Alþýðublaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 4
urðarfram sunnar X VOR eða nánara tiltelcið 4. maí síðastl. birtist grein í dagbl. „Tím- xnn“ eftir Jóhannes Bjarnason verkfræðing, er hann nefnir „Kornastærðarvandamál Áburðar- toerksmiðjunnar". Þessi grein varp ar nýju ljósi á annað það megin atriði, sem mistök urðu á við framleiðslu áburðarins og bygg- jingu Áburðarverksmiðjunnar, en )það er kornastærðin. Þetta atriði hafa bændur almennt verið óá- nægðir með frá upphafi, en engin lagfæring fengizt á þrátt fyrir jnargendurteknar áskoranir bænda -og samtaka þeirra til úrbóta. Almennt eru bændur orðnir itnjög leiðir yfir þessum mistökum, og er ekki að furða, því það er mjög illt og erfitt að dreifa kjarna áburði, auk þess hefur hann ein- kennileg tærandi áhrif á allar vél- ar, sem liann kemur í snertingu við að sögn bænda, sem ég hef <rætt þessi mál við. Hitt atriðið, sem bændum er ekki eins vel ljóst ennþá, sem reyndar er varla við að búast, en það eru hin efnafræði Xegu áhrif Kjarnans á jarðveginn. Þennan þátt Kjarnans á jarðveg- inn hef ég nokkrum sinnum rætt áður í blaðagreinum og ætla einn- ig nú að rifja upp helztu atriðin þar að lútandi síðar hér í grein- Jinni. IIVER BER ÁBYRGÐINA? 3EINS og fram kemur í grein Jó- hannesar, er það verksmiðjustjórn in sem ber ábyrgðina á þessum stórkostlegu og leiðu mistökum í einu og öllu varðandi áburðar- framleiðsluna. Enda verður vart annað séð þar sem stjórnin hunzar tillögur sérfróðra manna, útnefnd- um á sínum tíma af Atvinnumála- ráðuneytinu um að semja við eitt þekktasta verkfræðifyrirtæki heims á þessu sviði um vélar og framleiðsluaðferð Áburðarverk- smiðjunnar. Um þetta segir í grein J. B. orðrétt: ,,Ástæðan fyrir ' vandamálinu er sú, að valin var í | upphafi lítt reynd framleiðsluað- ferð til notkunar í Áburðarverk- ! smiðjunni, þvert ofan í ákveðnar tillögur þeirra íslenzku verkfræð- inga, sem undirbúið höfðu málið” Og ennfremur segir J. B. orðrétt: ! „Rétt er að geta einnig, að fram 1 koma í niðuTstöðuskýrslu, sem dagsett er 9. des. 1949 og undir- rituð er af Steingrími Jónssyni, þá verandi rafmagnsstjóra Eiríki Briem rafmagnsveitustjóra og Jó- hannesi Bjarnasyni, verkfræðingi, | ákveðnar tillögur til Áburðarverk- smiðjustjórnarinnar um að semja við eitt þekktasta verkfræðifyrir- tæki heims á þessu sviði" o. s. frv. Eftir tillögu þessari var ekki farið, heldur tekur stjómin það á sínar i ótrauðu herðar að semja við verk- fræðifélag, sem með öllu var ó- ; kunnugt undirbúningi þessa máls og sem gengur svo frá öllu saman, þegar í óefni er komið, án þess að greiða skaðabætur, sem reyndar var ekki að vænta — samkv. gr. J. B. — þar sem málið var dregið á langinn og fyrnt orðið og því ekki líklegt að bera árangur að dómi lögfr. Áburðarverksmiðj- j unnar. | Jóhannes Bjarnason segist hafa skrifað verksmiðjustjórn nokkrum sinnum varðandi vanefndir verk- 1 fræðifyrirtækisins, sem tók að sér ! byggingu Áburðarverksmiðjunnar ! og lagt til að höfðað yrði mál út af þeim. Fyrir því var heldur eng- I inn áhugi hjá stjórn Áburðarverk- ' smiðjunnar — af hverju? Væntan- ! lega svara þeir, sem bezt vita. Ef til vill finnst þessum vinum bænd- anna — stjórn Áburðarverksmiðj- unnar — það greiðari leið að láta bændurna greiða þessar 15—20 milljónir í auknu áburðarverði, sem J. B. telur nú að kosti að end- urbæta verksmiðjuna með tilliti til kornstærðarinnar. En þar með eru ekki öll kurl komin til grafar. — Hvað eiga bændur eftir að greiða stóra fúlgu vegna rangs áburðar- vals? Það er ekki enn fyllilega komið í ijós og verður sennilega erfitt að reikna það í tölum, en svo segist mér hugur um að sú fjárhæð geti orðið nokkuð há, og að nefna í því sambandi svo smá- vægilega upphæð sem 15—20 milljónir mundi fremur teljast lil óskhyggju en raunveruleika. Það eru nú rétt 10 ár síðan (1953) að ég skrifaði fyrst grein um Áburðarverksmiðjuna, er ég ! nefndi „Áburðarverksmiðjan og köfnunarefnisframleiðslan" og birt ist í Alþbl. 