Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.01.1918, Blaðsíða 1

Lögrétta - 23.01.1918, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstraeti 17. Talsími 178. Afgreiðslú- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsími 359. Beykjavík, 23. janúar 1918. 25 ára leikafmæli. Nr. 4. innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bðkaverslun Siolúsar íyndssoiiar. Klæðaverslun H. Andersen 8t Sön Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru )ataefnin best. - L Lárus Fjeldsted, yfirrjettarmálafærslumaður Lækjargata 2. Venjulega heima kl. 4—7 siðd. Trynui riðdari íunnarsson. Steypir nið'rá storðu frosna stjörnuhrapi suður frá; logarák í lofti brennur, ljóma verpur, hverfur hjá. — Orðstír vorra merkismanna má ei’ þannig falla í dá. Heyri jeg dyn, sem hesti væri hleypt á skeið og setinn vel. Út í fjarska undir tekur, af því bergmáls nýtur vel. Glóa við í geislum mána gullskeifur og silfurmjel. Hefur nokkur heiman farið, hugumstór, að kanna fjöll? Eða Hermóðs höllu götu, hulinsleið að ánni Gjöll? Fnjóskdælingur fák sinn teygir fram á Iða-blómsturvöll. óðinn hefur merkismanni miðlað fák, sem ratar leið. Drjúgt er yfir að dísastöðvum dægrafars hið bláa skeið. Taumhaldinu Tryggvi orkar, teygir Sleipni á fleygireið. Rásar þessi reginfákur riddarann með á efsta bug, af því Tryggvi dáðir dýrum drýgði og sýndi vinarhug; hafði til þess einurð, elju, orku, lægni, ráð og dug. Riddari sá hinn rausnarlegi ríður hart um Gjallarbrú, undanþeginn öllum kvöðum; ástæða var kunngerð sú: að hann bygði án eigingirni ölvesingum snildar brú. Undirheima meginmóða miklum straum’ í kyngigríð spýtir fram um eilífð alla undir duldri þokuhlíð; bannar leið um aldir alda iðjufælnum slangurlýð. .rV Vörður brúar veitir eigi vegabrjef um þetta hlið þeim, er veittu æfi ana undirhyggju fje og lið — þeim, sem vógu æ að öðrum, öðlast sjálfir vildu grið. Ber nú Tryggva að Baldurshaga; bóndinn þar, hinn Hvíti-ÁS, ræður yfir Ragna banka, roðasteinum greyptur lás hangir fyrir gæðum goða: gulli, silfri og þrúgnakrás. 19. þ. m. voru 25 ár liðin síðan Helgi Hclgason, núverandi verslun- arstjóri, kom hjer í fyrsta sinn fram á leiksviði. Það var 19. janúar 1893 og ljek hann þá Andrjes í leikritinu „Hrólfi“ eftir Sigurð Pjetursson. Hann var þá sextán ára gamall, fæddur 27. maí 1876. Næst ljek hann 'Óláf niðuTsetning í „Narfa“ eftir Sig- urð Pjetursson. Frá þessum tíma hef- ur hann alt af verið meira eða minna við riðinn allar sjónleikasýningar hjer í bænum, og oft hafa á hann valist þau karlmannahlutverkin, sem einna erfiðust hafa verið viðfangs. Hann er því einn þeirra manna, sem Leikfjelag Reykjavíkur á mest upp að unna, og einn þeirra, sem bæjar- menn hjer eiga mikið að þakka, er þeir minnast starfsemi leikfjelagsins. Alls hefur hann leyst af hendi 59 hlutverk á leiksviðinu og skal hjer að eins minst hinna helstu. Greifi de Montesin í „Esmeralda" og Trast greifi í „Heimkomunni" þóttu mjög vel leiknir. Þá er Gamli Rott í „Trú og heimili“, þýskum leik, Karl Moor Hönd, sem allir himnageislar hita og Ijóma, þeirri skrá lýkur upp og lofar gesti lýsigull að snerta og sjá. Meiðma, gulls og víns og visku verðbrjef sjer hann Baldri hjá. Ávísun til efstu hæða öðlast Tryggvi úr Baldurs mund, fyrir það, að fremdar manni frá var tekið sjálfs hans pund, þegar öra lífæð landsins lostin var á moldryksstund. Hersing stór, sem hleypti ryki hleypidóma á götu sanns, síngjörn mjög og silfurgráðug, sjer nú upp til þessa manns, æ sem vildi efla gengi einstaklings og föðurlands. Tryggvi ríður tálmamikla — tálmalausa víð og dreif. Eigingjörnum æ mun verða eftir honum torsótt kleif einstakling, sem eldi skarar undir sjálfs sín hveitihleif. (’uðmundur Fríðjónsson. í „Ræningjunum“eftir Schiller, Kam- ferius eldri í „ímyndunarveikinni“ eftir Molieré, Indriði í „Bóndanum á Hrauni“, eftir Jóhann Sigurjónsson, Álfakonungurinn í „Nýársnóttinni“ eftir Indriða Einarsson, og svo aðal- karlmannshlutverkið