Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 05.06.1918, Qupperneq 1

Lögrétta - 05.06.1918, Qupperneq 1
Ritstjóri! ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. AfgreiÖslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 24. Reykjavík, 5. júui 1918. XIII. árg. Þisgið 1918. Ræða Jóns Magmíssouar forsætis- ráðlierra í u. d. alþingis 80. maí 1918, er liann sraraði fyrirspuru frá sjera Sigurði Stefánssynl um það, hver ástæða liefðl verið til þess að kalla þing saman nú. Eg vil fyrst gera þá athugasemd, að það svar, er eg gef hér, er að- allega fyrir minn reikning eins, og þótt eg búist við, að ráðuneytið í heild sinni muni vera líkrar skoð- unar i aðal-atriðunum, þá er eg hér aðallega sá, sem ábyrgðina ber og um er að kenna, því að þau mál sem snerta alþingi sérstaklega, kvaðning þess o. s. frv., heyra undir mína deild. Auk þess má geta þess, að einn ráðherrann, at- vinnumálaráðherrann, var helzt þeirrar skoðunar, að efasnmt væri, hvort þörf væri á, að kalla aukaþing þetta saman fyr en á venjulegum tíma, eða i júlí, þótt hann gæíi samþykki sitt til þess að það væri kvatt sanian 10. apríl. Fjárntálaráðherra var aftur eindregið þeirrar skoðunar að kalla ætti þingið saman eigi siðar en gert var, Þegar eg var að leggja af stað á konungsfund i fyrra vor, þá fékk eg tilmæli um það frá stjórn Sjálfstæðisfélagsins, að reyna að koma því til leiðar í utanför ininni, að fullkominn verzlunarfáni fengist fyrir ísland. Eg reyndi fyrir mér um þetta, og ræddi málið meðal annars við forsætisráðherra Zahle. Tók hann það fram, að hann hefði ekki búist við því, að þetta mál yrði tekið svona fljótt upp aftur, og minti á ummæli sín í ríkisráði 22. nóv. 1913, að frekari aðgerðir í fánamálinu, eða breyt- inga á hinum almenna siglingafána fyrir utan landhelgi yrði að bera undir ifkisþing Dana, og að hann ekki gæti sælt sig við það, að þetla mál væri tekið útúr, heldur teldi hann að rétt væri, ef fara ætti að breyta sambandinu milli iandanna, að taka þá upp í einu alt sambandið milli landanna. Annars var það talið þar í Dan- mörku óráðlegt af sumum, að laka þessi inál upp, meðan á ó- friðinum stæði, og þá sérslaklega fánamálið. Frá þessu skýrði eg þing- mönnum, er Alþingi kom saman í fyrra sumar. Eg þóttist ekki geta færst undan að þreifa fyrir mér um þetta mál, þótt eg hefði ekki fengið tilmæli um það, nema frá einum stjórnmálaflokki, sem ekki skipar nema minni hluta þings, því að fyrst og fremst taldi eg alla þingmenn mundu vera sam- huga í málinu, og þar að auki mundi allur þorri þjóðarinnar þessu máli eindregið fylgjandi. — Sú varð og raunin á, að þingið alt Var hér á sama máli, og afréð að halda málinu fram. Og þótt í fyrstu væri lítið eitt deilt um það, hvort réttara væri að samþykkja frum- varp um fána, eða þingsályktum um útvegun konungsúrskurðar um fullkoininn siglingafána, þá hurfu allir þingmenn að þvi ráði, að fara þingsályktunarleiðina, en það var tekið fram, að þótt svo væri að farið, þá væri þingviljinn hinn sami, sem lög væri samþykt. Eftir þeim undirteklum, sem eg hafði fengið um vorið, var ekki örgrant um, að þingið bæri kvíðboga fyrir þvi, að komið gæti fyrirj að erind- ið um fánann fengi ekki áheyrn, en þingið vonaði þó, að þegar það sæist að alt