Lögrétta

Issue

Lögrétta - 13.02.1918, Page 3

Lögrétta - 13.02.1918, Page 3
LÖGRJETTfl 27 sei.i hún er sjerstaklega'ætluS. Meg- um vjer vera aöstandenduin hennar þal klátir fyrir lofsveröan áhuga þei ra í þessari grein, Getum vjer ekki meS ööru betur þakkaS þeim þaö, en meö því, sem flestir, aö ger- ast meölimir fjelagsins. (Minsta árs- till.ig er 2 kr.). Dr. J. H. Friður saminn milli Rússa og mið- veldanna. Merkustu frjettirnar eru nú þær, aö friöarsamningar eru fullgerðir milli miöveldanna og Ukraine. Þeir voru undirskrifaöir í Brest Litovsk 9. þ. m. kl. 2. Fregnirnar segja aö miöveldamenn telji þetta mikils vert fyrir viðskiftasambandið milli þjóö- anna. Hver takmörk þessa nýja Ukra- ine-rikis sjeu, hefur ekki sjest í fregn- um og frásögnum, sem hingaö hafa borist, og aö líkindum eru þau ekki föst eöa ákveöin enn, eftir öllu á- slandinu aö dæma, sem nú er i Rúss- lnndi. En liklega nær þetta nýja riki y Eir töluvert svæöi af suðvestur hluta hmdsins, og kornlendur eru þar mikl- ar. Eins og áöur segir, hefur nú að undanförnu veriö ófriöur milli Maxí- malista-stjórnarinnar og Ukraine- manna, og i síöasta tbl. er sagt frá, að svo virðist sem Maximalistaherinn sje að verða ofan á í þeirri viðureign, ]Cn siðari fregnir segja her þeirra hörfa undan í Ukraine, og fregn frá 5. þ. m. sagði miðveldin hafa viður- Íænt sjálfstæði Ukraine í trássi við Trotzky, utanríkismálaráðherra Maxi- malista, og væru Ukraine-menn orðn- ir honum mjög andvígir. Eftir að þetta var skrifað, kom „Vísir“ með fregn frá n. þ. m., er segir að alt Rússland hafi samið frið við miðveldin, þ. e. Maximalista- stjórnin hefur samið á eftir Ukraine- stjórninni. Á þetta hefur það það vit- að, sem sagt var í símfregn frá 10. þ. m., að Maximalistastjórnin hefði vísað öllum sendiherrum bandamanna úr landi. En ekki er þess getið í fregninni, hverjir friðarsamningarnir sjeu. Miðveldastjórnirnar höfðu skor- að á Trotzky, að taka þeim tilboðum, sem gerð hefðu verið frá þeirra hálfu í desember, sagði símfregn fyrir fá- um dögum. En Trotzky viröist hafa átt nú að síðustu erfiðari aðstöðu en áður heima fyrir. Ein fregnin segir, að stjórnleysingjar í Petrograd hafi dæmt hann til dauða, en þess er ekki getið, hver flokkur manna þar beri s jerstaklega st j órnleysingj anaf nið, eða hvað sje ósáttarefnið milli þeirra og Maximalista. Annars hafa allar fregnir frá Rússlandi nú að síðustu hnigið að því, að ástandið færi þar versnandi. Maximalistar hafa numið úr gildi öll lög í landinu, segir ein fregnin, og lagt undir sig alla banka í Petrograd. Annars vanta fregnir um, hvað og hvernig sje unniö að því, að koma stjórnmálahugmyndum þeirra i framkvæmd, t. d. jarðeignaskifting- unni. Og um sumar fregnirnar frá Rússlandi er erfitt að sjá, hvað á bak við liggi, svo sem fregnir frá 6. þ. m., er segja, að pólskur her hafi ráð- ist á aðalstöðvar Rússahersins í Mohi- lev, sem er hjerað, með samnefndri höfuðborg, austur frá Minsk, unnið lierstöðvarnar og tekið yfirhershöfð- ingjann og alla sveit hans höndum. Aðrar fregnir. í Pinnlandi geysar borgarastyrjöld- in. Rauða hersveitin fær stöðugt styrk frá