Alþýðublaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 5
Rabbað við Sigríði Geirsdóttur um nám og starf VIÐ hittum hana í anddyrinu á Hótel Sögu. Kún er að koma úr afmælisboði hjá vinafólki sínu. — Hún er röskleg og falleg. — Þegar maður kemur svona sjaldan heim er svo margt að gera maður víll hitta sem flesta af iunningjunum. Sigríður Geirsdóttir býður okk- ur sæti £ íbúð sinni á hótelinu og hlær þegar við spyrjum hvort hún ætli nokkuð að fara að gifta sig? — Það er ekki gott að vita, en ég er allavegana ótrúlofuð! Svo vill hún ekki meira tala um einkamálin, en fer að segja frá námi sínu og starfi í Banda- ríkjunum. — Hvað ertu búin að vera lengi vestra? — í þrjú ár, ég hefi verið allan tímann í Los Angeles og Holly- wood og nú fer að koma á mark- aðinn fyrsta kvikmyndin, sem ég fer með aðalhlutverkið í. Það er hryllingsmynd, hún átti fyrst að heita Tomorrow you will die, en nú hefur verið ákveðið að kalla hana The Creeping Hand. Leik- stjórinn heitir Herbstock, og er talsvert þekktur, m. a. kennir hann við kvikmyndaháskóla í Hollywood. Með mér í myndinni eru ýmsir upprennandi leikarar, þekktastur er Rod Loren, sem er einnig þekkt ur fyrir söng, var mjög vinsæll fyrir plötu í fyrra. Svo eru þarna Kent Taylor, Allan Ilale og gamla Arlene Judge. Rod Loren er barn 23 ára að aldri, en er nú að gera mynd með Ray Calhoun. Myndin er framleidd af J. Robertson Pro- duction, en það er óháð kvik- myndafélag. Myndin verður frum- sýnd í Bandaríkjunum í október, og það getur verið, að hún verði sýnd hér fyrir jol. — Ertu kannski að ganga frá sýningarrétti á henni hér? Sigríður brosir og svarar ját- andi, en kveður of snemmt á þessu stigi málsins, að fara nánar út í þá sálma. — Eg leik þarna sænska stúlku, sem er í námsskiptum í Banda- ríkjunum. Þá hefi ég leikið smá- hlutverk í mynd með Marlon Brando og David Niven. Þá er ég oft í sjónvarpsseríunni The Beverley Hillbilliee, sem er eitt vinsælasta dagskrárefni CBS- útvarpsfélagsins. Þetta er lýsing á Hillbillies, sem verða forríkir og flytja til Beverly Hills. Hillbill- ies er fólk á afskekktum svæðum í Suðurríkjunum og talið heldur ódannað. Þetta er grínsería. Eg leik þarna franska stúlku og er með svart parruk. Annars vinn ég líka fyrir mér með því að koma fram í auglýsing- um í sjónvarpi. Það er vel borgað. Núna undanfarið hefi ég auglýst nýja bjórtegund, Busch Bavarian og einnig vin o. fl. Það eru borg- aðir 100 dollarar fyrir að koma einu sinni fram, og svo fær mað- ur 100 dollara í hvert sinn, sem auglýsingin er sýnd. Og ekki veit- ir af aurunum. Eg er á leikskóla, hefi verið á sama skóla allan tím- ann, — er nú í einkatímum. Einn- ig stunda ég nám í söng og fram- sögn hjá hinum þekkta söngkenn- ara George Griffin. Meðal nem- enda hans má nefna Mario Lanza. Eg er tvisvar í viku hjá Griffin. Allt er þetta dýrt. — Er ekki erfitt að koma sér á framfæri í mannhafinu í Banda- ríkjunum? — Jú, eitt hið erfiðasta er að byrja, láta fólk þekkja sig, ekki almenning, heldur skrifstofufólkið hjá kvikmynda- og útvarpsfélög- unum. En hafi einu sinni tekizt að komast að, þá er auðveldara í næsta skipti. — Ertu komin yfir byrjunar- örðugleikana? — Eg vona, að ég sé að kom- ast yfir þá. — Býrðu vel þarna vestra? — Eg hefi fjögurra herbergja íbúð og eldhús. Annars er það svo, að margt, sem talið er sjálfsagt þar, er kallaður lúxus hér heima. — Áttu sundlaug? Hún hlær glaðlega. — Nei, en það er alltaf hægt að komast í sundlaug hjá vinafólki sínu. Það er reyndar aldrei farið í sundlaug á veturna, en á sumr- in er nauðsynlegt að veita sér slíkan lúxus. — Hvað tók það langan tíma, að taka myndina The Creeping Hand? — Mánuð, við kláruðum hana á Þorláksmessu, og þá var að fara í livelli að kaupa jólagjafir. Þar til var enginn tími til slíks fyrr. Takan byrjaði klukkan 8- 8,30 og maður varð að fara á fæt- ur um sex-leytið, — í síðasta lagi. Svo var tekið fram undir mið- nættið. Það var erfitt, en skemmti legt. Maður lifir sig inn í hlut- verkið, liættir að vera maður sjálf ur. En þegar allt erbúið, þá kem- ur undarlegur tómleiki í sálina. Við þekkjum hana undir nafn- inu Sigríður Geirsdóttir, en liið rétta nafn hennar er Sirry Steff- en, það er nefnið, sem er í aug- lýsingunum og á hlutverkaskrá kvikmyndanna. ' - Ég var dálitla stund að átta mig á Sigríðarnafninu, þegar ég kom heim. Vestra heiti-ég Sirry Steffen, og ég get varla sagt, að ég hafi talað íslenzku mánuðum saman. Eg sé sjaldan íslenzk blöð, en þegar þau berast mér í hendur les ég þau orði til orðs, allt sam- an VerSurðu lengi heima í þetta sinn? — Nei, ég verð bara viku, ég verð að fara vestur strax, — í sambandi við kvikmyndun. Á ég að segja þér sögu. Það eru ívö lönd, sem mig langar mest til að heimsækja núna, Indland og Brasilía, — en núna var ég að fá tilboð um að leika í myndum í Indlandi og Brasilíu. Finnst þér þetta ekki undarleg tilviljun? Og hvort landið velur þú nú? — Ég veit ekki, mér hefur bor- izt enn eitt tilboð, svo að ég verð að kanna málin betur áður en ég ákveð mig. Hefurðu séð nokjyár merkar myndir nýlega? Hvort ég hef, ég var á frum- sýningunni á Cleopatra í Holly ■ wood um daginn. Doris Day, sem ég þekki vel, vildi ekki fara á frumsýninguna og gaf mér miðana sína. Og sjaldan hef ég óskað heif ar að vera í síðbuxum og létt- um fötum en þá. Þarna varð mað' ur að sitja í fimm klukkutíma í þröngum kjól og sínu fínasta pússi, og myndin var svo leiðin-- leg er á leið, að allir voru aö' sofna. Fyrri parturinn er góður, en seinni hlutinn óskaplega lang- dreginn. Rex Harrison leikur Cas ar frábærilega vel, en eins og kunnugt er er liann drepinn um miðja mynd og maður fær ekki að sjá hann meir. Leikur Rex i flogaköstunum er ótrúlega góður» Framh. á 15. síðu. % ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 20. ágúst 1963.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.