í „Fjalla-Ey- vindi“, Eyvindur sjálfur. í „Galdra- Loffi" Tjek hahn smærri hlutverk, biskupinn á Hólum, og Steindór 1 „Höddu-Pöddu“ G. Kambans. Hjer er að eins á fátt eitt minst, og má vera að ýms hluverk sjeu eftir skilin, sem eins vel hefði mátt nefna. En þess er vert að geta, að þeir leik- endur og aðrir, sem starfað hafa mest og best fyrir Leikfjelag Reykja- víkur, hafa leyst verk af hendi, sem verð eru fullrar viðurkenningar, þeg- ar til alls er litið, og meðal þeirra er Helgi Helgason í fremsta flokki. Hann hefur frá unga aldri fengist við verslunarstörf, kom að Zimsens- verslun hjer í bænum 1894, og hefur unnið þar alla tíð síðan. Hin síðari árin hefur hann haft á hendi for- stöðu verslunarinnar. Aukaþing. Eins og kunnugt er fjekk forsæt- isráðherra i utanför sinni heimild frá konungi til að kveðja saman auka- þing á árinu 1918, þegar stjórnar- ráðinu þætti þurfa. Gengur nú sá orð- rómur, að stjórnin hugsi til að kveðja þingið saman í marsmánuði, eða svo fljótt sem þingmenn geti náð hingað vegna hindrunar af völdum hafíss og vetrarhörku. Ekki mun almenningi vera ljóst, vegna hvers þingið á að koma saman svona snemma, ef gert er ráð fyrir að orðrómurinn sje rjettur. Geta sum- ir þess til, að aukaþinginu sje ætlað að taka ákvarðanir um enhver dýr- tíðarmál, en það mun sönnu næst, að landstjórnin hafi heimildir frá síð- asta þingi til að gera allar þær fram- kvæmdir í þeim málum, sem mögu- legar eru eða mögulegar verða, og er ekki gott að sjá hverju nýtt þing að svo stöddu gæti bætt þar við. En vitanlega geta verið ástæður fyrir hendi til að kveðja þingið saman, sem stjórninni einni er kunnugt um, og koma þær þá að sjálfsögðu í ljós á sinutn tíma. Bæjargjaldalög fyrir Reykjavíkurkaupstað. Bæjarstjórn Reykjavíkur afgreiddi á fundi sínum 17. þ. m. frumvarp til laga um bæjargjöld, sem ætlast er til að lagt verði fyrir næsta alþingi, og gerir það gagngjörða breytingu á skattamálum kaupstaðarins, ef það verður að lögnm. Er þetta allmikill lagabálkur í 45 greinum, og hefur málið fengið ýtarlegan undirbúning í nefnd, sem þeir áttu sæti í bæjar- fulltrúarnir Sveinn Björnsson, Sig- urður Jónsson kennari og Jón Þor- láksson. Tildrög þessa frv. eru þau, að nið- urjöfnunin eftir efnum og ástæðum, sem er aðaltekjustofn bæjarsjóðs Reykjavíkur, eins og annara bæjar- sjóða og sveitarsjóða á landinu, er orðin svo umfangsmikil, bæði sök- um fjölmennis í kaupstaðnum og sökum fjárhæðarinnar, að ókleift má telja að framkvæma hana áfram. T. d. er ekki einu sinni til þess að hugsa, að niðurjöfnunarnefndin, þótt hún sje skipuð 15 mönnum, geti haft per- sónuleg kynni af högum allra gjald- enda, heldur hlýtur að vera mikill hópur af gjaldendum, sem enginn þessara 15 nefndarmanna þekkir einu sinni i sjón. Er þvi skiljanlega orðin litil trygging fyrir því að fult tillit sje tekið til „efna og ástæðna" við niðurjöfnunina. Hins vegar er upp- hæðin, sem árlega á að jafna niður, orðin feykilega há í samanburði við það, sem hjer var til skamms tíma, og enn er i öðrum kauptúnum og sveitum. Þessu til skýringar skal þess getið, að heildarupphæð niðurjöfnun- arinnar (útsvaranna) hefur verið sið- asta áratuginn sem hjer segir: 1908 ..... ca. 77,000 kr. 1909 ............ 87,000 kr. 1910 ............ 85,000 kr. 1911 ........... 102,000 kr. 1912 ....... 115,000 kr. 1913 .......... 129,000 kr. 1914 .......... 153,000 kr. 1915 ........... 190,000 kr. 1916 ........... 289,000 kr. 1917 ...........430,000 kr. 1918 (áætl.).... 