Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.01.1918, Blaðsíða 3

Lögrétta - 05.01.1918, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 síSari fregnum. Á meSan er rætt um þau friSarskilyrSi, sem sjerstaklega snerta Rússa og Þjóöverja. Utanrík- ismálaráSherra Rússa, Trotsky, haíöi lýst því yfir, að sjerfriöarsamningar byrjuöu 4. janúar, ef bandamenn vildu ekki vera með, segir í fregn frá 31. des. Þar segir og, aö þýsku blööin mæli meö því, aö Rússum sjeu veitt- ar miklar ívilnanir, til þess aö flýta fyrir sjerfriöi, en ráðgert sje aö stofna stórt Svartahafslýöveldi, er nái yfir Rúmeníu, Ukraine, Bessarabíu, Krím, Donhjeruöin o. s. frv. Siðari fregn segir a‘<5 Moldau, noröurhluti Rúmeniu, eigi aö sameinast rússnesku bandaríkjunum, en eftir þvi er óá- kveöiö um suöurhlutann, sem miö- veldin hafa nú hönd yfir og telst aö nokkru leyti til Balkanskagans. Grundvallaratriöi friöarskilyröanna í Brest Litovsk viröast vera hin sömu sem oft hefur veriö talaö um áöur, þ. e. friöur án landvinninga og skaöa- bóta, en gert ráö fyrir aö þjóöir, senr áöur hafa veriö undirokaöar, fái sjálfar að skera úr, hvert stjórnar- fyrirkomulag þær velja sjer framveg- is. Eftir fregnskeytunum að dæma hefur því í fyrstu verið tekiö fjarri af stjórnum bandamanna, aö sinna friðarskilyrðunum frá Brest Litovsk. Þar segir, aö utanríkismálaráðherra Fakka, Pichon, hafi neitað þeim, og ensk og amerísk blöö telji þau meö öllu óaögengileg. En svo virðist þó, sem enn sje ekki loku fyrir það skot- ið, aö samkomulag náist, því fregnir frá 1. þ. m. segja, að bandamenn ætli að ihuga rækilega friöarskihnála miðveldanna. 1 opinb. tilk. ensku frá 28. des. er andinn mjög móti friðargerð. Þar segir að yfirlýsing miðveldanna um að þau fallist á aðalatriðin í friðar- uppástungum Rússa, sem birt voru í síðasta blaði, sje einskis virði vegna ýmsra undantekninga. Meðal annars er fundið að þvi, að ekkert sje minst í friðarskilyrðunum á alþjóðabanda- lag. „Blöð Breta fordæma einum rómi undirferli þá, sem augljós er í tilboðum Þjóðverja," segir þar; „meðan ekkert hinna herteknu landa eru endurreist, munu miðveldin standa uppi sem sigurvegarar. Frið- ur á þeim grundvelli mundi verða til þess að framlengja herveldið um óákveðinn tíma.“ Þar er og sagt, að Lloyd George hafi í brjefi til ráð- stefnu verkamanna sagt, að hugsjón- ir þær, sem bandamenn berjist fyrir, sjeu hinar sömu og verið hafi í upp- hafi ófriðarins, en framkvæmd þeirra sje skilyrði fyrir framtíðarfriði. En í ensku fregnunum frá 1. jan. er sagt, að ráðstefna verkamanna hafi sam- þykt ályktun á þá leið, að „friðar- skilmálar væru þeir, að komið yrði á alþjóðasambandi. Belgía yrði end- urreist, fengi fullar skaðabætur og tryggingar fyrir því, að verða eigi fyrir árásum framvegis. íbúarnir i Elsass-Lothringen fái að ráða því sjálfir, hvað um þá verði. Balkan- þjóðirnar verði frjálsar og ný landa- mæri verði ákveðin fyrir ítalíu. Pól- land og önnur slík lönd fái sjálf að ákveða um framtíð sína. Gyðinga- land verði frjálst ríki. Armenía, Ara- bía og Mesópotamía lúti eigi Tyrkj- um lengur. Mið-Afrika verði gerð að hlutlausu ríki. Engin viðskiftastyrj- öld verði hafin, að stríðinu loknu. Dómstóll verði settur til að dæma um kröfur og sakargiftir, sem bornar væru á menn og stjórnir, og komið verði á alheimseftirliti með matvör- um og hráefnum." — Það er að sjálf- sögðu mjög erfitt að búa friðarskil- yrði þannig úr garði, þótt