Lögrétta - 27.03.1918, Page 3
sjer, og veitir miljónum króna inn í
landið, þá veröur sjómannastjettin aö
taka alvarlega í taumana og bindast
samtökum meö aS koma góSum
mönnum úr sínum hóp á þingbekk-
ina.
H. Þ.
*
A öndverðum meiði.
Eftir Sig. Kristófer Pjetursson.
Hr. Páll V. GuSmundsson beinir
skeytum sínum aö mjer persónulega
i grein sinni „Skiftar skoöanir enn“
i „Lögrjettu“ 5. tbl. Jeg vil því þegar
taka þaS fram, aS jeg finn mig ekki
knúöan til þess aö svara fúkyröum
hans og ókurteisi, enda viröi jeg hon-
um til vorkunnar, þar eð hann sýnist
snorthjn trúarákafa þeim, sem gerir
stundum vart viö sig innan úrvals-
kristni vorra tíma. Slikir geta ávext-
ir hennar oröiö. Hins vegar vil jeg
leyfa mjer aö leiörjetta hjer ýmsar
villur og misskilning, sem slæöst hef-
ur inn í grein þessa.
Nathan erkibiskup Söderblom.
Þaö er þá fyrst, aö hinn heiöraöi
greinarhöfundur segir aö mjer finn-
ist litið til um trúarbragðaþekkingu
Nathans erkibiskups Söderbloms.
Satt aö segja vitum vjer ekki hvaðan
honum kemur sú skoðun, þar eö vjer
höfum ekki látiö uppi álit vort á
þeirri þekkingu erkibiskupsins. Alt
cg sumt, sem vjer höfum gert, var
aö leiðrjetta nokkrar villur i grein
hans um guðspeki, er birtist í „Lög-
•rjettu“ 9. okt. s. 1. ár. Og þótt villur
þær sjeu auðvitað ekki alveg órækar
sannanir fyrir frábærlega mikilli
trúarbragðaþekkjngu, þá sanna þær
ekki heldur, aö hann sje yfirleitt illa
aö sjer í öðrum greinum trúarbragða-
sögunnar. Annars er oss engin laun-
ung á því, að vjer höfum töluvert
álit á erkibiskup þeirra Svíanna, ef
það er satt, sem stóö eitt sinn í sænska
tímaritinu „Facklen", aö liann álíti,
að það gæti komið til mála, að trúar-
brögö Austur- og Vesturlanda rynnu
saman í eitt. Það bendir sem sje til
þess, að hann hafi komið auga á hin
mikilvægu sannindi, sem guöspekis-
nemendur hafa löngum verið að berj-
ast fyrir, er þeir hafa verið að sýna
mönnum og sanna að það er að eins
e i n t r ú i öllum trúarbrögðum.
Guðspekin.
Hinn heiör. greinarþöf. er þeirrar
skoðunar, að Martensen Sjálands-
biskup hafi ekki getað þekt guðspek-
ina, er hann reit bók sína: „Jakob
Böhme, theosofiske Studier". Og
hann byggir það einna helst á því, að
þá hafi Mad. H. P. Blavatsky ekki
verið búin að gefa út hið fyrsta rit
sitt, „Isis Unveiled". Hann s'egir, að
það hafi ekkj komið út fyr en árið
1887, eða sex árum eftir að Marten-
sen biskup ritaði þessa bók sína.
Þetta er lffelst til mikil ónákvæmni.
Hjer skakkar sem sje um 10 ár. „Isis
Unveiled" kom ekki út árið 1887,
heldur árið 1 8 7 7. En til þess að
hinn heiðr. greinarhöf. geti gengið
alveg úr skugga um aö hjer sje um
enga skekkju eða rangminni að ræöa,
vil jeg leyfa mjer að bjóða honum
að gera svo vel að koma heim til
mín og líta á þetta umrædda ritverk.
