Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 30.01.1918, Side 2

Lögrétta - 30.01.1918, Side 2
18 LÖGRJETTA höfn og kostnað, er jeg haföi af kind- nm mínum. Þær voru samtals 99, 75 ær, 21 lamb og 3 hrútar. í tekjur af þeim, aö frádregnum vanhöldum, haföi jeg samtals 1700 kr., en kostn- aðurinn varö: Smalamenska umsauöburð 3vikur, ótímar á dagáo.60 kr. 75.00 Viö rúningu og smala- tnensku fram aö fráfær um, 5 dagar á 6.00.... — 30.00 Haústsmölun og rjettir, 12 dagar á 6.00..........— 72.00 Gegning allan gjafatím- ann, 5 tímar á dag í 160 daga = 800 timar á 0.60 .................— 480.00 Hey, 180 hestar á 4.00 .. — 720.00 Vextir af fjáreigninni, 2000 kr. 6% ..........— 120.00 Baö, kostnaöur 10 aurar á kind .................— 10.00 Bólusetning kr. 3.00, fyrn- ing á húsum kr. 50.00.. — 53-°° Beit 20 aurar á kind. Opin- ber gjöld kr. 30.00 .. — 50.00 Samtals kr. 1535.60 Hreinn gróði veröur þá 164.40, sem ekki veitir af til tryggingar gegn ár- ferðisbrestum. Þess skal getiö, aö ærnar gengu með dilka. Sem betur fer sannar þessi reikningur, aö kind- urnar hafa borgaö mjer vel fyrirhöfn mína og kostnað, enda er sauöfjár- ræktin einhver vissasti og arövæn- legasti atvinnuvegur landsins, ef nauösynleg gætni er við höfö, en ekkert mega afurðirnar lækka i veröi úr því sem nú er, og veröa aö hækka, ef framleiðsluskostnaður hækkar meira. Svo er hæpiö aö komast af meö svona lágar tekjur, þegar alt er eins dýrt og nú er, nema menn þá hafi litla fjölskyldu. Atvinnubæturnar. Það hefur víst margur búist viö, aö þegar farið yrði aö veita atvinnu- bætur, eins og gert var ráð fyrir á þinginu í sumar, aö þá yröu þær veittar efnalitlum mönnum, sem styrkur eöa lán til einhvers konar framtakssemi, t. cf. til útgerðar á opnum skipum, til matjurtaræktunar, til smábýlastofnunar o. fl., o. fl. Meö öörum orðum, til einhvers þess, er nú þegar mætti veröa fólkinu aö notum til framfæris, og jafnframt horföi til framtíðargagns og þjóöþrifa. Hin heiðraða atvinnubótanefnd heföi átt áö fara að eins og fyrirhyggjusamur útgeröarmaöur eöa bóndi: Sjá um að fólkið notaöi tímann milli bjargræö- istímanna til aö búa sig undir næsta bjargræðistíma. Hún hefði átt að út- vega ull og annað efni, og nauösyn- leg verkfæri, til að fá fólkinu i hend- ur, og láta þaö vinna handa sjer fatn- að, sjóvetlinga, og skinnklæði til næstu vertíðar, hnýta og setja í stand net, smíða róörarbáta og margt fleira. Svo átti hún að hafa áhöld og nóg land handa öllum, er vildu stunda garðyrkju aö vorinu. Leita fyrir sjer um, hvar væri fáanlegt land til aö stofna á nýbýli, ryöja úr vegi þeim hindrunum, sem gætu veriö á því aö þeir, er æsktu, gætu fengið þar að- gang; til þessa átti hún að njóta aö- stoðar landstjórnarinnar. Svo áttl hún aö veita mönnum lán til aö koma upp skýli, kaupa verkfæri, og eitt- hvaö af skepnum, til aö byrja meö. Sem skilyrði fyrir atvinnubótunum mátti setja, aö menn ætluðu aö verja þeim til einhverra þessara fram- kvæmda, eöa annara sama eðlis. Viö þessa vinnu gátu allir komist aö, ungir ag gamlir, konur og karlar, með góöri verkaskifting, og fatnað- ur og fæði er þaö, sem þjóöinni ríður mest á að afla. Þetta,sem nú hefurver- iö tekiö fyrir, aö fá fólkinu vinnu viö aö mylja grjót og pjakka klaka, er því líkast sem Molbúar og Bakka- bræöur legðu ráð saman. Jeg hef alt af álitið, að á þessum vandatíma bærl stjórninni