eigi sjeu tekin nema höfuðskilyrðin, að bæði Þjóðverjar og Englendingar geti lát- ið sjer þau lynda; það er svo margt, sem þar skilur á milli, margar yfir- lýsingar frá hvorum um sig á und- anförnum árum, sem ilt verður að samríma, bæði um upptök ófriðar- ins og markmið hans, og um ein- staka viðburði, sem gerst hafa í vopnaviðskiftunum. Þýskaland hefur nú fengið nýja stjórn, sem er til- tölulega óháð að þessu leyti, þ. e. ekki bundin af yfirlysingum frá fyrri árum. En öðru niáli er að gegna um núverandi stjórn Englands. Lloyd George hefur átt svo langvinnan og mikinn þátt í þessum ófriði og hef- ur látið frá sjer fara svo margar stórorðar yfirlýsingar um markmið ófriðarins frá Englands hálfu, að hann hlýtur að eiga erfitt með að sveigja til í friðaráttina, eins og nú standa sakir. Barist hefur verið nú um áramótin Kristján Kristjánsson frá Hvammi á Vatnsleysuströnd. Andaðist á Landakotsspítalanum 23. nóvember 1917. Jeg man það oft frá lífsins förnu leið, er leit jeg þig á manndómsþroskaárum, þá stóðst þú þar sem kempa’, er hvergi kveið í kuldanæðing tilverunnar sárum. Og meðan að þjer entist þol og þrek, það þekti hver, sem við þig átti kynni, að fátt var, sem á lausatökum ljek til liðsemdar á æfivegferð þinni. Þú skildir hvað það var í virkileik, að verða þreyttur, njóta hvíldar feginn, þvi köllun sina höndin hvergi sveik, þó harðsótt væri’ að brjótast áfram veginn. En örlaganna reginmyrka rún er rituð oft með djúpum skugga-gárum. Jeg leit þig seinna litverpan á brún, með lamað þrek og ellisnjó i hárum: Og yfir hvamminn bjart var oft og blítt að bregða sýn frá köldum unnar stóli; hann bar þess vott, að bjóstu vel um þitt með blessun guðs., í hamingjunnar skjóli. Og æfi-kjörin urðu þröng og köld, með aftan-skuggum þegar leið á daginn; uns hneigstu rótt við hinsta lífsins kvöld til hvíldar út við myrka dauðasæinn. Þar gat að lita ránardjúps við rönd í reiti græna blómlín fagurt spunnið, sem sýndi það, að dygg og hagvirk hönd þar hafði bæði vel og mikið unnið. Og nú er svalt við lága leiðið þitt, sem lostið er af köldum hjelutárum. En margir vinir minnast þin þó hlýtt, sem með þjer stóðu’ á samleið fyr á árum. Og sjaldan gekk að garði þínum neinn, sem gladdirðu’ ei af tryggum vinadáðum; svo ræðinn, skemtinn, glaður, hugarhreinn og heill i öllum viðskiftum og ráðum. Þinn sonur kær og kona ellimóð nú kveðja þig svo hjartanlega bæði; því sje þjer, vinur, værðin löng og góð, þótt vetrarstormar kringum leiðið næði. Svb. B. á vesturvígstöðvunum og í ítalíu. Á vesturvígstöðvunum er talað um stór- skotaorustur hjá Chambrai, hjá Ver- dun og í Elsass, og er svo að heyra sem það sjeu nú fremur Þjóðverjar, sem fram sæki. Síðasta fregnin segir að þeir safni nú saman miklu liði i Belgiu. I ítalíu hafa Frakkar sótt fram og tekið 1400 Austurríkismenn til fanga. Austur í Palestínu hafa Tyrkir, með aðstoð þýsks liðs, gert tilraun til að ná Jerúsalem aftur, en orðið að hörfa undan. Finnar eru að leitast við að fá sjálf- stæðisrjettindi lands síns viðurkend. Rússar og Þjóðverjar eru sagðir reiðubúnir til að viðurkenna þau. Finnar hafa óskað eftir viðurkenn- ingu Gústafs Svíakonungs, en hann svarað, að nauðsynlegt væri að stór- veldin gæfu fyrst samþykki sitt. Nefnd frá Finnlandi er komin til Ber- línar, segir i símfriegnunum, og í Khöfn er sjálfstæðisnefnd frá Finn- um nú um áramótin. — fbúar Álands- eyja kvað óska að sameinast Sví- þjóð. Innanlandsóeirðirnar