Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 03.07.1918, Blaðsíða 2

Lögrétta - 03.07.1918, Blaðsíða 2
LÖGRJETTX ÍÍ2 uglýsing e Það tilkynnist liér með öllum seljendum, að útflntningsnefndin liefir ákveðið að taka af liverri söluupphæð ’/2 — hálf — °/0 til kostnaðar við ráðstafanir, störf og framkvæmdir nefndarinnar. Komi það fyrir, að þetta gjald nægi eigi til slíks kostnaðar, áskilur nefndin sér rétt til að jafna niður á seljendur ])ví er á kynni að vanta. Reykjavík, 29. júní 1918. Útnutnlngsnefnd.iu. Thor Jensen, formaður. Pétur Jónsson. O. Benjamínsson. as AUir þeir, sem staðist hafa próf upp i Efri deild, svo og þeir, sem stað- ist hafa inntökupróf, eiga að senda umsóknir um skólann fyrir I. septem- ber næstkomandi. Einnig skulu þeir, er loforð hafa fengiö um upptöku í haust, ef þeir standast inntökupróf, láta vita fyrir i. september,vhvort þeir ætla sjer að koma. ' Nýjum umsækjendum veröur ekki svaraö fyr en eftir i. septeinber. Allar umsóknir eiga að sendast herra bankastjóra Sighvati Bjarnasyni. Fari svo mót von að skólahald veröi bannaö, veröur þaö' auglýst þegar í stað. Reykjavík, 27. júní 1918. F. h. skólastjórans Helgfi Jónsson. Innilegt hjartans þakklæti til allra er sýndu hluttekningu viö frá- fall og jarðarför móður og tengdamóður okkar, Arnbjargar Jóns- dót'tur. Börn og tengdabörn hinnar látnu LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og vi8, minst 60 blöð alls á ári. VerS kr. 7.50 árg. á Islandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi I. júli. Loftskeytastöðin í Reykjavík. Eins og áður hefur vefíð frá skýrt hier í blaðinu, var blaðamönnum boð- ið að skoða loftskeytastöðina hjer um það leyti sem hún tók til starfa, nú fyrir skömmu. Flr. Forberg símstjóri sagði þá sögu stöðvarinnar og er hún á þessa leið: Með lögum um ritsíma og talsíma- kerfi íslands frá 20. október 1913, var heimilað að byggja loftskeyta- stöð í nánd við Reykjavik. Átti aðal- tilgangur stöövarinnar að vera sá, að vinna við skip í hafi og annast vara- samband til útlanda. — Vegna stríðs- ins og annara ástæða seinkaöi fram- lrvæmd málsins þangað til sumariö 1916, að þeir Einar Arnórsson, þáver- andi ráðherra, og landssímastjórinn fóru til Danmerkur og 1. júlí sama ár var gerður samningur við Marconi- fjelagið um að byggja 5 kilowatta loftskeytastöð á Melunum við Reykjavik. Um haustið veitti breska stjórnin útflutningsleyfi á tækjunum og j desember 1916 kom mest alt efni til stöðvarinnar'hingað til Reykjavík- ur. Bæjarstjórn Reykjavíkur ljet af hendi 20.000 fermetra lóð á Melunum gegn 300 kr. árlegu lóðargjaldi. Þá um haustið (1916) var einnig byrjað að reisa hús fyrir stöðina. Einari Er- lendssyni byggingameistara var falin yfirumsjón við húsbygginguna, og má telja, að lokið hafi verið við smíði hússins um síðustu áramót. Húsið er einlyft, með háum kjall- ara. Það er 56X33 fet, bygt úr stein- steypu og hið vandaðasta í alla staði. í kjallaranum er þriggja-herbergja í- Itúð fyrir dyravörð stöðvarinnar, auk eldhúss, þvottahúss, miðstöðvarhita- vjelar og -geymslu fyrir olíu og eldi- við. Uppi eru þrjú herbergi fyrir loft- skeytatækin : eitt fyrir sendivjelarnar, annað fyrir rafmagnsgeymirinn og hið þriðja fyrir móttökuvjelarnar. Á.uk þess eru þar tvö herbergi fyrir símritunar- og loítskeytaskólana og tvö herbergi fyrir forstjóra stöðvar- innar. Húsi'ð, ásamt