þingið væri einhuga ineð þjóðina að baki sér, þá mundi sigurvænlegt. Því kom sú spurn- ing fram á þinginu í fyrra, hvort ráðuneytið ætlaði að gera synjun um fánann að fráfararefni, það varð þá að ráði með samþykki þingsins eða viðkomandi nefnda, að gera það ekki milli þinga, því ófært þótti að landið væri stjórnlaust nokkra stund á þpssum tímum, en skjóta skyldi málinu til þingsins á þann hátt sem eg gerði á ríkisráðs- fundi 22. nóv. f. á., ef synjað væri um fánann. Nú stóð svo á, að ráðuneytið tekur að sér að flytja erindi fyrir þingið, erindi, sem bæði þing og þjóð leggja afarmikla áherzlu á að fram gangi, en ráðuneytið fær synjun hjá Hans Hátign konungin- um. Eftir réttum reglum hefði nú ráðuneytið átt að gera synjunina að fráfararefni, en eftir því sem í garð- inn var búið, er ekki liægt að saka það fyrir, þótt það gerði þetta ekki, en þarmeð var alls ekki loku fyrir það skotið, að þingið gæti ekki krafist þess, er það kom saman, að ráðuneytið eða eg sér- staklega færi frá. Þingið hafði full- an rélt á að segja við mig: Þú hefir tekið að þér að flylja eiindið um fánann, erindi sem mér var umhugað framar öðru, þér hefir mislekist, þú verður því að fara. Þetta vakti fyrir mér, er synjað var um fánann, og því útvegaði eg samstundis lieimild lil að kveðja þingið til fundar livenær sem væri á árinu 1913, með það í huga að gera það sem fyrst, enda leit eg svo á, að málið væri að öllu svo vaxið, og það komið í það horf, að þingið ætti beint heimting á því, að fá að fjalla um það sem fyrst. Það var því stjórnarfarslega fyllilega réttmætt, að kalla þingið saman svo snemma á þessu ári, sem fært þótti. Þessvegna hefði þessi fyrirspurn miklu fremur átt að vera orðuð^iannig: Hversvegna var þingið ekki kvatt til fundar fyr en 10. apríl. Eft þartil er svar- ið vitanlega, að þetta drógst svo vegna tíðarfarsins í vetur, íshindr- ana og hörku. Þetta sem eg nú hefi talið, er að minni hyggju eitt ærið nóg til þess að sýna, að það getur ekki komið til mála að saka stjórnina fyrir það, að ekki var dregið lengur en gert var að kalla þingið saman. En, segja sumir, það átti ekki að taka upp fánamálið í fyrra, það varð fyrirfram vitað, hvernig fara mundi, en timarnir eru þann- ig, að um annað er fremur að hugsa. Enginn skyldi ætla, að þeir, sem þannig líta á málið, séu verri íslendingar en hinir, eða síð- ur ant um að fá fánann. Það er eins og áður; markið er hið sama, en vegirnir einatt ekki hinir sömu. Það hafa auk heldur komið fram í blöðunum raddir í þá átt, að þingið hafi ekki átt með að koma fram með fánamálið, það hafi ekki verið til þess kosið. Mér virðist hér kenna mikils misskilnings. Alþingi er auð- vitað til.þess kjörið að ráða öllum málum þjóðarinnar, með þeim takmörkum einum, sem stjórnar- skráin setur. En þá er hin ásökun- in, að það hafi verið óhyggilegt að fitja upp á fánamálinu einmitt nú. Réttara að bíða til ófriðarloka. — Eg skal nú ekki tína ástæður þær, er færðar hafa verið fyrir því, að oss sé einmitt nú svo afar nauðsynlegt, að fá fullkominn fána viðurkendan, um það hefir verið deilt. En eg hygg að málið sé ofur- einfalt, ofurljóst, ef menn gefa sér tíma til að alhuga allan haginn, allan aðdraganda. Frá upphafi hefur vakað hjá oss öflug og lifandi tilfinning