í Rússlandi virðast heldur í rjenun. Maximalistar segja Kaledín hafa beðið ósigur, og síðustu fregnir segja sættir vera að komast á milli Ukraine og Maxi- malista. Goremykin fyrv. forsætis- ráðherra hefur verið myrtur, fjör- gamall maður. Alla banka í Rúss- landi kvað Marimalistastjórnin hafa tekið undir sig og leyfir ekki ein- stökum mönnum eða fjelögum banka- rekstur. Prjettir. Tíðin. Frá þvi fyrir jól og fram til þessa hafa verið stöðugar hlákur, svo að jörð er orðin meira og minna auð um alt land, hjer sunnanlands alauð. Hefur sú breyting komið land- bændum vel, því eftir haustveðrátt- una var útlitið ilt. f leysingunum um áramótin hljóp Hvítá yfir Flóann og varð úr því af- armikið flóð, er stóð yfir einn sólar- hring. Meðan á því stóð fyltust dæl- urnar ofan við Stokkseyri svo, að ófært var yfir þær úr húsunum, sem fyrir ofan eru. fangadagsnótt hvarf hann aftur það- an. Um sama leyti sást til hans frá Siglufirði. Nú er sagt að hann sje að eins landfastur við Horn, en ann- ars sjáist ekki til hans. AflabrögS. í Vestmannaeyjum er sjávarútgerð að byrja og aflast vel. Á Suðurnesjum hefur að undanförnu verið góður afli, þegar gefið hefur á sjó. Frá ísafirði er sagt, að allir vjelbátar þaðan komi bráðlega til Suðurnesja, því menn óttast að ís muni loka þar. Landsbankinn. Magnúsi Sigurðs- syni lögfræðing hefur verið veitt þriðja bankastj.embættið við Lands- bankann frá 1. þ. m. Aðrir sóttu ekki. En i stað Björns Sigurðssonar er settur bankastjóri Benedikt Sveins- son alþm. Snjóflóð fjell fyrir skömmu á bæ- inn Stóruvelli i Bárðardal, segir í fregn frá Akureyri til Marg.bl. Lenti það á peningshúsum, tók þak af tveimur hlöðum og allmikið af heyi, drap 32 ær, 5 geitur, 2 hrúta og 3 hross. Bæjarmálafjelag nýtt var stofnað hjer á fjölmennum fundi, sem haldinn var í K. F. U. M. kvöldið 2. jan. fyrir tilstilli nokkurra borgara. Fje- lagið heitir „Sjálfstjórn". Stefna þess er ákveðin þannig í 2. gr. fjelagslaga, er samþykt voru á fundinum: „Til- gangur fjelagsins er að starfa að bæj- armálum Reykjavíkurkaupstaðar í þá stefnu: a ð vera á verði gagnvart tilraunum af hálfu löggjafarvalds eða stjórnarvalda lands og bæjar til að raska atvinnufrelsi einstaklinganna, a ð beita sjer fyrir hagsýni í fjár- málum bæjarins, a ð beita sjer fyrir því við kosningar, að kbsnir verði hæfir menn til opinberra starfa í þarfir bæjarfjelagsins. Með furidarsamþykt má ákveða að fjelagið taki önnur mál til meðferð- ar, en bæjarmálefni Reykjavíkur, enda sje tillaga um það samþykt með atkvæða fundarmanna að minsta kosti.“ I fjelagið gengu fyrsta kvöldið á annað hundrað kjósendur. Druknun.. 23. þ. m. druknaði mað- ur við Vestmannaeyjar af vjelbáti, Þorsteinn að nafni Helgason, ungur að aldri. Væri ekki ráðlegt fyrir menn hjer í bænum að mynda fjelag til þess að koma fyrirtækinu ástað ? Nýárssundið. í þetta sinn keptu 6 og varð Erlingur Pálsson sundkenn- | ari fljótastur, fór 50 stikur á 39 sek., | Ólafur bróðir hans næstur, á 39% ‘ sek., og Jón bróðir þeirra, 13 ára gamall, varð 3. í röðinni, á 42*4 sek. Hinir voru Guðm. Halldórsson, Eym. Magnússon og Guðl. O. Waage. 