21. ágúst 1953. Meginefni greinarinnar or í stuttu máli þetta. Ég legg til að horfið verði frá því að framleiða áburð án kalks — eins og þá var ákveðið. Heldur yrði annað tveggja, dokað við þar til sements- verksmiðjan sem þá var í undir- búningi tæki til starfa, því hún mundi einnig geta framleitt það kalk sem Áburðarverksmiðjan ] þyrfti, eða að sjá fyrir nauðsyn- legri kalkþörf um stundarsakir með innflutningi. Þá lagði ég til, ! að framleiddur yrði kalksaltpétur öðrum köfnunarefnisáburði frem- ur, sökum eiginleika hans, að bera árangur við óblíð og breytileg veðurskilyrði ásamt fleiru, sem hér verður eigi nánar tilgreint. Um framleiðslu ammoniumnitrat segir í framangreindri grein minni: 1. Ammoníumnítrat í þeirri mynd, sem fyrirhugað er að fram leiða það hér, hefur sýrandi áhrif á jarðveginn að minnsta kosti þeg- ar til lengdar lætur. 2. Ammoníumnitrat sem ekki er kalk í er rakasæknara en eUa og torveldar það dreifinguna og rýi|- ir notagildi þess. 3. Ammoniak sem ekkl er kalk í fylgir meiri sprengihætta. 4. Meiri hætta er á efnatapi úr ammoníumnítrati, en öðrum köfn- unarefnisáburði, nema því að eins að áburðurinn sé blandaður við jarðveginn með herfi strax eftir dreifingu. Skoðun mín á þessum málum er enn óbreytt, enda er það nú betur og betur að koma í ljós að Kjarn- inn hefur sýrandi áhrif á jaríf- veginn. Þetta hafa jarðvegs- og á- burðartilraunir sem fram hafa far- ið við bændaskólann á Hvanneyri um nokkurra ára skeið staðfest. Enda þótt að löngu sé ljóst orð- I ið að mikil mistök hafa orðið á við verksmið j ubygginguna <fg framleiðslu áburðai-ms liijóta þre- menningarnir fullt traust hjá Al- : þingi eins og bezt verður séð á þvf, að þeir hafa verið marg endur- kjörnir í verksmiðjustjóm á AJ- þingi! Þessir menn sem segjast bera svo mjög hag bændanna fyrir brjósti. Og hvar er höfuðvígi ís- lenzku bændastéttarinnar, Búnað- arfélag íslands með alla sína spek- i inga. Þaðan hefur ekki heyrzt eitt 1 orð varðandi þetta stórmál land- búnaðarins fremur en um væri að .raéða einkaleyfi á að kafa í ösku- haugana vestur við Selvör. Það hefði ekki verið óviðeigandi að framlag Búnaðarfélagsins til þessa j stórmáls hefði orðið meira en raun ber vitni. Friðjón Júlíusson. Þótt enn sé alllangur tíini unz Bandaríkjamenn ganga til for' setakosninga eru ýmsir þegar byrjaðir að spá um úrslit kosn- inganna árið 1964. KENNARÁSKORT- UR í DANMÖRKU Formaður Kennarasambands Darjmerkur lét avo ummælt á -fundi fyrir skömmu að þar í landi jtnundi nú vanta um það bil fimm jþúsund kertnara. Á síðasta skólaári var þannig ioætt úr þessum alvarlega kenu- -jraskorti að starfandi kennarar .Xögðu á sig aukavinnu, sem talin var jafngilda störfum 3 þúsund kennara. í rúmlega 1000 stöður voru settir kennaraskólanemar, og sð lokum voru próflausir menn sráðnir í um það bil 1000 stöður. H James A. Farley, sem stjórnaði kosningabaráttu Roosvelts árið 1932, var fyrir skömmu á ferð í Stokkliólmi og notuðu þá sænskir blaðamenn tækifærið til að spyrja hann hvernig hann héldi að kosningarnar árið 1964 mundu fara. Hann sagði: „Kenne dy verður endurkjörinn forseti í næstu kosningum og þá mun hann fá töluverðan meirihluta greiddra atkvæða." Fax-Icy spáði því sömuleiðis árið 1960 að Kennedy mundi sigra Nixon. Sagt var, að í kosn- ingabaráttunni hefði Kenneily eitt sinn hringt til Farfeys og fullvissað hann um, að hann mundi vinna kosningarnar þó ekki væri nema aðeins til þess að Farley lækkaði ekki í álili sem kosningaspámaður. Aðspurður um Repúblik.tna sagði Farley: „Kvort sem þaft verðnr Goldwater eða Romnoy frá Detroit, þá er hætt við að Rockefeller verði þeim þungur í skauti." Tiííölulega stutt er síðan að nafn Romneys var nefnt í fyrsta skipti í þessu sambandi. Romney hefur atvinnu af því að fram- leiða smábíla. Þar eð hann vr mormónatrúar er alls ekki talið ósennilegt að hann muni hljóta mikið af akvæðum negranna. Fram til 1960 vgr það ævin- Iega svo, að Repúblikanar vor.u mjög fylgissterkir í suðurríkjun- um, og þannig hafði það verið frá því að þrælastríðinu lauk fyrir um það bil 100 árum. En nú er allt þetta að breytast. And- staða hvítra manna í suðurrikj- unum gegn svertingjunum, veld ur nú fylgisaukningu lijá Repú- blikanaflokknum. Farley kveðst sannfærður um að- enginn annar cn Kennedy komi til greina við forsetakosn- ingarnar í USA á næsta ári. NÁUNGINN, sem við sjáum þarna á myndinni, er senni- lega með slungnari sölumönnum. Hann starfar hjá fyrirtæki í Bretlandi, sem einkum selur talstöðvar og fjorskiptatæki í skip. Til þess að auka sölumöguleikana hefur hann nú feng- ið sér vatnaskíði, eins og sjá má á myndinni, og ferðast þann- Xr milli skipa í höfnnm. 4 20. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.