þess, að vér erum sérslök þjóð, sem byggjum eigið land, og höfum eigin tungu, með öðrum orðum: þjóðernis-tilfinningin hefur jafnan verið vakandi hjá oss. Jafnvel á hinum mestu niðurlægingartímum þjóðarinnar, hefur þjóðernistilfmn- ingin þó ekki sofið. — Eg skal ekki fara mikið út í stjórnmálasögu landsins, að eins minna á það, að síðan fyrir miðja síðustu öld hefur hin íslenzka þjóð barist fyrir því, að fá það viðurkent, að vér eig- um rétt á að ráða öllum vorum málum, og að vér séum ekki und- ir yfirdrotnun annarar þjóðar gefnir. Þótt vegir hinna ráðandi manna hér hafi ekki ávalt verið þeir sömu, þá hefur markið þó verið eitt, viðurkenning á fullrétti. Sýnilegt tákn þjóðernisréttarins er fáninn, en þýðing fána sein tákn þjóðernis kemur í rauninni svo að segja eingöngu fram í réttinum til að hafa hann á skipum hvers lands. Nú fengum vér 1913 viður- kendan rétt vorn til þess að hafa eiginn fána að þjóðernistákni á rslenzkum skipum innan land- helgi íslands, en í siglingum til annara landa megum vér ekki sýna þannig þjóðerni vort, heldur verðum að hafa þjóðernisfána Danmerkur. Fyrir inér hefur það ávalt staðið svo, sem það væri í rauninni fremur lítils virði út af fyrir sig, að hafa leyfi til að sýna þjóðernisfána á skipum landsins að eins í landhelgi, eða með öðr- um orðum: að eins heima fyrir, en vera fyriímunað að gera það anparsstaðar^ eða einmitt þar sem aðallega er ástæða til þess. Það sem ávanst 1913 tel eg samt mjög mikils virði, en að eins sem spor í áttina til marksins, viðurkenn- ingar fullkomins siglingafána. — Að ekki hefur verið fylgt fastara fram fullkomnari fánakröfu hingað til, hygg eg að hafi komið með- fram af því, að hin almenna skoð- un var sú, — og skal eg viðurkenna, að eg fyrir mitt leyti hélt þeirri skoðun fram, — að ekki fengist við- urkendur fullkominn islenzkur sigliugafáni, nemá áður væri feng- ið viðurkentfullveldi landsins.eðaþá aðminstakosti viðurkentumleið. Nú hafa þeir hlutir sem eru að gerast í heiminum, breytt mörgu í skoð- unum manna, afmáð ýmsar kredd- ur, og umsteypt ýmsu, er áður voru talin svo sem trúaratriði. Nú ætti ekki að þurfa að búast við því, að fánakrafa vor strand- aði á kreddum einum. — Og það er eitt sérstaklega, sem mér finst að ætti að gera það skiljanlegt, að fánakrafan fékk byr undir báða vængi, og það er það, að nú er haldið nijög á lofti í umheimin- um þjóðernisréttinum, rétti smáu þjóðanna sem hinna stærri. Það hlýtur að hafa áhrif á íslendinga, að sjá höfðingja hinna voldugu þjóða í orði viðurkenna þetta, sem stöðugt hefur haldið uppi stað- festu vorri og djörfung í sjálfstæð- isbaráttu vorri. Það mátti því telja það nær því eðlisnauðsyn, að þessi sérstaka þjóðerniskrafa vor, fána- krafan, kæmi fram einmitt nú. — En eins og sagt er, strandaði hún á mótstöðu frá Dana hálfu. Þegar það var ráðið, að synja skyldi um fánann, þá var því hreyft af Dana hálfu, að rétt væri að reyna lieldur almenna samninga, og jafna á þann hátt í einu öll deiluinál milli landanna, heldur en að taka svona eitt mál út úr hinum saineiginlegu málum, sem svo eru talin. Það væri mjög svo þreylandi þessar deilur um einstök atriði, hvert eftir annað, og spilli góðri sambúð yfirleitt. — Eg hélt því fram, að almennar samnings- umleitanir