Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.05.1918, Blaðsíða 4

Lögrétta - 22.05.1918, Blaðsíða 4
86 LÖGRJETTA er þeir báðir sátu í Kaupmannahöfn, var þaS föst regla, að Asgeir væri heima hjá Jóni annanhvorn suntut- dag. Einn son eiguaöist Asgeir, er hann nefndi Ásgeir Guðmund, og virðist hann snemma hafa ákveðifi að hann skyldi taka viö'af sjer, og til þess aö gera hann að duglegum kaupmanni hafði hann sina einkennilegu aöferfi. AS eins 12 ára gamlan tók hann fyrst son sinn meS sjer til útlanda, og ljet hann horfa á stórsjóana og kendi honum aS stýra skipinu, enda varð hann laginn sjómaður, ])ótt kaupmað- ur væri- í Kaupmannahöfn keypti hann svo fyrir son sinn stóra kistu fulla af ýmsum varningi, sem hann varö sjálfur aS selja, þegar heint kom. — Jeg minnist aS hafa heyrt Ásgeir yngri segja setn dæmi þess. hve fast hann hafi orSiS aS fylgja karli föSur sínum, aS oft hafi þaS veriS, þá er þeir feSgar sátu heima hjá J’óni SigurSssyni, aS á meSan karlarnir sátu aS sumbli langt fram á nótt og ræddu íslands gagn og nauðsynjar, þá hafi hann sofnaS fram á borSiS meS epliS, sem frú Ingi- björg hafSi gefiS honum, i hendinni. Hinn 26. júní 1852 byrjaSi Ásgeir aS versla í stofu einni í hinu svo nefnda Ásgeirshúsi á tsafirði. Var þá engin íslensk verslun á ísafirSi, og fáar eSa engar á öllu íslandi. — VersUmin þróaöist afburSavel hjá honum og varð Ásgeir brátVeinn af öndvegishöldum hjeraSsins. — Saga verslunarinnar verSur hjer ekki sögS, enda er hún almenningi óviSkomandi. En nafn Ásgeirs Ásgeirssonar er svo nátengt sogu bæjarins um mannsald- urs skeiS, að sjálfsagt er fyrir blaS, sem út kemur á’ísafirSi, aS geta ald- arafmælis hans.“ Stríðid. SíÖustu frjettir. Hin mikla sókn, sem um hefur ver- rð talað aS yfirvofandi væri frá hálfu ÞjóSverja, er nú i byrjun. Fregn frá ig. þ. m. segír frá áköfum stórskota- orustum, er jafnan ganga á undan, og er byrjunin bæSi á Somme-víg- stöSvunum og norSui í Flandern. Enskar fregnir segja, aS nú sje stÖð- ugt flutt liS til Frakklands vestan um haf. Simfregnir segja frá nýjum sam- tökum, eSa bandalagi, sem miSveld- in eru aS koma á sín á milli og sam- bandsþjóSa sinna, bæSi í fjárhags- málum og hernaSarntálum. Greini- legar fregnir hafa ekki komiS utn nokkur eihstök atriSi þessa banda- lags. en þaS er ljóst, aS hjer er um merkilegt mál aS ræSa, þjóSasamtök i stórUm stíl, og af fregnttnum má ráSa, aS hugsaS sje til aS gcra þetta bandalag sem víStækast. ÞaS er nú ákveSið, aS Pólland skuli gartga í konungssamband viS Aust- Urriki-Ungverjaland. Um stjórttar- fyrirkontulag i Finnlandi er óráðiS enn. Svinhuvfud hefur veriS valinn þar ríkisstjóri, en líklega að eins til bráSabirgSa, meSan veriS er a5 koma á föstu skipulagi. Mannerheim hers- höfSingi, sem stjórnaS hefur her Hvítflykkinga, krefst þess, aS Finn- land verði konungsríki, og fregn hef- Ur komiS um, aS borgarar í Finn- landi krefjist konungsstjórnar og batidalags viS miSveldin. Bretar hafa VÍSurkent sjálfstæSi Finnlands. f frlandi hafa verið óeirðir, sam- særi, eSa uppreisn, sem töluvert hef- ur kveðiS aS. Fregnirnar segja, aS ÞjóSverjar hafi róiS þar undir. f símskeyti frá 19. þ. m. segir, aS for- íngi þessarar uppreisnar hafi korniS ti! írlands á