3 þeir fyrstu fengu verðlaun. — Sjávarhiti var 134 stig, lofthiti 3j4 st. Sjötugsafmæli átti Þorv. Björnsson lögregluþjónn 2. þ. m. Margir kunn- ingjar hans heimsóttu hann þann dag. Einn, Ólafur Björnsson ritstjóri, færði honum fallegar silfurdósir og í þeim 500 kr. i gulli, gjöf frá nokkr- um vinum hans hjer í bænum. — Þor- valdur fjekk, svo sem kunnugt er, nýlega lausn frá lögregluþjónsstörf- um, með 1500 kr. eftirlaunum úr bæj- arsjóði, en stefnuvottur er hann á- fram. Hann ber aldurinn vel. „Lagarfoss*' í Halífax. „Lagar- foss“ var rjett fyrir utan höfnina í Halifax þegar sprengingin mikla varð þar. Skipið hristist svo, þegar spreng- ingin varð, að skipsmenn urðu að halda sjer til þess að falla ekki. Þeir höfðu lagst utan við innsiglinguna morguninn 6. des. og áttu að bíða þar nokkra klukkutíma eftir afgreiðslu, en höfninni var lokað. Ella hefði skipið að sjálfsögðu farist inni á höfninni. — Lýsingin á slysinu er hroðaleg. Helmingur borgarinnar stóð í björtu báli. Þök höfðu flogið af húsum í loft upp. Allir gluggar voru brotnir. Skip hentust af höfninni upp á þurt land og lágu þar brotin. Járnbrautarlest, sem var á ferð um bæinn, hentist í háa loft og 2/ hlutar farþeganna fórust. 2500 manns fórst, um 6000 særðust og um 20,000 urðu húsnæðislausir. Jarðskjálfti mikill hefur orðið i ríkinu Guatemala og höfuðborgin gereyðilagst, segir í símfregn til „Vísis" frá 31. des. Fjöldi manna hef- ur komist á vonarvöl. — Guatemala er eitt af lýðveldum Miðameríku, 113 ferkílóm. með 2 milj. íbúa, mest Indí- ánum, sem lifa á akuryrkju. íbúar höfuðborgarinnar voru um 100 þús. Skipaferðir. Franskt gufuskip kom 1. þ. m. frá Englandi með kol til h.f. „Kol og salt“. — „Geysir kom frá Khöfn 3. þ. m. með ýmsar vörur. — „Sterling" kom austan um land að norðan 3. þ. m. — „Willemoes", „Sterling“ og „Botnía“ eiga að fara með kjöt það til Noregs, sem útflutn- ingsleyfi hefur fengist á þangað. — „Willemoes“ er nú við Norðurland. — „Lagarfoss" fer hjeðan austur um land til Akureyrar. — „Mjölnir“ er nýkominn frá Austfjörðum og fer hjeðan til Spánar. Hafísinn var fyrir jólin kominn suður ineð Vestfjörðum að Arnar- firði, inn á ísafjarðardjúp og hröngl inn að bryggjum á ísafirði. En á að- Jón biskup Helgason mun fram- vegis skrifa í Lögrjettu öðru hvoru um kirkjumál 0. fl. Eldsneyti Guðm. G. Guðmundsson- ar. — Hr. G. E. G .hefur sagt Lögr. að með því verði, sem nú sje á aðal- efnum þeim, sem hann notar við til- búning hins nýja eldsneytis, sem áður hefur verið sagt frá hjer í blaðinu, þ. e. mó, grút, tjöru o. fl., gæti hann selt tonnið á 230 kr., en ætlaðist þá til að hann fengi nokkurn styrk af opinberu fje, til þess að koma fyrir- tækina á stað. Hann hefur nú leitað til landsstjórnarinnar í þeim erind- um, en fengið afsvar. Hjer er þó um mál að ræða, sem ekki virðist rjett að visa á bug án fylstu athugunar. Leiðrjetting. I síðasta tbl. „Tímans" eru niðr- andi ummæli um herra Olgeir Frið- geirsson eða starfsemi hans í þarfir landsverslunarinnar, sem blaðið gef- ur í skyn að það hafi eftir mjer. Þetta er tilhæfulaust. Jeg sje það á orðum blaðsins, að ritstjórinn hef- ur heyrt ávæning af samtali milli okkar Benedikts bankastjóra Sveins- sonar, en þar var Olgeir Friðgeirs- son ekki nefndur á nafn. Þetta hefur Benedikt Sveinsson kannast við í min eyru. Jeg vil biðja ritstjóra „Tím- ans“ að hafa ekki eftir mjer last- mæli um einstaka menn, að mjer fornspurðum. Bæði er það heiðvirð- um mönnum samboí nara, og líka var- legra, því að verði mjer slíkt á munni, mún því eigi allsjaldan stefnt í átt- ina til þeirra, sem nær standa „Tím- anum“ og stefnu hans, heldur en jeg hygg að herra Olgeir Friðgeirsson geri. Rvík 2. jan. 1918. Ólafur Daníelsson. Þessu greinarkorni