Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 18.06.1918, Blaðsíða 1

Lögrétta - 18.06.1918, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti- 17. Talsimi 178. Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11 Talsími 359. Nr. 27. Háskóli Islands. Prófessor Björn M. ólsen kjörinn heiÖursdoktor háskólans 17. júní 1918. Fyrsti rektor Háskóla íslands og fyrsti kennari hans í íslenskum fræö- um, dr. B. M. Ólsen prófessor, hefur nú sagt af sjer embætti sökum heilsu- bilunar, en jafnframt hefur honum veriö sýndur sá sómi af Háskólanum, aö hann hefur fyrstur manna verið kjörinn þar heiöursdoktor, og er meö því kjöri stofnaöur nýr heiðurstitill, sem Háskólinn hefur umráð yfir. Fór doktorsvaliö fram í dag með mjög hátíðlegri athöfn í sal neðri deildar Alþingis, og hófst hún kl,- 1. Þingi og stjórn og öllum mentamönnum bæj- arins var boðið til hennar. Rektor háskólans, dr. Ágúst Bjarnason pró- fessor, ávarpaði samkomuna með eft- trfarandi ræðu: Göfuga samkoma! Fyrir rjettum sjö árum — á aldar- afmæli Jóns Sigurðssonar — var há- skóli vor settur á stofn í sölum þess- um undir forustu þess manns, sem varð fyrstur rektor hans og vjer nú ætlum að kveðja hjer í dag. Heilsa hans er farin að bila og ellin kallar að; sjer hann sjer því ekki lengur fært að rækja starf það, sem honum var falið hjer við háskólann, svo sem honum sjálfum mundi líka, og hefur því nú beðið um lausn í náð frá kenn- arastarfi sínu. Ekki er nú heldur jafn-bjart yfir hugum vorum og á þessari sólbjörtu sumarstund, er jeg nefndi, og ber margt til þess: ástandið í heiminum, örlög landa og lýða, og sá vandi og sú tvísýna, sem vor eigin þjóð er í á þessum alvöruþrungnu tímum. Auk þessa erum vjer nú hjer saman komnir til þess að kveðja einn vorn mætasta mann, er hann gengur frá starfi sínu, bilaður að heilsu og kröft- um. Er oss þetta sjerstakt hrygöar- efni og það á fleiri lund en eina. Því að auk þess sem hann bar höfuð og herðar yl’ir oss flesta samverkamenn sina og var því skóla vortim til hróð- urs og sæmdar, var honum falið ]>að starf, sem vjer teljum oss dýrmætast og hjartfólgnast, en það var það að hlúa að tungu vorri, bókmentum og menningarsögu. Honum bar að sá fræi þjóðrækninnar í hjörtu hinna ungu; hann átti að glæða ástina á vorri dýru tungu; og hann átti að bregða upp fyrir oss skuggsjá menip ingar vorrar að fornu og nýju, svo að vjer gætum greint þar kosti vora og kannast við vora þjóðarlesti. En nú er hann á förum. Nú er hann að kveðja oss og vjer hann. En ekki megum vjer skiljast svo við B j örn Magnússon Ólsen, að vjer eklci minnumst hans og ævistarfs hans að nokkru. Jeg hef viljann til þessa, en máttinn skortir mig til þess að gjöra það, svo sem maklegt væri. Vænti jeg þess því fastlega, að þjer, sem á mig hlýðið, takið viljann fyrir verkið og virðið mjer til vorkunnar, þótt jeg drepi að eins á hið helsta. Það mun mega telja doktorsrit- gjörð próf, B. M. Ólsens : R u n e r n e i den oldislandskeLittera- tur (1883) hið fyrsta sjálfstæða vís- mdarit hans. Heldur hann þar þeirri skoðun fram, að íslendingar hafi í öndverðu notað rúnir til skrásetn- ingar á lagaákvæðum sínum og elstu sagnaritum. Vísindamenn hefur jafn- an greint á um þetta atriði; væri því ofmælt að segja, að þetta rit próf,- Ólsen liafi tekið af skarið í þessu efni. En hinu fær enginn neitað, að hann rökstyður skoðun sína með þeirri kostgæfni, vandvirkni, lærdómi og skarpskygni, sem einkennir alla öndvegishölda á sviði vísindanna. Þessi ritgjörð var því sannur fyrir- boði þess, hvers