Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.05.1918, Blaðsíða 1

Lögrétta - 22.05.1918, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti i". Talsími 178. LOGRJETTA Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞóR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsimi 359. Nr. 22 Reylgavík, 22. mai 1918. XIII. árg. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í ísat i r. Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstræti 16. Stofnsett 18S8. Sími 32. —0—1 Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Lárus Fjeldsteð, yf irr jettarmálaf ærslumað ur Lækjargata 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. Landsverslunin. Ágrip af ræðu Halldórs Steinssonar við umræður í E. d. um fyrirspurn til landsstjórnarinnar um úthlutun mat- vöru, sykurs 0. fl. Siðan landsstjórin tók verslun landsins i sínar hendur, hefur óá- nægja landsmanna með þá Verslun fariö sívakandi. Þetta er i sjálfu sjer ekki svo óeölilegt, þegar liti'ð er á fyrirkomulag og gang verslunarinn- ar frá byrjun. Þegar þessi verslun fyrst tók til starfa, var eiginlega engin þörf fyrir hana, þ á var engin vöruekla í landinu, þ á voru engir sjerlegir erfiðleikar á þvi að ná í vörur frá útlöndum og jeg hygg, að þ á hafi fáir kaupmenn boriö kvein- stafi sína upp fyrir stjórninni og óskaö aðsto'Sar hennar í verslunar-. málum. Ef stjórnin á þeim árum hefði haft i huga, af praktiskum á s t æ 8 u m, að birgja landið upp með ódýrum vörum, þar senr fyrir- sjáanlegt var, að þær fnundu hækka mikið i verði ár frá ári, þá hefði það veriö vel ráðið. Me'ð þvi móti hefði landiö geta grætt svo miljónum skifti á örfáurn vörutegundum, svo jeg nefni aö eins t. d. salt, kol og stein- olíu. En sennilega hefur þetta ekki vakað fyrir stjórninni, heldur mikið fremur hitt, að reyna að fyrirbyggja vöruskort í landinu. En hverjar svo sem ástæöur stjórnarinnar voru i byrjun fyrir versluninni, þá er þaö víst, að á fyrstu stríðsárunum voru vörukaup landssjóös í molurn og í svo smáum stil, að þau urðu hvorki til þess að birgja landiö upp, nje afla landsmönnum neinna verulegra tekna. Það má, meö öðrum orðum, segja áö landsverslunin hafi á þeim árum ver- iö gagnslítil og meinlítil. Þegar líöur á árið 1916, fer meir og meir aö kreppa að samgöngum viö útlönd, þá fer áð verða erfitt urn að drætti til landsins, og þá fyrst er það, aö landsstjórnin þarf verulega að hafa vakandi auga á birgðum landsmanna, líta eftir hvar og hvernig skórinn krepti mest aö og haga ráö stöfunum sínum samkvæmt því. Hollast hefði nú verið, að stjórnin frá byrjun heföi hagað dýrtíðarráð- stöfunum sínum á þann hátt, aö reyna með ýmsu móti áð auka framleiðslu í landinu sjálfu, en jafnframt að hafa náiö eftirlit með, að nægar vörubirgð ir væru til i landinu. Þetta gat stjórn- in gert mikið betur og' landssjóði hag- kvæmar en hún gerði. Hún átti frá byrjun að hafa nána samvinnu og eftirlit með kaupmönnum, reyna að gera þeim hægra fyrir með vöruút- vegun og áðflutninga og taka þátt í versluninni að eins að svo miklu leyti sem kaupmenn gátu ekki fullnægt henni, Hún átti hægt með að hafa eftirlit með vörubirgðum ví'ðsvegar landinu og gat ráöið vöruverði kaupmanna. Stjórnin gat einnig haft fyrirliggjandi vöruforða í landinu, sem