Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.01.1918, Blaðsíða 4

Lögrétta - 16.01.1918, Blaðsíða 4
12 LÖGRJKTTA einna helst fylgismenn slíkra stefna sem hún er, og mun það satt vera. ÞaS eru hinir sannleiksleitandi menn, sem finna aS hinar nýju stefnur: guð- spekin og spíritisminn, hafa eitthvaS betra aö bjóða, en kirkjan hefur haft undanfariS á boSstólum. BáSum þess- um stefnum hefur vafalaust tekist aö leiSa marga sannleiksþyrsta syni og dætur kirkjunnar inn í trúarheiminn, þótt hin andlega móðir þeirra sýn- ist ekki hafa verið þeim vanda vaxin aS halda þeim í rjetta átt og orðiS aS skilja þau eftir á öræfum efnishyggj- unnar sem villuráfandi sauði. Og þó heíur kirkjan svo mörg og mikil hjálpartæki. Hún hefur hina guöinn- blásnu biblíu og biblíu-„kritik“; hinn „listabrugöna erföakreddufans" og lagastuðning og styrk hins verald- lega valds; hina ný-uppgötvuðu „góðu sögulegu samvisku kristin- dómsins“ og játningarritin, sem al- drei ganga úr gildi. Auk þess hefur hún jafnan úrvalskristninni á að skipa (þ. e. heima- og heiðingjatrú- boði, K. F. U. M. etc.) og hinum árvökru þjónum sínum: prestum, próföstum og biskupum. En þar eö kirkjutrúin fer jafnan halloka í bar- áttunni við vantrú og efnishyggju, þrátt fyrir allan þennan „vigbúnað" og sitt einvalalið, þá er álitamál, hvort henni er ávinningur í því að spyrna gegn broddunum, gerast að meira eða minna leyti andvíg hinum „nýju stefnum", sem hafa nú þegar sýnt að þær eru færar um að ryðja sjer til rúms, þrátt fyrir samtaka á- rásir efnishyggju og kirkjutrúar. Hinar nýju stefnur hafa boðið og bjóða enn kirkjunni hjálparhönd til viðreisnar trúarlífsins, því ein megn- ar hún ekki að endurlífga það, sem hefur nú verið að visna í höndum hennar. Og aðalástæðan fyrir þvi er þessi: Kirkjutrúaraldarandinn liggur í dauðateygjum og annar og nýr er tekinn til að ríkja. Hann hefur þegar hafið undirbúningsstarf sitt, því að hann mun „gera alla hluti nýja.“ Eftirmæli. JÓN JÓNSSON hreppstjóri og umboðsmaður frá ólafsvík. Lögrjetta hefur lauslega getið and- lát Jóns sál., én af því að hjer er á bak að sjá merkum manni, er um langt skeið stóð mjög framarlega í fylkingu framfara- og uppbygging- armanna á meðal þjóðar vorrar á síð- ara helmingi síðastliðinnar aldar, þykir mjer hlýða að hans sje hjer nokkuð gjör minst. Jón sál. var fæddur 5. nóv. 1831 á Kolbeinsstöðum í Hnappadalssýslu. Bjuggu þar þá foreldrar hans: Jón Jónsson og Valgerður Snæbjörns- dóttir, væn og merk hjón. Jón sál. ólst upp hjá foreldrum sínum við svipuð kjör og önnur börn alþýðu- manna á þeim timum. Fátt var þá um mentunartæki fyrir alþýðubörn á landi voru, enda mun hann ekki hafa átt kost annarar fræðslu í heimahús- um en þá var tíðkuð í sveitum, nefni- lega lestri og kristindómslærdómi, var þó sveinninn snemma bráðgjör og all-mentunargjarn. En um það leyti sem Jón sál. var að alast upp í Kolbeinsstaðahreppi var prestur í Hítardal sjera Þorsteinn Hjálmarsen, merkur maður og mikilsmetinn. Þeg- ar Jón sál. var innan við tvítugt rjeð- ist hann til Hjálmarsens sál., og hef- ur hann eflaust gert það í þeim til- gangi að afla sjer einhverrar ment- unar og menningar, sem og líka varð. í 5 ár dvaldi Jón sál. hjá sjera Hjálm- arsen, fremur sem sveinn hans en þjónn. Af þessari dvöl sinni á hinu merka heimili Hjálmarsens hafði Jón sál. mjög gott, og eflaust hefur hún orðið fyrsti grundvöllurinn og orsök- in til þess að Jón