Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 28.08.1918, Side 2

Lögrétta - 28.08.1918, Side 2
148 LÖGRJETTA Á þessari mynd sjest nokkur hluti lestrarsals Landsbókasafnsins. En hann er allur 27 álnir á lengd og i'S álnir á breidd og liggur noriSan megin í húsinu, út að höfninni. — En alt er húsið 60—70 álnir að stærð og 19—20 álna hátt undir þakskegg og kostaöi rúmar 220 þús. kr. Veggirnir eru tvöfaldir steinveggir 16 + 9 þml., og 3 þml. bil á milli. Loft og stigar eru steinsteypt og með járnbitum, alt eldtraust. Hyllulengd safnsins er 3800 álnir. Hornsteinn þess var lagður 23 sept. 1906, á dánarafmæli Snorra Sturlusonar. veiti þeim móttöku 0. s. frv. Sjálfur kveðst hann eigi geta mikiö af mörk- um látið i fyrirtækið, með því að hann hafi nýlega látið talsvert af hendi rakna til annars opinbers bókasafns, en lætur samt fylgja gjafalista frá sjer upp á 20 bækur og lofar að senda fleiri smátt og smátt frá sjálfum sjer og öðrum. Kveðst hafa góðar vomr um tillög frá ýmsum mönnum á Fjóni og í Kaupmannahöfn. Bókmentafje- lagið brást drengilega og rösklega við erindi þessu. Hinn ötuli formaður Hafnardeildarinnar, Bjarni Thor- steinsson (síðar amtmaður) og skrif- ari hennar, próf. Finnur Magnússon, svara þegar þ. 31. mars, tjá Rafni innilegustu þakkir fyrir göfuga við- leitni, uppástunguna og tilboðið og tilkynna honum, að deildin hafi á fje- lagsfundi samþykt að rita aðaldeild inni á íslandi um málið og fela henni að ráðgast við stiftsyfirvöldin is- lensku hvernig bókasafninu yrði best íyrir komið o. s. frv. Þ. 17. júlídag s. á. skrifar svo Hafnardeildin Rej-kjavíkurdeildinni hingað heim um málið, en það brjef virðist vera glat- a.ð og uppkastið að því líklega farist í brunanum 24.—25. sept, 1847 1 Kaupmannahöfn, því þar fórust „bækur fjel. og handrit, brjefabækur deildarinnar, dagbækur og skjöl“. (Sbr. Minningarrit Bókm.fjel. 1816— 1866), en til er brjef í Landsskjala- safninu, dags. í Breiðholti 18. ágústd. frá Árna Helgasyni þáverandi dóm- kirkjupresti og forseta Rvíkurdeildar- innar til Geirs biskups Vídalíns, þar sem hann „tekur sjer þau fríheit, í nafni Bókmentafjelagsins deildar i Reykja-i vík, að spyrjast fyrir, hvort ei mundi ráð til að bókmentunum yrði mót- taka veitt og sú ráðstöfun gerð sem tilhlýðileg er, bæði í tilliti til bók- snna geymslu og líka þrúkunar.“ Þessu brjefi svarar Geir biskup Vída- lín á þenna hátt: Til dómkirkjuprests sjera Árna Helgasonar, forseta þess íslenska bókmentafjelags deildar íReykja- vík, 28. aug, 1818 . Yðar velæruverðugheita kæra brjef af i8da næstumliðins mánaðar hef jeg meðtekið. — I þessu brjefi að- spyrjið þjer, hvort ei mundi vegur til, að notið yrði þess velgjörnings, sem hra lautenant Rafn hefur boðist að auðsýna landi voru, sem í því er innifalinn: að hann vil) safna bókum í Danmörku og senda hingað, eður af- henda fjelögum vorum í Kaupinhavn, í þeim tilgangi, að hjer við stiftið yrði grundvöllur lagður til viðlíka bókasafns, sem -er við hvert annað stifti í Danaveldi, samt að hann í þessu skyni allareiðu hafi safnað tölu- verðu, sem fjelagar vorir í Kaup- mannahöfn hafa tekið við, og þjenar því til andsvars; atS jeg kann þess- í þessari stofu var landsbókasafnslesstofan frá 1881 og þangað til nýja húsið var reist. Áður var