raflýsingu, hit'a- leiðslum og vatnsleiðslu, kostar um 77000 kr. Húsiö er enn þá ómálað að utan. — Möstur stöðvarinnar eru tvö og standa sitt hvoru megin við húsið. Þau eru 253 ensk fet á hæð hvort og 600 fel á milli þeirra. Hvert mastur er bygt úr 23 tíu feta stálpípum, en efstu 23 fetin eru úr trje. 12 stálvírar styðja hvort mastur. Stálvírar þessir eru ein- angraðir frá möstrunum og jörðu. Þeim er fest í átta stóra og sterka cementsstöpla. Hver stöpull er 8X9 fet og grafinn um 9 fet í jörðu. Möstr- in standa einnig á sams konar ce- mentsstöplum. Þessir cementsstöplar ertt 10 talsins og auk þess 7 minni fyr- ir festar loftnetsins — samtals 17 stöplar. Milli masturtoppanna eru strengdir 4 broriceþræðír og úr miðju þeirra aðrir 4 þræðir niður að jörðu og inn í vjelaherbergið. Sinn hvoru megin vrð húsið eru grafnar í jöröu, > tvo hálfhringi, 56 galvaniseraðar járnplötur og við þær tengdir járn- vírar, sem grafnir eru niður milli mastranna, og einnig leiddir inn i vjelaherbergið. Þetta er kallað „jarð- arsamband“ stöðvarínnar. Uppsetn- Ing mastra, stálvíra, loftneta, ce- mentsstöplar og jarðarsamband kost- ar um 33,500 kr. í vjelaherberginu er senditækjun- um komið fyrir. Aðalhreyfivjelin er 15 hestafla, þriggja cylindra steinoliu- mótor. Hann er útbúinn með raf- kveikju og einnig látinn ganga fyrir bensíni. Áfast við mótorinn er jafn- straumsvjel, og gerir hún hvort- tveggja, að hlaða rafmagnsgeymi og knýja 9% hestafla straumhreyfivjel. Rafmagnsgeymirinn knýr straum- hreyfivjelina þegar steinolíumótorinn er ekki í gangi. Við straumhreyfivjel- ;na er tengd straumbreytivjel. — Mót- tökutækin eru 4, þar af 3 af kerfi Marconi’s og eitt „Audion“-tæki pe Forest’s. Móttökutækin hafa reynst aíbragðsvel, en ekki er hægt enn sem komið er, að segja neitt ákyeðið um iangdrag stöðvarinnar. Samkvæmt samningunum ábyrgist Marconi-fje- lagið langdrag stöðvarinnar 750 kíló- metra að degi til og rúmlega helmingi lertgra að nóttu (í myrkri). Tilgangur stöðvarinnar er í fyrsta lagi sá, að vinna við skip í hafi og við strendur landsins. Með því móti getur stöðin orðið fiskiflotanum, sem gera má rá'S fyrir að verði útbúinn með ioftskeytatækjum, að ómetanlegu gagni. í öðru lagi er ætlast til, að stöðin verði miðstöði og gæslustöð þeirra loftskeytastöðva, sem væntan- lega verða bygðar hjer á landi innan skarms, og í þriðja lagi á stöðin að annast varasamband við útlönd, ef sæsímanum skyldi hlekkjast á. Hvað viðvíkur síðasta atriðinu, þá ætti að vera hægt a'ð koma talsverðu af síma- viðskiftum vorum loftleiðina, ef sæ- síminn bilar, — sjerstaklega ef stöðin á Færeyjum, sem verður bygð eins fljótt og kringumstæður leyfa, — væri komin, en þó getum viö ekki komi'ð nándar nærri öllum þeim skeytum, sem nú eru afgreidd daglega gegn um sæsitnann. Til ]>ess þyrftu stöðvarnar að vera miklu öflugri og betur útbúnar. — Loftskeytastöð með langdrag hjeðan tilKanada var áætlað að mundi kosta fyrir striðið eöa í stríðsbyrjun um eina miljón króna. Tæki stöðvarinnar hjer, uppkomin, kosta um 65,000 kr. Það má heita ógerningur á þessurn timum að fá erlendar stöðvar til að gera tilraunir við stöðina hjer. Sem stendur er verið að gera tilraunir við Lyngbystöðina, við Kaupmannahöfn, en hún er svo langt í burtu að ekki er líklegt að þær tilraunir takist. Ler- wick á Iljaltlandi er sú stöö, sem mestar líkur eru til að gæti haft sam- hand