vænta mætti af höf- undi hennar, og ber því síst að neita, að hann hefur meira en uppfylt þær vonir á öllum hinum síðari ritferli sínum, enda ávann hann sjer doktors- nafnbót fyrir þetta rit. I þessu fyrsta sjálfstæða riti hans birtast flestir þeir hæfileikar, sem einkenna hann síðar og hafa getið honum svo góðan orðs- tír víðsvegar um lönd : nákvæm rann- sókn og samanburður á heimildum, frjóvsamt ímyndunarafl, en samfara iví vísindaleg skarpskygni og dóm- greind. Þessir og aðrir fleiri vísindamanns- kostir njóta sín þó enn betur í hinni miklu og merku ritgjörð hans: U m S t u r 1 u n g u, en hana hlaut hann, svo sem kunnugt er, verðlaun fyrir ur sjóði Jóns Sigurðssonar og er hún prentuð í III. bindi í Safni til sögu íslands. Þetta er sannnefnt fyrir- myndarrit bæði að lærdómi, dóm- greind og skarpskygni. Og munu þeir, sem kunnugir eru Sturlungu, best geta metið það mikla rannsókn- arstarf, sem höf. hefur leyst af hendi í þessari ritgjörð sinni. Þá er hún kom út, hafði Sturlunga tvisvar verið gefin út, í fyrra sinnið af Hinu ísl. Bókm.fjelagi (Kh. 1816—20), í síðara sinnið af dr. Guðbrandi Vigfússyni (Oxford 1878). En báðar voru útgáf- urnar ófullnægjandi og fremur rugl- ingslegar, enda er ritsafn þetta i mörgum þáttum og innbyrðis afstaða þeirra óskýr; var það lítt rannsakað tram til þess tíma, þá er dr. Ólsen tók að gagnrýna Sturlungu. En ein- mitt slíka rannsókn tókst dr. Ólsen á hendur með fitgjörð þessari og gekk svo frá því starfi, að lagður var grundvöllur undir alveg nýjan lieild- arskilning á þessu merkilega ritsafni. Gerði liann eigi að eins grein fyrir afstöðu handritanna og hinna ein- stöku ]>átta innbyrðis, heldur leiðrjetti liann og margar villur í útgáfunum, leiddi sennilegar getur að höfundum þáttanna og sagnanna og afstöðu þeirra til söguhetjanna og brá nýju ljósi yfir sjálfa söguviðburðina og skapferli merkustu höfðingjanna á Sturlungaöldinni. Mörgum hefur ver- ið unun að lesa ritgjörð þessa, því að öllu, bæði smáu og stóru, sem verða má til þess að skýra efnið og afstöðuna, er þar til skila haldið; rökfærslurnar eru ljósar og skarp-v legar, innsæiö í huga og eölisfar höf- unda og söguhetja mjög svo djúp- skygnt og málblærinn. allur ijettur og látlaus. Með þessari ritgjörð sinni bjó dr. Ólsen svo í haginn fyrir vandaða útgáfu safnsins, að eigi varð betur á kosið, enda hefur dr. Kálund í hinni nýju útgáfu af Sturlungu (Kh. 1906 —11) tekið margar, ef ekki flestar af röksemdum lians og leiðrjetting- um til greina. Enn er ótalið eitt af merkustu rit- um próf. Ólsens, þeirra er skráð eru á ísl. tungu, en }>að er liin ítarlega rit-_ gjörð hans U m kristhitök u n a á íslandi árið 1000 og til- d fö g h e n n a r. Er hún gefin út af Rvíkurdeild hins ísl. Bókm.fjelags árið 1900 í núnningu 900 ára afmælis kristninnar á íslandi. Heldur próf, Ólsen þar. fram nýjum skoðunum á fjölmörgum atriðum viðvíkjandi stjórnarfari landsins á elstu tíð, úr- slitabaráttu heiðninnar og kristninnar hjer á landi og í Noregi og afstöðu og flokkadráttum hinna fornu og nýju goða um þær mundir. Þessi rit- gjörð er að ýmsu leyti frumlegust og iróðlegust af öllum ritum próf. ól- sens og mun enginn neita því, að hún sje stórmerkileg, jafnvel þótt hann geti ekki verið höf. samþykkur í sum- um greinum. I ritgerð þessari kennir mjög þessa frjóvsama ímyndunarafls, er einkennir svo mjög allflest rit próf, Ólsens, samfara framúrskarandi skarpskygni, dómgreind og tengigáfu, sem gerir 'það að verkum, að ýmsit kaflar í riti þessu verða svo sannfær- andi og