safnið geymt á dómkirkjuloftinu og hjet þá Stiftsbókasafn. Herbergið, sem á myndinni sjest, er nú kennarastofa há- skólans. um landsvini vorum því hjartanlegra þakklæti fyrir þennan sinn heiðurs- verða velgjörning, sem þess konar bókasafn er dýrmætara í einu landi hvar ekkert almennilegt bókasafn er til, og hvar kjörum embættismanna er svo háttað, að þeir lítið eða ekki eiga afgangs frá nauðsynleguuppheldi, til bókakaupa; hvert innilega þakk- læti mitt jeg fel yðar velæruverðug- heitum á höndur að gefa í mínu um- boði, mín og landsmanna minna vegna, velnefndum lautenant Rafn til kynna, ásamt bókmentafjelagsdeild- inni í Kaupmarinahöfn; eins og jeg í dag hefi tilskrifað því koungl. d. . cansellie og beiðst af því samþykkis og nauðsynlegs peningastyrks til að hentugur karmur yrði tilbúinn á Reykjavíkur dómkirkjulofti, þessu bókasafni til varðveislu, og geri jeg mjer bestu von um bænheyrslu hjer um. Brjefið er dagsett 28. d. ágústm. 1818 og í regstrinu (eða efnisyfirlit- inu) framan við brjefabókina stendur (á dönsku eftir þeirrar tíðar venju): Stiftsbibliotheket funderet (þ. e. stofnað) bls. 262. Og þenna dag verð jeg að telja stofnunardag safnsins, þegar biskup landsins tók á móti gjöf- inni og þakkaði hana í brjefi til Bók- mentafjelagsins. Það er eitthvað hugljúft við þetta atvik, að bamunginn tvævetri, eldra systkinið, tók hvítvoðunginn sjer í fang og hjelt honum undir skírn hjá Geir biskup „góða“. Þótt Geir biskup einn skrifi undir, en ekki bæði stifts- yfirvöldin, þá er það ekkert tiltöku-' mál, því bæði var verkahringur bisk- upanna og vald meira þá en síðar varð, og svo bar þetta atvik upp á þann tima, þegar Castenschiold stift- amtmaður var fjarverandi embætti sínu. , Hingað til hafði alt gengið að ósk- um, dugnaður Rafns, röskleiki Bók- mentafjelagsstjórnarinnar og ágætar undirtektir biskups höfðu á tiltölu- lega mjög skömmum tíma hrundið hugmyndinni á flot og út í lífið. En þegar svo til frekari framkvæmda kemur, þá lendir alt í 2—3 ára vafstri. Stjórnarvöld þykja enn í dag yfirleitt þung í snúningum og seinvirk, en þó má kalla, að alt svífi nú með flug- hraða, einnig yfirvöldin og opinber- ar framkvæmdir, í samanburði við seinlætið og umsvifin fyrir 100 árum og langt fram á 19. öld. Kansellí, rentukemmer, endalausar íhuganir. skriffinska og stakir samgönguörðug- ieikar voru þreskildir á vegi og þrándar í götu þess fyrirtækis, sem svo margs annars, og þess valdandi, að bækurnar til safnsins eru fyrst sendar frá Kaupmannahöfn í maímán- uði 1820, voru „af vangá skipherrans," eins og Geir Vídalín kemst að orði, fluttar til Keflavíkur og komu ekki til Reykjavíkur fyr en á áliðnu sumri og bráðabirgða húsrúm fyrir þær í stiftamtmannshúsinu þá þó ekki til- búið*fyr en nokkrum vikum síðar og ekki var safnið opnað fyrir almenning fyr en í nóvembermánuði 1825, þótt konungleg staðfesting stofnunarinnar væri þegar fengin þ. 11. dag apríl- mánaðar 1821, ásamt 840 rd. gjöf frá honum til lagfæringar húsrúmi handa því, skápa o. fl. á dómkirkjuloftinu hjer í Reykjavík, en þótt aðrir svæfu þá vakti Rafn, og hjelt í sífellu á- fram að safna gjöfum í útlöndum handa safninu, bæði í fje og bókum, þannig meðal annars allmikilli og góðri gjöf úr handbókasafni kon- ungs, og frá hans rótum mun