Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 18.06.1918, Blaðsíða 4

Lögrétta - 18.06.1918, Blaðsíða 4
t '104 Guðm. Friðjónsson skáld flutti hjer fyrirlestur í Báruhúsinu síSastl. föstu- dagskvöld, og var húsiö svo fult sem | tramast mátti verSa. Hann talaSi um ýmislegar þjóSsagnir og lærdóma þá, sem í þeim feldust, og var gerSur 1 hinn besti rómur a'S máli hans. Öllum var þaS áSur kunnugt af afspurn, aS hann er orSlagSur ræSumaSur noúSan lands, en hjer hafa menn ekki átt kost á aS heyra til hans fyrri en nú. Próf. Emb.prófi í lögfræSi bafa ný- lokiS hjer viS háskólann Páll E. Óla- i r son og Sveinbjórn Jónsson, báSir meS 1. eink. — Fyrri hluta læknaprófs hefúr nýl. tekiS viS Khafnarháskóla Samúel Thorsteinsson, meS 1. eink Skipstrand. 13. þ. m. strandaSi skamt frá SandgerSi seglskip, sem „A. Andersen“ heitir og var á leiS hingaö frá útlöndum meS saltfarm til hf. „Kol og salt“. „Geir“ hefur nú náS því út og komiS því hjer inn p. höfn, og er þaS sagt ekki mikiS skemt. Sauðanessprestakall er nú veitt sjera ÞórSi Oddgeirssyni í Bjarna- nesi. Bókmentafjelagsforseti hefur veriS kosinn dr. Jón Þorkelsson, skjala- vörSur, en varaforseti dr. GuSm. Finnbogason prófessor. AtkvæSi voru talin á laugard. Sambandsmálið. í þingnefnd þeirri, sem hafSi ís- landsmál til meSferSar i Danmörku, hefur Borgbjerg jafnaSarmannafor- mgi, ritstjóri „Social-demokraten“s, veriS kosinn framsögumaSur í Fólks- þinginu, en Krag í Landsþinginu. Samkomulag hefur ekki orSiS um máliS milli dönsku ]iingflokkanna. í- haldsmenn hafa skilist frá hinum flokkunum. Ein fregnin segir, aS í- haldsmenn sjeu ósamdóma hinum um valdsviS íslandsmálanefndarinnar. Þeir krefjast þess, aS samningum viS y íslendinga verSi frestaS þangaS til stríSinu sje lokiS. En þeirri fregn fylgdi þaS þegar, aS líkindi væru til áS þeir yrSu i minni hluta meS þá kröfu. Ennfremur segja símfregnirn- ar, aS þeir heimti, aS samningar fari íram í Khöfn, en aS þeir geti ekkí komiS sjer niSur á grundvelli til samninga. Hinir flokkarnir eru sammák, segja símfregnirnar, og þaS eru þá auSvita'S þeir, sem ráða. Sendinefnd á aS koma hingaS til samninga um máliS, eins og ráSgert hafSi verið. Um hana segir í skeyti frá 14. þ. m.: „Sagt er, að skipaSir muni verSa í sendinefndina, sem til íslands á aS fara, þeir Hage verslunarmálaráS- herra, fyrir stjórnarinnar hönd, Borg- bjerg, af hálfu jafnaSarmanna, I. C. Christensen fyrv. forsætisráSherra, af hálfu vinstrimanna, og Arup prófes- sor, úr stjórnarflokknum, auk tveggja skrifara." UmræSur um málið voru í Ríkis- þinginu síðastl. laugardag. Sendinefndin kemur. Frá Kaupmannahöfn er símað 15. þ. m.: Meiri hluti íslandsmálanefndar- innar, 15 menn, leggur til, aS gengið verði til samninga viS ísiendinga um sambandiS við Danmörku, og væntir ríkisþingið þess, að stjórnin geri þeg- ar í staS nauðsynlegar ráðstafanir til þess aS senda fulltrúa til Reykjavík- ur. Minni hlutinn, þrír íha]dsmenn, álítur, aS tími til samninga sje óheppi- legur og leggur þess vegna til, aS samningum sje frestaö. Nefndarálit- unum fylgja ítarlegar skýringar sögu- legs- og stjórnmálalegs efnis, og um viðskifti Dana og íslendinga síðustu mannsaldrana og fram aS þessum tíma. Eru þar meðal annars birt sím- skeyti og brjef, sem farið hafa milli Zahles forsætisráðherra Dana ogjóns Magnússonar forsætisráðþerra ís- lendinga. UmræSur um þetta mál hóf- ust í ríkisþinginu kl. 11 og var til- iagan staðfest í ríkisráði