alt af mátti endurnýja, ef ekki hefði þurft að taka til hans og það án nokkurrar áhættu fyrir landssjóð. Það hefði rneira að segja miki'ð frern- ur verið líklegt að landssjóður hefði haft talsverðan gróða af því, þar sem vöruverð fór síhækkandi og því mjög líklegt að landssj. hefði getað selt þær kaupm. dýrara veröi en hann keypti þær í hvert skifti. Ef stjórnin hefði haft þetta hugfast og hagað gjörðum sínum samkvæmt því, heföi áhætta landssjó'ös verið margialt minni. En með árinu 1917 kemur, illu heilli, Hggur mjer við að segja. þriggja ráðherrastjórn til valda, og eftir það verður alger breyting á landsversluninni. Það verður ekki annað sjeð, en að sú stjórn hafi sett efst á prógram sitt „að versla“ hvern- ig sem á stæði, hvort sem þörfin væri mikil eða lítil, bara áð versla, versla, draga verslunina úr höndum kaup- manna i sínar eigin hendur. Þessi grein út úr landssjóði, landsverslun- in, sem framan af var lítil, er því nú orðin að þvi heljarbákni, að ekki þarf mikið út af að bera, til þess hún beri stofninn ofurliði. Jeg veit, að tjórnin heldur því fram, að hjá þessu hafi ekki orðið komist, að þetta væri samkvæmt ákvörðun þingsins o. s. frv. En mjer er óhætt að fullyrða, að það hefur aldrei verið tilætlun þings- ins, að verslunin yrði rekin í þessu horfi, og á siðasta þingi heyrðust all- háværar óánægjuraddir yfir rekstri og tilhögun verslunarinnar yfir höf- uð. Samvinnufjelagshugmyndin, sem stjórnin ímyndar sjer aö styðja með þessu fyrirkomulagi, getur i sjálfu sjer verið góð, en ef hún ekki getur þrifist nema me'ð undirokun allrar frjálsrar samkeppni í verslunarvið- skiftum í landinu, þá er hún óholl og þá á hún að vera feig. Sá fjelags- skapur á að blómgast og þrífast semi trjáls samkepni við aðra verslun. Stjórnin segir; Við höfum grætt miljón króna á landsversluninni. Jeg segi: Við höfum tapáð ekki miljón heldur miljónum á þeirri verslun. Það er sannanlegt, að kaupmenn hafa selt vörur sínar með miklu meiri hagnaði en þeir gerðu fyrir stríðið og hafa þannig, um leið og þeir hjeldu lífinu í landsversluninni með því að fylgjast með verði hennar (auðvitaö ekki af neinni umhyggju fyrir henni), grætt stórfje í skjóli hennar. Landsverslunin er-komin inn á öfuga braut, og það mun sannast,. að ef hún heldur áfrarn að te*ygja arma sin út yf-ir alla verslun lands- ins, þá mun sú einokun hafa tals- vefðan keim af einokuninni gömlu og verða til þess að auka á en ekki draga úr dýrtíðinni í landinu. Það hefur verið fundið ýmislegt að hinr um einstöku gjörðum stjórnarinnar í verslunarmálum landsins, sumt rjettilega en sumt ranglega, eins og gengur, en á það skal jeg cngan frek- ari dóm leggja að svo stöddu. — Það sem aðallega kom mjer tií að gera þessa fyrirspurn, er reglugerð stjórnarinnar frá 23. jan. þ. á. um úthlutun og sölu kornvöru, sykurs o. fl. Þegar jeg haf'ði kynt mjer þessa reglugerð, fór jeg að velta fyrir mjer, hvað hefði getað vakað fyrir stjórninni. Alstaöar annarsstáðar í heiminum, þar sem matvöru hefur veriö úthlutaö eftir seðlum, hefur þaö veriö gert vegna matvælaeklu i landinu og þess vegna i sparnaðar- skyni. Þáð mætti nú búast við, að eitthvað svipað hefði vakað fyrir stjórn þessa lands. En ef reglugerð- in er athuguð með hliðsjón af