hefur „Timinn“ neitað upptöku. Það á líklega ekki fyrir mjer að liggja, að verða sam- verkamaður við það blað. Ó. D. Skiftar skoðanir. Eftir Sig. Kristófer Pjetursson. Niðurl. Fomaldarspekingar. Næst á eftir trúarleiðtogunum hafa fornaldarspekingarnir reynst þjóðun- um björtustu leiðarljósin í siðferði- legum efnum. Þó þeir sjeu í raun og veru ærið margir, spekingarnir, sem mannkynið fær að likindum aldrei fullþakkað það sem þeir hafa unnið í þjónustu siðgæðisins, þá sýnast þó tveir bera af flestum ef ekki öllum fornaldarspekingum Norðurálfu í þeim efnum. En það eru þeir vitr- ingarnir Pýþagóras og Plato. Meiri siðgæðisfrömuðir þekkjast varla að undanskildum trúarleiðtogunum, og af meiri vitmönnum er vafasamt að sögur hafi farið hjer í álfu. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að þeir hafa báðir aðhylst endurholdg- unarkenninguna. Siðfræði þeirra beggja er i raun og veru reist á end- urholdgunarkenningunni. Þeir kendu báðir, að hver maður hlyti að upp- skera eins og hann hefði sáð til. 111 og ómannúðleg breytni hlaut að koma hverjum manni sjálfum í koll, annað hvort í þessu lífi eða á framtíðar- æfiskeiðum. Sagan segir að Pýþógóras hafi munað eftir fyrri jarðvistum sínum og meira að segja mörgum. Til dæm- is átti hann að hafa sagst hafa verið Euforbos Panþosson, er fjell í Tróju- mannastríði fyrir Menelási. Til sann- indamerkis segir sagan, að hann hafi komið ókunnugur í hof eitt, þar sem ýmsir fornir skildir hjengu á veggj- unum til prýðis. Pýþagóras gekk þá rakleitt að einum skildinum og sagð- ist hafa borið hann í Trójumanna- stríði, sem Euforbos. Þegar skjöldur- inn var tekinn ofan, kom það i ljós, að nafnið „Euforbos“ var skorið á hann að aftanverðu. En sagan getur um fleiri en þá Shri Krishna, Búddha og Pýþagóras, sem hafa átt að muna eftir sjer á mörgum undangengnum æfiskeiðum. Það er haft eftir heimspekiskennar- anum Filostratos, að bæði Empedo- kles og Appollonius frá Tyana, „Kristur heiðingjanna“, sem kallaður var, hafi báðir munað, að þeir hafl lifað á undangengnum æfiskeiðum. Auðvitað sanna slíkar sagnir ekki annað en það, að fornmenn hafa hall- ast að þeirri skoðun, að andleg mikil- menni hefðu fullkomnara minni en allur þorri manna. Mörgum mun að líkindum þykja það hin mesta fjar- stæða, að gera ráð fyrir að nokkur lifandi maður hafi slíka minnisgáfu að hann geti ryfjað upp fyrir sjer atvik frá undangengnum æfiskeiðum. Og það er ekki nema eðlilegt, að vjer eigum ilt með að trúa þvi, á meðan vjer höfum sjálfir ekkert minni, sem minni getur heitið. Vjer munum að jafnaði varla að kvöldi hundraðasta hlutann af því sem vjer höfum heyrt og sjeð og sjálfir talað, og ekki einu sinni þúsundasta hluta þess sem vjer höfum hugsað. Og fæstir muna á fullorðins aldrei eftir sjer á fyrsta ári, þó enginn geti efast um, að hann hafi verið þá til. Annars getur mönn- um gefist það all-misjafnlega, að lcggja sjálfa sig sem algildan mæli- kvarða á alt og alla, nema því að eins, að þeir sjeu þá alveg sannfærðir um, að þeir sjeu þau listaverkin, sem guði eða náttúrunni hefur tekist best við! Vit- og fræðimenn á ýmsum öldum. En það eru ekki að eins trúarleið- togar, og fornaldarspekingar, sem hafa gerst öflugir talsmenn endur- holdgunarkenningarinnar. Það má heita, að hún hafi átt óskift fylgi því nær allra þeirra vit- og fræðimanna hjer í álfu á ýmsum öldum, sem hafa

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.