Lögrétta - 08.05.1918, Qupperneq 1
Ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON.
Þingholtsstræti iy.
Talsími 178.
LOGRJETTA
AfgreiSslu- og innheimtum.:
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON.
Bankastræti 11.
Talsími 359.
Nr. 20
Bækur,
innlendar og erlendar, pappír og alls-
konar ritföng, kaupa allir í
likHirilmi SiBlínr [ymufldinnar.
Lárus Fjeldsteð,
yfirrjettarmálafærslumaður
Lækjargata 2.
Venjulega heima kl. 4—7 síðd.
Radíumsjóður íslands
stofnaður.
Thor jensen framkvæmdastjóri
gefur til hans 20 jms. kr.
Eins og áSur hefur veriö getiö í
blööunum, beittust Oddfjelagar fyrir
því i vor, aö koma radium-málinu i
framkvæmd, meö því aö gangast fyr-
ir fjársöfnun til Radíum-stofnunar.
Áöur en Oddfjelagar tóku málið aö
sjer, voru komnar nokkrar stórgjafir
til fyrirtækisins frá Fiskiveiðahluta-
íjelaginu „Iiaukur", Geo Copland, L.
Kaaber o. fl., og hefur þeirra áöur
veriö getiö hjer í blaðinu. Oddfjelagar
kusu sín á meðal níu manna nefnd,
er unnið hefur síöan að fjársöfnun og
undirtektir verið svo ágætar, aö hægt
var á laugardaginn að stofna hjer
Radíumfjelag: „Radíumsjóð Islands“.
lands“.
Á stofnfundinum reifaði Jón Lax-
dal kaupmaður málið fyrir hönd
nefndar Oddfjelaga. Gat hann þess,
að nú væri alls safnað í innborguðu
fje og loforðum um 150,000 krónur.
Höfðu Oddfjelagar sett sjer það
mark, að ná saman þeirri upphæð,
og er fengin voru 130 þús., sagði
Thor Jensen framkvæmdastjóri, að
liann skyldi bæta viö því, s,em á
vantáði, eða 20 þús. kr. Sá maður
mun eiga fáa sína líka að höfðings-
skap og er það orðinn stór auður, ef
saman væri talið, sem hann hefur
gefið til ýmsra þarfra fyrirtækja og
við ýms tækifæri, er þörf hefur ver-
ið á fjárframlögum.
Hr, Jón Laxdal skýrði frá, að auk
25,000 kr-, sem safnast höfðu áður
en Oddfjelagar tóku málið að sjer,
væru komin loforð fyrir um 40,000
kr. gjöf frá Oddfjelögum og 83,000
kr. frá öðrum fjelögum og einstök-
um mönnum. Hæstu gefendurnir, ut-
an Oddfjelaga og þeirra, sem nefnd-
ir eru hjer á undan, eru „Bragi“ með
3000, Elías Stefánsson með 2500 kr.
°g ýmsir með 1000 kr., 500 kr. og
minni upphæðir. Stjórnir í nokkrum
fjelögum hafa lofað álitlegum fjár-
tipphæðuni, að áskildu samþykki að-
alfunda.
Þar næst voru samþykt lög fyrir
Radíumsjóðinn, en samkvæmt þeim
getur hver sá orðið fjelagi \ sjóðn-
um, sem leggur fram loo króna til-
lag. Hver fjelagi heftir eitt atkvæði
án tillits til þess hvað hann hefur lagt
fram.
t stjórn voru kosnír þessif niertn
ng hafa skift þannig með sjer verk-
rtm: Tlior Jensen stórkaupm. (for-
maður), TTalldór Daníelsson (vara-
formaður), Sveinn Björnsson yfir-
dómslögmaöur (ritari), Jón Laxdal
stórkaupmaður (gjalkeri) og Sæm
Bjarnhjeðinsson prófessor, Varamað-
ur í stjórnina var kjörinn Eggert
Claessen yfirrjettarmálaflutningsm-,
endurskoðendur Jón Pálsson banka-
gjaldkeri og Morten Hansen skóla-
stjóri, til vara Matthías Einarsson
læknir.