Annars viljum vjer taka það fram,
þótt það sýnist ef til vill óþarfi, að
guðspekin er miklu eldri en guðspek-
isfjelagið og jafnvel kristindómurinn.
1 Austurlöndum hefur hún gengiö
löngum undir nafninu „Brahma-Vi-
dya“. „Brahma“ þýöir „guð“, en „Vi-
dya“ „viska“ eða „þekking”, og er
sagt að _sje skylt íslensku sögninni
„að vita“. En til þess að menn geti
nú þekt guðspekina hvar sem hún
kemur fram og hverju nafni sem hún
hefnist, þá skal hjer gerð í stuttu
hiáli grein fyrir henni, og greinina
tökum vjer upp úr alfræðsibók enskri
(„The Everyman’s Encyclopædia11),
svo að ekki sje unt að væna oss um
lilutdrægni.
„Guðspekin ef náskyld dttlspeki.
Hún felur i sjer trú á einn algeran
ög órannsakanlegan guðdóm, sem er
tipphaf eöa undirrót gervallrar náttúr-
unnar, hinnar sýnilegu og hinnar ó-
sýnilegu. Auk þess felör"hún í sjer
þá trú, að maðurinn (þ.e. andi manns^
ins) sje eilífur, að hann sje sem geisli
út frá alverunni, og sama eðlis og
5i
Karlmiatnaðir,
svartir, bláir og mislitir; óvenjulega stórt úrval.
Fermingaríöt, Unglinga- og Drengjafot
'N’oi— og Snmarfralíli&r (Regnfrakkar) falleg
ensk snið, stórt úrval.
Regnkápur fyrir fullorðna, unglinga og drengi,
nýkomnar í stóru úrvali. — Einkum mæli eg
með hinum ágætu CJllar-"Waterproofs-
líixpiim, sem hafa reynst best í ísl. loftslagi.
Sportbuxur úr taui og flauels-molskinni, stórt
úrval.
Ifrengja-sportbuxur úr flauels-molskinni, allar
stærðir.
IVLanclietslcyrtiTr, bvítar og mislitar, nýkomnar
í stóru úrvali.
IIá,lstaa: Flibba (harða og lina), brjóst, manchettur,
slaufur og bindi.
Landsins steersta úrval.
Vörur sendar kringum land alt gegn póstkröfu.
L. H. Milller, Austurstræti 7, Reykjavik.
hún. Hún heldur því og fram, að
maðurinn geti glætt hjá sjer dulræna
hæfileika eöa skynjunargáfur, með
því að göfga sitt eigið eðli. Takmark
hennar hefur verið hið sama á öllum
öldum, sem sje: sætt eða bræðralag
allra trúarbragða og viðurkenning
sameiginlegrar siðfræði með öllum
þjóðum.“
Guðspekisfjelagið.
En þar eða guðspekisfjelagið er og
verður vonandi aldrei trúfjelag i þeim
skilningi, að það krefjist eða mælist
til þess, að einstaklingar þess játi
þessi eða önnur trúaratriði, þá er
rangt að tala um guðspekina sem
trrr allra þeirra manna, sem ganga í
guðspekisfjelag. í guðspekisfjelag-
inu, sem var stofnað 1875 í New
York, eru menn úr öljum hinum
meiriháttar trúarbrögðum veraldar-
innar. Hver maður fylgir sinni trú
og helgisiðum eftir sem áður. Mun-
urinn hjá þeim og hinum öðrum trú-
arbræðrum þeirra verður aðallega sá,
að þeir eiga fremur kost á að fræðast
bæði um sína eigin trú og önnur trú-
arbrögð, en við það hverfur mönnum
auðvitað andlegt þröngsýni og trúar-
hatur, sem helst til margir heittrúar-
menn sýnast þjást af. En auðvitað
hafa allmargir slæman beygt af slíkri
fræðslu og álíta að trúin eigi að vera
mönnum nóg. En um það hafa alt af
verið skiftar skoðanir. Til dæmis seg-
ir hinn mikli kirkjufaðir, Klemens
Alexandrínus: „Maður getur verið
trúaður, án þess að afla sjer þekk-
ingar, en vjer fullyrðum, að mönnum
er ekki unt að skilja þá hluti, sem
trúin kennir, nema þvi að eins, að
þeir hafi þekkingu.11 Hann lagði því
fast að trúbræðrum sínum að leita
sjer fræðslu. Hann vissi sem er: að
þar sem trúin segir í sundur með sjer
og þekkingunni,, þar má hún eiga
það víst, að einn hinn skæðasti óvin-
ur hennar, hjátfúin, er í humáttinni
á eftir henni.
