Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.01.1918, Blaðsíða 1

Lögrétta - 05.01.1918, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsimi 359. Nr. 1. Reykjavík, 5. janúar 1918. XIII. árg. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir i Ukaierslun Slolúsar [ymundsssnar. (T ----- Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sfmi 32. Þar eru fStin saumuð flest. Þar eru íataefnin best. —=--J Lárus Fjeldsted, yfirrjettarmálafærslumaöur Lækjargata 2. Venjulega heima kl. 4—7 siðd. Fj árhagsvoðinn. v. Aöalefni frv. þess um „almenna hjálp vegna dýrtiSarinnar“, sem meiri hluti bjargráSanefndarinnar i n. d. bar fram, og varð aS lögunt meö nokkrum breytingum, var þetta: 1. Heimild fyrir landstjórnina til aS veita sýslufjelögum, bæjarfjelög- um og hreppafjelögum lán úr land- sjóöi meöan striíSiö stendur. Frv. nefndarinnar vill aö lánin sjeu veitt til aö afstýra almennri neyS af dýrtíö og matvælaskorti, og sjeu þau h v e r g i v e i 11 n a m a full þörf sje sýnileg. En i meöferöinni breytti þingiö þessu svo, aó lánin skyldu veitt til þess aö afstýra „verulegri neyö, a'ö dómi sveitarstjórna" af dýrtíö og mat- vælaskorti. Enn fremur megi veita lán þessi i vörum. Nefndin vill veita lánin til alt að 10 árum frá því er ófriðnum lýkur, og án þess aö tiltaka vaxta- og afborgunar- kjör, ætlar stjórninni auðsjáan- lega að tiltaka þau, en i meðferð- inni á þinginu breytist þetta svo, að lánin skulu standa v a x t a- o g a f b o r g a n a 1 a u s þar til 2 ár eru liðin frá ófriðar- 1 o k u m, en endurborgast þar á eftir á 13 árunr með 10% árlegri greiðslu af hinni upprunalegu láns- upphæð. 2. Þessu næst heimilar frv. land- stjórninni að verja á meðan stríðið stendur fje úr landsjóði til at- vinnubóta, svo sem til að undir- búa stórhýsi, er sýnilega þarf að reisa innan skams, hafnir, vita, brýr og vegi, og til að reka mat- jurtarækt í stærri stíl, námugröít eða önnur nauðsynjafyrirtæki. Þetta var samþykt óbreytt. 3. Loks bætti þingið inn i frv. nefnd- arinnar heimild til að selja bæjar- stjórnum og sýslunefndum 2800 tonn af kolum á 125 kr. tonnið, og skyldi tapið á þeirri verslun greitt úr laftdsjóði. 4 Loks innihalda lögin ákvæði um, að lán, sem sveitarfjelög veita ein- stökum mönnum (væntanlega af lánsfje því, sem lögin hljóða um og ætlast til að landsjóður leggi fram) skuli ekki talinn sveitar- styrkur. Allar breytingar þær, sem þingið gerði á frv. meiri hluta bjargráða- nefndar, miða í þá átt, að a u k a útgjöld og áhættu land- s j ó ð s, og kennir hjer auðsjáanlega áhrifa frá þeim mönnum, sem vildu ganga enn þá lengra í ljettúðarfulhun fjáraustri, eins og fyr var sagt. Um- ræðurnar á þingi um þetta frv. eru því miður ekki komnar út, þegar þetta er ritað, en í nefndarálitum og tillögum verður ekki vart við neitt íhald gegn þessum breytingum annað en það, að Guðm. Ólafsson, þingm. Húnvetninga, gerir ágreiningsálit um kolaverslunina, og leggur á móti því að kol sjeu seld undir verði og tapið greitt úr landsjóði. VI. Kolaúthlutunin er nú um garð gengin, og hefur sennilega kostað landsjóð 300 til 400 þús .kr. Tekjur munu ekki vera fyrir hendi til að greiða þá upphæð, heldur verður hún efalaust annaðhvort greidd með lán- töku, og rentur og afborganir lánsins siðan reittar saman með sköttum, eða þá að fært verður fram verð ein- hverrar af nauðsynjavörum þeim, sem landsverslunin hefur á boðstól- um, og kostnaðurinn tekinn