Alþýðublaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 3
SKIPTI 1 NOREGI? ■ NORSKU stjórnarandstöðu-1 flokkarnir hafa lagt fram í Stór- j þinginu vantrauststillögu á ríkis- stjórn Einars Gerhardsens vegna námuslyssins í King’s Bay á Sval- barða. Fara umræður um van- traustið fram á þingi þessa dag- ana, jafnframt því sem réttarrann- sókn fer fram í málinu. Afstaða' ríkisstjórnarinnar er slík, að hún hefur 74 þingsæti á móti 74 sæt- um borgaraflokkanna, en Sósíal- istíski þjóðarflokkurinn, sem er klofningsflokkur frá jafnaðarmönn um hefur tvö þingsæti og ræður því úrsliium í málinu. Ekkert hefur verið látið uppi um það, hvaða afstöu þessir tveir þingmenn muni taka í málinu, en Mlssa húsin sín Framhald af 1. síðu. um þetta, þar eð vonlaust er að flytja húsið og fólkið á ekki í ann- að hús að vcnda. Fyrjr milligöngu góðra manna tókst Agli þó að fá frest og standa nú vonir til þess, að borgaryfirvöldin hjálpi fjöl- skyldu hans til þess að fá ann^ð húsnæði. Hér hafa aðeins verið nefnd tvö dæmi en þau eru langtum fleiri. Mun vandamál þetta hafa verið rætt af borgarráði og munu borgaryfirvöldin gera sér það ljóst að enda þótt húsin séu byggð í ó- leyfi verði borgin að hjálpa fólk- inu, sem í þeim býr til þess að fá nýtt húsaskjól. það mál ætti þó að skýrast strax í kvöld, því að Finn Gustavsen, leiðtogi Sósíalistíska þjóðarflokks ins, er síðastur á mælendaskrá í Stórþinginu í kvöld um mál þetta. Er þess vænzt, að þá muni koma fram hvernig þeir félagar hyggj- ast greiða atkvæði. Námuslysið varð í kolanámum norska rikisins 5. nóvember 1962 og létu 21 maður lífið. Stjórnar- andstaðan hefur kennt ríkisstjórn- inni um vanrækslu og fleiri svik í meðferð þessa máls, en stjórnar- sinnar hafa neitað allri slíkri á- byrgð og halda fram, að ekki liggi fyrir óhrekjandi vitneskja um or- sök slyssins. Þar af leiðandi sé ekki liægt að kenna einum eða | neinum um það. - I í Noregi er ekki hægt að rjúfa þing og efna til kosninga, enda má telja líklegt, að Gerhardsen gerði það nú, ef hægt væri. Jafn- aðarmenn misstu í seinustu kosn- ingum meirihluta sinn og hafa þeir nú 74 þingmenn af 150, ■— borgaraflokkarnir svonefndu aðra 74, en SF, sósíali þjóðarflokkur- inn, hlaut 2. Ef þessir tveir snú- ast gegn jafnaðarmönfium, fella þeir stjórn Gerhardsens og tekur þá væntanlega borgaraleg stjórn við. í Osló eru á kreiki óstaðfestar fregnir þess efnis, að John Lyng, formaður hægri flokksins, eigi að verða forsætisráðherra í borgara- legri stjórn. Þá er sagt, að Erling Wikborg úr kristilega flokknum eigi að verða utanríkisráðherra. Annars er talið, að samningar þess ara flokka hafi gengið illa. ÞING IUSY ÍOSLÓ Osló 19.8 (NTB). Þing Al- þjóðasambands ungra jafn- aðarmanna er haldið um þessar mundir í Blindern í Osló. í dag kom til Osló dr. Bruno Kreisky utanríkisráð hcrra Austurríkis, en hann mun hai'da fyrirlestur á þinginu. [nn fleiri sjálfsmorð SAIGON, 19.8 (NTB-Reuter): Leiðtogar Búdjiat>úarmanna í borginni Hué í Suöur-Vietnam vöruðu ríkisstjórnina í dag við því að fleiri sjálfsmorð kynnu að verða framin í mótmælaskyni, ef stjórnin breytti ekki stefnu sinni í trumálum- í dag var aílt með kyrrum kjörum í Hué, en þrettán ' stúdentar hafa tjáð sig fúsa til að' fremja sjálfsmorð til þss að mótmæla mismunun þeirri, sem stjórnin hefur í frammi gagnvart Búddatrúarmönnum. Nokkrir stúdentar söfnuðust í dag saman fyrir framan bústað hins nýja háskólarektors, sem eett ur var af stjórninni í stað hins fyrri rektors, föður Cao Van Lu an, sem rekinn var úr embætti í I fyrri viku fyrir þær sakir, að hann I hafði ekki hindrað mótmælaað- gerðir stúdenta. Krústjov fer tll Júgóslavíu BELGRAD 19.8 (NTB-Reuter). I Það var tilkynnt í dag, að Krúst- jov, forsætisráðherra Sovétríkj-1 anna, muni koma í heimsókn til Júgóslavíu á morgun. Er talið að hér verði um eins konar „vinnu frí“ að ræða hjá honum, og hann og Tito forseti muni nota tímann til' að ræða sameiginleg áhugamál. í för með Krústjov verður kona hans, sonur og dóttir, auk þriggja starfsmanna kommúnistaflokksins i þar á meðal Andropov, sem er sér Ók á ölvaður og réttindalaus MJÖG harður áreksÁir varð rétt eftir miðnætti í fyrrinótt á gatnamótum Suðurlandsljrautar og