Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.01.1918, Blaðsíða 1

Lögrétta - 16.01.1918, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. LOGRJETTA Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 3. Reykjavík, 16. janúar 1918. XIII. árg. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Uknirtlun Slilitir [ynndismr. Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Síml 32. Þar eru fStin saumuð ftest. Þar eru jataéfnin best. Lárus Fjeldsted, yfirrjettarmálafærslumaður Lækjargata 2. Venjulega heima kl. 4—7 sííSd. Forstjórn Landsverslunarinnar. Eins og áSur hefur verið geti'S um hjer í blaðinu, eru þeir Ág. Flygen- ring, Hallgr. Kristinsson og Magnús Kristjánsson skipaðir forstjórar landsverslunarinnar frá síðastliðn- um áramótum að telja. Eru þeir Flygenring og Hallgr. Kristinsson þegar teknir til starfa, en Magnús ókominn frá Akureyri sökuin þess að skipagöngur hafa tepst af völdum hafíssins. $v0 er til ætlast, ,aS þejr hafi á hendi alla forstjórn landsversl- unarinnar, einnig þann hlutann, svo sem vöruinnkaup, sem fram að þessu hefur verið í höndum stjórnarráSs- ins; þeir munu einnig eiga aS sjá um leigu á flutningaskipum, aS svo miklu leyti sem þeirra þarf meS, ráSstafa ferðum slíkra skipa, og ráða ferðum landsjóSsskipanna aS því leyti sem ekki fellur undir útgerSarstjórnina beinlínis, en hún er nú, eins og kunn- ugt er, í höndum Eimskipafjelagsins. Mun vera svo til ætlast, aS forstjór- arnir hafi fult vald í þessum efnum, en beri undir stjórnarráðiö óvenjuleg- ar eða sjerstaklega mikilvægar ráð- stafanir, sem þeim kynni að sýnast þörf á að gerðar væru. Væntanlega verða allir fúsir til að viðurkenna, að með skipun þessarar forstjórnar er bót ráðin á ruglingi þeim og forstöðuleysi, sem lands- verslunin alt til þessa hefur átt við að búa, landsmönnum til stórtjóns. Valið á mönnunum sýnist hafa tekist ágætlega, þar sem hinir nýskipuðu forstjórar eru allir valinkunnir sæmd- ar- og dugnaðarmenn, hafa allir þekkingu og reynslu til að bera í verslunarmálum, og það sem máske er mest um vert, hafa nákvæma þekk- ingu á aðalatvinnuvegum lands- manna, þannig að á því sviði bætir einn upp það sem á kann að vanta hjá öðrum. Á landstjórnin fylstu viður- kenningu skilið fyrir það, hvernig henni hefur tekist valið á mönnunum, og það þvi fremur, sem það vitanlega er orðið mjög erfitt að fá sjálfstæða dugnaðarmenn til að ganga í þjón- ustu landsins, vegna alkunnra mis- bresta stjórnmálalífsins hin síðari ár- in, og má því telja víst að engan veg- inn hafi verið fyrirhafnarlaust að fá þessa ntenn til að takast á hendur forstjórnina. Lögr. hefur hitt hr. Flygenrmg ag máli, og spurt hann ttm hverjar aðal- stefnur þeir forstjórarnir mundu taka upp að því er rekstur verslunarinnar snerti, Taldi hann að til ftllliiustu yrði ekki um þetta sagt, þar sem þriðji forstjórinn væri enn ókominn, en meðal hins fyrsta, sem gera þyrfti, væri að losa sig við sum af skipum þeim, sem landstjórnin hafði á leigu um áramótin, svo fljótt sem unt væri eftir leigusatnningunum, enda ekki einu sinni nóg að flytja nú handa hinum innlendu verslunarskipum. Og aðalstefnan að því er verslunina snerti bjóst hann við að tnundi verða sú, að láta landsverslunina hafa fyrir- liggjandi hæfilega miklar birgðir af nauðsynjavörum, sent grípa megi til ef aðflutningar teppast eða urn þá þrengist, en að ýtt mundi undir kaup- menn og kaupfjelög að flytja inn vör- ur og reka verslun á