Alþýðublaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 15
ÁSTARSAGA Á SJÚKRAHÚSIERIR: LUCIILA ANDREWS Og það leit helzt út fyrir, að mér hefði tekizt það fullkomlega. Ég sá ekki að hann reiddist, en brosið var full breitt. — Nú, jæja, svo að það var bara ,,smá koss“? Og það var svo sem ekki neitt fyrir þig? Mjög athyglis- vert, sagði hann rólega. — Maður fer óhjákvæmilega að velta vöngum yfir því, hvað komi við þig. Kannski þetta? Hann greip um axlir mér, snéri mér við og kyssti mig — ekki einu sinni — heldur oft. Og eins og kvöldið áður voru kossar hans éngir mömmukossar. Ég var hreint og beint að þvi komin að kafna, hann hélt mér í slíku skrúfstykki, að það varl ekki nokkur leið að ýta honum frá sér né losna úr faðmlaginu. Þeg ar hann loks gat ekki komizt hjá því að grípa andann, — sleppti h'ann mér loks. ' Ég hallaði mér upp að borðinu. — Þú ert alveg ómögulegur, Bill, sagði ég skjálfrödduð. — Að öllu leyti. Ég veit að þú ert ekki á vakt núna og ég sit og teikna mörgæsir, en ég er samt sem áður að gegna skyídustörf- um. Hugsaðu þér hvílíkur cyrir- gangur yrði, ef að einhver hcfði séð til okkar. — Já, sagði ísköld rödd í dyr- unum. — Það hefði kannski ver- ið heppilegra, ef að þér hefðuð munað eftir því fyrr, að þér er- uð í einkennisbúningi, systir Standing. Það var erfitt um það að segja hvort okkar varð mest hissa, Bill, Jake eða ég. Ég sá að Bill varð sótsvartur í framan, ég fann að ég fölnaði upp. Jake hélt kannski eðlilegum litum, hann var hörkulegri en ég hafði nokk- urn tíma séð hann fyrr. Jake horfði á Bill. — Ég skal tala við yður seinna, Martin, sagði hann kuldalega. Svo vék hann til hliðar. Bill tautaði eitt- hvað, sem ég skildi ekki og hvarf út um dyrnar. Jake stóð kyrr í sömu sporum og í nokkrar sekúndur, sem virt ust heil eilífð, sagði liann ekki neitt. Hann stóð bara og liorfði niður í gólfið. — Ég kom hingað niður til að sækja bíllyklana mína, ég gleymdi þeim inni á skrifstof- unni hjá yfirhjúkrunarkonunni í dag. Ég leit af tilviljun inn um dyrnar hérna um leið og ég gekk hjá. Ég er ekki á vakt — hann leit upp og augu hans skutu næst um gneistum — en samt sem áður eru til þeir hlutir, sem ég get ekki loltað augunum fyrir. Getið þér gert yður í hugarlund, hvernig hegðun yðar hefði þótt, ef einhver sjúklinganna hefði séð til ykkar? Þið getið ekki af sakað yður með því að það séu engir sjúklingar hérna niðri. Þér eruð kannski mjög ungar að ár- um, systir Standing, en þér eruð ekki svo ungar, að þér vitið ekki, hvernig hjúkrunarkona á að haga sér. Ég geri mér full- komlega ljóst — hann horfði á mig í þetta sinn, — að þér tak ið skyldum yðar alltof létt. Mér kemur ekkert við hvað þér gerir utan sjúkrahússins, þegar þér eigið frí. En hvað þér takið yður fyrir hendur, meðan þér eruð í einkennisbúningi yðar. Hann leit aftur niður á gólfið. Við erum stoltir af hjúkrunar- konum okkar hérna á Martins og stoltir yfir því, hve mikils álits sjúkrahúsið nýtur um heim all- an. Hvað lengi haldið þér, að við gætum haldið þessu áliti, ef fleiri hjúkrunarkonur hér hög- uðu sér eins og þér gerðuð? Án þess að bíða svars sneri hann við mér baki og gekk út. Fyrsta hugsun mín var sú, að hann hefði gleymt að taka lykl- ana sína, — en sú hugsun var að- eins blekking, — sem ekkert gagn var