Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.06.1918, Blaðsíða 2

Lögrétta - 05.06.1918, Blaðsíða 2
LÖGRJETTA 9* an hefur sýnt íslandi velvild, þar að auki 2 miljón króna lán, auk dálítils hlaupareikningsláns. Vaxta- kjörin voru sanngjörn af hálfu dönsku bankanna, eftir þvi sem nú gerist, og þegar ræða er um lán til annars lands. Yfirleitt eru löndin nú lítið fyrir að veita er- lend lán, nema gegn miklum bein- um og óbeinum hagnaði. Við Ján- töku þessa, sem um tíma átti örð- ugt uppdráttar, naut eg aðstoðar forsætisráðherra Zahle og fjármála- ráðherra dr. Edvard Brandes. Auk þess leyfði dr. Brandes að 2V2 miljónar skuld, sem ísland var komið í við ríkissjóðinn danska, mætti standa vaxtalaust, og af- borgast eftir hentugleikum. Eg bauð að greiddir væru vextir af sktddinni, er hún væri orðin svona há, en dr. Brandes vildi ekki heyra það, og sagði að þessi viðskifti væri nú orðin yfir 40 ára gömul, og aldrei reiknaðir vextir. Síðar hefur fjármálaráðherra boðið vexti. Eg sagði, að stjórnarvöld dönsk hefðu sýnt oss velvild og greiðasemi. F'etta á ekki sízt við utanríkis- ráðherra Scavenius, sem jafnan hefir tekið í málaleitanir héðan með velvilja og fullum skilningi á aðstöðu vorri. Það má nefna það, að það var góðri milligöngu hans meðal annars að þakka, að vér fengum Sterling, og ekki sízt ber að láta þess getið, að hann hefir alls ekki blandað sér í þær ráð- stafanir, er ísland hefir gert á ó- friðarárunum í beinum viðskiftum við erlend ríki, svo sem í samn- inga og sendifarir til London og Vesturheims. Þetta afskiftaleysi hans liefir ekki öllum líkað fyrir handan pollinn, en eg heyrði haft ettir honum, að hann hefði svarað einhverjum, sem að þessu var að finna, að sér virtist íslendingar hafa komið vel ár sinni fyrir borð og það væri ekki ástæða til ann- ars fyrir Dani en gleðjast af því. Þótt eg fúslega viðurkenni alt þetta og þyki leitt, að það skuli ekki alment metið hér að verðleik- um, þá teldi eg það illa farið, efþað hefði nokkur áhrif á afstöðu vora í sjálfstæðismálunum, eða tefði nokkuð viðleitni vora við að fá viðurkendan fullan þjóðernisrétt vorn. Eg er þess fullviss, að þeir sem mestu hafa ráðið um aliar þessar fyrirgreiðslur í Danmörku, hafa ekki látið sér detta í hug að með þessu væri keyptur nokkur afsláttur á sjálfstæðiskröfum vorum. En setjum svo, að þær raddir hefðu eitthvað til síns máls sem telja það rangt af þingi og stjórn, að fara nú af stað með fánamál og önnur mál, sem Danir kysu heldur að kyr lægi, þá hefði samt verið ástæða til að kalla þingið saman sem fyrst, því að þá væri stjórnin i alvarlegri sök, og bætti það ekki fyrir henni, að skjóta sér undir þingið, því að engin stjórn má taka að sér að flytja mikils- verð mál, sem ekki er réttmætt bæði að efni og tima, og missýn- ist henni i því eða mistakist, þá á hún að fara frá, hvern þátt sem þingið svo hefir átt í því. Hvernig sem litið er á þessi mál, þá virðist mér einsætt og ómót- mælanlegt, að borið hafi, eftir rétt- um stjórnarfarsreglum, að kveðja þingið saman eigi síðar en gert var, og að það hafi alls ekki mátt dragast lengur. Þá virtist mér þörf á því að kalla þingið saman vegna vandræða þeirra, sem af styrjöld- inni stafa. Það var talið sjálfsagt í þinginu í fyrra, að aukaþing yrði i ár, en ekkert um það sagt, á hverjum líma. Nú lít eg svo á, að áslandið sé þannig, og sérstaklega sé að verða þannig, að í rauninni væri heppilegast að þingið væri stöðugt saman. — Það er altaf nóg um að hugsa og úr að ráða, ef menn að eins vilja skilja að nú eru aðrir tímar en venjulega. Það má heita, að vér íslending- ar höfum enn sem komið er, ekki orðið mikið varir óþæginda af ó- friðinum, í samanburði við flestar aðrar þjóðir. En nú erum vér að byrja að finna til þess fyrir al- • Símlykill A. B. C. 5ta Útg. og einkasímlykill. A. Gudmundsson. Stórkaupmaður. Síml: nr. 233, Lelth. 