kafbáti, en hann hafi nú náSst og sitji í fangelsi Alls hafa 500 menn veriS hneptir í varðhald út af því. Önnur fregn segir, aS meðlimir Sinn-Fein-flokksins írska í enska þinginu hafi veriS settir i fangelsi. Út af þessum írsku deilum hefur enn komiS til tals í enska þinginu, aS jafnframt írlandi fengju Skotland og Wales heimastjórn og þing út af fyr- ir sig, en þaS fyrirkomtilag hefur á síðarí árum átt ýmsa formælendur. Nú segir i opinb. tilk. ensku, aS verkamannaforinginn Barnes og Aus- ten Chamberlain hafi lýst yfir fylgi viS þá stefntl. Það er sagt, að Bretar hafi lagt. mikið af tundurduflum við austur- s'ðu Englands, alt frá Ermarsundi og norður til Skotlands, og sje þetta stærsta tundurduflasvæði, sem riokk- uru sinni hafi verið gert, og eigi aS takmarká kafbátahernaðinn. Botn- vörpuvpiðar eru sagðar hættar í Kattegat vegna tundurdufla, er ÞjóS- verjar munu eiga. Annars segir fregn frá 18. þ. m. að enska blaSiS „Daily News“ ráðist á fastheldni Breta viS hafnbannið og tali máli hlutlausra þjóða. Kafbátar þeir, sem Bretar hafa átt inni i Eystasalti, eru nú sagSir eySilagðir. Flugárás hefur vcrið gerð á Lon- don og Köln. Frakkar og Þjóðverjar hafa nú komið sjer saman um fangaskifti í stórum stíl, skifta á 330 þús. föngum, bæði borgurum og hermönnum, og til stendur að ÞjóSverjar og Bretar geri eins. Tyrkir kvaS nú vera að sækja fram í Persiu, og í Palestínu hafa jieir einnig stöSvað framsókn banda- mannahersins í bráS og hann hörfaS nokkuS til baka aftur. Japan og Kína hafa gert meS sjer hernaSarbandalag. Eiðaskólamálið. Á fundi, sem haldinn var i U. M. F. Fljótsdæla 4. nóv. 1917, var sam- þykt svo hljóSandi fundarályktun: „U. M. F. F. lítur svo á, að eins og EiSaskólamáliS horfir nú við, hafi það veri'ð meining hins háa alþingis, að Eiðaskólinn veröi sú stofnun, er fullnægt geti almennri skólaþörf Austfirðinga, og verður því að lýsa óánægju sinni yfir því, að ekki er gert ráS fyrir tungumá'um, svo sem ensku og dönsku, sem föstum náms- greinum viS skólann, og álítur þaS ckki nægilegt, aS nemendum sje gef- inn kostur á aukakenslu í þeim greinum. U. M. F. leyfir sjer því að skora á hið háa stjórnarráð að gangast fyr- ir því, að kensla i tungumálum verði tekin upp í reglugerð skólans sent fastar námsgreinar, og á þau lögð jafn mikil áhersla og í gagnfræða- skólunum. í öðru lagi finnur fjelagið ástæðu til þess, að þakka hinu háa alþingi fyrir þaS, hversu ríflega bæði skóla- stjóra- og kennara-staða eru launað- ar, og væntir þess fastlega að í þær stöður veriði valdir háskólagengnir menn meS góðum meSmælum sem kennarar, og telur æskilegt aS þeir jafnframt hefðu kynt sjer lýSháskóla- fyrirkomulag erlendis. U. M. F. lítur svo a, dð_framtíö skólans sje undir því komin, aS sem best sje vandaS valið á þeim mönn- um, sem fyrir honum eiga að standa, og væntir þess fastlega að völ verði á hæfum mönnum í stöSuna.