venjulegan hátt meðan unt er, og mundi forstjórn landsverslunarinnar vilja greiða fyrir þeim eftir mætti, með útvegun út- flutningsleyfa og með skiprúmi til vöruflutninga í þeim skipum, sem landsjóður hefur á leigu. Þá spurðum vjer hr. Flygenring, hvort nokkuð hefði komið til tals að þeim forstjórunum yrði falið eftirlit með útsöluverði aðfluttrar verslunar- vöru, líkt og nefndum þeim í Nor- egi og Danmörku, sem þar sjá um hvorttveggja í senn, vöruinnflutning eða fyrirgreiðslu fyrir honum, og um þal, að vöruskortur, sem verða kann á einstökum tímabilum, sje ekki mis- brúkaður til óhæfilegrar álagningar eða uppfærslu á vöruverði. Hann kvað þetta ekkert hafa komið til tals, enda mun verkefni það, er hjer ræðir um, að forminu til vera í höndum verðlagsnefndarinnar svo nefndu, en margar ástæður virðast mæla með því, að þetta vald verði lagt i hendur stjórnarnefndar landsverslunarinnar, að minsta kosti í reyndinni. Á það var bent í Lögrj. rjett fyrir þingbyrjun í sumar, að landsverslun- in var sama sem forstöðulaus, og að samvinnu vantaði milli verslunar- stjettarinnar og landstjórnarinnar um sem ódýrasta og hagkvæmasta vöru- útvegun til landsins. Var þar hreyft uppástungu um það, að úr þessu hvorutveggja yrði bætt með því að fá einhvern hinna velmetnustu við- skiftaforkólfa vorra til að taka sæti í landstjórninni sem ráöherra fyrir verslunar- og santgöngumál. En þing- ið tók ekki þessa tillögu til greina, og gerði ekki heldur neina ráðstöfun aðra, sem að sania gagni gæti komið. Þetta skipulag, sem nú hefur verið komið á fót, getur orðið að sama gagni og hitt, ef gott samkomulag verður milli forstjóranna þriggja, sem óhætt mun að treysta að verði. En rjett er að benda á það, að til þess að hið nýja fyrirkomulag geti notið sín til fulls, verður að fá forstjórunum vald í hendur, sem samkvæmt þing- stjórnarreglum á venjulegum tímum hvergi má vera annarstaðar en í höndum landstjórnarinnar sjálfrar, t d. víðtækt vald til ráðstöfunar á landsfje án sjerstakra lagaheimilda. Sú leiðin, að leggja þessi mál í hendur manns með ráðherravaldi, eins og Lögr. stakk upp á, hefði því verið formlega rjettari, og betur til þess fallin að halda uppi virðingu fyr- ir þingstjórnarfyrirkomulaginu, og trausti á alþingi og landstjórn. En hins vegar eru tímarnir svo alvarleg- ir og ástandið svo óvenjulegt, að það er mjög vel verjandi að gera undan- tckningu frá hinni venjulegu skift- ingu á æðsta valdinu, og fá sjerstök- um kunnáttumönnum í hendur nokk-: uð af því valdi, sem landstjórnin sjálf hlýtur að hafa með höndum á venju- legum tímum. Aðalatriðið er það, að forstjórunum verði fengið svo mikið vald í hendur, að þekking þeirra og dugnaður geti notið sín til fulls. Það er þannig engin ástæða til að gera neinn ágreining úr því, að frem- ur var valin sú leið, að skipa sjer- staka forstjórn fyrir landsverslunina, heldur en að bæta við manni í ráðu- neytið. En á hitt má minnast, að um- bótin kemur hálfu ári seinna en hún befði átt að koma. Til glöggvunar ^yrir þingntenn þá, sem bera ábyrgð- ina á þessum drætti, væri hentugt og handhægt að gerður væri upp reikn- ingurinn yfir það, hve mikla fjárttpp- hæð dratturinn hefur kostað lands- menn; mundi slikur reikningur verða þeirn gagnlegt minnisblað til as Hta í næst þegar rekast á innan þings landshagsmunir og ímyndaðir flokks- hagsmunir, eins og að einhverju leyti mun hafa átt sjer stað í sambandi við þetta mál á síðasta þingi. En