við Reykjavíkurstöðina, en leyfi til að reyna við Lerwick, eða aðra hentuga stöð á Bretlandi, er enn ekki fengið hjá Bretum. í sambandi við loftskeytastöðina hafa verið settir á stofn loftskeyta- og símritunarskóli. Skólar þessir eru útbúnir með^nýtísku símatækjum og kenslan er bæði bókleg og verkleg. Forstjóri stöðvarinnar stýrir einnig skólunum. Fyrsta námsskei'ðið hófst 1. febrúar þessa árs. í símritunarskól- anum eru 5 ungir menn, sem hafa nú lokíö fyrri hluta námsins, sem stóð yfir í vetur. en eiga annan vetur eftir. í sumar hefur þeim verið komið fyrir hingað og þangað á ritsímastöðvun- um, en byrja aftur á námi í haust. — Við loftskeytaskólann luku 4 skip- stjórar minria prófi og eru nú hand- hafar fyrstu íslensku prófskirteina í loftskeytafræöi, sent gefin hafa verið út. ’ Skipstjórar þeir, er luku prófi, voru : Gúðmundur Jónsson, Hafsteinn Bergþórsson, Jóel Jónsson og Jón Otti Jónsson. Bannlögin og herra Gunnar ólafsson. í 46. tbl. Lögrjettu, 3. okt. f. á., n’tar hr. Gunnar Ólafsson kaupntað- ur í Vestmannaeyjum grein með yfir- skriftinni „Bannlögin og opna brjef- ið“. Það, sem kemur mjer til að tala um ritsmíð þessa, er bæði það, að jeg tel ekki mega ganga þegjandi fram hjá stærstu öfgunum, en þó einkum það, að hinn ríýji ritstjóri „Timans“ — sem jeg efa ekki að cr mjög samviskusamur maður — kallar grein þessa hógværa. Það fyrsta, sem manni dettur í hug eftir lestur greinarinnar er það, hvers vegna hinn heiðraði höf. hafi íarið að skrifa þetta, og það verður flókin gáta. Ekki geturþað veriðaf því að honum hafi þótt of lítið um bann- málið talaði í blöðunum, og ekki held- ur til að bæta tóninn í þeim umræö- um, síður en svo. Ekki til að- sann- íæra almenning, til þess eru staðhæf- mgarnar og fjarstæðurnar of berar. Ekki heldur til þess að verða fyrir umtali í blöðunum og vera kallaður kaupmaður, konsúll og jafnvel al- þingismaður. Ekkert af þessu getur verið rjetta ráðningin. Sú tilgáta væri sennilegri, að honum hafi fundist hann þurfa að svala sjer á mótstöðu- mönnunum — andbanningum — því það leynir sjer ekki, að æstir skaps- munir standa á bak við stóru orðin. En er það nú ekki undarlegt, að þessi maður, sem hefur alhnikið feng- ist við opinber störf og ætti íð vera Lúinn að fá margar hollar bendingar í reynsluskóla lífsins, skuli fara að skrifa um eitt rnesta alvöru- og til- finningamál, sem er á dagskrá þjóð- arinnar, með slikri frekju og fjar- stæðum, sem raun er á orðin. Það er ástæða til að vera kvíðafullur um andlega og verklega viðreisn þessarar ' þióðar, þegar þeir menn, sem finst þeir eiga að vera leiðtogar lýðsins, ; koma fram eins og hr. G. Ó. gerir j hjer. Það yrði of langt mál að til- j færa alt það í greininni, sem sannar j uirimæli mín um fullyrðingar og fjar- stæður höfundayins, og læt jeg því nægja að tilfæra hjer sem sýnishorn hvernig honum farast orð, þar sem í upphafi málsins er minst á þá, sem ekki vilja leggja blessun sína yfir bannlögin, og búið er að tala um þann miklu meiri hluta, sem sje með þeim. „Á nióti berjast örfá hundruð manna, kaupstaðar-burgeisar, embættismenn og ,frelsisfrömuðir‘, þess frelsis, aö menn megi drekka áfengi og vera druknir.