“ Fundarályktun þessi var samþykt meS öllum atkvæðum. Auk þess sátu á fundinum 15 utanfjelagsmenn, sem með leyfi fundarins gengu sjerstak- lega til atkvæðagreiðslu og samþyktu iundarályktunina í einu hljóði. Sambandsmálið. f símfregn frá 14. ]). m. segir, aS Hægrimanriaflokkurinn danski hafi tjáð sig reiöubúinn til að styðja opin- bera samninga um sambandsmál ís- lands og Danmerkur milli Ríkisþings cg Alþingis. Næsta fregnskeyti, degi yngra, segir að uppástunga sje kom- in fram frá sama flokki unt, að nefnd verði kosin til aS íhuga máliS. Þar segir einnig, að Zahle-flokkurinn vilji taka upp samninga um máliS. og aS Vinstrimanna-flokkurinn (I. C. Christensen) vilji aS RíkisþingiS ákveði, í hverju formi samningar sjeu geröir og hvar þeir fari fram. „Poli- tiken“ fullyrði, að Ríkisþingið verði látiS skera úr þessu, en bæti þó við, að íslendingar hafi stungiS upp á, að þeir færu franr í Reykjavík. En blað- ið segir, að stjórnm vílji nú kpmast aS því, hver sje afstaöa nýju þing- flokkanna til þessarar uppástúngu. Jafnaðarmannafl. fylgir stjórnarfl. í málinu. Fregnskeytin segja, að Khafnar- blöðin ræði mjÖg máliS. Eitt af blöö- unum hafi talaö um, að á mál íslands verði aS líta meira frá sjónarmiöi Norðurlanda í heild en Danmerkur sjerstaklega. ,,Berlinga-tíSindi“ kvað láta vel yfir undirtektunr ])ingflokk- anna, og það er búist viö, að fyrsta verk Ríkisþingsins, er það kemur sanran 28. þ. m., veröi það, að taka sambandsmáliS til meðferðar, segir í símfregnunum. Frjettir. Tíðin er einmuna góð um land alt og bfesta gróðrarveSur. — Nýlega var sagður hlaðafli á ísafirði. Skipaferðir. „Frances Hyde“ kom í gænnorgun frá Ameríku nieð stein- lím og steinolíu, um 1000 tn. Skip- stjórinn andaðist í hafi, 5 dögum áS- ur en skipiö kom hingaS. Hann hjet Nelsón, norskur aS ætt en Amerísk- ur borgari. ,,Botnía“ kom frá Khöfn i gærmorg- un og fer hjeöan aftur á morgun. — „Sterling" fór 20. þ. m. noröur uip land í strandferð. — Sænskt seglskip kom hingaS fyrir nokkrum dögum. var á leið til Spánar og hafði lent i hrakningum, svo aS skipsmenn voru orðnir matarlausir. — Finskt seglskip er nýl. komiö tilHafnar- íjarðar með kol til Aug. Flygen- ring. Frá Færeyjum. ÞaSan kom hingaö 5 gær með ,,Botníu“ sendinefnd úr lögþinginu, 5 menn, og þeirra á með- al Mortensen fyrv. fólksþingsmaöur og er þaS ætlunarverk nefndarinnar, að komast að samningum við lands- stjórnina hjer um vörukaup frá Ame- ríku. Olíuskortur sverfur rnjög aS í Færeyjum, og líöur fiskiútgerðin við það mikið tjón. Vjelbátarnir liggja, þar aðgerðalausir vegna olíuleysis. Er þar og skortur á flestum þeim vörum, sem hingað eru fluttar frá Ameríku. En aftur á móti benda Pæreyingar á, aö Islendingar gætu fengið kol frá Færeyjum. Kolin þar hafa reynst vel til heimabrenslu, og einnig í smærri gufuskipum. Prestskosning í Odda, sem nýlega er afstaöin, fór svo, aS Erlendur ÞórSarson kand. frá Svartárkoti blaut kosningu með 150 atkvæðum. Tryggvi H. Kvaran fjekk 77, aörir af umsækjendum miklu færri atkv. og einn ekkert. Aldarafmæli átti SiglufjarSarkaup- tún 20. þ. m., á annan hvítasunnudag. og voru þá 100 ár liöin frá þvi, er þar var löggiltur verslunarstaSur. Nú er Siglufjörður aS fá kaupstaðarrjett- indi. Sjera Bjarni Þorsteinsson hef- ur samiS rit, er segir sögu Siglu- fjaröar og lýsir kaupstaðnum, eins og nú er hann, og er þaS nýkomiS út. Húsbruni. Aðfarnótt 16. þ. m brann ibúðarhúsiS á Laugalandi, hjer austan við bæinn. Eigandi þess er Páll Ólafsson frá HjarSarholti, en bjó þar ekki sjálfur. Hefur hann aS sjálfsögSu oröiS fyrir töluverðumi skaða, því brunavirðingin á húsinu hafði verið gömul. Tnnanstokksmun- ir leigjandans, er brunnu, höfu verið óvátrygðir. Þingfrestunin, sem um var talað um daginn, verður ekki framkvæmd. fyrst um sinn að minsta kosti, en beðiS þangað til einhver vissa fæst um undirtektir danska þingsins í sambandsmálinu. 