af því að slík reikningsuppgerð gæti orðið til þess að vekja nýjar deilur um mál, sem nú er farsællega til lykta ráðið, þykir rjettara að láta hana farast fyr- ir að sinni. Stríðið. Friðarmálin. í síðasta tbl. var skýrt frá friðar- skilyrðum bandamanna eftir sím- fregn frá 7. þ. m. En í opinb. tilk. ensku frá 8. þ. m. er sagt frá þeim og eru þau eftir því töluvert harðari en fyrsta fregnin segir. Þar segir að Lloyd George hafi skýrt frá þeim 5. þ. m. eftir að hafa ráðfært sig við Asquith, Grey, verkamannafulltrúana og fulltrúa nýlendnanna, en skilyrð- in eru þessi: „Belgía verði að fullu og öllu endurreist, Serbía, Montene- gro, hinir herteknu hlutar Frakk- lands, ítalíu og Rúmeníu einnig, ó- vinirnir hverfi með her sinn burt úr þessum löndum og greiði skaðabæt- ur fýrir ranglæti, er þeir hafi framið. Þetta er grundvallarskilyrði fyrir varanlegum friði. Með Frakklandi munu Bretar berjast til þrautar, til þess að hinn mikli órjettur, sem Frökkum var gerður árið 1871, verði bættur. Pólland verði sjálfstætt og óháð ríki. Þjóðflokkar í Austurríki- Ungverjalandi, sem hafa lengi þráð veruléga sjálfstjórn, skulu fá hana. Þau lönd, sem ítalskir menn byggja, sameinist ftalíu. Mönnum af rúm- önsku bergi brotnum verði sýnt rjett- læti. Konstantinópel verði framveg- is höfuðborg Tyrkja og sundin milli Miðjarðarhafsins verði óháð öllum þjóðum. Arabía, Armenía, Mesepota- mía, Sýrland og Gyðingaland fái við- urkendan rjett sinn samkvæmt sjer- stökum og þjóðlegum skilyrðum. Framtíð nýlendna Þjóðverja verði ráðið til lykta á ráðstelfnu og þá sjerstaklega tekið tillit til vilja íbú- anna. Skaðabætur greiðist fyrir það tjón, sem unnið hefur verið í bága við alheimslög, einkum með tilliti til sjómanna. Stofnun alheimsdóms, sem jafni misklíðir milli þjóðanna. Því sje aftur komið á, að samningar, sem þjóðir geri með sjer, eigi verulegt gildi. Löndum sje þannig skipað, að skiftingin byggist á ákvörðun þjóð- anna sjálfra. Að komið sje á alþjóða- sambandi til þess að takmarka her- búnað." — Frjettir frá Ameríku segja að Wilson forseti hafi í ávarpi til þingsins lýst friðarskilyrðunum í satnræmi við það, sem Lloyd George hafði látið uppi. í opinb. tilk. ensku segir, að fram- kvæmdanefnd enskra verkmannafje- laga og kaupfjelaga vilji koma á ráð- stefnu meðal verkmanna og jafnað- armanna bandamannaþjóðanna til þess að ræða friðarskilyrðin, og í síð- ari fregnum er gert ráð fyrir að sú samkoma hefjist í febrúar. Af Rússum og miðveldunum er það sagt, að sjerfriðarsamningar sjeu byrjaðir á ný í Brest Litovsk milli Maxímalistastjórnarinnar og mið- veldanna. En þó er það haft eftir Trotzky, að hann fylgi þvi enn fram, að ráðstefnan sje flutt, og láti svo um mælt, að ella sjeu Rússar við því búnir að hætta samningum. En hann viðurkennir, að Ukraine hafi rjett til að taka sjálfstæðan þátt í sanming- ununi, og upp úr samningagerð milli þeirra og miðveldanna slitnaði ekki út af ágreiningnum við Maximalista- stjórnina. f opinb. tilk. ensku segir, að Trotzky lýsi yfir, að friður verði ekki saminn, ef Þjóðverjar neiti að verða við óskum rússneskra lýðveld- issinna urn frjálst og óháð Rússland, en hitt verður ekki sjeð, hver höft sje um að ræða á frelsi þess; að lík-^, indum lýtur sá ágreiningur, sem þar er um að ræða, áð viðskiftasambandi framvegis. Þar er einnig sagt, að Lenin búist við, að upp úr slitni samningagerðinni, og sje hann þvi að stöðva heimsending hersins. Friðarávarp