eftir há- degi. Útnefning sendimanna til Reykja- víkur hefur þegar veriö kunngerS, og leggja sendimenn á stað frá Kaup- töGRJETTX mannahöfn um Bergen á þriðjudag- inn kemur. Tillaga meiri hluta nefndarinnar var samþykt í Fólksþinginu með 102 : 19 atkvæöum og í Landsþinginu með 46:15 atkvæðum. Símskeyti frá Ritzau. Khöfn, 16. júní. Önnur og síðari umræða ríkis- þingsins um ísalndsmálin fór þannig fram: Starfandi forsætisráðherra, fjár- málaráðherra Edward Brandes, lýsti því yfir, aS stjórnin gæti fall- ist á tillögur meirihluta neindar- innar. Hann sagði, að sambands- cieilan milli Danmerkur og íslands hefði nú staðiö yfir í mörg ár og rú að síðustu harðnað svo, að a:skilegt og nauðsynlegt væri, að byrjaS -yrði á samningatilraun- um svo fljótt sem unt væri. En þaS væri ómögulegt að binda hendur tulltrúanna fyrir fram á nokkurn hátt. Hann harmaði þaS, aS ekki hefði verið unt aS fá flokkana til &S fylgast að málum. Islendingar væru einhuga, en sendinefnd Dana ætti ekki alla þjóð sína aS baki sjer. ÞaS gerði samningana erfiö- ari, en þó mætti gera sér bestu vonir um árangurinn. Danir ósk- uðu þess allir einhuga, að ísland og Danmörk mættu einnig í fram- tiðinni halda saman. Tillagan um að senda fulltrúa til Reykjavikur var samþykt með 102 atkv. gegn 19. í Landsþinginu fóru umræðurnar í sömu átt og i Þjóðþinginu og var tillagan þar samþykt meS 46 atkv. gegn 15 og greiddi Rottböll fyrv. ihaldsrnanna-ráðherra atkv. meS meirihiutanum og á móti í- haldsflokknum. Khöfn, 16. júní. Konungurinn skipaSi í gær sendi- r efndina, sem á að íara til Reykja- víkur, þá Chrostoffer Hage versl- unarmálaráðherra og þjóðþings- menúina I. C. Christensen, Borg- bjerg og Erik Arup, prófessor við háskólann. Hage er formaSur nefndarinnar. RáSuneytiS hefir skipað cand. jur. Magnús Jónsson ritara nefnd- arinnar. BlöSin láta þá von í ljósi í dag, rö nefndinni takist að komast aS samningum, sem verði bæSi Islandi og Danmörku til gagns og gæfu Sænsk og norsk blöS segja aS málið snerti ekki aöeins Danmörku og ísland, heldur næst þeim Öll Norðurlönd. Dansk.-ísl. kaupmenn krefjast þess að fá fulltrúa í sendinefndina íslensku. Tulinius mótmælir þvi og segir að þeir eigi ekkert tilkall til sliks og beri ekkert ckyn á þau mál. Strídið. Síðustu frjettir. ÞjóSverjar sækja fram í áttina til Parísar, einkum meðfram Oise-ánni og þar fyrir sunnan, milli hennar og Ourcq-árinnar. Einnig hafa orustur staöið á svæðinu fyrir norðan og vest- an Oise til Montdidier. ÖSru hvoru er sagt frá gagnáhlaupum af hálfu bandamanna, en þó hefur herlína Þjóðverja þokast áfratn síðari dag- ana á svæSinu frá Montdidier til Marne, einkum í miSjunni. Fregn frá 12. þ. m. segir her Þjóðverja kominn til Bailly, meSfrám Oise, og fregn frá 14. þ. m. segir að Þjóðverjar sæki ákaft á þar fyrir sunnan, milli Aisne- árinnar, sem fellur í Oise nokkru fyrir sunnan Bailly, og t»l Villers Cotterets, sem er á aðalleiðinni frá Soissons til Parísar. Annars segir ónnur fregn frá 14. þ. m., að frá París sje símað, að álitið sje, áð sókn Þjóð- verja sje stöðvuö. Viðbúnaöur hefur verið til þess í París, að flytja borg- arlýðinn burt þaðan, og söfn og fjár- sjóði, og segir símfregn frá 14. þ. m., aS þeim viðbúnaði sje þá lokið. Kosningaumbótafrumvarp. þýsku stjórnarinnar vaf felt í efri deild prússneska þingsins, segir t símfregn irá 11. þ. m., en samþykt miðlunar-. frumvarp, sem ætlar mönnum, sem komnir eru á vissan aldur, og em- bættismönnum, 