aö eins aö hjálpa þeim, er vildu hjálpa sjer sjálfir. Þeir menn, sem enga framtakss«mi vilja sýna til að bjarga sjer, eru ekki hjálpar verðir. Þegar menn fá um þaö aö velja, aö duga eða drepast, velja þeir ávalt fyrri kosinn. Hinum, sem ekki var auðið aö sjá fyrir sig á þennan hátt, áttu sveitar- og bæjarstjórnir'n- ar að sjá fyrir, og fá til þessa lán, ef þurftu, hjá landsjóði. Þaö, sem á ríður, er aö veita dug- andi og framtakssömum mönnum aö- stoð þá, er þeir þurfa til að koma sjer áfram; en þaö er vanalega aö eins dálítið peningalán, því allavega er hægt að verja lánsfjenu þannig í , Clemenceau forsætisráðherra Frakka. landinu, að hver króna komi árlega meö aöra krónu á bakinu, og þá veröa einhvern tima ráö til aö borga lánið. Peningarnir eru nokkurs konar verk- færi, en þaö verkfæri vantar margan til aö byrja sjálfstæða atvinnu. Viö ræktun landsins hindra ábúöarlögin allra mest aö menn geti hafist handa. Til þess menn geti fengið aðgang aö jöröinni. sem liggur ónotuð víðsveg- ar á landinu, þarf aðstoð löggjafar- valdsins. Á jeg þar ekki við afrjettar- og heiðalönd, heldur miklu fremur ónotuð og hálfnotuö lönl víösvegar i bygðum landsins. Menn vilja stund- um álíta það lítilfjörlega stööu, að vera smábóndi í sveit. Veit jeg ekki hvaöan íslendingar hafa fengiö þá þrælslund, ef þeir vilja heldur vera verkamenn i kaupstöðum, en stunda sjálfstæöa atvinnu, þótt í smáum stíl sje. Eitthvað er það ólíkt forfeörum vorum, og öðru vísi hugsaði róm- verski hershöföinginn, sem vildi held- ur vera 1. maður hjá lítilli og sjálf- stæðri fjallaþjóð uppi í Alpafjöllum en 2. maður í Rómaborg. Þaö viröist samsvara betur íslendings-eðlinu, að menn vildu heldur vera æðsti og mest metni maðurinn á litlu sveitabýli en minst metni maðurinn í Reykjavík. Kartöflur. Jeg sje af blööunum, að nú er kom- ið fram kartöfluskipið, sem stjórnin átti von á frá Danmörku, en hefur lengi vantað. En kartöflurnar eru að mestu leyti ónýtar, og lítil von til, aö skaðabætur fáist greiddar. Stór- fje er því þarna algerlega eytt til einskis. Hvaö hefði nú mátt rækta mikið af kartöflum síðastl.sumar,hjer innanlands, fyrir þetta fje? Jeg tel víst, aö ef því hefði verið varið til kartöfluræktunar innanlands, þá heföi mátt fá fyrir það mörgum sinnum þennan skipsfarm af kartöflum, og alsendis tel jeg óhugsandi, að svo mikil vanhyggja og óvit heföi getað stjórnað því fyrirtæki, aö ekki hefði þó orðið meiri árangur aö. Þaö er í meira lagi óheppilegur hugsunarhátt- ur, að skeyta sama sem ekkert um aö framleiða innanlands matvöru, sem jafn auðvelt er aö rækta í landinu. Getur ekki hjá því farið, að sú stefna hefni sín. Nú í samtals 8 sumur hef jeg fengist við kartöflurækt. Á þess- um tíma hefur veriö allilt árferði, sum árin, og hef jeg ýmist haft áður yrkta garða, eða nýræktaða. Mest hef jeg fengið 22 falda uppskeru (1912), cg minst 8 falda (1914). í fyrra, 1916, munu hafa verið kartöflur í sem svar- aði 70 ferföðmum af garðinum; alt að þvi helmingur einnar máltíðar- innar annan hvern dag, handa heimili mínu, 3—6 manns, alt árið um kring, var úr þessum litla garðbletti. Jeg tel mjer það eins mikils virði og gagn af einni kú, sem þó ekki hefði þurft að fóðra. í sumar var töluvert betra kartöfluár en í fyrra. Þótt hjá einstaka mönum frysi niðri í görðun- um, voru það algerð sjálfskaparvíti. Eins og verðið er nú hátt á kartöfl- um, get