ástand- inu í landinu, eins og þá var, þá sýnist ráðstöfun þessi vera haria ein- kennileg. Þegar reglugerðin var gefin út, var engin sjerleg vöruekla i landinu. Hins vegar getur verið, þótt jeg hafi ekki heyrt neinar greinilegar fregnir um það, að þá hafi veri'ð útlit fyrir útflutningstregðu eða bann á einni eða fleirum vörutegundum frá Ame- ríku. Hafi nú svo verið, var aldrei líema rjett og sjálfsagt fyrir stjórn- ina að gera einhverjar rá'ðstafanir til sparnaðar í landinu, eu hafi stjórnin hugsað að fyrnefnd reglu- gjörð yrði til þess, þá hefur henni hrapallega skjátlast. Þáð er þá fyrst, að eftir reglu- gerðinni er enginn munur gerður á matarskömtum í kaupstöðum, kaup- túnum og sveitum, enginn munur á á þurrabúðannanninum, daglauna- manninum og bóndanum. Við íslend- ingat lifum ekki, fremur en aðrar þjóðir, á einu saman brauði, heldur einnig á ýmsum öðrum afurðum, ei landið gefur af sjet. Stjórninni var vorkunnarlaust að vita það, aö yfir- leitt komist bændur af með mikið minni kornvörur en kaupstaðarbúar • sá mismunur er svo mikill, að meðal- bóndi mundi geta haldið lífinu i sjer 'cg fjölskyldu sinni að mestu leyti án kornvöruneytslu, þar sem þurrabúð- armaðurinn ætti mjög erfitt með það Þess vegna átti kornvöruskamturinn að vera mismunandi í sveitum og kauptúnum og kaupstöðum. En þótt nú sje gengið fram hjé- þessu atriði og litið á kornvöru- skamtana eins og reglugjörðin ákveð; ur þá, þá dylst manni ekki, að þeir eru svo ríflegir, að ekki getur kom- ið til mála, að um nokkurn sparnað sje að ræða. Það er nógu fróðlegt i sambandi við þetta að athuga, hve miklu landsmenn hafa eytt af þess- um vörum fyrir stríðið, meðan þeir máttu ráða því sjálfir, íhlutunarlaust frá landstjórnarinnar hálfu. Árin 1910, 1911 og 1912 fluttist kornvara til landsins sem samsvaraði 117—118" kg. á hvern mann á ári 1913 fluttist inn nokkuð meiri korn- vara, en alt virðist benda til þess að sú kornvara, -sem fluttist hingað 1910—12 hafi verið nægilega mikil enda var ekkert haröæri eða sultur hjer á þeim árum. Samkvæmt reglu- gerð stjórnarinnar er hverjum manni ætlað 2y2 kg. af kornvöru á viku eða 130 kg. á ári. Þó að stjórninni hefði verið ókunnugt um, hváð mað- urinn kæmist af með minst af korn- vöru, þá skyldu menn þó ætla, að hún hefði ekki farið fram úr því, sem reynslan hafði sýnt að menn ljetu sjer nægja. Sama má segja um sykur- skamtinn. Sykureyðslan hefur farið sívaxandi í landinu. Árin 1880—90 var sykureyðslan 7—8 kg. á mann, á ári, en 1914 er hún komin upp í 29 kg. Sykur er mönnum nauðsynleg fæðutegund og það er enginn vafi á því að fram að síðustu áramótum hefur sykureyðslan í landinu ekki mátt vera minni en hún var; en eft- ir aldamótin vex hún hröðum fetum og er orðin óþarflega mikil áður en stríðið byrjar. Sykurskamtur stjórnarinnar er, eins og menn vita, kg. á mann á viku, eða 26 kg. á áriþað er svip- aður skanitur og menn eyddu á ár- unum 1911—12 og voru þó íslending- ar áreiðanlega þá komnir framarlega í sykureyðslunni. Af þessu má nú sjá, að það fer fjarri því, að þessi vöruúthlutun landsstjórnarinnar hafi haft éða muni hafa nokkurn sparnað í för með sjer. Það lítur mikið fremur sýo út, sem það sje verið að sýna þjóðinni, að nógar vörur sjeu til í landinu, svo að óhætt