rússneskum Maximalistum, og frá þeim streyma nú hermenn inn í Finn- land. Blóðugar ontstur hafa staðið milli Rauðu hersveitarinnar og finska stjómarhersins. Hefur stjórnarhern- um veitt betur, þar sem til órustu hefur komið, en þó er hann engan Veginn svo sterkur, að hann sje eín- fær um að friða landið. Hefur mikið verið talað um það í Svíþjóð, að senda her inn í Finnland. En símfregn frá 5- þ. m. segir, að sænska stjórnin hafi lieitað því, og síðan hafa komið fregn- ir um að hægrimenn áfelli hana mjög fyrir það, en nú sje rætt unl að draga saman sænskt sjálfboðalið til þess að homa friði a 1 Pinnlandi. Ráðstefna bandamanna í París, sem áiSur hefur verið frá sagt, vísaði alveg á bug friðarskilyrðum þeirra Czer- nins og Hertlings og ákvað, að ó- friðnum skyldi haldiö áfram meö jafnmikilum krafti og áður. Á vesturvígstöðvunum er nú viður- eignin sögð hörðust suður í Elsass. Þjóðverjar hafa sótt þar á nú að und- anförnu. En síðustu fregnir segja frá framsókn frá Frakka hálfu. Er það talið víst, að í aðsigi sjeu blóðugar stórorustur á vesturvígstöðvunum. Herflutningaskipi frá Ameríku hefur nýlega verið sökt, og fórust þar 166 menn, segir fregn frá 10. þ. m. Síðustu fregnir segja, að Ma'cken- sen hafi sett Rúmenum tvo kosti, ann- aðhvort að semja frið fyrir 11. febr. febr., eða þá að stríðið yrði hafið að nýju. Eiga þeir þá auðvitað ekki ann- ars kost en að semja frið, eins og nú er komið. Averescu yfirersh. hefur myndað þar nýja stjórn og fregnin í síðasta tbl: um Maximalistauppreisn í Rúmeníu virðist eitthvað orðum aukin. Búlgarar krefjast að fá Do- brudscha. Eftirmæli. BERGUR ÞORLEIFSSON söðlasmiður andaðist hjer í bænum á Þorradaginn fyrsta, hinn 25. dag janúarmánaðat þ á. Hafði verið vanheill um hríð, en virtist þó í afturbata skömmu áð- ur en hUnn ljetst. Bergur var fæddur á Sljettabóli á Síðu (Brunasandi) í Vestur-Skafta- fellssýslu þann 7. sept. árið 1841, og varð því freklega 76 ára. Faðir Bergs var Þorleifur bóndi Bergsson, prests Jónssonar á Hörgslandi; en kona sjera Bergs var Katrín Jónsdóttir, prófasts Steingrímssönar á Prests- bakka. Kona Þorleifs, en móðir Bergs hjet Guðrún og var Þorgeirsdóttir, Árnasonar. Bróðir Bergs var Sigurð- ur söðlasmiður, dáinn fyrir fáum ár- um, en hans son var Pjetur stúdent, skammlifur atgervismaður. II vetra fluttist Bergur með Bjarna prófasti Sveinssyni á Kálfafelli, austur að Þingmúla, en þaðaii að Stafafelli i Lóni. Var sjera Bjarni faðir dr. Jóns Bjarnasonr prests í Winnipeg. Með sjera Bjarna var Bergur í 15 ár og nefndi hann fóstra sinn jafnan síðan. Frá honum rjeðst hann svo til utan- ferðar 26 ára gamall; lagði stund á söðlasmíði og veggfóðrun í Kaup- mannahöfn hjá manni að nafni Posse, úti á Kristjánshöfn. Eftir nokkurra ára dvöl þar hvarf hann svo aftur heim til íslands, en til Reykjavíkur kom hann árið 1873, og var þar stað- fast upp frá því, en 6 árum síðar (15. okt. 1879) kvæntist hann Hólmfríði Árnadóttur, gullsmiðs í Reykjavík. Lifir hún mann sinn með dóttur þeirra Guðrúnu. Bergur mun verið hafa elstur bú- settur Skaftfellingur hjer í bæ, annar en þeir bræður Eyjólfur úrsmiður og