og runnið kansellibrjef dags. 2. október 1824, sem hjet framvegis að gjöt bókasafninu tvítökum úr hinu stófa konungl. bókasafni. Og hann ljet ekki við bókagjafirnar og bókasöfnunina eina lenda, heldur ljet hann sig allan I hag safnsins og framkvæmdir jafn- miklu varða. Þannig endurskoðaði hann og leiðrjetti hina fyrstu bóka- skrá safnsins, sem fyrsti bókavörður þess, stiftamtmaður Peder Fieldsted Hoppe, hafði skráð, og leiðrjetti hana svo rækilega, að stiftamtmaður býð- ur honum, að hann telji sig höfurid' hennar, sem Rafn auðvitað ekki gerði, því að hæversku hans var jafnan við brugðið. Auk þess gerði hann reglur eðl leiðbeiningar fyrir samning bóka- skráa handa forstöðunefndinni, þeg- ar bókaskráin síðari 1842, sem nefnd- in hafði gefið út og sent Rafn nokkur eintök af til útbýtingar meðal vina og velgjörðamanna safnsins erlendis, þessi sama skrá, sem Jón Sigurðsson forseti rjeðst svo heiftarlega á í 4. árg. Fjelagsritanna 1844, að útreiðin sem bæklingur þessi fjekk, er síst betri en hin, sem Tistrams rímur fengu hjá Jónasi Hallgrímssyni. Rafn stakk kveri þessu undir stól, til að spilla eigi vinsældum og áliti þessa unga safnvísis í útlöndum, en tók hitt ráðið að koma í veg fyrir samkynja óhapp með því að leiðbeina stj.nefnd- inni og fræða hana. Þá er ekki minna um vert afskifti hans af fastasjóði safnsins. Hann myndaði hann af fjegjöfum frá vinum sínum í útlöndum og lagði einnig nokkuð sjálfur til, þó aðallega af gjöfum enskra manna, er hann átti tíð brjefaskifti við, svo sem þeirra Fludson Gurney Esq., Sir NikolaiCarl- isle 0. fl., og voru gjafir þessar send- i.T stjórn bókasafnsins á árunum 1829, 1830 og 1831. Sjóðurinn var settur í ríkisskuldabrjef 0g óx smám saman, en Rafn óskaði tryggingar fyrir vexti en ekki eyðslu þess sjóðs og var því ckki í rónni fyr en hann hafði samið „Statútur“ eða stofnuarsamþykt fyrir hann og fengið þær staðfestar af konungi 10. d. júlímán. 1856. Er aðal- ákvæði þeirra það, að af ársvöxtun- um, sem að öðru leyti sje varið í þarfir safnsins, skuli árlega bæta 50 rd. við sjóðinn (eða 100 rd. annað hvort ár), og að aldrei megi með neinni ákvörðun skerða fje það, sem sjóðnum þannig bætist smátt 0g smátt, og hefur það ákvæði að jafn- aði verið haldið, þrátt fyrir gífurlegar fjárkröggur, sem safnið, oftast nær óstutt um langan aldur af opinberu fje, átti við að stríða. Sjóður þessi var árið 1856 2343 rd., 7500 kr. í árs- lok 1907, er jeg tók við fjárhaldi safnsins, og er nú 10500 krónur. jeg hef reynt að auka hann ríflegar þessi síðustu 10 árin, bæði til þess að vilja Rafns og ákvæðum Statútnanna yrði fullnægt á 100 ára afmæli safnsins, og svo ekki síður vegna þess, að jeg tel, sem hann, ákjósanlegast, að þetta safn gæti i framtíðinni sem mest stað- ið á eiginfótum, og þyrfti ekki að eiga að öllu tilveru sína og framtíðar- LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð viS og vit, minst 60 blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. á Islandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi I. júli. vonir undir boöaföllum og bylgju- gangi stjórnmálanna og hyggilegast og æskilegast í alla staði væri að leyfa yfirbókavörðum safnsins um næstu 100 ár, að leggja a 11 a vexti fastasjóðsins við höfuðstólinn, því landssjóð munar