ættu ekkert að koma fánamálinu við, það væri einungis íslenzkt mál og kæmi ekkert hin- um sameiginlegu málum við, og gæti eg því ekkert tekið í þessa uppástungu um almenna samninga i sambandi við fánamálið. Zahle kvaðst vel skilja þessa afstöðu mína, eftir því sem skoðun alþingis væri á málinu, en hann væri nú á annari skoðun. Að öðru leyti lét eg það þá í ljósi, að eg hefði ekk- ert umboð til að taka undir uppá- stunguna um snmninga-umleitanir, að eg gæti ekkert sagt um það, hvort Alþingi væri fúst til að taka þær upp, enda lét eg í ljósi, að eg væri ekki sérlega vongóður um, að hepnast mundi að ná samkomu- lagi í einu um alt. Því var þá og um leið skotið fram frá Dana hálfu, að hentugt mundi máske, að taka upp samninga-umleitanir á þann hátt, að maður eða menn kæmi hingað frá Danmörku í því skyni. Eg fór svo frá Kaupmannahöfn í vetur, að eg hafði alls enga afstöðu tekið til þessa samningaboðs, að eins lét eg það í ljósi, að ef til þess kæmi, þá teldi eg líklegustu leiðina, að sendimaður eða menn kæmu hingað. Þegar eg kom heim, skýrði eg þeim þingmönnum, er náð varð saman liér, frá afdrifum iánamáls- ins, og lét þess um leið getið, að kostur væri á almennum samning- um. í fyrstu voru undirtektirnar undir það fremur daufar, en nokkru síðar hréyfði eg málinu aftur við allmarga þingmenn, og taldist þá mega gera ráð fyrir, — þar sem því hafði verið skotið fram frá Dana hálfu, — að sendimenn kæmu hingað. Allir þeir þing- menn, sem eg þá talaði við, tóku vel i málið, og þóltist eg því geta skrifað það til Danmerkur, að útlit væri fyrir, að þingið mundi gera það, og frá þessu skýrði eg. Þegar Alþingi kom saman, hnigu allir flokkar þingsins að því ráði, að hafna ekki tilboðinu um samninga-umleitanir, en jafnframt skýrði eg hinum aðiljanuin frá því og lét skýra að eg hefði reift málið á þeim grundvelli, að mað- ur eða menn kæmi hingað. Það er því auðsætt, hve fjarri sanni það er, að vér höfum heimtað samninga í ákveðnu formi eða á- kveðnum stað. Vér höfum að eins tekið kurteisu boði. Þegar bréf mín um, að sennilegt væri, að Al- þingi tæki vel í málið, komu til Danmerkur, var komið nálægt kosningunum þar, og fekk eg þá það svar, að danska stjórnin gæti ekkert frekara átt við málið fyr en eftir kosningarnar. Mér kom þetta á óvart, því að mér hafði verið sagt, að tilboðið um upptöku samninga, eins og reyndar alt sem kæmi frá Dana hálfu í íslands- málum, væri gert með ráði allra flokka þar. Þess vegna hafði eg ekki ástæðu til að ætla, að sending manna hingað stæði svo í sam- bandi við kosningarnar þar, að þeir gætu ekki komið hingað fyr, þótt eg gæti ímyndað mér, að samningum kynni ekki að verða lokið fyr en eftir að Ríkisþingið kæmi saman, að kosningunum loknum; en sendiménn hlutu að geta borið sig saman við Dana- stjórn í símskeytum. Að kosning- arnar í Danmörku stæðu þannig í sambandi við sendiför hingað, skildi eg ekki þá, því siður, sem það var eins vel búist við því, er um þessar samninga-umleitanir var talað í Kaupmannahöfn i vetur, að þingið kæmi saman enn fyr en varð. Drátturinn frá Dana hálfu verður reyndar nokkuð skiljanlegri nú, er vitneskja er fengin um, að brydd- ir á því að þetta mál sé orðið að deiluefni milli flokkanna í Dan- mörku. En þótt eg hefði