Það er tilætlunin, að vinda eins
bráðan bug og hægt er að því að
koma Radíumstofnuninni á fót og
getur hún væntanlega tekið til starfa
einhvern tíma á þessu ári.
Fjáraflamönnum þessa bæjar er
það sómi, hve fljótt og vel hefur
gengið að koma þessu fyrirtæki á
laggirnar.
Utanríkisverslun
Þjóðverja.
Eftir G. Funk, verkfræðing.
(Niðurl.)
Um tíma unnu menn að eins að þvi
að auka járnbrautanetið, en ljetu
vatnavegina sitja á hakanum, en á
síðari timum tóku menn aftur að
leggja rækt við þá. Að vísu er flutn-
ingur á fljótum og skurðum mjög
seinlegur, en hann er miklu ódýrari
og því ágætlega fallinn fyrir þunga-
vöru, svo sem kol, sement, tígulstein
og kornvöru. Hversu þýðingarmiklir
vatnávegirnir eru fyrir Þýskaland,
sjest á því, að skip þau, er halda uppi
siglingum á Rín, eru að smálestatölu
jöfn öllum norska verslunarflotanum.
Flest af hinum stærri fljótum Þýska-
lands, nefnilega Rín, Weser, Elbe,
Oder og Weichsel, eru nú tengd sam-
an með skurðum, sem eru nægilega
stórir fyrir skip með 600 smálesta
burðarmagni. Einkum nú, meðan á
stríðinu stendur, og tilfinnanlegur
skortur er á kolum, eru vatnavegirnir
mjög mikið notaðir og þykir leitt, að
þetta net skuli ekki hafa verið stærra.
Vatnavegir og járnbrautir urðu á
stríðstímunum að halda við samband-
inu milli hinna innilokuðu ríkja í
Miðevrópu. Og þýðing þeirra varð
enn þá meiri við það járnbrautaleiðin
var hin eina er tengdi Þýskaland við
bandamenn þeirra í Tyrklandi. Þess
vegna var einnig bandalagið við Búlg-
aríu og sigurinn yfir Serbíu, árið
1915, svo afarmikils virði, því við
það varð leiðin loks algerlega opin,
Nú gat Þýskaland fyrst verulega
stutt Tyrkland með hergögnum og
Tyrkland látið Miðveldin njóta góðs
af hráefnum sínum. Einnig jukust nú
mjög siglingar á Dóná, því þann veg
gat Þýskaland fengið korn og stein-
oliú frá Rúmeníu á ódýran hátt.
Þegar við byrjun ófriðarins höfðu
bandamenn yfirráðin á hafinu og þar
með var Þýskaland án sambands við
fjórar heimsálfur. Að eins hin til-
tölulega litla verslun við hin hlut-
lausu nábúalönd, sem vjer höfum þeg-
ar minst á, þar sem talað var um
gengi þýskrar myntar, var enn við
líði. Þýskaland fjekk nú í fullum mæli
að kenna á erfiðleikum þeim, sem ó-
friður hefur í för með sjer fyrir land,
sem hefur mikla utanríkisverslun, en
hefur ekki yfirráðinu á sjónum. Raun-
ar hepnaöist með sparsemi og reglu-
bundnu fyrirkomulagi að sigrast á
hættunni, sem stafaði af aðflutninga-
leysisins. En af stöðvun útflutningsins
stafaði einnig mikið tjón. Margar
verksíniðjur urðu að hætta vinnu af
því, að þær gátu ekki selt vörur sínar
á útlendum markaði. Verkamenn töp-
uðu kaupi sínu og kaupmenn verslun-
arágóða sínum.
En bandamenn ljetu sjer ekki nægja
hafnbannið, þeir hófu einnig reglu-
lega herför gegn verslun Þýskalattds.
„W ar on German Trad e“, var
orðtæki þeirra. í löndum þeirra voru
allir þýskir fjárttlunir, jarðeignir,
verslanir og verksmiðjur, teknar af
tíkinu og seldar fyrir gjafverð. En
Þjoðverjar, sem þar voru, og fjöl-
skyldur þeirra voru geymdir í fattga-
búðtun. Með þessu vonuðust menn
eftir að verða lausir við þýsku sam-
kepnina eftir striðið. Svo langt var
tneira að segja gengið, að á sama
Reykjavík, 8. mai 1918.