sál. varð eins mikil- hæfur og merkur maður og raun varð á síðar. í Hítardal lærði Jón sál. bæði skrift, reikning og dönsku, og varð mæta vel að sjer í greinum þess- um; skrifari var hann t. d. með af-- brigðum og ritaði ágæta rithönd fram á efstu ár. Föður sinn mun Jón sál. hafa mist ungur, en eftir að hann fór frá Hítardal var hann oftast með móður sinni, og vann þá um allmörg ár að almennri sveitavinnu sem og smíðum, því hann var snemma hagur bæði á trje og járn. Árið 1862 rjeð- ist hann til Ólafsvíkur á Snæfellsnesi sem bókhaldari við verslun stórkaup- manns H. A. Clausens þar. Þar var þá verslunarstjóri alkunnur og merk- ur maður, Torfi J. Thorgrímsen, sem nú er dáinn fyrir mörgum árum. Við þessa verslun var Jón sál. samfleytt í 12 ár, og gegndi alt af bókhaldara- störfunum, en hafði þó jafnframt nokkurn sjávarútveg, og græddist honum nokkurt fje á þeim árum. Ár- ið 1874 fluttist hann í burtu úr Ólafs- vík og að Ingjaldshóli og kvæntist þá um haustið Júliönu dóttur Tóm- asar hreppstjóra Eggertssonar á Ingj- aldshóli; Tómas var um langt skeið einn langmerkasti bóndi á Snæfells- nesi. Stutt varð sambúð þeirra hjóna Jóns og Júlíönu, því að hún dó árið eftir að þau giftust. í 3 ár dvaldi Jón sál. á Ingjaldshóli. Árið 1876 keypti hann Brimilsvallatorfuna og flutti þangað vorið 1877, og bjó þar blóma búi í 15 ár. 1892 fluttist hann aftur til Ólafsvíkur og bjó um nokkur ár á jörðinni Ólafsvík, og dvaldi þar til sumarsins 1912 að hann fluttist að Efri-Múla í Saurbæ til fóstursonar síns og bróðursonar sjera Sveins Guð- mundssonar. Hafði hann þá dvalið full 50 ár á Snæfellsnesi. Síðastliðið vor fluttist hann með sjera Sveini að Arnesi í Strandasýslu og þar andað- ist hann 16. jan. s. 1. Bæði áður en Jón sál. giftist og eins eftir að hann misti konu sína bjó hann með ráðs- konu, Ingveldi Hjálmarsdóttur. Var hún dóttir Hjálmars bónda Sveins- sonar á Kvarná í Eyrarsveit og Jó- hönnu Vigfúsdóttur, er seinna var lengi á Kongsbakka og var talin merkiskona á sinni tíð. Ingveldur var mjög merkileg og mikilhæf kona, prýðilega gáfuð, hreinlynd, dugleg, stjórnsöm og þrifin, trúkona mikil, vinföst og ákaflega trygglynd. Hún dó 6. des. 1911. Þau Jón og Ingveld- ur ólu mörg börn upp að meira og minna leyti, og reyndust þeim öll- um vel. Svein prest Guðmundsson tóku þau skömmu eftir fæðingu hans og ólu að öllu upp, og sýndu honum æ sömu ást og umhyggju sem hann væri þeirra eigið barn, og kostuðu hann til náms og ljetu sjer alla tíð mjög ant um hann. Flest þau störf í þarfir hins almenna og opinbera, sem vant er að fela alþýðumönnum á landi voru, hafði Jón sál. með höndum um lengri eða skemmri tíma. I hrepps- nefnd var hann 20—30 ár og oft oddviti nefndarinnar, var það oft erf- itt og vandasamt starf, ekki síst í harðindaárunum milli 1880 og 90. Sýslunefndarstörfum gegndi hann í 18 ár, hreppstjóri undir 20 ár, um-. boðsmaður Arnarstapa- og skógar- strandarumboðs var hann nokkur ár; auk þess gegndi hann skólanefndar- störfum í skólanefnd Ólafsvikur- skóla, og sáttasemjarastörfum í Nes- þingum um fjölda ára. Af ofantöldu sjest að Jón sál. hefur haft ærið að starfa i þarfir hins opinbera, auk þess sem hann bjó stóru búi og hafði tölu- verðan sjávarútveg jafnhliða, en mað- urinn var óvenjulega vel gefinn og duglegur, og það er einróma álit allra kunnugra manna að Jón sál. hafi leyst öll störf sín vel og sam- viskusamlega af hendi svo allir voru ánægðir, bæði