Páll gullsmiður Þorkelssynir og Guðniundur fátækrafulltrúi Guð- mundsson á Vegamótum. Bergur var fríður í sjón og hið mesta ljúfmenni í allri framgöngu, síglaður og skemtinn. Verkmaður var hann trúr og vandvirkur og var æ hinn sami ráðvandi og sanngjarni at- orkumaður, þó að tímarnir breyttust og upp þyti í kring um hann sægur af nýtísku „sjerfræðingum", sem ganga jafnríkt eftir verkalaunum sín- um, hvernig sem vinnan er af hendi leyst. Hann var ekki að telja mínút- urnar, maðurinn sá, en mat meira að verja þeim samviskusamlega. Væri bæjarfjelag þetta betur komið, en er, ef þar væru allir jafndyggir honum. Stjett sinni var hann til sannrar fyr- irmyndar og hjeraði sínu til sæmdar. Heiðursfjelagi var hann í Iðnaðar- mannafjelagi Reykjavíkur, og sá það um útför hans. \ Prentvilla var í næstsíðasta tölubl. í dánarminningu Oddifýjar Sveihs- dóttur; þar stendur í síðustu máls- grein: Guðm. kaupniaður Guðmúnds- sonar, en átti aö vera: Guðni kaup- maður Guömundssoif. Frjettir. Tíðin. Austanhláka um Suðurland síðari hluta næstl. viku, ofsaveður í Vík og Vestm.eyjum. 9. þ. m. frost- iaust um alt land. 5 st. hiti þá á Ak- ureyri. Frysti hjer á mánud. í gær- kv. aftur asahláka með regni og í morgun 6 st. hiti. Hafíslaust við Aust- urland og Vesturland, og ísinn að reka frá Norðurlandi, en lagís með jökutn innan um á fjörðum og fló- um. Skutulsfjörður lagður, en ísafj.- djúp autt. Siglufjörður lagður innan til, sömul. Eyjafjörður, Seyðisfjörð- ur, Mjóifjörður og Norðfjörður sagð- ir fyrir fáum dögum lagðir. Eski- fjörður skipgengur en ís á innri hluta Reyðarfjarðar. Fáskrúðsfj. auður. Síðustu fregnir segja autt haf viö Langanes, en ekki skipgengt fyrir Melrakkasljettu. Skipaferðir. „Willemoes" mun hafa losnað út frá Siglufirði í gær. — „Botnía“ er komin til Kristjaníu; far- þegar af henni komnir til Khafnar. 11. þ. m. — „Borg“ fyrir nokkru far- in frá Noregi til Englands. — „ís- land“ fór frá New-York í lok síðastliðinnar viku. — 3 seglskip hafa komið hingað frá Færeyj- um, eiga að taka fisk og. flytja til Spánar. —• Danska seglskipið „Ellen“ fórst í janúar í Gíbraltarsundi á leið til Hafnarfjarðar með salt. Menn björguðust. Hannes Hafstein. í nýl. komnum frjettum af H. Hafstein bankastjóra er látið ekki illa yfir heilbrigði hans, og gert ráð fyrir fullkomnum bata, er hann hafi notið góðs næðis og hvíldar nógu lengi. I Berl.tíðindum frá 15. jan. er sagt, að hann sje þá á Friðriksbergsspítala, taugasjúk- dómadeildinni, og verði þar um tíma, eftir ráðstöfun dr. D. E. Jacobsens, en á sjúkrastofu hans fór H. H., er hann kom til Hafnar, og dr. D. E. Jac. býst við að hann fari þangað aft- ur af spítalanum. í viðtali við blaðið segir dr. D. E. Jac. að sjer virðist heilsa H. H. heldur á batavegi, en býst við langri sjúkdómslegu. „Þetta er tnaður, sem mjög hefur sliiiö kröfi- um sínum,“ segir hann, „af því að hann hefur viljað voga miklu og vinna mikið í lífinu. Þannig getur það skýrst, að þessi maður, sem ber með sjer eitthvað ólympskt, stórfengilegt og kraftmikið, hefur getað farið svo.