Rússa. Forvígismenn Rússa í friðarum- leitunum þeim, sem á hefur staðið frá þvi í nóvemberntánaðarlok í haust, hafa verið þeir Lenin og Trotzky. Þegar yfirherforingi Maximalista, Kryolenko, hafði komið sjer saman við herforingja miðveldanna á aust- urvígstöðvunum um vopnahlje á þeim grundvelli að friðarsamningar yrðu gerðir án landvinninga og skaðabóta, gáfu þeir Trotzky og Lenin út ávarp í nafni stjórnarráðs Maximalista til allra hernaðarþjóðanna og skor- uðu á fyrverandi bandamenn sína, að vera með í friðargerðinni. Þeir skýra þar fyrst frá, að það, sem um sje að ræða, sje friður án landvinn- inga og skaðabóta, með rjetti fyrir allar þjóðir til þess að ráða sjálfar framtíð sinni. Siðan segja þeir: Teningunum er nú kastað. Verk- manna- og bænda-byltingin (þ. e. Maxímalista-byltingin) hefur gert það ljóst og ótvírætt, hvað um er að ræða, þegar talað er um frið. Lengur er ekki tími til tafar; enginn tími til að draga málin meira á langinn með seindrægu umræðuvastri á stjórnar- skrifstofunum. Sá tími er nú liðinn hjá. Nú er krafist ákveðins svars allra stjórna og stjetta í hernaðar- löndunum upp á þessa spurningu: Viljið þið með okkur þann 1. des- ember gera byrjun til samninga um vopnahlje og almennan frið, eða vilj- ið þið það ekki? Svarið skýrt og vafningalaust. Undir svarinu er það koniið, hvort verkalýður bæja og sveita getur komist hjá nýjum vetr- arhernaði með öllum þeim skelfing- um og hörmungum, sem honum fylgja, og hvort Norðurálfan á á- fram að veikja krafta sína eins og hingað til með manndrápum á víg- völlunum. Við, fólksins fulltrúaráð, beinunt þessari spurningu til almennings t löndum bandamanna, Frakklandi, Englandi, ftalíu, Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku, Belgíu, Serbíu, Rúmen- íu, Japan og Kína. Við berum upp þessa spurningu fyriralmenningiþess- ara landa og fyrir öllu mannkyninu: Viljið þið byrja með okkur samn- inga um frið 1. des. ? Við, fólksins fulltrúaráð, snúum okkur til bandamannaþjóðanna, og eínkum til verkmannastjetta þeirra, með þá spurningu, hvort þær sjeu því samþykkar, að framlengja þetta vitleysislega og tilgangslausa blóð- bað, sem er í blindni framið og leiðir til eyðileggingar allrar menningar Norðurálfunnar? Við heimtum svar þegar í stað frá verkmannastjettum bandamannaþjóðanna: Viljið þið að friðarsamningar hefjist 1. desember? Spurningin er ljós og skýr. Hermenn, öreigar, verkamenn og bændur! Vilj- ið þið með okkur stíga úrslitasporið til þess, að þjóðirnar fái frið? Við, fólksins fulltrúaráð, snúum okkur til verkmannamúgsins í Þýska- landi, Austurríki, Tyrklandi og Búl- garíu og segjum: Sá friður, sem við stingum upp á, skal vera undir- hyggjulaus samkomulagsfriður, sem tryggi sjerhverri þjóð frjálsar fram- farir, bæði í efnahagsmenning og andlegri mentun. Slíkur friður get- ttr að eins náðst með því, að múgur sá, sem byltingahuginn hefur, rísi beint upp á móti óskum þeirra, sem stefna að sigurvinningum og landa- vinningum. Friðarstefnuskrá verkmanna- og bændabyltingarinnar er þegar aug- lýst. Við lýsum yfir, að hinir leyni- legu samningar milli keisarastjórnar- innar og bandamanna og hinna borg- aralegu stjórna (þ. e. rússnesku ráða- neytanna, sem n\dS völdin fóru á undan Maximalistum) og banda- manna eru ekki bindandi fyrir hina rússnesku þjóð. Við stingum upp á því, við allar þjóðir, að farið sje að vinna að því, að koma á nýjum samningi um samtök og samvinnu milli allra þeirra, sem stunda