þannig, en kaupmönnum, sem versla með sömu vöru, þá um leið boðið upp á aukreitis verðhækkun, sem þeir geta stungið í sinn vasa, um leið og lands- verslunin reitir saman upp í kolatap- ið. Er hvorugur kosturinn góður, og óvíst að í öllu þessu sje mikil hjálp finnanleg, ef þeir reikningar væru gerðir upp til fullnaðar. Og býsna efasamt, hvort rjett er að vinna svo mikið til að fá kol i ofnana í þessu landi, sem hefur verið bygt í 1043 ár, og komist af án kola í nærri 1000 ár, að varpað sje fyrir borð öllum heilbrigðum fjárstjórnarreglum, svo sem hjer var gert. En ekki til neins að fást um orðinn hlut. Nú eru dýrtíðarlánin á dagskránni. Lánskjörin eru mjög hagkvæm fyrir 1 á n þ i g g j e n d u r, og því ekki að furða þó eftirspurn sje mikil eftir þeim, en ekki er úr vegi að athuga hve hagkvæm þau muni vera fyrir lánveitandann, sem er land- sjóðurinn. Það er þá fyrst, að lánin eiga að veitast vaxtalaust, og vitanlega einnig afborganalaust, þangað til 2 ár eru liðin frá ófriðarlokum. En hvað skyldi verða langt þangað til? Um það skal engu spáð, en svo mikið mun þó mega segja, að verði barist þangað til vopnin skera úr, sýnast litlar vonir til að stríðsendir muni koma fyr en eftir 3 ár eða lengri tíma hjer frá. Þetta stríð er að því leyti endurtekning á eldri sögulegum við- burðum, sem sje Napóleonsstyrjöld- inni, að nú eins og þá er höfuðaðilinn öðrumegin Bretaveldi, sem drotnar yfir höfunum með flota sínum, en hinu megin er nú eins og þá vold- ugasta ríkið á meginlandinu, núna Þýskaland, þá var það Frakkland. Stjórnarstefna Breta er hin sama nú eins og hún var þá, að vera á móti sterkasta ríkinu á meginlandinu, því sem gat orðið ofjarl hins bretska veldis, ef það næði að breiða út yfir- ráð sín yfir mikinn hluta meginlands álfunnar. Það tók eitthvað um 22 ár (h. u. b. 1793 til 1815) að korna Frökkum á knje í Napóleonsstyrjöld- inni — og hver mundi þora að full- yrða að hildarleikurinn yrði styttri nú, ef berjast skyldi til þrautar? Friður mun hafa verið saminn einu sinni að nafninu til milli Breta og Frakka á áðurnefndu tímabili, og kallað að hann stæði eitthvað rúmt ár — hver getur ábyrgst að ekki fari á sömu leið nú, ef einhver friðarnefna kemst á milli Breta og Þjóðverja á ð u r en vopnin hafa skorið úr. Án þess að neinu sjeð spáð um stríðslokin skal svo sem til dæmis gerð grein fyrir því, hvernig dýrtíð- arlánskjörin eru fyrir landsjóðinn ef stríðið stendur 3 ár enn. Þá fær land- sjóður hvorki vexti nje afborganir af þessum útlánum sínum i 5 ár. Ekki eru horfur á að hann muni geta út- vegað sjer peningana fyrir lægri vexti en 6 af hndr. Þegar vaxtalausu árin eru liðin, fær hann árlega í 13 ár frá skuldunaut 10% af því láni, sem upprunalega var veitt, og væri rentan að eins 4%, þá rnundi þessi afborgun nægja til að greiða hið upp- runalega lán á þessum 13 árum. En nú mun landsjóður verða aö svara 6°/o. Fyrst verður hann að auka skuld sína um 6% á ári i fimm ár, meðan hann fær ekkert frá skuldunautum sinum. Svo fær hann í 13 ár lægri vexti frá skuldunautunum en hann sjálfur verður að borga. Ef vjer hugsum oss að landsjóður taki 1000 kr. lán upp á 6%, láni þær út með dýrtíðarkjörum og taki árlega við- bótarlán til þess að greiða vextina eða hann hluta þeirra, sem hann fær ekki frá skuldunaut sínum, þá verður niðurstaðan sú, að þegar skuldunaut- ur landsjóðs eftir 18 ár er kvittur og klár við hann, þ á s k u 1 d a r 1 a n d- s