“ Flóaáveitan. Stofnfundur Flóaá- veitufjelagsins, sem hugsað er til að komi áveituverkinu í framkvæmd samkvæmt lögum frá síðasta alþingi, var haldinn á Eyrarbakka 8. þ. m. Fundinn sóttu rúml. 100 eigendur jarða og jarðarparta á áveitusvæðinu, og var fjelagsstofnunin samþykt með 79 atkv. gegn 21. Á móti fjelagsstofn- uninni mælti Eirjkur Einarsson frá Hæli, en honum var andmælt af Guð- mundi ísleifssyni á Stóru-Háeyri, Eggert Benediktssyni í Laugardæl- um, Sig. Sigurðssyni alþingismanni o. fl. Síöan voru rædd og samþykt lög fyrir áveitufjelagið (áveitusam- þykt), og kosnir í stjórn fjelagsins þeir Sig. Ólafsson sýslum. í Kaldaðar- nesi, Eggert Benediktsson í Laugar- dælutn og Bjarni Grímsson á, Stokks- eyri. Varamenn í stjórn voru kosnir: Dagur Brynjólfsson í Sviðugörðum, Guðm. Snorrason á Læk, og Júníus Pálsson í Stokkseyrarseli. Um framkvæmd verksins er alt ó- ráðið enn þá; þykir jarðeigendum tíminn ekki hentugur til að ráðast í verkið, með því að viunulaun o. fl. hafa stigíð svo rnjög, að telja má víst, að verkið fari fram úr áætlun ef það verður framkvæmt nú. En hins vegar var það álit fundarmanna, að ef lítiö yrði um atvinnu handa verka- lýö, þá mundi áveituverkið vera flest- um eða Öllum fyrirtækjum betur fall- tð til dýrtíðarvinnu, og var þvi sam- þykt að fara þess á leit við land- stjórnina, að hún tæki að sjer fram- kvæmd verksins fyrir áætlunarupp- hæð, en það sem kostnaðurinn kynni að fara þaf fram úr, yrði þá skoðað sem dýrtiðarhjáp til verkaniannanna. Strok af skipum. Háseti hvarf af „Fálkanum ‘ meðan hann var hjer síð- ast og fanst hufa lians og hálsbindi við hafnarstjettina, svo að ætlun manna var fyrst, að hann hefði fallið í sjóinn og druknað. En síðan hefur frjetst til útlendings á gangi austur yfir fjall, og er nú talið víst, að þar sje um þennan mann að ræða. — Fyr- ir nokkrum dögum strauk einnig há- seti af danska seglskipinu „Helen“, sem hjer er á höfninni, og náði Páll Árnason lögreglutnaður honum uppi í Mosfelssveit. Fálkamaðurinn er nú korninn fram. Sagði til sín í Þjórsártúni og er nú á leið hingað aftur þaðan. Húsbruni. Aðfaranótt 11. þ. m. brann íbúarðhús Sigurðar hreppstj. Jónssonar á Þórarinsstöðum við Seyðisfjörð. Fólk bjargaðist naum- lega, en engum munum varð bjargað. Gift í Khöfn eru nýl. Sigtryggur Eiríksson læknir, hjeðan úr bænum, og Louise Holck greifdóttur. Er hann nú læknir á Faksespítala og hefur tekið sjer ættarnafið Kaldan. Heiðursgjafir voru þeirn færðar á aðfangadag jóla síðastl. prestshjón- unurn í Fellsmúla á Landi, sjera Ó- feigi Vigfússyni og frú Ólafíu Ólafs- dóttur, frá sóknarmönnum sjera Ó- feigs. Fluttu þeir gjafirnar Eyjólfur sýslunefndarm. ■ Guðmundsson í Hvammi og Guðm. hreppstjóri Árna- son í Látalæti, en þær voru: Skraut- ritað kvæði eftir Guðm. Guðmunds- son í útskorinni umgerð eftir Stefán Eiríksson, og með myndum á af prestsetrinu og kirkju öðru megin en Heklu hinu megin. Önnur gjöfin var kaffitæki úr silfri og grafin á könn- una nöfn prestshjónanna og gefend- anna. Verslunartíðindi. Svo heitir nýtt mánaðarrit, sem Verslunarráð íslands er farið að gefa út, og er forstöðu- maður skrifstofu þess, Georg Ólafs- son sand. polit. ritstjórinn. Það