jeg ekki skilið að fólk, sem ekki getur stundað sjó, geti haft aðra betri atvinnu en að rækta kartöflur að vorinu; það kemur líka mjög vel úr,því ekki þarf að óttastatvinnuleysi um sláttinn. Stjórn og atvinnunefnd þurfa að vinna að því, að þetta verði framkvæmt, á þann hátt að hjálpa fólkinu til að gera það sjálft, með áminningum, leiðbeiningum, fjár- framlögum, helst lánum, útvegunum á hentugu landi og áburði (beina- mjöli, þara, deiglumó, mómylsnu) og öðru, er með þarf. Indriði Guðmundsson. Stríðið. Síðustu frjettir. Símfregninar ségja frá sífeldum or- ustum á vesturvígstöðvunum og ít- ölsku vígstöðvunum, og í Mrg.bl. er talað um, að Þjóðverjar hafi fyrir fáum dögum unnið almikinn sigur hjá Chambrai, en nánari fregnir um hann hafa ekki borist. Það hefur, eins og áður er sagt, verið búist við mikilli sókn frá þeim að vestanverðu nú um tima, því fjölda liðs hafa þeir flutt þangað að austan, og er þá þetta byrj- un þeirrar sóknr. Símskeytin hafa nú sagt frá svör- um miðveldastjórnanna upp á friðar- skilyrði þau frá bandamönnum, sem nýlega eru komin frarn, og frá hefuf verið skýrt hjer í blaðinu. Czernin greifi, sem talar frá hálfu stjórnar Austurríkis, sagði, er hann gerði grein fyrir þeim málum, að þrátt fyr- ir ýmisleg vandræði í samningunum við Rússa, mundi hægt að koma á góðum friði þeim megin án landvinn- inga og á þeim grundvelli, sem stjórn Austurrikis hefði hugsað sjer. Ann- ars hafði hann talað mjög sáttfús- lega um öll ófriðarmálin, eins og oft- ar, einnig hinu megin, og það er talið svo sem ekki skilji nú mjög mik- ið á milli skoðana þeirra Wilsons forseta og Czernins greifa í friðar- málunum, enda hafa friðarkröfurnar verið háværar í Austurríki nú að undanförnu, eins og áður er frá sagt. En greinilegar fregnir hafa ekki náð hingað af síðustu friðarskilyrðum Wilsons, og lítur þó svo út af síðustu frjettum, sem þau sjeu að einhverju lcyti frábrugðin skilyrðum þeim, sem fram voru sett af Lloyd George. í síðustu opinb. tilk. ensku segir, að þýski rikiskanslarinn hafi svarað friðarskilmáíum Wilsons forseta í þýska þinginu 24. jan. og verið því samþykkur, að ófriðarþjóðirnartækju upp samningaumleitanir án millh göngu annara. Sagt það kröfu frá Þýskalands hálfu, að það fengi fult frelsi á hafinu, jafnt á ófriðartímum semfriðartimum,og til þessværinauð- synlegt, að Bretar ljetu af hendi flota- stöðvar, svo sem Gibraltar, Malta, Aden, Hong-kong o. fl. Þýskaland væri þvi samþykt, að afnumdar væru allar viðskiftatakmarkanir, og visaði alveg á bug viðskiftastyrjöld. Tak- mörkun herbúnaðar mætti ræða nán- ar. Það vær erfitt að leysa úr nýlendu- málunúm, en athuga mætti nánar upp- ástungu Wilsons viðvikjandi nýlend- um.Það varðaði að eins Rússa ogmið- veldin, hvort Þjóðverjar yfirgæfu þau hjeruð, sem þeir hafa tekið frá Rúss- um. Máli Belgíu væri að ens hægt að ráða fram úr þegar friðarsamningar yrðu gerðir, en Þjóðverjar hefðu ald- rei krafist landvinninga í Belgíu með valdi. Landvinningar í Norður- Frakklandi væri mál, sem eingöngu varðaði Frakkland og Þýskaland, en það kæmi ekki til mála, að láta El- sass-Lothringen af hendi. Þjóðverjar og Austurríkismenn væru einhuga um það, að láta breyta landamærum ítal- íu. Þær þjóðir í Austurríki, sem ekki sjeu austurrikskar, fái að ráða sjer sjálfar, og ráðstafanir væru gerðar til þess að skila aftur þeim hjer- uðum, sem tekin hefðu verið