Álfhcima. Þar ók ölvaðúr mað- ur og rétindalaus aftan á bifreið en einn af farþegunum í þeirri bifreið var yfirmaður umferðar- deildar rannsóknarlögreglunnar. Áreksturinn varð með þeim hætti, að Moskowitch-bifreið var ;ekið vestur Suourlandsbraut, og ætlaði hún að beygja inn í Á'.f- heima. Kom þá bifreið ó móti austur Suðurlandsbraut, og hægði þá sú fyrrnefnda á sér meðan :hin var að, fara framhjá. Skyndilega kom bifreið á tölu- verðum hraða, og ók aftan á Mosk owitchinn með þeim afleiðingum, að hann kastaðist yfir akbrautina og inn á Álfheimana. Höggið var mikið og hlutu farþegarnir í bif reiðinni nokkrar skrámur, en einn var fluttur á Slysavarðstofuna. Ökumaður bifreiðarinnar, sem ók aftan á Moskowitchinn reynd- ist undir áhrifum áfengis, enda játaði hann að hafa drukkið á- fengi. Hann var einnig réttinda- laus, og bílnum ók hann í óleyfi. Maður þessi er rúmlega 30 ára gamall. fræðingur í þeim málum, er íúta að samskiptum sovézka kommún- istaflokksins og annarra kommún- istaflokka. Var hann t.d. í för með Bresjnev, forseta Sovétríkj- anna í heimsókn hans í Júgóslavíu fyrir 11 mánuðum. Opinberlega er heimsóknin kölluð „einkaheimsókn" og ekki hafa verið hengdar upp myndir af Krústjov á götunum, svo sem plagsiður er, þegar kommúnista- leiðtogar koma í heimsókn. Hins vegar hafa blöðin birt myndir af honum og frásagnir af væntan- legri komu hans. Hann mun borða hádegisverð með Tito þegar eftir komuna á morgun en síðan mun hann leggja blómsveig að gröf óþekkta hermannsins. Hann mun á ferð sinni heim- sækja Skoplje, en sama kvöld halda til Zagreb. Þá fer hann til hafnaYbæjarins Kotor, þar sem liann mun stíga um borð í lysti- snekkju Titos og sigla til eyjar- innar Brioni, þar sem Tito á sum arbústað. Hann fer á þeiðar 1. september og 3. september heldur ! hann aftur heimleiðis. j Viðræðurnar munu sennilega I fara fram í Belgrad og er þess vænzt, að rætt verði um klofning j hinnar alþjóðlegu hreyfingar kommúnista. JEr búizt við að Krúst : jov leggi mikið upp úr því að I fá sem mestan stuðning Júgóslava í þvi máli. » FJÖRIR KIRKJU- TURNAR Þessa daga er vcrið að setja upp fjórar turnspírur á kirkju þeirri, sem Háteigv sókn er að reisa á hæðinni skamml frá Sjómannaskó!- anum. Munu þessir fjórir turnar setja mikinn svip á bæinn, enda sjást þeir víða að. Kirkja þessi 'er í göml- um stíi' í höfuðdráttum og teiknaði hana Halldór Jóns- son arkitekt. Sú var tíðin að mikið var býznast yfir því, að Neskirkja var reist í nútímastíl, en nú þykir ekki síður umtalsvert, að kirkja er reist með gömlum svip. Margar vinsamlegar skopsög ur hafa þegar myndazt um bygginguna, eins og Nes- kirkju forðum. Nýjasta sag an er á þá leið, að útlendur stúdent hafi kallað kirkj- una „sendiráð Marokkö" vegna þess hve áus((-ænn svipur hennar er. V-þjóðverj- ar undirrita LONDON 19.8 (NTB-Reuter). Vesí^ -Þjóðverjar undiyrituðu í dag samninginn um takmarkað bann við tilraunum með kjarn- orkuvopn í Moskva, Washington og London, eftir að hafa hikað við í 11 daga. Jafnframt sendi vestur-þýzka stjórnin út tilkyun- ingu, þar sem lögð er áherzla á, að Vestur-Þjóðverjar viðurkenni ekki Austur-Þýzkaland sem ríki. Gunther Scholl, sendiherra V(j(s“tur-Þjóðverja í Moskvu, lét undir höfuð leggjast að flytja ræðu við þetta tækifæri, eins og flestir hafa gert, sem á undan hafa skrifað. Hann sagði aðeins „Takk“. Þegar túlkurinn hafði þýtt þetta, leit Podsorov utanrík isráðherra undrandi upp úr skjöl um sínum, og ríkti nú algjör þögn í nokkrar mínútur, en siðan tók ust þeir í hendur Podsorov og Scholl. Síðan var skálað í kampa- víni. í London undirritaði fyrsti full- trúinn Thierfelder, þar eð sendi herrann er kki í borginni. í Londe on hafa kki verið haldnar ræöur. í Washington sagði Knappstein sendiheTra, að samningur þcssi kynni að reynast fyrsta skrefið í át\ na tW m:'| nkandi spennu i heiminum. Hann mun einnig hafa afhent Rusk utanríkisráðherra, bréf, er hann skrifaði undir. Var bréfið frá Schröder utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands, og í því mælt með því að eftirlitsmen* verði látnir halda vörð viða f Austur- og Mið-Evrópu. ALÞÝÐUBLAÐID — 20. ágúst 1963 3 ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.