sveitungar hans og hjeraðsmenn og yfirboðarar hans, og það veit trúa mín, að margur sá hef- ur fengið opinbera viðurkenningu fyrir störf sín í þarfir hins opinbera, sem ekki vann eins lengi eða eins vel og Jón sál. gerði. — Jón var fríður maður sýnum, gjörvilegur og karlmenni mikið, gleðimaður, snyrti- menni og híbýlaprúður, yfirleitt hið mesta prúðmenni, og gestrisni hans munu margir minnast lengi og á- nægjulegra stunda, er þeir áttu í hús- um hans. Með honum er að velli fall- in styrk grein hins sterka og þol- góða þjóðstofns vors, maður er í öllu var mjög merkur og uppbyggilegur og sannur sómi stjettar sinnar og prýði. Tvo syni átti Jón sál. áður en hann giftist, Jón sem lengi hefur dvalið vestur í Önundarfirði, og Þor- leif kennara í Reykjavík. Allir þeir hinir mörgu, er þektu Jón sál., þeir vita ósköp vel að hann var sannur merkismaður, og þeir munu æ minn- ast hans sem mæts manns og góðs drengs. Óskandi væri að land vort og þjóð ætti sem flesta sonu sem væru jafn nýtir og uppbyggilegir sem Jón sál. hreppstjóri var. Blessuð sje minn- ing hans. S. Með báli og brandi. Eftir Henryk Sienkiewicz. XXIII. KAFLI. Seint um kvöldið kom liðið til Ros- logi og sat Skrjetuski þar í tungls- ljósinu rjett við veginn, eins og áð- ur er frá sagt. Þegar hann var kominn til sjálfs- vitundar þyrptust fjelagar hans gömlu utan um hann. Þeir ávörpuðu hann og reyndu að hughreysta. Mesta hluttekningu sýndi Longinus; hann hjet að fasta alla þriðjudaga til æfiloka ef drottinn huggaði Skrje- tuski og hresti. Furstinn hafði búist fyrir í bónda- kofa einum og var Skrjetuski fylgt þangað á fund hans. Þegar hann sá þennan ljúfling sinn breiddi hann faðminn þegjandi út á móti honum. Með höfgum ekka hallaðist Skrje- tuski upp að barmi hans. Furstinn þrýsti honum að sjer og augu hans fyltust tárum. Þá er hann hafði jafnað sig mælti hann: „Vertu velkominn aftur, sonur. Jeg bjóst við að jeg mundi ekki sjá þig framar. Berðu nú mannlega mótlæt- iugakross þann, sem á þig hefur ver- ið lagður og minstu þess að nú hvíla sorgir og hörmungar yfir tugum þús- unda meðbræðra þinna. Sorg þín hverfur sem einn dropi i hafið innan um alla þeirra eymd og þjáningar. Vor kæra fósturjörð er i mikilli hættu og sjerhver sá, er sverði veldur, leit- ar sjer fróunar við að berjast fyrir hana eða að öðrum kosti að falla við góðan orðstír og öðlast eilífa gleði og sælu.“ „Amen!“ sagði hirðpresturinn. „Náðugi fursti!“ andvarpaði Skrje- tuski. „Þúsund sinnum heldur hefði jeg viljað sjá hana andaða.“ „Gráttu sonur! Gráttu! Missir þmn er mikill. Vjer syrgjum með þjer. Þú ert nú meðal góðra vina og kristinna meðbræðra, en ekki heið- ingja eða Tartara. En vitið. það að í dag grátum vjer yfir vorum eigin sorgum. Frá þeim tíma eigum vjer oss ekki sjálfir. Á morgun höldum vjer á stað til þess að berjast fyrir föðurlandið." „Jeg fylgi yður, náðugi fursti, alt á heimsenda, en svölun eða gleði fæ jeg aldrei án hennar.“ Hann beit saman tönnunum svo að engir kveinstafir skyldu brjótast fram yfir varir hans. „Minnist þess að þjer hafið sagt: Verði þinn vilji,“ sagði hirðprestur- inn í áminnandi róm. „Amen! Jeg lýt vilja hans, en —■ jeg get ekki — mjer er ómögulegt að bæla niður sorg mína.“ Þeir sem viðstaddir voru sáu innrj baráttu Skrjetuskis og komust mjög við. Þeir Volodyjevski og Longinus táruðust, enda voru þeir báðir við- kvæmir menn. Longinus spenti greip- ar og andvarpaði hástöfum. „Biðið við!