XIII. árg.
hátt var farið með Þjóðverja, sem
heima áttu í þýskum nýlendum, með
öðrum orðum í þýsku landi* f. Þýsk
verslunarhús í hlutlausum löndum var
aftur á móti reynt að skaða með hin-
um alþektu „sv-örtu listum“.
Þetta varð til þess að. vekja í
Þýskalandi hið hræðilega hatur til
Englands’ sem oft og tíðum kom alt
of mjög i ljós í blöðum og bókum.
Menn gengu jafnvel svo langt, að
skoða allan ófriðinn sem atrennu til
að eyðileggja þýsku utanríkisverslun-
ma. Menn vitnuðu til fortíðarinnar og
mintu á það, að þegar árið 1887 hafði
England ákveðið, að á allar innflutt-
ar vörur skyldi stimplað í hvaða landi
þær væru tilbúnir. Þýskar vörur áttu
að vera auðkendar sem slíkar, svo
kaupendur skyldu forðast þær. Það-
an stafar hið alkunna „Made in Ger-
many“, sem þó ekki náði tilgangi sín-
um. — Menn vitnuðu til orða mikils-
megandi manna og gamalla blaða-
greina. Einkum var það ein grein úr
„Saturday Rewiev,* sem gekk aftur í
hverju þýsku blaði. í óíriðaræsing-
unni gerðu menn ef til vill of mikið
úr þessum orðum blaðanna og ein-
stakra manna, en vafalaust hefur, auk
pólitískra atriða, hinn fljóti viðgang-
ur þýskrar utanríkisverslunar átt af-
armikinn þátt i að auka ríginn milli
Þýskalands og Englands. Og Þýska-
land varð bersýnilega, einkum á allra
síðustu árum, mjög hættulegur keppi-
nautur- Þannig hefur það á síðustu
10 árum ekki að eins náð Englandi í
útflutningi á vjelum, heldur einnig
komist framar, og hafði þó England
áður fullkomið heimsveldi á því
sviði.* Þetta varð auðvitað ekki til
þess að gera ensku verksmiðjueig-
endurna vinveittari Þýskalandi.
Og vil jeg jafnvel leyfa mjer að
ganga lengra og skoða þýsku versl-
unina sem orsök mikils hluta óvildar
þeirrar gegn Þýskalandi, sem komið
hefur í ljós hjá ýmsum hlutlausum
ríkjum meðan stríðið hefur staðið.
í alþjóðaviðskiftum hefur sem sje sá
sem hefur á boðstólum matvörur og
hráefni næstum verið skoðaður sem
hjálparhella, en aftur á móti hinn,
sem hafði á boðstólum fullgerðar iðn-
aðarvörur, sem óþægilegur keppi-
nautur, hættulegur fyrir landsins eig-
in iðnað, og því álitið að hann yrði
að útiloka með verndartollum og öðr-
um ráðum. En Þýskaland var svo
illa sett, að það hafði mikið af iðn-
aðarvörum, sem það varð að selja
í öðrum löndum, og þess vegna áttu
þýskir kaupmenn í sifeldri baráttu
við kaupmenn annara landa heims-
ins, einkum Englands, Frakklands
og Bandarikjanna, um markaðinn i
Suður-Ameríku, Kína og jafnvel í
þessum löndum sjálfum og nýlendum
þeirra. Og árangurinn, sem þeir báru
úr býtum, bætti heldur ekki um vin-
sældirnar.
Það, að þjóðarbúskapur Þjóðverja
var bygður á utanríkisversluninni,
varð einnig til að marka stefnu rikis-
ins i stjórnmálum- Hagkvæmast hefði
það verið fyrir Þýskaland að ná í
meiri nýlendur, fá þaðan hráefni og
geta selt þar iðnaðarvörur sínar og
* Ef Þýskaland hefði hjer viljað
gjalda líku líkt, þá hefði það átt að
gera kolanámurnar í Norður-Frakk-
landi upptækar og selja þær Þjóð-
verjuml
* í „Saturday Rewiev“ stóð, árið
^97) þessi klausa: „If Germany were
extinguished to-morrow the day
after to-morrow, there is not an
Englishman in the world who
fought for years over a cityor arihgt
of succession; must they not fight
for 250 million pounds of yearly
commerce.“
* Verð útfluttra vjela í milj. kr.:
Landsbókasafnið.