skyldar atvinnugreinir. Fulltrúar hinna ráðandi stjetta bandamannaþjóðanna hafa neitað að viðufkenna stjórn þá, sem ráð okkar hafa skipað, og byrja með henni frið- arsamninga. Stjórn hinna sigrandi byltingamanna leggur ekki áherslu á að fá viðurkenningu forsprakka auð- valdsstjórnendanna. En við spyrjum: Eru auðvaldsstjórnendurnir í sam- ræmi við hugsánir og óskir þjóð- ánna? Eru þjóðirnar því samþykkar, að stjórnendur þeirra skelli skoll- eyrunum við uppástungum þeim um leiðir til friðar, sem fram hafa komið í hinum rússnesku samþyktum? Þessi spurning krefst svars, ekki að eins í orðum, heldur svars, sem komi fram í verknaði. Rússneski herinn og rússneska þjóðin geta hvorki beðið lengur nje vilja bíða lengur. 1. des- ember byrjum við friðarsamningana. Ef bandamenn ekki senda fulltrúa, munum við einir út af fyrir okkur fara að semja við Þjóðverja. Við krefjumst almenns friðar. En ef bur- geisaflokkarnir í bandamannalöndun- um neyða okkur til að semja sjerfrið, þá bera þeir ábyrgðina. Hermenn, verkamenn og bændur í Frakklandi, ítalíu, Bandaríkjum Norður-Ameríku, Belgíu og Serbíu! 1. desember byrja friðarsamningarnir Við væntum fulltrúa frá ykkur. Rís- ið til verka! Eyðið ekki tímanum! Niður með vetrarhernaðinn! Niður með stríðið! Lifi friðurinn og lýð- anna vald! Ávarpið er byrt hjer i heild, eins og það birtist í útlendum blöðum. Undir stendur L .Trotzky, er skrifar sig fulltrúa í utanríkismálum Rússlands, og S. V. Lenin, en hann skrifar sig forseta fulltrúaráða Rússlands. Um árangurinn af þessu ávarpi er kunnugt. Fulltrúar frá bandamönn- um komu ekki til friðarráðstefnunn- ar, og svo Eófust sjerfriðarsamning- ar. En ítrekaðar tilraunir voru enn gerðar til þess að fá bandamenn með, og svar gegn þeim eru friðarskilmál- ar þeir, sem nú eru fram komnir frá þeirra hálfu. Líklega hugSa þeir Len- in og Trotzky sjer, að fremur verði hægt að ná sambandi við verkmanna- flokka ófriðarþjóðanna frá hlutlausu landi en frá Brest-Litovsk og fremur hægt að fá fulltrúa frá þeim þangað til viðtals, svo sem til Stokkhólms eða Khafnar. En þótt þýska stjórnin og Maximalistar komi sjer. saman um frið, þá má ekki búast við, að þau verði samferða langt inn í framtíð- ina. Hertling greifi er án efa í flokki þerira stjórnmálamanna, eins og all- ar ríkjandi stjórnir Evrópu að undan- tekinni núverandi stjórn Rússlands, sem þeir Lenin og Trotzky kalla auð- valds-forkólfa. Og að friði fengnum á vigvöllunum, hugsar Lenin sjer stríðinu snúið á hendur þeim um alla álfuna, eða rjettara sagt allan heim- inn. Þessar mismundandi skoðanir á grundvallaratriðum framtíðarstjórn- arfyrirkomulagsins geta valdið ýmis- legum hindrunum í sjerfriðarsamn- ingunum, sem ekki hefði verið til að dreifa, ef samningar hefðu átt að gerast milli málsaðila með líkum grundvallarskoðunum að þessu leyti. Friðarmálin í Englandi. Hjer í blaðinu var þess getið fyrir nokkru, að Landsdowne lávarður hefði skrifað í enskt blað grein, er færi mjög í friðaráttina og hefði vak- ið mikla athygli í Englandi vegna þess, hve mikils metinn maður ætti þar í hlut. Þetta var um það leyti, setnóánægjualdanreis upp gegnLloyd George út af Parísarræðu hans, sem áður hefur verið frá sagt. Lands- downe lávarður segir í þessari grein, að bandamenn ættu að setja fram, hvert vera eigi markmið ófriðarins, með meiri nákvæmni en gert hafi ver- ið til þessa, og ætti það mál að at-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.