“ sagði furstinn alt i einu; „jeg hef fengið að vita að Bo- hun hefur farið hjeðan áleiðis til Lubni. Hann hefur brytjað niður setulið það sem jeg hafði í Vasi- lovka. Örvæntu ekki, því að eigi er víst að hann hafi náð henni á vald sitt, því hvað annað kom honum til þess að halda á leið til Lubni?“ „Þessi tilgáta er afar líkleg,“ hróp- uðu þeir sem viðstaddir voru einum munni. Fyrst var að sjá sem Skrjetuski gæti ekki áttað sig á þessu, en alt í einu sást vonarglampi í augum hans og hann varpaði sjer fyrir fætur furstans. „Náðugi fursti! Líf mitt og vel- fcrð legg jeg í yður hendur." Hann var þrotinn og gat ekki sagt meira. Longinus varð að reisa hann upp og styðja hann til sætis, en von- arbjarminn sást þó enn i augum hans. Fjelagar hans gerðu sitt til að hughreysta hann. Fóru þeir með honum í næsta kofa og vildu að hann drykki með þeim mjöð og vín, en hann gat ekki bragðað það; drukku hinir þá fyrir hann og skál hans. Sátu þeir að sumbli þar til dagur rann. Þá kom herflokkur sá ,er send- ur var á eftir Bohun til Tszherkassi. Hann hafði ekki orðið var Bohuns, en þeir höfðu handtekið ýmsa það- an úr sveitunum. Kváðust þeir hafa orðið varir við ferð hans þar um fyrir tveimur dögum; hefði hann hraðað ferð sinni mjög og spurst fyr- ir um það, hvort þar hefði ekki orð- ið vart við flýjandi aðalsmann og Kósakkasvein í för með honum. Fangarnir sögðust þess fullvissir, að engin yngismær hefði verið með Bo- hun; þeir hefðu hlotið að sjá hana, því að flokkur hans var lítill. Skrjetuski vissi ekki hvað hann átti að halda um þetta. Hvers vegna. hjelt Bohun fyrst áleiðis til Lubni ogi sneri síðan aftur og fór til Tszher- kassi ? „Vinir mínir! Jeg á erfitt með að átta mig nú. Hvernig haldið þið að því sje varið, þessum snúningum Bo- huns og eftirspurn um aðalsmanninn og Kósakkasveininn?" „Það er skiljanlegt og þarf ekki mikla skarpskygni til," sagði Zakvili- kovski. „Ungfrúin hefur faríð í karl- mannsbúning til þess að eiga hægara með að dyljast. Hún er Kósakka- sveinninn!“ „Auðvitað ! Auðvitað !“ tóku hinir undir, „En hver er þá aðalsmaðurinn?" spurði Skrjetuski. „Já, hver hann hefur verið. Bænd- urnir hjerna hljóta að hafa sjeð hann. Sækið húsráðandann hjerna." Að vörmu spori var húsbóndinn dreginn inn. Hafði hann fundist úti í fjósbás. „Varstu ekki nærstaddur þegar Bohun og flokkur hans rjeðust á höll- ina?“ spurði Zakvilikovski. Bóndinn sór og sárt við lagði að hann hefði ekki komið þar nærri. „Sjáðu, bóndatetur! Hjerna er gull- peningur og þarna er sverðið sem á að skilja höfuð þitt frá hinum synduga búk. Veldu um!“ Bóndinn fjekk nú minnið. Hann sagðist hafa farið með grönnum sín- um til þess að sjá og heyra gleðina og glauminn fyrir framan höllina. Hefði hann þá heyrt að frúin hefði verið drepin og synir hennar tveir, en Bohun væri sár. Enginn hafði orðið var við ungfrúna, en um morguninn barst það út að hún hefði flúið á- samt aðalsmanni nokkrum er kom til Roslogi í för með Bohun. „Þarna kemur það,“ hrópaði Za- kvilikovski. „Hjerna er gullpening- urinn. Þú sjerð að við ætlum ekki að kvelja þig. Sástu aðalsmanninn ? Var hann hjerna úr nágerenninu ?“ „Já, jeg sá hann. Hann var vist langt að.“ Hvernig var hann í hátt?“ „Nú, hann var ákaflega digur, grá- skeggjaður og bölvaði afskaplega; nú man jeg það, hann var eineygður." „Drottinn minn!