2 aukaatkvæöi. Inn- anríkisráðherrann lýsti því yfir, aS stjórnin neitaði aö fallast á þessar breytingar. Búist við aS þingið verði rofiS í haust. Efri deild finska þingsins hefur samþykt, lagafrumvarp um konungs- stjórn í Finnlandi, segir fregn frá 11. þ. m. SíSari fregnir segja megnan flokkadrátt orðinn út af því máli. Vopnahlje hefur verið samið milli Ukraine og Rússa. Utanríkisráðherr- ann í Ukraine-krefst þess, að Kríni- skaginn verði lagður undir Ukraine. Það er sagt, aS keisarasinnum í Rússt landi aukist fylgi, og láti þeir nú all-> mikið til sín taka. Borgarstjórinn í Sheffield á Eng- landi hefur verið hneptur í varðhald og ákærður fyrir aö hafa gefið Þjóð- verjum upplýsingar. Austurríkismenn hafa mist vígskip, sem skotið var tundurskoti. Alþingi. Lög frá Alþingi. 11. Um hafnsögu í Reykjavík. — 1. gr. Öll skip, sem eru 30 smálestir kruttó að stærö eða meira, skulu, hvort sem þau nota hafnsögumann eða ekki, vera skyld til að greiSa haínsögugjald í fyrsta skifti á ári hverju, er þau koma frá útlöndum og leggjast viS festar innan takmarka Reykjavikurhafnar. Komi skip oftar á sama ári, skal það ekki greiðh hafnsögugjald nema það noti hafn- sögumann. Herskip, skemtiskip og fiskiskip, sem skrásett eru hjer á landi, eru undanþegin hafnsögu- gjaldi nema þau noti hafnsögumann. — 2. gr. Hafnarnefnd Reykjavikur hefur á hendi yfirstjórn -hafnsögu mála í Reykjavík. Hafnarnefnd skip- ar hafnsögumenn, svo marga, sem þurfa þykir, og ákveður laun þeirra. Launin greiðast úr hafnarsjóði Reykjavíkur. — 3. gr. Hafnsögugjald greiðist samkv. reglugerö, er hafn- arnefnd Reykjavíkur semur og stjórnarráð íslands staðfestir, og skal í þeirri reglugerö jafnframt ákveða, hvert gjald skuli greiða fyrir leiö- sögu út úr höfninni og um höfnina, þar á meðal inn í innri höfnina og út úr henni. Öll gjöld samkv. reglu- gerðinni renna í hafnarsjóð Reykja- víkur, og má taka þau lögtaki. — 4. gr. Um framkvæmd hafnsögunnar og innheimtu hafnsögugjalds skal nán- ar tekið fram i reglugerS, er hafnar- nefnd Reykjavíkur semur og stjórn- arráð íslands staSfestir — 5. gr. Brot gegn lögum þessum eða reglugerðum, er settar verða samkvæmt þeim, varða sektum, alt að 1000 kr. Með mál út af slíkum brotum skal fara sem almenn lögreglumál. ■— 6. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar i stað, og eru þá jafnframt numin úr gildi öll önnur lagaákvæðí, sem koma í bága við þau. 12. Um bæjarstjórn Vestnlanna- eyja. 1. gr. Vestmannaeyjar skulu teknar í tölu kaupstaða. — 2. gr. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum skal vera bæjarfógeti. Hann hefur auk þess öll hin sömu störf á hendi og sýslumaðurinn nú, enda hafi sömu laun úr landssjóði. —- 3. gr. Bæjar- stjórn stýrir máleínum kaupstaðar- ins; í henni eru kjörnir bæjarfull- trúar og bæjarfógeti. Hann er odd- viti hennar og hefur atkvæðisrjett á fundum. Bæjarsjóður greiðir honum 500 kr. í skrifstofufje. Samþykki ýá greiddra atkvæða með leynilegri at- kvæðagreiSslu kjósenda, skal í stað bæjaríógeta kosinn bæjarstjóri til 6 ára í senn, á sama hátt og bæjarfull- trúar. Flann skal launaður af bæjar- sjóði. — 4. gr. Bæjarsjóður eignast allar eigur Vestmanneyjasýslu og Vestmannaeyjahrepps, og tekur aö tekur aS sjer allar skyldur hans og skuldbindingar. — 5. gr. Forsíaöa Bæjarmálefna og framkvæmd á- kvarðana þeirra, er bæjarstjórn tek- ur, er á hendi oddvita. MeS samþykt skal setja fastar nefndir til þess að iara með einstök