ekki inn á slíka lausn sem fasta stefnu, heldur eingöngu undantekningu, þeg ar aðrir og meiri hagsmunir eru í veði. Það hefði komið þyngst niður á hinum almennu launþegum þessa lands, ef launakerfi ríkisins hefði riðlazt. HANNES Á HORNINU Heimsókn í félagsheimili hestamanna í Reykjavík. \ I Myndarlegt um að litast. \ i? Vandamál hestamannanna í borginni. "itmiri, .fiiiiiiiimimiiiiiiiimtfiifimiimiitnitiiiftitfimimmmiiiiiiiiiiimiimmMiimmmimmmmnmmittfx SHDBSTðBII Sætúni 4 - Sími 16-2-27 BHlinn er smurður fljótt og vel. Beljum allar tegnndir at smurollit AF TILVILJUN lenti ég inn á Skeiövelli cinn daginn og hitti þar fyrir Berg Magnúss. bifreiða- stjóra, sem sér um framkvæmd- ir fyrir Ilestamannafélagið Fák. Hann bauð mér inn í félagsheimili Fáks og leiddi mig um állt ov sýndi mér. Ekki hafði mig grun- að að þessi lágreista bygging væri svona myndarleg að innan Þarna er komin skrifstofa, veit- ingasalur, eldhús og snyrtilier- bergi, og allt er svo fagurt og vel gert, að manni dettur í hug, að þangað inn megi enginn koma leir ugur með hrossamóð eða mosa- tægjur. ÉG MAN EFTIR ÞVÍ, þegar Hestamannafélagið Fákur var í uppsiglingu og okkur blaðamönn- um var boðið inn að Tungu og við ar þar sem félagið var að reyna að búa í haginn fyrir hestana. Aður höfðu nokkrir hestamenn, sem enn voru samgrónir sveitalífi þó að þeir væru fluttir á mölina, farið ríðandi um Reykjavík á góðviöcis dögum, og man ég bezt eftir Dan- íel í stjórnarráðinu og Einari Sæmundsen skógfræðingi, hinum eldri. Þeir sáu vel hesta og voru tígulegir á ferð. Daníel talaði oít við mig um hesta, en hefur líkast til fundið fljótlega að áheyrand- inn steig ekki í vitið. HESTAEIGN FER MJÖG vax- andi í Reykjavík. Efir því, sem mér hefur verið sagt, munu vera um 600 hestar í borginni. Menn í öllum stéttum og menn á öllurn aldri. Um 60 unglingar, aðallega piltar, eiga hesta og stunda út- reiðar af miklum áhuga. — Það er því mikið verkefni að vinna fyr ir félag hestamanna. Ekki sízt vegna þess, að eftir því sem byggðin vex og umferðin, verður erfiðara um öll umsvif því þrengra verður um hestana. ÞAÐ ER LÍKA alveg sama hvernig samtök hestamanna fara að, alltaf vex þörfin og sér ekki högg á vatni þó að vel sé unnið. Félagsheimilið er stórmyndarlegt og auk þess hlýlegt og heimilis- legt — og þarna inn frá munu nú vera komnar stíur í hesthúsum fyrir um 150 hesta — og þar eru og lieyhlöður, en heyið er keypt að og flutt til borgarinnar. Enn vantar rúm fyrir marga hesta og þó eiga fjölda margir sín eigin hesthús. ÞEGAR HAFIZT VAR lianda, var Skeiðvöllurinn og hesthúsin langt fyrir innan bæ, en nú er þetta komið inn í borgina. Þarna ætti þó að vera griðland fyrir hestamenn í framíðinni, en ekki er annað sjáanlegt, en að koma þurfi upp byggingu annars staðar og þá austan megin Elliðaánna. — Það, eem veldur hestamönn- unum mestum erfiðleikum, eftir því, sem mér er sagt, er hagaleys- ið, eða geymsluskorturinn á hest- unum á sumrum. Það mál er ó- leyst, en verður að leysast ihð bráðasta. FÁKUR FÆRIST STÖÐUGT í aukana. Bergur Magnússon sýndi Framh. á 13. síðu ®©®®®©©®®© M......- --- — Alltaf fjölgar VOLKSWAGEN Áður en þér kaupið bíla, þá kynnið yður hvort varahlutir fást og hvað þeir kosta Verð ca. kr.: 126.300.— með eftirtöldum búnaði: Miðstöð — Rúðuþvel- ar — Varadekk á felgu — Varaviftúreim — Verkfæri — Lyftari — Tvöfaldir stuðarar aft- an og framan. Innisólskyggni heggja megin — Innispegill — HliðarspegiII bílstjóra megln — Eldsneytismæl ir — Ljósamótstaða í mælaborði — Leðurlíki á sætum, hliðum og toppi — Hreyfanlegir stólar með stillanlegum bökum — Festingar fyr- ir öryggisbelti. — Vagn- inn er tvíyfirfarinn og stvístilltur. Bæði við 500 og 5000 km. Tökum á móti pöntunum til afgreiðslu í september Erum nú aS afgrei@a sendinp af árgerð 1964 Komið og skoðið árg. 1964 Heildverzlunin Hekla h.f. Laugavegi 170472 - Sími 11275 ©®©©©©®©©© 2 20. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.