l ó ð n rr sínum 1 á n a r d r o t n i enn þá 966 kr. og 10 aura af hinum upphaflegu 1000 k r ó n u m. Með öðrum orðum: Standi stríðið í 3 ár eftir að dýrtíð- arlán er veitt, þá nægja greiðslur þær, senr lögin áskilja, að eins rúm- lega fyrir rentum af dýrtíðarláninu; af höfuðstólnum endurborgar lán- þiggjandi einungis sem svarar 33 kr. 90 au. af hverjum 1000 kr., en af- gang höfuðstólsins fær hann að gjöf um leið og greiðslurnar hætta. Standi stríðið lengur en 3 ár, verður skuld landsjóðs stærri, þegar öllum greiðslum til hans er lokið, heldur en hún var upphaflega, þegar dýrtiðar- lánið var veitt. Þá nægja greiðslur skuldunauts til landsjóðs ekki fyrir þeim vöxtum, sem landsjóður þarf út frá sjer að svara. Engin furða er, þótt mikil eftir- sókn verð eftir þessum lánum, því að slík vildarkjör eru vitanlega hvergi annarstaðar fáanleg. Enda eru, að því er fjármálaskrifstofa stjórnar- ráðsins góðfúslega hefur skýrt Lögrj. frá, nú þegar komnar umsóknir frá bæjarfjelögum og hreppsfjelögum um dýrtíðarlán að upphæð 1 milj. og 300 þús. kr., og auk þess tilmæli frá Reykjavíkurkaupstað um eitthvað hálfa miljón. Búast má við að fram- hald verði á umsóknum um þessi vild- arlán, og nokkurnveginn vissa fyrir því, að landsjóður fer „á hausinn“, ef hann veitir mikið af þeim. Ekki verður sjeð af þingskjölun- um, að nein rannsókn hafi fram far- ið, eða legið fyrir þinginu, um það, hvort í raun og veru væri þörf á að veita hreppum og kaupstöðum slík lán úr landsjóði. Mætti þó ætla að slík rannsókn ætti fremur öðru heima í nefndarálitum um málið, en nefnd- arálitin þegja um það efni. Er að vísu erfitt að framkvæma slíka rann- sókn, og niðurstaðan getur aldrei orð- ið bindandi fyrir langan tíma, þegar alt er jafn hröðum breytingum und- irorpið og nú, en þó skal gerð tilraun til að .skýra þetta undirstöðuatriði lítið eitt, eins og það nú liggur fyrir. Austur yfir fjall. Ferðapistlar úr Árnessýslu sumarið 1917. Eftir Bjarna Sæmundsson. Kæri ritstjóri! Jeg hef við og við sent Lögr. pistla frá ferðum mínum. Nú er orðið langt síðan að jeg hef látið þig sjá nokkurn hlut eftir mig. Bæði af þeirri orsök og af því að jeg hef orðið þess vísari, að einstöku mönnum hefur fremur þótt gaman að því að lesa pistla mína, ætla jeg nú enn þá einu sinni að taka penn- ann í hönd, og fylla fyrir þjer nokkra dálka. En hvorki þú, nje mínir kæru lesendur mega búast við neinu merki- legu, því að varla getur neinn verið svo ósanngjarn, að ætlast til þess að maður rati i miklar raunir nje „upp- lifi“ mörg æfintýri þó að farið sje austur yfir fjallið (eins og komist er að orði í Reykjavík) um háslátt- inn, einkum þegar á undan er geng- inn svo langvinnur þurkur að varla er deigur dropi eftir í öllum Flóan- um og þar með loku skotið fyrir öll kafhlaup í keldum þessarar annars ekki að jafnaði af vatnsleysi pláguðu sveitar. Jeg býð ekki, fremur en endr- arnær, upp á annað en lítils háttar tilraun til þess að segja frá ýmsu, sem fyrir a'ugun bar, einkum því sem að einhverju leyti getur heimfærst undir náttúrufræði, sjerstaklega í þeim tilgangi að vekja eftirtekt og ef til vill auka skilning þeirra, sem kunnugir eru á þeim slóðum, sem jeg fer um, á því, sem þar er helst að sjá og svo að fræða þá, sem ekki eiga kost á að sjá þær. Einstaka bendingar um landsins gagn og nauð- synjar læt jeg flakka, þegar svo ber undir, en enginn er skyldugur til þess að taka neitt tillit til