“ Allir sjá voriandi, hversu hógvær þessi ummæli eru. Hversu sanngjarnlega hjer er talað um þá, sem hafa aðra skoðun en höfundur- inn á þessu alvarlega máli. En mönn- um er ef til vill ekki jafn ljóst, hversu miklum ósannindum er komið fyrir í klausu þessari. Það ætti reyndar að vera öllum ljóst, að hjer fullyrðir höfundur það sem hann getur ekki vitað neitt um, þar sem hann segir andbanninga örfá hundruð manna. En þeir, sem ekki þekkja til nema í kaupstöðunum, gætu haldið aö eitt- hvað kynni að geta verið hæft í þessu, til dæmis með því að allir sveitamenn væru bannmenn. Vil jeg því segja lesendum „Lögrjettu" frá því, hvernig aðstaða manna til bann- laganna þefur verið í þessari sveit, og mun ekki fjarri að nokkuð líkt sje því háttað í flestum sveitum hjer á Austurlandi. í þessu litla sveitar- fjelagi eru, sem næst 200 fulltíða menn — kárlar og konur; af þeim voru 1908, þegar gengið var til at- kvæða um bannlögin og málið rætt hjer á fundum, a& eins 5 menn, sem ijetu uppi við atkvæðagréiðslu, að þeir væru með því að bannlög kæm- ust á. Síðar (T909—10) skrifuðu nær allir fullorðnir menn i hreppnum undir tnptmæli gegn bannlögunum, r.ema þessir 5 menn og fjölskyfdur þeirra (2 voru einhleypir). I sveitinni er enginn kaupstaður og aö eins einn embættismaður. Við hjer erum því nærri allir „frelsisfrömuðir" á máli hr. G. Ó., „þess frelsis að drekka og vera druknir." Nú eru skoö'anir manna hjer það breyttar, að sumir þeirra fáu, sem banninu voru fylgj- andi, telja það óhapp að bannlögin skyldu nokkura tíma komast hjer á, og nær allir hjer telja það nú vand- ræði, að komast út úr ógöngum, sem áfengismálið er komið í fyrir aðgerð- ir þingsins 1909, sem hr. G. Ó. átti sæti á, og virðist vera svo minnis stætt. Það er annars undarlegt, að menn skuli ekki geta rætt þetta stóra vandamál með stillingu og litið hver á annars málstað með sanngirni. Mjei finst það sem skilur, vera að eins það, hvort útrýma eigi þessu þjóðar- böli — ofdrykkjunni — með lögum og refsingar-ákvæðum eða með menn- ingu einstaklinganna' og frjálsum samtökum (bindindisstarfsemi). Viö hjer teljum það neyðarúrræði að lækna þjóðfjelagsmeinin með laga- boðum, og álítum að það eina sem dugi sje þroski hvers einstaklings til að velja og hafna, varast vítin og rata hinar rjettu leiðir í lífinu. Sem dæmi þessa vil jeg benda á eitt mesta böl okkar sveitabændanna, fóðurskort og horfelli, sem orðið hef- ur þessari þjóö til hneisu og fjártjóns á liðnunii öldum og alt til þessa tíma. Flestir bændur munu nú vera orðn- ir sammála um, að laga-ákvæði og sektir megni aldrei að bæta úr þessu; cn það eina, sem dugað geti, sje að hver einstakur bóndi tryggi fjenað sinn með sínum eigin heyfyrningum, jafnframt því sem bændur hafi sam- tök innan hvers hjeraðs um tryggj- legan ásetning og sameiginleg korn- forðabúr. Og ekki nema gott, að það opinbera hlynni að þessu, til dæmis með styrkveitingum til kornforöa- búra og verðlaunum til þeirra hjer- aða, er yrðu fyrirmynd í þ'essu, þrátt fyrir erfiða afstöðu. Ætli það horfi nú ekki eitthvað líkt við með útrýming áfengisbölsins, að sjálfstæði einstaklinganna og frjáls samtök fjöldans, — gegn þjóðarböl- inu — reynist happadrýgri, en lög og refsingarákvæði. En því miður hafðí ekki þingið 1909 svp mörgum víð- sýnum mönnum á at/ skipa sem þurft hefði. Meiri hlutinn hjelt að lögin væru sá Kínverjamúr, sem ekkVrt kærnist yfir, ekki einu sinni Bakkus. — Hvað hefur reynslan sýnt okkur? Hefur hún ekki sýnt, að við höfum alt of mikið af lögum, sem Iítið er hirt um að fylgja, og að okkar mestu þjóðfjelagsmein