að. Orð hans hljómuðu fyrir eyrum mínum. Ég tók að skjálfa í hnjáliðun- um, svo að ég varð að setjast nið- ur. Enginn hafði nokkurn tíma verið svona reiður við mig og að nokkur hefði ástæðu til þess að skamma mig svona kom mér meir úr jafnvægi en nokkuð af því, sem hann sagði. Pabbi hafði alltaf látið mömmu um ávíturn- ar og reiðiköst bræðra minna voru af öðrum toga spunnin. Ég lokaði augunum. Hvað mundi Jake gera núna? Ætli, að hann segði yfirhjúkrunarkonunni frá öllu saman? Og ef hann segðl henni frá þessu, neyddist liún til að segja forstöðukonunni allt af létta. Ég opnaði augun og virii fyrir mér mörgæsirnar mínar. Ég velti því fyrir mér, hvort ég mundi fá að sjá þær uppi á veggn um. Ég var alltof óhamingjusöm og eyðilögð til þess að geta borið það ein. Ég sagði Angelu upp alla sögu og sömuleiðis Jose- phine. Þær vorkenndu mér af heilum hug. — Þessi asni, st’undi Josephine. Hvers vegna gat hann ekki verið varkárarl? — Hvers vegna þarf hann endi- lega að. ganga um, kyssandi fólk, spurði ég bitur. — Ó, Rósa, sagði Angela ör- væntingarfull. Þú hlýtur að skilja, hvað þetta getur þýtt? Þú getur ekki gert þér vonir um að fá eitt tækifæri til viðbótar eftir þetta. Og hvers vegna í ósköp- unum léztu þetta gerast? — Ég lét það ekki gerast — það bara gerðist! Þær horfðu á mig og síðan hvor á aðra. — Rósa, við þekkjum þig, — svo að við skiljum þetta, sagði Josephine. En þú getur ekki bú- izt við, að nokkur annar héma á sjúkrahúsinu skilji þetta. Þú varst furðulega skynsamleg í gærkvöldi og gafst mér ágæt ráð. En ég býst við, að þú hafir gert það meira óvart en af ásettu ráði, því að þú ert alls ekki fær um að sjá fótum þínum forráð. Nei, lofaðu mér að tala út, sagði hún, þegar ég ætlaði að fara að mótmæla. — Jafnvel þú hlýtur að skilja, að kona lætur ekki karlmann kyssa sig, nema að hún hafi lát- ið hann á sér skilja, að hún vilji gjarnan kyssa hann. Þetta er staðreynd, sem allir fallast á. Og þú ert í einkennisbúningi, gleymdu því ekki. Yfirlæknirinn getur ekki lokað augunum fyrir slíku sem þessu, hve gjarnan sem hann vildi. Hvernig heldur þú, að það færi hérna á sjúkrahús- inu, ef að allir nemarnir væru sí og æ að kyssa stúdentana og að- stoðarlæknana? — Ef ekki væri tekið í taumana mundi það, sem kallað er rómantík blomstra og brátt sigra allt sem heitir agi. — En það versta af öllu er, að eitthvað, sem kallað er rómantík, var alls ekki með í spilinu, sagði ég. Bill langaði ekkert að kyssa mig — ekki fremur en mig lang- aði til að kyssa liann! Ég er viss um það! Hann gérði það bara af því .... að .... ég veit ekki .... bara að gamni sínu eða eitthvað svo leiðis. Angela horfði á mig með upp- gjöf í augnaráðinu. — vaknaðu í guðsbænum. — Hættu að tala eins og tveggja ára barn! Ég vissi, að hún hafði mikið til síns máls, en samt var ég viss um að Bill var ekki hrifinn af mér fyrir fimm aura. Það var kann- ski það allra versta. Ef ég yrði nú rekin væri það þó huggun harmi gegn, ef að ég gæti talið mér trú um, að þessir bjánalegu kossar hefðu. haft eitthvað gildi fyrir annað hvort okkar. En ég var alveg sannfærð um, að BiU var eins ósnortinn og ég — og heföi bara kysst mig til þess að sýna fram á að ég hefði egnt hann til að gera það með stríðni minni. Ég spurði stelpumar enn og aftur: Haldið þið, að ég