Samkv. 11. gr. í reglum um afnot Landsbókasafnsins, eru allir lán-
takendur ámintir um að skila öllum þeim bókum, er þeir hafa að láni
úr safninu, fyrir 14. d. maímán. næstk., og verður engin bók lánuð það-
an, meðan á innheimtu bókanna stendur (1.—14. maí). Skilatími kl. 1—
3 síðdegis-
Landsbókas. 29. d. aprílmán. 1918.
Jón Jacobaon.
Þýska- Stórabret- Banda-
land. land, ríkin.
1902 . •‘• ±33 342 208
1905 •• .. 197 410 279
1908 . ... 320 511 313
1911 . • *• 485 497 462
!9*3 • ... 605 600 54Ó
til þess aö veita svigrúm þeim, sem
ofaukið var í landinu sjálfu þegar
fólkinu fjölgaði. En mestur hluti
heimsins var þegar kominn í þær
hendur, að það lá ekki laust fyrir.
Einkum England, Rússland og
Frakkland áttu þegar stórkostlegar
nýlendur og þeim tókst einnig á síð-
ari árum að auka þær mikið, eins og
þegar England lagði undir sig Búa-
lýðveldin og Egiftaland, og Frakk-
land Marokkó.* En Þýskaland gekk
jafnan tómhent frá þessari skiftingu
heimsins. Þá reyndi það að finna nýtt
verksvið fyrir framtakssemi versl-
unarstjettar sinnar i þeim löndum,
sem enn voru sjálfstæð, Tyrklandi,
Kína og Persíu. Það byrjaði með því
að stofna þar til járnbrautalagninga,
námugraftar og verksmiðjuiðnaðar.
En hin stórveldin höfðu einnig feng-
ið augastað á þessum löndum og á-
litu viðleitni Þjóðverja koma í bág
við sína hagsmuni. Þau reyndu með
ölum ráðum að hindra starfsemi
þýsku kaupmannanna og iðnrekendr
anna. Þannig komst Þýskaland í
hnippingar við næstum öll stórveldi
heimsins og þessar eilífu verslunar-
erjur áttu mikinn þátt í því að skapa
þá óvild milli ríkjanna í Evrópu, er
að lokum leiddi af sjer heimsstyrjöld-
ina.
Ósjálfrátt verður manni að spyrja,
hvort ófriðurinn muni geta bundið
enda á þessar erjur. En því miður
lítur eiginlega, út fyrir, að einmitt það
gagnstæða muni eiga sjer stað, að
þær muni verða enn meiri en áður.
Fyrst og fremst er óvild sú á milli
þjóðanna, sem ófriðurinn vekur, ekki
þessleg, að hún muni bæta verslunar-
viðskifti þeirra á milli, auk þess hafa
bandamenn beint lýst því yfir, að
það sje eitt markmið þeirra, að berj-
ast með öllum meðulum á móti þýsku
utanrikisversluninni. Þess vegna voru
í september 1916 fulltrúar frá.banda-
mannaríkjunum kallaðir á sjerstaka
láðstefnu til Parísar til þess að taka
ákvarðanir um baráttu'na gegn þýsku
utanríkisversluninni eftir stríðið. Til-
ætlunin er ekki að eins að útiloka
þýskar vörur með öllum ráðum frá
þessum löndum, heldur á einnig að
hindra hráefnaflutning þann, sem
hingað til hefur átt sjer stað frá ný-
lendum Englands, Frakklands og
Bandaríkjanna til Þýskalands, svo að
heilar iðnaðargreinar verði algerlega
lamaðar. Enn fremur átti landið ekki
að eins að missa Elsass og Lothrin-
gen og nýlendur sínar, heldur átti
einnig að skilja Rínarlöndin frá
þýska ríkinu og gera úr þeim sjálf-
stætt riki.* Slikt tap hlaut að verða
þýsku viðskiftalífi til hins mesta
tjóns. Framkvæmdir þessara ráða-
gerða hlutu að verða til þess, að
þýskaland færi fjárhagslega á höf-
uðið, þegar þær bættust ofan á fjár-
tjónið við ófriðinn.