bæjarmál, og skal í samþykt kveöið á um skipun, verk- sviS og vald þeirra nefnda. Þó má bæjarstjórn fela einum eða fleirum fulltrúanna framkvæmd einstakra bæjarstarfa, eftir reglum, sem hún setur um það. — Allir bæjarfulltrúar eru skyldir aS taka aS sjer þau sjer- stöku bæjarstörf, sem þeim verða fal- in á hendur. Fyrir nefndarmenn, kosna utan bæjarstjórnar, gilda sömu synjunarástæður og starfstímatak- niörk og um bæjarfulltrúa. — 6. gr. Bæjarfulltrúar eru 9. Tölu þeirra má stjórnarráöið breyta, efti tillög- um bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúa kjósa bæjarbúar, sem kosningarrjett hafa eftir lögum þessum. 13. Um mótak. — 1. gr. Nú á mað- ur eða hefur umráS á landi, þar sem mótak er aflögu, og er hann' þá skyld- ur til aö láta það af hendi til mó- taks, eftir því sem nauðsyn er á og eftir þeim reglum, sem settar eru í lögum þessum. Eigendur eSa leig- jendur lands eru einnig skyldir að leyfa að þurka, hlaða upp og geyma í landi sínu mó þann, sem þar er tek- inn upp. Ef ágreiningur verður milli eiganda eða umráðamanns mólands og þess, er óskar mótaks, um, hvort hinn fyrnefndi hafi ipótak aflögu og hvort hinum síðarnefnda sje nauðsyn á mótaki á þeim stað, eða hvar í landinu megi þurka og geyma mó, skal hreppsnefnd eða bæjarstjórn, þar sem mólandiS er, skera úr, og verður þeim úrskurði ekki áfrýjáð. Meöan nægilegt móland er innan takmarka hrepps eða kaupstaðar, er óheimilt mótak utan þeirra takmarka, nema aðiljar sjeu ásáttir um eða mikl- um mun auðveldara að ná' mónum vegna aðdrátta. — 2. gr. Sá, sem þarfnast mótaks og nær ekki viðun- anlegum samningum við eiganda eöa umráöamann mólands, getur krafist þess af bæjarstjórn eða hreppsnefnd, þar sem hann er búsettur, að hún gefi honum vottorð um, hversu mik- iö hann teljist þurfa af mó til eins árs. MeS vottorð þetta getur hann snúið sjer til bæjarfógeta eða sýslu- manns og fengið hjá honum kvadda 2 hæfa og óvilhalla menn til að meta gjald fyrir mótak það, er hann þarfn- ast samkvæmt vottorði hreppsnefnd- ar. Rjett er og, að fleiri sjeu saman nm að fá tilnefnda matsmenn, og bæj- arstjórn eða hreppsnefnd getur einn- ig fengið tilnefnda menn til að meta gjald fyrir mótak handa fleiri eða færri af íbúum kaupstaöarins eöa hreppsins, eða handa íbúum ákveö- ins hluta hrepps eðakaupstaðar.en til- greina skal þá jafnan, hversu mikiS ætla megi að þurfi af mó. 3. gr. Gjald fyrir mótak, þurkun mós, upphleðslu, geymslu, hnausstungu, torfristu og átroðning, skulu hinir kvöddu menn meta, eftir gæðum mós, þykt hans, legu mólands og gæðum, og yfirleitt öllu, sem máli skiftir um verömæti hans og mólandsins. Þó má gjaldið venjulega ekki vera hærra en 10% umfram þaði gjald, sem tekið var fyrir mótak á þeim stað árið 1917; en liafi enginn mór -þá veriS tekinn þar, skal hafa hliðsjón af slíku gjaldi á þvi ári í sama bygðarlagi. Nú er móland leigujarSa tekiði samkvæmt lögum þessum, og skiftist gjaldið þá milli landsdrottins og leiguliöa, eftir mati sömu manna, nema aöiljar komi sjer saman um skiftinguna. — 4. gr. Sá, sem fær mótak samkvæmt lögum þessum, er skyldur að ganga þannig frá mógröfum, að skepnum stafi eigi veruleg hætta af. — 5. gr. Brot gegn lögum þessum varða sekt- um, frá 10—1000 kr., og fer um mál út af slíkum brotum sem um al- menn lögreglumál. —• 6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda með- an Norðurálfuófriðurinn stendur. Þó skulu ákvæði 3. gr. gilda um gjafd fyrir mótak á árinu 1918. Þingsályktunartillö gur. 37. Um almenningseldhús. Frá bjargráðanefnd n. d. — Alþingi alykt- ar aö heimila landsstjórninni að veita tveim mönnum, einum karlmanni og einum kvenmanni, sem bæjarstjórn Reykjavíkur mælir með, alt aö 4000 kr. styrk til þess að kynna sjer er- lendis fyrirkomulag almenningseld- húsa og rekstur þeirra. Styrkur þessi veitist gegn því, að Reykjavíkurbær leggi fram eigi minna en einn fjórða bluta kostnaöar. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í IIMh Sigfúsar lyaiuadssonar. Lárus Fjeldsteö, yfirrjettarmálafærslumaður Lækjargata 2. Venjulega heima kl. 4—7 síöd. 38. Um dýrtíSarvinnu. Frá Sig. Sig. — Alþingi ályktar að heimila lands- stjórninni, álíti hún nauösynlegt að útvega fólki dýrtiðarvinnu, aS gera samning við stjórn Flóa-áveitufje- lagsins um vinnu viö framkvæmd Flóa-áveitunnar, eða einhvers hluta þess verks, fyrir atvinnulaust fólk, og að greiða beint úr landssjóði óhjá- kvæmilegn halla, sem verða kann á þessari vinnu, eftir þvi er um semur við þá, er þar eiga hlut að máli. Þingmannafrumvörp. 23. Um siglingaráð. Flm. Matth. Ól. — 1. gr. Fulltrúanefnd sú, sem skipuð er samkvæmt lögum þessum, nefnist siglingaráð íslands. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. 2. gr. Tilgangur siglingaráðsins er aS vernda og efla siglingar landsins og alt, sem að þeim lýtur, samkvæmt því sem nánar er ákveðiS í lögum þessum. 24. Um viðauka við lög nr. 5, 1. febr. 1917, um heimild fyrir lands- stjórnina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum. Flm. Magn. Torf. — Aftan við 3. gr. laga nr. 5, 1. febr. 1917, bætist ný málsgr., svo hljóöandi: Engar vörur aörar en nauðsynjavörur, má flytja til lands- ins nema með; leyfi stjórnarinnar, og getur hún með reglugerS bannað innflutning á vörutegundum, sem aö hennar dómi eru ónau’ðsynlegar, 25. Um sölu á prestsmötu. Flm. 10 þingm. í n. d. — 1. gr. Iieimilt skal þeim, er prestsmötur eiga aS greiða, að fá þær keyptar af sjer eftir lög- um þessum. — 2. gr. Sá er kaups beiSist á prestsmötu, sendir um þaö beiðni til landsstjórnarinnar. VerS prestsmötu ákveður svo landsstjórn- m þannig, að 5% af verðhæðinni veiti sömu vaxtaupphæð, sem hiS árlega prestmötugjald hefur numiö að me'ð- altali eftir verðlagsskráTverði á smjöri næstliðin 10 ár í sýslu þelrri, er kaupbeiðandi á heima í. Þó skal ekki tekið tillit til smjörverðs þau ár, sem ófriöurinn stóS, sá er hófst 1914. — 3. gr. kaupandi greiðir aS minsta kosti einn tíunda hluta kaup- verSsins urn leið og kaupin eru gerð. En fyrir" eftirstöðvunum skal gera skuldabrjef, meö veði í fasteign, er landsstjórnin tekur gilt, og greiðast þær síSan á 10 árum með jöfnum afborgunum ásamt 5% vöxtum. Heimilt er aö greiða kaupverðið í einu lagi. — 4. gr, 'Andvirði prests- mötu renni í prestlaunasjóö, er grei'S- ir síöan viðkomandi presti vexti þá, er fást af andvirSi prestmötunnar. — 5- gr. Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1919. 26. Um almenn sjúkrasamlög. Flm. Bj. Stef. Feld frv. 6. Frv. um veðurathugunarstöS' í Rvík vísaði efri deild frá meö svo- hlóðandi rökstuddri dagskrá. Með því aS deildin telur, aS veðurathugunar- stöð í Reykjavík þuríi meiri undir- búning og áætlanir um kostnað og annað heldur en nú eru fyrir hendi, og eSlilegast er, aS landsstjórnin á sínum tíma annist þann undirbúning, þá tekur hún fyrir næsta mál á dag- skrá. Fjelagsprentsmiðjan.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.