Fornaldar og Miðalda guðspekingar.
Hjer í álfu heíur guöspekin haft
meiri eöa minni fótfestu, síðan á
þriöju öld eftir Krist, jafnvel þótt
hún hafi ekki alt af gengið undir guð-
spekisnafni. Spekingurinn Plotinos,
höfundur Nýplatónskunnar, er jafnan
talinn einhver hinn hæsti fornaldar-
guðspekingur, enda máttiNýplatónsk-
an heita guðspekisstefna og ekki ann-
að. Þá mætti og nefna spekinginn
Próklos og' ýmsa, ef ekki alla, trú-
spekinga fornkristnirínar. Til mið-
alda-guðspekinga teljast þeir Para-
celsus, Giordano Bruno, Jakob Böh-
me o. fl. Jakob Böhme var að vísu
kominn út af bláfátækum foreldrum,
sem gátu ekki sett hann til menta
og þess vegna hefur hann stundum
verið litinn smáum augum af andleg-
um vesalmennum, sem mentaveginn
hafa gengið og þá venjulega rninst
á, að hann hafi verið skósmiður og
heilabrotamaður. En Jakob Böhme
var eitt þessara andlegu mikilmenna,
sem guð eða örlagavöldin hafa sjeö
sjer fært að setja jafnvel á lægstu
þrepin í mannfjelagsstiganum. Þau
hafa vitaö, aö hann mundi samt sem
áður þera langt af öörum, enda bar
hann í andlegu tilliti höfuð og herðat
yfir allan klerkalýöinn og ofsatrúar-
mennina, sem lögöu hann í einelti, —
þessa menn, sem örlagavöldin sýnast
hafa orðið að tildra upp á hærri eða
lægri hefðar- eða lærdóstinda, til þess
aö það gæti orðið eitthvaö úr þeim.
Þá má og ekki gleyma Rósarkross-
mönnum. Þeir hjeldu fram öllum hin-
um sömu grundvallarkenningum, sem
guöspekingar halda fram nú á tim-
um. (Sjá Dr. Hartmann: „Unter den
Adepten und Rosenkreuzern“). Það
er því til lítils að halda því fram í
fullri alvöru, að Martensen Sjálands-
biskup hafi ekki þekt guðspekina,
ekki vitað í hverju hún var fólgin
. og hvert hún stefndi.
Búddhatrú.
Hinn heiðraði greinarhöf. álítur,
að það mætti alveg eins kalla guð-.
spekina „Atheosofi“ eöa guðsleysis-
speki, ekki af því að hún haldi ekki
guðshugmyndinni á lofti, heldur
vegna þess, að hann heldur, að hún
eigi margt fleira sameiginlegt með
Búddhatrú en kristindóminum. Um
það atriði skal ekki deilt að sinni,
enda geri jeg ráð fyrir, að hann eigi
hjer fremur við þann „kristindóm",
sem kirkjan kennir en hinn, sem
Kristur kendi. Annars er það eftir-
LÖGRJETTA
tektarvert, hve mörgum kristnum
heittrúarmönnum er kalt til Búddha-
trúarinnar — eins og reyndar til allra
annara trúarbragða. Þeir finna henm
það þó einna helst til foráttu, að hún
otar ekki manngerfilegri guðshug-
mynd að mönnum, heldur setur hug-
myndina um alvitskueðlið í stað henn-
ar. Vera má að þetta sje þó hyggi-
lega gert af Búddhatrúarmönnum.