verði kölluð fyrir forstöðukonuna? Angela svaraði engu, en svipur inn á andliti hennar sagði meir en nóg. frí núna og vera hér nokkum tíma, en þegar vinnan er annars vegar þá verð ég að fara strax vestur aftur. Það þýðir ekki ann- að en að vinna og vinna ef á að ná einhverjum árangri. Josephine kom okkur báðum á óvart með því að segja, að hún byggist ekki við því. — Yfir- læknirinn er ekki líklegur til að slúðra. Ég tel trúlegra, að hann geri sjálfur út um málið. Og senn líður að jólum, — það getur haft sín áhrif. Ég svaf illa um nóttina. Ég var eiginlega fegin, þegar vekjara- klukkan hringdi, — og í þetta sinn hafði ég nógan tíma. Það var tiltölulega mikið að gera á deildinni, ef tekið var til- lit til þess, að það var sunnudag- ur, — en samt sem áður ætlaði tíminn aldrei að líða. Ég bjóst við að vera kölluð fyrir yfir- hjúkrunarkonuna á hverri stundu, en þegar klukkan tók að nálgast 11 og ekkert gerðist fór að kvikna von í brjósti mér. — Kannski Josephine hefði rétt fyr- ir sér. Kannski Jake þegði yfir öllu saman. Þegar klukkan var rúmlega 11, kallaði Astor á mig. SIRRY Framh. af 5. síðu enda eru flogin eðlileg en ekki uppgerð. Elísabeth Taylor er falleg allan tímann, en dálítið misrrunandi og Richard Burton er ekki neitt neitt. Og ertu ekki á leið í hjóna- bandið? Sirry hlær glettnislega. — Ég er nú sosum komin á giftingar- aldur, eða hvað? Þeta getur kom- ið hvenær sem er, en þegar eytt hefur verið svona miklum tíma í nám og annað, þá vill maður kom- ast áfram af sjálfsdáðun. Það er fórn að kasta öllu frá sér. Ég hef heldur ekki mikla löngun til að , lifa samkvæmislífi, það getur ver- ið gaman við og við, en vinnan, er það, sem er mest virði. Ég ætlaði að taka mér sumar- Framhald af 14. síðu. Kópur, Keflavík 8086 Lómur, Keflavík 5314 Mánatindur, Djúpavogi 9225 Manni,, Keflavík 4380 Margrét, Siglufirði 9519 Marz, Vestmannaeyjum 4655 Náttfari, Húsavík 4935 Oddgeir, Grenivík 10.660 Ólafur bekkur, Ólafsfirði 7210 Ól. Magnúss. Akureyri 14.830 Ólafur Tryggvason, Hornaf. 5890 Páll Pálsson, Hnífsdal 4592 Pétur Jónsson, Húsavík 5381 Pétur Sigurðsson. Reykjavík 7353 Rán, Fáskrúðsfirði 5273 Reynir, Vestmannaeyjum 4761 Rifsnes, Reykjavík 4275 Runóifur, Grafarnesi 5219 Seley, Eskifirði 7508 Sigfús Bergmann, Grindavík 5246 Sigrún, Akranesi 6920 Sigurður, Siglufirði 5308 Sig. Bjarnas., Akureyri 17.386 Sigurpáll, Garði 16.073 Skagaröst Keflavík 8279 Skarðsvík, Rifi 7714 Skipaskagi, Akranesi 5012 Skírnir, Akranesi 6352 Snæfell, Akureyri 12.708 Sólrún, Bolungavík 6447 Stapafell, Ólafsvík 5732 Stefán Ben, Neskaupstað 5995 Steingrímur trölli, Eskifirði 6815 Stigandi, Ólafsvík 7331 Sunnutindur, Djúpavogi 7111 Svanur, Reykjavík 4393 Sæfari, Akranesi 4318 Sæfari, Tálknafirði 14.875 Sæfari, Neskaupstað 7893 Sæúlfur, Tálknafirði 9832 Sæunn, Sandgerði 4041 Sæþór, Ólafsfirði 4769 Tjalddr, Rifi 5035 Valafell, Ólafsvík 7751 Vattarnes, Eskifirði 11.238 Víðir II. Garði 8835 Víðir, Eskifirði 9750 Von. Keflavík 7389 Þorbjörn, Grindavík 12.577 Þorkatla. Grindavík 9152 Þrálnn, Neskaupstað 8971 ___Metta er me'ð höfuffverk, en ég hefffi ekkert á móti því að sjá myndina, sem þú ert búin að kaupa miða á. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 20. ágúst 1963 |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.