2 Commercial Street, Leith. Háttvirfi herra! Vissir kaupmenn hafa látid, frá sjer fara rangar skýrslur um kosti Middlesh ough saltsins til fisk- söltunar. Ut af því hefur herra Ward, fr amkvcenrdarstjóri North-Eastern Salt Co. ritad mjer sem hjer segir: »Hreint salt er naudsynlegt ef geyma á kjöt eda fisk svo ad vel sje. Þad kemur á ýmsan hátt í Ijós ef óhreint salt er notad, svo sem ad varan úldnar, sveppir myndast og hún upplitast o. s. frv. Middleshrough fisksalt er eins hreint og salt getur ordid med þeim framleidsluadferdum sem nú þekkjast. Saltlögur sá, sem þad er húid til úr, er dœldur úr hrunnum, en dœlurnar eru knúdar med rafmagni. Brunnar þessir eru 1000 fet á dýpt eda meira. Saltlögur þessi er sjerstaklega hreinn, en ádur en hann er látinn gufa upp er honum rent i gegnum stórar og haglega gerdar siur, til þess ad ná úr honum kornum þeim, sem i honum kunna ad fljóta. Lögurinn er þá tárhreinn og skœr sem kryst- all vœri og er hann hefur verid hakadur vid eld og saltid rannsakad af efnafrœdingum, reynist ad í þvi sjeu 99,34°/0 af matarsalti, nefnil.: Matarsalt.............................. 99,34°/0 Kolsúr Magnesia........................ 03— Brennisteinssúr Magnesía............... 02— Brennisteinssúrt Kalk.................. 57— Efni sem ekki leysist upp i vatni . . . 04— ~lœ,OQQ/0 — Efnarannsókn þessa gerdu þeir Pattinson & Stead, frœgir efnarannsóknarmenn. Af ofanritadri efna- rannsóknarskýrslu er þad Ijóst, ad í Middleshrough-salti er sama sem ekkert annad en hreint salt og þvi er þad sjerstaklega vel fallid til fisksöltunar. Þad er alkunnugt ad sveppir myndast oft i fiski, og ef sjávarsalt er notad, er mjög hœtt vid þvi ad hann taki ad rotna í hita og raka, eda ef hann er sendur til Midjardarhafslandanna eda annara landa er hafa álika loftslag. Astœdan til þess er sú, ad i þvi salti er mikid af kolsúru kalki, hrenni- steinssúrri Magnesíu o. s. frv. En efni þessi eru œtíd í sjónum og festast i saltkornum þegar saltid er framleitt vid sólarhita. Kalk og Magnesía draga ad sér raka og þvi myndast sveppir i þeim fiski, sem saltadur er med sjávarsalti, med þvi ad fiskurinn dtegur þá ad sér rakann úr loftinu. Þvi verdur eigi á móti mœlt, ad þad er minst hœtta á því ad sá fiskur skemmist, sem saltadur er med hreinu ensku fisksalti, og þann fisk, sem saltadur er med Middlesbrough-sálti, eda ödru ensku salti, er hœttulausara ad senda hvert á land er vera skal, en fisk sem saltadur er med sjávarsalti. 1 skýrslu fiskerindreka norsku stjórnarinnar árid 1908 er medal annars komist svo ad ordi: »En einn hlutur er áreidanlegur, ad enskt salt er hetra en spœnskt til fisksöltunar sökum þess, ad enska saltid varnar því ad maurar komist i fiskinn, en í spœnska saltinu er míkid af snýkjudýrum og þad hefur gert þurfiskversluninni mikinn skada. — tíökum stödugra umkvart- ana þeirra, er versla med fisk, hefur norska stjórnin látid sérfróda menn rannsaka þetta mál, og hefur þá sannast, ad adalorsök þeirra er saltid sem flutt er frá Midjardarhafslöndunum.