hrífandi, að rnenn geta Iesið þá aftur og aftur sjer til lærdóms ogj anægju. Hver sá maður, sem ber uokkurt skyn á mannlýSingar í sagna- ritum, mun með óblandinni ánægju lesa lýsingar próf. Ólsens á aðalfor- vigismönnum þeirra trúar- og stjórn- Reykjavik, 18. júní 1918. XIII. árg. arstefna, er þá áttust við hjer á landi, því aö þær eru yfirleitt snildarlegar. Og enginn getur að vorri hyggju skil- ist svo við þetta rit, aö hann sann- færist ekki um þá niöurstöðu, sem próf. Ólsen kemst að, að kristnitakan hafi verið fult eins mikið sprottin af stjórnarfarslegum eða pólitiskum hyggindum eins og trúarlegum áhuga. — hafi með öðrum oröum verið eins konar „miðlun“ mjlli hinna fornu og nýju höfðingja til þess að raska ekki friðnum i landinu. Þá er að minnast á hinn mikla rit- gjörðabálk próf. Ólsens U m a f- stöðú Landn'ámu til ýmissa í slendingasagna, svo sem Egils. sögu, Hænsa-Þóris- s ö g u, E y r b y g g j a s ö g u, L a x- d æ 1 a s ö g u og G u 11 - Þ ó r i s s ö g u. Eru þær ritgjörðir allar skráðar á dönsku og prentaöar í „Aarböger for nordisk Oldkyndighed og Historie" á árunum 1904—10. Til- efnið til þessara ritgjörða er það, aö próf. Ólsen, eins og raunar flestir vís- indamenn nú á dögum, telur frum- stofn Landnámu hið elsta og ábyggi- legasta heimildarrit að fornsögu vorri, annað en íslendingabók, þó aö nú sje oröið að ýmsu leyti örðugt að greina frumtextann frá öðrum óá- byggilegum aðskotasögum. Er það ætlun próf. Ólsens, aö í handriti því af Landnámu, er nefnist M e 1 a b ó k, geymist leyfar af hinum elsta og ó- brjálaðasta sögutexta, þó að handritið í þeirri gerð, sem nú liggur fyrir, sje tiltölulega ungt og að ýmsu leyti gall- tiS. Munu ýmsir vera komnir á skoð- un hans um það mál nú, þó að hing- að til hafi verið lagt meira upp úr handritum þeim, sem geymst hafa í S t u r 1 u b ó k og Hauksbók, enda eru þau handrit fyllri og þykja hafa rjettara fyrir sjer að sutnu leyti. Það sem að er steínt í þessum rit- gjörðum, er að reyna að finna elstu og áreiöanlegustu sagnirnar um land- námsmennina og niöja þeirra, og Hgg- ur í augum uppi, að skýr og skarpur samanburður á elsta og upprunaleg- asta Landnámutextanum annars veg- ar og samkynja sögnum i ættarsög- unum eða íslendingasögum hins veg- ar hlýtur að geta leitt til nýrra álykt- ana um ýmis atriði, ef rækilega og samviskusamlega er jið unnið; enda getur enginn vafi á því leikið, að próf. Ólsen hefur með þessum ritgjörðum sinum unnið ísl. sögu og bókmenta- sögu ómetanlegt gagn, því aö með þessum rannsóknum sínum hefur hann varpað 'nýju ljófei yfir ýmis vafa- söm atriði í Landnámasögu vorri og iornsögu og greitt úr ýmsum flækj- um, sem áður virtust hart nær óleys- andi. Nú er langt frá því, að öllu sje hjer lil skila haldið, sem próf. Ólsen'heftu unniö í þarfir íslenskrar sögu og bók- menta, en samt mun þetta nægja til þess að sýna, hvaða afrek hann hef- ur unnið íslenskum fræðum. Þó hlýðir varla að ganga þegjandi fram hjá því, sem hann hefur ritað til skýr- íngar sjfcinni alda sögu vorri, einkum afstööu lands og þjóðar til Noregs- konunga bæði fyrir og eftir Gamla sáttmála, sem hann hefur gert að um- talsefni í tveim ritgjörðum i „And-i vara“ 1908 og 1909: U m u p-p h a f konungsvalds á íslandi og E n 11 u m u p p h a f k o n u n g s- valds á íslandi. Eru ritgjörðir þessar báðar mjög merkar og fræð- anid og ritaðar af hans venjulegu dómgreind, skarpskygni og sannleiks- ást, þótt enn kunni að leika nokkur vafi á sumum atriðum. Einnig hefur hann ritað mjög fróðlegar ritgjörðir Um