litlu, hvort árlegt tillag til safnsins er nokkrum hund- ruðum króna meira eða minna, en safnið miklu, hvort vaxtarafli sjóðs- ins er hnekt eða ekki. Og hjer kom fram sem oftar hyggjuvit Rafns og hinir stórmiklu praktisku hæfileikar hans og stjórnsemi, sem auðvitað hafa skerpst við laganám hans og her- fræðinám ’á æskuárunum. En skýrast og aðdáanlegast kemur þrautseigja hans, viljakraftur og starfsþol fram í hinni sívakandi um- hyggju hans í smáu og stóru fyrir safninu til dánardægurs. Forstöðu- nefnd safnsins átti þar alt sitt traust, sem hann var, honum sendi hún ár- lega afritun af reikningum safnsins cg hann spurði hún ráða, og hann beiddi hún hjálpar um alt það, er hún gat ekki klofið fram úr, þegar svo bar við, sem sjaldan skeði, að hann hafði ekki orðið f y r r i til að leið-. beina og hjálpa. — „í guðs bænum yfirgefið oss ekki,“ segir Krieger stiftamtmaður í brjefi dags. 10. apríl í833, þegar Rask-deilan leiða hafði að því er virðist, kælt áhuga hans á safnsins málum um lítið skeið, „því að vjer erum enn ekki færir um að ganga óstuddir á eiginfótum.“ Við hann ráðfærir Jón bókavörður. Árnason sig frá því hann verður bókavörður fyrir miðja öldina 19., og sendir honum bækling sinn „Um Stiftsbókasafnið“, Og til hans er síð- asta brjefið, sem jeg hef orðið var við, að Rafn hafi skrifað safninu við- komandi, og einnig viðv. þýðingu Svb. Egilssonar á Odysseifskviðu, sem hann vill koma á prent, dags. 27. d. ágústm. 1864, eða fám vikum fyrir dauða hans. Jeg þykist því ekki hafa ofmælt, þótt jeg segi, að konferenz- ráð Rafn hafi verið lífið og sálin í þessari stofnun frá upphafi hennar og til dánardægurs síns. „Ó, hve alt Island rná blessa þig fyrir stiftisbóka- safnið,“ segir dómkirkjuprestur Gunnl. Oddsen í brjefi til Rafns (9. mars 1828). — Jeg leyfi mjer að taka undir þessi orð og biðja yður, háttvirtu á- heyrendur, að standa upp fyrir minn-< ingu þess rnanns, sem Landsbókasafn Islands, þessi aðalgeymir íslenskra fræða og bókmenta að fornu og nýju, á svo nrikið að þakka. — Og vil jeg stinga upp á, að sem flestir taki undir kvæði þau, sem nú verða sungin um hann. Var þá sungið upphafiÖ á öðrutn kafla hátíðaljóða Þ. G. Niðurl. Stríðið. Síðustu fregnir. I Rússlandi og Finnlandi er alt enn þá öfugt og öndvert, blóðsút- hellingar og byltingar innan lands aukast og hættumar utan að fær- ast nær. Bolsjevíka-stjórnin rúss- neska á við ramraan reip að draga, því að gagnbyltingamönnum virð- ist vaxa þar fylgi og framsóknar- þor, en stjórnin ekki nógu máttar- mikil til þess að reisa rönd við framgangi þeirra og agaleysi og strok er í her hennar og kemur þvi sex mánaða varnarskyldan, sem hún lögleiddi henni að tiltölulega litlu haldi. í Moskva virðast hafa verið mestu óeirðir og uppþot. Símfregn frá 21. þ. m. segir Maxi- malista þar hafa hafið almenna ofsókn og myrði þeir fjölda fólks. Sagt er lika að 50 þús. liðsforingjar hafi verið teknir höndum og mörg hundruð þeirra líflátnir, en önn- ur fregn segir 10 þús. liðsforingja handtekna og dæmda í þrældóms- vinnu fyrir óeirðir og að einnig hafi margir betri borgarar i Moskva verið hneptir í varðhald. Utan að virðast böndin líka herða meira og meira að Rúss- um. Á MúrmanstrÖndinni kváðu

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.