á að skýra frá markverðustu viðskiftamál- um innanlands og utan. Úr Carnegiesjóði hefur Þórður Árnason verkamaður hjer í bænum nýlega fengið 200 kr. verðlaun fyrir að bjarga manni í fyrra vetur, sem fjell í sjóinn við eystri hafnargarð- inn hjer. Áður hafði hann fengið 120 kr. verðlaun frá stjórnaráðinu. Af Langanesi er skrifað 23. des.: „.... Annað eins árferði hjer, sem nú, muna ekki elstu menn. Stöðug ótíö írú þvi biiéiimm í ágúal, þá byrj- uðu látlausar rigningar, svo hey öll stórskemdust og náðust loks inn að mestu með engri verkun um og eftir göngur, verða þau ekki að hálfum notum; skemdust líka víða eftir að þau voru borin saman af rigningum. Á sumum heimilum eru þau úti enn og nú horfin í gaddinn; heyfengur er því mjög rýr, það bætir að vísu ögn úr, að sumstaðar er nokkur fóð- urbætir fenginn, en þó ékki eftir út- liti að dærna það hálfa, sem þurft hefði. Milli fyrstu og annara gangna gekk í stórhríðar og síðan telst varla að komið hafi hríðarlaus dagur; fjenaðarheimtur eru því mjög slæm- ar. Algjört jarðbann fyrir allar skepnur er nú búið að vera í hálfan mánuð hjer í þessum sveitum. Sjáv- arbeit engin vegna íss í fjörunum og með landi fram, enda hafísinn að sögn skamt frá. Verði ekki síðari hluti vetrarins vægari en það sem af er, er ekki fyrirsjáanlegt annað, en hjer verði almennur skepnufellir. Enginn getur annan stutt, hver hef- ur nóg með sig. Afli var hjer í sumar góður, en ver borgaður en víðast annarstaðar. Besta kjöt var hjer í haust á 0.48 kg. —• Verslunin bætir ekki úr skák fyrir okkur hjer. Kaup- staðurinn mjög vörulítill og verð á öllu afarhátt. Rúgmjöl 0.68 kg., hveiti besta tegund 1.15 kg., kaffi 2.50 kg., export 2.00 kg., Hafragrjón 0.92 kg., salt 0.20 kg., steinolía 0.90 kg. og má það einstakt heita að slík sala á steinolíu skuli leyfð hjer, þar sem kaupfjelögin selja steinolíufatið full- um 40.00 kr. neðan við þetta verð. Tjörneskolin höfum við fengið; þó svo litið, að fáum er gagn að, en þess sakna fáir, því þau eru lítt brúkleg- ur eldiviður og alls óbrúkleg nema með öðru betra. Þó er grjótið verst, sem í þeim er; vill það litla hlýju gefa, þótt í eldstæði sje sett. — Lækn- isbústað með sjúkraskýli var lokið við að byggja hjer í suniar; er það falleg og vönduð bygging, enda dýr; sögð kosta full 43 þúsund krónur. En þá vantar það sem mest er um vert og það er sjálfur læknirinn, en úr því er víst að bætastj enda á þvi full þörf; höfuni við nú verið læknis- laúsir frá því í sUmar; sýnist það viðurhluta mikið fyrir stjórnarvQldin að sjá okkur ekki fyrir neinni lækn- ishjálp allan þenna tíma. — Kaup- fjelag er hjer stofnað; var sá fjelags- skapur til hjer áður, en sundraðist þá, því miður; vonandi að nú gangi bet- ur, því eflaust finna allir fulla þörf á þvi, að verslun hjer breytist frá því sem verið hefur, en hitt er verst, að stjórnin skuli láta það viðgangast, að efnamenn sveitarinnar geti ó- hindrað pantað sjer vörur á þessum tímum í svo stórum stíl, að þeir sjeu birgir og geti lifað í allsnægtum um lengri tíma, en þeir efnaminni svelti heilu hungri vegna skorts á öllum nauðsynjum. — Engin hafa fátækra- kolin komið hingað, er annaðhvort, að hjer er enginn fátækur eða hjer er jafn heitara en hjer austur í sveit- unum; mun þó vafasamt hvort hægt er að ásaka stjórnina fyrir þá ráð- stöfun, líklega að sú meinsemd liggi nær okkur.