Þeir sýnast hafa farið eftir hinu vit-
urlega ráði, sem pýþagoringurinn
Sextus gaf skoðanabræðrum sínum:
„Talaðu ekki um guð við hvern
mann“ sagði hann, „og eigðu það
ekki á hættu að tala um guð við
fjölda manns.“ En jafnvel þótt mörg-
um heittrúarmönnunum kristnu sje í
nöp við Búddatrúna, þá sýnist höf-
undur tilverunnar hafa fult eins mikl-
ar mætur á henni og kristindóminum.
Eða livað á maður að halda? Hann
hefur nú í margar aldir trúað henni
fyrir þvi vandaverki að ala í andleg-
um efnum önn fyrir rúmum þriðjungi
þeirra barna sinna, sem hann lætur
hafast við í heiminum í einu. Hins
vegar vantar mikið á, að hann trúi
okkar „einu sönnu og sáluhjálplegu
trú“ fyrir öðrum eins fjölda.
(Niðurl.)
Frjettir.
Tíðin hefur verið hin besta undan-
farna viku, og svo mun hafa verið
um alt land. En í nótt, sem leið,
breyttist veður og hvesti á' norðan
og frysti. Var i morgun 10 st. frost.
Skipaferðir. „Borg“ kom frá Eng-
landi 23. þ. m. með ýmisl. vörur. —
„Island“ er farið vestur á leið til
Ameríku, og „Botnia“ áleiðis til
Khafnar með 85 farþega.
„Ingólfur", Faxaflóabáturinn, bil-
aði fyrir nokkrnm dögum á suður-
leið frá Borgarnesi. Vjelin stöðvaðist
og var skipið dregið af vjelbáti suð-
ur hingað, og er ekki ferðafært sem
stendur.
Útflutningsleyfi fengið í Ameríku.
Eimsk.fjel. íslands fjekk 24. þ. m.
símsk. að vestan, er sagði útflutnings-
leyfi fengið fyrir fullfermi í „Gull-
foss“ og kol á heimleiö. Skipið mun
því leggja á stað heimleiðis mjög
hráðlega. Annaö símsk. til fjelagsins
segir, að skip þess hafi fengið undan-
þágu frá rannsókn í Halifax og þurfi
ekki framvegis að koma þar við.
Dánarfregn. 21. þ. m. andaðist hjer
í bænum Hans Andersen verslunar-
stj., sonur H. Andersens heitins klæð-
skera. Banameinið var lungnatæring
Ensku samningarnir. Til að gera
framhaldssamninga við Englendinga
fyrir hönd isl. landstjórnarinnar um
kaup og verð á ísl. afurðum yfir-
standandi ár, éru nú 3 menn farnir á-
leiðis til Englands: Eggert Briem frá
Viðey, formaður Búnaðarfjelagsins,
Kl. Jónsson fyrv. landritari og Rich.
Thors framkvæmdarstjóri. Þeir fóru
hjeðan með ensku herskipi kvöldið
25. þ. m. Með því fór einnig konsúll
Breta hjer, hr. Cable. Fyrri viðskifta-
samningar við Englendinga voru úti
um síðastl. áramób.
Victor Hugo. Einni af stærstu og
frægustu skáldsögum hans, „Les Mis-
erables“ (Aumingjarnir), er nú Einar
H. Kvaran skáld að snúa á íslensku,
og er þessa getið hjer, til þess að
aðrir taki sjer ekki fyrir hendur að
þýða þá sÖgu.
Nýar skáldsögur íslenskar koma
tvær út i vor. Önnur eftir Einar H.