í Rú- meníu, Serbíu og Montenegro. Mið- ríkin væru sammála Tyrkjum um það, að þeir hefðu Dardanellasundið á- fram, en ekki Slavar. Framtið Pól- lands yrði ákveðin af miðveldunum einum. Þjóðverjar væru fúsir til að ræða um alþjóðabandalag, þegar leyst hefði verið úr öðrum deilumálum. — „Það er alment álitið um ræðu þessa,“ segir í ensku fregnunum, „ að her- menskuvaldinu hafi ekki verið hnekt og að ríkískanslaranum hafi ekki tek- ist að komast minstu vitund nær friði en áður. Czernin mælti í líka átt í Vínarborg, en tónninn var dálitið sáttfúsari." I fregnskeyti til Mrg.bl. frá Khöfn frá 25. þ. m. er einnig sagt frá þess- ari ræðu Hertlings ríkiskanslara, og segir þar, að hann hafi sagt að Þýska- land yrði að vera óhaggað eins og Bismarck hafi gengið frá því. Aðal- atriðin í skilyrðum Wilsons forseta niuni vera aðgengileg, en um framtíð Belgíu og Norður-Frakklands sje að eins hægt að taka ákvörðun á friðar- fundi. Bandamenn sjeu eigi sammála um það, hver eigi að verða landa- mæri Þýskalands, en Þjóðverjar sjeu eða hákröfumaðurinn, er sýndur þannig í rússnesku skopblaði, en Minimalistinn, eða lágkröfumaðurinn, lítur þar svona út. Á rússnesku heitir Maximalistinn : Bolsjevík, en Minimalistinn: Mensje- vík. sigurvegarar, og einu sinni enn verði óvinir þeirra að endurskoða stefnu- skrá sina, og sjeu Þjóðverjar þá fúsir til að taka hana til íhugunar. En þangað til bíði þeir eftir friðarstefnu forsætisráðherra bandamanna í París. Símfregnirnar segja,að þýsku blöð- in sjeu ánægð með ræður þeirra Hert- lings og Czernins, en frönsku blöðin mótmæli Hertling, en taki undir með Czernin. Telja þó ræðu hans vera gildru fyrir Wilson. Thomas, fyrv. hergagnaráðherra Frakka, hefur lýst yfir, að franskir jafnaðamenn vilji mjög gjarnan semja frið, og einnig hefur hann fallist á, að friðarboð milli ófriðarþjóðanna fari fram án milli- I göngu annara. Að likindum er friðar- I hreyfingin all-sterk í Frakklandi. Ein I fregnin segir, að fjöldi af frönskum | herforingjum sjeu við riftnTr' níál ‘Cáj illaux, en hann var sakaður um til- raunir í þá átt, að koma á samningum við Þjóðverja. Síðustu fregnir af samningagerð- inni í Brest Litovsk eru þær, að póst- samgöngur sjeu komnar á milli Rúss- lands 0g miðveldanna, símasamband og járnbrautarsamband, með öðrum orðum fullkomið viðskiftasamband. í síðasta tbl. var sagt, að samkomulag væri orðið um friðargrundvöll í Brest Litovsk, en þar átti að standa: milli fulltrúanna frá Ukraine og fulltrúa miðveldanna. Við Maximalista geng- ur aftur á móti í þófi, og nú vegna þess, hvernig skifti hafa farið milli stjórnarinnar og þingsins hjá þeim. Þjóðverjar segja, að vegna þessa verði frestun á friðarsamningunum um hríð. En frá misklíðinni í rúss- ueska þinginu er sagt í símfregnun- um á þann veg, að þingmaður úr fiokki Maximalista,Sverdlof að nafni, bar frarn á fyrsta fundi þingsins yfir- lýsingu um, að Rússland væri lýð- veldi verkmanna-, bænda- og her- manna-sambandanna. Allar eignir ein- stakra manna væru gerðar upptækar, öllum yrði gert að skyldu að vinna, yerkamönnum yrðu fengin vopn í hendur, en vopnin tekin af þeim, sem efnaðri væru. Öll ríkislán Rússa væru feld úr gildi o. s. frv. En þingið feldi með 273 atkv. gegn 140 að ræða þessa yfirlýsingu, og þá gengu Maximal- istar af þingi. Meiri hlutinn, sem eft- ir sat, samþykti svo í mesta flýti að friðarfulltrúar yrðu