verða aldrei grædd með lögum og refsingum? Stafafelli í Lóni. Sigurður Jónsson. Stríðið. Síðustu frjettir. Á vígstöðvunum hefur verið við- burðalítið síðastl. viku. 26. f. m. höfðiu ítalir hrakið Austurríkismenn af vestri bakka Piave, nema hjá Musile, og jafnframt var getið um nokkra fangatöku, en síðan hefur verið lítið um frjettir af suðurvígstöðvunum og virðist hafa verið kyrt þar. Mannfall hefur verið töluvert í þessari vi'ðúr- cign og fangataka báðu megin, en tjónið þó meira hjá Austurríkismönn- um. Þeir liafa reynt að sækja fram en ekkert unnið á og orðið að hrökkva til baka aftur. Þeir kenna vexti Piave- árinnar urn, en i ensku fregnunum segir, að herstjórn þeirra hefði átt að þekkja svo til árinnar, að hún vissi, hverju búasf: mætti vi'ð af hcnni. Á vesturvígstöðVunum er að eins getið um smáskærur, bæði suður hjá Aisne og norður hjá Lys, og sagt aö bandamenn hafi sótt þar á og tekiði nokkuð af föngum á báðum stöðum. En framhaldssókn frá Þjóðverja hálfu er þar yfirvofandi. Ein fregnin hefur getið um influensuveiki í þýska xhernum, og má vera, að það hafi tafið. í fregn frá 27. f, m. segir, að hérnaðarsvæði vesturvígstöðvanna nái nú yfir París. Ýmsar fregnir berast nú frá Rúss- landi, sem margar eru þó óðara born- ar til baka aftur. Ein var sú, að Niku- lás fyrv. keisari hefði veriö myrtur, en síölari fregnir, sem áreiðanlegri virðast, hafa borið þetta til baka önnur sagði Bolsjevíka alveg aö þrot- um komna og Lenin og Trotsky flúna frá Moskvu, en nýrri fregnir sýna, að hvorugt er rjett. En keisarasinn- um í Rússlandi mun vera að aukast fylgi og Bolsjevikasveitirnar hafa mist yfirtökin í ýmsum borgum og bæjum. Þýskar hersveitir, sem að rrriklu leyti eru myndaðar af rnönn- um, sem áður voru rússneskir her- fangar, hafa viða þarna austur frá látið mikið til sín taka. Fregn frá 27. f. m. segir Michael stórfursta, bróður Nikulásar fyrv. keisara, foringja nýju stjórnarinnar í Síberíu. Fregn frá 1. þ, m. segir Bolsjevíkastjórnina mót- mæla landgöngu bandamanna á Mur- mannsströnd og skora á Rauöu her- sveitirnar, að veita her miðveldanna viðnám og skifta kornmatarbirgðun- um bróðurlega, þangað til ný upp- skera fáist. Þjóðverjar hafa keypt 2 vígdreka úr Svartahafsflota Rússa, og hafa gefið fyrir 35 milj. rúbla. Fregn frá x. m. segir, a'S ef banda- menn skerist í leikinn i Rússlandi, ætli Bolsjevíkar að biðja Þjóðverja liðveitslu. Kerensky er nú aftur kominn fra'm a sjónarsviðið. Hann var á verk- mannaráðstefnu í Lundúnum í lok síðastl. mánaðar og var tekið þar með rniklum fögnuði, og þaðan fór hann síðlan suður til Parísar. Hjálm- ar Branting, sænski jafnaðarmanna- loringinn, var einnig á þessari verk- mannaráðstefnu í Lundúnum og flutti þar ræðu, Er eftir honum haft, að bandamönnum sje að aukast fylgi í Sviþjóð. Enska stjórnin hefur nú komið fram með tillögu um, að frestað verði að taka ákvarðanir um heimastjórn íra. í Ungverjalandi var sagt allsherjar- verkfall í fregn frá 28. f. m., en sí'ðlari íregnir segja því Iokið. í Þýskal.hefur verið mikill mótblástur gegn Kúhl- mann utanríkisráðherra frá íorkólf- um alþýsku stefnunnar og hafa þeir lengi viljað koma honum frá völdum vegna þess að þeim þykir hann of hlyntur friðarstefnunni þar í landi og hinum frjálslegri þjóðskipulagsbreyt- ingum. Ráðherrar Norðurlanda hafg. verið

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.