520,000 kr. í samanburði við þessa miklu hækkun á útsvörunum hafa aðrir tekjustofnar bæjarsjóðs hækkað fremur lítið. Bæjargjaldafrv. gerir nú ráð fyrir að í stað niðurjöfnunar eftir efnum og ástæðum komi almennur t e k j u- s k a 11 u r í bæjarsjóð, lagður á eft- ir hækkandi gjaldstiga, þannig að af háum tekjum borgist hlutfallslega hærri skattur en af lágum tekjum, °g er gjaldstiginn þannig, eins og bæjarstjórnin gekk frá honum að lyktum: með: 800 kr. rioo kr. [400 kr. 1700 kr. jioo kr. 2600 kr. 3100 kr. 3700 kr. T300 kr. 5000 kr. 5ooo kr. xxxj kr. 5000 kr. 2000 kr. xxx) kr 1% 2 2/2 3 3J4 4 4Eá 5 5/4 6 6^ • 7 7/2 8 . sy2 • 9 kr. greið- í upphaflegum tillögum nefndar- innar hafði hámark skattgjaldsins verið 7%, af 10 þús. kr. tekjum og þar yfir, og var það bygt á því, að niðurjöfnunarnefnd mun fram að þessu ekki hafa lagt hærra útsvar að jafnaði á atvinnufyrirtæki, sém hafa þetta háar árstekjur, en sem svarar 7% af árstekjunum, og oft / XIII. árg. ekki svo mikið. En það var unnið til samkomulags, til þess að fá alla bæj- arfulltrúa til að fallast á skattstig- ann og frv. í heild sinni, að hækka stigann að ofanverðu alt upp að 10%. í sambandi við skattstigann standa þau ákvæði í frv., að frá skattskyld- um tekjum skuli draga 150 kr. fyr- ir hvert barn innan 14 ára, ef börnin eru eitt eða tvö, og 200 kr. fyrir hvert barn umfram þau tvö fyrstu, þannig t. d. 500 kr. fyrir 3 börn og 700 kr. fyrir 4 börn o. s. frv. Og af lægri tekjum skattskyld- um en 500 kr. greiðist enginn skatt- ur. Hundraðsgjaldið reiknast af tekjunum eftir að frádráttur fyrir ómegð hefur verið gerður. Með tekjum ber að telja öll hlunn- indi, sem skattborgari nýtur, og met- in verða til peninga; þannig t. d. fæði og húsnæði þeirra, sem eru á franir færi hjá öðrum, og húsnæði þeirra, sem sjálfir eiga hús sín. Frá tekjum má draga beinan reksturskostnað við atvinnu og vexti af þinglesnum veð- skuldum. Ætlast er til að gjaldendur gefi sjálfir upp tekjur sínar, en skattaráð, undir forstjórn fasts embættismanns, er skattstjóri nefnist, rannsakar skýrslurnar, og gerir þeim tekjur, sem annaðhvort gefa rangt upp eða gefa ekki upp tekjur. öllum embætt- ismönnum og opinberum stofnunum m. fl. er skylt að láta skattráði í tje upplýsingar um efnahag gjald- enda, en skattaráðsmenn og aðrir, er þau mál hafa með höndum, bundnir þagnarskyldu út í frá. Nú verður að gera ráð fyrir því, að þegar út hefur verið reiknaðúr skatturinn hjá öllum gjaldendum eft- ir hundraðstölum þeim, er að fram- an voru greindar, þá komi út lægri eða hærri samtala, heldur en upphæð sú, sem samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins þarf til að standast útgjöld bæjarins það árið. Gerir frv. ráð fyrir að úr þessu verði bætt með því að margfalda skattupphæð hvers ein- staks gjaldanda, og þar með sam- töluna alla, með hreyfitölu, sem getur verið stærri en einn eða minni en einn, en má aldrei vera hærri en 1,4 eða lægri en 0,6 nema % bæjar- stjórnar samþykki og stjórnarráðið Staðfesti. Annar kafli frv. fjallar um 1 ó ð- a r g j ö 1 d. Nú er borgað i bæjarsjóð eyris fyrir hverja feralin óbygðr- ar lóðar, en 3 aurar fyrir hverja fer- alin í hússtæðum (og er hið síðast- talda í rauninni húsaskattur en ekki lóðarskattur). Frv. gerir á þessu þá breytingu, að lóðargjaldið skuli mið- ast við verðmæti lóðanna, og greið- ist í bæjarsjóð \°/o af virðingarverði lóðanna án mannvirkja. Af lóðum, sem notaðar eru til matjurtaræktar eða til fiskþurkunar skal þó fyrst um sinn í 5 ár, að eins greiða þriðjungs gjald, og getur bæjarstjórnin lengt þann frest um önnur 5 ár. Tekjur bæjarsjóðs af lóðargjöldum nema sem stendur um 15 þús. krl árlega, en gert er. ráð fyrir talsvert hærri upphæð eftir ákvæðum frumr varpsins, með því að lóðargjöldin af hinum dýrari lóðum munu hækka mikið. Og þar sem lóðargöldin hækka eftir því sem lóðirnar hækka í verði, eru þau í rauninni um leið verðhækk- unarskattur á lóðum. Nýmæli þetta er næsta þýðingar- mikið, ekki að eins fyrir Reykjavík- urbæ, heldur og einnig fyrir aðra kaupstaði, því að sjálfsagt rekur að því víðar en í Reykjavík, að niður- jöfnunin eftir efnum og ástæðum verður að hverfa úr sögunni með vaxandi íbúatölu, og þá er fordæmið sjálfgefið þarna, annaðhvort til eftir- breytni eða aðvörunar, og er óskandi að svo vel takist, að fremur megi benda á til eftirbrytni fyrir aðra síð- armeir, en hitt.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.