sendir til allra ófriðarjijóðanna, og ef til vill hefur j>ar eitthvað gerst fleira. En stjórnin sundraði bráðlega þinginu með vopn- um, eins og áður segir. Síðasta fregn af þessu, frá 25. þ. m., segir, að Maxi- malistar hafi sjálfir skipað löggjafar- þing í Rússlandi. Ástæðan, sem færð var fyrir þingrofinu, var sú, að kosið hefði verið eftir kjörskrám gömlu stjórnarinnar. Samkomulag er orðið í Austurríki út af verkfallinu, sem þar var byrjað. Það hófst í fyrstu út af matvælaút- hlutuninni, segir fregn í Mrg.bl., en svo komust deilurnar inn á önnur svið stjórnmálanna. í sáttinni hefur stjórnin gengið að kröfum verkmanna unt friðarskilmála, úthlutun matvæla, Þegar Maximalistastjórnin rúss- neska hafði falið yfirhershöfðingja sínum að byrja friðarsamninga við miðveldin, ljet hún flugvjelar svífa yfir herbúðum Þjóðverja og Austur- ríkismanna og strá þar niður miðurn með friðarávörpum. Þetta er sýnt hjer á myndinni. kosningarrjett og kaup í hergagna- verksmiðjum stjórnarinnar. Það er sagt, að Czekkar í Bæheimi hafi kraf- ist heimastjórnar, en stjórnin hafineit- að. f síðustu fregnum er sagt, að jafnaðarmannaleiðtogar í Þýskalandi, hklega forkólfar minnihlutaflokks- ins, sjeu að hvetja j>ar til verkfalls. í Finnlandi er sagt afarilt ástand og vaxandi vandræði, sultur og borg- arastyrjöld. Finnar hafa sent fulltrúa á friðarfundinn í Brest Litovsk. Þýsku herskipin „Goeben“ og „Breslau", sem mikið var um talað i byrjun ófriðarins og þá hleyptu inn til Konstantínopel, reyndu nýlega að komast út um Dardanellasund, en ensk herskip söktu „Breslau" og „Go- eben“ strandaði. í viðureigninni mistu Bretar 2 fallbyssubáta. Frjettir. Tíðin. Frá því síðastl. miðvikudag 23. þ. m„ hefur verið gott veður hjer sunnanlands, en einkum breyttist veðráttan með þorrakomunni, 25. þ. m. Fyrstu daga þörrans varð á dag- inn 4 st. hiti C. og stundum frostlaust um nætur. Síðan hefur ekki komiö hjer frost svo að nokkru nerni. f morgun 3 st. hiti. í Norðurlandi og á Vestfjörðum hefur veðrið verið breytilegra, þíðviðri koniið, en nokk- uö há frost í milli. ísinn hefur losn- að frá Austurlandinu, og fyrir nokkr- um dögum var sagt, að skip kæmust inn til Stykkishólms. Á Dalakjálka við Mjóafjörð eystra var hjarndýr skotið meðan ísinn lá þar við. Skipaferðir. Enskt beitiskip kom hingað nteð póst 26. þ. m„ og hafði hann safnast fyrir í Englandi frá því í ágúst eða sept. í sumar, og var þetta, að sögn, meiri póstur en nokkru sinni hefur komið hingað áður í einu lagi. — „Botnía" og „Lagarfoss" komu að austan morguninn 27. j). 111. Með „Botníu" komu Björn Pálsson lögfræðingur, frá Seyðisfirði, með f jölskyldu sína, og sest hjer að; L. Zöllner stórkaupm. og Jak. Jónsson fiskimatsmaður. — Seglskipið „Sa- lus“ kom 28. þ. m. með vörur frá Khöfn og hefur verið á leiðinni frá þvi í nóvember, en lá lengi um kyrt í Noregi. — Sama dag kom skip frá Spán'i „Delos", með salt. —- „Gull- foss“ fer hjeðan á morgun vestur um haf, og „Botnía“ áleiðis til Noregs og Khafnar, í kjötflutningsferð, og með marga farþega, en tekur ekki póst. — Franska kolaskipið fór hjeð- an í síðstl. viku. — „Sterling“ fór frá Kristjaníu áleiðis til Khafnar 26. ]). m. — „Borg“ er nú laus úr aðgerð í Noregi og fer þaðan með timburfarm til Englands, en kemur síðan hingað. — „Fálkinn“ er á leið hingað frá Khöfn.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.