skattbændatal 1311 og m a n n t a 1 á í s la n d i a ö f o r n u (Safn t. s. í. 19x0) og U m k o r n- y r k j ú á I s 1 a n d i a ð f o r n u (Búnaðarrit i9io).Margt fleira mætti telja, svo sem Eddu ritgjörðir hans, vísnaskýringar og vönduðu út- gáfur, eins og t. d. hina gullfallegu útgáfu háns af „S ó 1 a r 1 j ó S u m“ 1915. En jeg' ætla að iáta hjer staðar numið. Yfirleitt, hygg jeg, aö megi með sanni segja um alt vísindastarf próf. Ólsens og viðfangsefni þau, er hann hefur haft með höndum, að hann hafi ýmist ráðið frani úr þeim að fullu eða þó að minsta kosti greitt svo úr þeim með skýringum sínum og lag- færingum, aö vjer sjeum ólíkt nær fullri úrlausn og niðurstöðu eftir en áður, og er því full ástæða til að þakka honum mikið og vel unniö starf í þarfir vísindanna og í þágu lands og þjóðar. Þá er nú síðast áð geta þess, er hann sjerstaklega hefur unnið í þarfir háskóla vors. Nú í 12 kenslumisseri samfleytt fram til síðasta hausts, ef hann fjekk undanþágu frá kenslu- skyldu sakir heilsubilunar, hefur hann haldið fyrirlestra um b ó k m e n t a- s ö g u íslendinga og jafnframt skýrt og farið yfir E d d u k v æ ð i n. Bókmentasögu vora hgfur hann nú i þessum fyrirlestrum sínum rakið frá upphafi og alt sögutímabilið svo að segja á enda, og mun margur hlakka til að lesa það rit, er það kemur fyrir almennings sjónir. En Edduskýring- um hans mörgum er þegar viöbrugð- ið af lærisveinum hans og öðrum, er hafa haft færi á að kynnast þeim. (Sjá Arkiv for nord. Filologi). Þá er háskóli vor var settur á stofn, \ orum vj er s vo lánssamir að öðlast próf. Ólsen fyrir fyrsta kennara hans í isl. fræðum. Lán megum vjer telja þetta, sökum þess, að próf. B. M. Ólsen nýt- ur að maklegleikum álits g heiðurs víða um lönd sem einn hinn allra fremsti meðal núlifandi íslenskufræð- inga, enda hefur hann hlotið marg- víslega viðurkenningu fyrir. En um hina fágætu og ágætu kennarahæfi- leika próf. Björns M. Ólsens getið þjer, hinir mörgu boriö, sem hjer er- uð viðstaddir og allflestir hafið verið lærisveinar hans. Oss samkennurum hans hjer við háskólann er einkar- ljúft að votta, að samvinnan milli: hans og vor hefur verið ljúf og þýð, og á hinn bóginn viljum vjer ekki dyljast þess, að vjer höfum miklast af því að mega telja hann i vorum hóp. Qft höfum vjer kent bjarnaryls- ins í samvistunum við hann, og þess megum vjer minnast, að fáir hafa kunnað að brosæ svo hlýtt og inni- lega eða hlægja svo dátt og hjartan- lega eins og hann, þegar svo bar und- ir. En þó bjó jafnan alvaran og á- 1: yrgðartilfinningin að baki. Oss ætti því að vera öðrutp fremur skylt og þá sjerstaklega við þetta tækifæri, þegar hann er að kveðja oss og láta af embætti, að votta honum þökk vora og heíður fyrir alla hans miklu og góðu starfsemi. Hefur oss virst, að það yrði ekki gjört á annan hátt tilhlýðilcgri en þann, að vjer' gjörðum þenna fyrsta rektor vorn og fyrsta kennara háskólans í ísl. tungu og menningarsögu að f y r s t a h e i ð u r s d o k t o r v 0 r u m í í s 1, træðum fyrir það marga og mikla, sem hann hefur afrekað i þarf- ir tungu vorrar, bókmenta og menn- ingarsögu. En það mál ætla jeg nú þeim að teifa, sem er rjett kjörinn til þessa að lögum vorum, en það er í þessu talli forseti heimspekisdeildar, og þvi tekur nú próf., dr. phil. G u ð m. F i n n b o g a s 0 n til máls. Forseti heimspekisdeildarinnar, dr. Guðm. Finnbogason prófessor, mælti þá á þessa leið: Háskóládeildirnar hafa að lögum hver um sig rjett til að veita doktors- nafnbót, og er slík nafnbót veitt