“ hrópaði Longin- us, „það hefur verið Zagloba." „Því gæti jeg best trúað ; þeir urðu vinir miklir í Chigirin, drukku þar saman og spiluðu. En heyrðu, bóndi! Ertu viss um að aðalsmaðurinn hafi ílúið ásamt meyjunni?" „Það var sagt svo. Jeg veit ekki annað." „Þekkir þú Bohun?" „Já, hann hefur verið hjer svo oft.“ „Hann hefur ef til vill flúið með hana eftir undirlagi Bohuns?" „Nei, náðugi herra; það getur ekki verið. Hann hafði bundið Bohun í kápu hans og þeir sögðu að hann hefði rænt ungfrúnni. Bohun orgaði upp yfir sig eins og hann væri óður og ljet í mesta flýti festa sig upp í körfu milli tveggja hesta og var síðan þeyst á stað áleiðis til Lubni; en hann rakst ekki á þau á þeirri leið og sneri því við og hjelt í aðra átt.“ „Aldrei hefði jeg getað trúað því, að Zagloba þyrði að bjóða Bohun byrginn," sagði Zakvilikovski. „Hann er kænn en afar hreykinn. Hann hef- ur viljað launa Skrjetuski mjöðinn góða í Chigirin." „Látum hann gorta og gambra eins og hann vill; það er fyrir mestu að hann hefur frelsað meyjuna úr klóm ræningjans," sagði Volodyjev- ski. „Honum verður ekki skotaskuld úr því að koma ungfrúnni undan." „Hafi hann farið yfir Dnjepr og frjett þar ósigurinn við Korsun, verð- ur hann að hverfa aftur til Tscherni- gov og þá rekumst við á hann á leið- inni,“ sagði Zakvilikovski. Þeir fjelagar komust í besta skap; drukku skál Skrjetuskis og hjetu því að fá sjer duglega í staupinu á brúð- kaupsdegi þeirra Helenu. Þeir mint- ust og Zagloba með þökk og aðdáun. Um morguninn snemma var blás- ið til brottferðar; gekk ferðin greitt áleiðis til Lubni, þvi að engir voru far-angursvagnar. Skrjetuski reið við hlið furstans og skýrði honum frá ferð sinni til Sitsch. Þegar komið var undir kvöld sá- ust hæstu turnarnir i Lubni og náði allur flokkurinn háttum i borginnu Var þar alt lið ferðbúið eftir fyrir- skipunum furstans. Herflokkarnir urðu að dreifa sjer um borgina til gistingar og voru þar þrengsli mikil því að mikill sægur aðalsmanna og bænda höfðu þyrpst hvaðanæfa til borgarinnar. Þeir fluttu með sjer bú- smala allan og annað er þeir gátu komist með, því þeir heyrðu að upp- reisnarflokkarnir mundu ráðast á sig og ræna. Var ekki hægt að þverfóta um borgina fyrir klyfjahestum og úlföldum 0g öðrum kvikfjenaði. Mest- ur hluti flóttamannanna varð að liggja úti undir berum himni á göt- um og torgum borgarinnar; höfðu þeir kynt þar bál til þess að mat- reiða kvöldverð. Furstinn horfði út um hallarglugg- ann yfir þennan nýkomna lýð. Hann varð mjög hugsandi því að hann vissi að alt þetta lið mundi elta her hans og verða honum til hins mesta trafala. Vagnarnir fyrir sifjalið furstans stóðú í hallargarðinum; flutnings- vagnarnir voru hlaðnir alls konar drykkjum og matvælum. Hafði furst- ynjan annast um alla þá hleðslu. Borgarbúar hugsuðu til ferðar þessarar með sorg, því enginn vafi var á því að uppreisnarmenn mundu þegar ryðjast inn í borgina, er furst- inn var farinn þaðan með lið sitt og láta þar ekki stein yfir steini standa. Sighv. Blöndahl cand. jur. Viðtalstími 11—12 og 4—6. Lækjargötu 6B. Sími 720. Pósthólf 2. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Reykjavík, s e 1 j a: Vefnaðarvörur. — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innrifatnaði. Regnkápur. — Sjóföt — Ferðaföt. Prjónavörur. Netagarn. — Línur. — öngla. — Manilla. Smurningaoliu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pentunum utan af landi svarað um hol. Fjelagsprentsmiðjan.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.