« — Sama máli er ad gegna um söltun annara fisktegunda, svo sem sildar o. s. frv. — Margir fiskverkunarmenn nota sjávarsalt sökum þess hvad þad er ódýrt, en þad er mjög efa- samt hvort nokkur sparnadur er ad þvi, þegar öllu et á hotninn hvolft, sökum þess ad þeir kaupa þar meiri raka og önnur efni, eins og ádur er sagt, og sá fiskur sem saltadur er med sjávarsalti heldur sjer ekki eins lengi og sá fiskur sem hreinsad enskt sált er notad í. Þegar sveppir komast i fisk, hvort heldur þurkadan saltfisk eda óþurkadan, getur verid hœttulegt ad nota hann til manneldis. Henrik Bull ritar i Fiskitidindin norsku 7. nóv. 1908: »Nú er þad, ad í ensku sálti er.u svo sem engin Magnesiusölt; þegar menn því nota þetta salt i sild og mákril, þá verdur ad álita þad fullsannad, ad Magnesíusölt þurfi eigi til söltun arinnar. Þetta sýnist mjer svo Ijóst, ad ekki verdi fram hjá þvi gengid, og þetta er enn tnark- verdara fytir þá sök, ad á Englandi er enska saltid einnig dýrt, svo enginn efi er á þvi ad Midjardarhafssaltid yrdi þar ódýrara. Þegar því Midjararhafssalt er notad adeins stöku sinn- um, þrátt fyrir hid lága verd, þá verdur ad telja þad vist ad einhver kostur sje ad þvi ad nota enska saltid, og þá ad likindum sá, ad salta sildin sje betri ad gœdum. Þad er áreidan• legt ád menn sleppa vid rakann og hiturt hragd, sem þvi midur virdist fylgja sjávarsaltinu.v. Mig langar til ad vekja athygli á otdasveim þeim, sem komist hefur á loft, ad i Middleshrough• salti sje járn. Þad er ósatt og bláber uppspuni og virdist eiga rót sína ad rekja til islenskra kaup- manna i Kaupmannáhöfn, sem selja sjávarsalt til fslands. Þvi var haldid fram ad raudur litur á fiski kœmi af járni sem vœri i saltinu. Slikar stadhœf- ingar eiga sjer engan stad, þvi ad raudi liturinn i fiskinum kemur af smá sveppum Ciathrocytis roseo- persicina, sem valda rotnun. Þegar um midja 18. öld urdu menn þess varir, ad magasjúkdómar og önnur veikindi í enska sjólidinu var ad kenna sjávarsalti. Salt þetta var framleitt i Frakklandi og Midjardarhafslöndunum og flutt til Englands og úr þvi var saltad kjöt þad og fiskur sem sjólidsmennirnir höfdu til matar. Þetta vard til þess ad fundid var upp á þvi ad framleida hreinsad enskt salt til ad geyma i þvi kjöt og fisk. Hreinna sált en þetta getur ekki. í nordanverdum Noregi, á Murmannsströndinni og vid Hvitáhafid hefur Middleshrough salt verdi notad þvi nœr eingöngu nú i mörg ár.« Jeg get hœtt þvi vid, ad verslun min med Middleshrough-sált er sifelt ad aukást, svo ad nú skiftir hún þúsundum smálesta á ári, og mjer hefur aldrei horist ein einasta umkvörtun um saltid. Ef þjer þvi hafid eigi notad ádur Middleshiough-salt, þá vœnti jeg ad þjer nú pantid talsvert af þvi hjá mjer til reynslu, þvi ad jeg er sannfœrdur um ad þjer verdid hardánœgdur med þad. Virdingarfylst. <9L ^uSmunS^on. vöru. Vér verðum að haga oss svo og búa oss svo út, sem stöðugt þrengi meir og meir að. Enginn veit hvenær ófriðnum linnir, en hitt veit hver maður, að nú muni fara hríðversnandi fyrir hlutlaus- ar þjóðir, og þá ekki síður fyrir oss, Ráðuneytið þóttist sjá fram á að tímar þeir, er nú fara í hönd mundu verða mjög örðugir fyrir landið, framleiðsluskilyrðin fyrir vörur til að senda á erlendan markað versna, og máske verða þannig, að ekki væri unt yfir höfuð að framleiða, að örðugleikar á því að fá nauðsynjavörur að, verði æmeiri og meiri, og þær vörur sérstak- lega hækka í verði, svo að nauð- synlegt yrði að takmarka sem mest kaup á vörum frá útlöndum. Það er sem sé augljóst, að ef mikið af afardýrum neyzluvörum er keypt frá útlöndum, en vörur þær er vér höfum á móti að láta, eru fram- leiddar með skaða, eða þannig að það í rauninni hreint peningalega borgaði sig betur út af fyrir sig að framleiða þær ekki, þá sekkur landið fljótt í óbotnandi skuldir við útlönd. Ráðið við þessu er að reyna að láta landið sjálft