En til allrar hamingju voru þetta
* Nýlenduríki nokkurra landa.
(I9I3)-
t'erkilómetrár. íhúatala.
Stórabretlalld 29818000 422869000
Frakkland 10113000 49627000
Þýskaland 2952000 11992000
tlolland 2045000 38106000
* Trotzky birti 25. nóv. 1917
skeyti, sem fariö höfðu milli stjórna
Rússlands og Frakklands. Af þeim
sjest, að bæði ríkin voru sammála um
að setja það sem friðarskilyrði, að
hin þýsku hjeruð vestan Rtnar yrðtt
hlutlaus ríki.
af Sveri
1
L>
Havnegade 51, Kbhavn.
Sími 11671.
Símnefni: Kongenafsverige.
Einstök og samliggjandi her-
bergi með raflýsingu og öllum nútíð-
arþægindum. Sjerstakur veitingasal-
ur með innlendum og útlendum blöð-
úm, einnig íslenskum. Lágt verð. —
Komið og-skoðið, áður en þjer vistið
yður annarsstaðar. — Var áður á Is-
lendingastöðinni Hotel Scandia.
Jeau Iverseu.
að eins ráðagerðir, og jafn vel í
bandamannalöndunum rjeðu margir
mikilsráðandi menn til að fara hóf-
lega í sakirnar. í Þýskalandi sáu
menn að ástandið var alvarlegt og
átti það ekki lítinn þátt í því, að
stæla upp vilja þjóðarinnar til áfram-
halds.
En mönnum duldust heldur ekki
erfiðleikarnir á því, að heyja slíkt
verslunarstríð. Lönd þau, er áður
höfðu selt Þýskalandi hráefni og
matvörur, vilja ógjarnan missa það
úr tölu viðskiftavina sinna og verða
þá að taka þýskar vörur í skiftum.
Þetta viðurkendi Rússland og ítalía
þegar árið 1916 og var því ekki ljúft
að ganga inn á ráðagerð Parísarráð-
stefnunnar. England og Þýskaland
áttu einnig fyrir ófriðinn mikil skifti
saman, og þeir bretskir kaupmenn,
sem fyrir ófriðinn græddu á slíkri
verslun, munu aö öllum líkindum seil-
ast í þann gróða aftur að ófriðnum
loknum.*
Allar þessar kringumstæður gefa
von um að verslunarstríð eftir ófrið-
inn muni ekki bera árangur. Jeg vona
meira að segja, að slíkt stríð verði
alls ekki hafið, því það myndi ekki
að eins skaða Þýskaland, heldur einn-
ig vera bölvun fyrir allan heiminn,
og einnig fyrir bandamannalöndin
sjálf. Auk þess myndi það leiða af
sjer þá voðalegu hættu að nýr ófriður
gæti orðið út úr því. En heimurinn
þarf á friði að halda, löngum friði, til
þess að ná sjer eftir hið ógurlega
tjón, sem hann hefur beðið við þenn-
an ófrið. Og ekkert getur betur trygt
frið en það að þjóðirnar taki aftur
upp friðsamleg vöruskifti, hver þjóð
taki af þeim fjársjóðum, er náttúran
liefur látið falla henni í skaut, og
þjóðir þær, er ríkar eru af hráefnum,
miðli öðrum þjóðum af þeim, er van-
hagar um þau, en þær gjaldi aftur
með vinnuorku sinni, þeð er að segja
selji fullgerðar vörur. Slík friðsam-
leg viðskifti tryggja betur friðinn í
framtíðinni en nokkur alþjóðaráð-
stefna, þar sem þó ávalt meirihlutinn
myndi kúga minnihlutann engu síður
en á þingum hinna einstöku landa.
* Verslun Þýskalands við banda-
mannaríkin árið 1913 í milj. kr.:
Til Frá
Þýskalands. Þýsk»landl.
Stórabretland .. 780 1280
Frakkland ......... 520 703
Rússland 1267 783
Bandaríkin ..... 1522 635
ítalía 282 341
Öll verslun Þýska-
lands ............ 10360 9682