þeirra. Jeg lagði af stað að heiman 9. júlí og var ferðinni heitið til Eyrarbakka og Stokkseyrar, því að þar ætlaði jeg að dvelja um hríð við fiskirann- sóknir. Síðast þegar jeg fór austur, en það var sumarið 1906, fór jeg ríð- andi, en nú fór jeg bílandi. Þess kon- ar ferðalag mátti heita nýlunda fyrir mig, þar sem jeg aldrei hafði farið í bíl áður, nema um Kaupmannahöfn og einu sinni úr Hafnarfirði til Reykjavikur i „Skruggunni“ sál. eða „Skruðningnum“, eða hver þau nú voru öll þau mörgu, meira eða minna skáldlegu, nöfn, sem Hafnfirðingar höfðu gefið því mikla ferliki í mót- orvagnsmynd, er um nokkur ár „drundi“ milli höfuðstaðarins og Hafnarfjarðar, og endaði æfi sina í Garðahrauni, þar sem hún i einhverju sjálfstæðis-brjálsemis-kasti yfirgaf hina ruddu þjóðbraut og fór að sigla sinn eiginn sjó utan við veginn. Nú stóð til langferð í bíl, ef svo mætti nefna það, sem samkvæmt upp- lýsingu bílstjóra átti að standa 2ý4 kl.st. Einni stundu eftir hádegi kem- ur bíllinn siglandi (þetta og önnur líkingarfull orðatiltæki, sem koma af því, að jeg áður hef annað hvort farið á skipi eða hesti, vona jeg að eng- inn skilji bókstaflega) að húsi mínu og var þá fyrir í honum af farþegum kona með tvö börn i aftur sætinu — eða aftur í — og einn karlmaður frami í hjá bílstjóra. Óðara en jeg var kominn upp i bílinn þaut hann af stað, og jeg bjóst við að nú mundi það ganga i einni lotu upp að Kol- viðarhól, en viti menn, spretturinn stóð ekki lengra en inn á miðjan Laugaveg; þar voru þá 2—3 farþeg- ar, sem átti að bæta við og fór mjer þá ekki að lítast á blikuna, þvi að í raun og veru var þegar fullsett i bílinn. Einum farþegjanna var troð- ið niður hjá okkur fjórum, sem voru aftur í, og til þess að hann kæmist fyrir, varð jeg að taka annað barnið — 10 ára telpu á knje mjer og halda á henni alla leið austur í Ölfus — eina bótirí, að jeg er barngóður! — Hinum var holað niður frammi i hjá skipstjóra — bílstjóra, ætlaði jeg að segja. Nú átti að fara af stað, en Svo þurfti endilega einn farþeginn að gleyma að kaupa sjer neftóbak til ferðarinnar, svo að hann gæti fengið tækifæri til þess að skreppa inn i næstu neftóbaksbúð og tefja okkur í 5 mínútur. Loks komumst við af stað fyrir fult og alt og rann bíllinn á kostum inn að því fræga mannvirki, Elliðaár- brúnum, komst meira að segja klakk- laust yfir þær. Brýr þessar munu vera einstakar i sinni röð, þvi svo lítur helst út, sem brúarsmiðurinn hafi með þeim viljað gera tilraun, sem sýnt gæti ótvirætt, að brýr og húsþök gætu komið hvort í annars stað. Þegar hann setti þær hornrjett við vegstefnunni og það aðra þeirra neðan undir brattri brekku, sýnir, að maðurinn hefur verið framsýnn, og viljað gefa bílstjórum tækifæri . til að sýna, að þeir væru vakandi, þegar þeir færu þann krákustig norður og niður — því að sú er stefnan. — Já, bíllinn komst líka ósprunginn upp hina frægu Ártúnabrekku, þrátt fyrir ofhleðslu, og vorkendi jeg honum ekkert, en aumingja klárunum, sem eiga að draga þunga vagna upp þessa löngu og erfiðu brekku er vorkunn. Ekki veit jeg hver ráðið hefur þess- ari vegalagningu og brúagerðinni þarna í dýpstu lautinni niðri undir sjó, en furðanleg virðist mjer hún. Mjer hefur dottið í hug, að hjer ætti að gera breytingu á vegalagning- unni til þess að komast hjá lautinni og hinum bröttu brekkum upp frá ánum beggja vegna: Leggja veginn eftir melunum upp með syðri árkvísl- inni og yfir ána á einni