framleiða sem mest af því, sem -vér þurfum að nota, því að jafnvel þótt sú fram- leiðsla verði kostnaðarsöm, þá verður landið í heild ekki fátæk- ara fyrir hana. Nú er það vitan- lega aðallega sumartíminn, sem notaður er hér til framleiðslunnar, og ráðuneytið taldi að ekki væri of fljótt til tekið, þótt farið væri þegar á þessu sumri, að gera kröftugar og almennar ráðstafanir í þessa átt. Það liafði hugsað sér, að þingið mundi vilja taka hönd- um saman við stjórnina um þetta, og þá varð þingið að koma sam- an fyrir sumarið. Það yrðu engar slíkar ráðslafanir gerðar á sumrinu, ef þingið kæmi ekki saman fyr en í júlí. Nú heyri eg þingmenn segja, að stjórnin hafi ekki lagt svo mikið fyrir þingið í þessa átt. Það er að vísu að nokkru leyti rétt. Þó voru lögð fyrir það í byrjun tvö frum- vörp, bæði um dýrtiðarhjálp og fráfærur. Það er kunnugt, hvernig fór fyrir fráfærnafrumvarpinu, sem átti að vera nokkurskonar próf- sleinn á því, hvort þingið vildi hallast að þeírri stefnu að reyna að framleiða sem inest af mat til neyzlu í landinu. Það er og kunn- ugt, hve erfitt dýrtíðarhjálpar-frv. stjórnarinnar hefir átt uppdráttar. Landstjórnin hefir látið vinna kol á Tjörnesi, það hefir orðið skaði fyrir landssjóð af námunni, en að minni hyggju ekki skaði fyrir þjóðina. Nú vilja þingmenn helst hætta við þessa framleiðslu. Stjórnin telur nauðsynlegt, að hafa heimild til að veitaatvinnulausufólki atvinnu. Það vill þiitgið ekki leyfa. Eg býst við, að þegar svona er ástatt, þá sé eðlilegt, að stjórn- in sé tregari lil að hafa frumkvæði að till. til bjargráða. Annars hafði stjórnin hugsað sér, að samvinn- an milli þingsins og hennar yrði máske ekki nú fólgin svo mjög í tilbúningi fjölmargra lagafrum- varpa, heldur í því, að taka sam- an ráð sín um það, hvernig fá má þjóðina til að spara alt, sem sem sparast getur, setja t. a. m. niður kornvöruskamtinn sem vera má, uppörfa þjóðina til að afla sér innlendra ætigrasa, fjallagrasa o. s. frv., leiðbeina í notkun fæðunn- ar, máske gera ráðstafanir til að ungir vinnufærir menn og konur, sem ekki starfa annars að fram- leiðslu, gerðu það um tíma svo sem í þegnskylduskyni. En eg verð að segja það, að hingað til virðist mér, sem háttvirlir þingmenn hafi ekki haft fullan skilning á nauð- syninni á sérstökum ráðstöfunum í þessa átt. Og ef ekkert breytist hugur þeirra að þessu Jeyti, þá verð jeg aðjáta, að þessara mála vegna gerir má- ske ekki svo mikið til hvort þing- ið kom saman fyr eða síðar. En jeg vona, að augu háttvirtra þing- manna hafi þessa dagana lokist upp fyrir alvörunni, og að þeir Símnefni „Vidar Leith“. skilji betur hvert stefnir, ef ekki er tekið til kröftugra ráða í tíma. Og þá er ekki ófyrirsynju þing- ið saman komið heldur fyr en síðar. Þá var það vitanlegt, að hag- ur landssjóðs var að verða mjög athugaverður og að einhver ráð þyrfti að finna til þess að útvega hon- um tekjur. Nú er óhætt að byggja á þvi, að að minsta kosti tvö tekju- frumvörp stjórnarinnar, sem lögð hafa verið fyrir þetta þing, verði að lögum 2—3 mánuðum fyr en orðið hefði, ef þingið hefði ekki komið saman fyr en í júlí. Það sem græð- ist landssjóði við það, að lögin komast þessum mun fyr í gildi, ætti að minsta kosti að verða nóg til að borga þingkostnaðinn. Jeg þykist með því, sem jeg heti tekið fram, hafa sýnt það og sannað, að það hafi ekki að eins verið forsvaranlegt að kveðja þing- ið saman þegar gert var eða ekki síðar, heldur hefði annað verið óverjandi. Tvð blðð af Lögrjettu koma út í dag, 24. og 25. tbl. Fjelagsprentsmiðjan

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.