vitað fyrir- fram, að þessi dráttur yrði, þá hefði eg samt ekki talið forsvaranlegt, að draga það lengur en gert var að kveðja þingið til fundar. Áður en þingið kom saman og svar þess fengið um samningsboð Dana, gat danska ráðuneytið ekki geit frek- ara í málinu, og það mátti altaf búast við, að einhvern undirbún- ing þyrfti frá Dana hálfu, áður en sendimenn kæmist af stað, ef svar Alþingis yrði játandi. Á hinn bóg- inn er það vitanlegt, að því meiri dráttur sem orðið hefði á því að Alþingi kæmi saman, því meiri dráttur hlaut að verða á öllum þessum málum, en mjög mikið tómlæti frá vorri hálfu í málun- um þótti mér Hlt sæmandi. — Eg verð því að halda því fram, að einnig með mögulegar samingaum- leitanir fyrir augum hafi ekki verið fært að draga lengur en gert var, að kveðja þingið saman. En þessa dagana verður úr því skorið hvort af samingaumleitun verði. Eg gat um það, að raddir hafi heyrstum það, að þaðhafi verið órétt af þingi og stjórn að vera að taka þessi mál upp nú, fánamálið eitt eða sambandsmálið í heild. Er talið aðsé vitanlegt að Dönumerþetta við- kvæmt mál, og verði heldur til að vekja gremju hjá þeim, og ef samn- inga verði leitað, en ekkert sam- komulag fengist, þá sé ver farið en heima setið, því að þá muni spilt vinfengi Dana, en Danir hafi verið oss mjög innan handar, og hjálpað og aðstoðað á margan hátt, meðan á ófriðinum hefir staðið og þessi hjálp sé oss nauðsynleg. Það sé fjarri mér að gera lítið úr þeirri greiðasemi, sem vér ,um hjá Dönum, án þess að vér lálum nokkuð i móti. Mér hefir fallið það illa, er eg hefi séð þetta vanþakk- að og gert lítið úr í blöðum hér á landi, en sem betur fer hafa og heyrst raddir í blöðunum, sem við- urkenna greiðasemi Dana. Mér er það kunnugra en flestum öðrum, með hve mikilli greiðasemi og góð- um hug dönsk yfirvöld og stofn- anir hafa greitt fyrir viðskiftuin vorum. Og hefir þetta verið af at- riði meðal annars fyrir skipakaup vor, vörukaup og peningalán. Vér höfum fengið skip vor frá Dan- mörku, Lagarfoss, Willemoes og Borg. Þetta hefðum vér ekki feng- ið annarsstaðar á sama tima, án nokkurs greiða móti, því að alstað- ar er þess gætt, svo sem verða má, að verzlunarflotinn minki ekki. Út- flutningsbann er á skipum, og sala til annara landa eigi leyfð á þeim, nema einhver fríðindi komi á móti, önnur en kaupverðið. En Danir hafa viðstöðulaust veitt útflutnings- leyfi á skipum til íslands, og greitt fyrir leigu á þeim. Sterling fengum vér að vísu frá Svíþjóð, en aðeins fyrir milligöngu Dana, og gegn mikilsverðum greiða frá þeim, — Yfirleitthefir jafnan verið útflutnings- leyfi á vörum hingað frá Danmörku og höfum vér fengið mikið þaðan af nauðsynjavörum, skal eg aðeins nefna rúgmjöl og sykur. Rúgmjöl hefir numið nú síðasl 5000 tons um árið; sykur síðustu árin 1000 tons, og hefir þetta ekki verið gróðí fyrir Danmörku, því að þá hefði máttfá bæði miklu meira verð fyrir þetla annarsstaðar en hér, og auk þess einhver hlunnindi á móti. Peningalán fengum vér allmikið hjá 5 stærstu bönkunum í Ivaup- ;mannahöfn í félagi við íslenzku bankana, miljón króna, þar af 1x/8 miljón frá íslenzku bönkun* um, og hjá einum hinna nefndu 5 banka, Handelsbanken, sem jafn-

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.