Kvaran og heitir „Sambýli", en hin
eítir Jón Trausta og heitir „Bessi
gamli“. Báðar eru þær nútímalýs-
ingar.
Trúlofuð eni Egill Thorarénsen í
Kirkjubæ á Rangárvöllum og frk.
Kristín Danielsdóttir á Sigtúni við
Ölfusárbrú, — S. Kamprrtann lyfsali
og frk. Magd. Olsen, dóttir G. Olsens
heitiils kaupmanns.
Fjalla-Eyvindur Jóhanns Sigur-
jónssonar er kominn út á dönsku i
skrautútgáfu með mörgum myndurn.
Radium-lækningastofnunin. Odd-
fjelagar hjer hafa nú tekið að sjet
að koma hjer upp hinni fyrirhuguðu
radiumlækningastofu, sem G. Claes-
sen læknir vakti fyrir skömmu máls
á að rnikil þörf væri fyrir og síðan
hefur fengið hinar rausnarlegu gjafir,
sem frá hefur verið sagt hjer í blað-
inu. Hefur þegar, að sögn, verið safn-
að rniklu fje til fyrirtækisins innan
Oddfjelagareglunnar bæði hjer i bæn-
um og i kaupstöðunum úti iyn land.
í forgangsnefnd fyrirtækisins hafa
verið kosnir: Eggert Claessen yfir-
rjettarmálafl.m., H. Daníelsson yfir-
dómari, Hallgr. Benediktsson kaup-
maður, Hjalti Jónsson skipstj., Jes
Zimsen konsúll, J. Laxdal kaupni.,
Ól. Björnsson ritstj., Sighv. Bjarna-
son bankastj. og Sæm. Bjarnhjeðins-
son prófessor.
G. Claessen læknir flutti síðastL
sunnudag mjög fróðlegan fyrirlestur
um radiumlækningar fyrir fjölda
manns í Nýja kvikmyndaleikhúsinu
og sýndi til skýringar myndir af
mönnum með sjúkdóma þá, er lækn-
ast höfðu, bæði fyrir og eftir lækn-
inguna. Menn lækna nú m. a. krabba-
mein, sem orðinn er svo algengur
og skæður sjúkdómur, með radium-
geislum. Auk þess alls konar húð-
sjúkdóma o. s. frv.
Hrakningar í hafi. 20. þ. m. kom
botnvörpungurinn „Njörður“ inn til
Vestmannaeyja með seglskipið„Skan-
diu“, og hafði hitt það ósjálfbjarga
nálægt Dyrhólaey. „Skandia“ var i
förum fyrir Kveldúlfsfjelagið og fór
hjeðan 25. jan. áleiðis til Spánar með
fisk, en fjekk ofsaveður sunnan við
írland og misti af sjer öll segl, en
siglutrjen brotnuðu og laskaðist skip-
ið mikið ofan þilfars, en fleygja varð
út nokkru af farminum. Rak það svo
undan veðri þar til „Njörður“ hitti
það.
Dýraverndunarfjelagið hjer hefur
keypt Tungu-eignina hjer austan við
bæinn og ætlar að stofna þar greiða-
stað fyrir ferðamenn og hesta þeirra.
Einnig á að verða þar hæli fyrir sjúk-
ar 'skepnur. Ráðsmaður verður Ósk-
ar Gíslason frá Miðdal í Mosfells-
sveit.
Bæjarstjórnarmál. Samþykt hefur
verið að skýra götuna austur frá Arn-
arhólsvirkinu Skúlagötu, eftir Skúla
Magnússyni landfógeta. — Samþ. að
leigja SturlU kaupmanni Jónssytii
næsta sumar einkarjett til veiði í
Elliðaánum fyrir gooo kr., sömu upp*
hæð og siðastl. sumar. Varð hanit
hæstbjóðandi. — Borgarstj. skýrði
frá því á siðasta bæjarstjómaríundi,
að búið væri að borga út 94 þús. kr.
fyrir dýrtíðarvinnu af þeim 100 þús.,
sem bærinn fjekk að láni í vetur.