50 ára afmæli á sjera Friörik FriS- riksson næstk. laugardag, án efa einn hinn vinsælasti maSur þessa bæjar. og hefur hatin starfað hjer lengi og unniö þarft verk og gott. Misbrúkun véitingarvaldsins. — Framhaldsgrein um það mál frá J. Þ„ svar til „Tímans", kemur i næsta tbl. Nýju skáldsÖgurnar, „Sambýli“, eítir Einar ÍJ. Kvaran, og „Bessi gamli“, eftir Jón Trausta, eru nú fullprentaðar báðar. M Iijáblödin þjódfrægn cru væntanleg næstu daga með „Borg“. Allar fyrirliggjandi pantanir verða ]>vi afgreiddar í tæka tíö. Enn verSur tekið á móti nokkrum nýjum pöntunum á Ljáblöðum og Ljábrýnum. Verslun B. H. Bjarnason. TUkynuúig. Landsbókasafn íslands er 100 — hundrað — ára þ. 28. dag ágústmán. næstk. Það hefur unnið sitt verk. Full ástæða fyrir söngvara i ljóðum og hljóðum að minnast þess minningardags. BiS um kantötu fyrir 31. dag júlímánaöar. Biö önnur blöð íslands að taka ])essa auglýsingu mína ókeypis. Jón Jacobson. Með báli og brandi. Eftir Henryk Sienkiewicz. II. KAFLI. Helena vaknaði ekki morguninn eftir fyr en sól var komin hátt á loft. Hún leit forviða í kringum sig í her- berginu; hafði hún enga hugmynd um hvar hún var niöur komin og hjelt sig dreyma enn þá. Hún skildi ekkert í skrauti því öllu, er var i kring um hana. Smámsaman fóru at- burð'irnir að skýrast fyrir henni; hún mintist þess nú, er Bar var tekin og íbúarnir höggnir niSur þúsundum saman fyrir augum hennar. Hún mundi og aS Bohun hafði korniS þar cg látiS flytja hana burtu, og í ör- væntingu sinni hafSi hún ætlaö að' ráSa sjer bana, en hnífurlnn, er hún lagSi sig meö, hlaut að hafa skropp- iS út af en ekki gengið á hol, því aS hún haf.ði þar aS eins lítinn seyðings- verk. Hún mintist þess og, en eins og í draumi, að hún haföi veriS flutt i hengirúmi .... en hvar var hún nú stödd? Var hún örugg og frjáls? Hún svipaöist enn um i herberginu. Gluggarnir voru skjágluggar og litlir, lágt til lofts og skamt milli veggja; þaS hlaut aS vera bónda- býli. En hvernig stóð á þessu skrauti hjer? Purpurarautt og gullsaumaö silkiklæði var breitt ofan á hana; gólfið var lagt dýrindis ísaumstepp- um. Alt var þakiö með gullsaumuðu silki og flaueli þar inni. Gat það átt sjer staö, að her Jeremíasar fursta heföi bjargað henni og flutt hana til einhverrar fornrar aöalshallar? Alt í einu barst inn í herbergiS hörpuhljómur og var sungiö undir. Helena kiptist viS; hún þekti þar röddBohuns.Rak hún upp skelfingar- óp og hneig út af. Rjett á eftir voru dyratjöldin dregin til hliöar og Bo- hun, er hafð'i heyrt óp hennar, kon? inn. Helena hjelt báöum höndum fyrir andlit sjer og með ekkaþrunginni rödd stundi hún í sífellu: „Jesús María! Jesús María!" Bohun var fríöur og karlmannleg- ur og hiö mesta glæsimenni; hann var nú skrautklæddur mjög og var búningur hans skreyttur glitrandi gimsteinum; mörg mundi sú mærin. er hitnað hefði um hjartaræturnar, er hún horfði þar á hann. StóS hann nú þar hikandi og sagði í hálfum hljóðum: „Helena! Verið óhræddar; hjer er ekkert aö óttast." „Hvar er jeg? SegiS mjer, livar er jeg?