ann- aðhvort i heiðursskyni eða að undan- gengnu sjerstöku prófi. Á fundi heim- spekisdeildat- 27. f. m., þar sem allir fastir kennarar deildarinnar, nema prófessor Björn Magnússon Ólsen, voru við staddir, var samþykt að taka ttpp titilinn doctor litterarum islandi- carum — doktor í íslenskum fræðum, handa þeim mönnum einum, er heim- spekisdeild vill sýna sórna fyrir afrek i íslenskum fræðum. Doktorsbrjefið skyldi gefið út á íslensku og latínu og mætti þvi fylgja doktorshringur. Jafnframt samþykti deildin í einu • hljóði þá tillögu rektors Háskólans að sætna prófessor Björn Magnús- son Ólsen fyrstan manna þeinr heiðri. Sú von hefur vakað jafn-lengi og hugsjón íslensks háskóla, að íslensk fræði — þekking á íslenskri tungu, bókmentum og sögu — yrðu þau vís- indin, sem háskóli vor skaraði fram úr öðrum háskólum í. Og vjer eig- um að hafa þann metnað, að skilja sjálfir best og skýra vora ágætu tungu og alt, sem á henni hefur verið skráð, aðHornu og nýju. Vjer eigum að kosta kapps um, að Háskóli Is- lands verði hvervetna talinn æðstur dómstóll i íslenskum fræðum og við- urkenning hans hæstur heiður í þeim efnunt. Þetta hafði heimspekisdeildin fyrir augum, er hún samþykti að taka upp þá doktorsnafnbót,er jeg áðurgreindi. En þá var hitt jafn-augljóst, að pró- fessor Björn Magnússon Ólsen er sá maður, er allra hluta vegna hefur margsinnis til þiess heiðurstitils unn- ið, eins og rektor Háskólans hefur sýnt fram á i ræðtt sinni. Deildinni er það því bæði gleði og sómi, að próf. Björn Magnússon Ólsen verði fyrsti doktor Háskólans i íslenskum fræðum. Með því fær hún eigi að eins \ ottaö honutn virðingu sína og þökk íyrir hið ágæta starf hans i þarfir íslenskra fræða og Háskóla íslands, heldur er og nafn hans innsigli þess, að Háskóli vor setur markið hátt, og að þessi nafnbót er ætluð afreksmönn- um einum. I^Ieð þessum formála vil jeg í nafni heimspekisdeildar Háskóla íslands biðja rektor Háskólans að afhenda próf. Birni Magnússyni Ólsen dok- torsbrjef það, er deildin hefur satnið og samþykt. Þá stóð upp rektor Háskólans og mælti úr öndvegi: Samkvæmt því valdi sem mjer er gefið sem Rektor Háskóla íslands og samkvæmt tilmælum forseta heim- spekisdeildar, lýsi jeg hjer með yfir því í heyranda hljóði, að prófessor, dr. phil. Bjifrn Magnússon ólsen, R. af Dbr. og Dbrnt. er rjett kjörinn doctor litterarum islandicarum við heimspekisdeild Háskóla íslands. Þetta sje góðu heilli gjört og vitað! Því næst gekk rektor úr sæt: sínu iyrir stól heiðursdoktors og afhenti honum doktorsskjalið, sem er bundið i blátt silki nteð áletruðu nafni hans og titli, og dró jafnframt á hönd hon- um doktorshring úr gulli með svo- feldum ummælum: „Á hring þenna, sem er gjöf frá samkennurum yðar hjer við Háskól- ann og þjer eigið að bera til tninja um þenna dag og þessa athöfn, er dregin Iðunn með eplin. Alla ævi haf- :ð þjer endurnært anda yðar á ódáins- eplum íslenskra fræða og mun svo enn verða, meðan yður endist heilsa og líf. Er það ósk vor, að starf yðar í þarfir ísl. bókmenta tnegi halda anda yðar síungum og að þjer jafnan, cr yður verður litið á þenna hring, megið minnast Háskólans, og vor, starfsbræðra yðar, með hlýjum hug. Með þessum ummælum óska jeg yður heilla, heiðurs og-blessunar og þakka yður alt það góöa og mikla starf, er þjer hafið unnið' í þarfir Háskóla vors og ísl. bókmenta.“ Síðan gekk rektor tii sætis, en heiðursdoktor stóð upp og þakkaði. Á undan og eftir söng 17. júní kafla úr „Háskólaljóðunum".

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.