Starfsmenn bæjarirts eiga að fá dýr-
tlðaruppbót eftir sönut reglum og
starfsmenn landsins og skal það borg-
ast ársfjórðungsiega eftir á. — Samþ.
að veita k>örv. Björnssyni fyrv. lög-
regluþjóni 400 kr. í dýrtíðarúppbót.
—• Brunabótavirðingarmaður kosinn $
stað Hjartar heitins Hjartarsonar Jón
Sveinsson trjesmiður. — Hafnarvarð-
árstaðan á sjó veitt Oddi Jónssyni í
Ráðagerði. Laun 3600 kr., hækkandi
upp í 4600 kr, — Byggingafulltrúa-
starfið falið Einari Erlendssyni.
Norður-Múlasýsla og Skagafjarð-
arsýsla eru nú auglýstar lausar. Um-
sóknarfrestur um báðar til 1. júní
næstk.
„Þjóðólfur“ er farinn að koma út
aftur, og nú hjer í Reykjavík. Rit-
stjóri hans er til bráðabirgða Sig-
urður Guðmundsson magister.
Settur sýslumaður i Barðastrand-
arsýslu er Guðm. Hannesson lögfræð-
ingur á ísafirði.
Þegnskylduvinna í Noregi. Land-
búnaðarráðaneytið norska hefur bor-
ið fram lagafrumvarp um þegn-
skylduvinnu þar í landi. Þat er. mælt
svo fyrir, að hver tnaður á aldrinum
15—65 ára sje skyldur að vinna að
jarðyrkju, er stjórnin krefst þess.
Menn skulu láta hjú sin laus til vinn-
unnar, þegar krafist er, og eins vinnu-
hesta sína. Gert er ráð fyrir að auka
ræktað land utrl eina miljóil dekara
og að stjórnin þurfi 4 milj. manna-
dagsverka og 2—3 milj. hestadags-
Verka. Börn frá 10—15 ára skulú
einnig tekin i vinnuna og þeim stjórrt-
að eftir fyrirkomulagi skátafjelag-
anna. Iðnaðarstofnunum má loka, ef
með þarfKtil þess að fá þaðan vihnú.
Óræktuð lönd má taka eignarnánii
til ræktunar. Kaup við þessa vinmt á
að verða eins og alnient gerist.
KosningastrííS í Pæreyjum. Kosti-
ingabarátta stendur yfir i Danmörk
og mun vera hart sótt. í Eæreyjtíni
hafa 3 æðstu embættismennirnir,
amtmaður, dómari og fógeti, sagt af
sjer embættum út af því, að Zahíe,
forsætisráðhefra Dana, hefur látið
uppi meðhald með fyrv.. þingmantii
Færeyja, sem þeir vinna á móti, Ed-
vard Mortensen, og ráðið til þess að
taka vel frelsiskröfum Færeyingá,
segir í sirrtfregn til „Vísis". Þetta
nota svo andstöðuflokkar stjómar-
innar í Danmörk sem vopn gegn
henhi, 0g í Landsþinginu hefur hún
fengið vantratístsyfiriýsingú út af
; þessu Færéyjamáli. Á sama hátt erú
íslandsmálin notuð gegn Zahlestjórn-
inni heima fyrir i kosningabaráttunni,
svo sem íáfiamálið, því bak við urtÞ
ræðurnar um það í blöðtím og á fund-
Um í Danmörku hefur meðfram legið
sú hugsún, að nota það í stjórnmála*
baráttuttni heima fyrir,
Stórslys í New York. Lundúná-
fregn í „Vísi“ í dag segir sprenginyú
mikla hafa orðið í New-York kl. 3
á mánud., 26. þ. m. —• Sprertgingirt
varð í verksmiðju National Carböii
Comp. í Jersey-City.