“ Frá Húnaflóa er skrifað 31. jan.: „.... Hjeðan eru engin tíðindi, nema heldur harðindalegt útlit, hafís og snjór, svo langt sem augað eygir, hafa verið innistöður fyrir sauðfje síðan 6. desember. Er innistaða á fje nú orðin 9 vikur og haldi þessu fram til vordaga, hlýtur afkoma með fóð- urbirgðir að verða slæm víöast hjer norðan lands. — Jeg, og víst marg- ur fleiri, er sjerlega ánægður yfir greinum Jóns Þorlákssonar í Lög- rjettu; það veitir ekki af að einhver, sem góða þekkingu og góðan tíma hefur, riti rækilega um landsmál, þvi alt of lítið er um þau rætt opinber- lega með rökum og stillingu, en að minni æltan getur slik rökfærsla málanna fyrirfram, áður en þing kemur saman, orðið til að beina skoð- un margra þingmanna í rjetta átt og forða þeim frá að lenda á villigötum þegar á þing er komið. — Annars er hringlið og stefnuleysið í þinginu orðið svo tnikið, að til vandræða horfir. Álít jeg að þinginu sjálfu sje rneira utn að kenna en stjórninni, hve margt fer óhönduglega nú á tímum. Þingið hefur stórum versnað við breytinguna á efri deild, festan eða íhaldið enn minna en áður.“ Ársrit Grænlandsfjelagsins danska 1916. Fyrst eru í.ritinu stuttar ritgerðir sögulegs efnis, þar á meðal ritgerð eftir próf. F. J. um íslenska rúnasteina á Grænlandi. Því næst kemur fyrirl. um Endurreisn hinnar fornu nýlendu á Grænlandi með eftirfarandi umræð- um. Þá köma eftirmæli og fjelags- mál. Landnámsumræðurnar eru sjer- staklega merkar, og þvi verð jeg að segja nokkru nánar frá þeim. Fyrirlesturinn hjelt stud. polit. Jón Dúason. í umræðunum tóku þátt: Bang skipstjóri, Ad. Jensen safnvörð- ur og S. Blöndal bókavörður. Það, sem J. hafði fram að bera tillögu sinni til stuðnings, yrði í stuttu máli nokkuð á þessa leið : Grænland er gott land. Lýsingar Eiríks rauða og manna hans hljóta að hafa verið glæsilegar, fyrst 35 landnámsskip ljetu í haf til Græn- lands frá Islandi. —• Lýsingin hefur verið rjett, fyrst landnámsmenn sneru ekki heim, eftir að þeir höfðu sjeð Grænland eða fóru ekki allir sem einn til Vínlands, eftir að það fanst. Ei- ríkur, sem var illa þokkaður á ís- landi, hefði ekki hlotið þvílíka vin- áttu, traust og virðingu á Grænlandi, sem raun varð á, hefði hann gint fólk til að flytja í óbyggilegt land. Hann tilfærir orð gamalla heim- ilda um, að á Grænlandi sjeu grös góð og bú stór, því menn hafi þar mikinn fjölda nauta og sauða, að þar sje mikil smjörgerð og osta, og að menn lifi einkum af því og svo af kjöti og alls konar veiði. Hjá óbreytt- um bóndamanni hafi eitt sittn furtE ist í jarðhúsi 1000 pund smjörs, skrokkar af 60 gripurn og miklaf birgðir af skreið. Ranttsóknir í Is- lendingarústunum taki af öll tvímæíi um þetta. Rústirnar sýni, áð á sUrtiUrti bæjum hafi verið yfir ioo kúa og sauöfje i þúsundatali auk annars bú- penings. Samkvæmt skýrslum grasafræí'

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.