“ „Þjer eruö hjer á öruggum staS komnar langt frá hörmungum styrj- aldarinrtar. Jeg hef flutt y'Sur hingaö svo að yöur yrði ekkert mein urini'S. Þjer eruS sú eina, sem hafiö komist lifandi frá Bar.“ „En hvers vegna eruö þjer hjerna? Hví ofsækið þjer mig stöSugt?“ með bjóðandi röddú: „Drottinn minn! Álítið þjer aS jeg ofsæki yöur?“ „Jeg óttast yður.“ „Hvers vegna? Jeg er þræll yöar og sækist eftir aö veröa yður að liði Hvi hatiö þjer mig? Jeg kom til Bar setn vinur yðar, til þess að bjarga yður, en þjer beittuS samt hnifi ySár bæði gegn mjer og yður sjálfri.“ Helena varö eldrjóð og sagði: „Jeg kýs framar dauðann en skömmina, og því heiti jeg, þótt sálu- hjálp mín sje í veði um eilífö,'að heldur ræS jeg sjálfri mjer bana, en þola nokkra svívirðingu frá yöar hendi.“ Bohun vissi að hún mundi ekki láta sitja viö oröin tóm; hann gekk út að glugganutn og settist þaf á legu- bekk meS gullsaumsklæöi yfir og sat þar þegjandi um stund þungt hugsandi. „Þjer þurfið ekkert að óttast,“ sagði hann síöari. „Jeg hef drukkiö til þess aö drekkja sorgum mínurn. En vín hefur ekki komið inn fyrir varir mínar síöán við hittumst í Bar. Þeg- ar jeg er ódrukkinn, eruö þjer rnjer jafnheilagar og dýrlingamyndir yfir altari; en jeg girnist ekki annaö en aö sjá yður og læt mjer þaS nægja.“ „Jeg beiöist þess aö þjer ekki heft- ið frelsi mitt.“ . „Þjer eruð alls ekki ófrjálsar nú: öllum fyrirskipunum ySar skal veröa hlýtt hjer. En hvert viljiö þjer fara? Ættingjar yöar eru allir fallnir eöa íarflótta, furstinn er farinn frá Lubni og berst nú viSKmielnitski. Bæir allir eru brendir, landið herjaS og lagar í blóSi. Hvergi er öruggur athvarfs- staður fyrirTörturum og öörum þorp- urum. Það er jeg einn, sem nú bíð ySur vernd mína og óhultan staS.“ Helena svaraSi ekki undir eins,hún var aS hugsa um þaö, hvernig högum þess manns mundi þá háttað, er hún vildi leita athvarfs hjá. Var hann lífs eða lið'inn? „Þjer ætlið að halda mjer hjer sem íanga?“ mælti hún síSan. „HvaS hef jeg gert á hluta yöar, er þjer ofsæk- íð mig eins og refsinornin?“ „Hvað þjer hafiö gert á hluta minn. þaö veit jeg ekki, en sje jeg yðar refsinorn, þá eruS þjer mín. Ást mín til yöar hefur hnept mig í fjötra Hennar vegna feldi jeg ættingja yðar og gekk í liS uppreistarmanna. HefS’ þaö aldrei orðið ef jeg einhvern tíma hefði heyrt yður tala til mín hlýlegt orð. Þjer, sem eruð mjer eitt og alt heimtið nú aö jeg láti ySur fara hjeð- an burtu. Krefjist hvers annars sem þjer girnist. Tíu þúsundir hermanna hlýða mjer. Sjálfur furstinn hefur færra liS. Allar yðar óskir skulr verðá uppfyltar, ef þjer bíSið hjer og reyniS aö láta ySur veröa hlýtt til mín.“ „Svar mitt skuluS þjer fá aS heyra nú þegar: Þótt jeg meyrni hjer og morkni sem fangi ýðar, þá skal jeg, og sver þaS viS sáluhjálp ntína, aldrei elska ySur nje verða kona yöar.“ „Helena! Þjer gleymiS því, hver bjargaöi yð'ur í Bar og hvernig væri nú ástatt fyrir yöur, ef þaS heföi eigi verið gert.“ „Sá er fjandmaöur niinn en ekki vinúr, sem bjargar Hfi mínu, eil sviftir mig frelsi og býr mjer svi- viröingu.“ FjelagsprentsmiSjan,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.