brú, fyrir ofan Skorarhylsfoss, og svo á gamla veginn hjá Árbæ. Svo ætti að leggja veg fyrir bila, hestvagna og hjól- hesta, frá ánni til Hafnarfjarðar, ná- lægt Fífuhvammi og Vífilsstöðum, svo að hinir hvimleiðu hálsar milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hyrfu úr sögunni. Þessa síðustu uppástungu sá jeg gerða nýlega hjer í einhverju blaðinu með þeirri hugsun að Hafn- arfjörður og þar með akvegur- inn suður með sjó kæmist í sam- band við akveginn austur yfir fjall og er það alt mjög eðlilegt, því að það er óþægilegur krókur fyr- ir menn, sem þurfa að fara með flutn- ing til Hafnarfjarðar eða suður með sjó, að fara með hann alla leið nið- úr í Reykjavík.* Áður en lýkur mun jeg aftur minnast á veginn, og skal því víkja að því sem fyrir augun ber á leiðinni upp að Kolviðarhól. Nú stóðu yfir hálestirnar, þ. e.: Austanmenn sem óðast að flytja ull- ina í kaupstaðinn og sækja ýmsar nauðsynjar fyrir sláttinn. Mættuni við á leiðinni upp að Hólnum eitthvað um 40 lestum og var sá munur á og síðast er jeg fór austur, að nú sá maður ekki nema einstaka lest með klyfjahestum, og þá aðallega austan yfir Þjórsá, því að nú er alt flutt í kerrum og fáir þeir bændur svo aum- ir austan fjalls, að þeir eigi ekki kerru til flutninga. Þetta hefur komið með akvegunum, sem kvíslast orðið út um allar sveitir frá þjóðveginum. Það er fremur tafsamt að mæta svona mörgum vagnlestum, 3—6 vögnum í lest, á einum klukkutíma eða svo. Því að altaf verður að stansa vegna hestanna; að vísu eru ýmsir hestar, einkum úr nærsveitunum (þ.e. Ölfusi og Flóa) orðnir svo „sívilisjer- aðir“, að þeir geta ekki verið „þektir fyrir“ að verða „nervösir", hvað þá heldur að vera svo „simplir" að fæl- ast, þó að einhver bíllinn skjökti fram hjá þeim; þeir eru orðnir svo vanir benzín-lyktinni, baulinu og öðru því sem bílunum fylgir. En svo eru aðr- ir, sem ekki skoða bílana sem sina jafningja, öðru nær. Þeir ætla alveg að ganga af göflunum þegar þeir sjá þessi ferfættu ferlíki með tveim glór- andi glyrnum framan í höfði, sem er niðri við jörð, líkt og á bölvandi bola — og svo bölvar bolinn virkilega — og fretar benzíni framan í klárinn um leið og hann fer fram hjá. — Já, það er ekki furða, þó að það fari um klárana. Þeir halda liklega, að þetta sjeu skrímslin, sem þeir heyra svo margt um fyrir austan fjallið og vaða á bægslunum í öllum stórfljót- unum milli Seljalandsmúla og Ing- ólfsfjalls þrátt fyrir alla alþýðu- fræðslu og -upplýsingu. Alt gekk nú yfirleitt vel, enda þótt einstaka klár gæti ekki stilt sig um þetta vanalega: að spyrna í með öll- um fótum og slíta sig lausanaf „fyrir- rennara“ sínum (sem betur fer eru Sunnlendingar nú að mestu búnir að leggja niður gamla ósiðinn að hnýta i taglið),með þessa óumræðilegu ang- ist í augnaráði og látbragði. Alt gekk vel, sagði jeg, því að bílstjóri og lestamenn sýndu alla lipurð ,enda eru þeir farnir að skilja það, að hvorir tveggja eigi fullan rjett á því að fara um veginn, og hliðra því til hvorir við aðra betur en gerðist fyrst þegar bilarnir fóru að ganga, og veit- ir sannarlega ekki af, því að vegur- inn er óhæfilega mjór fyrir þá miklu umferð, sem á honum er. Jeg hef tekið eftir því, að það sefar hina fælnu hesta, að tala blíðlega til þeirra úr bilnum. Framh. * Nú sje jeg í blöðum, að í ráði er að koma þessari vegagerð í fram- kvæmd, og þykir mjer vænt um.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.