sje að eyða. Þá hafa aðrar þjóðir farið ofurlitið öðruvísi að þeim hefur skilist, að til þess að fyr- byggja hungursneyð, yrðu þær að leggja eitthvað á sig', neita sjer um jafnmiklar birgðir og þær hafa haft á eðlilegum tímum. Hjá Norðmönn um er kornvöruskamturinn alt að því helmingi minni en hjá okkur og sykurskamturinn helmingi minni Skyldu Norðmenn vera þeim mur fátækari eða neytsluminni en íslend- ingar. Það er því sannanlegt, a’ð vÖruút- hlutunin hafði ekki við neinar gild ar ástæður að styðjast, þegar reglu gerðiii var gefin út. Það er sannan- legt, að hún hefur komjð ranglátlega Adalfundur h.f. Lögrjettu verður haldinn á afgreiðslustofu bladsins, Bankastræti 11, fimtud. 23. mai kl. 9 síðd. Dagskrá samkvæmt fjelagslögunum. Stjórnin. niður á hin ýmsu hjeruð landsins og) það er ennfremur sannanlegt, aö hún hefur veriö gagnslaus að því -leyti, sem hún engan sparnað hefur haft. í för með sjer. En það er ekki nóg með þetta. Það má ennfremur sanna það, að hún hefur orðið til að tefja fyrir viðskiftum innanlands og hindra aðflutninga til landsins. Jeg veit það ineð vissu, aö ekki allfáir kaupmenn 'hafa hætt við að flytja miklar vöru- birgðir inn í landið, sumpart vegna þess, að þeir hafa ekki treyst sjer að Hggja lengi með þær óseldar, en sumpart af þvi, að þeim hefur hreint og beint veriö ráðið frá því af lands- stjórn eða landsverslun og því bor- ið við, að það væri samkepni við landsverslunina. Menn skyldu því ætla, að það væri helgasta skylda landsstjórnarinnar á dýrtiðarárum að stuðla að því, að sem mestar nauð- ynjabirgðir flyttust til landsins, en láta sig hitt minnu skifta, hver inn- flytjandinn væri. Ef striðið heldur áfram, má telja víst, að það kreppi svo að lands- mönnum, að sparnaður verði nauð- synlegur meir en hingað til hefur átt sjer stað. En þá þarf að haga matar- úthlutuninni á alt annan hátt en hingað til og um fram alt leggja að- alkapp á það, að þær vörur, sem yf- ir höfuð eru fáanlegar, flytjist til landsins, hvort sem það; eru kaup- menn eða landsverslun, sem eiga kost á þeim. Frjáls samkepni í verslunarvið- skiftum verður að lifa, það verður landsmönnum alt af hollast og ekki ist nú á þessum vandræðatímum. Þegar svona stórfenglegar ráö- stafanir eru gerðar, eins og hjer um ræðir, þá á þjóðin heimtingu á, að ekki sje rasað að þeim, hún á.heimt- ingu á, að þær byggist að minsta kosti á heilbrigðri skynsemi, en sjeu ekkert fálrn út í loftið, og þar sem nú þessi seðlarekstur um landið þvert og endilangt hefur mjög mikla fyrir- höfn og kostnað í för með sjer, þá verður sannarlega ekki annað sagtj þegar litið er á árangurinn, en að ver hafi verið farið en heima setið. Húsaleigulögin og áhrif þeirra. Mig hefur furðað mjög á því, að enginn hefur orðið til að gera að op- mberu umtalsefni húsaleigulögin, sem stjórnin dembdi yfir Reykjavík í fyrra og Alþingi síðan fjelst á. Þvi þau virðast ekki hafa komið neinu góðu til leiðar. Eignarrjetti húseig- enda hefur verið misboðið, en sið- ferði leigjendanna spilt, og þeir stælt- ir upp í áð ganga frá gerðum samn ingum, hvort sem þeir hafa verið munnlegir eða skriflegir. Þeir eru víst fáir, húseigendurnir i Reykjavík, sem ekki finna, hve rjetti þeirra er misboðið af húsaleigunefndinni með og án stuðnings laganna, og skal hjer sýnt eitt dæmi um það, hve hörmu- legt ásigkomulagið er, Jeg var svo ólánssamur að eiga hús í Reykjavík þegar lög þessi dundu yfir, og hafði leigt 5 fjölskyldum í búð í þvi. Þegar lögin voru gengin í gildi, labbaði einn af leigendunum til húsaleigunefndarinnar og bað hana að færa hina umsömdu húsa-i leigu niður. Jeg hef ekki húsaleigu- lögin við hendina og veit þvt ekki Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17.. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. hvort ákvæði þeirra, um vald nefnd- arinnar til þess að færa leigumálann niður, nær aftur yfir ótaldar alda- raðir eða takmarkar það við þá leigu. s.em um er samið eftir áð lögin gengu í gildi. Þó tel jeg ólíklegt að þing og stjórn hafi leyft sjer það gerræði, að gera tneð valdboði breytingu á ef til vill margra ára leigusamningi, trúi betur formanni nefndarinnar til þeirra hluta. En hvernig sem því er varið, þá skeði nú það, að eftir að þessi leigjandi minn sneri sjer til húsaleigunefndarinnar, gekk for- maður hennar, Einar prófessor Arn- órsson, fyrverandi ráðherra íslands, fyrir aðra leigjendur i húsinu, að sögn þeirra sjálfra, og spurði þá, hvort þeir vildu ekki fá leiguna færða niður, og auðvitað voru þeir á því menningarstigi, að þeir ekki höfnuðu jví góða boði prófessorsins. E11 hversu ill og afkáraleg sem lög þessi annars eru, þá fullyrði jeg, að þau hvorki bjóði nje leyfi slíkt fram- ferði. Leigan var auðvitað færð ríflega niður hjá öllum leigendunum, en engu að síður greiddu þeir ekki leig- una á rjettum tíma. í september f. á. varð jeg þess áskynja, að leigjend- urnir höfðu framleigt — en það var reim bannað í leigusamningnum —• svo áð í þeim 5 íbúðum, sein jeg hafði leigt, einni fjölskyldu hverja, bjuggu rú 11 fjölskyldur — segi og skrifa ellefu fjölskyldur. — Enn fremur var alt rifið og tætt í húsirtu, veggfóður flegið af veggjum upp til miðs, og stigahandrið ljetu fjölskyldur börn sín og annara hafa að leikfangi úti á götu. Og óhreinindi og sóðaskap- ur var svo mikill, að yfir tók allan mannlegan skilning. Jeg sncri mjer til húsaleigunefndarinnar og krafðist ess, að hún af þessum ástæðum úr- skurðaði leigendurna til að víkja úr húsinu 1. október. En þó þarna væru þrjár orsakir, sem nefndin samkvæmt 2. gr. laganna hefur ekkert vald til að úrskurða um og hver út af fyrir sig var næg ástæða til að bera leig- endurna út úr húsinu, úrskurðaði rtefndin eigi að síður að allar 11 tjölskyldurnar skyldu hafa íbúðar- rjett áfram. Þetta er að eins eitt af ótal dæm- unt, er sýna, að húseigendur eru al- gerlega rjettlausir. Og ein er sú verk- un laganna, sem furða er að stjórn og þing skyldi ekki sjá. Þeir fáu, sem komist hafa hjá að hleypa öðrum inn í hús sín eða á einhvern hátt hafa losnað við leigendur, forðast að hleypa nokkrum inn, af því að þeir vita, að þeir geta ekki komið Jieim úr húsum sínum aftur, þó þeim liggi lífið á. Aukaþingið, sem nú situr, gæti na'umleba fundið nokkurt starf, sem væri Reykvíkingum þarfara, en að nema úr gildi þessi log eða að minsta kosti að bæta eitthvað úr hinum mörgu göllum þeirra, og þá ekki síst að reisa einhverjar skorður við ger- ræði húsaleigunefndarinnar. Björn Gíslason.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.